Heimskringla - 01.12.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.12.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRlNGÍiÁ í. DESEMBER 1904 ---------------------- Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Publish- ÍDg Company Verö blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgaö). Senttil íslands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor A Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 116. ♦--------------------------------------♦ Bæjareign gasverksins Bæjarstjórnar kosningar fara fram í þessum mánuði, og í sam- bandi við þær verður það spursmAl að líkindum lagt undir atkvæði gjaldpegnanna, hvort Winnipeg borg skuli komauppgasframleiðslu stofnun og láta hana starfa á eigin reikning, svo að bæjarbúar geti Att kost á að fá gas til ljósa, eldunar og hitunar með að eins hálfvirði við það sem pað nú er selt af gas- framleiðslu félagi þvf, sem starfar hér í bænum. í sambandi við petta mál bendir bæjarstjórnin kjósendunum á það, að núverandi verð á gasi hér f Winnipeg sé fyrir hver 1,000 fet til ljósa $1.85 og hver 1,000 fet til hit- unar og eldunar $1.60. En áætlun bæjarstjórnarinnar er að hægt sé að framleiða og selja gasið, ef bær- inn hefir umráð yfir þvf, fyrir $1 00 hver 1,000 teningafetaf ljósgasi,og af hitunar og eldunar gasi fyrir 75c hvert þúsund teningafet. Þetta er nokkru lægri áætlun en sú, sem gerð var sfðastliðið ár, og orsakast það af þvf, að bæði er nú langtum fleira fólk f bænum, en þá var og fer stöðugt fjölgandi, svo að gasneyzlan verður vitanlega miklu meiri, en þá var gert ráð fyrir, að hún yrði fyrst um ainn. Og í öðru lagi vegna {>ess,að með nýjustu lýs- ingar aðferð má fá jafngott Ijós og áður var með minni gasneyzlu en áður. Það er talið áreiðanlegt, að um það bærinn er búinn að byggja gas- stofnunina, þá verði bæjarbúum seld ekki færri en 200 millíónir ten- ingsfet á ári. Og tilgangur bæjar- stjórnarinnar, ef atkvæði bæjarbúa leyfa henni {>að, er að koma upp öflugri gasframleiðslu-stofnun og að selja bæjarbúum gasið með því verði að eins, sem framleiðslan kostar, og alveg á sama hátt eins og gert hefir verið með bæjarvatn- ið. Allir vita, að vatnið er nú mik- ið betra en það var, meðan það var f höndum prfvatfélags, og um leið margfalt ódýrara. Söm verður reynslan með gasið, ef bærinn á f>að sjálfur og stjórnar þvf. Þess má enn fremur geta, að meðan bærinn varð að kaupa ljós frá gasfélaginu til þess að 1/sa göt- ur borgarinnar, þá kostaði hvert ljós 45c yfir hverja nótt. En síðan bærinn tók til að lýsa göturnar á eigin reikning, hefir kostnaðurinn minkað um helming. Upphæð sú, sem bæjarstjórnin biður borgarbúa að veita sér leyfi til að verja til þessa fyrirtækis, er 400 þúsund dollnrs. f flj<>tu bragði virðist þetta all-stór upphæð, en svo er þess að gætu.að l>ærinn borg- ar að eins það, soin stofnunin kost- ar, og ekkert meira, þvf hún verður bygð undir umsjón verkfræðings borgarinnar. Og í Öðru lagi er það, að árlegur spamaður fyrir borgar- búa verður svo mikill eftiraðstofn- un pessi er komin á fót og tekin að starfa, að hún á þann hátt kemur til með að borga sig á örfáum árum. Það er pvf alveg