Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐ HElMSK R XGIXT 22. IVsember 1904. ENGAN flokk manna hefir ís- lenzka þjóðin d/rkað meira en skáldin sfn, og enginn flokkur manna hefir rntt betur braut inn í hjörtu og endurminningu þjóðar- innar, heldur en þau. Ef til vill hefír og enginn flokkur m»nna haft dýpri og varanlegri áhrif á framfara-viðleitni, frelsis-hreyfingu og hag þjóðarinnar heldur en skáld- in, með kvæðum sfnum og s'igum. Þessvegna hafa þau og jafnan verið vinsælust allra manna á Islandi. Hlutverk skáldanna er einkum tvent: Fyrst það, að skemta al- þýðu manna með þýðum og áhrifa- miklum Ijóðum og sögum. Það er- indi hafa þau dyggilega rekið á landi voru. I öðru lagi er það hlut- verk þeirra, að skapa og rækta heil- brigðar þjóðlífsskoðanir í hugþjóð- anna, er lyfti þeim á hærra menn- ingarstig og hreinsi og göfgi alt hið andlega andrúmsloft þeirra. Það hlutverk einnig hafa ýms af skáldum vorum með heiðri ogsóma af hendi leyst: Eggert Ólafsson, Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thor- arensen og GrímurThomsen, kváðu ættjarðarást, kjark og þjóðrækni upp í hæsta veldi með þjóð vorri. Þorsteinn Erlingsson hefir mest allra íslenzkra skálda beitt gáfu sinni til eflingar hreinskilni, dreng skap og sjálfsvirðing, og tilað gera landrækt fir huga þjóðar sinnar lieigulskap, hræsni og blinda leið- þægni. Matthías kveðurlíf og ljós inn á heimili landsbarnanna, og Gröndal vekur fj irgleði þjóðlífsins með kýmni-kvæðum sfnum. Stein- grímur og Guðmundur Guðmunds- son vekja ástablfðu og innileik með ljóðum sfnuin. Og Guðmundur Friðjónsson málar sérkenni lands- ins og hagskipun fbúanna skýrum og djúpum dráttum. Hannes Haf- steinn, Jón Ólafsson og Einar Benediktsson eru skörp og glæsi- leg þjóðmálaskdd; en Jón Thor- oddsen, Gestur P lsson og Einar Hjiirleifsson eru ljúttingsskáld Is- lands. Hallgrfmur Pétursson, Jón Þorláksðon og Valdimar Briem eru guðstrúarskáld, og svo veigamikil, að vart munu aðrar þjóðir ala betri. Öll hafa skáld þessi og mörg önnur ónefnd, starfað að þvf að setja ákveðinn lífsölæ á þjóð sfna, sem styrkir, prýðir og göfgar liana. Með þeim hluta Islendinga, sem hefir fluzt vestur um haf, hefir og borist all-efnilegur hópur ungra skálda og hagyrðinga, svo vartmun nö vera nokkur sú bygð meðal landa vorra hér vestra, er ekki hafi einn þeirra eða fleiri í hóp sfnum. íSnm þessara' skálda hafa þegar trygt sér nafn í fremstu röð ísl. skálda og önnur eru vel á veg kom- in að sama takmarkinu. Heims- kringla hefir þvf fundið s<'r skylt að leiða í þessu jólablaði ýmsa þeirra fram fyrir almenning með þvf að birta myndir þeirra, ásamt með stuttum æfiágripum og skáld- skapar sýnishornum, í bundnu og óbundnu rnáli. Enginn dómur skal hér lagður á efni blaðsins, — það verður hver einstakur lesandi að gera fyrir sig Þess skal og getið, að blaðið hefir ekki átt kost á, að fá myndir eða skáldskapar-s/nishorn frá ýmsum annars velþektum skáldum og hag- yrðingum. körlum og konum, og er það ekki af skorti á virðingu fyrir þeim eða skáldgáfu þeirra, enda ekki rúin f einu blaði fyrir allan þann fjölda lióða og sögu smiða. sem nú teljast með Vestur- íslendingum. T. d. hefði