Heimskringla - 26.01.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.01.1905, Blaðsíða 4
HEIM8KRINGLÁ 26. JANÚAR 1905 Tel.a3ia l'.O.Box «09 Alltaf er Ös á skrifstofu þeirra félaga Oddson, Hansson & Vopni. Hver keppist við annan að ná í lóðir í Noble Park Það er heldur engin furða þó fólkið langi til að kaupa lóðir þessar, þvf aldrei fyrr hefir þvílíkt tækifæri gefist að græða peninga, eins og einmitt nú í Noble Park. Þeir, sem eru enn ekki jarðeigendur, ættu sem allra fyrst að kaupa sér nokkrar lóðir og verða óðalsbænd- ur f Noble Park. Hverjir, sem vilja fá nánari upp- lýsingar eða uppdrætti af Noble Park, geta fengið það með f>vf að snfia sér til Oddson, Hansson & Yopni BuildÍDK P.S.—Það er þegar böið að selja yflr 700 lóðir. WINNIPEG Heimskringla hefir fengið tele- phone með númer 3512. Þeir, sem eiga erindi við blaðið, eru beðnir að muna þetta. Kaupendur Heimskringlu í Pem bina og einnig í Fishing Lake P. j O., eru vinsamlega beðnir að vitja blaða sinna á pósthúsið, þvf blöðin í öll eru send þangað f einum pakka. Kaupendum Heimskringlu er hér með þakkað fyrir vinsamleg! ummæli um Jólablaðið og blaðið í heild sinni, sem oss berast nú dag- lega f bréfum hvaðanæfa. Oss er það gleðiefni, að geta svo | hagað útgáfunni, að blaðið njóti vaxandi vinsælda kaupendanna, — j þrátt fyrir alla þá galla, sem enn j eru 6 bfaðinu, en sem kringum- j stæður enn sem komið er ekki hafa j ' gert oss mögulegt að bæta úr eins og vér vildum gert hafa og eins og | vér vonum með vaxandi kaupenda- tölu, að geta gert með tímanum Útgáfunefndin. Ungfrú Soffia Bjarnardóttir, Kristjánssonar, frá Reykjavfk, sem hingað kom frá Islandi í sumar sem leið, andaðist á almenna spft- alanum hér í bænum eftir langvar- andi sjúkdómslegu þar, sem byrj- aði með taugaveiki og snérist upp f einhvem höfúðsjúkdóm, svo að nauðsynlegt var að gera tvisvar uppskurð á henni og sem í síðara skiftið lyktaði með andláti hennar. Hr. Stfgur Thorwaldsson, kaup- maður að Akra, N. Dak„ kom hingað til bæjarins f vikunni sem leið, snöggva ferð. Þeirherrar Jón Víum og B. T. Bjamason frá Fishing Lake, Assa., voru á ferð hér í bænum í vikunni sem leið. Únftarar héldu mjög skemtilega samkomu 6 þriðjudagskveldið var f samkomusalnum undirhinni nýju kirkju þeirra. Tveir eða þrfr menn og tvær konur eru kærðar um dráp negra eins, að nafni Geo. King, hér f norðurhluta béejarins f vikunni sem leið. Það em alt útlendingar, ann- aðhvort Pólverjar eða Galicffólk Sterkar lfkur eru þ(;gar fengnar fyr- ir sekt þessa fólks, og er vfnið að vanda aðalorsök glæpsins. Skoð-1 nnarmenn þeir, sem skoðuðu líkið, lögðu fram það álit sitt, meðal ann- ars, að innflutningur þessa fólks til Canada ætti algerlega að verða fyrirboðinn. Svo mörg hryðjuverk, — barsmfð, rán, þjófnaður og morð — hafa verið framin hér f bænum á árinu sem leið af fólki þessu, að full ástæða er t'l að athuga það al- varlega, hvort ekki er rétt að tak- marka innflutning þess miklu meir hér eftir en hingað til hefir gert' verið. Almenningi er farið að að standa