nauðsynlegt fyr- ir kjósendur Winnipeg borgar, að að athuga þetta pjóðeignarmál eins rækilega og þeim er unt á þeim fáu dögum, sem eftir eru til kosninga. Við þá athugun efum vér ekki, að allir sannir framfara og umbóta- menn sannfærist um f>að, að rétt sé að greiða atkvæði með pessari fjárveitingu til þessa fyrirtækis. Og það vonum vér, að fslenzkir gjaldpegnar geri við næstu bæjar- kosningar. Áætlun bæjarstjórnarinnar við byggiugu og starfsemi þessarar stofnunar er á þessa leið: Gasframleiðsluvél, aflvél og katlar og undirstöður og uppsetning......... $20,000 Byggingar................ 10,000 Gasgeymsluhylki (500,000 fet) .................. 65,000 4 mílur af gasleiðslupfpnm eftir strætum bæjarins. 290,000 Óviss kostnaður.......... 15,000 Samtals.. $400,000 Áætlaður kostnaður við fram- leiðslu hverra 1,000 teningsfeta af ljósgasi er þannig: 50 pd. kol, á $8 tonnið...... 20c kol fyrir katlana............ lOc Vinnulaun.................... lOc Olfa, 2y2 gallóna, á I2c..... 30c Gert fyrir tapi og óvissum kostnaði................... lOc Samtals... 80c Kostnaðurinn, sem legst Arlega á bæjarbúa við þessa stofnuð, er þannig: 4 prócent vextir af $400 púsundum ..............$16,000 Viðlagasjóður til afborgun- ar skuldinni f gjalddaga 20,000 Starfskostnaður.......... 8,000 Als á ári. .$44,000 Þessi kostnaður er að eins lltill hluti úr einum dollará mannhvem í bænum og minkar árlega 1 réttum hlutföllum við vaxandi fólkfjölda og vaxandi gasneyzlu. Svo út- gjöldin eru ekkert hættuleg, þegar tillit er tekið til stærðar bæjarins og framtfðar vaxtar. Vatnsleiðslu starfsemi bæjarins hefir reynst svo vel, sem frekast er hægt að vonast eftir, eins og sést á (>ví, að f>að sem félagið áður seldi fynr $20 00 selur bærinn nú fyrir $4.80. Þetta gefur ekki að eins von heídur fulla vissu þess, að það verði stórfeldur hagnaður fyrir bæjarbúa að eignast sjálfir gas- stofnun og láta hana starfa á þeirra kostnað. Kjósendur ættu þvf að taka sig til og greiða afdráttarlaust atkvæði með þessu, eins og fbúar Port Ar- thur og Fort William hafa gert, og eins og Calgary bær gerði fyrir fáum dögum. Winnipeg er höfuðborg þessa mikla Norðvestur- lands, og bærinn má ekki láta sitt eftir liggja, að gefa flðmm bæjum gott eftirdæmi með þátttöku sinni f þessu þýðingarmikla pjóðeignar- máli opinberra nauðsynja. Barnardo heimilin Bók eina, sem heitir “Dr. Baru- ardo, Fósturfaðir munaðarlausra barna,” hafa f>eir herrar S. W. Partridge & Co. f Lundúnum sent Eleimskringlu. Bókin er rituð af séra J. H. Batt og er nær 200 bls. að stærð í snotru bandi. Efni bókarinnar er sagan um stofnanir þær, sem Dr. Barnado, enskur mannvinur, hefir komið á fót vfðs- vegar í hinu brezka veldi, og um vöxt fæirra og áhrif til góðs fram að þessum tfma. Öll'er bókin einkar skemtileg og frœðandi. Hún sýnir hve miklu verki einn maður fær afkastað, ef hann leggur sig allan fram til (>ess, og hve miklu góðu má til leiðar koma með samtökum og viturlegri samvinnu jafnvel fárra einstakl- inga. I þessari grein er ekki rúm til að gefa nema lítirin útdrátt úr helztu atriðunum, sem bókin fjall- ar um, en jafnvel (>að litla getur gefið nokkra hugmynd um