Heimskringla - 08.12.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.12.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINULA 8. DESEMBER 1904. ♦----------------------- Heimskringla PUBLISHED BY : The Heimskringla News & Publish- : ing Company V«rö blaösins i Canada og Bandar. $2.00 um áriö i fyrir fram borgaö). Senttil Islands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávísanir á aöra banka en í Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager ! | OflBce: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 116. ♦--------------------------------------♦ Alvörumál. Nú þegar verið er að biðja um 3 vfnsðluleyfi við homið á Isabel St. og Pacific Avenue hér í bæn- um og bindindismenn eru að and- æfa pessum beiðnum og vinna' að því að leyfin verði ekki veitt, þ » virðist ekki úr vegi að athuga hvern pátt landar vorir hér f bæ taka í vfnsðlu og vínkaupa at- vinnuveginum, og hvern skerf þeir leggja'til bindindis og vínbanns- málsins einsvegar og til að auðga hótelshaldara þessa bæjar hins- vegar. Það er íyrir longu viðurkent af öllum hérlendum mönnuin, sem nokkuð þekkja til þeirra mála, að íslendingar eru ekki að eins fröm- uðir, heldur einnig aðal-stuðnings- og viðhaldsmenn bindindishreyf- ingarinnar hér f fylkinu, og hafa verið f>að um síðastl. 10 eða 12 ára tíma. Meðal þeirra eru 3 bind- indisstúkur f bæ þessum og 2 þeirra teljast með f>eim stærstu ef ekki algerlega f>ær stærstu, sem til eru f fvlkinu. Þeir halda flestum embættum og nálega öllum ráðum í stórstúku Góðtemplara í fylkinu, svo að það má heita að þeir hafi myndað og nú stjórni straumi bindindishreyfingarinnar hér í Manitoba. Öll f>essi starfsemi þeirra er virðingarverð. Þeir koma vikulega saman á gleðifund- um og ræða velferðarm >1 fé- lags sfns. Þeir halda útbreiðslu samkomur og samkomur til arðs fyiir fátæka, sem þurfa hjúkrunar. Þeir leggja fram og hafa samán fö til hjálpar sjúkum og taka mikinn þátt í almennum líknarmálum. Þeir gangast fyrir þeirri mót- spyrnu, sem reynt er að veita vax- andi vfnnantn hér í fylkinu. Að öllu þessu fara þeir með engri leynd eða pukri, heldur með ein- arðri, djarflegri og þó kurteisri framfylgd stefnu sinnar, sem bind- indismenn, Þeir ganga enda svo langt, að koma ofdrykkjumönnum inn á lækningastofnanir til þess þar með ærnum tilkostnaði verði tekin frá þeim listin til ofnautnar víns. Alt þetta er fagurlega gert og Góðtemplarar bæði verðskulda og eru lfka alment látnir njóta virðingarfullrar viðurkenningar fyrir f>essa starfsemi meðal allra sanngjarnra manna. Einn—að eins einn biettur er á pessum félögum. Það slæðist stökusinnum inn í hóp þeirra menn, sem hvorki eru né ætla sér að verða algerðir bindindismenn, og þeir halda áfram að neyta síns vfns f sveita sfns—eða annara— andlitis jafnt eftir að f>eir hafa gengið f stúkumar, eins og áður. Þeir ganga í félögin að gamni sínu til að hafa skemtun á fundunum og að kynnast félagslimum, sem að meira en helmingi eru stúlkur, ungar ógiftar, myndarlegar stúlk- ur. Enginn neitar þvf að kveld- unum er betur varið á fundum þessum heklur en vfða annarsstað- ar. Skemtanir þar eru ánægjuleg- ar og hafa yfirleitt f>au áhrif