Heimskringla


Heimskringla - 15.03.1900, Qupperneq 1

Heimskringla - 15.03.1900, Qupperneq 1
XIV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 15 MARZ 1900. Nr. 23. The Home Life Association of Canada. Incorporated by special act of Parliament. Hon. R. HARCOURT, A. J. PATTISON, Esq, President. Gen. M anager. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars.' Yfir fjögur hundruð þúsund dollars af höfuðstól HOME LIFE félaesíns hafa leiðandí verzlunar-rnenta og peninga menn í Mamtoba og Norðvestur- landinu keypt. HOME LIFE hefir þessvegna meira afl á bak við sír í Mani- toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lifsábyrgðarfé’ag. Lífsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af ölhim er sjá þau áiitin að vera hin fullkomnustu lífsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist, Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tvíraeð orð. Dánarkröfnr borg- aðar samstundis og sannanir um dauða félagslima hafa borist féiacinu. Þau eru ómótmrelanleg eftir eitt ár. Öll skýrteini félagsins hafa ákveðið peningaverðmœti eftir 8 ár. oe eru pen ingar lánaðir út á þau með betri skilmálum en nokkurt annað lífsábyrgðai felag Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomuiag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON, MANAG-ER. GENERAL AGENT. Mclntyre Block, Winnipcg;. P.O Itox 245. Enn er tækifoeri að fá sérstök kjörkaup hjá Stefáni Jónssyni á niðursettu vörunum; þær eru samt öðum að minka. Þeir sem hafa keypt þæs-, hafa virkilega álit- ið það sinn gróða. Einnig er altaf að koma inn sumarvat ningur aföll- um mögnlegum tegundum fyrir fólkið, drengjafatnaður, karlmannafatn- aður með ágætu sniði (sem kallað er “Fitt Reform”), Reyiiið að finua S, Jónsson þegar þið þurfið að fá ykknr fallegt (Suit ot Clothe*), líka fyrir litlu drengina, S. Jónsson óskar að sem flestir komi. Ilann er ætíð reiðubúinn að gera það bezta sem hægt er fyrir sína viðskiftavini. S. J0HNS0N. N. E. IIORN ROSS AVE. 0(í ISABELL ST. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Kolanáma er nýfundin 19 rnilur frá Dawson City í Yukorthéraðinu. Nám- an er á svonefndri Rock Creek. Eru kol þessi sögð ágeet og 8000 tons af þeim hafa verið tekin út úr námunum i vetur Flutningsgjald á vörum frá Victo- ria til Dawson er nú 8145 fyrir hvert ton. En séu vörurnar yfir 5 ton að þyngd, þá er gjaldið $125 fyrir hver* ton. Fyiir nautgripi og hesta er flutn- ingsgjaldið $85 fyrir hvern grip, ef ekki færri en 14 gripii eru sendír í einu. General Lawton var myrtur á Fil- ips-eyjunum, eins og áður hefir verið skýrt frá. Uppreistarmenn skutu þeg- ar saman fé til að launa þeirn sem vann þetta níðingsverk. Samskotin urðu $100,000. En það þótti nóg að borga morðingjanum $25,000. Hinum $75,000 á að verja til verðlauna handa þeim sem framvegis myrða hershöfðingja Bandamanna. Vinir Lawtons sál. í Bandaríkjunum hafa skotið saman $85,000 og gefið ekkju hans. Sú spurning var nýlega borin fram í Senatinu í Ottawa, hvort Dominion- stjórnin hugsaði til að leggja $50 nef- skatt á Japaniska innflýtjendur, á sama hátt og gert er við