Heimskringla - 10.11.1904, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.11.1904, Blaðsíða 1
?????????????????????????? ? ? ? ? ? T. THOMAS Islenzkur kaupmaOur selur alskonar matvöru, ffler og klæöavöru afar-ódýrt gegn borg- uu út í hönd. 537 Eiiice Ave. Phone 2620 ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?????????????????????????? ?????????????????????????? ? ? ? T. THOMAS, KADPMABCR ? umboossali fyrir ýms verzlunarfélög 1 Winnipeg og Austurfylkjunum, af- greiOir alskonarpantanir Islondinga úr nýlendunnm, peim aö kostnaðar- lausu, tíkrifiöeftir upplýsingum til 537 Ellioe Ave. Winniþeg ? ? ? ? ? ?????????????????????????? XIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA 10. NÓVEMBER 1904 Nr. 5 Arai Eagertsson 671 ROSS AVENUE Phone 3033. Winnipeg. Kæru skiftavinir! Nú er tfminn til þess að kaupa lot til pess að byggja á í vor, eða selja aftur í vor. Eftir kosning- arnar hefir fölk meiri tfma til þess að kaupa og er alveg víst að lot stíga þá i verði. Lot á Furby St. fyrir $20 fetið Lot á Victor St. ' $300 lotið Lot á Beverly St. " $9 fetið Lot á Simcoe St. " $9 " (það er mjög lágt) Lot á Pacific Ave. $500 lotið Lot á Ross Av., $500 lotið Lot á William Ave., $350 lotið Ég hefi peninga að lána fyrfr 6V2 per cent og upp. Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Elk Telephone 3364 Fregnsafn. Markverðustu viðbur^ir hvaðanæfa. STRÍÐS-FRETTIR 1. Nóv. Rússar og Japanar halda áfram, bæði áhlaup á Port Arthur og landorustur. Mannfall ógurlegt meðal Japana við Port Arthur. 2. Nóv. Ahlaupin á Port Arthur halda áfram með feykna áknr'a. Stórskotin heyrast alla leið til Chefoo. Rússar í Ohefoo segjast ekkert hafa frétt fra setu- liði Rússa í Port Arthur tvo síð- ustu daga, en þá hafi því liðið vel. Japanar auka af öllum mætti her- lið sitt f>ar. Mælt er að yfir 5000 japanisk lfk liggi óhreifð og ógraf- inn á hæðunum kringum Port Arthur og sum þeirra hafi legið þar yfir tvo mánuði, Loftið er orðið eitrað og pestnæmi svo mikið að undrun sætir. 3. Nóv, I dag er fæðingardag- ur mikadoans sj'álfs. Rússar í og kringum Chefoo eru órólegir og kvíðafullir og geta þó ekkert að- hafst. Staðhæft að Japanar geti ekki unnið Port Arthur með minna manntjóni en 50,000, en það lið hafi |>eir ekki til að kasta á vfg- völlinn. Vörn og útbúnaður Rússa pykir langt um meiri en nokkur hafði hugmynd um. Páfinn spair þvf að guðleg for- sjón hljóti bráðlega að taka f taum- ana. Austurlanda ófriðurinn sé ekkert strfð, engin hernaðar aðferð heldur beint afrain mannsláturs- tfð. Alt sé notað og reynt til að drepasem flesta, bœði óvini ogeig- in liðsmenn. Teljast Japanar pó á undan í mannslátrun, einkum sinna eigin manna. Páfinn hróp- ar á hinnsvonefnda mentaða heim, að skerast f þenna manndrápsleik og 1 da Rússa og Japana hætta strfðinu. Ummerki stríðs og eyðilegg ingar & Shakke völlunum eru hin óttalegustu, sem á nokkrum vfg- velli hafa sést enn þá, Japanar hurfu þar undan, og sýnast enga von hafa um sigur. 4. Nóv. Japanit>kur sjóflota- foringi dæmdur til dauða, og bar- inn í hel með hnútasvipu af bezta vini sínum. Honum var kent um að hann hafi l&tið Rússa vita um útbúnað og ástand Japana þegar Vladevostok-flotinn eyðilagði her- skip Japana: Hitacki og Maru. Hann á að hafa sent Rússum firð- skeyti bæði um þetta og annað. Þó eru engar sannanir fyrir dómi og drápi þessa liðsforingja nema það að bankaíivísun sást hjá honum, er nam $12 pús., og hefjast átti á Russian Chinese bankanum.