hinar mestu stuggur af þessu fólki, og eignir manna, lff og limir eru í sífeldri hættu fyrir þvf. Únitara-söfnuðurinn hélt fyrstu guðsþjónustugerð f nýju kirkjunni sinni á horninu á Sherbrooke St. og Sargent Ave. á sunnudagskveld- ið var. Guðsþjónustan var haldin j f kjallaranum, sem þegar er full- j gerður. Það er mjög smekklegur fundarsalur, á að gizka 40 feta breiður og nær 60 feta langur og 11| fet undir loft, lýstur með 6 öfl- ugum rafmagnsljósum, og hefir breiðan leikpall fyrir innri enda. Um 250 manns geta setið f sal þessum. Enn þá er salurinn hitað- nr með ofni, sem stendur í einu hominu, og gefur hann nægilegan hita. En tilgangur félagsins er að hita upp kirkjuna og kjallarann með gufu, þó þau færi séu enn þá ókomin. Væntanlega verður kirkja þessi fullger innan skams og verð- ur þá lýsing af henni gefin hér í blaðinu. En þess má geta, að söfnuðurinn er nú þegar fluttur í húsið og heldur þar héðan af allar sínar guðsþjónustur og aðrar sam- komur. Svo verður og salur þessi til leigu fyrir sjónleiki og aðrar samkomur, sem landar vorir hér í bæ kunna að vilja halda þar. Ræða prestsins við þetta tæki- færi var vel hugsuð og áhrifamikil. Hann lét þar meðal annars getið þess, að söfnuður sinn gerði enga kröfu til tfundar af vinnuarði safn- aðarmanna,en að hann væntislfkra tillaga af frjálsum og fúsum vilja þeirra, er nægileg væri til viðhalds starfsemi safnaðarins. Þeir Matusalem Ólafsson og Ein- ar Ólafsson, frá Akra, komu hér um sfðustu helgi á leið f kynnisferð til gamalla kunningja f Gimli sveit. Matusalem var einn af frumherjum þeirrar bygðar, en flutti til N. Dak- ota með fyrstu fslen/.ku landnáms- mönnum þar og hefir ekki séð Nýja Island síðan, f meira en 20 ár. Helga magra félagið biður þess getið að Þorrablótið, sem haldið verður f Manitoba Hall á Portage Avenue þann 15. febrúar næstkom- andi verði að öllu svo vandað, sem frekast eru föng til. Samkomusal- urinn er hinn stærsti og fegursti, sem til er f borginni, og er leigan fyrir hann $75.00 um kveldið. Borðhald verður hið bezta; matur- inn tilreiddur og framborinn undir yfirumsjón þeirrar matreiðslukonu, sem færust er talin og forstöðu veitir flestum ffnustu veizlunum hér í borginni. Skemtunir verða : ágætar og al-fslenzkar að mestn ; leyti. Ættu því sem flestir íslend- ingar að sækja blót þetta. Aðgöngumiðar kosta $1.25 og j eru til sölu hjá H. S. Bardal, sem j einnig hefir til sýnis uppdrætti yfir tilhögun borða og skipun sæta. I. A, C. og Viking hockey félög- in keppa í annað sinn um Hansson silfur bikarinn mikla, á föstudags- kveldið kemur. Leikurinn fer fram f Auditorium skautaskálanum eins og fyrri. Komið og sjáið hann Hr. Árni Sveinsson fráGlenboro í Argylebygð var á ferð hér f bæn- um f vikunni sem leið. Hann kom hingað þann 18. þ.m., en fór heim- leiðis aftur um helgina. Hann kvað ekkert tíðinda þar vestra. Mrs. Sigríður Brynjólfsson frá! Cavalier, N. Dak., var hér á ferð í vikunni sem leið. Hún fórausturj í Pine Valley bygð l kynnisför til j bróður sfns, Þórodds