Heimskringla - 03.11.1904, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.11.1904, Blaðsíða 1
?????????????????????????? ? ? ? ? ? ? ? ? T. THOMAS Islenzkur KaupmaOur aelur alskonar matvöru, gler og klæðavöru afar-ódýrt gegn borg- ud út í hönd. 537 Eliice Ave. Phone 2620 * ? ?????????????????????????? ?????????????????????????? ? ? ? T. THOMAS, KAUPMABLR ? ? umboossali fyrir ýms verzlunarfélðg ? ? í Wmnipeg og Austurfyikjunum, af- greiðir alskonar pantanir lslendinga nr iiýlendunum. |K'im aö kostnaöar- ? lausu. Skrifto ef'tir upplýgingum til £ 5S7 Ellice Ave. - - - Winniþeg J ? ? ?????????????????????????? XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 3. NÓVEMBER 1904 Nr. 4 Arni Eggertsson 671 ROSS AVENUE Phone 3033. WinnipeR. Kæru skiftavinir! Nu er tfminn til f>ess að kaupa lot til pess að byggja á í vor, eða selja aftur í vor. Eftir kosning- arnar hetir fólk meiri tfma til þess að kaupa og er alveg vfst að lot stíga þá í verði. Lot á Purby St. fyrir $20 fetið Lot á Victor St. ' -fóOO lotið Lot k Beverly St. " $9 fetið Lot á Simcoe St. " $9 " (það er mjög lágt) Lot á Pacific Ave. $500 lotið Lot á Ross Av., $500 lotið Lot k William Ave., $350 lotið Ég hefi peninga að lána fyrfr 6V2 per cent og upp. Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Elk Telephoue 3364 Fregnsafn. Markverðustu viðburðir bvaðanæfa. Þann 30.—Japanar berjast bæði við landher Rússa og gera áhlaup enn þá einu sinni á Port Arthur. Næstu daga buist við stærri land- orustu, en nokkuru sinni áður. Alt bendir á að yfirleitt gangi Japönum betur þessa dagana. Islenzk erabættismannaefni Greiðið atkvæði með W. Sanford Evans og þjóðeign járnbrauta! STRÍÐS-FRÉTTIR Þann 25. — Engar markverðar fréttir. Þann 26:—Rússar setja upp her- virki og vígfíirðingar kringum sig f óða önn. Veturinn er að ganga f garð Þar eystra. Fyrsta frostnótt aðfaranótt þ. 26. og steig óvanalesía hátt í byrjun. Orðrómur er á, að Rússar hafi keypt sjóflotann af Chilimönnum, í Suður-Amerfku, og ætla þeir að sameina hann við flota sinn, sem nu er k leiðinni til Port Arthur. Þær fréttir koma fra Chefoo í dag, að þangað sé nýkomin flutn- ingssnekkja frá Antung, þorpi upp með Yalu fljótinu, að átta geymslu- búðir Japana séu nýlega brunnar til kaldra kola. Iþeim áttu Japan- ar ógrynni af matvælum, klæðnaðj og skotfærum, og herfangi, sem þeir höfðu náð frá Rússum. Oðum mönnum er kent um brennu þessa. Tveir embættismenn, sem gæta áttu þessara geymslubúra, drápu sig tafarlaust, þegarþeir sánbrenn- una. Þetta er talið stórfelt tjón fyrir Japana. Þann 27.—Mælt að Rússar og Japanar heyji grimma orustu við Shakhe fljóttð, suður frá Mukden. Japanar hafa náð þar smáþorpi, er Jerdagan heitir. Rússum gengur miður og hörfa í áttina til Mukden. Japanar tóku breskt flutningsskip um daginn, hlaðið korni og grip- um, en hafa nú látið það laust aft- ur, eftir þjark og þauf við Breta. I morgun (27.) kom út sá boð- skapur f Pétursborg, að hershíifð- ingi Kuropatkin sé útnefndur æðsti herforíngi yfir rússneska hernum í Asfu. Mælt að Japanar þurfi að hafa 20,000 varðmenn f Koreu i vetur til að lfta eftir friði þar innbyrðis. Þann 28.- Litlarog óljósar frétt- ir. Japönum veitir óefað betur í Þessari orustu, enn sem komið er. Þann 29.