Heimskringla - 09.02.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.02.1905, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS ♦ ♦ lslenttur kaupmaOur ♦ ♦ selur Ii»»l og Kldivid ♦ J Afgreitt fljótt og fullur mælir. Z ♦ 537 Eilice Ave. Phoue 2620 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< T. THOMAS, KAUPMAÐCB \ umboðssali fyrir ýms verzluuarfélög ^ 1 Winnipeg og Austnrfylkjunum, ai> w greiöir alskonar pantanir Islendinga nr nýlendunum, peim aö kostnaöar- lausu. SkrifiÐ eftir upplýsingum til ^ 537 EUice Ave. - - - Winniþeg ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ XIX. ÁR. <► * WINNIPEG, MANITOBA 9. FEBRtJAR 1905 Nr. 18 Arai Efigertsson 671 ROSS AVENUE Mione 3033. Winnipeg. Ágæt bújörð Ég hefi ágætis bújörð til sölu við íslendingafljót, 180J ekrur. Ein af beztu bújörðum f þvf bygð- arlagi. Liggur rétt meðíram fljóts- bakkanum. Talsverðtir heyskapur og einnig skógur; ágætis jarðvegur. Verðið að eins $650.22 Eignir hér í bænum teknar í skift um. Til frekari upplýsinga skrifið eða finnið Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Blk Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRlÐS-FRÉTTIR Svo segja fregnir að austan, að Rússar hafl tapað 10 þúsundum manna, en Japanar 5 þúsundum f bardaganum mikla, sem háður var um mánaðamótin við Hún ána. Rússar höfðu þar 60 þús. manns og sóttu fast, en Japanar vörðust, unz Rússar urðu frá að hverfa með miklu mannfalli. Að vfsu náðu Rússar bænum Sandepas, en mistu þúsundir manna í þeim slag. En svo urðu þeir brátt að flýja þaðan aftur undan ofurafli Japana, og á þeim flótta mistu Rússar enn svo þúsundum skifti af liði sfnu. Öll sjúkrahús f Mukden eru full- skipuð og verið að byggja spítala f bænum Harbin til þess að Rússar geti sent þangað særða hermenn sfna. Sagt er, að Japanar hafi náð á sitt vald þúsundum fanga úr her Rússa, og hafi fengið frá þeim mik- ilsverðar upplýsingar um ástand og fjölda hers Rússa. í Pétursborg hefir stjórnin opin- berlega játað ósigur manna sinna f þessari sfðustu viðureign við Jap- ana, ogbætir það ekki úr óánægju þjóðarinnar, sem nú er þess full- viss, að Rússar fái aldrei unnið svig á Japönum í Manchuria, Stjóm Japana hefir ákveðið að byggja nokkur öflug herskip. Tvo slfk skip eru nú í smfðum fyrir hana í Evrópu, og heima fyrir eru Japanar í óða önn að smlða svo stór skip, að engin þjóð hefir betri. Það er nú augljóst orðið, að Jap- anar hafa öflugri skipakvfar og betri útbúnað til skipagerðar, en nokkurn dreymdi um áður en stríð- ið hófst. Beztu skip þeirra skjóta kúlum, er vega 5,400 pund, en þau, sem nú eru f smfðum, eiga að vera útbúin með fallbyssum, sem skjóta 9,400 punda kúlum. Þessi ákvörð- un er bygð á þeirri reynslu, að í sókninni á Port Arthur kom það á daginn, að það var ekki fyr en stærstu og öflugustu byssur Japana komn til sögunnar, að staðurinn varð óverjandi, og þvl talið nauð- synlegt, að slfkar byssur séu einnig & herskipum Japana. Morðmál það er staðið heflr yfir í County réttinum f Pembina N.D. f vetur, hefir nú verið til lykta leitt og féll dómur þannig, að Hartzell sá er kærður var um morðið er fundinn sekur og dæmdur f 5 ára fangelsi. Málið reis upphaflega út af því að Hartzell þessi, er var búsettur f Langdon í N. Dak., og stundaði þar lögfræði, drap nágranna sinn Byron Stoddard út úr landaþrætu er þeir vora í, nú fyrir 2 árum síð- an. Málið hefir svo legið fyrir, alt til þesssa, án þess dómur félli f þvf. Það var fyrst hafið fyrir heimarétti í Langdon, en