Kínverja. Mr. Mills svaraði fyrir hönd stjórnarinnar að það væri ekki hyggilegt að hefta inn- flutning frá Japan á þennan hátt, enda væri það andstætt stefnu Bretlands- stjórnar og samningum hennar við stjórnina í Japan. $50 nefskatturiun á Kínverjum hefði litla þýðingu, með þvi að um 2000 þeirra flyttu árlega inn í Canada þrátt fyrir skattinn. Fargjöld þeirra, sem gengju til C.P.R. félagsins væru um einn fjórði úr miilíón dollars árlega og þess utan væri verzlnn við Kína mjög að aukast ár frá ári. Verzl- un við Japan væri orðin mikil og það væri ekki viturlegt að egna þá á móti sér með nefskattsálögum á fólk þeirra sem kynni að vilja flytja til þessa lands Herfréttir eru tíðindalitlar síðan Gen. Gronje gafst upp með 4000 her- manna og Buller leysti Ladysmith úr umsátinni. Sagt er að Bretar hafi nú hreinsað svo til í Natalhéraðinu, að hvergi verði þar yart við búana og að tiltölulega fáir þeirra séu eftir í Cape Colony. Aftur er þess getið að Þjóð- verjar og Hollendin^ar i Prieska, Ken- hardt og öðrum héruðum i Cape Colony sóu nú að safna að sér vopnum og vist- um og byrjaðir að hefja uppreist móti Bretum. Sagt er að Hollenzka kyrkjan hafi gefið út ávarp til fylgjenda sinna og þar stranglega haldíð því fram, að Transvaal lýðveldið haldi áfram að vera frjálst og óháð lýðveldi. Þykir nú illa áhorfast þar syðra, með því að ekki sé óhugsandi að Þjóðverjar finni hvöt hjá sér til að skifta sér af málum þegna sinna þar, á saina hátt og Englending ar fundu ástæðu til að skifta sér af mál- um þegna sinna þar syðra. Svo láta og Rússar þess opinberlega getið í blöð- um sínum, að þeim taki sárt til Búanna og þykí fyrir að Cronje skyldi neyðast til að ganga á vald Breta. Segja blöð þeirra að nú sé tími til að seilast í lend- ur Breta á öðrum stöðum. Enda er talið víst að Rússar búi yfir einhverjum leyniráðura í þá átt, þótt enn sé ekkert orðið opinbert um það. Að Bretar vænti ófriðar frá Evrópuþjóðunum þyk- ir sannað með því. að þeir eru að auka herafla sinn allan að miklum muu meira en aðrar ástæður virðast benda á að nokkur nauðsyn sé til. Bretar eru að draga lierskip sín saman á vissa staði til að hafa þau til taks hvenær sem þörf gerist Hermálamenn telja stríð við Rússland óumflýjanlegt, með því að Rússar séu orðnir Bretum alt of nær- göngulir í Mið-Asíu. Þeir ætli ser að ná í góða höfn í Persíu-flóanum og liafi augastað á Herat. Séra T. J. O’Connor, prestur frá Eng.andi, hafði verið nokkra mánuði í Ontario fylkinu og kynst fólki þar eins og vanalega gerist. Eiii af konum þeim sem hann hafði kynst fékk nýlega bréf frá Englandi, og var presti þar harðlega ámælt, sagt að það væri holt að hafa sem minst við hann að sælda. Kona þessi r.taði svo vinkonu sinni þetta, og brátt gengu bréf milli margra kvenna, sem öll vöruðu við því að liafa nokkur kynni af prestinum, Prestur höfðaði sakamál á hendur tveimur af konum þessum sem bezt gengu fram í að útbreiða óhróður út um hann, og fékk þær dæmdar í $750.00 sekt fyrir bréfaskriftirnar. C- P. R. félagið lækkar fargjöld frá 15. þ. m. (i dag) niður í 3 cents á miluna á öllum brautum sínum í Manitoba, og verður