Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 2
2 JÖLA MLAÐ HFJMSKklNG LU 22 Desembei' 1904 FLÓTTAMAÐUKINN EFTIR G. A. DALMANN Minneota, Minn. llit 'ð fgrir Jólablað Ileim*kr n<ibi 1904 & SN J ÓRINN N A UÐA ÐI J>reytulegíi uin leið ok hann |>rýsti sér að hinuin litlu baðstofu gluggum. Dagsljósið var að [>verra, |>ví dagur varaðkveldi kominn. Vindurinn raulaði við hin visnu |>akstrá með dauðalegum rómi, sem stundum reis hærra og hærra, og lfktist skarkala heimsins, miskunarlaus- um og næðandi. Og svo varð aftur hlé, eins og viðkvæmnin léti til sfn heyra, og með angurþrungnum rómi vildi geta þess. að hiiin hel- kaldi norðanstormur væri að raula hin hinstir víigguljóð yfir hinum visnuðu og dauðu jurtum bæjar- þekjunnar. Baðstofan var ekkert stórhýsi, því hér ræðir um bændab/li upp til fjalla, en sarnt var húsaskipuu haganleg og þrifaleg, eftir [>vt sem vant var að vera á f'iðurlandi voru um þann tíma, er saga þessi gerðist. I öðrum enda baðstofunnar var afþyljað herbergi með tveimur römum, sitt unrlir hverri hlið. I öðru rúminu hvfldi maður með hár og skegg hvítt fyrir hærum. Hin f>ögla tfmans rán hafði ritað merki sín á svip þessa öldungs með svo skýrum dráttum, að engum gat dulist, að dagir hans væru þegar á n.'i.rn ___ i_ 1 _1-i, þreytulegt og hrukkurnar voru djópar og grófgerðar, og ef maður hlustaði, heyrðist að andardráttur- inri var erfiður, ogþreytuleg hrygla f kverkunum, er lýsti þvf, að lffs- þrekið var þegar að þrotum komið. ég verið hræddur við dauðann, hræddur við það sem tekur við; hræddur við þetta eitthvað, sem auðvitað enginn veit hvað er, en sem barnalærdómurinn kendi mér að þekkja og trúa, — og sú trú er grafin á himinn sálar minnar með óafmáanlegu letri, þvf heimurinn f <>11 þessi ár liefir aldrei getað, með fillum sínum vísindum og skarkala, afmáð það, og þvf er það,að ég hefi verið, allan hinn bezta liluta æti rninnar flóttamaður. En sleppum því, farðu og talaðu við vinnufólk- ið og segðu sem er, að ég sé með fullu ráði, og óski þvf af ölln hjarta gleðilegra jóla, og leitastu við að gera alla glaða og ánægða. A með- an ætla ég að draga æfisögu mfna saman í eina stutta og skipulega heild, og svo segja þér hana. jafn- vel þó ég viti, hún þreyti [>ig. En þar það er tfieining mfn, að þetta verði mín hinsta bón til þfn, veit ég þú fyrirgefur gömlum manrri, þó saga mfn verði alt annað en skemtileg.” Hinn aldurhnigni maður lagði aftur augun, og hallaði höfðinu lítið eitt til veggjar. Þið var auð- séð, að hann var sannfærður um, að hinn ungi maður mundi hlýða umyrðalaust, enda gekk hann út úr herberginu og lagði hurðina hægt aftur á eftir sér. Og svo varð þögn 1 herbergi hins deyjandi öldungs, en þó ekki dauðaþögn, því snjórinn rnarraði dauðalega við hinar hálf- freðnu rúður yfir rúmi hins veika manns, og frostvindurinn raulaði yfir hinum visnuðu og dauðu þak- stráum Hurðin opnaðist og inn kom ungur maður, sem leit út fyrir að vera um tvítugt. Hann var hir en grannur, rjóður f kinnum með stór blá augu, sem lýstu samblönd- un af ástog meðlíðan. Hann gekk rakleiðis að rúminu, þar sem hinn aldurhnigni maður lá eins og f eins konar dvala. Hann hagræddi koddanum og strauk hárið frá enn- inu um leið og hann sagði f hlýjum róm. eins og vorblær að enduðu vetrardái: ‘ Mér virðist þú frfsklegri á svip- inn, enn þú varst, þegar ég fór út að hirða gripina. Nú er ég búinn að ljúka mér af og get bráðum far- ið að lesa fyrir þig.” “Já, það er enginn efi á því, að mér lfður betur enn um miðdags- leytið. (Jg