Heimskringla - 15.12.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.12.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 15. DESEMBER 1904. aefnist. Því um leið þurfum vér að hafa það hugfast, að reyna að hafa uppbyg’gileg áhrif á félagsskapinn; vinna að fithreiðslu hans og andleg- um þroska. Þvi f hverjum félags- skap þarf að vera viðleitni til að efla og glæða þroska andans (það má ekki vera andlegt öfijgstreymi, and- legur niðurgangur). Það má ekki vera hugmynd helztu mannanna, að svertaog svíviiða forstöðumenn hinna félaganna ogfélögin sjálf. Til dæmis að flagga með það á samkomum, o s. frv. Eg verð aðv geta þess í þessu sambandi, að ég var á samkomu nú nýlega, og kom þarfram kona rokk- ur, stórskorin og fönguleg; enda var ekki hægt annað að segja, en að hún slæi talsvert um sig, auðvitað ekki sem frjalslynd (únitarisk) kona með skynsamlegri og högværri röksemda- leiðslu, heldur með ofsafenginni á leitni á vissa menn og málefni. Það var mjög óviðfekiið að heyra hana fara svívirðilegum orðum um okkar mikilhæfasta prest. Því þrátt fyrir alt munu fáir skynbærir menn, sem álita það skyldu sína, að láta menn alment njóta sannmælis, neita þeim manni um mjög mikla leiðtoga hæfi leika og góðar gáfur. Eg fyrir mitt leyti gæti aldrei að öllu leyti fylgt hans trúarskoðunum, en sámt setn áður ber ég mikla virðingu fyrir hæflleikum hans og æfistarfi, sem er orðið mikið og að mörgu leyti lær- dómsrfkt, og það grunar mig að það 8Íáist, þó seinna verði, að það er fária manna meðfæri, að sýna annan eins kjark og staðfestu. En svoætla ég ekki að fara frekar út f það hér. Ef kona þessi hefði eitthvað meira um hann og æfistarf hans að segja opinberlega, þá er ég reiðubúinn að ræða það mál við hana. Það er mjög hryggilegt, að fólk getur ekki séð sóma sinn í því að koma öðru vísi fram, en á þennan hátt. Slíkt er als ekki aðlaðandi fyrir fólk. ,Kona þessi leit úl fvrir að vera talsvert skynug, bara hún hefði athugað, hvað hún var að gera. Bara að hún hefði athugað það, að hennar verk og okkar allra gætu ver- ið og þyrftu að vera fullkomnari, en þau eru. Vér verðum öll að játa það, að vér erum ófullkomin og þurf um endurbóta. En það er býsna erfitt fyrir suma, að sjá sína eigin smædd. Og sannast þar hinn forni málsháttur: Fáir vita hversu mikið þeir þurfa að vita, til að vita hvað lítið þeir vita. Og þar af leiðandi hefir fólk alment svo litla framsókn arlöngun í andlegum efnum. Það vill ekkt gera neinar tilraunir til að þekkja og rannsaka méira og bjart ara ljós sannrar þekkingar. Nei, að eins »öfnm tóm, víðast hvar. Að tilheyra góðum félagsskap, er óefað gott og gagnlegt. En góður félagsskapur getur aldrei myndast, nema hver einstaklingur hafi það hugfast, að verða félagsskapnum til 8óma, hver félagslimur verður að vera nokkurskonar auglýsmg fyrir s'nn félagsskap. Að vera í lútersk- utn eða únitariskum söfnuði, það er nú svo sem gott og blessað, bara að það hafi fræðandi og betrandi áhrif á mann; bara að maður þekki og skilji hinar miklu kröfur, binn háleita sannleika. það þarf meira til að vera sannur únitari, heldur en að rífa niður lúterskuna, án þess að geta kannske bygt nokkuð upp f staðinn með rökum; eins og mörgum flug- vitringum hættir við. Það er mjðg varhugavert, að kasta sinni barnatrú með öllu, jafnvel þótt