þannig jafnt N, P. félaginu, sem lækkaði fargjöld sin í 3 cent á mil- una fyrir nokkrum mánuðum. Ein- hver fargjaldalækkun verður gerð a C. P. R brautinni í Assinniboia- Annað Dreyfusmái er á prjónun- um í Frakklandi. Stjórnin þar er að höfða mál móti manni að nafni Philipp. H*ann er kærður fyrir að hafa gert sainninga um að selja Bretum leyndar- mál liermálastjórnarinnar frönsku fyr- ir $5,000. Það er alment álitið á Frakk- iandi að þetta sé ofsóknarmál og á engum rökum bygt, og þykir trúÞg- ast að það verðl núverandi stjórn þar að falli. Tveir ráðgjafar Laurier stjórnar- innar, þeir Tarte og Sifton eru á leið til Evrópu til að leika sér þar meðan þing- ið situr í Ottawa. Það sýist nokkuð undarlegt að þeir tveir ráðgjafar, sem ráða yfir stæstu stjórnardeildunum skuli geta verið á skemtiferð um E?- rópu einmitt á þeim tíma sem þeir ættu að sinna þingstörfum og gera þinginu grein fyrir ráðsmensku sinni. Vindlagerðarmenn í Tampa, Florida. fengu nýlega tilkynning frá vindla- kassagerðarmönnum. að framvegis verði kassarnir seldir með hærra verði eu áð- ur. Vindlagerðarmenn gerðu ser hægt um hönd og settu upp vindlakassa- verkstæði og búa nú til 20 þúsund kassa á hverjum degi. W. Hammett var dæmdur í 5 ára betrunarhúsvinnu, i Cornwall Ontario, fyrir að eiga tvær konur. Pólitíkin í nýfundnalaDdi er svipuð eins og i British Columbia. Stjórnar- formaður, TFinter, hefir sagt af sér og fyrir hönd ráðgjafa sinna, en enginn virðist geta myndað nýja stjórn. Þing- menn eru skiftir í 4 flokka og enginn einn flokkur er nógu sterkur til að halda stjórntaumunum móti hinum þremur. Þær fréttir koma frá Fire Creek, Va., að sprenging hafi orðið í Red Ash námunni þann 6. þ. m. og að um 100 manna sem i námunni voru hafi tapað líti. Er þetta talið stæst námaslys sem komið hefir fyrir þar i ríkinu i fjölda mörg ár. Gamla Soffia Padger andaðist í Chatham, Ont. 28. Febr. síðastl., 107 ára gömul. Hún var fædd og uppalin íCanada. Börn hennar, 13 talsins, og barnabörn og barna barnabörn eru als 187. Mun þetta vera með stæstu fjöl- skyldum í Canada. Lord Rosebery hefir sagt af sér for- mensku í skozka liberal félaginu og heiðursforsetastöðunni í Midlothian- liberalfélaginu. Er þetta talin afleið- ing I«s« að bann er orðinn fráhverfur stefnum þessara liber'alfélaga, þó hann hafi verið formaður þeirra um 20 ár. Það er á orði að brezka stjórnin hafi í hyggju að taka 150 millión doll. lán til að standast herkostnaðinn í Suð- ur-Afríku, og að þessi upphæð eigi að borgast til baka með rentum á næstu 12 árnm. Canadastjórnin hetir ákveðið að senda hermenn frá Canada til Suður- Afriku til að fylla pláss þeirra sem fall- ið hafa þar. BlaðiðSt. PaulGlohe flytur þá frétt frá Manilla dags. 3. þ. tn., að uppreist- arinenn í Filips eyjum séu enn þá ekki koranir til værðar eða hættir ófriðnuin, og að hópar uppreistarmanna séu sífelt að herja á Bandamenn, Er svo sagt að samtök þeirra og fréttasamgöngur séu en betri og öflugri nú en nokkrusinni fyr, Þess er og getið að ýmsir menn sem á yfirborðinu látast vera meðmælt- ir Bandamönnum og sumir endaí þjón- ustu þeirra, séu í rauninni