Heimskringla - 22.03.1900, Síða 4

Heimskringla - 22.03.1900, Síða 4
HEIMSKRINGLA, 22. MARZ 1900. Stœkkun Heimskringlu. Stjórnarnefnd Heimskringlu hefir ikveðið að stækka blaðið að mun frá þessum tíma. Hún viður'iennir að vegna þess hve auglýsingar berast óð- fluga að blaðinu, þá sé lesmálið, eins og nú stendur, tiltölulega minna i þvi, en æskilegt væri, og kaupendur eiga sanngjarna heimtingu á að sé. Þess vegna hefir nefndin ákveðið að sögunni skuli framvegis kipt út úr blaðinu og 16 blaðsíður af henni sérprentaðar skuli •endar út með þvi aðrahvora viku. Það er sama sem 8 síður á viku. En þessi stækkun nemur 72 þuml. eða sem næst 4 dálkum af lesmáli á viku, með því að 16 síður jafngilda 144 þumlung- um dálkslengdar. í þetta sinni sá nefndin sér ekki fært að gera öðruvísi stækkun. En vonar jafnframt að þetta verði kaupendum þóknanlegt, með því að verðið á blaðinu verður ekki aukið. Það verður eins og nú er, að eins $1,50 á ári. *6 Winnipeg. Manitobaþingið á að koma saman þ. m. 2 byggingalóðir á Logan Ave. sunn- anverðu, no. 14 og 15 í blokk 42 gegnt nýja bæjar vatnsverkinu, til sölu. Verð $100. TJppiýsingar á skrifstofu Heims- kringlu. Þeir herrar Kristján Vigfússon, frá Vestfold og Jakob Jónsson og Sveinbjörn Sigurðsson frá Markland, komu hingað til bæjarins um helgina og fóru heimleiðis aftur í gær. Hra. Eyjólfur Olson brá sér til Nýja-íslands á þriðjudaginn var. Bjóst hann við að verða að heiman um viku tíma. Björn B. Olson á Gimli hefir fengið smjörgerðarvél sem er ólík öðrum skil- vindum að því að hún aðskilur rjóm- ann og strokkar smjörið úr mjólkinni á saraa tíma. En undanrenningin er sögð að halda eftir öllum næringarefn- um nema fitunni. Menn geta séð vél þessa vinna hjá Olson. Bæjarfulltrúi, R. Ross Sutherland. biður Heimskringlu að geta þess við Is- lendinga að þeim sé velkomið að finna sig að máli í sambandi við alt það sem þeir vilja fá hjá bæjarráðinu. Mr. Sutherland kveðst viljugur að gera fyr- ir íslendinga ókeypis alt það sem hann geti áorkað þeim til hagsmuna í bæjar- málum. Skrifsfofa hans er í Mclntyre Block Main St. í fyrradag fanst maður liggjandi á St. Norbert veginum, 5 juílur frá Win- nipeg. Það hafði hálffent yfir hann. og var hann að sjálfsögðu dauður. Byssa og gönguprik lágu við hlið hans og var auðséð að maðurinn hafði skotið sig í höfuðið, og svo var hann skemdur í andliti að hann var vart þekkjanlegur. Á klæðabúnaði virtist hann vera út- lendingur, ef til vill Galiciumaður. Fáeinir dollarar fundust í vösum hans. Ekki er enn þá kunnugt hver maður þessi muni veia. Enn er tækifœri að fá sérstðk kjörkaup hjá Stefáni Jónssyni á niðursettu vörunum; þær eru samt óðum að minka. Þeir sem hafa keypt þær, hafa virkilega álit- ið það sinn gróða. Einnig er altaf að koma inn sumarvarningur af öll- um mögulegum tegundum fyrir fólkið, drengjafatnaður, karlmannafatn- aður með ágætu sniði (sem kallað er “Fitt Reform”), Reynið að finna S, Jónsson þegar þið þurfið að fá ykkur fallegt (Suit of Clothes), líka fyrir litlu drengina, S. Jónsson óskar að sem flestir komi. Hann er ætíð reiðubúinn að gera það bezta sem hægt er fyrir sína viðskiftavini. S. J0HNS0N. N. E. nORÍT ROSS AVE. 00 ISABELL ST. Hra. Hafliði Goodman, frá Glen- boro, kom