Heimskringla - 15.02.1900, Síða 2

Heimskringla - 15.02.1900, Síða 2
HKIMSRKINGLA 15. FEBRÚAR 1900. Beiinskringla. PUBLISHED BY Tlw Heinskringla News & Publishing C». Verð blaðsins í Canada or Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borRað). Sent til Islands (fyrirfram borgad af kaupenle tu blaðsins hér) $1.00. ?eningar sendist i P.O. Money Order Reeistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á adra banka, en STinnipeg ad eins teknar með affðUum R. Managing Editor : L.. Baldwinaon, Office . 547 Main Street. P O BOX 305- Róttur Breta. Það eru mjög deildar meiningar nm það, því verður ekkí með réttu neitað, hvort Bretastjórn hafi haft algerlega rétt fyrir sér í því að byrja hemað á móti Búunum. Um laga lega réttinn er ekki að ræða. A1 þjóðalögin leyfa hverri þjóð sem er að hefja ófrið á aðra þjóð, þegar greiningsmálum þeirra er þannig varið, að þau eru öðrum þjóðum beinlínis óviðkomandi, og það er til fellið með Breta og Bfia. En það er siðferðislega hliðin sem menn líta á og hver einstaklingur dæmir um þetta eftir þeim hugmyndum sem hann gerir sér um siðferðisréttinn og tilflnning hans um það hvernig ein- staklingar, félög og þjóðir, ættu að breyta gagnvart hvert öðru. Víst má þó taka í reikninginn gamla fs- lenzka málsháttinn að “Hverjum þykisinn fugl fagur”, og það að mðnnum yflrleitt hætti mjög við að sjá fremur flýsina í auga bróður síns, en bjálkann í sínu eigin auga. Af þessu er það sjálfsagt að margir, sér staklega þeir. sem ekki eru brezkir þegnar, líU svo á að BreUr hafl með ofbeldi og að ástæðulausu ráðist Búana, að þeir hafl slett sér fram í innbyrðismál þeirra án þess að þeim f raun og veru kæmi þau nokkuð við, undir því yflrskyni að þeir væru að rétU hlut þegna sinna þar f landi, en I raun réttri af þeirri ástæðu að þeir ásældast land Búanna af því að það er gullauðugt og að öðru leyti þægilegt fyrir BreU til yfirráða. Þetta mun vera almenna álitið Bandaríkjam, og mjög margir þar hallmæla Englendingum harðlega fyrir að ráðast á vesalings Búana þvf skyni að svifta þá frelsi sfnn, En þessir sömu menn flnna ekkert at hugavert við það þó að Bandamenn séu f sömu eða öllu ástæðulausari er- indagerðum yflr á Philipseyjum. Þessum tveimur stríðum svipar þó að því leyti saman, að báðar þjóð irnar Bóar og Philipseyjamenn eru að berjast fyrir algerðu frelsi sfnu sem sjálfstæðar og sjálfstjórnandi þjóðir. Bandamenn telja rétt sinn til yflrráða á eyjunum af þvf að þeir keyptu þær afSpáverjum. Englar telja rétt sinn til Búalandsins af því að það er hluti af hinu brezka veldi. Brezkir þegnar yflrleitt IfU því svo á að BreUr hafi haft gilda ástæðu til að hlatast til um breytni Búanna gagnvart brezkum þegnum þar f landi. Spurningin er auðvitað um það, hvort Búar hafl haft rétt til þess að stjórna sjálfum sér eftir vild sinni, eða öllu heldur, hafði England rétt til þens að hafa valdsleg afskifti af stjórnarfyrirkomulagi Búanna, og af því, hvernig þeir fram fylgda lög- um sínum þar syðra. Til þess að geta svarað þessari •purningu fyllilega, væri nauðsyn- legt að rekja frá rótum alla sögu Suður-Afríku, en hér erekki rúm til þess. En þó má geta um fáein at- riði sem snerta þetta mál og ekki er víst að öllum lesendnm séu kunnug. Það eru liðin 60 ár síðan fólk það, sem vér nú nefnum Búa, hörf- uðu undan yflrráðum Breta í Suður- Afríku og taka sér bólf'estu fyrir norðan Orange ána, óbygt land. Þeir myndaðu sjálfstjórn og Mfðu í einingu