Heimskringla - 15.02.1900, Síða 4

Heimskringla - 15.02.1900, Síða 4
HEIMSKRINGLA, 15. FEBRÚAR 1900. Til kaupenda. Vér biðjam afsökunar á því hve Heimskringla flytur mikið af aug lýsingum um þessar mundir. Það hettr verið vanalegt um þenna tíma fcrs að baía litlar auglýsingar og gerðum oss ekkí von um að það mundi verða þrengt að 1 blaðinu með þeirn í vetur. En blaðið er orð- ið svo vel þekt meðal verzlunar- manna og annara, að vér höfum sí- felt vaxandi eftirspurn eftir rúmi í blaðin tyrir þær, og af því að fjár- hagur blaðsins er þannig að vér megum ekki neita því, sem gefur oss beina peninga inntekt, þá erum vér neyddir tíl að taka það sem oss býðst af þeim- í næsta mánuði fer auglýsing Altred Andersons úrbiað inu, og verður þá tveggja dálka les málsrúm í því meira en nú er. Mr. M. Smith verður þar með talvél og margt fleira skemtilegt verður þar á prógramminu. Aðgangur ókeypis. Föstudagskvöldið 2. þ. m. setti umboðsmaður stúkunnar Heklu.Miss G. Jóhannson, eftirfylgjandi með- limi í embætti fyrir komandi árs- fjórðung: F. Æ, T. G. Johnson; Æ. T. G. Anderson; V. T. *■ Miss M. Magnúdóttir; Winnipeg. Almennur hluthafa fundur Heimski ingla frétta og útgáfu félag- inu var haldinn á Unity Hall þ. 9. fyrir þ. m. í stjórnarnefnd félagsins, komandi ár voru kosnir: Magnús Markússon, forseti, Kr. Ásg. Benidiktsson, ritari, Thorsteinn Borgfjörð, Lárus Guðmundeson og Gunnar Sveinsson. B. L. Baldwinsson var ráðinn ritstjóri, og síðar á nefndarfundi var Mr. Gunnar Sveinsson kosinn starfs- maður félagsins- Sökum þess að ég hef tekið að mér ráðsmensku fyrir blaðið Heims- kringlu get ég ekki farið til Glen- boro fyr en eftir nokkra daga. Þeir sem pöntuðu vörur hjá mér fá þær þegar óg kem út, sem verður um oæstu helgi. R. E. Reykjalín; A. R. Miss G! Hákonardóttir; F. R G. B. M, Long; K. J. Anderson; K. Miss S. Eggertsdóttir; D. Mrs. Murrell; A. D. Miss E. Andersou: V. St. Sigurðsson; U. V. E. Thomson. Góðir og gildir meðlimir stúkunn- ar 263, fekk 70 nýja meðlimi á síð- astl. 3 mánuðum, og vonandi að stúkan fái aðra 70 á þeim næstu þremur. Col. McMillan, fyrverandi fylkis- féhirðir, hefir nú viðurkent að fjár- hirzlan hafi verið t ó m, og máske $200,000 minna en tóm. En ekki gat hann sagt með vissu hve skuld- imar væru miklar fyr en fylkis- reikningarnir verða Iagðir fram á þingiuu. Col. McMillan erorðinn fylkisins “iðrandi syndari”. lag auglýsir sínar vélar að vera þær beztu, sem gerðar eru. En þegar vélar margra félaga eru sýndar vinna á sama stað og i samkepni hver við aðra, þá er hægt að kom ast að sannleikanum um það, hver þeirra er bezt og þær sem skara þá fram úr öllum keppinautum, hljóta 1. verðlaun. Þess vegna vildum vér benda væntanlegum kaupendum á að taka tillit til reynzlu þeirra sem hafa notað rjómaskilvindur, en einblína ekki á gyllinga auglýsing ar. umboðsmanna keppifélaga. A þriðjudaginn kemur, 20. þ m., verður ; hástúkuþing (High Court of Manitoba) I. O. F. félagsins sett í Albert Hall hér í bænum Auk sendimanna frá hinum ýmsu deildum i Manitoba verður á þessu þingi Mr, John A. McGillivray Q.C. S. S., frá Toronto, og liafa félags menn ákveðið að hafa samkomu á Sons of England Hall (Stobart Blk., Portage Ave.), á mánudagskvölkið kemur 19. þ. m. kl. 8, til þess að taka á móti honum. — Allir félags- menn eru boðnir og velkomnir og er vonandi að hinir íslenzku meðlimir verði sem flestir viðstaddir. Á laugardaginn var komu þeir jherrar inn á skrifstofu Hkr. Sigurð- ar Hjaltalín frá Mountain, N.