til bæjarins í fyrradag til lækninga við hálsmeini, læknar segja hann geti komist heim aftur eftir viku. Stúkan “Skuld” heldur útbreiðslu- fund á North LFest Hall miðvikudag- inn 28. þ. m, kl. 8 síðdegis. Þar verður fólki skemt með margskonarsöng, hljóA- færaslætti ræðum, upplestrum og fl. Aðgangur ókeypis fyrir alla. Vikingar unnu. Munið eftir rafmagnsbeltunum góðu; þau lækna gigt, hðfuðverk, meltingarleysi, tannpínu og taugasjúk- dómaalla. Þau fást á skrifstofu Hkr. Kosta$l 25; send til ísiands $1,50. Herra Jörundur Ólafsson kom til bæjarins fyr r helgina, vestan frá Win nipegoses, þar sem hann hefir stundað fiskiveiðar i vetur. Hann ætlar að | dvelja í bænum um tíma. Hra. Andrés F. Reykdal frá Head- ingly var hér í bænum í síðustu viku í lögsóknarerindum mót C.P.R’ fél. Um 80 ekrur af landi hans brunnu í Október síðastl. af neistum frá gufuvélum fél. Mr. Reykdal hefir gert $700kröfu hendur fél. og vonast til að geta komist að samningum við það um borgun kröfunni eða að minsta kosti á parti af henni. Nokkrirfleiri af nábúum Reyk- dals urðu lyrir skaða á löndum sinum á likan hátt og af sömu orsek, og hafa þefr einnig lagt inn skaðabótakröfu til félagsins. Víkingar unnu sigur á I. A. C. Hockey-félaginu í Mclntyre skauta skálanum á fimtudagskvöldið var. Vík ingar eiga nú bikarinu sem barist var um og eru nú Hockey Champions ísl í Manitoba. Vilhjálmur Pétursson, frá West- bourne. kom hingað i siðustu viku að leita sér lækninga við blóðtæringar- sjúkdómi, sem hefir þjáð hann um nokkra undanfarna mánuði Dr. Ólafur Stephensen hefir tekið að sér að stunda hann meðan hann er i bænum. Salvation Army félagið ætlar að byggja virðulega byggingu á horninu á King og Rupert Sts. hér í bænum á næsta sumri. Húsið á að kosta $12,000 vera tvíloftað, 80 fet á hvern veg. Turn verður á þvi horni hússins sem snýr að ctrætunum. Aðal-salur hússins á að rúma 1000 manna. Uppdrættir allir eru fullgerðir og tilboð um að byggja húsið gefin út, þau eiga að opnast af þar til gerðri nefnd þann 24. . m. og má þá búast við að bráðlega verði tekið til starfa við bygginguna eftir þann tíma.J Skýrsla y r þær umbætur sem gerðar voru hér á strætunum i síðastl. 2 ár, er nýútkomin, 1898 kostuðu þær bæinn $150.450 en siðasta ár kostuðu þær $384,250—$534,700. í þessu er ó talinn allur kostnaður við vatnsverkið og lýsingaráhöld. að eins talin umbót á sjálfum strætunum. Séra Magnús Skaptason kom til bæjarins á fimtudaginn var. Hann hélt tafarlaust til Selkirk og þaðan til Nýja Islands og er væntaniegur aftur 31. þ. m. og messar þá væntanlega næsta dag, 1. ápríl. Séra Magnús læt- ur vel af hag landa i bygðarlagi sinu, segir þar veðurbliðu og þegar hann fór þaðan var þar or ðið nálega snjólaust. Listers Alexandria og Melette skil vindurnar eru á ný auglýstar í blaði voru. Það er óþarfi fyrir Heimskringlu að mæla með þeim; sífelt vaxandi sala þeirra er bezta sönnunin um gæði þeirra, auk ess sem þær eru odýrari en aðrar vélar, gera þær sama gagn Þetta vita þeir sem reynsluna hafa og þess vegna alægjast menn helzt eftir þeim. Stórkostleg sendinefnd kom til bæj arins á föstudaginn var, til að biðja fylkisstjórnina um styrkveiting til Northern Pacific félagsins. til að fram- lengja brautir