Heimskringla - 13.10.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.10.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 13. OKTÓBER 1904 f Keewatin héraðinu. Altsam- an fyrir $10.00 borgun á ári. 3. Hr. O’Donoughue, pingmanni 1 Selkirk, alt Litla Slave vatn- ið til 9 ára, fyrir $10.00 árlega póknun. 4. Hr. Coffee 21. árs fiskiveiða- einokunarleyfi yfir Saskatche- wan ánni og Cumberland vötn- unum fiskisælu í Norðurvestur héruðunum. 5. Hr. Merrill í Brandon yfir Winnipegosis vatni. Hver getui f>á sagt hve langt eða skamt pess verði að bíða, að Win- nipeg og Manitoba vötn verði einn- ig leigð í hendur einstakra manna til algerðra yfirríða. Svo að menn j meðfram vötnum f>essum verði að leita á náðir leigendanna og borga þeim ærið gjald fyrir að fá að veiða fisk til sölu eða sæta sektum ella. Ekkert er líklegra en f>að að f>etta komi fyrir áður en langt líður, ef {>að er ekki þegar btiið, f>ó f>að sé nú ekki orðið uppvíst, eða af hvaða ástæðu ætti, frá sjónarmiði stjórn- arinnar, að undanskilja vötn þessi j einokunar fiskiveiðaleyfi? Hugsanlegt er nú að vísu, að Lögberg uppgötvi á síðustu stundu að f>að sé af einskærri umönnun fyrir velferð bænda f Nýja íslandi •g við Manitobavatn að vötn þessi hafi verið undanskilin og að f>eim beri því að virða f>að við stjórnina. En sfi staðhæfing rnufi krefja ein- hverra röksemda, til þess að lienni verði trúað. Sannleikurinn er vitanlega það, að stjórnin tekur als ekkert tillit til bænda f nokkrum hluta lands- ins í sambandi við þessi mál; hún á f>ar við sérstaka vini sfna ogj hugsar um þeirra hagsmuni ein- göngu. En hagsmunir vinanna koma fram í J>vi, að þeir geta kúg- að bændur og aðra til þess að veiða ekki meiri fisk úr hinum leigðu vötnum en þeir þurfa til eigin heimilisnota, þvf að það er berlega tekið fram í samningunum, að eng- j ir megi veiða fisk í hinum leigðu! vötnum til sölu eða verzlunar, nema i leiguliðarnir þeir McNee, Markey, O’Donoughue, Coffee og Merrill, eða þeir sem þeir veita fiskileyfi. Setjum nú svo, að þessir menn veittu bændum' fiskileyfi, er þá ekki líklegt, að þeir mundu þoka j leyfisgjaklinu upp í þá upphæð, sem þeir teidu sig vel sæmda af, og að sú upphæð yrði talsvert hærri en það sem menn hafa á umliðnum árum orðið að borga stjórninni fyr- ir leyfi sfn? Frá voru sjónarmiði eru fullar líkur til f>ess, að þess verði ekki langt að bíða, að Winnipeg ’og Manitoba vötn verði leigð 1 hendur einstökum mönnum, ef núverandi stjórn fær völdum haldið. !3ú eina huggun í máli þessu er það, að svo framarlega sem íbúar f>essa rfkis gæta hagsmuna sinna, f>á má ganga að því vfsu, að Laur- ierflokkurinn verði losaður við j völdin, og þá verður rýmkað um! rettindi f>egnanna f þessu máli og öðrum. Misbeilt réttvísi Það er ekki oft, sem rangsleitni j kemur fram f dómsmálum Breta.! En f>ó hefir J>að stundum viljað til | þar eins og annarsstaðar, og þá i jafnan, er þess hefir vart orðið, hef-1 ir stjórnin reynt að sætta þá, sem j liðið hafa raugindin með þvf að1 borga þeim skaðabætur eftir sam- j komulagi. Hið sfðasta slíkra mála er það, j sem áður hefir verið getið um hér í blaðinu, þar sem Svfi einn að nafni Adolf Beck var hafður í fangelsi á Englandi um 7 ára tfma fyrir þjófn- aðarglæpi, sem honum voru kendir. Málið er á þessa leið: Árið 1877 varð Gyðingur einn að nafni John Smith uppvfs að svik semi og fjárdrætii frá trúgjörnum konuin. Rannsóknin sýndi. að hann fór til kvenna þessara og kynti sig sem