síðan vís- að til Pembina. MagnúsBrynjólfs- son málafærslu maðnr Pembina county’s, hafði sókn í málinu frá rfkisins hálfu, fyrir Pembina rétt- inum, og hefir þvf unnið það, eins og úrslitin bera með sér. Óspektir halda áfram á Rússlandi, í síðustu viku var ráðist á konsúl Breta f Warsaw á Póllandi af drakknum hermanna skríl og hon- um misþyrmt. Bretar hafa mót- mælt þessu tiltæki og heimta bæt- ur fyrir. — Sú frétt berst frá Pétursborg, og eru háttstandandi ráðgjafar keisarans bornir fyrir þvf, að stjórnin álfti, að hún verði neydd til að veita þjóðinni stjórnarskrá. Komi þetta á daginn, sem vonandi er, þá er einræðisvald keisara og aðalsmanna afnumið um alla kom- andi tíð. Það, sem þjóðin hefir alt- af barist fyrir, er að fá stjórnarskrá, og um leið, að sú stjórnarskrá veiti mönnum lagalega trúarbrngðafrelsi, snmvizkufrelsi og málfrelsi bæði f ritum og ræðu. — Amelfa, drotning f Portúgal, er ef til vill einstök f sinni röð með- al aðalsmanua nú á tímuni. Hún hcldur þvf fram, að cngiun hár eða lágur hafi rétt til að eyða æfi sinni 1 gagnslausu iðjuleysi, jafnvel þótt konungborinn sé Um nokkur undanfarin ár hefir hún lagt stund á læknisfræði og hefir nú lokið námi sfnu og útskrifast sem læknir. Drotning kvað hafa í huga að veita fátæklingunum f Lisbon læknis- hjálp ókeypis, að svo miklu leyti sem hún getur komist yfir það. Hún hefir jafnan látið sér mjög umhugað um vellfðan undirsáta sinna og heimsótt marga hina fl- tækari f þarfir kærleiksstofnana þar í borginni, enda er hún vinsælust allra drotninga f Norðurálfunni. — Kristján garnli IX. Danakon- ungur kvað vera alveg sinnulaus út af ástandinu í Pétursborg. Hann óttast, að dóttursonur sinn muni verða myrtur, ef því haldi lengur áfram, sem nú fer fram, og hefir hann því skrifað hvert bréfið á fæt- ur öðru til dóttur sinnar og keisar- arans og beðið þau að gefa svo lftið eftir við þjóðina. Karl biður keis- ara að láta útbúa stjórnarskrá og losa sig úr álögum þeim, sem á hon- um hvfli vegna áhrifa rússneska aðalsins. Keisarainnan kvað og vera þvf mjög meðmælt. Krisfján gamli heflr lýst þvf yfir, að strax og vori og veður taki að batna, hugsi hann sér að fara til Pétursborgar og reyna, hvort sér verði ekkert ágengt f þessu efni, ef alt sitji þá við það sama. Frá Vfnarborg berast kynleg tfðindi um m&lsókn, sem þar er ný- hafin f borginni Gratz. Málið reis út af þvi, hvort erfingjar hafi nokk- urn rétt til að veðsetja grafir fram- liðinna ættmgja sinna. Fyrir níu árum sfðan lést þar f borginni Karl greifi af Turnfort, formaður her- búðasafnsins, og var jarðaður f skrautlegu grafhvolfi f St. Leonard grafreitnum í Gratz. En svo nú fyrir skömmu var lfkið fært þaðan og grafið á öðrum stað, án þess þnr væri sett ytír gröfina nokkirrt minn- ismerki. Fólk undraðist yfir þess- um tiltektum og tóku nokkrir hers- höfðingjar sig fram um, að heíia rannsókn f málirni, er verið h"»fðu vinir liins látna. Kom það þá 1 Ijós, að bróðursonur greifans átti hér hlut að máli. I mörg ár und- anfarin hefir hann lifað f svalli og óhófssemi og var búinn að sóa öll- um eignum ættarinnar. Auk þess var hann kominn f 60,000 króna skuld við hótelslialdara nokkurn þar f borginni fyrir vfnveizlur og fleira, Veðsetti hann honum þvf gröfina, og er tíminn var útrann- inn, er hann átti að borga skuldina, tók gestgjafinn veðið og seldi graf- hvolfið til svfnaslátrara þar f borg- inni, en lét flytja lík greifans það- an og dysja það á afviknum stað, þar sem ekki þurfti að Ixirga háan