Heimskringla - 13.03.1902, Síða 2

Heimskringla - 13.03.1902, Síða 2
HEIMSKRINGLA 13. MARZ 1902. HeimskriDgla. PUBLISHBD BY The Heimskriagla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins i CanadaoKBandar. $1.50 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00, Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaávísanir á aðra banka ení Winnipeg að eins teknar með afföHum. B. Ii. Baldwinson, Kditor & Maoager. Office : 219 McDermot Street. P O. BOX Vegna rúmleysis I blaðinn verður að eins svarað tveimur at- riðunum á pölitisku hugleiðingunum í síðasta Lögbergi. 1. Hvers vegna B. L. B. hafi greitt atkvæði móti því að sveitafé- lög bygðu kornhlöður á kostnað sveitasjóðanna og 2, að N. P. féla^ið vilji fá að leggja 900 mílur af járnbrautum í fylkinu fyrir als engan fylkisstyrk, en hafi verið neitað um leyfi til þess. Frumvarpið um kornhlöðu- byggingar á kostnað sveitarsjóð- annaerekki nýtt mál. Það hefir áður verið fyrir þinginu, og sum sveitafélög í fylkinu hafa fengið leyfi til þess að byggja slíkar hlöður. En reynslan hefir orðið sö, að þetta hefir bakað sveitunum allmikið fjár- tjón f mörgum tilfellum og afieið- ingarnar hafa orðið þær, að þessar sömu sveitir hafa orðið að knýja á náðir fylkisstjórnarinnar og biðja hana að biaupa undir bagga og bæta þeim skaðann, sem f nokkrum tilfellum hefir numið þúsundum dollara. Það stóð einmitt svo á, að sama daginn sem þetta frumvarp lá til umræðu fyrir laganefnd þingsins, þá var nefnd frá einni af þeasum sveitum, hér í bænum til þess að fá stjómina til að bæta skaða þann, sem sú sveit hafði orðið fyrir, í tilefni af kornhlöðu byggingu og hveitiverzl- nn sinni. Annað atriði í þessu sambandi sem þingnefndin tók tii greina, var það, að núverandi lög heimila bænd- um að mynda félög til þess að byggja kornhlöður og hafa hveiti- verzlun, og nokkur slík félög hafa myndast í fylkinu, en það eru hlnta- félög og þess vegna verða þeir einir fyrir skaðanum, $em eiga hluti í slík- umfélögum. En fátækir bændur, sem hafa litla kornrækt, og ekki vifja eða þurfa eða geta átt hlnti í þessum félögum, þeir bíða engan skaða þd að fyrirtækin mishepuist, af því þeir eru ekki i neinu sam- bandi við þau. En þetta frumvarp bar það greiniiega með sér að stjórnin ætti að veita sveitunum leyfi til þess að leggja þá skatta á álla gjaldþegna sveitanna, sem nauðsynlegir væri til þess að standast kostnaðinn við kornhlöður og hveitiverzlunarstarfið. En það var sama sem að samþykkja að láta fátæku bændurna bera að sínum parti, og á móti vilja sínum, skaðann af fyrirtæki sem efnaðri bændurnir að eins gátu haft hagnað af, og það áleit nefndin ranglátt. Enda yocu að eins örfáir af nefndarmönnum með frumuarp- inu, en allur þorrinn, og þar á meðal B. L. B., á móti því. Ástæð- ur Mr. Roblins fyrir að vera á móti frumvarpinu var sú, að ef það næði lagafestu þá væri það til þess að baka fylkissjóði tjón i framtíðinni eins og reynslan hefði sýnt að orðið heíði að undanförnu. Annars skal I þess getið að Mr. Roblin er ekki nú, og hefir ekki f nokkur undanfarin ár, verið hveitikaupmaður, en hefir uð eins selt afurðir af landi sinn eins og hver annar bóndi. Hvað hinu atriðinu viðvíkur, að Nórthern Pacific brautarfélagið hafi beðið um leyfi. til að byggja 900 mílur af járnbrautum hér í fylkinu fyrir als ekkert, þá er það bara hel- ber heilaspuni hjá I.