verið æskilegt. að geta birt myndir af Gunnsteini Eyjólfssyni, tón og sögu skáldi, Viíhjálmi Btefánssyni, f Cambridge, Mass., Hannesi BJön- dal, Helgu Baldvinsdóttur, Karo- línu Dalmann, Hirti Leo, Gutt- ormi Guttormssyni o. fl„ sem öd eru vel þekt vestur-fslenzk skáld. En fyrir komandi kynslóðir teljum vér fróðlegt að eiga myndir og skárdskap þeirra, sem nú birtast f blaðinu, til samanburðar við þá afkomendur þjóðar vorrar, sem þá verða hér uppi. Svo óskuin vér lesendum blaðs vo s og Islendingum hvervetna, árs og friðar og gleðiríkra þessara og allra komandi jóla. Útgefenduenir. Tii Hannesar Hafsteins. UM ÁKAMÓTIN 1904—1905 Ég dirfist — þú ert sonur móður minnar — að mæla við þiff eins ogf bróðir þinn; þó Mörinn sértu höfuð þ.jóðar þinnar, í þreyttum fótum sama blóð ég finn. Mi<? særði löngum lof, er skáldin sungu um lyddur þær, er hending silki bjó, og lof sé guði’, hann gaf mér aldrei tungu, sem gæti sleikt upp séi hvern fínan skó. 0 Og lífið færði heimsins helztu kappa í hversdagsföt— það oftast reyndist satt að hjartað engnm óx*við gylta hnappa og oft bar lítill heili stóran hatt. En til þín yfir hafið hönd ég teygi með hlýrri kveðju — glaður minmst þess, að það var íslands heill, en hending eigi, sem hóf þig upp í þennan tignar sess. Ég rnan svo langt — þú manst það eflaust sjálfur — að móður okkar sórstu dýran eið, að vinna frelsi heill, en aldrei hálfur, að höggva þyrna, velta grjóti’ úr leið, að slíta fjötra, sprengja kreddu kletta, að kveikja fegri l.jós í hverri sveit, að bregðast aldrei. — Bróðir, manstu þetta? Nú byrjar þér að efna gömul heit. Já, þá var hjarta þitt á réttnm stöðvum, og þá var blóðið heitt og fjörugt rann, og þá var afl í þéttum, stæltum vöðvum, og þá var sálin ljós, er stöðugt brann, og þá var áugað þúsund neista g.jafi og þá var vil.jinn alda regin sterk, og þá var málið þungt sem gnýr frá hafi og þá var flest, sem spáði’ i m kraftaverk. Ég vona’ að enn þú sért hinn sami Hannes, með sömu stefnu, einurð, trú og þrá, og fylgir engum fram á sérhvert annes í froðuspor, sem kjarki sneiddu hjá, en reynist s^nnur sonur móður þinnar og sviftir skýlu’, er henni ljósið fal; hún skoðar það sem gullrún sögu sinnar, er sál þín reit á þjarg 1 ‘-Kaldadal.” Og veika hörd ég legg sem lítill bróðir að liðnu áii’ í þína sterku mund, og óska þess að allir kraftar góðir þér unni liðs á hverri vandastund. Hjá þér sé öllu göfgu griðastaður og gróðri lileyptu’ í andans brunahraun og veitu Islands fyrsti’og fremsti maður í fleiru en því að taka völd og laun. 810. JÚL. JÓIIANNESSON. F e g u r ð i n Eg tilbið þig ftígurð, ó, tilbið J>ig heitt, Eg tilbið þig ávalt meir; Þvf án þfn er lífið mér ekki neitt; Því án |>fn mér tilveran skilst það eitt; Sem gróðurlaus, grábleikur leir. Þú vekur mér unað, þú vekur mér frið, Þú vekur mér ástarþrá. Þú leiðir mig f r a m a r á lífsins svið; Þú leiðir mig mitt f f>inn töfra klið, —Frá þér er það alt sem ég á. Þú vaktir mér löngun til lífs, og [>rá Að lifa og njóta sæll, Þá sælu og sorg, sem að ástin á. Þá unaðar draumsælu’, er brenna svo má, Að frjáls verður fjötraður þræll. Ó, sælt er að þola þau þrældómsbönd, Sem þaul-vefur