auðugan lávarð að nafni Willoughby. Hann rcði konurnar hverja á fætur annari og gaf þeim rfflega bankaávísun til að staðfesta satnningana. En um leið fékk hann lánað hjá konum þessum alls konar gullskraut, dem- antshringa og brjóstnálar og pen- inga undir ýmsu yfirskyni. Svo seldi hann skrautið og dró það á- samt peningum þeirra f vasa sinn. En ávísanir þær, sem hann gaf konunum, voru einskisnýtar. Maður þessi var handtekinn og hneptur f fangelsi. Svo leið tím- inn, þar til árið 1896, að sataikyns svikabrögð voru framin á Eng- landi, en með þeim mun, að lávarð- urinn hét þá Wilton. Þá var það að Beck var tekinn fastur, grunað- ur um að hafa framið glæpina. Lögregluþjónninn, sem handtók Smith árið 1877, sór að Beck væri sami maðurinn; hið sama gerðu ýmsar konur, sem orðið höfðu fyrir fjártjóni við vistarráðin. Beck bauð að sanna sýknu sfna, að hann hefði verið í Suður-Ameríku um þann tfma (1877), þegar Smith var á Englandi. En dómarinn áleit ó- nanðsynlegt að ieita nokkura sann- ana um þetta og dæmdi Beck f sjö ára fangelsi. Þegar þangað kom voru föt hans merkt, svo að þau sýndu, að hann hefði verið þar áð- ur; en hann sannfærði stjórnina um, að það hefði ekki verið sannað fyrir réttinum, og því ekki rétt að merkja föt sfn þannig. Markinu var breytt og við það vaknaði efa- semd um sekt hans, en samt var honum haldið í fangelsi, þar til fyrir nokkrum mánuðum sfðan, að hann hafði útendað tfma sinn þar. En svo var hann tekinn aftur skömmu síðar og á ný kærður um svipaða glæpi. Við rannsókn þessa sfðasta máls komst lögreglustjórinn í Lundúnum að þvf, að Beck væri sýkn saka, og um leið varð hann þess vís, að Beck hefði verið sak- laus af fyrri kærunni og þvf rang- lega hafður í fangelsi um 7 ára tíma. Þetta gekk svo langt, að lög- reglustjórnin aflaði sör fullra sann- ana um þetta og opinberaði þær sannanir. Blöðin tóku þá upp máíið, og livert einasta blað heimtaði, að rannsókn væri hafi og allur sann- leikurinn leiddur í ljós. Stjórnin bauð Beck 2000 pund f skaðabætur og láta svo málið falla niður. En blaðstjórarnir hvöttu hann til að neita því boði og eitt Lundúna- blaðið (Daily Mail) bauð að gefa honum 2000 pund, svo hann tapaði engu við neitun sfna. Það þykir þvf líklegt, að rann- sókn verði hafin í málinu og Beck verði algerlega sýknaður, en vitn- um þeim, sem framkomu til að sakfella hann, verði maklega liengt. Lögreglan í Lundúnum náði manni sem nefndist Thomas, og sannaði, að hann var sami maðurinn, sem áður nefndist Smith, og að hann einn var valdur að öllum glæpun- um, þótt honum hefði tekist að dvlja sig fyrir lögreglunni um 26 ára tíma. Þsð er alment álit, að einhverjir, sem enn eru ekki orðnir uppvísir, liafi beitt áhrifum á vitnin móti Beck, til að fá hann sakfeldan, og að þeir séu í þjónustu stjórnarinn- ar. Það er nú verið að leita þess- ara manna, og lögreglan vonar að geta gert þá uppvfsa við komandi rannsókn málsins. Til hvers er að kaupa 6- brent grænt kaffi og tapa einu pd. af hverjum fimm pundum við það að brenna það sjálfur og eyða þessutan eins miklu eða meiru við ofbrenslu, að ótöldu tfmatapinu. PIONEER KAFFI er tilbrent með vél og gerir það betur en yður er mögu- legt, svo það verður smekkbetra. Biðjið matsalann um Pioneer Kaffi. Betri tegundir eru Mocha ogJava Kaftí, til brent. Það er það beza, sem fæst í þessu landi. Haldiö saman uCoupons,,og skrifiö cftir verölistanum. The Blue Ribbon Mfg. CQ. WI3ST17IPEG mmmmmmMMmmumMMMtium^ “Lögbergs