-D. og Magnús Þórarínsson frá Pine Creek, Minn.—Nýdáin kona á Mountain, Jóhanna Skaftadóttir, úr Reykjavík á íslandi og Magnús Þórarinsson befir nýlega mist 2 ára gamla stúlku, að nafni Sesilía Karitas. Að öðru leyti sögðu þeir tíðindalaust úr sínum bygðarlögum. James Miller, eigandi verksmiðju nokkurrar á Lombard st. hér í bæn- um, sem býr til alskonar kassa, and- aðist snögglega á fimtudaginn var, úr afleiðingum drykkjuskapar. Hann hafði verið sí-fullur í heila viku. Konan hans var búin að senda aðvörun til vínsala hér i bæn- um um að veita honum ekki vín, en sú aðvörun virtist ekki hafa haft nokkur áhrif. Læknar halda því fram, að dauði mannsins hafi orsak- ast af ofdrykkju, og er talað um að hefja rannsókn í þessu máli. Þau börn, sem tilheyra íslenzka Hvítabandsfélaginu hér í bænum, eru vinsaml. beðin að mæta á fundi sem haldinn verður að 585 Elgin Ave. (hús Mrs. Jónson) næstkom- andi laugardag 17. Febr. kl. 8 e. h. Munið eftir grímudansinum sem ungu piltarnir I Heklu ætla að halda á mánudagskvöldið kemur. Kleifa Jóka segir að þar verði ansi rífandi, sjóðandi góð skemtun.—Og Svo ætlar kaupm. Th. Tborklsson að vera þar og láta fólkið hafa alt mögulegt sæl- gæti og svaladrykki, með ágætum kjörum. Já munið að koma, sjá og heyra. Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir ákveðið að gefa úr bæjarsjóði $40 hverjum þeim hermanni hóðan úr bænum, sem fer í herdeild Lord Stratcona til Suður Afríku. Stúkan Skuld heldur opinberan bindindisfund sunnudagskvöldið 18. þ. m. kl. 8,30 í North West Hall. T,ouis Gabriel frá St. Carles ætl- aði að halda fyrirlestur í Trades Hall á)miðvikudagskvöldið 8. þ. m., um varnarrétt Búanna í stríðinu við Breta. En hann fékk ekki að byrja ræðu sína; var grýttur með úldnum eggjum og varð að flýja. — Það er víðar skríll en í Reykjavfk. Séra B. Þórarinsson kom til bæj- arins 'úr Nýja íslandsferð sinni á manudaginn. Leizt honum vel á þar nyrðra og kvað sér hafa verið þar mjög vel tekið. Kalt veður í síðustu og þessari viku, en snjólítið enn þá. Eftir bréfum nýkomnum frá ís- landi, er svo að sjá, sem all-miklir útflutningar verði þaðan til Canada á komandi sumri. Enda senda nú Islendingar hér vestra peninga með mesta móti til vina og vandamanna sinna þar heima. Capt. Christian Paulson, frá Gimli, var hér á ferðinni í þessari viku. Hann segir flskivertíðina í vetur hafa verið í löku meðallagi á Winnipeg-vatni yflrleitt. Capt. Paulson kom hingað í þeim erindum að sitja á fundi stórstúku Foresters félagsins, sem fulltrúi Ný-íslendinga. I síðasta blaði prentuðum vér auglýsingu um rjómaskilvindur R. A. Lister & Co. — Félag þetta og skilvindur þess eru nú orðnar svo vel þektar, og víða notaðar, að þær þurfa engin meðmæli í blaðinu. Á sjö sýningum hafa þær tekið fyrstu verðlaun, í samkepni við aðrar vél- ar, þar með taldar DeLavel vélarn- ar. — Það er að vísu til að hvert fé- FYRIRLESTUR UM ÍSLENZKAR BÓKMENTIR Málvél. Magnús Smitht. taflkappin ís- lenzki, lætur þess getið að hann heflr nú eina af þeim frægustu málvélum sem komið hafa í þenna bæ, og býðst hann til að sýna hana á opinberum samkomum og f prívat húsum fyrir sanngjarna borgun. Vél þessifiytur ræður, söngva og allskonar hljóð- færaslátt, bæði á ensku og íslenzku; íslenzku liytur hún svo skýrt að hvort orð heyrist, hvort sem það eru ræður eða söngvar. Hann óskar eftir að allir þeir, sem vildu hafa skemtun af vél þessari, hvort heldur á samkomum eða í prfvat húsum, láti sig vita það að 351 Sherbrooke St. ALT BKITT ! Eg skerpi skauta fyrir 15c. rak- hnifa 25c., skæri 10c., hnífa 5c., og ýms önnur verkfæri fyrir sanngjarnt verð. SVEINN BJÖRNSSON. 