ástin blind. Já, sælt er að gefa upp huga og hönd, Vera heillaður, bundinn á líkam’ og önd, I sakleysi hvort eða synd. Sú dulleikans rún, sem er rist mér á sál, Hana ráðið ég sjálfur ei fæ. Eg skil ei, en finn þetta brennandi bál, Svo brýzt fram af vörum mér hulindómsmál Og tónum þess trauðla ég næ. Ég veit þó, að elskunnar ómælisveig, Er einungis stundar gjöf. Ég veit, þó að súpi ég svalandi teyg, Þá samt er mfn tilvera dauðleg,— feig, Og framtfð mfn, — grimmileg gröf. Eitt augnablik lengur! -O, lífið er stutt; Mig langar að elska og [>rá; Að elska’ er að lifa—mitt lífsskeið errutt; Ef lifir mér ástin og burtu er flutt Hver hnyðja er hugur minn sá. S. B. BENEDICTSSON. B I ó m i n m í n Aftfl tera 'ixlenzka mdlið, í i't/ff/ða hiöriu hugyrðinus Ijúðxtuðlum letrað, þuð latHÍr siy fustnr, I.aK: Á vordags morgní o. s. frv. Eg elska frelsi, líf og ljós og braga, Og landið, sem migörlög hrifu frá, Og móðurást, ég man þig alla daga, Og munar-blómin, sælu, von og þrá. Og æskustöð, þar ljúfust rós og lilja, Úr ljósveig Júnf-sólar drukku skál, Eg elska rannsókn, virkileik og vilja, Og vizku, er þýðir tímans bjarka-mál. Oft í skjóli skálda grær, Skrúðmáls fjóla f leynum, Unz af hólum heimsins þvær, Huldu- og jólasveinum. Lýsir fagurt lftt hjá dreng Ljóðmáls dagrenningur Hreyfir braga bjartan streng Byltings hagyrðingur. ÞÓRÐUR KR. KRISTJXNSSON. G æ t þ ú m í n. (Þýtt). I Ó, vertu hjá mér drottinn, dimma fer Og dagur þrýtur; vertu guð hjá mér: Þá önnur lijálp og huggun öll mér dvín, Ó, hjálparlausra vörnin, gæt þú inín. Minn æfidagur óðum nálgast kvöld, Mér unað llfsins hylja skuggatjöld, Og breyting — hnignun, [>oka þreytir sýn. Ó, þú, sem aldrei breytist, gæt þú mfn. Hvert augnablik til stuðnings þarf ég þig Og þú einn megnar falli’ að verja mig. Mun nokkuð geta lilíft sem höndin þín? I hrygð og gleði, drottinn, gæt þú mín. Ég hlæ að hverri ógn, ef á ög þig, Þá engin þraut né sorgir buga mig, Og grafarvald og Hel, með sverðin sfn, Ég sigra, ef þú, drottinn, gætir min. j Og sálii niinni’ á dánardægri lýs Frá dauðans myrk'i, inn f Paradís, Þar skuggar hverfa; Ijós hjá ljósi skfn, I lífi’ og dauða, herra, gæt þú mín. SIG. JÚL. JÓHANNESSON Rósa-blnnd a (ÞYRNIBÓSIN) Tiloinkaö vini mínum, skáldinu J. M. Bjarnasyni. Ég geng mig f skóginn um árdegið ein Því ilmurinn tælir mig sætur, Og blöðin þau titra á grænni grein, Hún grætur ! Já, tár hennar dynja, ó, dögg sú er hrein, Og döggin, hún fellur um nætur. Þá vaknar margtgrátblftt f viðkvæmum hug þar vonirnar örmagna þreyja, í barnglöðu hjarta þær fengu þó flug. þær deyja. Og til þess eg varla hef táp eða dug Frá táldraumum þeirra að segja, En indælarós, hversu angar þú sætt Með árdögg á vanganum rjóða. Hvort hefir þú nokkkuð sem bölið fær bætt að bjóða ? Hvort hefirþig nóttin með nepjunni grætt Og níst úr þér ilmvökvann góða? Ég ber þig nú samt upp að brjóstinu á mér Svo bæti mér ilmur þinn sætur, En hvort eru svo ekki þyrnar á þér! Hún grætur ! Jú, gadda eins sára og bitra þú ber Sem biturt er frostið um nætur. En samt ert þú dý' ðleg með drúpandi brá Og döggina’ á kafrjóðum vanga, Sem lífsgleði’ er æskunnar einasta þrá Að fanga —Þó þyrnarnir