Heimskringla - 10.11.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.11.1904, Blaðsíða 2
HEIMBKRlNtíLA 10. NÓVEMBER 1904. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Publish- iug Company Verö blaðsins 1 Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgaö). Senttil lslands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Registered Letter éöa Express Money Order. Bankaávfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winaipeg P. O. BOX 110. Canada dæmt í hendur erlends auðfélags 3. nóvember af meiri hluta pjóðarinnar. Ekkert tækifæri fyrir pjóðina í Canada að eiga pjóðeigna brautir í næstu sextíu ár. Illa að verið! Laurier-stjórnin verður ekki bú- in að byggja mikið af Grand Trunk Pacific brautinni um næstu kosningar. Hún parf að hafa hana fyrir agn handa heimskingjunum í Canada, eins og St. Andrews strengina. Conservativar hafa unnið frægan sigur í Canada í Jæssum kosning- um. Þeir hafa unnið eins og pjóð- ræknum og heiðarlegum borgurum sæmir. Með ððrum orðum, þeir halda mannorði sínu með heiðri og sóma. Þeir hafa tapað við kosn- ingaborðin á því þjóðmáli, sem sanngirni krefst að hefði átt að vera útkljáð samkvæmt stefnu þeirra og framtíðar hagsmunum þjóðarinnárr Kosningarnar hvorki um skömm né heiður, bara að þeir fai mútur og stjómardúsur. Stjómin hafði líka margar • millí- ónir til að ausa í kosningamar. Og stærsta og svartasta kosninga- stryk stjórnarinnar er pað, að beita peningum og mútum við fá- kænasta hluta fólksins, en fjöl- mennasta. En með þvf hangir hún að völdum ennþá. Innflytjendastefna pessarar stjómar hefir verið vegsömuð af Liberölum sjálfum. Reynslan er sú, að hún hefir gert sér meira far um að efla innflytjenda flutning frá austurríkjunum í Norðurálf- unni. Conservatívastjómin gerði sér alt far um að fá enskutalandi fólk inn í landið ásamt Skandin- övum, sem eru viðurkendir dugn aðar og iðjufólk. En eftir því sem fyrst nefndum innflytjendum hefir fjölgað í landinu, eftir því heíir minkað um flutninga frá norður og vestur löndum f Evrópu. T. a. m. komu margfalt fleiri Islending- ar vestur um haf með umboðs mönnum Conservatfva en sfðan Liberalstjórnin kom til valdaj [>rátt fyrir það að hún hefir sent nær J>vf árlega fleiri enn einn og stund- um fleiri en tvo agenta til íslands á sama ári. Það má geta sér til með rökum líka, að J>essi innflytjendastefna Laurierstjómarinnar í innflutn ingamálinu hefir ekki átt lítinn J>átt í þessum kosningaúrslitum. Fólkið í austnrríkjunum f Evrópu J>ekkir ekki nægilega inn í stjórn- arfar eins og enskumælandi fólk og Skandinavar. Enda hafa agent- ar Laurierstjómarinnar ekki látið sitt eftir liggja að espa útlendinga á móti Conservatívum og stefnu þeirra í þjóðmálúm Það hefir auðvitað litla J>/ðingu, að segja fólkinu satt hér í Canada. Það gengst meifla fyrir ginning- um, eins og athæfi þess sýnir gegn um þessar kosningar. -Það fer ekki að verða neinn heiðurs titill, að vera canadiskur borgari, undir J>ví stjórnar-fargani, sem nú á sér atað. Kosninga-úrslitin em þau, að Laurier-stjórnin situr við völdin Greinilegar fréttir era ekki komn- ar, svo hægt sé að segja