um 20 ára tímabil. En svo kom upp innbyrðis óánægja meðal þessa fólks. Það þoldi ekki sína eigin stjórn frekar en það hafði þolað stjórn Breta. Þessi óánægja endaði með samningi sem gerður var á Sand- árfundinum 1852. Þar sem Búa- þjóðin skiftist í 2 smáríki, annað nefndist Orange Free State en hitt Transvaal. Hvortveggja flokkarnir mynduðu sérstaka stjórn, og hafa þannig verið stjórnarlega aðskildir jafnan sfðan En Transvaal rfkið varð tæplega 12 ára gamalt, þegar alt lenti í ólagi fyrir þeim og hver höndin varð upp á móti annari. Þeir voru ekki mentalega vaxnir þvf að hafa sjálfstjórn, og þar mynduðust mðrg smáríki inn f sjálfu Transvaal- ríkinu. Það lá við uppreist inn- byrðis þar til 1877 að þjóðin gekk á vald Breta. En þó var óánægjan ekki kæfð ogengufærri en 5 brezkir governors höfðu hönd í bagga með mál þelrrr frá 1876 til 1880 og því verður ekki neitað að margt fór þar f ólagi hjá þeim. Búar héldu áfram að stjórná sér sjálfum, en sfjórn þeirra var óstjórn í orðsins fylstu merkingu og þeir kúguðu Breta sem tekið höfðu sér bólfestu þar f landi, á allan mðgulegan hátt. Bretar voru auðugri, mentaði i og framkvæmdar- samari menn en Búar. Þeir fram- leiddu mestan auð þar i landi. Af þessu leiddi það að þeir urðu að borga fjóra flmtu hluta af öllum stjórnar kostnaðinum, en voru að öðru leyti réttlausir þar í landi. Þeir bygðu heilar borgir, en máttu þó ekki fá svo miklu ráðið, sem því að halda strætum hreinum. Þeir máttu engum embættum halda og ekki kenna börnum sínum ensku eftir að þau voru komin upp úr Standard 3 í skólunum og 14 ár urðu þeir að vera f landinu áður en þeir fenguju að greiða atkvæði f landsmálum En jafnvel þá var það bundið skilyrðum sem votu svo þröng að enskir lögfræðingar fá ekki séð að Bretar gætu heimtað þegn- réttindin, þó þeir biðu rólegir f þessi 14 ár. Þetta þybir óþolandi. Bretar eru driffjöðrin f öllum framförum landsins, þeir þurfa að borga nálega alla skattana, bæði til aðalstjórnar- innar og f bæja og sveita sjóði, en eru þó algerlega ómyndugir að öðru leyti. Það mundi fleirum en Bret- um falla þetta þungt og það er örð- ugt að gera sér ljósa grein fyrir því, hvernig eða hvenær hægt vrði að koma á viðunanlegum umbótum í þessu efni án þess að berjast fyrir þeim. Enginn getur neitað því að Bretar hafa farið vægilega í sakirnar á umliðnum árum, þeir hafa bók- staflega beygt kné sfn fyrir Búum og allra auðmjúklegast beðið þá að veita þegnum sfnum þar f landi jafnrétti við sjálfa þá. En þrátt fyrir ðll loforð gamla Krugers þá heflr þó reyndin orðið -ú, að eftir því sem Bretar hafa verið lengur þar f landi og lagt meira i sölurnar fyrir sig og afkomendur sína og framför laudsins, eftir því hefir laga- lega kostum þeirra verið þrengt þar til ekki er um annað að gera en annað hvort að flýja úr landi og yflr- gefa eignir sínar þar, eða að öðrum kosti að berjast fyrir tilverunni sem bezt þeir geta. Þeir hafa kosið síð- ari kostinn, og þó örðugt gangi þá er víst óhætt að fullyrða að þeir bera sigur úr býtum í þessu frelsis- stríði, og eins má ugglaust gera ráð fvrir að undir stjórn þeirra verði þjóðin sannfrjálsari en hún hefir áður verið, og að ekki verði gerður manna eða þjóðflokka munur. Bú- arnir verða þá eflaust látnir njóta sömu réttinda og aðrir brezkir þegn- ar þar í landi. Bretar sóttust ekki eftir ófriði við Búa. Þeir berjast hvorki til þess að auka út lendur sínar, né af græðgi í Transvaalgullið. En þeir voru