eftir að þú fórst frá mér, leið mér illa; ég vissi ekki, hvort ég mundi sjá þigaftur í þessu lffi. Ég bjóst við, að hinn bláþráð- ótti strengur. er tengir mig við það sýnilega, mundi slitna þegar minst varði. Eg bað himnafðður- inn að fyrirgefa mér alla mfna glæpi, sem mér þó sýndust svo við- bjóðslegir, að ég gat ekki annað en efað, að hin eilífa miskunsemda uppspretta mundi geta litið á mál mitt eða lieyrt andvörp mín. Ein- hver dvali eða ró leið yfir mig, og mér fanstég heyra blíðarödd hvísla að mér: “Bið þú um bending.” - Eg hugsaði sem svo: Himneski faðir, ef mér er nokkur von á landi hinna lifendu. þá gefðu mér [>rek f kveld að segja fóstursyni mínum, sem ég elska, sögu mfna O, send þú sálu minni frið á þessari bless- uðu friðarhátfð! Og út frá þessum hugleiðingum sofnaði ég og vakn- aði ekki fyr en vinnukonan setti lampann á borðið. Mér finst ég nú vera albata, en ég veit að það er að eins sála mfn, sem hefir fundið frið. Ég á að öllum lfkindum ekki langt eftir, enrla er [>að f fyrsta sinni á minni löngu og erfiðu lífs- leið, að mig langar til að deyja. Ég er nú sannfærður um friðsæla lending hinum megin. Aður hefi \ “Svo þú ert kominn aftur, er alt fólkið glatt?” “Já, það held ég,” svaraði hinn ungi maður. “Það þykir mér vænt um að heyra. Færðu hægindastól- inn minn svo að ljósið falli skáhalt á svip þinn, þvf mig langar til að sjá hvaða áhrif saga mfn hefir á þig. Það getur vel verið að þú fyrirlftir mig, eins og ég á raunar skilið og enginn hlutur er fjær mér en að misvirða það við þig, þó þú kynnir að fá viðbjóð á mér. Lífsreynsla þln er takmörkuð og sömuleiðis þinn andlegi sjóndeild- arhringur, og þar af leiðandi það að þú getur, ef til vill, ekki skilið hvað ég hefi liðið, enda að makleg- leikum. Það er að líkindum erfitt fyrir þig að skilja, að liinn æðsti dómari hafi s/knað mig, að á hinu eilífa miskunsemdanna úthafi sé engin fjara. En alt þetta lærir |>ú að skilia með vaxandi lífsreynslu. Eg veit að þér er vel til mfn. Þú hefir m irgum sinnum s/nt mér það óafvitandi, en aldrei eins ský- laust eins og nú sfðast, þegar lífs kraftur minn tekur að þverra í hinu strangastríði við hina líkam- legu tilveru. og því fremur er mér áhugamál að fara héðan með ást þfna og virðingu, ef þér finst ég eiga nokkurt tilkall til þinna betri tilfinninga þegar sögu minni er lokíð. Ertu reiðubúinn að heyra sögu mína?” “Já, faðir.” svaraði hinn ungi maður og hneigði höfuðið f b>rris- legri auðm/kt, en svo bætti hann við í lægri og enn þá klökkari róm: “Ei> veit þú ert ekki blóðskyldur, faðir minn, og þvf er það, að ég hlýt að elska þig og virða enn [>á meira, því hefði ég verið blóðtengd- ur sonur þinn, hefði ég álitið vissar skyldur hvfla þér á herðum gagn- vart mér, þar þú varst að nokkru leyti orsök tilveru minnar. En nú skil ég að ekkert þvílíkt skyldug- leika lögmál hvílir þér á herðum, og þvf er það, að allar tilfinningar mínar eins og bráðna þegar ég hugsa urn alt |>að, setn |>ú hefir gert fyrir mig, munaðarlausan ein- stæðing.” Lvo varð þögn. Gamli mað- urinn starði á hinn unga mann með staðf/istu augnaráði, án þess að sjáanlegt væri á svip hans að hann hefði veitt [>ví nokkra eftir- tekt, er unglingurinn hafði sagt. Loks tók hann til máls á þessa leið: “Ég er fæddur í Norður-Þing- eyjarsýslu við Skjálfandaflóa fyrir nærfelt 70 árum. Við vorum að eins tveir bræður, er náðum full- orðins árum. Hin önnur systkini okkar dóu á vormorgni æ-ikunnar, og koma |>ví ekkert við s'igu mína. Jón bróðir mirin var