þau víðtæku og varanlegu áhrif, sem starfsemi þessa eina manns hefir á lff og framtfð margra þúsunda munaðarleysingja, og fyrir brezkt þjóðerni í heiminum. í bók þess- ari er ekki sögð æfisaga Barnardo læknis. Að eins er þess getið, að hann var að stunda læknisnám við einn af spítulunuml Lundúnum á f>eim tfma, er honum hugkvæmd- ist fyrst að verja starfskröftum sfn- um f {>arfir munaðarlausra barna oguuglinga, sem enga áttu aðstand- endur eða heimili í Lundúnum. Auk þess að stunda lækningar við spftalann 6 daga vlkunnar, hafði hann tekið að sér að halda sunnu dagaskóla á eigin reikning 1 einum fátækasta hluta Lundúnaborgar. Til pessa hafði hann leigt gamalt hesthús, sem ekki var lengur álitið hæft heimkynni fyrir þau ydýr. Þennan hjall hafðihann látið dubba UPP °g hvítþvo innan og setja f J hann lftinn hitunarofn, svo að þeim unglingum, sem hann gæti fengið inn af götunum til að hlusta á sig, skildi verða notalegt meðan þeir hefðu þar viðdvöl. f Það var eitt sunnndagskveld, um það leyti að læknirinn var að hætta kennslu, að inn í þennan hjall kom litill drengur. Það var kalt og hrá- slagalegt veður úti, en pi^turinn var skólaus og berhöfðaður/ en klæddur svo rifnum tötrum, sem naumast huldu lfkamann. Dreng- urinn þokaði sér upp að stónni og beið {>ar þegjandi, f>angað til öll bömin vora farin út og læknirinn ætlaði að fara að loka húsinu, þá skipaði hann piltinnm að fara, en hann bað að lofa sér að sofa þar inni yfir nóttina, (>vf hann ætti ekkert heimili og enga hjálpar- menn, en f>að væri of kalt að sofa úti. Læknirinn trúði þessu ekki f fyrstu. Hann vi>si ekki að til væru nein böm f Lundúnum, sem hvergi ættu heimili og engan að- stoðarmann. En við frekara sam- tal sk/rði pilturinn honum frá þvf, að slfk böm væra svo mörg, að hann gæti ekki talið f>au öll. Og til sannindamerkis um fætta bauð hann lækninum að sýna honum staðina.eða suma af þeim, þar sem bðrnin hefðust við á nóttunum. Það varð að samningum, að þeir fóru f leitina, sem endaði með þvf, að læknirinn fann f einum hóp 11 smáböra, pilta og stúlkur, sem á þessari köldu nóttu sváfu vært uppi á f>aki á húsi einu, í þakrennunum. Öll voru þau höfuðfatalaus og ber- fætt, og sem næst klæðlaus. Við þessa sjón brá lækninum svo, að hann neitaði boði drengsins, að sjá fleiri slfka staði að þvf sinni. En piltinum sá hann fyrir húsnæði og fæði f>á nótt. Litlu sfðar sagði hann sögu f>essa á opinberri samkomu, þar sem voru margir málsmetandi menn og kon- ur viðstödd. Ræðan kom út í Lundúnablöðunnm næst.a morgnn, og vakti hún almenna eftirtekt, ekki að eins á ástandi barnanna, heldur einnig á Dr. Barnado. Meðal þeirra, sem lásu um þetta, var Shaftsbnry lávarður, og sendi harm þegar eftir lækninum ogbauð honum til miðdegisverðar f höll sinni. Þar var margt stórmenni samankomið, ogvar læknirinn beð- inn að endurtaka þessa sögu f>ar. Nokkrir af þeim, sem viðstaddir voru, trúðu ekki sögu læknis'ns, og kv>ðu slfkan eymdarskap í ríkustu borg heimsins ekki geta átt sér stað. Bauð f>á læknirinn þeim að koma með sér og skyldi hann sýna f>eim hæli barnanna. Þessu var vel tekið. Kerrum var ekið fram, og hópur stórhöfðingja lagði af stað