neyddir út í þetta stríð til þess að vernda réttindi þegna sinna f einní af hjálendum rfkisins og til þes8 að tryggja framtíðar frelsi afkomenda þeirra í Suður-Afrlku. þeim og f gegnum allar kosningarn- ar neitaði bæði Greenway og ráð- gjafar hans að nokkur styrkur hefði verið veittur þessum brautum. Þetta samsinti C. P. R. félagið með þögn- inni, en vann þó með Liberölum I kosningunum það sem það orkaði. Nýja stjórnin heldur því fram, að félagið hafl hvorki lagalegan né sið- ferðislegan rétt til þessa fylkisstyrks en að borga hann væri að ræna fylkisfjárhirzluna þeirri upphæð. Þetta heflr auðvitað vakað fyrir þeim, sem veittu hann, annars hefði þeir ekki dulið þingið og þjóðina um loforðin, og það má ganga að þvf sem sjálfsögðu, að félaginu hafl ekki verið ókunnugt um afleiðing arnar sem það hafði á kosningarnar, ef þjóðin væri látin vita sannleikann um samsærið milli þes» og stjórnar innar. Félagið vissi sig í sökinni með Greenway, þess vegna þagði það um kosningarnar f von um að Greenway héldi áfram að halda völdunum. Hefði það orðið, þá hefði hann eflaust látið þingið sam- þykkja þessar stvrkveitingar. Hann var þá hvort sem var búinn að tryggja sér sætið um 4 ár, og gat haldið áfram að ræna fylkissjóðinn eftir vild sinni. En til mestu hepni fyrir fylki þ.-tta, veltu kjósendur Greenway úr völdum, og spara með því þá fjárupphæð, sem hann annars hefði ausið f félagið. Macdonald hefir þegar sýnt að hann ætlar að Ifta eftir hagsmuni fylkisins án nokkurs tillits til þess, hvort hann missi við það hylli járn brauta eða annara auðfélaga. Sú staðhæflng sem gerð var um kosn- ingarnar og áður, að hann mundi verða leiksopur í hendi félagsins ætlar ekki að rætast freitar en spá dómurinn um það að hann mundi svifta íslendinga kjörrétti, ef hann kæmist til valda. Vér efumst ekkert um að þessi stefna stjórnarinnar, í að neita að bera ábyrgð á leynisamningum Greenway-stjórnarinnar, verði mjög vinsæl meðal almennings f Manitoba. Það kennir félaginu að gera fram- vegis viðskitli sfn við fylkisstjórn- ina opinberlega og í heyranda hljóði. Frá löndum « SINCLAIR. MAN., 31. JAN. 1900. Herr , ritstj. Hkr. Þad er nú orðid all-lanirt síðan nokk- uð úr byf<d íslendinga Stefna Macdonalds í veizlu mikilli, sem Hon. D. H. McFadden, ráðgjafa opinberra starfa var haldin af kjósendum hans f Em- erson kjördæminu á föstudagiun var, gerði Hon. H. J. Macdonajd opin- bera stefnu sfna og stjórnarinnar. að því er snertir leynisamninga Green- ways um styrkveitingu til C. P. R. félagsins fyrir byggingu Lac de Bonnet og Vascada brautanna, sem bygðar voru á síðastl. sumri. Mr. Macdonald sagði, að stjórn sín ætlaði að neita algerhga að við- urkenna loforð Greenwaystjórnar- innar sálugu um styrk til félagsins fyrir þessar brautir. Hann kvað samningana milli Grennway og fé- lagpins hafa verið leynilega. Bæði þjóðin og þingið hefir verið leynt hér hefir sézt f blaði yðar, er því ef til vill ekki órétt að senda þér fáeinar lfnar. — Heilsufar fólks er yfirhöfuð got.t..