liðugu hálfu iiðru ári eldri en ég. Hann var betur gefin en ég að andlegu og líkamlegu atgjörfi. Sérstaklega var hann fljótari að brjóta hvern hluttil mergjar. Okkur kom vel saman. Við unnumst hugástum. Eg fylgdi honutn á eftir í öllu, eða hreyfðist eins og hann benti rnér. Svona liðu æskuirin. Jón var kominn á fermingar aldu , en ég var lítill. og var [>að þvf gert að ráði hlutaðeigandi prests, að hann biði eftir mér þar til ég yrði nógu gamall að ferinast. Við gengum til spurninga alla nfuviknaföstuna, á miðri viku og helgurn, því prest urinn var samvizkusamur og skyldurækinn maður og fylgdi strangt öllum kyrkjunnar reglurn. Það var einn bær á milli okkar og kyrkjustaðarins. Þar var jafnaldra okkar, dóttir bóndans, sem Sigríð ur hét. Hún var kölluð Sigga og það nafn heiir mér jafnan fundist eiga bezt við hana. Hún var sú ástúðlegasta stúlka, sem ég hefi noákru sinni [>ekt. Hún beið ætíð eftir okkur; og væri eitthvað að veðri,leiddum við hana á milli okk- ar. Okkur bræðrum þótti báðum undur-vænt um Siggu. Hún ya*. líka skýr og skilningsgóð og hjálp- aði okkur oft út úr vandræðaspurn- ingum prestsins. Það var eins og hún vissi fyrirfram hvernig liann mundi sundurliða þessa eða hina lærdómsgreinina. Ég er sannfærð- ur um, að það var henni að þakka, að við bræður náðum ágætis vitnis- bu’ði við ferminguna. Hið næsta sumar var églátinn sitja yfir ánum á nóttunum. Jón bróðir minn gekk að slætti eða sjóróðrum. Sigga vaktaði ær föður síns, og þar eð löndin lágu saman, vorum við ineir og minna saman á hverri nóttu. Viðvöktuðum sólina rísa yfir hið ólgandi, volduga haf, við veittum þvf eftirtekt, hvernig geislaskrúðið eins og logaði á fjallatindunum og færðist mður eftir hliðunum. Við heyrðum fuglana syngja morgun- ljóðin, auðvitað hin sömu, nótt eftir nótt. En eitthvað n/tt vorra í hvert skifti, sem við lifðum saman þessar óviðjafnanlegu töfr- andi sumarnætur, sem hvorki tunga eða penni geta lýst, en sem rennur saman við hina óspiltu unglingssál með himnesku samræmi, sem að eins er skilið og metið um dagmála- bil æskunnar. I Enn tf-minn líður viðgtöðulanst. Æskudraumarnir færðust fjær og [ .u sig að lokum bak við ský- [ bólstra grimmúðugra örlaga. Ég j var álitinn of þrekmikill til að sitja | yfir búpeningi f'iður míns. Eg varð að gegna sömu st'irfum og [ fulltfða merin. Með íiðrum orðum: ' ég var álitinn fullorðinn maður, sem allur barnaskapur væri ósam-1 boðinn. Þegar ég var tuttugu ára, [ ló mín ástúðlega móðir, sem var tlær þvf tuttugu árum yngri en faðir okkar, enda gerðist hann nú hrumur. með [>vf líka hann tók sér dauða móður okkar mjög nærri og gaf sig ekkert við bús/slu. Bróðir minn réði öllu, enda sýndi hann það snemma, að hann var efni f hinn bezta búmann. Næsta haust eftir að móðir okk- ar dó segist bróðir minn þurfa að tala við mig nokkur orð einslega. Þegar við vorum tveir einir, segir hann: “Ég talaði við föður okkar ný- lega um framtíð okkar og niður- staðan varð sú, að við tökum við búinu Við erutn báðir komnir á lögaldur. Við getum virt búiðeins I og okkur sýnist og skift til lielm- inga, svo getur þú annaðtveggja keypt minn part, eða ég þinn, eða |>á f þriðja lagi, að við sitjurn f ó- skiftu búinu, og |>að er það, sem ég og faðir okkar álítum það bezta. í það minsta þar til breyting verð- ur á högum [>ínum, svo þú vildir að við skiftum. Því það getur hœg- lega komið fyrir, að jíirðin verði of lítil fyrir okkur báða. En þá verða nýir dagar og ný ráð. Ég b/st við að giftast með næsta vori, og svo