í samsær- inu með uppreistarmönnum, og sviki þannig Bandamenn í trygðum. Sér- staklega kvað hafa borið á þessu í norður fylkjunum á Luzon-eyjunni um siðastliðnar nokkrar vikur. U[ preist- armenn kváðu hafa njósnara hvervetna i liði Bandamanna sem stöðugt færa þeim fréttir um fyrirætlanir þeirra. AðaJ aðsetur þessarar njósnardeildar er sagt að sé Manila. Ellefu menn hafa verið handteknir, kærðir um landráð og hafa tveir þeirra borið á sér sak- næm skjöl, og $4000 sem þeir höfðu fengið fré almenningí til þess að hjálpa til að halda áfram uppreistinni. Er sagt að landsfólkið sé hlynt uppreistar- mönnum og að jafnvel þeir tem lagt hafa af hollustueiða við Bandarikin og þegið embætti í bæja- og sveitastjórn- ura, séu með í uppreistarsamsærinu og leggi liði Aguinaldo til bæði matvæli og peninga. Yfirleitteru nú Bandamenn einráð- ir í norðurhéruðunum- En í suðurhér- uðunum eru uppreistarmenn með fullu fjöri og gera náttáhlaup á Bandamenn hvenær sem þeir sjá færi á því. Sum Londonblöðin færa þá frétt að Cecil Rhodes ætli sér að víggirða bæinn Mafekíng strax að atioknu stríðinu. Mr. Rhodes óttast að algerður friður fáist ekki í Afríku þó að striðið verði til lykta leitt, og þykir því betra að vera við öllu búinn. A hinn bóginn halda Londonblöðin því fram að Mr. Rhodes Muni ætla að búa svo um hnútana að hann geti hindrað ensku stjórnina frá að hafa ofmikil vöid þar syðra. Rhodes trúir ekki mikið á innflutning í landið og vill ekki þola ntanaðkomanði af- skifti, jafnvel ekki fráBretum. Segja blöðin að hann muni reynast brezka ríkinu þegn hollur á meðan enska stjórnin hjálpi gróðafyrirtækjum hans áfram, og ekki lengur. Byggingar róðrarfélagsins í Tor- onto brunnu til ösku þann 6. þ. m., skaðinn metin $15,000, Eldsábyrgð var $5,000. Haglstormur æddi yfir Chicagoborg 5. og 6. þ. m. Vindhraðinn var 30 tnílur á kl.stundu. Sagt er að .margir hafi slasast og einn maður rotast við það að detta á gangtraðirnar. Svipaðar sögur eru sagðar fiá ýmsum stöðum í Illinois, Iowa, Wisconsin og New York ríkjunum. MINNEOTA, MINN.5. Marz 1900. (Frá fréttaritara Hkr.) Tiðarfar, jörð snjólaus, en um- hleypings vindar, ýmist þýðvindi, eða norðan næðingar. Ferðamenn: Séra B.B. Jónssor er nvkominn heim, norðan frá ykkur Canada-búum.—J. H. Frost brá sér vestur á Kyrrahafsstrendur, í þeim er- indum að sjá sér út bólfestu þar.—M. R. Magnússon frá Selkirk er hér í kynnisför hjá fólki sinu. Gifting: Nýgift eru Mr. Walrath (járnbrautarstöðva umsjónarmaður hér í Minneota) og Bertína Albertsdóttir frá Breiðumýri í Vopnafírði, móðir hennar er Ágústa Grimsdóttir dóttir Guðnýar yfirsetnkonu, en Guðný er dóttir Árna skipasmiðs á Hellisfjöru- bökkum við Vopnafjörð. Nýdáin er hér Þórdýs kona Jóhans V. Jsefssonar; hún var dóttir Snorra Jónssonar dýralæknis úr Papey, og Kristbjargar Helgadóttir, systir þeirra Jónasar og Helga söngfræðinganna í Reykjavík.