stingi, samt þér skal ég ná Og þá er mér launuð mfn ganga. M. J. BENEDICTSSON. F j u 1 1 k o n a n Fjalladrotning bræðra ber Bernsku mœru 3lóðir, Alla lotning veitum vér Vorri kæru móðir. Fanna skrautið svásleg sól, Signir, gyllir. þfðir, Sanna skrautið hugarhjól Hressing fyllir, prýðir, Meðan þjóðin svalan sæ Siglir móður kringum Héðan ljóðin ástar æ Arfar góðir syngjum. SVEINN SÍMONARSON. BJÖRN RUNÓLFSSON SVEINN SiMONARSON gBwcmaaaBWHwwB3HaHMpaa0BHW í S L A N D Eftir K. ASG. BEXEDIKTSSON Aldrei hefir fold svo fftgur Friöaö auga dauölegs manns. r /.SLAND er land miðnætur- sólarinnar, land norðurljós- anna, land jöklanna, og heim- kynui fossanna. Það er svip- fránast og svipfríðast állra landa á norðurhvéli hnatt.arins. Island er eyland, ei alllítið, og liggur nyrst f Atlantshafi, í austur frá suðurnesjum Grænlands, en f vestur frá Noregi, og f norðvestur frá Skotlandi og Suðureyjum. Það er umgirt af sæ á allar hliðar. Það er næst þvf að vera kringlumynd- að f lögun. Það er lengra frá austri til vesturs, en frá suðri til norðurs. Island er ærið vogskor- ið og nesjótt. Það er hálent um miðjuna, og hallar á alla vegu út af hálendisbungunni niður til sjáv ar. Fram úr fjallgarðaklasa þeim, sem myndar miðbik landsins, greinast minni fjallakeðjur og fell. Sumstaðar ganga jöklar alla leið f sjó fram, og eru sumir háir þegar í sjó kemur, og þverhn/ptir. Sum- ir eru að sér dregnir og lækka í sjó fram. Upp frá hafi, inn á milli fjallgarðanna, skerast flóar, firðir, sund, víkur og vogar. Fram f botni flestra þeirra renna fijót, ár og lækir. Þessi vatnsföll koma undan og fram úr fjallabungum þeirn sem mynda miðbik Islands. Með fram flestum þessum vatns- föllum og upp til lands liggja dalir, dalverpi eða hverfi, sem þrengjast og hverfa þá upp til fjalla og ör- æfa dregur. Bygðin er þess vegna mest við sjó fram, og fram eftir dölunum og hverfunum. Engjn bygð er um miðbik landsins vegna fjallendis. Fljótin og árnar sein falla um dali og sveitir fram eiga upptök sfn fleiri tugi mílna inn í landinu, og sum mörg hundruð fet yfir sjávarflöt. Þan eru mörg vatnsmikil og straumhörð, og eru í þeim bæði fossar og strengir harð ir. 8um vatnsföllin eru gagntær og krystalskær, en sum mórauð, og úlfgrá á lit, af jökulösku og fjalla- aur. Vegna [>ess að landið er bunguvnxið og aflfðandi, þá eru þar fá stöðuvötn. Stærst eru þar Þingvall >vatn og Mývatn. Hið sfðarnefnda er fultaf eyjum, hólm- um og skerjum. I því er silungs- veiði mikil og vfða eggver. Loftslag á íslandi er ágætt, svo varla getur annað eins. Af þvf landið er eyland, er veðrátta ]>ar breytileg og fjölkynjuð f viðburð um. Þar blandast saman fjalla- loft og sæloft. Skógar eru þar litlirogafar strjálsettir, því þar er lítið af foröðum og flóum. Jarð- vegurinn er yfirleitt þunnur, þvf rotnunarefni úr jurtaríkinu og dýraríkinu eru þar lítil, nema á stöku stað með sjó fram, og þó hvergimikil. Arstfða veðurfar er þar frekar svalt og kælandi en stöðugir ofsahitar olla þar ekki svækjulofti, eða of þurru loftslagi sem f öðrum löndum, þar hitar eru miklir. Þar eru einnig /miskonar jarðefna uppgufnn, ásamt særaka og vatnsgufum, sem bæta loftið að