kaupmanns, Halldórssonar. Jóhannes Egilsson frá Selki'kJ var hér um sfðustu helgi. Hann kvað f vændum að n/tt 'þósthús verði bráðlega bygt í Selkirk, en óvfst enn hvar f bænum það verð- ur, því að talsverður skoðanamunur er um það, hvort Main eða Evelin Street sé bezt kjörið fyrir þá bygg- í ingu. Þeir menn, sem lögreglan náði f sfðastliðinni viku og kærði um rán, er framið var hér f norðurenda bæjarins, hafa verið formlega á- kærðir fyrir rétti og einn þeirra hefir meðgengið glæpinn og kveðið hina 2 mennina sér meðseka. Full ar sannanir eru og af öðrum vitn- um fengnar fyrir þvf, að menn þessir séu hinu seku. J HÚS TIL SÖLU * +wwwwwwwww Ég hefi hús og lóðir til sölu víðs vegar f bænum. Einnig útvega ég lán á fasteignir og tek hús og hús- muni í eldsáþyrgð. Office 41H Main Street, Telephone 2090. M. MARKÚSSON, 473 Jessie Ave., Winnipeg ♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ Fundarsalur. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Nú er fnll smíðaður hinn n/i samkomusalur Únítara Safnaðar- ins undir kirkjunni, hominu á Sar- gent Ave. og Sherbrooke St. í salnum geta þægilega setið 250 xnanns, og er hann ágætlega vel lýstur og hitaður. Þeir, sem kynnu að óska eftir að fá salinn leigðan fyrir samkomur eða fundahöld, snúi sér til undirritaðs, sem gefur allar nánari uppl/singar og semur um leigu skilmála. F. S WANSON, 630 Sherbrooke St. Ritari Safnaöar- nefndarinnar. Lesið augl/singu frá K. Val- gardsson, Gimli. er birtist i þessu blaði. Hann hefir miklar byrgðir af alskonar vörum, með sanngjömu verði. Jón alþingismaður Jónsson, frá Sleðbrjót, var hér á ferð um helg- ina. Alt tfðindalaust úr hans bygð- arlagi (Álftavatnsnýlendu). Thorsteinn Johnson, Fíólíns-kennari - 543 Victor St. 1-12 tf Safnaðarfandur Safnaðarfundur í Únítara-söfn- uðinum verður haldinn eftir messu næsta sunnudagskveld. Sérstakt mál hefir komið fyrir safnaðar- nefndina, sem hún vill að söfnnð- urinn ráði úr sjálfur. Þetta em menn beðnir að athuga. Wm. AllDERSON. forseti. Á k n æpu m (Aösent) Á knæpumar er komið oft, Þar kraumar vfn á skál, Er upp í heimsins háa loft Frá harmi lyftir sál. Ef einn þar mætir öðrum tveim, Það oftast meinar “kvart,” Svo fara þeir að fá sér “geim,” they feel so good and smart. Enn tfðin líður, vitið vex Og værð, með hverjum “geim,” Unz klukkan stóra klingir sex Og kallar alla heim. Þá vakna þeir frá blfðum blund, Til baka hug er rennt Með tilfinning um t/nda stund Og töpuð nokkur cent. Fyrirspurnir og svör Herra ritstjóri! Viljið þér ekki gera svo vel og fræða mig um eftirfylgjandi: Fyrst—Hvaða bóndabær á Is- landi er það, sem sýndur er f Þjóð- vinafélags almanakinu fyrir árið 1905, ef það er ekki hugmynd? — Annaö—Hver er “addressa” hr. Sig. Júl. Jóhannessonar? Wiöja: Var Eggert, tengdafaðir hr. Johns E. Eldons virkilega fjöl- kvænismaður? Fjóröa: Eru útgefendur að “Bókasafni alþ/ðu” hættir við að gefa,út safnið lengur? Fimta: Hvað er langt frá Win- nipeg til Lethbridge í Alberta, og hvað mikið mundi fargjald báðar j leiðir vera þar á milli? FÚ8I Á IIAT.A S V Ö R.