—Slys: Jón J. Hoff (sonur Jósefs frá Strandhöfn) við Vopnafjörð) datt úr vagni og braut á sér höfuðskel- ina, svo mjög að Þórður læknir hugði honum ei lifsvon, en svo er honum nú farið svo að batna, að læknir segir að líkindi séu til að hann lifni við- Hreppakosningastríð hér syðra er i nánd, búist við að Minueota bindindis- me-nn gangi hart á móti vínsölunni. Framfarir: Bjarni Jónsson kjöt sölumaður í Minneota, hefir nýlega keypt gasolfuvél er hann brúkar á þrjá vegu, sagar kjöt, malar gripafóður og dællr vatni. Heynmrkaðurinn. Bæjarstjórnin í Winnipeg fékk ofur lítinn lagaskell á síðasta fundi. En því máli er svo varið, að í Sept. 1898 tók bæjarstjórnin landspildu nokkra ú Higgin St. á feigu til 10 ára, og átti að borga $250 leigu á árt. En i Des. voru aukalög um kaup á landi þessu fyrir $12,500 borin undir atkv. bæjarmanna, en þau aukalög voru ekki samþykt, með því að landið var að eins virt á $5000 af sjálfri bæjarstjórninui, og skattað fyrir þeirri upphæð. Eigend- um landsins var þá tilkynt að gamli leigumálinn yrði upphafinn og annar leigusamningur gerður við þá til 5 ára, og skyldi bærinn borga þeim eftirfylgj- andi leigu fyrir 5 árin. fyrirfram borg- að, þannig: $2,500, $3000, $2 875, $2,750, $2,625. Alls $13,750. Á þenna hátt ætlaði bæjarstjórnin að kaupa landið fyrir þetta afar-háa verð, þvert ofan i vilja og atkv. bæjarmanua, þvi að með þvi að þegar 5 ára tímabilið væri útrunnið og bærinn væri búinn að borga út þessar mörgu þúsundir, þá hefði hann fengið eignarbréf fyrir þess- ari landspilku fyrir einn dollar og þann ig eignast landið. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lesið upp bréf til bæjarstjórnarinnar frá Tupper, Phipper & Tupper, lögmönn- um, og henni tilkynt, að þessi samn- ingur hennar við landeigendurna væri sviksámleg undanfærsla við lögin, sem ákveða að aukalög bæjarins verði að vera borin undir kjósendurna, og ef að haldið væri áfram með þessa samninga og nokkur dollar af bæjarfé borgaður samkvæmt samningunum, þá yrði höfð að sakamái á hendur borgarstjóranum, boraar-gjaldkeranum og reikningshald ara (comptroller) bæjarins og þeim hald ið persónulega ábyrgðarfullum fyrir slíkum útborgunum á bæjarfé. Þetta lögmanns bréf kom nokkuð flatt upp á bæjarstjórnina og það eru likindi til að hún hugsi sig tvisvar um áður en hún borgar út peningana. Svo er það hending fyrir þá sem nú eru og framvegis kunna að verða í bæjarráð- inu, að fara frómlega og krokalaust með bæjarmál og fé. lölands-fréttir. Nýlega var sakamál höfðað gegn Einari Sveinbjarnarsyni i Sandgerði fyrir lögregiubrot út af viðskiftum hans við botnverpinga. Einar var sýknaður en landsjóður borgaði málskostnað. Látinn 6. Des. síðastl. Friðrik Guð- mundsson, bókbindari á Eyrarbakka, 62 ára gamall. Nýdánir : Jón Jónsson bóndi í Laxárdal í Hrunamannahreppi og Árni Helgason á Brekku í Holtum og Einar Vigfússon á Bjólu í Rangár- vallasýslu. Druknaðir 5. Des. af bát við Stokks eyri, Þorkell Magnússon frá Stokks- eyri og Ögmundur Jónsson frá Aust- vaðsholti, báðir dugnaðarmenn. Dánir í Reykjavik Guðrún Jóns- dóttir frá Isólfsskála i GrindavÍR, Þur- íður Jónsdóttir frá Jaðri í Kaplaskjóli. Ólafur M, Norðfjörð, fyrrum faktor i Keflavík. Jón Einarsson, sjómaður ftá Bíldudal. Þórður Árnason Vesurgötu. Vigfús Ólafsson Hverfisgötu. Sigurður Jónsson frá Innri-Njarðvík. Eyvind- ur