stórum mun fyrir heilsufar manna. Bergseitlur og brennisteinsgufur, laugar, hverir og ölkeldur, hreinsa og bæta andrúmsloftið undra mik- ið. Væru bústaðir þar og böð sem vfðast í öðrum löndutn, þá mundi fólk flykkjast þangað svo miljón- um skifti á hverju ári, hvaðanæva úr Norðurálfu og Vesturheimi. Baðstaðir þar yrðu þá fljótt hinir nafnkendustu í heimi, sakir heil- næmi og Jandfegurðar. Enn þá erfólkið fátt, sem landið byggir, og verksmiðjur nær þvf engar. Spillir [>vf hvorki fólksfjöldi né verksmiðjur andrúmsloftinu á Is- landi. Það erekki leikfang að 1/sa út- sýni á Islandi. Enda fáir lagt sig í b 1 e y t i með það. Að vísu eru til nokkurar smávegislegar lysing- ar af dal og hnjúk, læk og laut, og hnýta skáldin þar við lýsing á lömbum eða smalastúlku. Heild ar útsýnislýsing af landinu er ekki að finna. Það er rétt sem það hafi rnarrað í eyði frá sköpun veraldar, og þangað hafi örfáir sj 4 - andi menn stigið fæti sínam. Aðr- ar þjóðir vita ógn lítið um nátt- úrufegurðina á Islandi, og [>aðan af minna um auðævi þess og gæði, sem eru margskonar og ótæmandi. Þeir sem búa f landinu þekkja það o^í afarlftið sjálfir. Þoir eru ekki einusinni vaknaðir til að v i 1 j a þekkja [>að enn þá. Þar eru land- gæði ineiri en f öðrum löndum. Þykir fslenzkt sauðakjöt bezta sauðakjöt f heimi, einkum vegna keims og fitu. Landsmenn eiga örðugt til heyfanga, svo fjárræktin bfður stórtjón af þvf. Þau vand- ræði mætti bæta auðveldlega væri landinu sýndur sómi. Annað þjóð armeinið er það, að landunenn kunna ei að afla sér markaðs fyrir kjöt sitt. Sjórinn kringum landið er gullkista. Landsmenn nota hana minst, en þó eru þeir á fram- faraskeiði við fiskifang. Landið er fult af ýmsum niálmum. Þar eru járnnámur vfða, brennisteíns- námur og silfurbergsnámur óþrot- legar. Þar er saltekja og kalk- tekja f stórum stíl, Gull hefir verið brætt úr grjóti frá fjórum stöðum og silfur er þar nær því hreint á tveimur stöðum. Þar eru /msir aðrir málmar í ríkuglegum mæli. Kolalög eru á tíu til tólf stöðum, en liggja en [>á ónotuð að kalla. Ekkert er líkara en þar séu óuppausanFgar byrgðir af steinolíu, þó ei sé enn þá rannsak- að. Þar má framleiða rafmagn til iðnaðar, kostnaðarminna en vfðast annarsstaðar f heimi, með [>vf að beisla ár og fossa landsins. Margt fleira má segja landinu til lofs. Auðvitað hefir það galla, því ber ekki að neita, en kostirnir eru yfir- gnæfandi, væri þeir notaðir rétti- lega. J ó 1 a-u n.d r i n Þar er leikið létt á pöllum, Liðugt stiginn jóla dans. Glymur fram í hamra höllum Hlátrar trölla, og álfar lands, Út úr steinum stökkva’ og góla, Steypa sér f Flosagjá. Ganga f bæi, holt og hóla,— Hamla [>eim það enginn má. Huldukonan hæli finnur Heillar smala kindum frá. Söngva flytur séra Finnur, Sækir messur fólkið þft. B'mdadóttir bæ má hirða Búið alt og jólaljós. Dalbúinn og draugar myrða I dagrenningu fríða drós. Vofur eru víða á reiki, Varlega [>ó fara ber. Jólasveinar josturleiki Jafnan sýna í för með sér. Þá er löng og niðdimm njóla, Náir [>okast gröfuin frá. •Nefnt er þrfnætt [>á til jóla Þegar draugar kveðast á. K. ÁSG. BENEDIKTSSON.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.