með lækninum. Leitin var hafin í einum fátækasta hluta bæj- arins, en lengi fanst enginn krakki sofandi úti Læknirinn tók f>á f>að ráð, að kalla upp og bjóða hálfan penny (1 cent) öllum þeim börnum, sem gæfu sig fram undireins. Þá spruttu jafnskjótt upp 26 börn á /msum aldri, frá 8 til 14 ára. Þau komu út úr tómum tunnum, köss- um og tusku og hálm haugum, sem voru f>ar f kring. Þessi sjón hafði svo mikil áhrif á mennina, að börn- in voru öll tekin samstundis og þeim gefin góð máltíð á næsta gisti- húsi og rúm um nóttina. Þetta voru tildrögin til f>ess, að Dr. Barnardo ákvað að helga alt sitt æfistarf þvf, að bæta kjör íá- tækra barna. Sú fyrsta peninga- gjöf, sem læknirinn fékk, var frá ungri stúlku í vinnumensku. Hún gaf honum 6$ pence, sem hún hafði dregið saman af kaupi sfnu. Þessi litla 13 centa gjöf reyndist mjór mikils vfsir, f>ví strax og fréttin um gjöf þessa varð hljóðbær, þá komu fleiri.sem lögðu skerf til barnanna, svo að á þeim 37 árum, sem sfðan eru liðin, hafa Dr. Barnado borist nær 13 millíónir dollars f peninga- gjöfum, til þess að annast börnin. Læknirinn vann á daginn við lækn- isstörf sfn, en notaði kveldin og næturnar til þess að leita uppi og hjálpa fátækum börnum. Öll mn- tekt hans gekk til að fæða þau og klæða, og að lokum fór svo, að hann varð að fara f skuldir til þess að geta haldið J>essu lfknarstarfi á- fram. Nú var hann orðinn svo f>ektur meðal munaðarlausra fá- tæklingsbarna f Lundúnum, að þau sóttu til hans bæði fræðslu og fæði. Þau vissu, að hann var vinur þeirra, og f>au hvorki óttuðust né voru feimin við hann. Læknirinn gifti sig og setti upp bú f bæ einum á Englandi. Þar stofnsetti hann sitt fyrsta hæli fyrir ung stúlkubörn f bænum Ilford árið 1873. Nú var hann búinn að vekja alment athygli á sér og um leið vekja hluttekn- ingu hjá ýmsum efnamðnnum, sem sendu honum peningagjafir og kvöttu aðra til að gera hið sama. Oft var læknirinn 1 peninga vand ræðum á fyrri árum, Eitt sinn var hann ráðalaus að geta borgað skuld- ir, sem hann var kominn 1 fyrir lfknarstðrf sin. En f>egar neyðin var stærst, þá var hjálpin næst. Hann skuldaði um 30— 40 þúsund dollars, og f-urfti þá að kaupa mik ið af klæðnaði og rúmfatnaði fyrir börnin, nær 500 doll. virði. En þá ba st honum 500 doll. penlngagjöf frá Ástralíu og á næstu nokkrum viknm fékk hann ýmsar stórgjafir frá nálega öllum Evrópu löndum. Ein kona sendi honum $2,500 og annar gefandi sendi honum $5,000, svo að hann gat borgað allar skuld- irnar. Þessi starfsemi jókst brátt svo, að læknirinn setti á stofn barna hæli vfðsvegar um Eng- land og f Ástralíu og eitt 1 Mani- toba. Kostnaðurinn fyrir fæði að eins við þessar stofnanir er yfir púsund dollars á sólarhring. Inntektirnar fyrir árið 1902 voru 178,732 pd. sterling, en á sfðast- liðnum 36 árum hefir inntektin að jafnaði orðið yfir 100 f>ús. pd. á ári. Það er tekið fram f ty>kinni, að fæssar 13 mill. dollars, sem læknir- inn hefir tekið inn á síðastliðnum 36 árum sé jafngildi þess, sem Bretar eyddu á hverjum tveimur vikum í Búastrfðinu, eða með ððr- um orðum: að jafngildi f>ess fjár, sem brezka þjóðin ver til vfnkaupa á einni viku, hefir orkað þvf að