—Tiðarfarið alt fram yfir miðjan þenna mánuð hið á- gætasta f mauna minnum — snjóleysi oe frostvægð. Síðustu dagana í Okt. gerði mikið snjókast og hélzt sá snjór um hálfan mánuð; þann snjó tók síðan all an upp og eftir það hefir ekkert sleða- færi verið svo teljandi sé. Félagsskapur fer vaxandi meðal vor 1 vetur stofnuðu konur hér félag með- al sin, og mun samkomulífið hér betra yfir höfuð við það, Meðlimir bæði safn aðarins 05; lestrarfélagsins hafa fjölgað nú upp á síðkastið. Snemma í þessum máDuðf var haldin almennur fundur. Skilaði íslendingadagsnefndin, er kosin var í sumar, þar af sér. Nokkuð var rætt um hátíðahald það framvegis. — Menn væru alraent óánægðir yfir ó lestri þeim sem það mál er komið í, og álitið var að 17 Júní væri að deyja út sem íslendingadagur, og það jafnvel hjá þeim sem hefðu haldið þann dag áð- ur og bezt barizt fyrir honum, Þótti órétt að höf. Almanaksins íslenzka í IFxnnipeg hafði ekki f þessa árs útgáf unni virt hátíðahald okkar hér í sumar —sem var hið bezta af þeirri tegund er haldið hefir verið—svo mfkils sögulegs gildis. að rainnast þess í atburðum árs- ins sem leið. Það var afráðið á þessum fundi að kjósa enga nefnd fyrir þetta ár, að sinni, en einum manni var falið á hendur að bjóða til fundar, ef hann sæi þörf til eða ef menn óskuðu þess. Menn sem sé búast við að Argyle-nefnd in láti bráðpm til sín heyra eitthvað ögn fyr en i fyrra, og reyni að hrinda málinu áfram til samkomulags, ef henni hefir annars verið nokkur alvara með það. Éger ofboð hræddur um að ef 2 Ágúst verðnr ofan á, sem alt virðist benda til, svo framarlega að alt leysist ekki f sundur, verði menn víða úti í ný- lendunum tregir til að taka þátt í há- tfðahaldi um þann tíma sumars. Á fundi þeim, sem hér er minst á, komu að eins tvær raddir fram sem hlyntar voru 2. Ágúst; aftur sögðu fáeinir að ef sá dagur yrði alrnent viðurkendur sá löglegi dagur fyrir íslendinga og ís- land og hér í landi þá um leið, væri reyndar réttast af bygðarbúum að halda og þann dag hátíðlegan í því skyni. Á sama fundi var rætt um bygg- ing samkomuhúss fyrir bygðina .Voru allir á einu máli um það. að þvi þyrfti að koma upp, og það sem fyrst. Komu saman f loforðum nokkuð á annað hundrað dollars í byggingarsjóðinn. Var og nefnd kosin tfl að standa fyrir fyrirtækinu. Lftur því út fyrir að bráðlega, ef mögulegt er, verði bætt úr þeirri brýnu þörf, er all-lengi hefir ver- ið okkur bygðarbúum tilfinnleg.—Upp- skera í haust var í góðu meðallagi, en hjá nokkrum mönnum var hveitið “smuth”-að, sem var að kenna blásteins eklu f vor er leið, Hæst mun hveitið hafa komizt 57 bush., en mjög fáir menn hafa náð í það verð, þvi eins og mörg veraldarinnar gæði, stóð það ekki lengi. Pólitikin um kosningarnar komst hér aldrei i spenning. Menn kusu eftir sinni beztu sannfæring, en ekki vegna áeggjana eða von um fé og eiubætti —þann mann er þeir álitu beztan, eða kanske þann flokksmanninn, sem þeir álitu að fylgdi hinum betri flokki. Eins og kunnugt er hafðiTompson, Con»er- uatíve, að eins 8 atkvæði framyfir Li- beral þingmtvnsefnið, Mr. Campbell, en aðsvo fór, var vístekki íslendinga skuld, sem atkv. greiddu fkjördæminu. — Þá loksinshafa nú “afturhaldsmenn” kom- ist til valda í fylkinu, með Hon. H. J. Macdonaldí broddi fykingar. Þá er nú að sjá hvað þeir gera; hvort þeir verða sparsamari en Greenway-stjórnin, hvort þeir t. d. stiðja skólanaeins og “hún” gerði, sem allir sjá hvað þýðingarmik- ið er fyrir ungdóminn, hvort þeir styrkja járnbrautabyggingar, eins og “hún” geiði. Hefir nokkur einasta járnbrautarmila verið bygð hér í fylk- inu, að undanteknum N. P. járnbraut- arspottanum sem bygður var f sumar, sem ekki hafa fe gið styrk frá hinu opinbera. og eins meðan Norquaystjórn- in sat að völdum? Fást járnbrauta- félögin til að byggja braut.ir án styrks? Það hefir að minsta kosti ekki verið hingað til, hvað sem