að halda stefnn félagsins og skyldu þeirra gagnvart f>vf í fersku minni. Og það verður ekki annað sagt, en að öll starfsemi þeirra félaga sé hin virðingarverðasta og til fram- tíðar heilla. En svo er annar flokkur slend- inga, sem ekki er með í þessari starfsemi. Það era mennirnir sem ekki vilja bindast, kjósa heldur að njóta frelsisins f f ullum mæli og sumir f>eirra einnig bjórsins í full- um mæli. Það mun ekki vera ofreiknað að fult 15 hundruð fslenzkir karl- menn séu á yfirstandi tfma f Win- nipegborg. Langmestur hluti peirra teljast strangir reglumenn, og tleiripartur þeirra mun þó geta tekið sér glas af öli með kunningj- um sfnum. Það mun og óhætt að ætla að upp til hópa eyði menn þessir 10 dollars á ári hver að jafn- aði fyrir vfnföng. Margir auðvit- að eyða als engu í fænnan óþarfa og aðrir sjálfsagt að eins tiltölu- lega litlu, en ýmsir aftur á móti eyða allstórum upphæðum árlega svo að þeir menn meira en bæta upp þá sem engu eyða. Nokkrir ungir og annars efnilegir menn hafa yndi af spilaborðum hótel- anna, og margt er það centið sem hrýtur frá f>eim við dvölina f>ar. Sumir þessara manna hafa tjáð oss, að f>að hafi komið fyrir að þeir hafi orðið af með alt að $30 á kveldi þegar fjörugt hefir gengið. En þegar þeim eyðslusömu og sparneytnu löndum vorum er jafn- að upp til hópa, þá er vart of talið þótt sagt sö að f>eir 1500 landar, er nú hafa atvinnu hér f bæ. eyði að jafnaði tfu dollars á ári fyrir vín- föng. Þetta sýnist ekki stór upp- hæð; þar sem það er minna en doll ar á mánuði á mann hvern. En það safnast þegar saman kemur og öll upphæðin verður þvf ekkert minna en 15000 dollars á ári að jafnaði, og 15000 dollars eru þegar hún er skoðuð í heild alt of etór upphæð úr vösum fátækra verka- manna íslenzkra hér f bæ fyrir f>ann óþarfa, sem að öllu samtöldu er skaðlegri heldur en ef f>essar þúsundir væru settar á bál og brendar, þvf að f þvf tilfelli Þyrfti engin landi að lfða líkams, lífseða æru tjóu, en eins og peningunum hefir verið varið, þá hafa f>eir vald ið öllu f>essu meðal fólks vors hér þótt hægt hafi farið og lftið á því borið. 15 þús. á ári f 10 ár og með vöxtum, sem unnist hefðu, ef fénu hefði verið haldið saman, gerir um eða yfir 200 þús dollars. Og það má mjög mikið gott og þarft gera með þi upphæð þegar hún er öll komin á einn stað og í umsjá þess sem hyggilega kann með hana að fara. Vér höfum áður bent á að hver eyddur dalur er ekki að eins tapaður um allan ókominn tfma, heldur einnigeru tapaðir all- ir þeir vextir, sem hann af sér gef- ur f>eim, sem glatar honum. Hvernig stendur nú á því að landar vorir sem þjóðflokkur, sem annars eru svo fastheldnir á fé sfnu og eignum og svo ákafir í bindindismálum, skuli árlega kasta svo afarstórri upphæð út til þess að auðga hérlenda gestgjafa. Þess- an spurningu getur Heimskringla ekki svarað með neinni ákveðinni vissu, en nauðsyn ber samt t.il að fólk vort geri sér grein fyrir þessu ástandi. Þvf verður eflaust svarað af sumum, að þó landar vorir eyði þvf sem hér er getið til, þá sé það svo hverfandi upphæð í saman- burði við það kaup, sem þeir taka inn á ári fyrir vinnu sína hér, að þess sé ekki getandi að