Heimskringla - 23.02.1905, Page 2

Heimskringla - 23.02.1905, Page 2
HEIMSKRINGLA 23. FEBRÚAR 1905 Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News & Publish- ing ' Verö blaðsins í Canada og Bandar. $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Senfctil Islands (fyrir fram borgað af kaupendum blaðsins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Regisfcered Lefcfcer eða Express Money Order. Bankaévlsanir é aöra banka en 1 Winnipeg að eins fceknar með aiTöllum. B. L. BALDWINSON, Edifcor & Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 116. Til átthaganna. Það mál hefir vaknað og er ofar- lega á dagskrá sumra blaða á Is- landi, að æskilegt væri að fá fólk héðan að vestan til að flytja til Is- lands og setjast f>ar að. Tvær eru aðalstefnur máls þessa, og tveir flokkar íslendinga, sem vakir fyrir blöðunum að helzt væru fáanlegir til heimferðar. Blaðið •‘Vestri” t. d. kveðst með vissu vita af mörgu fölki meðal íslendinga í Ameríku, sem gjarnan vildi hverfa heim aft- ur, ef [>að hefði efni til þess, og ræður blaðið landstjórninni til að verja fé úr landssjóði, til þess að hjálpa þessu fólki heim aftur. Hin hugsjónin, eða hlið málsins, er flutt í tfmaritinu “Hlfn”. Það blað vill láta stjórn landsins starfa að f>ví, “að fá góða íslenzka menn og bændur vestan um haf, til f>ess að kenna íslands bændum að búa vel á ættjörð sinni með fátt vinnu-1 fólk.” Báðar þessar hugniyndir hafa mikið til sfns ágætis. Það er f fyrsta lagi mannúðleg hugsun, að vilja láta styrkja [>á til Islandsferð- ar, sem ekki geia unnið sér svo | brauð hér vestra, að þeir fái unað i hér hag sínum. Slíku fólki mundi j ljúft að þiggja hjálp af landssjóði íslands, til [>ess að geta komist heim á æskustöðvarnar, þar sem) fæðingarhreppar þeirra mundu keppast um að útbreiðasfna mjúku móðurarma móti vestur-íslenzku þrotaflökunum og ala f>á í alsnægt- um og unaði lffsins, og vfst er um f>að, að illa breytir fslenzka stjóm- in, ef hún sinnir máli þessu að engu leyti, þar sem um svo mikið happ er að tefla fyrir ættjörðina á eina hlið og um svo mikinn fjölda fólk er að ræða á hina hlið, sem ‘Vestri” veit með vissu að hér býr við svo bág kjör, að það vildi fegið komast aftur til Islands, ef það að eins ætti f>ess nokkum kost. Það er sannast sagt, að hrepp- arnir íslenzku hafi á liðnum árum 1 lagt svo af mörkum við Ameríku með ómagasendingum hingað vest- ur, að þeir ættu að finna hvöt hjá sér til þess að fylla nú með fólki héðan að vestan í skörð þau, er urðu við fyrri ára sendingar þeirra hingað vestur. Þau einu vandkvæði, sem hugs- anlega geta á [>essu verið eru f>au, að finna það fólk hér vestra, sem svo er sett efnalega, að f>að yrði j fáanlegt til að nota þetta “heim- boð,” ef það yrði gert. Því að enn hefir enginn, oss vitanlega, látið f>ess getið, af ölium f>eim fjölda, sem hingað hefir flutt, að þeir ósk- uðu að komast heim aftur á hrepp- ana sína, eða jafnvel að þiggja frýa ferð til föðurlandsins, þegar það boð hefir verið bundið þvf skilyrði, að fólkið dveldi á íslandi framveg- is. Þetta hefir verið reynt, með f>ví að bæði Heimskringla og Lög- berg hafa