verður, en allir viðurkenna að járnbrautir séu lífæðar landsins. Hver væri framleiðslan, verzlun og fólkstala í stóru sléttlendi, eins og þessu, ef járnbrautirnar væru litlar eða engar? Að Greenway-stjórn- in styrkti skólana, járnbrautirnar og búskapinn, og það riflega. geta allir fyrirgefið henni, Að hún sá vel fyrir hinum mállausu, ólækuandi fólki og vitfirringum; að nún hlynti að innflutn- ingi (Dokhobors og Galiciumanna inn- flutningur er ekki hennar skuld, heldur Dorainion-stjórnarinnar), lét ræsa fram tíóana, gera við vegi, trygði stöðu bæudastéttarÍDnar og verkamanna, og margt fleira þarflegt eru allir henni þakklátir fyrir. Þetta alt, máske betur, geta “aft- urhaldsmenn” gert. Þeim er veitt tæki- færið í 8 ár, til að byrja með. Menn sja þá og athuga gerðir hennar í kom- andi tíð. Láti þeir nú ekki fara eins fyrir sór og Laurier stjórnin hefir auð- sjáanlega gert—breytt svo á móti lof- orðum sinum í tollmálinu, að við næstu kosningar mun hún tapa fylgi kjós- endanna. — Það bjuggust fáir hér við að þér ritstj. Hkr. kæmust að sem þingmaður í Gimli-kjördæmi. Ydur er óskað til lukku með þá nýju stöðu. Menn álíta að þér vinnlð þjóð yðar það gagn sem verða má og kjósendur yðar þurfl ekki að yðrast, hrernig þeir settu krossinn sinn. Menn tala allmikið um strið milli Breta og Búa. Hkr. virðist vera með Búunum (pro Boers). Mikið af strfðs- fréttunum í blaðinu eru heldur á móti Bretum (anti-British), en minna af þeim fréttum sem Bretum gauga f vil; sumt af fréttum þeim sem Bretum eru til niðrunar hefi ég ekki séð í öðrum blöð um en Hkr., en að þær séu ósannar er ósagt. Transvaal-kvæðið í blaði yðar eftir St. G. Stephanson hefði ekki átt að koma frá brezkum þegni. Hver sem nokkuð þekkir til ókjara útl. i Trans- vaal. ólaga Búanna— kúgunaraðferð þeirra, getur ekki láð Bretum þótt þeir slökuðu ekkert til (með sanngjarna kröfu), að þeir eru að berjast fyrir mannréttindum og endurbótum, vita allir. Og fyrst blóðsúthellingar þær sem urðu að verða þarna i SuðurAfríku ættu þó allir velunnarar frelsis og jafn- réttis að óska Bretum sigursins, — »em mun líka verða. Fréttakaflar Hkr. um stríðið, þettasem menn eru nú mest spentir fyrir að heyra um, eru alt of stuttir, svo menn geti haft þar af á- kveðið hvað þar hafi eiginlega verið gert, hvernig ástand og afstaða hinna ýmsu deilda. séu í það og það sinnið, hvernig landslag sé þar, útbúnaður meðal óvinanna o. fl. þ. h. Margir óska þess að blaðið stæði svo að það þyrfti ekki alla þá auglýsinga mergð sem það hefir, en meira af almennum og fýsilegum fréttum. Þetta ætti að geta lagast, og ég óska Hkr. til lukku. M. T. Russell, Man., 29. Jan. 1900. Ritstj. Hkr. Kæra þökk fyrir rafmagnsbeltið, sem ég fékk siðastl. mánudag. Ég fór strax aðbrúka það, og hefi nú haft það rétta viku. Ég var búinn að liggja rúmfsst- ur i heilan mánuð af gigt, er ég hefi verið kvalinn af fyrir erviðis og aldurs sakir, þar ég er 59 ára gamall, og svo varð ég fyrir því slysi, 16. Nóv. síðastl. að fóturinn á mér vatzt um öklalioinn við 8 feta hátt fa.ll; gigtin settist að meiðslinu svo að kvalirnar urðu lítt þolandi; ég var farin að efa að hann yrði nokkurn tíma afturfær til áreynslu ég get ekki sagt uð ég findi nokkur batamerki frá þeim tíma er ég fékk meiðslið þar til ég fekk beltið. En eft- ir 9 daga notkun þess, lagði ég frá mér hækjurnar. Enn þá er ég þó ekki full bata, en hefi góða von um að verða það eftir Stuttan tíma. Þetta máttu