má vera, að þú giftist innan fárra samt var eins og ^ ega hann [dúði talaði til sálna Næsta sumar sat ég einnig yfir ánum að næturlagi, og sömuleiðis Sigga. Við höfðum bæði þroskast tfiluvert. Það var eins og hið barnslega sakleysi vort hefði yfir- gefið okkur. Við sátum nú ald- rei á sömu þúfunni, eins og áður. Það var eins og milli okkar væri veggur bygður úr tfzku og reynslu fullorðins áranna, og þó vorum við æsku-vinir, og enginn atburður hafði komið fyrir, svo ég vissi, er skygt gæti á vináttu vora Mér virtist lífshiminn okkar heiður og blár; mig dreymdi sæla drauma um fullorðins árin, þegar vonir æsk- unnar fullkoinnuðust. Og Si 'gu hefir líklega dreymt sæla drauma, sem ekki hafa verið f samræmi við mínar hugsjónir, en ég vissi það ekki og lifði þvf sæll um þau miss- iri, því mér sýndist lffið liggja fram undan mér, eins og sólroðinn hafflötur. guðdómlega fagur, er mér skildist að aldrei mundi blána íyrir útsynningsbyljum follorðins ár- anna, ára, sem yfir mig hafa liðið með syndum og tárum. “Ég held mér falli bezt, að vera hér kyrr, við ættum að geta grætt á búinu, ef vel er á haldið, og engin stórslys mæta okkur. En hvert er konuefnið?” spurði ég brosandi. Hann roðnaði og leit undan, og sagði svo eins og hann væri að tala við sjálfan sig: “Ég hélt þú vissir það — það er stúlka, sem okkur hefir báðum ver ið vel við, og sem við þekkjum frá barndómi. Hún er fátæk, en fólk hennar er alt heiðarlegt, og þvf er faðir okkar ánægður með ráðahag- inn. — Það er hún Sigga á Hóli.” Mér varð hverft við, en leyndi þvf þó. Það var satt, mér var vel við Siggu, en enginn vissi það nema ég. Nú sem endranær var Jón hlutskarpar i en ég. Hann var ætíð á undan mér. Hann hafði náð ást þeirrar stúlku, er ég unni hugástum. En ég hafði aldrei sagt honum eða nokkrum öðrum frá tilfinningum mfnum. Teningunum var kastað, Jón bar meiri giftu en betur að gæfu sinni, en ég gerði. Hér var engum um að kenna, nema mér. En 'Tar það ekki lfklegt, að vonir mfnar hefðu liðið skipbrot, ef ég hefði opnað hjarta mitt fyrir henni. — Þetta fór alt vel. Ég óskaði bróður mfnum til hamingju um leið og ég sagði, að ég væri f alla staði ánægð- ur með [>á tengdasystir, er hann hefði valið. Næsta vor eftir þennan atburð tókum við báðir við búinu. Eg hafði ömur á sjónum, en Jón aftur á móti vildi helzt á sjónurn vera og sótti hatin af miklu kappi. Ég gekk að landbúnaðinum með öllu því kappi, sem mér var gefið, Okk- ur farnaðist vel, og satt að segja var ég þau ár allvel ánægður með minn hlut Ég trúði þvf að flest, ef ekki öll, tilfelli lífsins stjórnuðust af alvísu afli, og að alt, sem fram við oss kæmi, væri af vísdómsfullu ráði og yrði oss til góðs á einn eða antian hátt, þó oss sýndist oft hið gagnstæða. En svo kotri fyrir at- burður, sem breytti öllu lífi mfnu. Það var komið um veturnætur. Við þræður höfðum þá búið saman þrjú og hálft ár. Heyskapurinn hafði gengið vel um sumarið og alt haustið var hlaðafli, þegar á sjó gaf. Við höfðum tvo vinnumenn. Annar þeirra vargæða sjómaður og hinn mesti fullhugi; hann var því uppáhald bróður mfns. Hinn var miklu meira eftirmínu geði. Kapp- gjarn við alla landvinnu og gætinn fjármaður. Það var eins og þessir tveir menn hefðu verið skapaðir með sérstöku tilliti til þarfa vorra og þægilegheita. Við fórum vel með þá og leituðumst við ineð íillu móti að gera þá ánægða, og það hi-ld ég okkurhafi tekist. * Já, ég man vel eftir [>eim degi. Jón réri með sjómanninum á stóru og erfiðu tveggja manna fari, sem við