sínar hér í fylkinu, vest ur og suðvestur, Mr. Macdonald svar- aði nefndinni mjög alúðlega og kvaðst mundi taka beiðni hennar til greina, og sér þætti trúlegt að hann gæti samið svo viðN. P. R. fél. að óskir þeirra gætu orðið uppfyltar á komandi sumri. Þeir herrar Jóhann Stefánsson og Ingvar Ólafsson frá Winnipegoses komu til bæjarins á fimtudaginn var. Þeir láta vel af liðan landa vorra þar Vestra og segja nú vera um 100 íslend inga í Wlnnipegosesbæ. þar með tald- ar 5 fjölskyldur sem komu þangað frá Norður-Dakota á síðastl. sumri. I<and- ar vorir stunda þar daglaunavinnu í bænum þegar þeir eru ekki við fískveið- ar. Annars hefir fiskveiðin reynst þar með bezta móti í vetur, hún er stunduð norður í vatni, á annað hundrað mílur frá bænum, og fiskinum svo ekið frá veiðistöðinni vestur að enda Swan Riverbrautarinnar, um 60 milur, og þar sett á járnbrautarvagna og ekið til markaða. Hvftfiskur var i sæmilegu verði, fyrst 5c. pundið og síðar, frá 10. febrúar, féll hann niður í 3Jc. hvert pd. En þó sögðu þeir féíagar að veiðin hefði borgað sig vel, auðvitað gengi mönnum misjafnlega vel í því sem öðru, en með- altalið mundi þó verða $100 gróði um hvern vetrarmánuð, að frádregnum öll um kostnaði. Sumir g°rðu enda mikiu betnr, fengu alt að $250 um mánuðinn og er það ágætur arður. Það er sem næst launum landshöfðingjans yfir ís- landi. Þeir félagar gerðu sér ekki von um að svona vel gengi á hveiju ári framvegís, Töldu þeir víst að veiðin fari minkandi eftir þvf sem lengur væri fiskað og fleiri stunda þá atvinnu En þrátt fyrir það mundi veiðin reyn- ast lífvæniegnr atvinnuvegur fyrir fjölda manna framvegis. Bankrupt Stock félags auglýsingin í þessu blaði verður þess virði að menn lesi hana með eftirtekt. Vörurnar sem þar eru auglýstar, eru svo ódýrar að það er blátt áfram skaði fyrir verzlun bæjarins að þær skuli vera boðnar með svo lágn verði. Vér þorum að stáð- hæfa, að margt af þeim er nú boðið langt fyrir neðan verksmiðjuverð, og það er ósanngjarut gagnvart öðrum verzlunarmönnurn. En á hinn bóg- inn er það hagur fyrir þá sem nú hafa skildingaráð til þess að ná í kjörkaup- Ég Thorst. Thorkelson Grocer að 539 Ross Ave , geri kunnugt, að í bréfi sem ég hef nýlega fengið frá Ontario standa þessi orð: ‘ Eg hef iesið auglýs- ingu þína í Heimskringlu 15. þ. m., og þykir mér furðu sæta hvað billega þú selur”. En hvað skildi moga segla um sauðar-harigikjötið sem nú er í búðinni 1250 pund fyrir að eius 10 cents pundið fyrir periinga út i hönd. Þeir sem fyrstir koma fá bezta úrvalið. En alt kostar jafnt, lOc. pundið. Einnig hefa ég miklar byrgðir af svínakjöti meó lágu verði eins og auglýst var í síðasta blaði. Fólk í Manitoba ætti sannar- lega ekki að veigra sér við að kaupa vörur mínar úr því að menn í Ontario sjá sér hag i að skifba við mig. Th. Thorkelson. Á fimtudagskvöldið 15. þ. m. þreyttu Víkingar I suðurbænum kappleik við ís- lenzka leikfimisfélagið, sem skamstaf- að á ensku er I.A.C., og lyktaði svo, að Víkingar unnu eftir barða baráttu og langa, með 3 mörkum (goals) á móti 2. Leikir þessir hafa vakið talsverða hluttöku hjá meðhaldsmönnum begcja klúbbanna. Var því margmenni saman komið til að horfa á þennan síðasta leik og hvetja leikendurna til