aug- lýsa í Hkr. og til að sýna þér hverja trú ég hefi á þessu belti. þá sendi ég þér nú hér með $1,25 fyrir annað belti, sem ég bið þig að senda mér svo fljótt sem unt er. Konan mín, sem er mjðg þjáð og úttauguð af þeirri veiki, sem stsfar af langvarandi og harðri erviðisvinnu, hefir ásett sér að reyna beltið. Með virðingu. H. Hjálmarsson. MINNEOTA, MINN. 25. JAN. 1900. Gleðilegt nýtt ár óskum vér þér Hkr. ogvér samfögnum ritstj. þinum með sigursæld hans í stjórnmálunum. Tíðarfar yndislegt; þýðvindur um daga, ogoft frostlaust umnætur; engir hér muna slika öndvegis tíð. 10. þ. m. flutti Dr. Þ. Þórðarson vísindalegan fyrirlestur um framfarir þe.ssarar aldar. — 20. þ. m. var skemti- samkoma I Norðurbygð. 4 menn höfðu þar kappræðu um útlit og horfur Banda ríkjastjórnar. Ræður fóru fram á ensku. — Ath.: að Islendingar boði ísl. al- menning á skemtisamkomur og skemt- anir fari fram á enskri tungu, mun ekki slikt vera óhrekjandi sönnun þess, að islenzk tunga sé hér þá og þegar danð? Unglingarnir segja, að sér só tamara að ræða og rita á ensku en isl. Þegar svo er komið, virðast dauðamörk in auðsæleg á máli voru hér. — Þetta er sá gangur. sem margir af oss hafa áður sagt að lægi fyrir hinu islenzka þjóðerni hér, en þrátt fyrir það, þó vér sjáum þess merki. aðflokkur vor hverfi inn i straumiðukast þessa lands, þá samt er það meir en viðgangast ætti að isl. unglingar, sem aldir eru upp hjá al-ísl. foreldrum, segja, að þeir hvorki geti rætt né ritað á sinu eigin móður- máli. Slikter of miðið skeytingarleysi— lítilmenska. Mál vort er goðborið i alla liði og ættgöfgi þess er mikið hreinna, en hinnar ensku tungu,'2i.Það er óvirðing fyrir oss að fyrsta ;lið ísl, hér sé það ekki handhægt. Lilja Guðrún A, Vestdal, 3 ára gömul, andaðist 11. þ. m. Séra B. B. J. jarðsöng hana og fiutti likræðu. DAUÐSFALL. Verzlunarfélag Islendinga hér i Minneota var jarðsung ið á miðvikudaginn milli jóla og nýárs. Þá voru eignir þess, fastar óg lausar seldar, og ákveðið að nafn þess skyldi strikað út af öllum lögmætum blöðum og bókum. “Svo fór um sjóferð þá“. —Hið hjólliðuga skáld Austfirðinga, Páll Ólafssn, er til vor kominn í bókar- formi, og er hvervetna vel tekið, 12. Febrúar er fæðingardagur hins nafnkúnna Abrahams Lincolns, verður þann dag haldinn fundur i Chicago til að ræða um hið iskyggilega verzlunar- einokunarástand þessa lands. Aðal- markmið fundarins verður að finna veg til aðbrjóta á bak aftur verzlunar ein- okunina. Þar mæta menn af öllum pólitiskum flokkum; allir beztu menn eru einhuga um það, að hættan sé ægi- leg, sem yfir þjóðinni vofi. Vér hér syðra leggjum Transvaal og Filipseyja stríðið samhliða. ÁHtum bæði órétt- lát. sprottin af auðfikn og varmenskn einstakra manna. The Minneota “Mascott1*, blað vort Minneota-manna, sem herra St. Th. Vestdal gefur út, hefir stækkað um helming við þessi áramót, svo nú er það orðið mjög sjálegt blað. MUTUAL RESERVE BORGAR. Winnipeg, 3. Febrúar 1900. A. R. McNichol. Manager Mutual Reserve Fund Life Association. Góði herra. Með kærri þökk til yðar og allra félagslima i heild sinni skal hér með viðurkent að C. Ólafsson, umboðsmað- Mutual Reserve hefir fyrir hönd félags- ins afhent mér $1000, sem er full borg- an lífsábyrgðarskýrteinis no. 518.468, er maðurinn minn sál. Jörgin Jónson hafði í félaginu. $100 af upphæðinni voru mér afhentir litlum tímaeftir and- lát hans, og $900 síðar, án þess nokkuð af þessari upphæð væri þá fallið