565> Alexunder Ave, Winnipeg I * JU. Ty* 'tr' >r>' ***r yr DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl JtX. ■*i*r Jtk. >**>' >**> 0 “P’reyðir einsog kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta 0 Canadiska Pilsener Lager-öl. Agætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. # # # # # # # # # # # # # xjaðlr þossir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstnklega ætl- ^ aðir til neyzlu i heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst # Landar Ódýrara en á nokkrum öðrum stað getið þið keypt, máltíð og kafíi upp á loftinu yfir íslenzka kjötmarkaðnum i Cavalier. BJÖRN GÍSLASON. heldur Mr. J. P. ísdal á Unitara Hall laugardagskvöldið 17, þ. m. kl. 8.— Látið nú sjá, kæru landar, að þér séuð gefnir fyrir fróðleik, og styrkið bláfá- tæka fjölsky.du, þar sem konan er heilsulaus og húsfaðirinn þar af leið- andi vinnulaus; já sýnlð nú kristileg- ann kærleika, og sækið vel þenna fyrir- lestur. Inngangur kostar 25 cents. Gleymið ekki laugardagskvöldinu 17. þessa mánaðar. Nói dansaði á brokinni. Það var ekki sama viuið sem Nói dansaði blindfullur á brókinni af, sem W. J. Bawlf. ttÓiolesale & Reatale vín- sali á Princess Street Selur. Hann selur gott vín. sterkt vín, dauft vin, ódýrt- og dýrt vfn, og vindl- arnir alveg fyrirtak. W. J. BAWLF. iMlenzkur innlliitiiinj>ur. Islendingar í Canada, sem langar til aðhjálpa löndum sínum á íslandi til að flytja til Canada þetta ár, er hér með tilkynt, að Dominionstjórnin hefir feng- fargjaldið frá íslandi til Winnipeg sett niður í $35.00 fyrir fullorðna og $17.50 fyrir börn innan 12 ára. Um- boðsmaður stjórnarinnar, sem aðstoðar útflyténdur, fór á stað til íslands snemma í þessum mán. og peningar sendir héðan upp i fargjöld ættu að sendast hið allra fyrsta til The Com- missioner of Imigration eða til W.H. Paulson, Imigration Office, Winnipeg með ítarlegum skýringum viðvíkj- andi nöfnum, aldri og heimilum æirra, sem peningarnir eru ætlaðir, Öllum slíkum peningum verður varið eins og fyrir verður mælt af æim sem þá senda. Komi ekki þeir sem peningarnir eru ætlaðir, verða þeir endurborgaðir að fullu. Winnipeg, 23. Jan. 1900. W, F. McCreahv. Commissioner of Immigration. 0 0 0 0 * hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWAKD L DHEWRY Jlainifactnrer & Iniporfer, WINNlJ’KCí. # # # # # # 00*000000000000000000^000* Undarleg fæðing. Stundum hefir það borið við að föðurlaus börn hafa fæðst, en móður- laus aldrei. En nú hefir Tl r E. ,J. Itawlf, 195 Priiice** Str. á Þessu síðastliðna ári, getið af sér móðurlausan dilk, — sína stóru kola-, eldiviðar- og gripafóður verzlun, sem nú er að vaxa yfir höfuð allra amnu-a verzlana af sömu tegund hér i bænum, -og orsakirnar eru hans lága verð, góða viðmót og áreiðanlegu viðskifti. Komið og kaupið, þá muuuð þér ánægðir verða. 95 PrinceMH Street. E. J. BAWLF, Úrraakari Þórður Jónsson, 5ÍJDÍ4 .tlniii Ntr. Beint á móti rústunum af Manitoba Hoteiinu. Cash Coupons. Töfra-dúkurinn. tiirHÍn Kxrlinnge Knilding, PRINCESS ST. ttTNNIPEG. Þessi dúkur er tilbúinn á undra- verðan hátt. Hann fægir og gerir var- anlegau gljáanda á allar málintegundir sem eru nuggaðar með honum. svo sem hnífapör og annan borðbúnað og als- konar hluti úr látúni, gulli, silfri. nickel, eir og gleri og gluggarúður, einnig fægir liann Bycycles. Plated varning og annað þess háttar. Dúkur þessi er í sannleika undraverður. Hann pr nýuppfundinn og nýkominn á mark aðinn. 