— 1. Þessu getum vér ekki svarað. ‘ 2. Jenners Medical College, 196 og 198 E.Washington St ,Chicago. 3. Nei. 4. Nei. 5. 763 mflur. $52.70. Ritstj. “BALDUR ” óháð vikublað, gefið út af The Gimli Prtg. & Publ Co. (Ltd.,) Gimli, Man. Kostar $1.00 um árið, pantanir, og borgan- ir sendist til, Manager The Gimli Prtg. & Publ. Co., Gimli, Man. — Sýnishorn af blaðinu send þeim er um biðja. Oísli Magnússon, Manager. MINNIST ÞESS að öll bréf og blöð til undirritaðs, hvar sem þau finnast, og hvaðan sem þau koma, verða að sendast til P. O. Box 116, Winnipeg, Man. Styrkárr V. Helgason, nú að 555 Sargent Ave. W’peg. Fáein þakkaro ð Hér með leyfi ég mér fyrir hönd stúkunnor “ísland”, O R. G. T., að votta öllum Good Templurum og öðrum, sem á einhvern hátt hjálp- uðu til þess að samkoman, sem stúkan hélt á fimtudagskveldið, 19. þ. m., varð bæði skemtileg og arð- söm. ÞÓRÐUR KR. KRISTJÁNSSON umboðsm. slúkunnar. Winnipeg, 22. jan. 1905. T akið vel eftirl VERZLUN K. V A L- GARÐSSONAR að Gimli hefir nú og mun framvegis hafa hin beztu kjörkaup, 3em hér verða fáanleg, f þessum eftirfylgjandi þremur grein- um: Flour & Feefl Groceries, etc- Meat martet Kjötverzlanin hefir verið óþekt hér til þessa og ætti því að vera mikil þægindi fyrir fólkið, að geta fengið kjöt á öllum tfmum árs. Þessar vörur verða engar “Til- hreinsunar”-vörur, eins og verzlun G. Thorsteinssonar á Gimli aug- lýsir. Lftið inn og kynnið yður verðið; það kostar ekkert. GIMLI, MAN. - GIMLI, MAN Kennara vantar við Foam Lake skóla, No. 504, frá 1. aprfl næstk. til 1. nóv. Kennar- inn verður að hafa mentastig gild- andi f N. W. T. og tiltaka kaup- gjald. Tilboð séu komin til undir- ritaðs fyrir 1. march. JOHN JANUSSON, ritari. Foam Lake, 19. jan. 1905. wmmrmtm 1 HEFIRÐU REYNT? DREWRY’S REDWÖ0D LAGER1 EDA EXTRA PORTER. Við áb.yr(!ju8tum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Eugin peningaupphæð hefir verið spðruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HR.EINA8TA og LJÚPFENGASTA, sem fæst. Biðjið nm það hvar sem þér eruð staddir Canada, Edward L. Drewry - - tVinnipeg, 1 Hanntacturer A Importcr, 3 fimmumuu mmmimM ■g8gggmg«gi8is»»i«mii88!;ai.» I Hvi skyldi menn I ♦ ♦ £ borga háar leigur inni í bænum, meðan menn geta J ♦ fengið land örskamt frá bænum fyrir ♦ : ♦ ♦ _♦ *: ■♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ «♦ *♦ ”♦ ♦ ♦ !♦ )♦ '♦♦♦♦♦♦• borga háar leigur inni í bænum, meðan menn geta fengið land örskamt frá bænum fyrir GJAFVER Ð? Ég hefi til sölu land í St. James, 6 mflur frá pósthúsinu, fram með Portage Ave. sporvagna-brautinni, sem menn geta eignast með $10 niðurborgun og $5 x mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar flytja menn alla leiö. H. B. HARRISON & CO. Baker Blk., 470 Main St., Winnipeg Skrifstofa mln er 1 sambandi viö skrifstofu landa yftar PXLS M. CLEMENS. byKgingameistara. P I | s::;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;; Til hvers er kaffi og tapa einu pd. af hverjum fimm pundum við það að brenna það sjálfur