ögb. Sannleik- urinn i því máli er þessi, að noklcrir menn mynduðu félag fyrir nokkrum árum og fengu leyfi til að byggja á- kveðinn milnafjölda af brautum hér i fylkinu innan ákveðins tímabils. Þetta félag hefir ekkert gert En nú er að eins eftir tæpt ár af le^fis- tímabilinu. Einn þingmaður fór því fram á, að tíminn sem félagið hefði til að byggja brautir sínar, yrði framlengdur og um leið gat hann þess að N. P. félagið væri búið að kaupa réttindi þessa fyrra félags og ætlaði að byggja undir sínu félags- nafni. Mr. Roblin svaðáði að fé- lagið hefði alt þetta komandi sumar, undir gamla leyfinu til þess að byggja brautirnar eða byrja bygg- ingu þeirra, og það væri nægur tími að tala um framlengins leyfisins þegar leyfistímabilið væri að enda kornið, ef þá væri byrjað á verkinu. Hann kvað stjórn sína mjög vin- veitta Northern Paciflc félaginu og fullvissaðí þingið um það, að hve- nær sem félagið tjáði sér embættis- lega frá því, að það vildi byggja brautir hér í fylkinú, Þá skyldi hann og stjórn sín gera alt sem f þeirra valdi stæði til þeés að hlyhna að starfsemi N. P. félagsins í Mani- toba. En á meðan enginn af em- bættismönnum þess féjags mintist á málið með einu orði, þá hefði hann enga vissu fyrir óskum þess í þessa átt. Hann biði eftir tækifæri til að geta hlynt að starfsemi þess hér, hvenær sem það léti í Ijós að það vildi byggja brautir í fylkinu. Hvað brautina til Oak Point snertir, þá ætti Lögb. ekki að gera lítið úr henni. Á öllum stjórnar- árum Greenways þá virti hann aldrei kjósendur í Gimli-kjördæmi þess að láta vagnlest renna í áttina til þeirra. Þótt H. B. brautin væri um það fullgerð er hann tók við völdum, heldur lét hann hana eyði- leggjast að mestu leyti í þau 12 ár sem hann sat að völdum. En fyrir aðgerðir núverandi þingmanns fyrir Gimlikjördæmið, má telja víst að braut þessi verði fullgerð og starf- andi á næsta hausti. Samningar um þetta eru fullgerðir og samþykt- ir af þinginu, ásamt með rentu- ábyrgð af skuldabréfum sem nema $5,000 á míluna, eða sem næst $200,000 fyrir brautina frá Winni- peg til Oak Point. B. L. B. má að minsta kosti njóta þess sannleika að hann er eini maðurinn í þinginu, sem heflr unnið að þessu máli við stjórnina, og fengið þvi komið í það horf sem það nú er í. Um það get- ur hver sem vill sannfært sig með því að leita vituisburða ráðgjafanna í þvi máli. Það er og heldur eng- inn efi á því að ef brautabygginga- leyfi til Gimli og íslendingafljóts hefði ekki verið bundið við C. P. R. félagið, þá hefði braut verið komin norður eftir þeirri nýlendu fyrir þenna tíma. En undir núverandi krÍDgumstæðum cr hann því miður máttlaus í því máli. ísland. Eftir: K. Á. Bkxediktsson'. Til þess að ísland komist inn á braut framfara og velmegunar, þá þarf þjóðin að umskapast, Hún þarf að mentast, og nýr hugsunar- háttur þarf að festa rætur hjá henni, vaxa upp og bera ávexti. Það er svo sem ekki mót von þó þjóðin sé þröngsýn og hægfara. Orsakirnar flnnast á nverri blaðsíðu í sögu henn- ar. Engu síður er til gull í þjóð- inni eins og landinu, og hún á fult eins mikla hæfileika fólgna I sér, eins og nokkur þjóð í heimi. —Fyrir breytingu á hugsunarhætti þjóðar- innar verða einstaklingamir að gangast. Þeir verða að gera það með mentun, og sýnilegum og áþreif- anlegum dæmum í verkfræði og hagnýtni landsins. Það þarf að fá meira starfssvið handa þjóðinni, meiri starfslaun, skemtilegri vinnu- aðferð, og notkun verkvéla, og um- fram alt meiri ánægju og trú á land- inu og sjálfri sér. Það er lífsspurs- mál, að lækna ótrúna ogvonleysið hjá ðllum þjóðum er þjást af þeim sjúkdómi.