hvort í sfnu lagi boðið j að kosta heim til íslands fjölskyld- ur, sem fslenzku blöðin kváðu hafa ritað heim til ættlandsins ósk sfna, að mega losast úr f>eim kvalastað, er tallinn var að vera hér vestra. j En þegar þessi framangreindu vest- j anblöð auglýstu eftir þessu fólki j og báðu það að gefa sig fram til j að fuggja frfa ferð til íslands, f>á var steinhljóð, enginn gaf sig fram til að Júggja boðið, og s/ndi það Ijóslega, að annaðhvort hafði fólkið j ritað heim f>vert um huga sinn, eða þvf hafði snúist hugur eftir að j Islandsbréfin voru rituð, — eða í þriðja lagi, að bréfin hafi fölsuð verið. Og er sfðasta tilgátan ekki að eins lang-líklegust, heldur svo gott sem sönnuð. eftir fregnum er oss bárust úr Reykjavík um þetta mál. Enda birtust bréf þessi f hlaðinu “Þjóðólfi”, og þarf f>á ekki að efa af hverjum toga þau hafa spunnin verið. Annars mun nú óhætt að ætla, að “Vestri” viti af alls engu fólki : hér vestra, sem vill komast heim til að setjast þar að, og að þessi fyrirsláttur blaðsins sé í þeim eina tilgangi gerður, að villa sjónir fyrir almenningi á íslandi, ef með því mætti ske, að hægt væri að ein- hverju feyti að draga úr vesturfara hug manna f>ar. Þess ber að gæta, að ef einhverjir kynnu að finnast hér vestra, sem hægt yrði að lokka til Islands með landssjóðsstyrk, þá mundu f>að verða f>eir einir, sem ekki mundu líklegir til neinna verulegra f>jóðf>rifa hvorki hér né heima. En hugsun sú, sem “Hlfn” lætur f ljósi, að fá góða menn og bændur héðan að vestan til f>ess að flytja heim aftur, til að kenna Islending- um þar að lifa, hefir f sér heilmikið bæði af viti og sanngimi og sannri föðurlandsást. Þar hyggjum vér að sé verkefni fyrir stjórnina, ef hún telur sér skylt að afla bændum sínum þeirrar þekkingar í búnaði, sem bezt mættiþar að notum koma. Þessi hugmynd er að þvf leyti ný, að hún hefir algerlega hausavíxl á því fyrirkomulagi, sem þar hefir viðgengist að undanförnu. Fram að þessum tfma heflr landssjóður borgað eða styrkt landsmenn til að ferðast utanlands til að læra land- búnað af erlendum kennurum, en hugmynd St. B. Jónsssnar er að flytja kennarana heim til lands- manna og kenna þeim heima hjá þeim sjálfum. Þetta verður bænd- um þægilegra og landssjóði drjúg- um ódýrara, en gamla aðferðin hefir verið. En svo hefir annari nýrri hug- mynd verið hreyft í “Hlín”. En hún er sú, að stjórn íslands fái hæfan Islending héðan að vestan til þess að setjast að á íslandi og vinna að f>vf, að halda fólkinu kyrru heima, með þvf að lýsa svo Ameríku, að vesturferða hugurinn hverfi. Ekki er það beint út sagt, að maður fæssi eigi að launast af landssjóbi til þess að lasta landið (Amerfku), en óbeinlfnis liggur það í orðum ritsins. Nú hafa lagaákvæði gegn því að lasta landið (ísland) verið sam[>ykt á íslandi fyrir nokkrum árum, og erum vér sfst að þvf að finna, en ekki verður þeirri hugmynd varist, að f>að sé nokkuð hjákátlegt, að gera það að glæp á Islandi, að lýsa pví landi svo, að sú lýsing þoli ekki samanburð við lýsingu á kostum annara landa, sem að allra vitund, er til þekkja, hafa mikla yfirburði fram yfir Island, og hversu sannur og