lfkna 52,302 munaðarlausum börn- um á þessu tfmabili, og ala f>au UPP °g menta, þar til f>au voru fær um að bjarga sér sjálf. Nú á dögum eru að jafnaði 7 þúsund börn á f>essum stofnunum læknisins. Þeir, sem hjálpa lækn- inum f fæssu verki, teljast nú orðið nær 100 þús. manna og kvenna. Flestir þeirra hjálpa með peninga tillögum, en nokkrir einnig með vinnu. Á árinu 1902 fékk hann $92,332 í peningagjöfum, af þeim voru $62,617 gjafir minna en eitt pund sterling hver, en $23,352 frá 1 til 5 pund hver. Fyrir 2 árum var læknirinn kom- inn f 40 þús. dollara skuld, en þá fékk hann gjafir úr öllum áttum, sumar alt að 10 þúsund dollara. Þær komu frá fólki, sem hann þekti ekkert. Ein frá írlandi, 16 frá Ástralfu, 4 frá Afríku, 3 frá Ind- landi og nokkuð frá Englandi, Rússlandi og Svíarfki. Ýmsir, sem deyja, eru nú farnir að arfleiða f>essar stofnanir að allmiklu fé. Unglingafélög á Englandi hafa á sfðastl. 11 Arum gefið nær hálfri millfón dollars til þessa fyrirtækis en þeir peningar hafa gengið til lijálpar kryplingum og limlestum börnum. Árið 1902 var 1531 barni veitt innganga á f>essar stofnanir og 19,946 börnum veitt hjúkrun f>ess utan og 61,286 máltfðar gefn- ar fátækum aðkomu börnum. Öll nauðlfðandi fátæk börn fá inntöku á þessar stofnanir, limlest, blind, sjón og heymarlaus börn, og þau sem ganga með ólæknandi sjúk- dóma, ðllum er veitt heimili og hjúkrun, svo að yfir 1200 slfk börn eru nú daglega á fæssum stofnun- um. Þær eru nú í þessum bæi- um, Bath, Bristol, Belfast, Birm- ingham, Brighton, Cardiff, Leeds, Liverpool, Plymouth, Portsmouth, Southampton og Hull, og nokkrar f Lundúnaborg. Svo og f ýmsum brezku hjálendunum. Ein af þess- um stofnunum er nálægt Russell í Manitoba; f>angað voru 1053 piltar og stúlkur send árið 1902. Þess utan eru aukabú f Canada: 1 Peter- boro, Toronto og Winnipeg. Á sfðasta ári voru 1,237 unglingar sendir til Canada frá brezku heim- ilunum; alt hraustogefnileg, stálp- uð börn. Alls hefir læknirinn sent út f brezku nýlendurnar yfir 15,000 börn og unglinga sfðan hann setti stofnanir sínar á fót á Englandi. Börn á öllum aldri, alt frá fæðingu upp til 14 ára, eru tekin inn á fæssar stofanir og f>ar fædd, klædd og mentuð, eins og bezt verður á alþýðuskólum landsins. Auk þess eru f>eim kendar ymis konar iðnir og handverk, bæði piltum og stúlk- um, svo sem aktýja gerð, skósmfði, snikkaraiðn, blikksmfði, fatasaum- ur. Skúlkubörnunum er, auk al- mennra mentagreina, kend heil- brigðisfræði, húshald, fatasaumur, og annað þvf um lfkt. Þvottahús f>essarar stofnunar eru f stórum st<l og vinna með véla og gufuafli. Eitt þoirra þvoði á síðasta ári 120,000 stykki, og bakarlið, sem tilheyrir London stofnaninni, bakar nóg brauð til að seðja alla þá, sem eru á hinum ýmsu stofnunnm á Eng landi. Það er mikil eftirsókn eftir unglingum frá pessnm stofnunum, strax og þeir eru orðnir svo stáip- aðir, að þeir geta farið út í vistir, >vf að allir vita, að uppeldi f>eirra er hið ákjósanlegasta að öllu leyti, svo að óvfða er betra 1 heimahús- um, nema hjá auðugu fólki. Ýmá- ir, sem þar hafa alist upp og síðan unnið sig vel áfram í heiminum, senda árlega stórgjafir til f>essara