— Til að byrja á stórum fyrir- tækjum þarf ísland að fá sér pen- inga, og þá má það til að fá í byrj- uninni. Eg get ekki séð nokkuð á móti því að Island fái sér starfsfé sem önnur lönd. A Það heflr uÞjóð- viljinn ungi” bent. Ef alt fer eins illa og það getur farið, þá yrði land- ið gjaldþrota. Þá er þó tilraunjn að bjarga sér, til I sögunni, og alt er betra en deyja ráðalaus. En ég er viss um að slíkt kæmi ekki fyrir. íslendingar eru eins góðir búmenn og aðrir, þégar þeir eru búnir að læra búskaparlagið af nágrönnum sínum. Svo mundu þeir reynast í þessu máli. En sé þeim sem þjóð viikilega ómögulegt að lifa upp á sínar eigin spýtur, þá er bezt að fá að vita það sem allra fyrst, því þá verður þjóðin ómöguleg sem þjóð, og þá er bezt að hún . hverfl sem allra fyrst inn í aðrar þjóðir. En slíkt eru fjarstæður, sem engri átt ná- ísland ætti að taka Nýja Sjá- lands stjórnarfarið sér til fyrirmynd- ar, að svo miklu leyti, sem það get- ur átt við á íslandi. Næst því verk- lega þarf ísland að efla peninga- magn í landinu og bæta verzlunar viðskiftin. Það þarf að láta heims- markaðinn taka meira tillit til sín en hann hefir gert hingað til. ísland þarf að koma upp öflugu bankafyrir- komulagi, og lofa öllum peninga- verzlurum að hata frjálsan aðgang að peningaverzlun. Með lögum og stjórnmensku ætti það að geta trygt landsbúum holl peningaviðskifti og peningamönnum sæmilega arðber- andi viðskiíti. Sömuleiðis ætti land- ið að eiga nægilega stór ogöflug lífs- ábyrgðarfélög fyrir þjóðina, með að- gengilegum kjörum. Það ætti að koma á fót brupabótafélögum fyrir alla í landinu, og útlánsfélögum, er lána peninga út á hús og lóðir i bæj- um og kaupstöðum, er gerði við- skiftin auðveldari og fljótnri. Þessi félög héldu peningunum í landinu, og gæfu mörgu fólki atvinnu, sem vel yrði þegin.— Landið þyrfti að efla landbúnað og sjáarútgerð á allar lundir. Koma upp sýningum og veita verlaun þeim sem bezt gerðu. Það er að segja landsstjórnin þarf að búa þjóð- búinu og efla einstaklinginn, í staðin fyrir þann öfuga landsstjórnarbúnað, að láta einstaklinginn búa fyrir landssjóð og embættismenn. Slíkt athæfi er langt á eftir þessum tíma. Landsstjórnin ætti að gera að- skilnað á ríki og kyrkju sem allra fyrst, — fækka prestum en fjölga læknum. — Afnema að mestu eða öllu sveitarútsvörin, sem eru argasta hneyksli þessa tíma. Aftur ætti landssjóður I sambandi við kaup- staði og sveitir að koma upp mun- aðarleysingja-heimilum. — Afnema sem allra mest af landssjóðs bitling- um, og einkanlega skáldastyrk, sem er hróplegt hneyksli, og engu ærlegu skáldi samboðin. (Um það skrifa eg slðar).