neinu. Ef- laust hafa þeir nokkuð til sfns máls, en engu að síður er upphæð- in svo stór, að hún hl/tur að vekj* hvern þann til umhugsunar, sem ann heiðri og framför landa vorra hér í landi, og vfst er það, að stór- miklu góðu til hagsmuna fyrir þjóðflokk vorn hér vestrs, mætti koma til leiðar með notkun slfkrar summu, ef henni væri beitt til þess, í stað þess að lenda á hótel- unum. En gerum nú ráð fyrir að þessu haldi áfram á komandi ár- um og fari vaxandi, eins og vænta má, þvf að tæpast er þess að vænta að Góðtemplarar hafi þau áhrif á þann flokkinn, sem ekki aðhyllist stefnu þeirra, að þeir láti svo mik- ið á móti sér að ganga í félag þeirra til þess að halda fast við bindindisheitið. Og ef svo er að þessí^j eyðslnsemi heldur áfram, þá fer að vakna sú hugsun, hvort ekki væri betra úr þvi sem ráða er, að íslendingar ættu sjálfir eitt eða tvö hótel í bænum og tækju sjálfir gróðann úr sfnum eigin vösum eða svo sem því svaraði úr vösum ann- ra. Þessi hugsun er hér ekki sett fram í þeim tilgangi að hvetja landa vora til þess að leggja sig út í þann atvinnuveg að selia vín. En á hinn bóginn skal það hreinskiln- islegx játað, að oss finst meira vit f þvf fyrir landa vora að haga ráði sfnu svo að þeir peningar sem þeir ausa árlega út fyrir vfn og bjór og vindla, gætu runnið í eign Islendinga sjálfra, í stað þess að auðga hérlenda menn, sem als enga hluttöku hafa í málum ís- lendinga, og láta þá sem flokk eða einstaklinga sig engu skifta að öðru leyti en því, að gera hús sfn svo aðláðandi fyrir þá, að þeir fái sein flesta dollara úr eigu þeirra. Að vfsu er engin trygging fyr»T' því að þeim gróða, sem fslenzkur hótelshaldari fengi væri hann hér nokkur til, yrði eytt svo að hann yrði til nokkura almennra nota fyr- ir þjóðflokksheild vora, en á hinn bóginn væri þó mun viðkunnan- legra að geta friðað samvizkuna í þeirri vitund aðeinhver Islend- ur hefði þess not, sem aðrir ekki höfðu hyggju til að spara, og væri það sannur íslendingur, sem kynni að fara með feng'ð fé, þá eru mikil líkindi til að 1»ndar vorir nytu meira góðs af þeim gróða en þeir nú gera. Kalskir atkvæðakassai Vfsindalegpólitlsk uppgötvun — segja sum Englands blöð í skopi— það sé, sem Liberalar f Ontario hafi gert, þegar þeir létu smfða nokkura tugi af fölskum atkvæða- kössum yfir í bænum Watertovra í New York til að brúka við sfðustu Ontario kosningar, og létu svo róa með kassana út á vatn strax daginn eftir kosningarnar og sökkva þeim þar á 11 feta dýpi, til þess klækir þeirra Liberölu skildu ekki koma í ljós, eða neitt vitnast um nokkurn þessara nýju Watertown kassa- Þessar umræður ensku blaðanna eru gerðar í tilefni af rannsókn þeirri og málarekstri, sem nú stend- ur yfir f Ontario út af nokkurum af þessum nýmóðins atkvæða svika- kössum. Fimm eða sex málsmet- andi Liberals eru bendlaðir við mál þetta, þar með talinn einn af þeim skrifstofuþjónum Ross-stjóm- arinnar, sem vinnur á fylxislanda- skrifstofunni. Mr. E. B Irwin, frá Wateitown, N. Y., hefir svarið, að hann hafi leyft mönnum sfnum að smfða kass- ana í verkstæði sínu. Mennirnir, sem pöntuðu kassana, hafa kannast fyrir réttinum við hluttöku þeirra f þessu máli, og að