Ólafs-on frá Hvassahrauni fanst dauður i Eskihlið. Ásgrímur Gunnars- son Hyerfisgötu. Önnur mannalát. Margrét Guð mundsdóttir, ekkja Bergstaðaste (51). Guðrún Ólafsdóttir úr Árnessýslu (68) Margrét Jónsdóttir, vinnuk. Vestur- götu. Hólmfriður Pétursdóttir, ekkja Oddgeirsbæ (64). Benidikt Vigfússon í Bráðræði (44). Þórður Jónsson í Bergs- koti (20). Guðmundur Ögmundsson Tjarnargötu. Ibúar Reykjavikur munu nú vera hálft sjötta þúsund talsins, og eru óð- um að fjölga. Kaupfélag hafa Seltyrningar stofn- að. Páll Toi fason er kaupstjóri þess. Hann hefir keypt “Hotel Reykjavík’’ fyrir 13—14000 krónur. Vínsölulögin. Samkvæmt hinum nýju vinsölulögum hafa 14 kauþmenn keypt vínsöluleyfi (fyrir 500 kr. hver) og álíka margir hafa orðið að hætta vínsölu. Látin i Reykjavík 6. Des., ekkjufrú Þuríður Kúld. Rannsókn hefir verið hafin i Rvík útaf reikningum sem Einar Finnsson, vegagerðarmaður hefir lagt inn ti stjórnarinnar. Sagt þar séu taldar upphæðir sem þar ættu ekki að vera. Tíðarfarið segir fjallkonan dags. 27 Jan. þ á. að sé ilt, oftast útsynningur og stundum norðanátt snjór kominn talsverður. Vegna stöðugra storma síðan um nýár gefur aldrei á sjó. Póst- stjórnin heíir látið hefja pósgöngur um bæinn síðan á nýári kl. 7.30, á hverjum morgni eru þá bréf borin um allan Rvíkurbæ. Einnig hafa 4 póstkassar verið settir upp í bænum. En pósturinn tæmir þá', daglega og kemur bréfunum til skila. Það er að koma dálítill menniugarbragur á ibúa höfuðstaðarins. Til hjálpar Norðmönnum, aðstand- endum'þeirra sem drukknuðu í miklu mannsköðunum i haust, var haldin hér Tombóla um daginn, Arðurinn um 1000 kr. Úr bréfi úr Húnavatnssýslu dags. í Des. er þess getið að alt sé þar fult af ilmandi Ameríku bréfnm sem ein haldi fólkinu vakandi og bð nokkuð margir fari þaðan úr sýslu fyrir fargjöld sem send séu héðnn að vestan. Taugaveiki er farin að ganga i Rvik og annarstaðar sunnanlands og er að sögn talsvert mannskæð. Engar ráðstafanir höfðu yfirvöldin gert til að stemma útbreiðslu sýkinnar er síðast fréttist. Svo ramt Icveður að eldiviðarleysi á suðurlandi, hjá almenningi, að engin dæmi eru til slíks. Með því að eldivið- ur gersamlega ónýttist hjá ahnenningi víðasthvar, og er það sagt austan úr sýsium að sumir éti matinn hálfhráau, en aðrir brenni öllu því sem hönd á fest- ir. svo sem innviðum húsanna og heyjum. Ofantaldar fréttir eru teknar eftir Fjallkonunni. Hún kemur hingað til vor í nýjum og stærri búningi en fyr. Fjallkonan er nú í svipuðu formi og Þjóðólfur en að eins nokRuð lengri, um 2 þuml. hver síða. Frágangur Maðs- ins er allur mjög myndarlegur og ies- málið vel valið og fróðlegt . En það þykir oss leitt að Valdimar ritstjóri virðist vera að verða andstæðari vest- urferðum upp á síðkastið en hann var fyrrum. Þetta er því lakara sem vér vitum til þess að Vaidimar er maður skír og fróður um hagi Vestur-íslend- inga flestum öðrum Islendingum frem- ur, þeirra er ekki hafa haft persónuleg kynni af landinu og fólki voru hér. Vér vildum stuðla að þvi að Valdimar kæmi hingað vestur og skoðaði sjálfur hag fólks vors hér. “Austri”, fram að 9. Febrúar, kom- in