fyrir vfst, hvað mörg sæti hún hefir fram ýfir Conservativa. Þjóðin í Canada hefir sýnt það, að hún er eigi svo þroskuð að vitsmunum og siðferði, að hún kjósi sér ekki heldur, að járnbraut frá hafi til hafs sé eign útlendinga, en hún byggi, eigi og stjórni þeirri braut sjdf. Það á sér þvf nokkum aldur enn þá, að menta þjóðina svo að hún þekki vitjunartíma sinn. Þjóðin er ung og reikul. Hún samanstendur af ýmsum þjóðbrotum, sem enn |>á era ekki runnin saman f eina þjóð- heild. Það er mjög eðlilegt, að tækifærin séu næg á meðal fjöld- ans til að kaupa þá og ginna í at- kvæðagreiðslu. Enda vita það allir, að Liberalar í þessu landi hafa ætfð gert það meiraog minna. En aldrei hefir athæfi þeirra kom- ist í nokkurn samjöfnuð við það, sem nú er. Það hefir mönnum verið ljóst, að þeir hafa keypt at- kvæði aftur og fram um landið, keypt heil kjördæmi, en nú hafa þeir keypt heilt fylkí í Canada, keypt það með húð og hári. Það er opinbert, þó leyndarmál eigi að vera. Laurier-stjómin stóð lfka vel að vfgi til þess að gera það. Hún hefir rekið úr þjónustu sinni alla þjóna, sem ekki hafa viljað leika með mannorð sitt, á sömu vísu og Liberalar heimta. Hún safnar að sér heilum herskör- um af mönnum, sem eru reiðubún- ir til að aðhafast alt og skeyta Auðvitað fylgir því ætfð nokkur, sem sagt er um úrslit kosninga. En f þessu tilfelli er það deginnm ljósara, að þjóðin f Canada hefir neitað þjóðeign járnbrauta, en val- ið útlenda auðmenn til að eignast og ráða brautinni um ókomna tfma. Sá úrskurður verður þjóð- inni ætfð til minkunar eins lengi og saga Canada verður lesin. Bækur o«; lestur (Framh.). Bækurnar eru dýr- mætustu fjársjóðir manrikynsins. í þeim geymist mannvit og reynslu saga horflnna kynslóða. Þær eru nokkurs konar erfðaskrár manns- andans. En hvernig eru þær hag- nýttar yfirleitt? Það er raunasaga að segja frá þvf. Sagan sýnir og reynslan sannar, að bókvitinu er langtum oflítill gaumur gefinn. Það fer saman hjá öllum þjóðum. Ekki einn af þúsundi hverju hag- nýtir sér gildi þeirra eins mikið og vera ætti. Ekki einn maður af þúsundi, og hjá sumum þjóðum ekki einn af hundrað þúsundum, þekkir til nokkurrar hlýtar bók- mentirþjóðar sinnar. Fjöldinn veit og hefir séð og lesið þessa eða hina merkisbék, en svo er það ekki meira. Þeir eru litlu fróðari um bókina, en kannast við nafn henn- ar. Það hættir svo mörgum við að lesa bækur sér til dægrastyttingar, til þess að eyða tfmanum, en ekki til að brjóta heilann og uppbyggja, æfa skynsemina. Það er þess vegna enga ávexti hægt að sjá hjá þeim, sem lesa bækur lifandi sofandi. Þess vegna verður það skijjanlegt, sem gamla fólkið fann til, að bók- vitið yrði látið í askana, — eða skáldið, sem sagði það í þess orða stað Það viðurkenna allir, að einn maður sé betur lesandi, en annar, og getur þó sá, er verr þykir lesa vera fljúgandi læs sem hinn. En munurinn er innifalinn f því, að sá ervel þykir lesa, hann skilur orð og anda bókarinnar, og snertir með því skilningsfæri áheyrendanna, af því hann hefir svo mikið vald yfir þekkingunni og á myndum þeim og málverkum, sem bókarhöfund- urinn dregur upp á bókmenta