Mangi?” Einusinni enu er Lögbergs- ritstjórinn kominn á kreik. Svo var mál með vexti, að Mr. B. L. Baldwinson þurfti snöggva ferð ofan í Nýja Island fyrir helgina, Mangi komst að þessu og hefir skálmað ofan til Free Press og fært henni eina söguna enn þá. Hún er sú, að margt sem B.L.B hefirsagtum G. T P. samning- ana sé ramvitlaust þýtt. Svo koma klausur, sem eiga að vera þýddar úr Hkr., og sfðan skýring- ar „Free Press-inga“ með vana- lega sannleiks-keimnum á sér. þumlunga breiða planka, plastur og | gips, þá verð ég að álíta að honum j skjótist þar stórlega. Heldur annars ekki ritstjóri Lög- bergs, að þessir plankar, plastrið j og gipsið mundi taka sig vel út í j miklum jarðskjálftum og stórviðr- j um, sem hvorttveggja er títt heima á Islandi? HelduKu ekki að þessi þrenning tæki sig vel út, þegar svo- leiðis náttúru-afbrigði væru nyaf- j staðin, þvf ekki er að efast um frá- j ganginn ? Eg vil ráðleggja hr. ritstj. Lög-! bergs að fara, heim til íslands og j skyma þar dálítið 1 kring um sig í, björtu áður en hann kemur með! fleiri slfkar staðhæfingar og þessa j um húseignir íslendinga. Náttúrlegaer heila bullið slúð- ur og ranghermi, og svertir Mr. B. L. B. ekki nokkuð hjá þeim sem skyn bera á málin og ís- lenzku og ensku skilja. En hitt er meira vert um Manga garminn, hvernig náttúran eðlast fljótlega við ótuktarskapinn ef tækifæri gefst. Strax og hann veit að Mr. B. L. B. er hvergi nálægt, laumast hann að honum. Þetta er gamla aðferðin hans og hana munu margir. kannast við. Virði hana hana hver eftir velþóknunan sinni. Mr. B. L. Baldwinson er maður fær fyrir Manga, ef sóknin er liafin að framan. Asnaleg staðhæfiDg Asnaleg staðhæfing er það sem ritst. Lögbergs gerir í 38. nr. blaðs- ins þ. á., þar sem hann segir að f- búðarhús hr. J. J.Vopna sé stærsta og vandaðasta íbúðarhús, sem ís- lendingar eigi bæði austanhafs og vestan, hvað svo sem ég eða aðrir segi um það, og hvort sem það í raun og sannleika er svo eða ekki. Hann segir enn fremur, að svo standi á með hús þau, er ég mintist á f 49. nr. Heimskringlu, að þau séu öll verzlunarhús og hótel. Eg sagði í 49. nr. Heimskringlu, að það væri ranghermi, að hús hr. J. J.Vopna væri stærsta og vand- aðasta hús, er Islendingar ættu; en nú ætla ég að segja, að þetta sé al- ger lýgi, og eins er hitt missögn, að það séu alt hótel og verzlunar- hús, sem ég hefi áður talað um. í húsi M. Kristjánssonar og Sigtrygs Jóhannessonar er alls ekki verzlað með neitt og ekki heldur veitt. Og hvað stærð snertir á húsi hr. J. J. Vopna, þá eru ekki að eins fbúðar- hús heima stærri, heldur margir tugir húsa. Það ersagt, að hús hr. J.J.Vopna kosti 10 þúsund dollars, og er það ekki meira en 37 þús. og 50 krónnr og er þó ekki rétt að reikna verð- mæti þess á þann veg, þvf mér skilst, að heima megi byggja hús fyrir 12 þús. kr. jafnstórt og vandað og hér fyrir47 þúsund dollara. Vel má vera að þetta sé ekki rétt en nærri mun það fara. En nú skul- um við reikna verðmæti húss hr. J(’ J. Vopaa f krónutali og segja það kosti 37 þús. og 50 kr., og skal ég f sambandi við það benda ritstjóra Lögbergs á íbúðarhús þeirra Jóns Sveinssonar í Reykjavfk og Péturs Þorsteinssonar á Bíldudal, er kosta hvert 75 þús. krónur, og er ekkert gert með annað en búið í af eig- endum þeirra. Hvað segir hin sannleikselskandi ritstjórn Lög- bergs um það? Heldur hún ekki að íbúðarhús lir. J. J. Vopna sé stærra. og vandaðra en þessi hús, þrátt fyrir það þótt það kosti að eins 