minsta kosti einn þeirra manna, er notuðu kassa af þessari gerð við atkvæðagreiðslu, hefir kannast við það. Og 2 menn, sem réru með kassana út á vatn og söktu þeim þar, hafa meðgengið það og boðið að sýna staðinn, þar sem þeir liggi á vatnsbotni. Menn þéssir segja, að þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem slíkir kassar hafi verið notaðir, því að annar maður en herra Irwing hefir smfðað slíka kassa fyrir 3 árum, og hafi þeir þá verið notaðir við kosningar. Þeir halda þvf enn fremur fram, að slíkir kassar hafi á sumum stöðum verið notaðir við Dominion kosn- ingar, eins snemma og árið 1900. Kassar þessir höfðu leynihólf, sem héldu atkvæðum, merktum fyrir uinsækjanda þann sem sótti undir merkjum Liberala. En enginn Conservative maður vissi um þetta, fyr en þeir fréttu um það við sfð- ustu rfkiskosn ngar. Nokkrir af mönnum þeim, sem við mál þetta eru riðnir, hafa svarið að þeim hafi verið boðnir 25 doll- arar á dag og 500 dollarar í ferða- kostnað að auki, ef þeir vildu fara til Bandarfkjanna og vera þar unz rannsókn þessari væri lokið, og þannig koma sér undan þvf að bera vitni f þessum málum. Mál þetta er hið ljótasta að öllu leyti, og það er talið víst, að ýmsir þeir, sem við það voru riðnir, verði dæmdir í fangelsi. Rannsóknum er enn ekki lokið. Nfu af kössum þeim, sem sökt var í Sydenham vatn, hafa verið veiddir upp og færðir fram í rannsóknarréttinum. En 2 af vitnunum, sem bera áttu í mdi þessu, eru strokin; enginn veit hvert. Ljótt mál Rannsókn sú, sem um nokkurn undanfarinn tfma hefir staðið útaf þjófnaði þeim, Sem Bartlett framdi f>á fylkisstjórninni f Manitoba á árunum frá 1891 fram á árið 1904, —hefir leitt í ljós ýmislegt,sem áður var hulið, viðvíkjandi ráðsmensku akuryrkjudeildarinnar. Bartlett hefir svarið, að hann hafi dregið undir sig fé fylkisins, sem kom inn fyrir giftingaleytis- bréf f öll þessi ár, svo stundum hefir numið frá 1100 til 1500 dollars á ári. En hann heldur þvf fram, að Hugh McKelIar, sem var aðalskrif- stofu stjórinn og undirráðgjafi ak- uryrkjudeildarinnar, hafi fyrstur manna komið sér til að fremja þjófnaðinn og í öll þessi ár tekið helming'nn af þýfinu í sinn vasa. Bartlett segir McKellar hafi sagt, að árslaun þeirra væru að minsta kosti $200 á ári minni, en þau ættu að vera, óg þar sem stjórnin ekki vildi hækka kaup þeirra, þá væri ráðlegast, að þeir tækju af fylkis- fénu svo sem þvf Svaraði, er laun þeirra væru lægri, en þau ættu að vera. Og sfðan hafi hann fengið sinn fulla skerf af öllu þvf, sem stolið hafi verið. Til þess að þetta kæmist ekki upp, hafi svo bækur og skýrslur deild rinnar verið fals- aðar og það svo mjög, að árið 1898 hafi sk/rslurnar verið tilbúnar bara af handa hófi og án nokkurs tillits til þess, sem rétt hefði verið og að vottorð þeirra, sem leyfisbréfin keyptu, hefði verið eyðilögð, svo að þau skyldu ekki geta orðið not- uð sem sannanagögn móti þeim, ef grunsemi skyldi nokkurn tíma falla á þá. Bartlett hafði umsjón yfir sölu allra leyfisbréfanna og tók við peningunum fyrir þau, hélt einnig bækur þær, er að sölunni lutu og samdi skýrslurnar yfir hvers árs sölu. En McKellar yfirskoðaði þetta alt og staðfesti