---- Engar merkar fréttir fra stríðinu í dag. 5. Nóv. Japunum gengur bet ur að sögn, Þeir eiga að hafa nað Wantaihæðum, sem er ein aðal- vfgisvörn utan við Port Arthur, skotið nokkur flutningsskip í kaf og kveikt f einu herskipi Rússa. Má vera að fréttin reynist ósönn. Það fylgir sögunni, að mannfall Japana hafi aldrei verið ægilegra en nú. í kolanámum í Pennsylvania sem Greenwood-náma og Lehi^h Coal and Navigation-félagið á, hef- ir verið eldur sem stöðugt hefir brunnið f sfðastl. 50 ár. Tilraunir hafa verið gerðar til að kæfa hann, en það hefir með öllu mislukkast. Eldur pessi hefir eyðilagt mörg hundruð millíónir tonna af góðum kolum. Hann les sig eftir kola- lögunum. Nú & að kæfa hann og á að verja til þess 1 millfón dala, Það er áætlað, að það taki 2 ár frá þessum tíma þar til búið er að kæfa hann. Eldur þessi er ekki sem vanalegur eldur; hann sést ekki brenna og honnm fyly;ir eng- inn reykur. Upp úr gjötum, hol- um oíí sprungum stfgur brenni- steinsgufa. Brenna þessi er mfirg- hundruð fet niður f j'firðina og er eldhatíð þar engu minna en í mOrg um eldfjíillum sem gjosa. Menn vita að sum kolalögin þar eru 60 feta þykk og kolabyruðirnar af beztu kolategund. Jörðin hefir fallið saman og sokkið niðu'' á mörgum stSðum. Eldu'inn er bú- inn að eyða kolalögunum undan henni svo hún verður að falla nið- ur. Fólk sem b/r þarna nálœgt er dauðhrætt og b/st við að heim- ili þess og land geti þá og þegar sokkið. Eins og kunnugt er fer fram forsetakosning í Bandaríkjunum 8. þ. m. Roosevelt, sem tók við eftir dauða McKinleys, sækir um fosetatignina fyrir Repúblíkana, en Parker dómari er forsetaefni Demókrata. Það hafa bl<'<ðin hér í Canada sagt, að þegar Roosevelt tók við forsetaembættinu hafi hann sýnt að hann ætlaði og vildi brjóta niður ofurvald okurfélaganna. En þegar hatin hafi reynt það um tlma, hvarf hann frá stefnu sinni, og hefir lftið nm það fengist nú í seinni tfð, og nú hafa sumir for- menn einmitt þessara „Trusf' samkunda styrkt Roosevelt, þess vegna er pað talið vfst, að hann og þeir sóu í góðu samkomulagi. Bendir þetta sterklega á að hann vinni f nafni Repúpblíka, þegar Parker dómari, sem er mikilmenni eins og Roosevelt í margan máta byrjaði kosningasóknina, þötti mörgum hann fara óþægileg- um orðum utn Filipseyja-strfðið, og hernaðarhaldið þar syðra. Þetta var illa meðtekið hja mttrgum. Hann vildi að Bandarfkin legði þar minna f sölurnar af fð landsins og herafla. Var þetta óvinveitt, þá þegar. En þegar v»rn og sókn er að enda a milli þessara forseta- efna, sýnist sem Parker dómari hafi allajafna fetað sig upp á við, en Roosevelt þokast ofan á við. En þrátt fyrir það bendir alt á að Par- ker tapi, enda stóðu málin þaiwtig milli flokkanna þegar f byrjun, að Roosevelt var ósigrandi. Hann hafði auðfélögin á bak við sig. Enginn efi er á að hann er mikil menni, en það er ekki j'afnljóst að hann hefir í mörgu, ef ekki flestu, horfið frá þeirri stefnuskrá sem hann myndaði sér þegar í upphafi, Parker er ágætis maður að sögn og hinn heiðvirðasti og stefnufast- ur. Alt bendir á, þrátt fyrir það, að hann verði í minni hluta. Kosniugar eru nýafstaðnar í Nýfundnalandi. Fyrverandi stjórn komst til valda aftur með allmikl- um yfirburðum. Af þvf að Laurierstjórnin komst til valda aftur, þá hefir Ross for- sætisráðherra f Ontario ákveðið að leysa upp þingið þar og ganga óð- ara til kosninga f skjóli Lauriers og Liberala í Canada. Það er betra að grfpa kosningavélaáh(ildin áður en alveg er kulnað f glæðunum. Alt bendir á, að Ross verði stór- kostlega undir, þótt hann og Lau- rier kaupi.atkvæði f tuga