stofnana og endurgjalda með þvf þann kostnað, sem stofnanirnar á fyrri árum urðu að bera þeirra vegna. Sumir hafa gefið heil hús til þessara stofnana. Aðrir gefa skóla og kirkjur, sem f>eir láta byggja á eigin kostnað, en lang- flestir, eins og gengur, láta aldrei til sfn heyra eða frá sér frétta eftir að þeir hafa þaðan sloppið. Fyrir þeim er “gleymt þegar gleypt er.” Margt fleira mætti segja um þessar stofnanir. Öll bókin, sem er vel rituð, er full af skemtilegu lesmáli. En, eins og áður var tek- ið fram, er ekki mögulegt f stuttri grein, að gera meira en að eins gefa stutt yfirlit yfir hina miklu starf- semi þessa eina maDns. Að vfsu er hann nú að mestu hættur öllu öðru en þvf, að hafa alla yfirum- sjón með þessum stofnunum, því að nú eru þær undir stjóm lög- giltrar fulltrúa-nefndar, sem telja meðal meðlima sinna nokkra auð- ugustu og bezt þektu • mannvini á Englandi, sem eru rækilega studdir í starfi sfnu af konunglegu fjöl- skyldunni og mörgu öðru stórmenni landsins. En um árangur og af- leiðingar af þessu verki f>arf ekkert að segja. Það liggur svo í augum uppi, að allir sjá það. Eins og það er áreiðanlegur sannleikur, að eng- inn veit af hvaða barni gagn kann að verða, eins er f>að vfst, að eng- inn fær nákvæmlega getið þess til, hve undra mikinn hagnað framtíð- in kann að hafa af f>vf, að þúsundir barna, sem ekkert liggur fyrir ann- að en aumasta tilvera ágötum stór- borganna f Bretlandi, eru af þess- um stofnunum alin upp og ment- uð og gerð að nýtum mönnum og konum. Brezka þjóðin á Barnardo lækni sannarlega mikið að þakka! Okurvald auðfélaga Toronto borg hefir fengið dóms- ákvæði fyrir því, að Bell Telephone félagið, en ekki fbúar borgarinnar, hafi aðal umráð yfir strætunum f>ar. Samkvæmt f>eBsum dómsúrskurði, hefir Bell'Telephone félagið fullan lagarétt til þess að setja stólpa og strengja víra sína hvar sem það vill eftir götum borgarinnar, án þess að leita leyfis hjá bæjarstjóra- inni, eða ef f>að vill heldur leggja þá neðanjarðar, f>á má það rffa upp göturnar, hversu vel sem um f>ær hefir verið búið, og leggja þræði sína þar, rétt eins og það hefði öll eignarumráð yfir landinu,sem bær- inn stendur á. í máli þvf sem bær- inn hefir um nokkurn tfma undan- farinn staðið f við félagið út af rétt- artilkalli, sem f>að gerir til stræt- anna, hefir f>að komið f ljós, að fé- lagið fékk 1 raun og veru þetta leyfi árið 1880, f>egar f>að fékk lög- gildingarleyfi sitt frá Dominion f>inginu. Það hefir einnig komið fram, að nokkurum vikum áður en þetta löggildingarleyfi var endur- bætt af ríkisþinginu, f>á fékk félag- ið lagaleyfi frá Ontario þinginu, sem veitti þvf ákveðin réttindi. Þetta lagaleyfi Ontario stjórnarinn- ar bannaði félaginu að Betja nokkra stólpa eða víra á nokkurt stræti, án leyfis frá viðeigandi sveitarstjóm Þetta ákvæði laganna var sam kvamit óskum Toronto borgar og annara sveita í Ontario og var álitin nægileg tryggingfyrirþvf, að bæjir og sveitir í Ontorio hofðn full umráð yfir stræturn og vcigum innan sinna eigin takmarka. Það var og álitið, að breytingar þrer, sem nokkrmn vikum sfðar, voru af

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.