svið- inu. Mörg bókin hefir legið svo árum skifti og öldum saman, að enginn hefir veitt henni eftirtekt. Af hverju? Af því enginn hefir skilið hana. Það er algengt, að á meðan þessi og þessi lifir og eyðir allri sinni ævi til. ritstarfa, þykir hann einskis nýtur, og ekki verður þess, að hans sé getið að nokkru góðu. En seinna, þá hann er liðinn, verður hann frægur maður, bæði hjá þjóð sinni og fleirum. Af þessum dæmum er nóg til hjá ís- lendingum og meira og minna hjá öllum þjóðum. — Loks ná þeir í bækur hans og verk, sem *kilja þau, og þeir hafa útþýtt mönnum þau réttmætlega, og þá ferfólk aðskilja og taka eftir höfundinum. Að gefa ráðleggingar um, hvaða bækur eigi helzt að lesa, er ekki þungt. En hitt er annað mál, að ekki nema mjög smár hluti manna fer eftir þeim. Smekkurinn og tilfinningarnar eru óumræðilega mismunandi. Einn hefir mest yndi af þessu og hinn af hinu. Mönn- um er þess vegna óljúft, að lesa það, sem þeim finst ekkert til um. Ungfólk er fjarskalega sólgið í að lesa það, sem í einu orði er kallað skáld<ögur eða “rómanar,” og það jafnvel þó það finni mæta vel.fc)# lesturinn geri lítið annað en ilt eitt. Það verður æst, hættir ekki að lesa fyrr en sagan er búin, fær höfuðverk og döpur augu. Þegar það hugsar um söguna, til þess að skilja hana, þá veit það eiginlega ekki nokkurn hlut. Sögur þessar hljóða um morð, fantastryk, þjófn- að, svik og t <1, og æsa ósjálfrátt taugarog skynsemi þeirra, sem lesa þær, og þeir eru sjálfum sér fjarr um nokkura stund. Þvf er miður, að eftir þessum sögum sækist ungt fólk mest. Alt, sem snertir við tilfinningunum hefir margfalt meira að segja en það, sem er til heilla þekkingu og skynsemi. Það er margra ára reynsla. Miklu holla a væri fyrir Islenzk ung- menni, að stunda lestur fslenzkra bóka. Edda og Fornaldarsög Norðr- landa eru gullnámur fslenzkra bók- menta, og jafnvel allra Norður- landa bókmenta. Þær era fjársjóðir sem aldrei verða uppausnir. Þær sýna drengskapog hreysti, — þann nfðing og fant er á grið gengur Þær sýna lfka það dýrslega ogsvik- samlega f manneðlinu. Málið og stflsmátinn á þeim er fræðigreinar, sem reynslan er komin fyrir, að nú- tfmans menn þurfa ekki að ætla sér að standa á sporði við, nema ef vera skyldi einn eða tveir í seinni tíð, meðal hinnar íslenzku þjóðar. — Næst þeim koma íslendinga- sögurnar, spegill reynslu og hugs- unarháttar þeirra manna, sem Is- land bygðu, bæði sem landnáms- menn og löggjafar. Þar er sá fræðibrunnur, er enginn fær lifað svo lengi, að hann geti uppausið hann. Þær eru óefað þær dýrmæt- ustu bókmentir, sem tH eru f heiminum frá þfeim tíma, sem þær þroskast fc. Þá kemur Sturlunga, ByBkupasögumar, lög og laga- ákvæði; og þá helgimanna ritverk, kvæði, sögur og rfmur. Eftir siða- bótina koma hin andlegu og trú- bragðal. ritverk, Nýja Testamentið og Biblfan, m. fl. Þvf verður sam- ferða kvæði og þulur og rímumar aukast og margfaldast. Gegn um öll ritstörf íslendinga hafa drápur og kvæði fylgt, sumt ágætt, sumt lélegt. Nóg er úr að moða fyr- ir lesfúsan Islending. Enginn giinsti efi er á þvf, að hollara er fyrir íslenzka unglinga, að lesa