legtoll. Málið stendur nú út af þessu, og er búist við, að gestgjafinn vinni það. — Samskota er verið að safna meðal Dalamanna í Svíþjóð til þess að reisa iMons Nilsson Svinhufvud á 400 hundruð ára dánardægri hans minnisvarða, til heiðurs fyrir það, að hann bjargaði Gustaf Vasa und- an Dönum, er hann flýði fyrir þeim eftir blóðbaðið f Stokkliólmi. — Ritstjóraskifti liafa orðið við danska stórblaðið Politiken. Ed- ward Brandes hefir farið frá, en f hans stað ráðinn Henrik Cavling. Cavling er talinn einhver færasti blaðstjóri nú á Norðurlöndum. — Stjórnin á eyjunni San Dom- ingo, við austurströnd Ameríku. hefir gert samninga við Bandarfkja- stjórpina um að koma f lag fyrir sig fjármálum rfkisins. Eftir langa beiðni hafa Yankees lofast til að taka við ráðsmenskunni og er nú samningur því viðvíkjandi undir- skrifaður. Samningurinn er þann- ig, að Bandarlkjastjórn tekur við öllum tollliúsum á eyjunni, og skil- ar eyjastjórninni 45 prócent af því sem inn kemur á árinu. En með afganginum búast Bandaríkjamenn við að geta borgað vexti alla af rík- iskuldum eyjarinnar og þær aðrar skuldir, er á eyjarstjórninni hvfla. — W. J. Bryan var n/lega f heimboði hjá Roosevelt forseta, og við það tækifæri lét f ljósi ánægju sfna yfir stjórnarstefnu forsetans. Sérstaklega sagðist Bryan vera á- nægður með frumvarp það um rfk- isyfirráð járnbrauta, er Rooserelt er í þann veginn að leggja fyrir þingið. Frumvarp þetta ákveður, að þingið skuli ákveða verð á flutn ingi með öllum brautum f landinu, og ef brautafélögin álfta, að of lágt sé farið, geta þau lagt það mál fyr- ir dómstóla landsins, og í þeim dómi eiga að sitja yfirréttar dómar- ar rfkisins. — Voðaleg liungursneyð geysar á Tyrklandi, f Litlu Asíu. Ofan á þetta hallæri bætast drepsóttir, svo að menn lirynja niður f þúsunda- tali. Kristniboðar í þessum hér- uðum hafa skorað á Bandaríkja- menn að létta eitthvað undir með bágindum þessum. — Stærsti demant, er enn hefir fundist, fanst nýlega f námunum við Jóhannesborg í Suður-Afrfku Demantinn vegur 25 únzur, og er hann talinn margra millíón dollara virði. — Sagt er, að Winnipeg bær telji nú 97,401 íbúa. Á árinu sem leið hefir fólkstalan aukist um 25,- 096, og yfir 50 ný stræti hafa verið útmæld. í bænum teljast nú 2,282 verzlunarhús. Af þeim, sem voru á nafnaskrá bæjarins 1876, ervar rúmt þúsund, eru nú að eins 84 eftir; hinir ýmist látnir eða fluttir burtu. — Eftir þvf sem verzlunardeild Canada stjórnar skýrir frá, liafa viðskifti Canada við útlönd numið á árinu sem leið: í innkaupum, $243,590,019; af upphæð þessari er 58 prócent innflutt frá Bandt- rfkjunum, en 26 prócent frt Eng landi. Aftur á útflnttum vörum frá Canada, er alls hafa kamið upp á $211,055,678 á sama tíma eru 56 prócent aðflutt til Englands, en 34 prócent til Bandarfkjanna. PIANOS og ORGANS. Heintznian Jk Co Pianos.-Bell Orgel. Vér seljom með m&Dadarafborgunarskilm&lum. J. J. H MoLEAN & CO. LTD. 330 MAIN St. WINNIPBG. NEW Y0RK LIFE Insuranee Co. “‘..ys?11 Árið 1904 var sextugasta aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 lffsábyrgðar skýrteini að npphæð $342,212.569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lffsábyrgðarfélag hefir selt á nokkru undanfömu ári. — Nærri 20 millfónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur. Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir fél. hækkuðu um 8^ millfón. — Sjóður þess hækkaði um 38 millfónir, er nú $890,660,260.