- Um samgöngur innanlands ogl utan þurfa íslendingar að breyta. Auka vegi og bæta innan lands, en fá tíðari og fljótari ferðir á milli út-i landa, og kringum landið. Sömu- leiðis að koma upp fregnsambandi við umheiminn hið allra bráðasta. Af líkum að ráða, er flrðboða aðferð signor Marconi sú líklegasta, sem Is land gæti tekið upp um þessar mundir. Að öllu þessu þarf þjóðin að flýta sér, ef hún ætlar ekki að deyja og hverfa út af þjóðtölulistanum. Verklega þekkingin þarf að ganga á undan öllu, og ætti Island að fá hana sem mest frá Ameríku. Það er auðveldast. Hún er fullkomnust og mest til þar. Þar eiga Islendingar nokkurskonar nýlendu. Það væri hollasta menningarstefnan, sem ís- landi gæti hlotnast, ef sú stefna og löngun kæmust inn hjá þjóðinni að ungir menn færu til Ameríku 2—6 ár, og lærðu þar verkfræði og þessa tíma búverk, flyttu þá þekkingu heim tíl ættjárðarinnar. og léti hana njóta ávaxtanna af lærdómi sínum. En til þess þarf hugsunarhátturinn að breytast bæði'austan hafs og vestan. Austur-íslendingar skoða oss hér langt fyrir neðan síg, skoða oss jafnvel fyrirlitlega og einkis nýta, en standa oss þó hvergi á sporði. ef til þrautar ætti að leika í þessa tíma þekkingu. Við erum komnir fram úr þeim þó þeir geti ekki viðurkent það. Á hinn bóginn heflr fsland fengið hnútur frá sum- um, og jafnve! álas, héðan að vestan. Þess vegna er samvinna engin á meðal þjóðílokkanna. Enda passa Austmenn sig með það að látá oss ekki offitna af vinskap sínum og bróðurlegum atlotum. Það er þvi ekki árennilegt fyrir mann héðan að vestan, að rétta föðurlandinu hjálp- arhönd hversu vel sem hann væri fær til þess, og langaði til að gera það. Samt eru margir góðir drengir hér, sem unna ættlandi sínu af al- hug og einlægni, og vildu fegnir verja kröftum sinum í þjónustu þess, ef nokkuru tanti væri hægt að koma á við málspartana.— Stjórnin á Islandi gerir ekkert til að laða að sér fólk héðan að vest- an. Það er ekki svo mikið að hún komi því til léiðar við fólksflutnings- félögin, að menn héðan geti komist til fslands fyrir sama fargjald og hingað. Það er henni auðvelt, og mundi leiða til mikils ef hún gerði það. Og það mundi verða öflugt spor í þá átt að íalendingar hvirfi heim aftur þegar þeir verða búnir að læra hér verkfræði og iðnað.— Þegar ísland væn komið í líkt horf og hér er bent á, þá er það ekki ólíklegt, að um innflutninga mætti fara að ræða. Sú stefna ríkir nú meðal mestu framfaraþjóðanna, að undii rót framfara og auðsældar sé fólksfjöldinn og innflutningar. Það er nóg landiými á fslandi, og kæmi þar fram námavinna — sem kemur fyrr eða síðar—þá geta fleiri milli- ónir manna manna lifað á íslandi. Það er engum efa undirorpið að fá mætti þá fjölda tólks að flytja þang- að. Og ekki mundi skörpum og duglegum innflutninga agentum í Ameríku blæða það í augum, að fá nokkra tugi þúsunda til að flytja til íslands úr Norðurálfunni og víðar. Þegar þjóðin þar væri komin inn á sömu braut og aðrar þjóðir, er standa í þessa tíma sambandi við menn- ingarstrauminn, þá yrðu innflutn- ingar til íslands ekki einasta mögu- legir, heldur sjálfsagðir. Alstaðar þar sem hægt er að sýna það, að vinna borgi sig vel, og nóg sé til af henni, þangað vilja allir komast. Þessir tímar eru tímar peninganna, er maðurinn verður nauðugur vil.jugur að vinna fyrir þeim, þyí undirstaða mannkynsins er peningar en ekki guðiun Jehóva. Þegar búið er að Ijúka upp fjárhirzlum fslands, þá fýsir margan þangað að koma.