réttmætur, sem sá samanburður kann að vera. En hafa þó það á tilfinningunni, að rétt sé að stofna sérstakt “lasts” embætti á kostnað landssjóðs, til þess að ófrægja: Ameríku. Þvf það f>arf enginn að ; efa, að sá Vestur-Islendingur, sem ( það embætti tæki að sér, og gerði1 sér sérstaka ferð á hendur heim til | íslands og festi ból sitt þar, til þess j að inna af hendi þetta göfuga ætl- unarverk, mundi finna það skyldu i sfna, að vinna fyrir laununum, og ! má f>á ganga að því vfsu, að maður f>essi mundi þá heldur halla á kosti j lands þessa og annaðhvort mikla! ókostina, að svo miklu leyti, sem ! hér eru nokkrir ókostir, eða að dylja kostina, að svo miklu leyti, sem verða mætti. í reyndinni mundi staða þessa manns verða sú, að hann yrði bæði óbeinlfnis og beinlínis, að “lasta þetta land.” Til þess að hlynna sem mjúklegast að máli f>essu, lætur ritstjóri “Hlfn- ar” f>ess getið, að þó hann mundi tæpast taka f>essu embætti, þá geti hann bent á hæfa menn hér vestra, j til þess að reka þessa köllun þar | heima. Vér teljum nú mjög svo óvfst, að , stjórn landsins muni svo saurga | sjálfsvirðing sfna, að hún sinni þessari uppástungu herra St. B. Jónssomr að nokkru leyti. En hinsvegar verður þvf ekki neitað, að f>egar slfkar skoðanir birtast í opinberum tfmaritum, þá er ástæða til að ætla, að f>ær séu búnar-að fá j nokkurt bolmagn f hugum fjölda j einstaklinga þjóðarinnar. Vér teljum áreiðanlegt, að með tfmanum verði nokkrir myndar- legir Vestur-Islendingar til f>ess, að flytja heim til íslands, svo fljótt, sem þeir hafa aflað f>eirra efna og | þekkingar, að þeir finni sig færa til | þess, að verða föðurlandi sínu að ! einhverju verulegu gagni, og f>að eru að vorrihyggju fæireinu menn, sem ísland ætti að leggja rækt við að snéri heim til átthaganna gömlu. Það eru ekki svo fáir efnismenn hér, sem iðulega láta þá löngun sfna í Ijósi, að f>eir gætu orðið íslandi að liði, en hafa enn þá ekki náð þeim efnum eða þekkingu, sem f>eir telja nauðsynlega, til þess að geta komið þessum vilja sínum í framkvæmd. En þetta lagast með tfmanum, þótt vér biðjum ekki, því f>að er áreið- anlegt, að Vestur-íslendingar hafa hlýrri hug til Islands og þjóðar sinnar f>ar, heldur en Austur-fs- lendingar telja sér trú um að sé eða að þeir bera til vor hér vestra. Hitt er og vfst, að íslandsstjórn kann að geta flýtt fyrir f>ví, að á- form f>essara Vestur-íslendinga komist í fremkvæmd. En það verður ekki gert með þvf, að stofna sérstakt embætti til að lasta Amerfku. / Avarp til Helga magra (Flntt á Þorrablótinu 15. febr. 1905) Sitjið heilir, herra! Nú hafa liðið margir sólbjartir dagar og skuggafullar nætur sfðan þér námuð Eyjafjörð, skáldanna “yndislega Eyjafjðrð”, árið 890,— Eitt þúsund og fimtán ár eru nú liðin sfðan og er f>að langur tfmi. En hvort málshátturinn: “Ekki finst langt f>á liðið er,” getur heim- færst til yðar, vitum vér ekki, en þó er [>að engan vegin ólfkleg tilgáta, að þér hafið veitt tfmanum eftirtekt og að þér í öliu falli væruð til með að taka undir með skáldinu og segja við oss hér í kvöld: “Alt á skylt við umbreyting,” og benda oss um leið til sögunnar, frá