drengilegrar framgöngu. I fyrri leikjunum höfðu fé- lögin verið mjög jöfn og var gert heyr- um kunnugt, að nú mundi hver gera sitt ýtrasta, enda kom þaðfram. Leik- urinn fór að öllu leyti mjög vel fram og munu þessir klúbbar. hvað leikfimi snertir, ekki standa mikið á baki sumra betri ensku “hockey”-félaga hér í bæn- um. Eins og til stóð var byrjað þegar klukkan var rúmlega hálf niu. Fyrri hálftímann gekk leikurinn heldur I.A C. í vil. Hvorugir tóku mjög nærri sér ; það leit út fyrir að hvor hlið fyrir sig hefði beig af hinni. Leit oft út fyrir að I. A. C. myndu vinna mark, en vegna þess hve markvörður Júlíus varðist vel, þá varð ekki af því. Fúsi Byron og Jón Swanson gerðu skarpar atrennur þeir tóku oft soppinn (puck) af miðjurn isnum og hlupu af stað i áttina til marks þeirra Víkinga. Hvað eftir annað voru þeir stöðvaðir af þeim varðmönnum Víkinga, Páli og Hannesi. Einnig stóð Sigurður Johnson karlmannlega fyrir árásum þeirra. Samt tókst Byron að komast tvisvar fram hjá þeim báðum, og leit út fyrir að hann mundi hæfa markið en í bæði skiftin náði Magnús Jónsson honum og forðaði marki Vík- inga úr hættu. Lauk svo fyrri helm- ingnum að hvorug hliðin náði marki. Nú hvíldu báðar hliðar sig i 10 mín- útur. Eftir að leikurinn var hafinn að nýju, varð Byron, með mjög skörpum leik, fyrstur til að vinna merki fyrir I. A. C- Um lpíð og soppurinn flaug yfir merkið, lustu aðstandendur I.A.C. upp svo miklu fagnaðarópi, að skálinu nötr- aði allur og skalf. Við þetta vöknuðu Víkingar og tóku þeir svo alvarlega til starfa, að eftir 2 mínútur skaut Gunn- lögur Auderson soppnum og hæfði mark I.A.C. Gleðióp fylgismanna Víkinga var nú ekki minnaen hið fyrra. Fóru kappleikendurnir nú ekki að draga af sér og mátti 'engi ekki í milli sjá hvorir betur mundu hafa. Byron gerði marg- ar skarpar atrennur, en oftast náðu aðrir soppinum frá honurn. S. Swanson og B. Ólafsson vörðust ágætlega árás' urn frá sækjendum Víkinga. En þrátt fyrir það náði M. Jónsson í soppinn þegar hann var nálægt marki I.A.C. og skaut honum í gegn. Varð nú ákaflegt gleðióp meðal fylgismanna Vikinga. Stóðu nú vinningar 2 á móti 1 Víking- um í vil. Það sem eftir var t.ímans var snörp viðureign af beggja hálfu. Tím- inn leið smámsaman. að eins 5 mínútur eftir og Vikingar ennþá á undan; 2 mínútur------1 mínúta, og engin breyt- ing á vinningum. En altaf harðnaði orustan. Allir töldu nú víst að Vfking- ar mundu bera sigur af hólmi. En bið- un við, þegar að eins voru 10 sekúndur eftir af hinum tiltekna tíma, lyfti varð- maður Swanson soppinum frá miðjum isnum og skaut honum í gegnum rnark Víkinga Lesendur verða að fmynda sér fagnaðarlætin í fólkinu. Um leið var tímina liðinn og stóðu nú báðir flokkar jafnir að vinningum. En for- ingjar flokkanna komu sér bráttsaman um að reyna til fullnustu þangað til önnurhvor hliðin inni mark. Víkingar hafa eflaust minst nafna sinna í fornöld þvi úr þessu báru þeir hærra hlut i við- skiftunum. Magnús Jónsson og Ólafur Ólafsson gerðu á mis skörp og drengileg áhiaup, er varðmenn I.A.C. gátu illa staðist. Eftir 15 mínútna harða viður- eign skaut Óli í g gnum mark I.A.C. og var þar með sigur Vikinga fullkom inn. Ekki var soppurinn fyr kominn yfir markið, en fjöldi fólks þusti