— Lffsábyrgð í gildi hækk- aði um $183,396,409. Öll lffsábyrgð 1 gildi 1. Jan. 1905 $1,928,609,308. CHR. OLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG J. G. MORGAN, MANAGER — Mál það er nýlega útkljáð fyrir gerðardómi, sem Reid millí- ónaeigandi höfðaði mótiNýfundna- lands stjórninni fyrir það, að hún tók í nafni þjóðarinnar eignarhaldi i fréttaþr&ðaskerfi landsins, sem Reid hafði tekið á leigu til 50 ára. Reid heimtaði 3V2 millfónir í skaða- bætur, en fékk með úrskurði gerð. 'vrdómsins að eins rúmlega l^ mill. dollara. — Herra R. L. Borden, leiðtogi Conservative flokksins f Canada, er aftur kominn f Ottawa þingið og leiðir flokk sinn þar eins og &ður, Hann var kjörinn gagnsóknarlaust fyrir Carlton kjördæmið f Ontario. — Fjörutfu þúsundir manna á Póllandi hafa gert verkfall, svo að járn og baðmullar iðnaður hefir al- gerlega stöðvast, og er Rússum það hið mesta tjón. Menn þessir hafa háð bardaga við herlið Rússa þar í landi, og biðu 6 af þeim bana og 48 særðust f einum slag. Sagt er, að alþýða manna á Póllandi sé í æstu skapi og láti all-ófriðlega gegn Rússum. En tvlsYnt er, að þeir hafi bolmagn til að etja við herinn, sem þar er á verði. — Bannsóknarnefml sú, sem setið hefir f undanfarnar tvær vik- u ‘ í Parfs til að taka vitnaleiðslu viðvfkjandi ákærunni gegn Rúss- um fyrir að hafa skotið á brezk fiskiskip, heldur enn áfram starfi sfnu, og er að svo komnu litlu nær, en þá er hún hóf rannsóknina. Mörg vitni hafa verið leidd fram á báðar hliðar, og halda Rússar þvf fram, að torpedo bátar hafi ráðist á skip sín og að það hafi verið jap anskir bátar, sem hulist hafi meðal brezkn fiskiskipanna. Bretar á hinn bóginn hafa leitt fram rúss- neskt vitni, sem ber það, að ölæði hafi verið á mönnum á herskipum Rússa og þeir hafl f æðinu skotið hver á annan og sært og drepið nokkra menn á skipunum. Það er og Bannað, að skriðljós þau, er not- uð eru á herskipum að næturlagi, geta oft valdið misgripum skipa og annara hluta í fjarlægð og að mjög örðugt er að ákveða með nokkurri vissu fjarlægð skipa og hluta með slfkum ljósum, að næturlagi. Enn er rnálinn ekki lengra komið. — I kosningamálinu út af sfð- ustu Dominio’n kosningu í Pro- vencher kjördæminu hefir kjörstjóri neitað, að skýra dóminum frá því, hvar hann fékk kjörlistana með út- strykuðum nöfnum kjósendanna &, og hefir kjörstjóri verið dæmdur til fangavistar, unz hann svari þeirri spurningu. — Nordenskjöld er um þessar mundir að flytja fyrirlestra í Paris um suðuríshafs ferð sína og þykir segjast vel. — Skotar héldu hina árlegu minningar hátfð skáldsins Robert Burn‘s, eins og venja er til, þann 25. jan s. 1. Prof. E. B. Kenrick, fyrverandi prófessor í efnafræði við Manitoba háskólanum, lést að lieimili sínu hér í bænum, 26. janúar 8. 1., úr taugaveiki. Prof. Kenrick var mað- ur á bezta aldri. rúmra 40 ára að aldri. Hann var Englendingur að ætt, en hafði búið hér í bænum fr& þvf 1887. í lwust er leið lagði hann niður embætti sitt sem kenn- ari við h&skólann, en bjó hér áfram í bænum. Jón minn Hillmann! Alþingisrfmurnar þínar skildi ég eftir annaðhvort hjá Margréti konu Halldórs Hjálmarssonar að Akra P. O., eða hjá Brynjólfi Brynjólfs- syni f Cavalier, og bað að koma þeim til þín það fyrsta B. H. Boðskapur skutilsveina Hvað stendur til? Um hvað eru allir að tala? En Þorrablótið! Ætlar þú að vera á Þorrablót- inu? spyrja menn hver annan er þeir hittast. Fæstir eru lengiað hugsa sig um. Sjálfsagt! Hvað heldurðu? En sé ólund í einhverjum og hann snúi upp á sig og segi: Ég hefi skömm á Helga