—Jöpunum gengur bet- us og hrekja Rússa, samt engir Þýðingarmiklir viðburdir frá við- skiftum þeirra. Rússakeisari hefir kallað Alexieff jarl heim úr Manchuria. Hann leggur af stað frá Harbin áleiðis til Pétursborgar í dag. I s 1 e n z k embættismannaefni í Norður Dakota eru þessir: Magnús Brynjólfsson ríkislög- vari, sótti um sama starf, og hlaut það gagnsóknarlaust. Sveinn Thorwaldsson sækir um yfirskoðunarmans-embætti í Pem- bina héraði. Páll Johnson, (Jrihanson?) er útnefndur af Demókrötum sem þiiigmanns-efni þeirra í vestur Pembina-kjördæmi. Eggert Erlendsson er útnefnd- ur af Republikum til að sækja um yfirskoðuarmans-embætti f Walsh héraði. Joseph Walters er úinefndur af Republikum, þingmansefni fyrir vestur Petnbina-kjördæmi. Allir mennirnir eru efnilegir fyr- ir þær stöður sem þeir sækja um, og vonandi að þeim auðnist að ná þeim. Það er heiður fyrir Isl. fyrr og síðar. Loftsigling var reynd f St. Louis 25. f. m., af Thomas S. Baldwin, frá San Francisco. Loftbátur hans heitir "Örin". Hún fór 10 mílur og sigldi yfir Mississippi fljótið. Margar þúsuudir fólks horfðu á loftfarið, þegar það sveif í loftinu uppi yfir synin^argörðunum og að- alstöðvum verzlana og viðskifta í St. Louis. Vindur var talsverður en formaður loftbátsins virtist geta siglt viðstöðulaust bæði móti hon- um og á hlið við hann. — Rússar eru seinir til svara við Englendinga fyrir óskunda þann sem rússneski flotinn gerði fiskibátum Englendinga í Norður- sjónum. Heimurinn stendur á öndinni út af óvissu um endalok á því máli. — Flotaforingi Rojestvensky segir að hann hafi skotið í sjálfs- víirn á fiski-trollara Englendinjía, og íikærir fiskiskipaflotann fyrir að hafa hulið á milli sín japanskan sprengibát, Hann kveðst hafa hlýft fiskiskipunum að svo miklu leyti sér liafi verið unt. Saga hans þykir ósennileg og ekki líkleg að 'stilla til friðar með Englendingum og Rússum. — Sfðan í vetur, að England heimtaði að sjóflota Rússa væri ekki leyft að fara út um Dardan- ellu sundið. hafa Norðuráhu þjrtð- irnar verið að þreskja um það mál á. milli sfn og standa nú þannig með og móti málinu: Þjóðverjar, segja sér sé sama, hvort flotinn færi eða ekki. Austurrfki einlægt sama. Hafið sundið annaðhvort opið fyrir alla, eða lokað fyrir öll- um. Frakkar vilja leyfa flotanum útsiglingu. Italir eru öákveðnir og reyka k baðar hliðar. Þennan svipinn virðast þeir fallast á kröfu Englendinga. Lfk gamla Paul Krugers fyrver- andi forseti í Transvaal, var grafið upp 31 f. m., og flutt til Rotter- dam, áleiðis til Suður Afrfku- Hann dó f Júlí mánuði sl., eins og «ðar hefir verið getið um. Skipið heitir Botavier sem flytur líkið. Wilhelmina drottning sendi sex skrúð krossa á kistuna. Sfðustu óskir þessa mikla manns eru að uppfyllast, að mega bera beinin í Suður Afríku. Mr. Kichard Harding Davis, fregnriti fyrir Colliers Weekly, í New York, eitt af stærstu viku- blöðum í Bandarfkjunum, var staddur í Winnipeg rótt nýlega; ft ferð heim til sfn. Hann kom beint frá Japan, ásamt mörgum fleiri fregnritum, sem þar hafa dvalið sfðan austræna stríðið byrj- jaði. Allir voru þessir fregnritar að halda heimleiðis, saddir ver- unnar meðal Japana. Mr. Davis er einn hinn nafnkendasti fretín- riti í Bandarlkj'unum, og sérlega áreiðanlegur f frásögn sinni. Hann skýrði frá, að þessi flokkur fregnrita hefði fylgt eftir japönsk- um hermönnum. en voru nú heim að hverfa vegna þess, að illmögu- legt og f flestum tilfellum