úr öllum Verjendur áttum fram á isinn með fagnaðarlátum yfir úrslitunum. I. A.C. báru ósigur sinn eins og sann- ir íþróttamenn og foringi og forseti klúbbs þeirra árnuðu Víkingum heilla. Leikendur voru þessir : I. A. €.: 4 S. B. Jonson, markvörður. B. Ólafsson ) (foringi) V Verjendur. S. Swanson ) F. Byron J J. Swanson j c, , . , J.G. Snædal $ Sækjendur. M.J.Peterson J ViK íiignr : F. J. Ólafsson, markvörður. Hannes Thompson Paul Johnstone Magnús Jónsson (foringi) Olafur Olafsson J- Sækjendur. G. Anderson j S. Johnson J Dánarlregn. Þann 14, þ. m. andaðist á almenna sjúkrahúsinu hér í bænum, Geirlaag Guðmundsdóttir, frá Selkirk, Man. Hún hafði um nokkur undanfarin ár þjáðst af lifrarsjúkdómi, er loks varð henni að bana. — Geirlaug sál. var 53 ára gömul, ættuð af Skagaströnd í Húnavatnssýslu; fluttist út hingað fyr. ir 12 árum síöan og settist að i Selkirk og bjó þar til dauðadags.—Geirlaug sál, var góðgerðasöm og vönduð kona og ástrík móðir. — Henni varð tveggja dætra auðið; er sú eldri gift Þorvaldi Sigvaldasyni i Selkirk, en hin er 12 ára að aldri,—Útför hennar fór fram '9. þ m. frá heimili hinnar látnu, i Selkirk, undir umsjón Mr, Arinbj, Bardals héð- an úr bænum. *******#*****#tt*tt#tt#tt#«#«* I DREWRY’S * ■>»** e ->**r vrr ttfc. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 nafnfræga hreinsaða öl “i’reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi i bikarnum. náClr r drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWAKÐ L DREWRY Manntacínrer & Iniporter, WIJSll’EG. 00000000000000000000000000 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 FUNDARBOÐ. Hér með auglýsist að fundur verður haldinn i samkomuhúsinu á Brú, i Argylebyggð, á mánudaginn hinn 2 April næstkomandi, kl. 2 eftir miðjan dag, til þess að ræða um íslendinga- dagsmál. Æskilegt er að fundur þess verði rækilega sóktur. Glenboro, 13. Marz 1900, Fr. Friðriksson. Björn Jónsson. LJÓÐMÆLI. Ný útkomið er ljóðmælasafn eftir Kristinn Btefdnsson og er til sölu hjá höf. að 789 Notre Dame Ave. West, og hjá H. S, Bardal að 557 Elgin Ave. Winnipeg. Kostar í kápu 60 cts. I.O.F. — STUKAN “ÍSAFOLD” Nr. 1048, heldur fundi 4. þriðjudag hvers mánaðar. Embættismenn stúkunnar eru : í jC.P—Stefán Sveinsson, 553Ross Ave. P.C R—S.Sigurjónsson, 609Ross Ave. V.C.R—W. Paulson, R.S.—J Einarsson, 44 Winnipeg Ave. F.S.—S. W. Melsted 643 Ross Ave Treas.—Gísli Olafsson, 171 King St. Phys. —Dr.Ó.Stephensen .563 Ross Ave Allir meðlimir hafa fríalæknishjálp. Viltu borga $5.00 fyrir góðan Islenzkan spunarokk ? Ekki likan þeim sem hér að ofan er sýndur, heldur íslenzkan rokk. Ef svo, þá gerið umboðsmönnum vorum aðvart og vér skulum panta 1000 rokka frá Noregi og senda yður þá og borga sjálfir Uutniugsgjaldið. Rokkarnir eru gerðir úr hörðum við, að undanteknum hjól- hringnum. Þeir eru mjög snotrir og snældan fóðruð innan með hlýi, á hinn haganlegasta hátt. Mustads ullarkambar eru betri en danskir J. L. kambar af því þeir eru blikklagðir, svo að þeir rífna ekki. Þeir eru gerðir úr grenivið og þessvegna léttari. Þeir eru betri fyrir amerikanska ull. sem er grófgerðari en íslenzka ullin. Krefjist því að fá Must- ads No. 22, 25, 27 eða 30. Vér sendum yður þá með pósti, eða umboðsmenn vorir. Þeir