áttum. Þegar fullbjart var orð- ið, sá ég [>á úti á ystu fiskimið- um. En laust fyrir miðdegi brast á alt f einu hið óttalegasta veður, er stóð hér um bil beint af landi. Sjórinn va’ð á svipstundu að hvít- freyðandi öldukasti. Eitt augna- blik sá ég eins og dökkan dfl út í hafinu, en svo hvarf alt, enda var veðrið [>á orðið svo óviðráðanlegt á landi, að skepriurnar ætlaði að slfta f<’á okkur. En samt með hinu voðalegasta erfiði komum við fénu i liúsin. Hinn stutti dagur var að kveldi- kominn, enda grúfðu kveldskuggar hrygðarinnar yfir heimilinu. Konan var að gráta. Hún leit til mín með tárvotum aug- um og spnrði: “Heldur [>ú þeir geti náð landi?” “Það held ég,” var svar mitt, en ég leir. þó undan, þvf f sannleika talað, sá ég engan veg, er gæti bjargað lífi sjómannanna. Veðrið var óttalegt, og fyrir þeim lá hið | voðalega fshaf. Með undra hraða | braust gegn um huga minn sá hræðilegi virkileiki, að bróðir minn væri druknaður. Meðan ég var að stríða við féð, á meðan ég var sjálfur f lífshættu, hafði ég Utið eða ekkert hugsað um sjómennina, en þega.r ég var korninn í húsa- skjólið. sá tengdasystur mfna gráta j og hún með spurningu sinni kom inér til að hugsa, þá gerði ég mér grein fyrir ástandinu, eins og það var. Ég snaraðist aftur í snjóbarða yfirhöfnina og rauk út í veðrið. án | þess að hirða um orð og bænir fólksins, sem sagði ég væri að ganga út f opinn dauðann. Með illan leik komst ég ofan að sjónum. Ég þekti hverja þúfu og hvern stein, er stóð upp úr fönninni; en mörg- um sinnum fleygði veðrið mér um koll, sem nú var orðið miklu grimmara og verra en fyrr um dag- inn. Þó vont væri við lendinguna, var þar hlé nokkurt, því bakkarnir voru háir og snarbrattir og hér og þar stóðu klettar út úr brekkunni, svartir og drungalegir. Ég gekk fram og aftur í flæðarmálinu. Við fætur mér orgaði sjórinn brim. þrunginn, yfir höfði mér hvein stórhrfðin grimm og vægðarlaus. En sú fásinna, að hugsa sér að nokkur gæti náð lendingu í slfku veðri! En var ekki líklegt að veðr- inu slotaði um miðnæturbilið, og að þeir kynnu þá að ná landi ? En var mögulegt, að þeir gætu varið skipið á rúmsjó f öðru eins veðri og sjógangi? Þeir voru báðir hraustmenni, á bezta aldri, kunnu ekki að hræðast og vanir sjóvolki. En alt um það, það var ómögulegt! Þeir voru báðir dauðir! En guði var enginn hlutur ó- máttugur! Og í barnslegu sak- leysi kraup ég niður við kalt bjarg- ið og bað himnaföðurinn að bjarga lífi mannanna. Mér leið betur á eftir. En nú var óhugsandi, að komast heim, þvf vegurinn var nokkuð langur og óstandandi veður beint á móti. Ég varð því að ber ast fyrir f skjóli bakkans, þar til veðrinu sljákkaði. Ég fór því enn á ný að hugsa um ástandið: Að tveir menn á bezta aldri skyldu drukna frá mfnu heimili. Það var mér léttvæg hug- arfró, að ég liafði aftalið sjóferð- ina, eins og raunar ég var oft van- ur að gera, þegar mér s/ndist veð- ur vera fskyggilegt. En Jón hló að mér, eins og vandi hans var við slík tækifæri; en svo bætti hann við brosandi: “En hvað við eig- um vel saman, að vera svona ólíkir Þér fellur bezt að gaufa eitthvað á landi; en ég elska sjóinn með allri hættunni og hans tröllslegu tilþrif- um. Þegar við verðum ríkir, kaup- um við þilskip, og þá verður þú ekki hræddur um mig.” Ég gekk um gólf alla nóttina undir bökkunum. Með dögun dró ögn úr veðrinu, og ég var orðinn magnþrota af hungri og þreytu og sálarstríði. Þá fyrst fór ég að skilja, að með.burtuveru minni alla nótt- ina hefði ég aukið á sorg heima- fólksins, þvf