alger- lega ómögulegt væri að koma réttum hraðfréttum til blaðanna gegnum Japana. Hann kvað það vera ¦ í öllum greiuum ó- mögulegt að trúa Japðnum til eins eða annars, hve fagurt sem þeir lofuðu. Þeirra skapferli er að vera mjúkur á manninn, herma alt eftir, sem þeir sæu og heyrðu, láta enga vita um hvað þeir liugsuðu, og ætluðu, og reyna að hagnýta sér það k einhvern hátt, og hika sér ekki angnablik við að ganga k orð og gerðir, ef þeir hafa von um hagnað af því sjálfir. Um endalok strfðsins kvað hann sér ómögulegt að segja nokkuð ákveðið, vegna þess, að þeir menn sem væru þar eystra vissu ef til vill minna. en þeir sem s»tu í öðrum heimsálfum. Við lýðbrautina Arið 1904, 8. nóvember, vorn kosningar f Canada. Spursmalið milli flokkanna var: Conservativar vildu lýðbraut, en Laurier-stjórnin G. T. P. braut, og gefa til þess um 150 millfónir dollara til utanríkis félags. Conservativar voru kjörnir af þjóðinni með miklum yfirburð- um. Þeir og stjórn þeirra bygðu lýðbraut, eða járnbraut, sem þjóðin í Canada á, stjórnar og ræður í smáu og stóru. Atta ár eru liðin frá þessum stór- viðburði þjóðarinnar í Canada. Fregnriti frá blaði f Norðuráli'unni stendur & lýðbrautarstöðinni f Winnipeg. Sá bœr er orðinn stór bær, með 175,000 íbúa eða meira. Brautarstöðin er nýbygð, 8 loftuð, og hin nyasta í sniðum. Fyrsta farþegjalestin kemur vestur til Winnipeg, sem gengur rakleitt frá hafi til hafs. Múgur og margmenni er samansafnað á brautarstöðina, að sjá lýðlestina bruna inn á stöð- ina. Leiðtogar Conservativa úr Austurfylkjunum eru væntanlegir með henni. Þarna undir ljósunum standa um 30 þúsundir manna. Það er haustkveld, stilt, fagurt, stjö'rnurfkt og glaðatunglsljós. Ijm 8,000 Islendingar eru í Winnipeg- borg. Fullur þriðjungur þeirra stendur og bfður eftir f'yrstu lest 1/ðbrautarinnar, lestarinnar, sem innsiglar og helgar minningu Con- st^rvativa í Canada, og er uppi með- an heimur byggist. Lýðbrauta- stefnan er þeirra sigurmerki, braut- arbyggingin er kóróna starfsemi þeirra. Islendingar halda enn þá að mestu leyti höpinn sér. Þar ma sjá fremsta f broddi fylkingar marga, góða menn, sem stóðu með Heimskringlu og Conservativa- flokknum gegn um þykt og þunt, og þokuðust aldrei, frekar en klett- ur í hafinu, þó öll blöð, sem kalla sig kyrkjuleg og versleg, söfnuðust að þeim og ritstjóra Heimskringlu 02; æptu að þeim og gengu ber- serksgang, sátu þeir glottandi og gugnuðu hvergi, en héldu þráð- beinu í þjöðmálum. — Þar stóðu þ.-ir og margir aðrir Agætis Islend- ingar, sem fylgt höfðu þeim að málum í eldraunum og steyypiflóði kosninganna, og sem heima áttu bœði fjarr og nær. Menn, sem voru dyggustu fósturjarðarvinir og úrvalsborgarar, og elskuðu þó engu að sfður og hlyntu að föðurlandinu — Islandi langt austur í úthöfum Þráin, eftirvæntingin, tilhlökkun- in var mikil. En stilling og stað- festa hvíldi fast yfir öllum. Það var gaman að sjá eigin eign, vel- bygða járnbraut & nýjasta og traustasta hátt, sem ljómandi ný- mc>ðins lestir flugu eftir, og vita og geta bent á: Þetta er lýðbrautin okkar Canadamanna. Hver hefir gert betur á átta árum? Staðurinn er uppljómaður með öllum ljósalitum, sem upphugsan- legir eru. Veifur og fánar blakta upp a burstum, turnum og spfrum, þar hálfrökkrið heldur þing um við ljósadýrðina. Máninn, stór og eir- rauður, er nýlega stiginn upp