þúsunda tal' fyrir peninga þj'óðai innar, er nú hefir gefið sig kaupum og söl- um á vald f pólitfk, af sfðustu kosuingum að dæma Merkile«- raíma«;nsvél Islendingur sýnir nýja upp- götvun í rafmagnsfræði á sýnin gunni í St. Louis Landi vor, herra Hjörtur Thord- arson, rafmagnsfræðingur í Chi- cago, sýnir meðal annars á heims- sýningunni í St. Louis merkilega raf-nagnsvel, er hann hefir sjálfur uppgötvað og látið smfða. Stór- blaðið "The St. Louis Republic' flytur 21. f.m. eftirfylgjandi grein: 1 fíærkveidi fór fram 1 fyrsta sinn opinber sýning á transformer*) þeim, er C.H.Thordarson í Chicago hefir smfðað. Sýningin fór fram úti fyrir aðHl-innganginum a norð- urhiið rafmagnshallarinnar. Uppgötvun þessi var í vikunni sem leið s/nd hinum aðkomnu raf- magnsfræðingum, og var það ein- róma úrskurður þeirra, að hún væri ein af þýðingarmestu uppfundn ingum þessarar tfðar í rafmagns- fræði. Rakinn í loftinu í gærkveldi gerði s/ninguna örðugri viðureign- ar en ella, en hún fer fram aftur f kveld á sama stað, og til þess að almenningur geti betur notið henn- ar, verður rafmagnshíillin og húsin í grend við hanahcifð ímyrkrimeð- an á sýningunni stendur. Þóttekki gætualliráhorfendurnir skilið það, sem sýnt var,varð mönn- um starsýnt á það, einkum meðan á því stóð, að tju feta löngum raf- magnslogum var hleypt gegn um loftið milli rafmagnsþráða frá vél- inni. Prófessor Goldsborough, for- stöð umaður rafmagnsdeildarinnar, sagði í gærkveldi um þessa s^n ingu: "Þessar tilraunir eru.hinar full- komnustu, sem á sfðustu tfð hafa gerðar verið með rafmagnsverk- færum til að senda afl f mikla fjar- lægð. "Sem stendur er afl ekki sent ^engra en 150 mflur og til þess þarf *) Transformer nefnist sú raf magnsvél, er breytir þrýstingarafli rafmagnsstraumsins. Vél sú, sem hér er sagt frá, er merkileg sðkum þess, að hún framleiðir margfalt meira þrýstingarafl í straumnurn, en nokkrar aðrar vélar af því tagi, sem nú eru brúkaðar. Það er svo torvelt að smfða þessháttar vélar, að mönnum hefir ekki tekist það fyr en nú.—Bitstj. þrýsting, er nemur 60,000 volt**) I þessum tilraunum er notað 500,- 000 volt og er það svo mikil þrýst ing, að með henni mætti senda afl í 1,000 mflna fjarlægð eða meir. "Tilraunir þessar vekja mikla eftirtekt meðal rafmagnsfræðinga, vegna þeirrar úrlausnar, sem þær gefa um sending afls með rafmagni í mikla fjarlægð. Þær eru mjög tilkomumiklar og storfengilegar að sjá, og s/na rafmagnsloga 5—10 feta langa" ***) Þær verða s/ndar á hverju kveldi milli kl. 8V*> og 9 og ættu að vekja mikla eftirtekt hjá almenningi." (B. B. J. í Vínlandi). TACOmA, WASH. 30. Okt. 1904. Hra ritstj. Hkr. Af því að engar fréttir af Ta- coma-íslendingum hafa birzt í fslenzku blíiðunum, þá leyfi ég mér að senda Hkr. nokkrar línur. Lftið hefir borið til tfðinda meðal landa hér, enda eru þeir iuj<ig fáir—að eins 8 fjölskyldur— Samt hafa verið haldnar hér nokkr- ar skemtisamkomur, nefnilega: jólatréssamkomur, danssamkomur og brúðkaupsveizlur og hafa verið tvær af þeim sfðastnefndu. Hina fyrstu íslenzku brúðkaapsveizlu héldu þau Mr. O. Ólafsson og Miss Þurfður Christianson á gamlárs- kvöld 1902, þegar þau voru gefin eaman í hjónaband af séra Jónasi A. Sigurðssyni. Aftur 25. Júní 1904 voru þau Mr. Henrik Finson og Miss Ena Macson gefin saman f hjönaband af enskum presti.