maður finni galla, og þá mikla, þvf það er ekki barnameðfæri, að byggja upp nýjar grundvallarreglur, ef þær gömlu eru feldar. Það þarf skarpa og skyn- sama leiðtoga tfl að stjórna og leið- beina hinum hviklyndu satiðum, því heimskan erenn hjá-guð, manna höf uðpre3tur, er flestir lúta, og mun það því miður eiga langt f land, að það veiði hrakið með rökum. Afþessum hringlandaskap manna leiðir oft algjrttrúleysi, sem ég fyrir mitt leyti skoða mjög hættulegt, því sá sem ekki trúir á guð og annað líf, hann hlýtur að vera einskonar stein- gervingui; hann hlýtur að vera eins og feyskið tré; hann getur tæplega haft verulega hlýjar tilfinningar; honum hlýtur að veita erfitt að hafa lífgandi og glæðandi áhrif á samtíð- ina. Ég hefi heyrt fólk (nýlega komið heiman af íslandi) segja sem svo: Ég er stoltur af því, að vera únitari. Getur vel verið, að þau trúarbrögð hafi milcíð gott og göfugt við sig, þvf er ég samþykkur. En hitt er víst, að trúfræði er of flókið efni, til þess áð fólk með vanalegar gáfur geti orðið svo fullkomið í nýj um og betri trúarbrögðum, með þvf fáir munu kennimenn nú á dögum líkir Dr. Channing. (Dr. Channing var stórfrægur únitaraprestur, sem flestir trúarflokkar, sem ti 1 hans þektu, báru virðingu fyrir). Og allra sfst meðal Islendinga, sem ekki er við að búast, því þessi trúarhreyfiug er op inberlega í svoddan bernsku meðal þeirra og þar af leiðandi fáir, sem geta leiðbeint fólkinu réttilega í þeim efnum, svo það á stuttum tíma geti hlotið svo mikla þekkingu í þeim efnum, að það geti orðið réttilega stolt af henni. Ég er þeirri kenn- ingu fyllilega samdóma, hvað rann- sóknarkenninguna snertir. Það flnst mér himinhrópandi synd, að ætla sér að fjötra hinn spurula mannsanda, sem alt af er að gera tilraun til að brjótast út fyrir það, sem þröngsýnin kallar leyfilegt. Ég fyrir mitt leyti álít ekki hægt, að setja andanum nein takmörk, því hann brýtur alla hlekki, öll bönd umsvifalaust, svo fljótt sem hann nærnokkrum þroska, svo fljótt, sem hann nálgast höfn sins eigin rfkis. Og svo mikið er vfst, að kirkju félagsprestarnir hrynda því fólki mjögmikið frá sér, sem heflV, sterka þrá til að hugsa og skilja, með því að •eggja eins konar höft á fólk, á þess andlegu starfseml,— þeir af prestun um, sem það gera. Og verður það oft til þess, að öll miðlun er ómögu- leg. Til dæmis þessu skal ég nefna nokkur atriði: Prestarnir vilja telja fólkinu trú um, að biblían sé öll samn- le'kur spjaldanna á milli og innblás- in af guði. Mikið rétt. Biblfan er innbiásin af guði, eins og verk allra góðra manna, það af henni, sem gott er og göfugt. En svo vill oft fara svoleiðis, þegar fólk fér að efast um eitthvað, en hefir ekki kjark í sér til að rannsaka, og enga til leiðbeining- ar, að það kastar öllu fri sér og trúir engu af öllu því stórmerkilega, sem biblfan heíir inni að halda. Samkomulag milli presta (kirkju- félagspresta) og þeirra manna eða þess fólks, sem hættir að trúa ein- hverju af biblíunni, veiður þar af leiðandi ómögulegt, sem oft heíii mjög skaðleg áhrif og fyrirlitningu á báðar hliðar. Já fyrirlitningu hjá mörgum hverjum til p estastéttar- innar undantekningarlaust. Og er slíkt alt annað en glæsilegt, þar sem þó prestarnir víðast hvar eru ment- uðustu mennirnir í félagsskapnnm. Olt heyrir maður fólk segja með