37 þús. og 50 ícr., en hin 75 þúsund hvort, eða réttum helmingi rninna? Ef að ritstj. Lögbergs álftur ekk- ert annað efni til vera, sem gerir hús dýr og vönduð, aDnað en 3. WinaipeK I. okt. 1904 Agvst Eivnrssoti Dánarfregn Dáin er húsfreyja Margrét Jóns- dóttir, kona Jóh. Bjömssonar, póst- afgreiðslumanns við Tindastól P. O. Hún andaðist 10. þ. m. eftir þunga og langvinna sjúkdómslegu. Banamein hennar var sullaveiki. Samkvæmt ósk hennar var verið að flytja hana til sjúkrahússins f Red Deer bæ, en hún lifði ekki til að komast þangað, heldur andaðist skamt frá bænum. Lfkið var flutt til bæjarins, en daginn eftir til baka heim á heimili hinnar látnu. Útför hennar, sem var hin veg- legasta, var ger 13. þ.m. f grafreit bygðarinnar, að viðstöddum flest- um Islendingum, sem lifa í bygð þessari. Sýndi það meðal annars hve vinsæl þau hjón hafa verið meðal bygðarbúa, að menn sóttu til af yztu takmörkum hennar til að heiðra minni hinnar látnu. Margrét sál. var fædd 8. ágúst 1852 að Saurbæ í Kolbeinsdal. Faðir hennar var Jón, sonur Páls Jónssonar, sem lengi bjó í Viðvfk f Skagafiröi, hinn merkasti maður. Jón faðir hennar bjó lengst af sfn- nm búskap á Frostastöðum í Blönduhlfð; munu þeir feðgar hafa verið komnir af hinni alkunnu Hjaltdæla ætt. Móðir Margrétar sál. var Guðrún dóttir Helga frá Keflavfk, Ámasonar frá Fjalli í Sæmundarhlíð. Systkyn hennar munu hafa verið 7, sem lifðu til fullorðins ára, og munu 2 þeirra komin til Ameríku. Til Amerfku fluttist Margrét sál. árið 1883, en giftist eftirlifandi manni sfnum að Eyford í N. Dak, 9. des. 1887. Árið eftir fluttu þau hjón vestur hingað til Alberta, ein af hinum allra elztu landnemum hér og hafa búið hér sfðan góðum, sjálfstæðum búnaði. Margrét sál. var ein af merkustu konum þessarar bygðar, vönduð og trúföst, en fyrirleit alt yfirlæti og hégómaskap; hún var búsumsýslu kona hin mesta, og mátti ætfð sjá á heimili þeirra hjóna, að þar bjó þriön og umhyggjusöm kona, ekki síður en duglegur og framkvæmd- arsamurbóndi. Hún lætur eftir sig 2 börn, stúlku 15 ára og pilt 13 ára. Minning hinnar látnu lifir heiðri og virðingu hjá bygðarbú um. J. J. H Sjúkdómar Þessir sjúkdómar stafa f rá. skemdri lifur: Skóf á tungunni, höfuðverkur og flugstingir í höfði, teppa í innýflum, velgja á móti fæðu, ógleði og velgjuköst, upp- þemdur magi og þyngsli f maga, gulur og guljarpur andlitslitur, amasemi og kvfði á geðsmunum, HINN AQŒTI ‘T. L.’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY i Thos. læe, eignndi, WINNIPEG. ■Msro DEPARTMENT OF AGRICULTURE AND IMMIGRATION MANITOBA með járnbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma landafurðum sfnum til markaðar, bfður óviðjafnanlega hagn- aðarkosti öllum þeim sem verja fé sfnu í fylkinu. Fylkisstjórnarlönd eru ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6 00 hver ekra. Ræktuð búlönd f öllum lilutum fylkisins fást keypt fyrir $10.00 til $40.00 hver ekra. Þessi lönd fara árlega hækkandi í verði. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR Hyggilegasta aðferðin fyrir þá, sem koma til Manitoba með þeim ásetningi að fá sér búlönd, er að vera nokkra daga f Winnipegog kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan- leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd. Til eru liéruð, sem liafa verið bygð um margra ára tíma, þar sem enn má fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. Sum af löndum þessum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl- um tilkostnaði, og sem hafa eins mikla frjósemi til, að bera og þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að setja sig niður á þau. Til eru fylkisstjórnarlönd og rlkisstjórnarlönd og járn- brautarlönd, sem enn eru fáanleg. Verðið er mismunandi. Frá $3.00 til $40.00 ekran. Verð- ið fer eftir afstöðu landanna og f tilliti til timburs, vatns, járn- brauta og kauptúna, er á þeim eru eða í grend við þau. Allar upplýsingar um heimilisréttarlönd fást á Dominion Land skrifstofunni. Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd fást á Þinghúsinu. Upplýsingar um C.P.R. og C.N.R. járnbrautalönd fást á skrifstofum þessara brautafélaga. Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra manna. Upplýsingar um atvinnu gefur J. «X. GOLDEAI, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg geðvonzka og reiðigirni, gulur litur á augnahvftunni, óeðlilega mikið þvag með breytilegum litum, í- hlaup og sárindi (verkir) aftan f herðunum, hitakiist með öskulituð- um hörundslit, ásamt fleiru og fl. Hver sú manneskja, sem finnur til verkjar undir herðablöðum, ólystar, velgju, vanstillingar á geðsmunum og flugverkja í liöfði, er hætt kom- in, ef liún leitar sér ekki lækninga í tíma. Einn af inerkustu heilsufræðing- um, sem uppi hefir verið, hélt því fram, að sá maður sem hefði ó- skemda lifur, gæti ekki fengið far- aldsóttir eða smittandi sjúkdóma, og hefir það æ komið betur og bet- ur í ljós, að álit hans er nær þvf undantekningarlaust rétt og satt. Það er hlutverk lifrarinnar að leggja smiðshöggið á að breyta fieðunni 1 blóð. Sé húnósjúkog í góðu á- standi gerir hún það trúlega. Sé hún spilt og sjúk getur hún ekki gert það, og fara þá ýmsar óhollar og eitraðar tegundir úr fæðunni út f blóðið og úr þvf út um lfkamann. Þær verða annaðtveggja, að grafa út úr honum eða að setjast að. Setjist þær að, þá valda þær sjúk- dómum og dauða að endingu. Til þess að halda lifrinni heil- brigðri og f góðu ástandi eru engin meðöl bet'i en “ L. E.” meðöl Dr. Eldreds. Þau eru líka sannreynd að þvf, að lækna lifrar sjúkdóma betur en öll önnur meðöl, sem þekt eru. Sendið $1.00 (að eins dollar) til Kr. Ásg. Benediktssonar, 372 Toronto st., Winnipeg, og fáið lifr- arveikis meðöl frá honum. Þið munið fljótt sannfærast um ágæti þeirra meðala, þegar þið hafið reynt þau. Bústaður Heimskkinglu er sem stendur að 727 Sherbrooke St. MfíRKET HQTEL 1411 PRINCESS ST. A móti nutrkaónum P. O. CONNEI.I., eigandt. WINNIPEG Beztu tnií'.ind i «f vf föngnm og vindl- um, aöiilyunjuj, (tóö 0g húsiö endur- b<ett og uppbú d að nýju DOJVHNION HOTEL <'ar«,oll A .Hpence, Eigendur Æskja viöskipta íslendinffa, gristinff ódýr svefnherberKi,—éffætar máltföar. Þetta H< er gen«:t City Hall, hefir bestu * lfftn« og Vio peir sem kanpa rnm. þurfa ekki nauösynl aö kaupa méltíöar, sem eru seldar sérstakai DISG DRILLS Nú er tímuiu t 1 sumarplergmga. Og HveisveguK skylduö þér þá ekki fá JOHN OEERÉ eða áioliue plóg og spara yður óparfa þreytugaug ? Sé land yðar mjög iímkent, þá gefst JOHN DEERE Disc Plógur bezt. Þeir eru léttir og h«glega uotaðir og rteta eins breitt. far og hveijum þóknast og eru hinir beztu í snúuingum. Það eru beztu plógariur, sem nú era á markaðnum. C. Drummond-Hay, IMPLEMENTS & CARRIACES, BELMONT ~M~ ATSþ Bonnar& Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjaror 494 Hain 8t, • - - Winiipcg, R A. BONNKR. T. L. HARTLJIV.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.