Fornaldarsögurnar, íslendingasög- urnar, sumar byskupasögumar og helgimanna ritverk af betra tagi, en sökkva sér ofan íhérlenda “róm- ana” lestur, sem hvorki er bók- mentalegur mergur né dáð í. Eins og tekið hefir verið fram áður, þá er fræðslulesturinn miklu óaðgengilegri fyrir þá, sem ekki ganga beina mentabraut, en dægra- styttingar sögurnar. Þar af leið- andi er það ein sú bjartasta og af- farasælasta skoðun, sem fslenzkir foreldrar þurfa að setja sér fyrir markmið, að koma inn hji börnum sfnum, að leggja alúð við íslenzkar bókmentir. Reyna að láta þeim verða vel við Island og Islendinga, þekkja bókmenta gildi íslenzku þjóðarinnar. Um fram alt að kenna þeim Ifka siðferði og borg- aralegar skyldur við það land, sem þau búa í og ætla að eyða ævinni í. Sá borgari, sem þekkir bókmentir tveggja þjóða, kann tvö tungumál, hann er æðri þeím, sem að eins er einhæfur í þessu hvorutveggju. Sfðari tfma bókmentir Islendinga eru eins góðar og hjá nokkun ann- ari þjóð, þá tekið er til greina fólksfjöldi og kringumstæður. Nít- jánda öldin framleiddi ótrúlega miklar og fagrar bókmentir á Is- landi. Á þeirri öld reis upp eitt skáldið öðru auðugra, að hugmynd- um, fegurðar tilfinningum, smekk og málsnild. Sum af þeim skáld- um lifa enn þá í dag. Það þurfa engar þjóðir að minkast sfn fyrir, að eiga aðrar eins leiðarstjöraur á bókmenta himninum, eins og Ben. Gröndal (eldri), Sveinbjörn Egils- son skólastjóra, Bjarna Thoraren- sen, Jónas Hallgrfmsson, Jón Thoroddsen, Matthfas Jochumson, Benedikt Gröndal (magister), Stgr. Thorsteinsson, Hjálmar í Bólu — Jónsson, Kristján Jónsson, Sigurð (Eiríksson) Breiðfjörð, Og hina yngri menn: Gest Pálsson, Hannes Hafstein, Yaldimar Ásmundsson, Þorstein Erlingsson, Einar Bene- diktsson, Einar Hjörleifsson o. fl. og fleiri. Þessir sfðasttöldu eiga óefað flestir eftir að gera miklu meira, enn komið er í ljós. Mörg ung og efnileg skáld eru nú að byrja að birtast í morgunroða tutt- ugustu aldarinnar, og sem verða að teljast með henni, þótt þeir hafi byrjað á sfðustu árum hinnar nft- jándu aldar. Vér eigum líka skáld hér vestan hafs, sem jafnsnjöll era sumum, sem talin hafa verið hér að framan, svo sem St. G. Stephans- son, J. M. Bjarnason, Kristinn Stefánsson, Sigurð J. Jóhannesson (frá Manarskálum) Sig. Júlfus Jóhannesson, Sigurð ísfeld og fleiri Þótt þessi skáld séu mismunandi að skáldskapargildi, þá er það eng- um vafa bundið, að margt er fag- urt og gott, nýtilegt og fróðlegt eftir þá. Það má því fullyrða, að meiri gróði er fyrir unglinga, að lesa það, sem eftir þau liggur, en hérlendar skáldsögur, sem svo eru nefndar. Langt er frá þvf, að því sé hér haldið fram, að enski bók- menta-heimurinn eigi ekki góðar bókmentir. En það sögurasl, sem er mest á almannafæri, og sem fólk fær keypt fyrir lOc og 25c, og sem þvf miður almúginn les mest af, er gagnslaus lestur, svo ekki sé dæmt harðara um hann en það. (Niðurlag næst). K. A. B. Fundarskýrsla. Þriðjudaginn 11. Okt. 1904 var haldinn aukafundur f deild hins Islenzka Bókmentafélags f Kaup- mannahöfn. Mintist forseti þess fyrst látinna heiðursfélaga, pró- fessóranna Niels R. Finsens