kosta $1.00. Stólkambar. Tilbúnir af Mustads, grófir eða fínir. Kosta $1.25. Gólfteppa veflarskeiðar. Með 8, 9, 10, 11, 12, 13 eða 14 reirum á þumlungnum. Kosta hver $2.50. Spólurokkar. Betri en nokkur spunarokkur til þess brúks. Kosta hver $2.00. endingarbetra en það annars mundi verða. Það hefir verið notað af fiski- mönnum á Norðurlðndum i hundruð ára, Ein askja kostar, eftir stærð, 10c., 25c., 50c. og $1.00, hvort heldur fyrir skó eða aktýgi._______________________t Smokine. Það er efni sem reykir og verndar kjöt af öllum tegundum, fisk og fugla. Það er borið á kjötið eða fískinn með busta, og efrir eina viku er það orðið reykt og tilbúið til neyzlu. Með þvi að reykja matvæli á þennan hátt, þarf hvorki að hafa þau nálægt hita, né heldur þar sem flugur eða ormar komast að þeim. Ekki minka þau og innþorna og léttast, eins og þegar reykt er við eld. Þetta efni er heldur ekki nýtt. Það hefir verið notað í Noregi í nokkrar aldir. Pottflaskan nrtgir til að reykja 200 pund. Verðið er 75c. og að auki 25c. fyrir burðargjald. Notkunarreglur fylgja hverri flösku. Svensk sagarblöð, 3Jfet og 4 fet á lengd. Þér hafið eflaust heyrt getið um svenskt stál. Þessi blöð eru búin til úr þvi og eru samkynja þeim sem brúkuð eru á Islandi. Grina- irnar getið þér sjálfir smiðað, eins og þér gerðuð heiraa. 3J löng sagarblðð kosta 75c. og 4 feta $1.00. Send með pósti gegn fyrirframborgun. Phoenix litir. Þeir eru búnir til i Þýzkalandi. og vér höfum þekt þá í Noregi. Svíaríki. Dan mörku og FinnlanJi, og voru þeir í miklu áliti þar. Verzlun vor sendir vör- ur um allan heim og litirnir hafa verið brúkaðir i siðastl. 40 ár. Ver dbyrgjumst að þessir litir eru góðir. Það eru 30 litir til að lita ull, léreft, silki eða baðmull Krefjist að fá Phoenix litina. þvi ís lenzkar litunarreL'lur eru á hverjum pakka, og þér getið ekki misskilið þær Litirnir eru seldir hjá öllum undirrituð ura kaupmönnum. Kosta lOc. pakkinn eða 8 fyrir 25c. eða sendir með pósti gegn fyrirfrarn borgun. Norskur hleypir, til osta og búðíngagerðar o.fl. Tilbúinn úr kálfsiðrum, selt í flöskum á 25c., 45c., 75c. og $1 25. Norskur smjörlitur. seldur m*-ð sama verði og hleypirinn. Fleury er drengur góður, farið þess vegna til hans og kaupið að honum: Vor-yfir- hafnir, sumar-atfatnaði. hattjeða húfu, skyrtu eða hvað annað sem lýtur að karlmannafatnaði, 504 illaiii Strcef, Gagnvart Brunswick Hotel. Borthens þorskalýsi. Þér þekkið vissulega norska þorsgalýs- ið, en þér vitið ekki hversvegna það er hið bezfca lýsi. Við strendur fslarids og Noregs vex viss tegund af sjóþangi.sem oorskarnir éta, orr hefir það þau áhrif á ifur fiskanna, að hún fær í sig viss á- kveðin heilbrigðisefni, sem læknar segja hin beztu fituefni sem nokkurntíma haf» þekst. Lýsið er ágætt við ðllum lungna sjúkdómum. Það eru ýmsar aðferðir við hreinsun lifrarinnar. Mr. Borthens hreinsunaraðferð er sú bezta sem enn hefir verið uppfundin. Lvsi hanser því hið bezta sem hægt er að fá. Ennfrem ur ber þess að gæta. að Borthens þorska- lýsi er einungis búið til úr lifur úr þeirn fiskum. sem veiddir eru í net og eru með fullu fjöri. Sá fiskur sem veiddur er á linu, veikist eins fljótt og öngullinn snertir hann. Þar af leiðir, að lýsi sem brætt