magra og þangað stíg ég ekki fæti mfnum, rekur hinu óðara upp skellihlátur og segir: Ekki batnar þér f lundinni fyrir það, laxi. S&, sem annars súrmúl- ar alla ársins daga, ætti vissulega fyrir það að þakka, að honum er færi gefið á, að vera glaður með glöðum Þorrablótsdaginn. Og það skal ég segja þér fyrir satt, að aldrei verður þú eins skap illur og daginn eftir, þegar þú heyrir alla ljúka upp einum munni og segja: Dæmalaust skemti ég mér vel! Jafnvel hefir aldrei á mér legið sfðan f æsku. Og jafn-mikið yndi hefi ég aldrei haft af þvf að vera íslendingur. Þ& dauðiðrast þú eftir öllu saman og segir við sjálfan þig: Mikið flón var ég að láta vera ó- lunð f mér og fýlu, en fara ekki. Svona töluðu menn í fyrra bæði fyrir og eftir Þorrablót. Og svona tala menn og hugsa núna. Aðrir spyrja: Fyrir hverju er að gangast? Hvað er á boðstól- um? Prýðilegasta höllin sem til er f j borginni. Hundruðum dala hefir verið til kostað að skreyta hana síðan f fyrra. Dýrindis skuggsjár hafa hengdar verið með veggjum öllum frá lofti niður að góltí. Ágætur danssalur annar, þar sem séð verður um, að of nmrgir, er eigi taka þátt í dansinum, þrengi sér ekki inn, svo nóg verði rúm fyrir alla, er spretta vilja úr spori. íslenzkur matur, prýðilega fram- reiddur og öllum krásum öðrum betri á bragðið. Tólf matseljur, forkunnar fagrar, f rauðum upphlutum ogdrifhvftum skyrtum. Tveir skutilsveinar í knébrókum og fornum höfðingjabúningi. Ljómandi kvæði, er sungin verða fyrir minnum öllum og helztu skáld vor hafa fengin verið til að yrkja fyrir þetta Þorrablót. Beztu ræðumenn flytja vönduð enndi fyrir helztu minnum og snerta þá strengi, sem viðkvæm- astir eru f brjóstum Vestur-Islend- inga, og hafa sumir þeirra aldrei áður talað á opinberum samkomum f Winnipeg. Hljóðfærasláttur ágætur og ekki færri en fimm hljóðfæri, sem leikin verða. Rímur kveðnar af helztu lista- mönnum f þeirri grein. Þulur einn flytur þulu, — hvort sem menn þá gæta þess vandlega, er f Eddu segir: “At h'sum þul hlæ þú aldregi.” Ræður má búast við að fluttar verði af mörgum hinna helztu gesta. Og skulu menn eftir þvf muna, að þarna verður mannval Vestur-Islendinga saman komið bæði karla og kvenna. Sungnir verða þjóðlegir söngvar alla nóttina inn á milli, þegar uppi- hald verður, Allar konur, sem íslenzka bún- inga eiga, eða geta fengið sér þá, eru beðnar að koma fram f þeim, ungar sem garnlar. Vestur-íslendingar! Látið nú ekki sæti autt verða. Láiið samkvæmið verða vina- fögnuð svo mikinn, að lengi verði f minnum hafður. Kaupið sæti nú þegar. Talan er takmörkuð. Eng- um selt nema þeim, sem setið geta við fyrsta borð. Ilófið stendur: Þrem náttum fyrir Þorraþræl, 15, febrúar, dag Fástfnuss hins helgn. Munið það! Allir era gestir beðnir að koma, þegar stunclaklukkan f borgarliöll- inni slær ttta að kveldi. Verða menn þá til sætis leiddir, þegar þeir koma, en snæðingur ekki hafinn fyr en allir eru komnir í sæti sfn og samkvæmið hefir sett verið. Skyldu allir gera sér ant um að hegða sér eins hæversklega og sætu þeir til borðs með konungi, forðast alla háreisti, en tala hljóð- lega hver við sinn sessunaut, s/na ræðumönnum hið bezta athygli og skrölta ekki með knífum og forkum né skrika með stólum. Skutilsveinnr Helgn. MINNIST ÞESS að öll bréf og blöð til undirritaðs, hvar sem þau finnast, og hvaðan sem þau koma, verða að sendast til P. O. Box 116, Winnipeg, Man. Styrkárr V. Helgason, nú að 555 Sargent Ave. W’peg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.