800 gross voru seld í síðastl. mánuði og þykir sú undraverðasta framleiðslutegund aldarinnar. Nauð- synlegur i hverju húsi. Vér þurfum 5o þúsund umboðsmenn til að selja þenna dúk, þeir geta grætt $150.00 á mánuði, ungir og gamlir. karlar og konur. Sérhver fjölskylda sem vfll hafa hluti sína hreina, þarfnast þessara dúka. Þeir eru sendir hvert sem vera skal gegn fyrirfram borgun í peninga- ávísun, silfri eða frimerkjum. 25e. hver. J. Lakander, MAPLE PARK KANit CO Illinois, U. S. A. MJÖG STÓR Flamielettes Teppi Hvít og grá að lit 75C. parið. Einnig hvít ullateppi ágæt, 7 pund að þyng'd $2.75 $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert, 10 centa virði sem keypt er í buðum þeirra og borgað út í hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Beneíit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main Street / Islendingar í Dakota. 574 IHain Telefón 1176. ^amkoma Grímudans verður haldinn á North West Hall, mánudaginn 19. þ. m. kl, 8.30 e. m. Fé það sem fæst inn fyrir þessa samkomn gengur i byggingarsjóð íslenzkra Good- templara í Winnipeg. AÐGANGUR SÍ5 centH. Samkomunefndin. Ef þér þurflð að fá 'peningalán, þá flnnið mig að máli og spyrjið uto lánskilmála. 7 til 8 procent renta. Enginn aukakostnaður. Lönd og bújarðir til sölu. Pall Johannson, AKRA P. O. N.-DAK. Hugsunarsamar matreiðslukonur vilja ætíð vanda sem bezt það sem þær bera á borð. Boyd’s brauð er hið bezta. Margra ára reynzla heflr sannað það. Heíurðu ekki vettt því eftirtekt hvað það- er ágætlega smekkgott ? w. J. Boyd, 370 og 579 Main Str. 2s0 Drake Standish. ingin orðin á annað þúsund hraustra og her- væddra Araba. Það var glæsileg fylking til að sjá. Aliir voru þeir í skraut.egum og marglit um búningi og höfðu fyrirtaks gæðinga til reið- ar. Og alt af smá bættist við fylkinguna, eftir því sem lengra var haldið. Við héldum þannig áfram í þrjá daga, í brennandi sólarhita. Áðum við á nóttum, einu .sinni á eyðisléttu, öðru sinni í skuggasælu dal- verpi og I þriðja sinni á lágum fjallakamb, er vid vorum að fara yfir. Á fjórða degi hittnra við fyrir herbúðir all- miklar. Voru þar fyrir að minsta kosti 5000 Arabar og gnægð af vopnum og vistum; fjöldi af hestum og áhöldnm. Öll voru tjöldin þannig reist, að þetta leit út rétt eins og snotur og myndarlegur bær, með löngum. beinum götum og auðum ferhyrningum hér og þar. Um kvöldið var komið með nokkrar litlat fallbyssur einhverstaðar fri. Það var auðséð á ðllu, að hér stód til einhver mikilfengleg herleið- ing. Við vorum leiddir inn í miðjan tjaldbæinn. Stóðu þar allmargir fangar i hálfhring fyrir framan tjald einhvers báttstandandi yfirvalds. Okkur var skipað að staðnæmast þarna, og vorum við varaðir við þvi að gera nokkra til- raun til að strjáka, og dauðahegning lögð við, «f við ekkí hlýddum. Rétt hjá mér stóð mjög fjörug og falleg frönsk stúlka. auðsjáanlega «f góðum ættum, I slíkum hóp. “Ungfrú góð”, mælti ég, og taiaði, til henn- ar á frönsku, ’ okknr er ókunnugt um hvað hér Drake Standish. 