fyrir sj'indeildarhringinn og þrammar ti vesturs. Stjörnurnar glóa og glitra, og sýnist leika á ljósbylgj- um í dökkbláu hvelfinu Lítill and- vári klappará kinn,kominn úrsuð- austur átt. — Loftið er þrungið eftirvæntingu, óumræðilegri gleði og sjálfstrausti,og meðvitundin um aj vera ein hin fremsta, starfsam- asta og ötullegasta þj'óð og fólk í heimi, fer sem titrandi ánægjutil- finning gegn um hvert einasta gott mannshjarta. Ekkert er dýrðlegra fyrir mannshjartað en sigurinn. Allir, sem þarna voru, vissu að þeir höfðu sigrað, sigrað fullkomlega og frjálslega. Sigrað sem menn, sigr- að sem Þjóð, þótt eldurinn væri ægilegur, logheitur og steikjandi, sem þjóðin varð að kafa, gegn um f jendur lýðs og lands þann 3. nóv- ember 1904. Þrautin var unnin, sigurinn fenginn, þjóðin f Canada stóð framar í augum annara þj'óða, en hana hafði nokkurntfmadreymt um sjftlfa. Blásandi, snöktandi, kvæsandi og blfstrandi hljóð heyrðist austur við Rauðará. Lestin kemur, kem- ur! Brautarmennirnir fara að veifa merkiljósunum við brautina, lestin færist nær — nær — hún kemur léttilega inn á stöðina, blæs híítt og snökt um leið og hún lagðist á stöðvarnar. Hún er hin tignarleg- asta til að sj'á og býður öll þægindi, sem hægt er að hugsa sér. Þjóðin á hana, stjórnar henni og notar hana, þessa lýðbraut. Fólk skoðar hana í krók og kring og þykir mik- ið um vert frá því, sem áður var. Það á brautina, útbúnaðinn, alt er betra, fallegra, skemtilegra og ó- dýrara, en nokkru sinni hafði sest eða þekst áður. Það ræður far- gjöldum og flutningsgjöldum. Nú fer það fyrir 2c á míluna, sem hjá Greenway og Laurier kostaði 3y2 —4c. Mennirnir, sem vinna & lestunnm og brautinni, eru þj'ónar fólksins, kurteisir og leiðbeinandi, f staðinn fyrir, að járnbrautarþjón- ar fyrrum voru hortugir og hroka- fullir og liðamótalausir, af því þeir unnu fyrir félögin, en ekki þjóðina. Alt er hið ánægjulegasta og sólskin PIANOS og ORGANS. HeÍntKinan »V €0 IMiiiium.-----Bell 4»rgel. Vér spljum með mánadarafbortmnarskilmálmn. J. J. H McLEAN &. CO. LTD. 5 30 MAIN St. WINNIPEG. NEW YORK LIFE JOHN A. McCaLL, president Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á. árinu 1903 hefir það cefið út 170 þús. lífsábyrBðarskírteini fyrir að upphasð $326. miliónir doll. Á sama ári borfraði fél. 5,300 dádarkröfnr að upphœd yfir 16 miliónir doll., og til lifandi meðlima bf>rgaði það fyrir útborgað- Aarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið 832 þús. meðlimum út á »ífsabyrgðarskírteini þeirra nær því 13 miliónir dollars. Einni« heör félagið skift á mílli raedlima sinna á Síðustl ári 5$ mlión dsll. í vext: af ábyrsðum þeirra í því. sem er $1,250.000 meiraen borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lífsabyrgðir í Kildi hafa aukistá síðastl. ári um 191 niillionír !>oll>ii» Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voruHíl,745 milionir Allareitcnir félaaisins eru yfir ......3.»"