og eyða þessutan eins miklu eða meiru við ofbrenslu, að ótöldu tfmatapinu. PIONEER KAFFI er tilbrent með vél og gerir það betur en yður er mögu- legt. svo það verður smekkbetra- Biðjið matsalann um Pioneer Kaffi. Betri tegundir eru M o c li a og J a v a Kaffi, til brent. Það er það beza, sem fæst f þessu landi. Haidio bttuiaii •Uoupons,,og skrifið eftir verðlisfcanuni. The Blue Ribbon Mfg. CO. AArijsrisriFEia Gjörið Þetta Oö Þér Munuð Græða á Því. .. Leggið pcninga yðar f State BANKof Hensel. Vétryggiö hús yðar hjé State BANK of Hensel. Borgið skatta yöar hjá State BANK ofHensel. Takiö ábyrgð á uppskeru yöar hjá State BANK 01 Hensel. Féiö fasteignalán yðar hjá State BANK of Hensel. JNO. O, MILLS, féhirðir. LU < h" C0 V Uj ZZ co ZZ LU 03 LL ♦ o +w wwwwwwwwwwwwwwwwwwwWWwww* PALL M. CLEMENS' BYGGINGAMEISTARI. 470 llain St. Winnipeg. BAKERBLOCK. PHONE 2717 J. J. BILDFELL, 505 MAIN STREET selur hns og lóðir og annasfc þar aö lút- andi stðrf; útvegar pcningalán o. fl. Tel.: 2685 Lönd, HÚS og Lóðir TIL SÖLU Notið tækifærið! Kaup ið lóðir á Beverley og Simcoe Strætum, $9.oo fetið. Stendur fáa daga. Ágætar lóðir á Clifton St. $5.oo fetið, nálægt Ellice, Ave. mjög lítil niðurborg- un. Agæt hús með góðu verði í suður bænum. Einnig ágætis lönd f Alberta fyrir $7.oo ekr- una, og léttar afborganir. Þar eru keypt löncl svo nemur tugum þúsundn á hverjum degi. Kaupið lönd þar. Þar er fram- tfðar land! 372 Tnronti. Mt. S. B. Beteiictssoiar fyrir árið 1905 fljúganii forö út um allnn heim. Pað er nú að mun stærra en í fyrra og rlfandi skemtilegt aö efni. I>aö flytur ritdóma, sögur, aifisögur, ritgeröir, kvœði, spakmæli, skrýllur, myndir og fleira, — auk tímatalsins. Daö er nú óefaö ekki einungis l'alleg- asta íslenzka Almanak í heimi, heldur einnig hið langmerkilegasta, og gotur hver sannfœrst mn það. með því að kaupa þaö og lesa. Verð 25 cents Fœst á skrifstofu FREYJU. hjá íslenzk- um bóksölum og hjá umhoðsmönnum víösvegar út um land. Sent póstfrftt. hvert sem er, mót andviröi þess. Utandakrift til útgefanda er: 550 tlarylnnd St., WINNTPEG Umon Grocery and Provision Co. 163 NENA St. horni ELGIN AV Odyr—^ Matvara Allar vörur fluttar heim f hús viðskiftavina vorra með eftirfvlgjandi verði: 16 pd. raspaður sykur...$1.00 9 pd. grænt kaffi....... 1,00 Smðr, pd f kollunni loc. Horse Shoe Snuff, kassi á o.lo 7 pd fata af Jam ...... 0.45 Baking Powder, 5 jxl. kanna, vana verð $l.oo nú á..........0.55 Molasses 10 pd fata ú .... 0.40 Borð Sfróp lo pd. fata 4 o.45 Happy Bome s'pa 7 stykki 0.25 Soda Biscnits, 2 kassar ft... 0.35 Ymsarteg. af sætabrauðipd 0.10 Sveskiur, 6 pd......... 0.25 Rúsínur, lo pd.fyrir.... 0.5o Þorskur, saltaður, 4 pd. á .. 0.25 Og allar aðrar vörur, með kjör- kaups verði, h já Fólk f nærliggjandi þorpum og . sveitum, sem vildi njóta þess- ara kjörkaupa, getur pantað vörnrnar og seut. andvirðið með pðntuninni; skal þeim þá send- ast það, sem um er beðið. J. J. Joselwich 163 N ENA ST. horni ELGIN Ave

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.