287 og var auðséð að við Duany vorum aðal umtals- efnið. Svo stikaði einn risavaxinn svartur náungi fram úr hópnum og gekk til okkar. ‘'Hverjir eruð þið?” spurði hann á þolan- legri ensku. “Og hvað eruð þið að gera hér J helli vorum ?” “Við voruro fangar þessara Spánverja, sem þið haflð lagt hér að velli”, svaraði ég, og gladd það mig sérlega að hlusta á mann í flokki þeirra sem gat talað ensku. “Eg reyndi að skýra fé- lögum þínum frá þessu, en þeir virtust ekki skilja mig. Þú talar vel ensku”. “Ég hefi átt all-lengi heima i hinu stóra her- virki Englendinga”, svaraði hann, og vissi ég að hann meinti með því Gibraltar. “Hvað ætlið þið að gera við okkur ?” Jspurði ég. ‘ Okkur er mjög hugleikið að komast til vina okkar sem fyrst, því við höfum verið lengi í fangelsi". “Við tölum ekki um það hér”, svaraði Ar- abinn. “Þið komið með okkur”. “En hvert ætlid þið að fara?” “Þú færð að vita það síðar. Þið komið með okkur”. •'Við skulum borga þér vel fyrir það, ef þú bjargar lífi okkar og kemur. okkur á óhultan stað”. “Þegiðu. Þid komið með okkur”. Það var ekkert undanfæri annað en að hlýða. Þeir skildu þarna eftir nokkra menn til að gæta hellisins og þess sem þar var geymt. Svo röð- uðu hinir sér í nokkurskonar hergöngu og héldu 286 Drake Standish. drógu þeir þutigar kistur fram í aðalskálann í hellinum. Þeir brutu upp kisturnar að vörmu spori og tóku upp úr þeim ýmsa smáböggla. “Þetta hefir verið vopnabúr Lallana”, mælti ég. “Arabarnir eiga í stríði við einhverja, enda er það þeirra daglega iðja, ef til vill er það upp- reist á móti soldáninum, eða ófriður á hendur Spánverjum. En hvort sem er, þá er ekki ólík- legt að við komumst í hann krappann”. “Heldurðu að þeir berjist hér ?” spurði Car- los, og varð nú aftur als óhræddur. “Verður þetta bardagavöllurinn?’’ “Eg veit það ekki. En ólíklegt þykir mér það. Þessi þjóðflokkur kýs venjulega að berj- ast á bersvæði, þar semjþeir geta notið riddara skapar síns á hestbaki”. “En heldurðu |þá að þeir muni taka okkur með sér?" “Þeir gera það eflaust, ,eða skilja hér eftir varðmenn að öðrum kosti. og halda okkur hér sem föngum”. “Hvað ! Verðum við aftur teknir fangar ! Við höfum snögg húsbændaskifti”. “Já”, svaraðiæg, “og þessir verða enu verri en allir hinir. Því þessir hálfviltu ofstækis- hundar drepa og myrða miskunarlaust og freraja hverskonar niðingsverk í nafni trúar þeirra. Og það er ekki hægt að kaupa af þeim grið með peningum". Við höfðum lítinn tíraa til samtals eða frek- ari umhugsunar. Eftir að hala fundið það sem þpir lcituðu að, þingtiðu þeir samau litla stund. Drake Standish. 291 stendur til. Þetta eru herbúðir þeirra Abab- anna. Þér eruð hér fangi,'eins og *við. Máské þér getið sagt okkur hvað um er að vera”. “Ó, monsieur”, svaraði hún, og gatnú ekki tára bundist; “það virðist svo sem Márarnír eða Arabar, hafl gert uppreist á móti Frökkum, og ætli nú a ð reka þá i burtu úr Algiers. Eg var tekin með svikum og ofbeldi i burt frá föður mínum. Nafn mitt, monsieur, er Victorina Ra- vary. Faðir minn er Calonel Ravary, í 9. her- deildinni i Algiers”. “Victoria Radvary !” tók ég uppeftir henni. “Þér eruð þá heit-------vinstúlka lantenants Bergelots”. “Já, ég er vinstúlka hans, monsieur”, svar- aði hún, og grétnú enn meira en áðnr. “Oghvaðerum hann? Hefir nokkurt ó- happ komið fyrir hann ?” spurðiég. “Eg veit það ekki, monsieur. Það má vel vera að hann sé nú dauður. En ef hann er lif- andi, þá er hann á leiðinni meðherdeild sína til að frelsa mig. Hann hefir ekki látið grasið gróa undir fótum sér, eftir að hann vissi að Arabarn- ir höfðu náð mér á vald sitt. “Þá er úti um okkur”, mælti Carlos- “Því hann fær þá ekki bréflð frá þér, sem hann átti að senda til Englands”. “Nei”, svaraði ég. “Þetta eru ein vonbrigði í viðbót. Það er alt og sumt”.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.