í gjald. daga. samkv. lífsábyrgðarskýrteininu. Um leið og ég þakka fyrir góð skfl á þessu fé, finn ég mér ljúft að mæla með Mutual Reserve félaginu viðallamina vini og kunningja, með einlægri ósk um að það fái að blómgast og útbreið- ast ekkjum og munaðarleysingjum til framfæris, eins og að undauförnu. Yðar einiæg. Guðný Jónsson. Auglýsing. Eins og að undanfðrnu hefi ég tvo lokaða sleða í förum í vetur milli Sel- kirk og Nýja íslands. Annar sleðinn leggur af stað frá Selkirk á hverjum fimtudegi kl. 8 f, h, kemur aftur til Selkirk kl. 6. á mánudagskvöldum. Hinn sleðinn leggur af stað frá Selklrk kl 8 hvern mánudagsmorgun og kemur aftur þangað á föstudagskvöld, Fanir, góðir keysslumenn, þeir Kristján Sig- valdason og Helgi Sturjögsson. Qeo. S. Dickinson, WEST SELKIRK, - MAN. Góð tíðindi hljóta það að vera ðllum, sem veikireru að rafmagnsbelti mín (Electric Galvao- ic Belt) eru þau undraverðustu belti í heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma betur en önnur belti, sem kosta $5 til $30. Þessi belti mín endast æfilangt og ganga aldrei úr lagi. Það eru áreiðan- legaðlækna liðaveiki. gut, tnnnpinu, kirtlaveiki, alskonar verk, sárindi og kvalir. svefnleysi, hægalðeysi, lifrar- veiki, hjartveiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La- Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og alskonar kvensjúkdóma. Engar á- stæður að vera veikur, þegar þér getið orðið læknuð. Þér verðið varir við /erkanir beltisins eftir 10 mínútur. Af því ég vil að allir kaupendur Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel ég þau á $1,00 hvert, eða 6 belti fyrir $4,50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga hækkar verðið. J. Lakander. Maple Park, Kane County, Illinois, U. S. A. HANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú.,............................. 250.000 Talabændaí Manitoba er..................................... 85,000 Hveitiuppskeian í Manitoba 1889 var bushels............. 7.201,519 “ " 1894 “ " ............. 17,172 883 “ “ “ 1899 “ “ .............. 27,922,280 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar................... 102.700 Nautgripir............... 230.075 Sauðfé.............'.... 35,000 Svín...................... 70,000 Afurðir af kúabúum í Maritoba 1899 voru.................. $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknum afurðum landsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings. í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum... . 50,000 Upp í ekrur...................••••••.....................2,500,000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fylkinu. Manitoba er iientugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mðrg uppvaxandi blómleg þorþ og bæir. þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. m í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. I Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast. I bæjunum TFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5 000 Islendingar, og Lsjð aðal-nýlendnm þeirra i Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru i Norðvesturhéruðunnm og British Columbia um 2,000jíslendingar. Yfir 10 niillionir ekrur af landi i ’ljinitolia, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmftlum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis. til: JOHN A. n.4VII)SO.\, Minister of Agricult.ure and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.