ég vissi vel, að því var öllu vel til mfn; og einmitt þær endurminnin gar hafa oft dregið sviðann úr sárum mínum stund og stund Eg hleypti í mig hörku og lagði af stað heimleiðis. Veðrið var hlið- halt á móti mér. Vfða þurfti ég að skríða, þar sem svell voru. Eft- ir illan leik komst ég heim, |>ó m.jög þjakaður. Ég sá að tengdasystir mín hafði ekkert sofið alla nóttina. Hún var orðin rauðeygð af gráti og vökum; en bæði hún og alt heim- ilisfólkið lét f ljósi svo fölskvalausa ánægju yfi'' því, að s|á mig lifandi, að ég misti vald á sjáifum mér og grét eins og barn. Eg borðaði Dtið og lagðist fyrir og sofnaði. Eu svefninn varð mér að harmabrauði. Mig var einlægt að dreyma hafrót og skipskaða. Ég þóttist sjá mannshöfuð milli holskeflanna og einu sinni sá ég andlit bróður míns, er leit til mfn bænar augum gegn um náglampa helstrfðsins. Það var að eins augna- blik, en myndin var brend á sálu mína með svo skýrum dráttum, að alt til þessa dags hefir tímalengd- inni ekki tekist, að strjúka hana burtu. Eg hrökk upp. Bróðir minn var meðal hinna dauðu! Það eina var víst. Eg gat ekki sofið lengur, enda vissi ég að liinn eini maður gat ekki komist yfir öll þau verk, er gera þurfti. Ég klæddi tnig í snatri og fór út án þess að yrða á nokk- urn. Eg vann af kappi þar til um dagsetur. Hríðinni hafði að mestu slotað, og hér og þar grilti f stjörn- ur gegn um hrfðarkólguna. Ég var úttaugaður á sál og líkama og gekk þvf rakleiðis til hvíldar og svaf vonum betur um nóttina. Næsta morgun var vonzkuveður, norðanhríð með grimdar frosti. Þessum hríðum hélt uppi hvfldar- laust í viku, og þegar upp birti, var ís kominn inn á liverja vík. hvergi auð vök svo langt sem augað eygði. Það voru sannarlegadaprir dagar á heimili mfnu þennan vet- ur. Ég ssal ekki þreyta þig á ó- þarfa málalengingu um hið löngu liðna. Mér er nær að halda, að ef ég hefði ekki orðið að vinna eins og mér var mögulegt, þá hefði mér orðið lffið nær þvf óbærilegt. En tfininrft leið, þó hægt færi, hver vikan elti aðra, [>að var komið fram á útmánuði. Það varð að gera ein- hverjar ráðstafanir með búið. Mér sýndist tveir vegir um að velja, annar var að skifta eigunum, hinn að halda áfram með búið ósk'ft eins og verið hafði. Eg varð að tala um framtiðina við tengdasystur mfna. Svo var það nokkru síðar, að tækifæri bauðst. Ég sagðist hafa hugsað töluvert um framtfðina og útsk/rði fyrir henni að hvaða nið- urstöðu ég hefði komist. Hún fór að gráta og sagðist engan vin eiga að nema mig, engan sem hún gæti treyst fyrir sfnurn fjárhlut nema mér. Svo sagði hún með töluverðri alvöru: “Mér hefir ætfð verið vel til þfn, ekki vegna tengda okkar Iwldur vegna þess, að ég veit þú ert góður maður.” r Eg misti algerlega jafnvægið á sjftlfum mér. Eg sagði henni alt, sagðist hafa elskað hana frá. þvf við hefðnm verið börn. En af því bróðir minn hefði verið eldri og meira afgerandi en ég, því hefði húnorðið konan hans, en ekki mfn. En nú hefði æðri hönd ritað nýjar rúnir á okkar örlagatjöld, sem vert væri að taka til greina. Búið væri óskift, og eðlilegur erfingi bróður mfns væri ég. Eg sæi enga ástæðu til að sundra búinu, og að með tfm'- anutn mundum við að líkindum koma okkur saman um nánari sam- eign. ° • Þegar ég slepti sfðasta orðinu, leit ég til hennar eins og ég vildi lesa hennar huldu hugleiðingar. Augu okkar mættust og ég sá og skildi að sál hennar blæddi, var- irnar titruðu eins og hún vildi segja eitthvað, en orðin virtust

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.