er úr lifur úr færafiski. er óholt og veikir en læknar ekki. Krefjist þess vegna að fá Borthens lýsi. Verðið nr ■ ein mörk fyrir $1.00, pelinn 50c. Skrifið oss eða urnboðsmönnum vorum og fáið hið bezta og hollasta þorskalýsi. Áhöld tll bökunar í heima- húsum. NORSK VOFLUJAHN, mótuð í lfk- ingu við 5 hjörtu. Mótin eru sterk, þung og endingargóð. Þau baka jafn- ar og góðar vöflur og kosta $1.25. N0R8K BRAUÐKEFLI, fyrir flat- brauð Kosta 75c. ROSAJARN. Baka þunnar, fínar og ágætarkökur. Verð 60c. DÖNSK EPLASKIFUJARN, notuð einnig á Islandi. Kosta 50c. • OOROJARN. Baka þunnar “wafers”- kökur, ekki vöflur. Kosta $1.35. LUMMÚJARN. Baka eina luramu f einu. Þær eru vafðar upp áður en þær eru bornar á borð og eru ágætar, Kosta $1.25. 8PRUTSJARN. Þau eru notuð við ýmsa kökugerð, og til að móta srajör og brjóstsykur ogtil að troða út langa (Sausage). Þeim fylgja 8 stjörnumót oe 1 trekt. Send með pósti. Verð$1.00 Eftirfylgjandi menn selja ofantaldar vörur: HansT. Ellknson, J. B. Buck, Hanson & Co., Syverud Bros, Bidlake & Kinchin, Geo. W. Marshall, Adams Bros.. C. A. Holbrook & Co. S. Tiiorwaldson, Akra “ P. J. Skjöld, Hallson *‘ Elis Thorwaldson. Mountain “ Oli Gilbertson. Towner “ Thomas & Oiinstad, WillowCity “ T. R. Shaw, Pembina “ Thos. L. Price, “ “ Holdahl & Foss, Roseau, Minn. Gislason Bros. Minneota “ Oliver & Byron, West Selkirk, Man. ‘•IGURDSON Bros . Hnausa “ Thorwaldson & Co., Icel River “ B. B. Olson, Gimli “ G. Tiiorsteinsson, “ “ Gisli Jónsson. Wild Oak “ ”AL LDÓR Eyjólfsson. Saltcoats. Assa ÁRNII I'RmRiKssoN. 6M Ross Ave. Wpg. rí*1' JC,l"lt,£í‘IjSsoN. 439 Ross Ave. “ ÍU' ®°2,dman, Ellice Ave. “ Pétur Thompson, Water St. “ m Gallonquist, Logan Ave. “ T Nelson & Co., 321 Main St. » G. Sohnson, S. W. Cor. Ross & Isabel. Biðjið ofanskrifaða menn um þessar vörur, eða ritið beint til aðal-verzlunar- stöðvanna Alfred Anderson Milton, N.D. Edinburgh “ ii n Osnabrock “ C» li Crystal “ Cavalier “ Heymann Bloch’s heilsusalt. Vel þekt um alla Évrópu og á íslandi fyrir heilnæm áhrif í öllum magasjúk dómum. Það læknar alla magaveiki og styrkir meltingarfærin. Það hefir með- mæli beztu lækna á Norðurlöndum. og er aðal lækningalyf í Noregi, Svíaríki Danmörku og Finnlandi. Það er selt hérlendis í ferhyrndum pökkum. með rauðprentuðum neyzlureslum. Verðið er 25c. Sent, með pósti ef viðskifta- kaupmenn yðar hafa það ekki. Whale Amber er önnur framleiðsla Norðurlanda. Það er búið til úr beztuefnum hvalfiskjarins Það mýkir og svertir og gerir vatnshelt og endingargott alt leður. skó, stígvél, aktýgi og hesthófa, og stiður að fágun leðursins með hvaða blanksvertu sem það er fágað. Ein askja af þessu efni verndar leðrið og gerir það margfalt cte Western Importers, 1310 Washington Ave. So. MINNEAPOLIS, MlNN. Eða til.. Gunnars Sveinssonar, Umboðsmanns fyrir Canada. 195 Princess Str., Wirinipeg, Man. Nói dansaði á brókinni. Það var ekki sama vínið sem Nói dansaði blindfullur á brókinni af, sem 'U J Bawlf. IFholesale & Reatale vin- sali á Princess Street Selur. Hann selur gott vín. sterkt vín, dauft vín, ódýrt- og dýrt vín, og vindl- arnir alveg'fyrirtak. W. J. BAWLF. fcirnin Kxeliniige Itnilding, PRINCESS ST. WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.