—* 1 2 Eg trúi því ,af öllu hjarta að ísland eigi fagra og glæsilega framtíð í komandi tíð, þó auðævi þess liggi ó- notuð nú. “Tímarnir breytast og mennirnir með.” Guglielmo Marconi. er ítali að ætt og uppruna. Samt þykjasf ættfræðingarnir geta rakið ættir hans til Skotlands í fyrridaga. Hann er fæddur í Marzabotta hérað- inu, að Villa Griffon, sem er þðal föður hans, og forfeðra, og er sá stað- ur eigi langt frá Bologna á ftalíu. Hann er nú tæpra 28 ára, þrátt fyrir það þótt hann skipi nú öndvegissæti á meðal eldri og yngri vísindamanna. Hann fékk góða mentun á unga aldri, því aðstandendur hans eru ríkir. En það segja vísíndamenn sem þekkja hann.að hann hefði orðið það sem hann er, hvort sem hann hefði verið fátækur eða ríkur, að eins má- ske ekki, verið kominn eins langt og hann er nú. Snemma bar á íþrótta- og vísindagáfu hjá Marconi. Það segja kennar hans, að þegar haDn var að eins 12 ára gamall, smíðaði hann vélar og breytti af eigin 'ram- leik. En þegar einhver vildi for- vitnast um starf hans mótmælti hann að gefa upplýsingar um það, og kvaðst að eins starfa fyrir rjálfan sig að svo komnu. Samt lét hann það.fylgja, að þegar hann væri bú- inn að flnna eitthvað, sem 'mann- kyninu værí til hagnaðar og heilla, þá skildi hann ekki draga'það í.hlé. Hann er mjög stiltur og fastur í lund, einráður og einbeittur. Hann hefir mjög skýra og glögga hugsun. Hann er starfsmaður mikili, og vex áhugi rið hverja hindrun og mis- hepni, sem mætir h<^num á' leið vís- inda og á starfsviðinu. Á þeirri leið veit hann ekki hvað það er að gugna éða æðrast. Það var ekki fyr en hann var tuttugu vetra, að honum datt í hug að senda mætti firðboð með rafmagns- hreyfiöldum.ánþess að nota vírþráð.Á sama tfma varð hann mjög hriflnn af verkum prófessors Heinriks Hertz. þýzka vísindamannsins. Hertz var þá að leita að uppruna rafmagnsins, og í staðinn fyrir að finna það sem hann leitaði að, varð hann var yið öldurót það, sem rafmagnið vekur. Þetta var undirstaðan fyrir Marconi. Hvorki Hertz né öðrum rafmagns- fræðingum datt í hug að þetta benti til þess, að senda mætti vírlaus hrað skeyti. En Marconí náði þessari “umbrotahugsun” að senda mætti firðboð með ölduvaka í gegnum rúm- ið. Hann tók líka að starfa að því %f líf og sál, og þó fyrstu tilraunir hans yrðu árangurslausar, þá starf- aði hann svo árum skifti án þess að sjá afurð iverka sinna. Tíu árum áður en Marconi fór að starfa að þessu, byrjaði ^rófessor Calzecchi- Onesti á Ítalíu að gera tilraunir í sömu átt. en varð ei égengt. Mar- coni hefir starfað í fnll 7 ár að flrð- bóða fregnleiðslunni, og er nú kom- inn eins langt og allir vita. Marconi er lærður maður í orðs- ins réttu merkíngu. Hann kaun 7 tungumál svo vel að hann getur far- ið allra sinna ferða í þeim, Hann er mjög vel að sér í verkfræði og vél- fræði. Hann er m.jög vel að sér í söngfræði og spilar á 8 hljóðfæri jöfnum höndum. Líka er hann í- þróttamaður; hann er syndur sem selur; ríður manna bezt á hjóli, og fer á loftfari eins og honum sýnist, og er ræðari ágætur o. s. frv. Hann er mjög félagslyndur maður,og frí og frjáls ef hann gefur sér tíma til að vera með þeim mönn- um, sem eru að hans skapi. Hann er ákveðinn og reglusamur