fyrirlitningar glotti: “Þetta segja p estarnii! Þetta er það sem prest arnir kenna!” ^Jkki finst mér þvf verði neitað, að þetta er sorglegt tákn tfmans. Þetta er eitt af þvf, sem þyrfti endurbita við og það sem fyrst. En hvaða ráð eru til, að Ijjrynda þessu i betra horf? Svari nú þeir, sem svara vilja, og mér eru færari. Ég ætla að minsta kosti ekki að gera neinar tillögur þessu viðvfkj andi í þetta sinn, en gaman væri að heyra einhverjar tillögur þessu við. víkjaudi, svo framarlega að menn finni, að hór er um eitthvert ólag að læða, sem ég efastekki um, að m irg- ur hver finni. (Vlei'a). Fylkiskosningarnar í Ontario eiga að fara fram þann 25 Janúar 1905. SAMSKOT fyrir Odd Halldorsson frá Gimli. A. Eggertsson..............$ 15 B. Jónsson.................... 25 Bj. Jóhannsson................ 50 I. B. Anderson................. 45 B. Klementsoq.*................ 40 E. Gfslason................* 40 Th. Jóhannsson................. 50 F. ‘ Tomson................... 25 S. Sigurðsson............... 1,00 G. Jónsson.................... 50 S. Jónsson.................... 25 E. 'Jóússon.................... 50 M. Hjaltason................. 25 As. Sigurðsson................ ö0 Jóh. Jóhannesson............... 50 B. L. Baldwinson............. 1,00 Sveinn H. Sigmundsson....... 50 S. Pétursson.................. 25 Jón Dalraann.................. 25 A. Fredriksson............ 1,0{) Þorst. Þórarinsson............. 25 Albert Jónsson............... 1,00 Gannl. Helgason................ 50 Henrik......................... 50 G. Ólafsson................... 50 Stefán Sveiusson............... 50 S, Brandson • • • •......... 1,00 Pétur Sigurjónsson............. 50 Sigfús Jóelssori............... 50 jóh, Halldórsson............. 1,00 Jón Brandsson.................. 25 Óli W Ólafsson (Exp-ess).... 1.00 Tryggvi „ *„ ........ 1,00 $18,20, Fyrir ofangreind samskot biður hlutaðeigandi Hkr. að færa gefend- um kæraj þakkír. Maður þessi var hér á almenna spftalanum um tíma í sumar og var tekin af honum fótur inn. Eftir að hann kom út af spít- alanum, dvaldi hann hjá hra. Þórði Jónssyni á Elgin Ave, og var veran þar veitt honumókeypis. 'Auk þess safnaði Þórður miklum hluta af sam- skotunum til hjálpar Oddi áður en hann fór heim tilsío. FYRIRSPURN. Nokkrirmenn mynda hlutafélag, til að kaupa land og fá eignarneim- arskjðl (Deed) fyrir landinu undir nafni félagsins, eða einhverra anu- ara manna,er slarfar fyrir fél"gið. Geta þessir menn notað slíkt'land til eigin hagsmuaa, afnota, veðsetn- ingar, eða sölu, án samþykkis og vituudar hluthafa, eða geta lánar- drotnar þei.ira sem fyrir Iandinu eru skiifaðir á nokkurn hátt haft rótt til slíks landr, þó þeir er fyrir þvf eru skrifaðir kyjnu að að lendu |f tjárhagsleg vandræði? T- J.S, Svar: Hversámaður eða menn sem halda landinu undir sínu nafni, geta gert hvað þeir vilja við það. því þeir eru eigendur þess að Iðg- um. Vérsjáumekki að félagið sem slíkt, hafl nokkurn lagalegan rétt til neins lands, som er undir eins eðafleiri prívat manna. Fn sé á hinn bóginn eignarbréflð [þannig útbúið að það beri með sér að það sé eign félagsins, þá hafaengir privat menn rétt til að nota það til eig:n hags muna, hvorki embættismenn félags- ns né aðrih. Rítstj. EYRIRSPURN. 