með undir- skrift sinni. En þegar Bartlett var uppvfs orðinn og kominn í fangelsi, segir hann að McKellar hafi heimsótt sig í fangelsinu og beðið sig að ta.ka alla ábyrgðina af stuldinum, en láta sín hvergi getið, þar hann væri nú orðinn gamall og gráhærður, en Bartlett væri ungur og gæti lifað þetta óorð af sér með tímanum. Bartlett segir að árið 1899 (síðasta ár Greenway-stjórnar- innar) hafi yfirmenn sfnirlátið það í ljósi, að bækur hans væru ekki nógu vel færðar og að umbætur yrði að gera í þvf sambandi. Og seglr hann, að þá hafi það orðið nauðsynlegt að umbæta einnig þjófnaðaraðferð þeirra félaga. Þess vegna hafi þeir tekið það ráð, að láta prenta tvenn sett af leyíisbréf- um f hundraða tali, sem hvoru- tveggju bæru sömu tölur, og gátu þeir þá selt annað settið algerlega á eigin reikning og haldið pening- unum fyrir það. En fengið féhirzl- unni peningana fyrir hitt settið, jafnótt og það var selt, og látið samt bréfin bera áframhaldandi tölur. Þetta hepnaðist ágætlega fram að þeim degi, er Bartlett varð uppvfs. Og það hefði að lfkind- um ekki verið orðið uppvíst enn, ef Bartlett hefði ekki íarið burtu úr bænum um tíma, svo að aðrir urðu að hafa sölu leyfisbréfanna á hendi í fjarveru hans, og 1 ttu þvf um leið aðgang að bókum hans. Við rannsókn bókannakom það f ljós, að viss merki voru sett við innritun margra bréfanna. Þessi merki, sem voru mismunandi teg undar, sýndu hvor þeirra, Bartlett eða McKellar (að sögn Bartletts), höfðu fengið peningana fyrir þau. En heilmikill fjöldi bréfa hafa þó seld verið, sem hvergi eru bókuð, og sumstaðar vantar 200 númer til þess, að tölurnar séu samstæðar, og hefir einhver fengið peninga fyrir öll þau bréf, auk þeirra bréfa, sem gerð voru með “duplicate” tölum, og sem þeir einnig tóku borgun fyrir sem ekki kom til skila. Það er því sjáanlegt, að þjófnað- urinn hefir verið all-stórfeldur, eins og líka Bartlett játar að verið hafi, og eins og sést á þvf, að árið 1892 fékk fylkið $1770 fyrir gift- ingaleyfi, en næsta ár á eftir að eins $ 170, og tná þó ætla, að salan hafi á síðara árinu verið meiri en á fyrra árinu. Við rannsóknina hefir það komið f ljós, að Bartlett hefir lagt leiðir sfnar til portkonu einnar hér f bæ. En hann kveðst hafa gert það til að snúa henni til afturhvarfs og telur að kona sín muni bera það með sér. Bartlett er strangur kirkju- maður, og má þvf ætla, að ferðir hans til konu þessarar hafi gerðar verið, eins t>g hann segir, til þess að telja um fyrir henni og f* hana til að snúa frá villu vega sinna, Yfirleitt er alt þetta mál ljótt og það gegnir furðu, að alt þetta at- hæfi hefir ekki komist upp fyrri en nú. En ástæðan til þess er sú, að engir höfðu meðgerð með þessar bækur, nema þeir Bartlett og Mc- Kellar. Hinn sfðarnefndi var skrif- stofustjóri og hafði alla yfirumsjón með starfi Bartletts. Allir hafa að undanförnu haft fult traust á Mr. McKellar, og því engin ástæða til að gruna hann um slíkan glæp, sem hér ræðir um. Á hinn bóginn er óskiljanlegt, að Bartlett skuli bera þessa sök á hann að ástæðu- lausu, þar sem hann með því ekki getur fegrað málstað sinn að nokk- uru leyti. Það er og sannað, að viss maður þar á