þeim degi, sem þér lituð Island fyrst, og sfðan alla leið niður á vora daga. Já, vér könnustum við sögu feðra vorra og Landnámu. Oss er nafn yðar og ætt kunn, og manndóms andi og minning yðar hefir einlægt lifað í hjörtum Islands sona og dætra, sfðan fyrst að sagan getur yðar í Kristnesi; nafn yðar og minning mun lifa svo lengi sem heimnrinn stendur og Islendingar eru Islendingar. Eitt þúsund og fimmtán ár er langur’ tími, og mikil umbreyting er nú orðin á öllu, frá því sem átti sér stað í landnámstfð, eða þegar þér við rausn og risn voruð óðals- herra í Kristnesi við Eyjafjörð.i Vart mun yður hafa grunað það á ! þeim dögum, að þér munduð eiga eftir að flytja til Ameríku, og halda hör árlega “Þorrablót” með löndum yðar. Yður hefir f>ó máske hug- kvæmst, að umbreyting mundi geta átt sér stað, en að hún yrði eins mikil eins og sagan sýnir oss, það mun yður varla hafa dreymt um, þvf síður, að þér hafið séð það fyrir fram. En svona gengur f>að nú í heim- inum. “Alt á skylt við umbreyt- ing” og “lífið er eilff boðabönd.” Lítum til landins, sem þér numd- uð; lftum til þjóðarinnar. Er J>að ekki mikil umbreyting, sem orðin eráöllu? Eg get varla skilið, að | f>ér þekkið ísland fyrir að vera | sama landið, sem það var, og f>á er ! f>jóðin. Alt er umbreytt, næstum óþekkjanlegt. Lögin liafa breytzt, trúin hefir breytzt, allir siðir manna og liáttalag liefir breytzt. Island er nú ekki lengur lýðveldi, hið fyrsta lýðveldi, sem til var í heim- inum. Það er nú komið undir Danastjórn, og hefir verið það, eins og yður mun kunnugt, f mörg hundruð ár, og hamingjan ein veit, hvort það nær nokkum tíma sínu foma frelsi og frægð. Islendingar eru samt auðvitað Islendingar, eins og f>ér sjáið á ýmsu háttalagi voru i hér í kvöld, en þeir eru samt ekki sömu mennirnir, sem þeir voru á landnámsdögum yðar. Þeir hafa breytzt mikið, sumt af þeirri breyt- ingu er sjálfsagt til batnaðar, en sumt er aftur verra. Um þessa breytingu f>jóðar vorr- ar þýðir oss lftið að tala; hún er að sjálfsögðu mikið eðlileg. Eg drep svona á þetta í fáum orðum> rétt til þess að vekja athygli yðar á f>essu, f>vf tfminn leyfir enga óþarfa mælgi 1 kveld. Samt get ég ekki hjá mér leitt, að benda yður sér- staklega á eina stóra breytingu sem átt hefir sér stað hjá þjóð vorri, en hófst þó ekki fyrri en á sfðari hluta hinnar 19. aldar, en f>að er vestur- heims-flutningur vor. Hvernig annars líst yður á þá tilbreytingu? S/nist yður ekki að hún hafa verið og sé góð. Eruð þér ekki til með að samsinna það með mér að Vest- urálfu flutningur Islendinga sfðast- liðin 30 ár, sé f>að lang-merkileg- asta og heillaríkasta, sem komið hefir fyrir f sögu þjóðar vorrar, sfð- an þér kyntust henni fyrst? Lfst yður ekki vel á Amerfkn ? Er það ekki satt, að hún sé “land hins þróttarmikla og nýja,” “vonarland hins unga sterka manns” ? Getið f>ér sagt oss frá nokkru, sem að meira hefði aukið frægð vora og frama, vöxt og viðgang, en Ame- rfkuferðir? Gjörið f>ér svo vel, að líta yfir hópinn, sem héma er sam- ankominn í kveld; er hann ekki fallegur og frjálslegur? Haldið þér að gamla landið, eins og það er nú, mundi hafa