hingað vestur. Éngar markverðar fréttir í honum í þetta sinn, nema ef telja skyldi ferðaáætlun póstgufuskip- anna Egils og Vaagen. Frá Kaup- maanahöfn fara þau a leið tíl íslands 10. Apríl, R0. Maí, 13. Júlí, 27. Ágúst 11. Okt., 23 Nóv. Frá íslandi til Hafnar fara þau frá Evjafirði 19. Marz 27. Apr., 16. Júní, 1. Ágúst, 14. Sept., 28. Okt. 11. Des. Eyjafjörður er vest- asti viðkomustaður skipanna. Þaðan halda þau á suður, norður og austur- hafnir og fara síðast frá Berufirði, og koma við á höfnum i Færeyjum báðar leiðir. En ekki koma skip þessi við á Skotlandi, eins og skip dönsku póst- gufuskipa-linunnargera. LJÓÐMÆLI. Ný útkomið er ijóðmælasafn eftir Kristinn Stefdnsson og er til sölu hjá höf. að 789 Notre Dame Ave. West, og hjá H. S, Bardal að 557 Elgin Ave. Winnipeg. Kostar í kápu 60 cts. “Á ferð og flugi” EFTIR Stephan G. Stephansson. Þetta er ný Ijóðafcók eftir þenna alkunna höfund, sem ég hefl fengið til útsölu. Útgefandi er herra Jón Ólafsson, ritstjóri, og er útgáfan öll prýðilega vel vönduð. Bókin er 64 bls. í stóru 8 bl. broti og kostar í kápu 50 cts. Blöðin ísafold og Fjallkonan hafa lokið verðugu lofsorði um þessa bók. E x hefl og enn eftir óseld nokk- ur eintök af ljóðabók Páls Olafssonar; vei ð, í kápu, $1.00. Bækurnar send- ar hvert sem vera skal kaupendum að kostnaðarlausu. M. PETURSSON. P. O. Box 305, Winnipeg. Atvinimleysi í Noreg'i. (Úr bréfi frá Kristjaniu). Hér er svo ilt árferði, sem verst getur verið; allir kvartn og kveina; all- ir hlutir, sem menií þarfnast, ?ru afar- dýrir og hækka í verði með degi hverj- ura. Þessu er samfara hið mesta at- vinnuleysi, og öll vinna er illa borguð. Mesti grúi af fólki hefir enga atvinnu; leitar fjöldi manna burt héðan úr Krist janiu og margir af landi brott. Þessi borg hefir orðið fyrir stór hnekki. Gjaldþrot hafa verið svo tíð. að enginn dagur hefir svo liðið í haust, að ekki hafi einn eða fleiri farið á höfuðið. — Hér er drepandi samkepni, gjaldþrot, svik, okur með peninga o. s. frv. —Enn fremur má telja stórbrennu þá, sem varð hér föstudaginn fyrir jól, er hér brunnu tii kaldra kola stórhýsi, og skaðinn metinn miljón króna. Orge! Pianos Og önnur hljóðfæri ódýr og góð og indislega falleg, þau beztu sem fást í bænum, selur Gunnar Sveinsson, Manager Heimskrinolu. Ég undirritaður bið alla þá sem hafa bréfaviðskifti við mig, að skrifa mig að 350 Toronto St.. flhnnipeg, en ekki að skrifstofu Heimskringlu, þar eð bréf til min þangað hafa enn ekki komið til skila fiá 5 Febr. síðastl. Vinsamlegast. Kr. Ásg. Benediktsson. Auglysing. Ég Þorsteiun Þorkelsson Grocer á Ross St. geri kunnugt, að í þessum mánuði sel ég: 15 centa “Bacon” fyrir lOc. pd. 12^ cts “Pic-nic Ham”, fyrir 9c. pd. 9 cts sauðakjöt, fyrir 7c pd í skrokk. 6 cts súpukjöt, fyrir 5c pd 30 cts “Beefsteak”, fyrir25c (3 pd) 5 pd Jamfotur fyrir 35c 6 Jellyglös fyrir 60c 20c Jellyglös fyrir 15c lOc laxkönnur, 12 fyrir $1.00 12 Pease-könnur fyrir $1’00 1? { cts Strawbery-könnur fyrir 14c 17^ cts Rasberry-könnur fyrir 14c Alt þetta fæst að 535 Ross Ave. Th. Thorke/sson.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.