og W. Fiske, og gat þess næst hverj- ar bækur félagið hefði gefið út þetta ár: Bókmentasögu Islend- inga (1. h.) eftfr þróf. Finn Jóns- son og Landafræðissögu íslands (2.) eftir próf. Þ. Thorvddsson, er þar með væri lokið. Hann lét og þess getið, að stjórn deildarinnar hefði gert ráðstafanir til uð fram- fylgja betur framvegis ákvæðum laganna ( um að birta út- komnar bækur félagsins í blöðum og tímaritum, og krefja þá menn bréflega, sem skulda félaginu, og víkja þeim úr því, ef þeir þrjósk- ast við að greiða tillög sfn (33. gr.). Nú væri tala félagsmanna samkvæmt skýrslunum rúmlega 400, en þar væru margir taldir, sem ýmist hefðu fyrirgert félags- rétti sínum með skuldum eða væru á annan hátt komnir úr félag- inu. Þetta væri nauðsynlegt að leiðrétta. Hann gat þess og að nauðsynlegt væri að reyna að koma á samræmi og festu á staf- setning f bókum félagsius og jafn vel að endurskoða lög þess, sem í sumum greinum væru orðin úrelt og lftt framkvæmanleg, eftir þvf sem nú væri komið hag félagsins. Þá var tekið fyrir málið um breyting á útgáfu tímarits félags- ins og Skfrnis og lesið upp álit nefndar, er skipuð hafði verið í því. Ályktaði fundurinn eftir til- lögu stjórnarinnar að vísa því máli algerlega frá sér og að mótmæla harðlega aðferð Reykjavfkurdeild- arinnarvið að ráða því til lykta. Samkvæmt tillögum nefndar var saniþykt nð gefn út í s 1 a n ds 1 ý s i n g (30—40 arkir) eftir próf. Þ. Thorvaldsson, er hann hefði boðið deilidnni til útgáfu. Til að segja álit sitt um annað rittilboð frá sama höfundi, eins- konar framhald á ritinu um „Jarð- skjálftan á Suðurlandi, er skýrði frá jarðskjálftum f öðrum lands- hlutum, var skipuð 3 mannanefnd. Samkvæmt tillögum stjórnar innar ályktaði fundurinn að deild- in skyldi stofna og gefa út ritsafn: Alþýðurit Bókmenta- félagsins, sem komi út í stærri eða minni heftum eða bækl- ingum, eftir því sem efni og á- stæður leyfa. I safn þetta skal taka hverskonar ritgerðir, er mið- að geta til almennra þjóðþrifa ver- ið mentandi og uppörfandi og vak- ið menn til íhugunar á nauðsyn- legum umbótum bœði f andlegum og verklegum efnum. Sem dæmi þessa nefnir ályktunin: 1. Um uppgötvanir og hagnýt- ing náttúruaflanna, 2. Um náttúrufræði, landafræði, þjóðfræði og mannfræði. 3. Um heilsufræði og varnir gegn stórsóttum. 4. Um þjóðfélagsfræði og mann- réttindi. 5. Um atvinnumentun og verk- legar umbætur. 6. Um fjárm'd og skattamál. 7. Um skólamál og uppeldis- fræði. 8. Um bökmentir og listir 9. Um samgöngumál og póst- mál. 10. Um bjargráð og íþróttir. 11. Œfisögur þjóðskörunga, sem orðið gætu til uppörfunar og fyrirmyndar fyrir æskulýð- inn. Þá samþykti funduriun og samkvæmt tillögum Btjórnarinnar, að deildin skyldi heita þrenskonar verðlaunum fyrir þrjár hinar beztu skáldsögur eða leikrit með efni úr fslenzku nútíðarlífi, eða sögu þjóð- arinnar, er bærust stjóm deildar- innar fyrir 1. Jan. 1906 og dæmd væru verð verðlaunanna af 3 manna dómnefnd. Handritin séu eign höfundanna, en deildin áskil- ur sér útgáfurétt til þeirra gegn venjulegum réttindum. Verðlaun- in eru þessi: 1. verðlaun. 