í öllu sínu starfl, og lætur ákveðið verk sitja fyrir ðllu. Hann er ekki biblíu- trúarmaður í stórum stíl — segir að þess háttar stúderingar séu syo langt fyrir aftan sinn tíma, að hann gefl öðru meiri gaum— Hann er frábit- inn að hlusta á hól og skjall, og eng- inn getur merkt það að honum finn- ist mikið til um sjálfan sig. En það geta kunningjar hans komist að, að honum líkar að geta starfað það eitt f þarfir mannfélagsins, sem lyftir því á hærra stig til velmegnunar,og nafn sitt standi ekki aftast allra nafna á söguspjöldunum, er ár og aldir líða. Hann er maður reiðilegur í öllum sínum samningum, og gengur djarf- mannlega fram þá hann gerir þá. — Hann hefir alt að þessu haft hálf- gaman af—eða haft löngun til — að dylja ætt sína og uppruna fyrir mönnum, sem leita á hann um þess- konar upplýsingar. — Allir sem ná kynni af honum unna honum, og segja að hann sé hverjum manni skemtilegri, ef rétti kunningjaflötur- inn er næst honum. Það má vænta mikils af öðrum eins manni og signor Marconi, et honum endist aldur, eftir því sem æfistarf hans stendur hátt nú, aanni tæpra 28 ára gömlum.— K. Á. Benediktsson. Schley-málið. Um það bil að rannsóknin yar hafin í máli Schleys, flotastjóra, leit- aðist ég við í einu bréfl mínu að skýra sögu þess máls svo að lesendur Hkr. gætu gert scr ljósari grein fyr ir gildi málsins. Ég gat þess þá að Schley bærimeira traust til réttlætis- tilflnninga Washington klikkunnar, en ég gerði, og óskaði honum til lukku, að von hans yrði sér ekki til skammar í því efni. Ég var einn af þeim mðrgu, er álitu að Schley væri hetjan sem vann hinn fræga sigur á flota Spánverja. En það varð fljótt skiljanlegt að sum af hinum hundtryggu málgögnum veðsetta úthaldsins í Washington voru á alt öðru máli; þau fóru strax á eftir að kasta óþverra að Mr. Schley. Fyrst voru það að eins smá köglar, er ekki festu sig meira við hetjuna, en vatn gerir við straumönd, en á endanum fór þó svo, að Mr. Schley var nauð- beygður til að krefjast rannsóknar á málinu. Sú rannsókn stóðyfirnær því 2 mánuði, og það er mál manna að málsóknin hafi kostað Mr. Schley aleigu hans, alt sem hann hafði með sparsemi og ráðvendni saman dreg- ið í þjónustu þjóðarinnar. Það er því eðlilegt að margir spyrja að því hvernig standi á öllum þessum gauragangi, hvað Mr. Schley hafi til saka unnið að verða fyrir öðru eins ranglæti, sem kemur næst því að vera vanþakklæti þjóðarinnar við trúan og nýtan þénara. Svörin verða án efa raörg: 1. Að Schley heflr alla æfl verið andstæðingur Repúblíkana. 2. Hann er blátt á- fram og laus við allan embættis- hroka og stærilæti, sem óðUm er að fara vaxandi I sjóliði voru, og ann- ar apakattarháttur eftir Evrópuþjóð- um. Samson sjóliðsstjóri á hina hliðina var sérstakt uppáhald stjórn- arinnar. 1. Vegna þess að hann var fundvfs og hygginn atkvæða- smali. 