1. Hefir lestrarfélag hér i Mani- toba réit til að fá ókeypis löggild ingu? 2. Og getur slíkt félag keypt land undir sinu löggilta uafni? 3. og selt aftur og gert aðra lög fulla samninga um þann hluta lands ins, sem það þarf ei til eigin afnota? Svar- Nei. Löggilding fæst undir Charetable Institution lögun- um og kostar Tfu dollars. 2, Félagið getur keypt það land' sem álízt nauðsynlegt I þarflr þess, sem lestrarfélags, og ekki meira. 3. Félagið getur selt land sitt eða aðra fasteign, ef það þarf henn ar ekki. En um löglega samninga á landi sem það þarf ei til eigin af- nota, getur ekki verið að ræða* þar það getur ekkeit slfkt land eignast undir löggildingunni. Ffekari upplýsingar fá<t með því að rita til „Provincíal S-cretary, | Winnipeg. Ritstj. Jolahefti „Cojmopolitan“-blaðsins er nýútkomið, fult af ágætum sög um eftir góða höfunda, svo og skrípamyndum um markverðustu nútíðar viðburði, svo og nokkur skemtileg kvæði. Meðal annars eru greinar um þjóðleg fegurðar ein- kenni kvenna. — Iðnaðarstofnanir i Bandaríkjunum,—Þú skalt ’ekki stela. — Endir gufualdarinnar.— Óeirðir á Frakklandi og ;,Fyrir handan fjöllin b’á o. m. fl. Als er lesmál um 200 bls. og annað eins i auglýsingum. Alt er ritið þrung- ið vel gerðum myndum og hið eigulegasta að öllu leyti. Kostar $1 um árið, 12 hefti, eða lOc. hvert hefti. Eg finn mér skylt að votta hin- um mörgu góðviljuðu löndum mín- um mitt hjartans þakklæti fyrir hina miklu hluttekning í kjörum mfnum, sem þeir sýndu bæð i með peninga samskotum og annari hjálp. Meó því gerðu þeir mér mögulegt að koma upp viðunan- legu húsi yfir mig og börnin mfn, sem mér að líkindum annars hefði orðið ómögulegt sakir hinnar mannvönzkufullu framkomu föður tveggja drengjanna minna, sem hefir fundið köllun hjá sér að gefa þeim tilveru, en lofað mér einni að hafa alla áhyggjuna að viður- haldi þeina. Blaine, Wash. 30. Nóv. 1904. Mrs Jóhanna Goodman. Óskila mertryppi lítið, á öðru ári, jarptað lit. með hægri afturfót hvít an; ekkert merkt, er búið að vera hjá mérsíðan í Maí sfðastl. vor. Högni Guðmundsson. Section 35, 19. 5 W. Lundar P. O. Man. þeir, sem hafa í by£gja að byggja f haust ættu að finna Oddsori^ Hansson & Vopni að máli þvf þeir hafa jörðina, trjáviðinn og allar nauðsynlegar vörur til húsa- bygginga. Qiftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 372 Toronto Street Dry Qóods -OG— Grocery búð. 668 Well'i-igton Avenue, rerzlar með alskyns matvæli, aldini, elervöru, fatnað os fata- efni, selur eius ódýrt eins og ó- dýrustu búðir bæjarins og gefur fagra mynd í ágæt.um rainnm með gleri yf- ir, með hverju $5 00 virði sem keypter. íslendineum er be4t á að kynna sér vörurnar og verðið í bessari bú i. J. Medenek, 0<»H Wellingtoii Ave. Bonnar & Hartley iiögfræðingar og landskjalasemjara -104 tlniu Sl Winnipe« R. A. BONNKR T I.. HARTLBV ‘T. L.’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja » aðia vindla en þá beztu. Búnir til hjá : WESTERN CIGAR FACTORY Ttlio.. Loo. oioon.li, WIITNIPEG. ---------------------------J DEPARTMENT OF AGRICULTURE 5 AND IMMIGRATION 2 MANITOBA mcð járnbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma landafurðum sfnum til markaðar, b/ður óviðjafnanlega hagn- aðarkosti öllnm f>eim sem verja fé sfnu í fylkinu. Fylkisstjórnarlönd eru ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6 00 hver ekra. Ræktuð búlönd í öllum hlutum fylkisins fást keypt fyrir $10.00 til $40.00 hver ekra. Þessi lðnd fara árlega hækkandi í verði. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR Hyggilegasta aðferðin fyrir þá, sem koma til Manitoba með þeim ásetningi að fá sér búlönd, er að vera nokkra daga f Winnipeg og kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan- leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd. Til eru héruð, sem hafa verið bygð um margra ára tíma, þar sem enri má fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. íáum af löndum þessum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl- um tilkostnaði, og sem hafa eins mikla frjósemi til að bera og þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að setja sig niður á þau. Til eru fylkisstjórnarlönd og ríkisstjórnarlönd og jám- brautarlönd, sem enn eru fáanleg. Verðið er mismunandi. Frá $3.00 til $40.00 ekran. Verð- ið fer eftir afstöðu landanna og f tilliti til timburs, vatns, járn- brauta og kauptúna, er á þeim eru eða í grend við þau. Allar upplýsingar um heimilisréttarlönd fást 4 Dominion Land skrifstofnnni. Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd fást á Þinghúsinu. Upplýsingar um C P.R. og C.N.R. járnbrautalönd fást á sknfstofum þessara brautafélaga. Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra manna. Upplýsingar um atvinnu gefur «J. J. GOLDEIV, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg ♦ JÉk jNuHl Hlt Mk Jtfc JÉk jik. 4fc ♦ J HtJS TIL SÖLU * ♦ww* wwwwww r Eg hefi hús og lóðir til sölu víðs vegar í bænurn. Einnig útvega ég lán á fasteignir og tek hús og hús- muni i eldsábyrgð. Office 413 Main Street, Telephone 2030. M. MARKÚSSON, 473 Jessie Ave., Winnipeg S. GREENBURG liau iiiiiiuliii’ 531 TTOTXJSTG- ST. Næsta Föstudag og Laugardag sel ég $10.50 og $12.00 karl- Imanna alfatnaði fyrir aðeins S7.50. — og $9.00 alfatnaði sel ég þá fyrir #ö.í>0. $2.00 buxur seljast fyrir $ I ."45. A Laugardaginn kemur, sel é« Kveunautanyfirpils Pils vanaverð $ 6. nú $ 45Í5 Pils ” 550 ” ».50 Pils ” 5.00 ” »0O Karlmanna nærfatnaður, Vanaverð $1.75, nú á $1120 íslenzka tiiluð í búðinni. Heimsktingla er kærkom- inn gestur á íslandi Lönd, Hús og Lóðir TIL SÖLU Ég hefi lóðir s Scotland Ave., Fort Rouge, fyrir $185—$275 hverja. Lóðir nálægt vestan við C. N. verkstæðin fyrir $150.00, $300 innan lítils tfma. Hús f suður og vestur bænum með góðu verði og skilmálum. Sömu- leiðis lönd f Nýja íslandi og víðar. K. A. Benediktsson, 372 Toronto St. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall i Norövesturlandin Tlu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar. I.ennon & Hebb. Eisrendur MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaönum P. O’CONNELL, elgandi, WINNIPEG Beztu teeundir af víoföogum ok vindl- um, aðhlynuinp, sóð og húsi'' endur- b«tt og uppbú ð að nýju DOMINION HOTEL 523 NÆ_A^XT\T ST. E. F, CARRÓLL, Eigandi. * Æskir viðskipta íslendinga, gisting ódvr, 4» svofnherbergij—ágætar máltíðar. Þetta Hotol er gengt City Hall, heflr bestu Iföng og Vindla —þeir som k&npa rúm. þurfa ekki nauðsynlefa aö kaupa máltíöar, sem eru seldar sérstakar. Skrif'd eftir Verðlista íslenzkir verslu í Canada ættv SEA.L Oí1 Vindla 4 SEAL OE MANITOBA CIGAR CU. 230 KING ST., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.