— Foreldrar brúðarinnar héldu stóra M lu og v;ir skeint sí>r fram íi morgun. Enginn efi er á að löndum hér lfði allvel, og flestir þeirra eru búnir að koma sér upp laglegu m íveruhúsum. Auðvitað er hér skógland mikið og borðviður ódýr. Sumir landar hafa allfallega garða cg er það mikill sparnaður að þurfa ekki að kaupa garðmat. Samt, kæru lesendur, megið þið ekki hugsa, þótt vinna só nóg og kaup gott, að menn raki hér saman pen- ingum f stór hrögur, þvf flest alt er hér dýrara enausturfrá; t. d, eru öll aldini eins dýr og oft dýrari en eystra, og orsakast það af mikl- um útflutningi til útlanda. Eins og ég sagði, þáernóg vinna hér vestur við hafið, og er verzlunin við útiönd aðalorsökin; t. d. var sent á árinu 1903 frá vest- urströnd Bandarfkjanna $5,311. 579bush. af hveiti, $19,251,523 virði í útlendum höfnum, af þessu hveiti var 8,342,520 bush send frá Tacoma og Seattle, Þess ber einn- ig að gæta, að Tacoma hefir lengst hveitivöruhús f heimi og er það 230 fet á lengd. Hingað koma skip frá öllum lðndum að sækja borðvið og má segja að timbur- verzlunin se sterkur hlekkur í framför Washingtonrlkisins, Þeir **) Volt heitir eining sú, sem mælt er með þr/stingarafl raf- magnsstraumsins. Rafmagnsvclar, sem framleiða 500,000 volta þrýst inyarafl og meir en það, hafa lengi verið algengar, en þær eru allar að heita má afllausar, þvf rafmagns- straumur sá, er þær framleiða, er svo lftill, að hans gætir varla Vél þessi er ólík þeim og hefir um 54 hesta afl. Mitstj. ***) Loftið veitir rafmagni svo mikla fyrirstöðu, að til þess að ko'na þvf eitt fet í gegnum loftið þarf miklu meiri straumþrýstingu en þarf til þess að senda það 100 mflnr vegar eftir góðum rafmagns- leiðara, eins og t. d. eyrþræði. Ritstj. PIANOS og ORGANS. HeintKman & €0. Píiiiiom.-----Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafboreunarskilmálutn. J, J. H- McLEAN 8l CO. LTD. 330 MAIN St. WINNIPEG. NEW YORK LIFE IKTSURAIVCE 00. JOHN A. McCALL, president ¦ _____ — Síðasta skýrsla félagsins sýnir ad á arinu 1903 hefir það gefið út 170 þus. Iífsá6yrgdar8kírteini fyrir að upphæð §386. miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphœð yfir 16 miliónir doll., ok til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborKað- áarlifsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sðmuleiðis lanaði félagið $32 þús. meðlimum út á .ífsábyrgdarskírteini þeirra nær þvf 13 miliónir dollars. Einnig hefir félagid skift á milli medlima sinna a Siðastl. ari 5i mlión dsll. í vexti af abyrgðum þeirra í þvi. sem er $1,250.000 tneira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lvfsabyrgðir f gildi hafa aukist á síðastl. ári um |{>1 Iiiillionir UoIIxvm. Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru sl74.» iiiiltoiiir Allareiunir félagsins eru-yfir ......:t5^i millioii Dollartn. C. öl»fson, J. <í. Tlorgnii. Manager, AOENT. ORAIN EXCHANOE BOTLDING, V7I3ST3STIPE G-. sem koma til Tacoma, ættu ekki gleyma að heimsækja St. Pauls- sögunarmylluna, því það er sannar- lega þess virði að sjá öll þau stóru tré sem þar eru söguð niður. Eitt tré var sent héðan til St. Louis heimssýningarinnar, og eftir að það var búið að hola það innan, þá var rúm fyrir skrifborð, stól, stó og l2menn gátu hæglega veriðþar inni. Fiskiveiðar eru hér góðar og borga þær sig æfinlega vel. Lax 8gt-»IltIT soðiv, liiílnr n<r_m>lld -. ur burtu, og þar af leiðandi dýr hér, í stuttu máli, þá er allur fiskur hér dýr, já, jafnvel dýrari en kjöt; mun flestum þykja það mjög ótrú- legt. Tacoma er býsna stór bær op hefir um 75,000 íbúa. Þessir íbú- ar eru af ðllum þjóðum. Eru það æðimörg tungumál sem töluð eru á götum bæjarins. Tacoma hefir margar allfallegar byggingar, svo sem pósthús, borgarhöll, kyrkjur, skóla