breytt við oss eins og f>essi nýja fóstra vor hefir gert og mun gera í framtfðinni? Finst yður f>að nokkurt efamál, að vestur- heims flutningur vor sé reglulegt þjóðarlán, lán og gæfa, sem bæði Vestur og Austur Islendingar geta stært sig af, og merkasti við- burðurinn í sögu þjóðar vorrar? Ég veit að f>ér fallist á þetta, ég sé það á ánægjubrosinu, sem leikur um varir yðar og andlit í kveld. Þér hefðuð óefað hvatt landa yðar til að flytja til Amerfku, ef þér hefðuð vitað, að hún var til, þegar þér voruð í broddi lffsins, og sjálf- j sagt farið hingað fyrri, og verið nú viðurkendur á meðal vor sem Helgi frændi, “uncle Helgi”, ekki sfður en “uncle Sam” Bandaríkjamanna. Samsæti (Þorrablót) það, sem [>ör hafið boðið oss til, og vér sitjum hér f kveld, bendir oss á forna rausn yðar og risn. Það má heimfæra það til yðar, “að lengi er eftir lag hjá þeim, sem listir kunnu til forna.” Oss, þó yngri séum, lfst vel á yður í öndveginu yðar, og vér óskum yður af heilnm hug, til langrar og ógleymanlegrar framtfð ar. Vér skoðum yður hér í kveld sem fmynd fornrar fslenzkrar j hreysti og drengskapar; fyrirmynd sannrar vináttu, fóstbræðralags og1 félagsskapar. Vér göfgum sögu yðar og landsins, sem f>ér tókuð yður bólfestu f fyrir 1000 árum.; Oss finst dugur og hreysti fornald- arinnar umfaðmi oss á f>essu kveldi. Og það eruð f>ér, gamli íslenzki Helgi magri, sem hafið vakið þessa tilfinningu hjá oss. Lengi lifi nafn yðar og minning á meðal vor. Megi saga yðar, nafn og minning verða oss sú framfarahvöt, sem kenni oss að breyta svo og starfa að nafn vort verði ódauðlegt, og minning vor, sem landnámsmanna hér í Ameríku, alveg ógleymanleg, lengst og langt fram í ókomnar aldir. Einn af gestunum. Hverjir eru óvinir kristindómsins? Þessar og þvílíkar spurningar gerðu vart við sig í huga mínum við að hlusta á æðstupresta og öldunga kirkjufélagsins á trúmála- fundum þeirra, að kveldi hins 13. og 14. þessa mánaðar. Af tvennum ástæðum finn ég mig knúðan til að tala nokkur orð til hinna miklu manna. Fyrri ástæðan er, að það er ekki ennþá búið að gera mér skiljanlegt, að bezta ráðið sé að þegja og setj- ast niður f hægindastól með góðlát legu brosi, ef að manni og vinum manns og því málefni, eem maður ann framþróunar, er misboðið, gert rangt til. Hin önnur ástæðan er sú, að ég álft að prestarnir, mikilmennin, sem eru svo sanngjarnir og algóðum guði svo þóknanlegir, tali á móti \ betri vitund (með öðrum orðum: á móti góðri samvizku), þegar J>eir j halda f>ví fram, að allir þeir sem j standa á móti sumum hinum hé- | gómlegustu kenningum í hinni svo nefndu lútersku, að allir þeir séu óvinir kristninnar. Sökum þess,að ég hefi nýlega látið það opinber- lega f ljósi, að ég mundi fremur fylgja únftarismus heldur en liinni lútersku trú, eins og hún er hér kend, — f>á ætla ég að taka það fram, að ég er engu minni vinur kristninnar eftiren áður,og þannig j álft ég alla, sem trúa og breyta eftir j únitariskum trúarlærdómum. Því ! si sem er óvinur kristindómsins, ! hann hl/tur að vera óvinur trúar- ! lærdóma únftara. Öll þessi ár, sem ég hefi verið hér í landi, hefi ég staðið utan við