ÍJ million UollaiM. C OlafHon. .1. «. Morgait. Manager, AGENT. GRAIN BXCHANGB BCILDING, "W I 35sT ^ST I ^ E G-. l framfara og geislaroði framtfðar innar og virkilegleikans stafa hátt um loft. Nú snýr fregnritinn spaugilega við blaðinu, f enda þessarar mark- verðu fréttagreinar sinnar: Þegar lýðlestin hefir dvalið nokk ura stund k stöðinni og gleðilætin óma hæzt í loftinu, þá er manni litið til austurs, við lítínn gný sem berst til eyrna fólksins. Menn sjá fáránlega undra s/n. Tvær, þrj-ir hryglu - þrungnar raddir hrópa: "Grand Trunk Pacific braut Lib- erala! Laurier-brautin! Sko, sko!" Á hliðarstfg utan við brautina kem- ur hundalest, sem dregur hjólbörur aftan í sér. Akdýrin eru þreytuleg og megringsleg álits. Fyrstu hjól- börurnar dregur gráflekkóttur, gámslegur rakki. Hann er tryll- ingslegur, og manni getur dottið í hug, að hann væri betur kominn á vitlausra h. spftalann, en hafður f ferðalagi. Út úr fyrstu börunum stfgur ritstjóri Lögbergs og Bole. Fíieinar raddir reyna að æpa Grand Trunk, Bole, Laurier! Allir lýð- brautamenn hrista höfuðin með fyrirlitningu, samt blandaðri með- aumkun, yfir fádæmum þessara grænlensku flutningsfæra. Einar 2 kúgildistölur af Liberölum skriðu upp úr hjólbörulestinni. Og hrifnir af framförunum og hrifnir af sj'ón sinna eigin verka, tekur Mangi of- an og kyrj'ar upp sálminn þann arna úr Nýj'u sálmabókinni hans Gunn- steins, er Lögberg inti frá um dag- inn: l-Guð Laurier, vör göfgum þig; Grand Trunk vér höfum feng- ið". Lögreglan annast um þá, sem hávaðanum valda, eins og vant er. — í þessum svifunum verðurmanni litið vestur með brautinni, og sér Freyju litlu aka sér á torfuhnaus úti í svo litum leirpolli og hefir stungið höfðinu á Puttee undir svuntuhaldið. Hún er að sýna samgöngufærin hans Puttee á verkamanna-brautunum í Canada. Konurnar fóru sumar að brosa, að þessum nýmóðins samgöngufærum, og gengu þó ekki út k drekann Putteenaut, til að prófa ferðhrað- ann á honum. Þetta þýddi sam- göngufærin hans Puttee litla. Og Freyja sting: "Tipla ég á torfu- lmaus, torfuhnaus; togið í hann Puttee, Puttee." Margir brostu góðmótlega að litlu telpunni, þar sem hún var að leika framan í fólkinu. Alt f einu heyrði maður svo lftið grátitlings unga tfst uppi í einni súlunni. Það var svo lftill ungi, með stór augu, svo litið iiðraður á kollinum og vængjunum. Augun s/ndust ætla að hlaupa út úr höfð. inu, því hann var svo fjörugur. Hann hossaðist upp &r. fíignuði, og tfsti, tísti og var að lofa lýðbraut- ina, og sagðist nfi vera með Con- servativum, sem frelsað hefðu Can- ada úr klónum á Laurier-stjórninni og útlendu auðfélagi. Nú væri hann farinn að sjá, og bráðum gæti hann flogið með íestum lýðbrautar- innar aftur og fram um landið, og vildi allar sínar fugla-vinsenidir þar við leggja Það var gaman að sjá áfergið f litla unganum. Hann var svo glaður og ákveðinn f ætlun- arverki sínu í þjóðþarfirnar. Það var ei fyrr enn morgunsólin syeipaði sundur eldrauðum morg- unroðanum um loft og láð, að fólk hélt heimleiði8 frá þessum d/rð- lega viðburði. Og aldrei hefir nokkur þjóð sofnað værara og dreymt betur, en Canadaþjóðina þessa morgunstund, þegar þrek- virki og pjóðeign runnu saman í eitt f Canada, og nótt og dagur frelsis og framfara féllust í arma. Fært í letur af K. Asg. Benediktsson Kjósendurl Greiðið atkvæði með þjóð- eign járnbrauta! Veljið þ e s s a me nn fyrir íulltrúa yðar: Kjördœmi PinsrmaHnsefni Marquette.........Dr. Roche Souris.........Dr. Schaffner Provencher.....Hr. Lariviere Macdonald.......Hr. Staples Portage la Prairie___N. Boyd Dauphin......Glen Campbell Selkirk.......W.W. Coleman Brandon.....R. L. Richardson Winnipeg.....Sanford Evans Lisgar.........W. H. Sharpe

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.