og verksmiðjur. Má svo segja að Tacoma sé viðurkendur mesti mentabær hér vestra. Hér er hæsta hjólreiðabryggja f heimi. Tacoma hefir stærsta hveitistffelsis verkssæði í Bandaríkjunum og er búið þar til yfir 3,000,000 pund af stffelsi árlega. Tacoma hefir stærstar timburmillur í Bandarfkj- unum, sem sðguðu yfir 10 millfónir feta af borðvið, 75 millíónir af spæni og 25 millfónir fet af „lath' sfðastl. ár. Tacoma hefir breiðarl og fallegri stræti en nokkur annar bær hér vestra og voru hér lagðar um 30 mflur af steypu gangstétt- um 1903. Þá verð óg að eyða nokkrum orðum um náttúrufegurðina hér. Til suðurs frá bænum sjást Cas- cade-fjöllin og Mount Tacoma, 14,444 feta hatt. Til norðurs eru Olympia-fjfillin, en til austure The Puget Sound. Aftur til vest- urs sést ekkert nema skógi vaxnar hæðir. Einkum er hér fallegt á kveldin—að sumrinu til, þegar sólin er að hnfga til viðar og skil- ur loftið eftir eldrautt, svo smntt og smátt fölnar eldrauði liturinn og loftið er ljóslaust eftir þvf sem sólin hverfur, eftir þvf dofnar ljós- rauði liturinn, þar til himininn er dökkblár og Mount Tacoma f fjar- lægðinni lftur út eins og svartur ægilegur risi, sem stendur vakt yf- ir borginni—nöfnu sinni.—Einnig er það þess virði að horfa á alla litbreytinguna, sem verður á firð- inum eftir þvf sem sólin hnígur. ofan fyrir sjóndeildarhringinn og sjá öldurnar veltast þunglyndislega fram úr þokunni og kveða við steinana fyrir neðan Dagsljósið er horfið og engill næturinnar hefir lagt skugga sfna yfir lög og láð, en smátt og smátt týnast stjörnurnar —gleymdu mer ei englanna—fram úr rúminu upp á sjóndeildarhringn um og mæta auganu, úr þúsund millfon mflna fjarlægð senda þær oss sitt blfða endurskin, einn dropa af dýrð, ei d/rðar hafið scr dau4kgt hv. vk-n^" S Tona eru sumarkvöldin hjá okkur í Tacoma, kæru landar. En þá er veturinn aftur þvert á móti sffeldar rigningar, þokur og suð- vestan vindar, t. d. það rigndi 27 daga af Febrfiar 1903. Stundum eru þokurnar svo þykkar að vel mætti sneiða þær niður og hafa þær fyrir morgunverð. Margir eru hér sem kvarta um rigningar, þvf þeir þola ekki bleyturnar. &g fyr- ir mitt leyti finn eins mikið til kuldans hér — þótt varla aldrei snjói—og í Manitoba og er það vegna sagga loftsins hér. Fólk býr sig hér mjög lfkt og eystra -f loðskinskápur ogregnkápur. Land- ar í Manitoba mundu hlægja, ef þeir sæu fólk hér stundum þegar það mætist á bæj'argötunum og tal- ar um hvað óttalega kalt það sé, þegar í raun og veru það er bara svalt. Það ætti að vera í Manitoba þegar þar er 40 stig fyrir neðan zero. Með virðingu. SlGNY M. BORGPJÖRD. Bandaríkja kosaino-ar Óljósar fréttir eru fengnar af þeim, er blað vort fer í pressu, en svo mikið er þó vitanlegt, að Repú- blfka flokkurinn hefir unnið stóran sigur í flestum rfkjum. og að Roose- velt forseti virðist hafa meiri styrk hjá þjóðinni en McKinley sálugi nokkurn tfma hafði. New York, Ohio, Illinois, Mass., N. Dak., S. Dak., Delaware, Conn., eru öll ein- dregið repúblikan, en Arkansas, Georgia og máske Texas eru demó- kratisk. Alt bendir til, að Repú- blíkar láti greipar sópa um Banda- ríkin við þessar kosningar. Ég bið þá að muna, sem senda mér meðalapantanir, að taka það fram hvaða Express OfBce er næst þeim. Meðöl fást ekki send með pósti, sem eru í glösum. Þeir, sem hafa sent mér pantanir og ekki hafa greint frá Express Oflice sínu, geri svo vel að senda mér póstspjald og nafngreina það. K. Aso. Benediktsson 372 Toronto St., Wmnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.