skrifstofunni hefir tvfvegis á síðartliðnu ári dregið athygli Mr. McKellars að þvf, að eitthvað kynni að vera varhugavert við bókhald og starfsemi Bartletts. Og þannig gafst honum tækifæri, sem skrif- stofustjóra, til að athuga bókhald hans og skýrslur nákvæmlega. En þetta hefir hann auðsjáanlega ekki gert. Það er og sannað, að Royal Commission sú, sem yfirfór reikn- ingsfærslu Greenway- stjórnarinnar, hafði einhverjar athugasemdir að gera við bókhald Bartletts, en Mc- Kellar kom fram fyrir nefndina og skfrði málið svo fyrir henni, að henni nægði það. Bartlett segir, að McKellar hafi sfðar komið til sfn og látið vel yfir, hve vel sér hafi tekist að stinga nefndinni svefnþorn í sambandi við reikn- ingsfærsluna. Það verður ekki annað sagt, en að útlitið fyrir McKellar sé mjög skuggalegt í sambandi við alt þetta mál. Enginn veit enn hverja vörn hann kann að bera fyrir sig, ef nokkura. En útlitið er, að honum muni veita örðugt að sanna sak- leysi sitt, jafnvel þó hann kunni að vera saklaus. Lögberg o/ Sveii s- stykkin. Það mun varla hafa farið með leynd, að ég hefi ekki verið á sama klafa bundinn og Lögberg í þessu góða landi Canada. Ég hefi sagt um stefnu þess og athæfi, að það reyndi að nfða og ófrægja mótstöðu- menn sfna, og færi sjaldan með réttherma röksemdafærslu, þegar það ætti f höggi við þá. Blaðið hefir sjálft sannað þessi ummæli mfn, og lasta ég það ekki. Á sein- ustu 2 árum- hefir það flutt um mig þrjár nafnlausar skammagreinar, og mannlast, og uppfylt það, sem ég hefi um það sagt. En svo hefir þvf 'þótt alt þegar þrent var komið. Það flytur í seinasta blaði grein- artetur frá Sveini “agent” Brynj- ólfssyni, og má vel skfra hana Svein8-stykkin, höfundinum til verðugs heiðurs, lífs og liðnum. Sve:'nn “agent” leggur lykkju á útflutningsleið sfna, sem var, en hvarf f embættismanna undirdjúp Laurier-stjórnarinnar í fyrra. — Hann segir, að persónulega sé ráð- ist að sér f smágrein í almennum fréttum f Heimskringlu 10. þ. m., þar sem minst er á liberal fylgifisk, er gefið hafi fáeina dali fyrir atkvæði. Það er ekki talað um borgun. Allir óvitlausir menn sjá og skilja, að hér er ekki um persónulegheit að ræða. Og munu bæði málfræðingar og lögfræðing- ar þann dóm á leggja. Auðvitað hafði ég hvergi séð það, að “agent- inn” væri endurskaftur aftur f það embætti, er stjórnin hratt honum úr í fyrra. Umtnæli hans f þessu sem öðru í greininni, er fram- hleypni og vindur, blandað aumk- unarverðri samvizku og stjórn- leysi. Ég skora á þennan “agent”: 1. Að sanna,innan þessa áis enda, að ég hafi vitað, að hann væri búinn að fá “agents”- stöðu hjá stjórninni, þ 10. þ. m., sömu og hann ftður hafði. 2. Eða að stjórnin f Canada hafi leigt honum umboð sitt til mannveiða á íslandi um lengri tfma — hkt og fiskivötnin í Canada. Geti hann sannað, að annað þess- ara atriða hafi mér verið kunnugt um, þá væri ei ósanngjarnt, að ætla, að hann gæti talið sig einn á meðal hinna útvöldu stjórnar- “agenta”. Sanni hann nú og setji þorskhausinn á sveinsstykkin sfn!! “Af milinu skaltu manninn þekkja.” Mun þetta sannmæli eiga ekki sfður við höfund sveins-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.