300 krónur (200 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og uppdráttum félagsins eftir eigin vali þess, er verðlaun- in hlýtur). 2. verðlaun: 200 krónur (100 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og uppdráttum). 3. verðlaun. 150 kr. (50 kr. í peningum og 100 kr í bók- um og uppdráttum). Samkvæmt tillögu stjórnarinn- ar voru kosnir heiðursfélagar: skáldin séra Mattfas Jochumson og magister Ben. Gröndal og rit- höfundurinn séra Alexander Baum- gartner og The Right Hon. James Bryce, M. P. Á fundinum voru 16 nýir fé- lagsmenn teknir f félagið. Nokkur orð um tæringu Mig hefir oft furðað á því, þegar læknar skrifa um tæringu, út- breiðslu hennar og varnir gegn henni, að þeir annaðhvort viljandi eða óviljandi hafa gengið framhjá því, sem að líkindum á me-tan þátt í útbreiðslu hennar, það er hve skólakennarar eru tæringarveikir. Sérstaklega er þetta oft varhuga- vert þar sem bókmentir eru kend- ar, þar læknar hafa fundið það við námsrannsóknir, að bækur eru mjög næmnr fyrir sóttefni og að þær fela það lengur í sér enn nokk- ur annarjriutur. Ég hefi veitt þv eftirtekt, að nokkur ungmenni fengu tæringu f skóla þar sem kennarinn var tæringarveikur. Nokkur af þeim eru þegar dáin, en hin bfða dauðans. Þeir, sem um kennarastöðuna sækja, ættu að vera skoðaðir af reyndum, góðum læknirum og als ekki veitt sú staða finnist nokkur snertur af tæringu f þeim, með þvf lfka að andleg vinna flýtir fyrir dauða sjálfra þeirra. Ég hefi reynslu fyrir mér 1 þvf, að létt lfk- amleg vinna er miklu hollari. Við dálitla fhugun mundi þetta aumingja fólk, sem findist auðvitað í fyrstu sfnum kosti þröngvað með þvf að útiloka það frá kennara- stöðunni, sjá að með þvf að kenna á skólunum stofna þeir Iffi og heilsu tugum þúsunda manna í hættu; auðvitað allra þeirra, sem meðtæki- legir eru fyrir veikina. Sama er að segja um blaða- mensku, að tæringarveikir ættu ekki að fást við hana, þar bakterfan hlýtur einnig að berast með blöð- um. Ég býst nú við, að þessu verði lftill gaumur gefinn á meðan lækn- ar leiða það hjá sér, en hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma. 11. J. DA VÍÐSSON Um Tjaldbúðar samkomuna Heiðraði ritstjóri! Þér gerið svo vel, að Ijá mér rúm í blaði yðar fyrir eftirfylgj- andi lfnur. Samkoman f Tjaldbúðar-kirkj- unni fór fram á ákveðnum degi og tíma, samkvœmt '<ður birtum aug- lýsingum, fimtudagskveldið þ. 20. okt., undir umsjón herra Jónasar Pálssonar, organista kirkjunnar. Mig langar til að segjá fáein orð um þessa samkomu, af þeirri ein- földu ástæðu, að mér finst ekki rétt, að láta söngsamkomur — frekar en aðrar samkomur, sem haldnar eru, og sem annars þykja þess verðar, að ri að sé um — deyja út sem reyk, én yfirlits og fhugunar. Ég ætla einnig að geta þess, að ég tek ekki alt, sem var á prógramminu, heldur að eins það, sem mér þótti athugavert á báðar hliðar. Samkoman byrjaði með þvf að söngflokkurinn söng hið alkunna smálag eftir Weyse “Hvað er svo gfatt,” mjög smekklega sungið; en helzt til of langdregið undir endir- inn, og hefði mátt vera minna, enda ekki viðeigandi í þvf lagi að setja

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.