2. Hann var uppblásinn af konunglegum gorgeir; samanber bréfura hans til stjórnarinnar, þegar kom til orða að lyfta mönnum þeim upp á við, er stýrðu byssunum í Schley-orustunni. Og í þriðja lagi, þá heflr Samson að líkindum verið trúr I stöðu sinni, tþví þegar spánska stríðið byrjaði var honum lyft tvö stig upp yflr Schley og tvö stig hærra eu hann átti tilkall til sam- kvæmt reglum sjóhersins. Það var því eðlilegt að stjórninni kðemi það illa að Samson skyldi hvergi vera nærri þegar orustan var háð. Schley var sá næsti að valdi og að sjálf- sögðu tók við stjórn flotans, og þjóð Bandaríkjanna yflrfeítt talað, viður- kennir hann án efa hetjuna, er vann hinnfræga sigur, þrátt fyrir alla ill- kvittni Washington-klíkunnar,ýmsra blaða og vikadrengs hennar í Brook- lyn. Urskurður rannsóknarnefndar- ínnar var, eins og allir vita, Schley í vil, það er að segja, hún sagði að Schley hefði komið fram sem sönn hetja. Svo vikadrengurinn stóð af- hjúpaður sem mannlastari og auð- virðilegasti lygari. En samt var Schley ekki ánægður með úr- skurð nefndarinnar og skaut máli sínu f.yrst til forsetans og næst til al- þingis. Roosevelt forseti heflr nú gefið sinn úrskurð í þessu máli Iíann fræðir Schley á þvf, að hann (Schley) hafl enga stjórn haft f or- ustunni og að Sarason hafi heldur ekki stýrt flotanum, það hafl verið formenn skipanna, sem alt hafl gert. Samt getur hann þess, að McKinley forseti hafi sýnt frábæra vizku í því að láta Samson hafa aflið af herfangs peningunum (the price Mony). Svo leggur hann blátt bann við því að alþing fjalli um málið. Má vera að hann hafl rent grun í það að eitthvað kynni að koma í liós, er ekki yrði flokksbræðrum hans til mikils sóma. En svo lítur út, sem forsetinn sé ekki allskostar ánægður með sinn úr- skurð. Því fáum dögum síðar kall- ar hann 6 þingmenn fyrir sig, slna 3 úr hvorri málstofu, alla sína flokks. menn og menn með miklum pólitisk um styrklcika, og spyr þá, hvaða á- hrif þeir haldi að úrskurður sinn hafi á sína pólitisku framtíð? Þeir 'álitu að þau áhrif mundi.ekki ervitt að yflrstíga. The Chicago Record Herald, blað sem stranglega fylgir stjórninni, segir 17. Febr. meðalannars: “Hvað er það í þessu Schleys- máli, er kemur í yeg fyrir það, að það mál sé rannsakað og dæmt eftir sínu eigin gildi? Skilur forsetinn það ekki, að því meira sem hann lagar framkomu sína, því meira sem hann hagar seglum. til að ná í póli- tiskann byr, því líkara er að hann fái vont leiði”. “Hvaða tiltrú getur þjóðin haft á þeim dómara, semekki heflr nægi- legt siðferðisþrek til að upphveða dóm án þess að ráðfæra 'sig við póli- pólitiska leiðtoga eins eða annars flokks?” Stjórnin í Washington hefir leit- ast við á allan hítt að svifta Schley þeim heiðri, sem sjóorustan á Santia- go-firðinum veitti honum, sam- kvæmt reglum og lögum siðaðra þjóða, og ekki nóg með því, heldur hofir verið leita3t við að svifta hann mannorði hans, sem er þó dýrmætari sönnum hermanni en sjálft lífið. En æðsti réttur þjóðarinnar hef • ir enn ekki kveðið upp dóm sinn yf- ir þeim, er mvnduðu þetta glæpsam- lega samsæri gegn Schley. Þjóðin hefir enn ekki kveðið upp sinn dóm. En hann kemur á síuum tima, og þeim úrskurði verðum vér að [hlýða, hvort sem oss sýnist hann réttur eða rangur, G. A. Dalmann. Til skilningsauka. Dr. Laird, hér í bænum, sem hélt fyrirlestur um ljósið, rétt ný- lega, færði rök fyrir því, að upp- funding “firðritans” (wireless Tele- grapqy o; vírlaus fregnsending) og annar líks eðlis sönnuðu það, að hið almenna álit, að ljós og rafmagn væru að eins mismunandi nöfn á sama efninu nefnil. ljósvakanum svo

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.