söfn- uði. Ég var þeirrar skoðunar fyrst eftir að ég kom frá Islandi, að f>að gæti ekki liðið á löngu þar til prest- ar kirkjufélagsins sæu þann kostinn vænstan, að minka sínar bóksafs- pintingar í hinni fomu mynd. Ég gekk jafnvel svo langt að halda því fram (f>ar sem ég fann mesta óánægju yfir framkomu lútersku prestanna), að þetta færi að breytast til batnaðar. En ég finn, að þar hefi ég farið villur veg- ar. Prestarnir brúka sömu aðferð- ina núna og æðstu prestarnir höfðu á dögum Krists. Þeir reyna með öllu móti að deyfa sálarsjón fólks- ins, alveg gagnstætt þeirri aðferð, sem Kristur viðhafði; hann kendi fólkinu með þungskildum dæmi- sögum með f>annig löguðu fyrir- komulagi, að það var til að auðga og fegra hugmyndaríki fólksins og kenna því að þekkja guð í dýrðlegri mynd, heldur en hægt er víðast að þekkja hann f gegn um gamlatesta- mentið. Hann var ekki alt af að brjóta heilann um, hvernig hægt væri að fá fólkið til að byggja sem hæzt musteri eða fá löggildandi reglugerð, sem [>vingaði fólkið tif að borga vissa upphæð til presta og kirkna. Hann hetír treyst prestun- um til að sjá um þann hluta guð- fræðinnar. *Það er annars eftirtekta- vert, og jafnframt dásamlegt, hvað Kristur kendi oft frá sínu eigin brjósti, en ekki gamlar f>ulur frá tímum gamlatestamentisins. Niðurstaðan verður sú, eftir því sem maður reynir að skilja betur verk Krists, eftir því finnur maður það betur, hvað stefna hans og kenningar eru ólíkar kenningum og stefnu flestra nútfðarpresta lútersku kirkjunnar. Hvað eru þá þessir prestar? Eru ekki margir af feim óvinir kenninga Krists? Eru f>eir ekki margir hverjir lfkir æðstu prestunum og foringium fólksins á Krists dögum? Láta þeir ekki krossfesta marga fagra, göfuga og góða hugsjón, /mist gera það sjálfir eða hafa aðra til að gera [>að? Og svo mikið er víst, að ekki fylgja þeir skoðunum Lúters f f>eim efn- um. Hinn frægi prestur og menta- vinur Kristofer Janson segir meðal Iannars: i “Þó að Lúter gerði enga breyt- ingu við þáverandi skoðun áþrenn- ingarlærdóminum, var hann samt svo reiður við þennan stað, að hann fyrst og fremst slepti honum úr biblíuþýðing sinni og lýsti f>ví næst alla í bann, sem dirfðust að taka hana upp aftur. Samt sem áður I smeygðu lúterskir guðfræðingar í honum inn aftur 24 árum eftir 1 dauða Lúters.” Af þvf það var ásetningur minn, j þegar ég byrjaði á [>essum lfnum, j að vera fáorður, þá ætla ég ekki að I taka upp fleira eftir hinn fjölfróða ! höfund Kristofer Janson. En ef ! ég af einhverjum ástæðum gerði síðar tilraun til að sýna fram á, hverjir eru óvinir hins sanna krist- indóms og hinna réttu og upphaf- ! legu kenninga Lúters, f>á hefði ég kannske hliðsjón af verkum hans i og þeirra manna, sem s/na f>að í verkinu, að þeir vilja fylgja hinni kennimannlegu aðferð Krists, og þeirra manna, sem vilja hagnýta sér ! réttilega verk hins mikla og frum- ! lega höfundar (Lúters). En ekki hinna, sem vilja hlaða í kringum sig ókleyfum garði af tómum kredd- um páfadómsins. Nei, tökum held- ur undir með skáldinu okkar, sem segir: “Þarna stendur þú mfn kyrkja, f>ú sem fyrri leiddir mig; viljurðu enn mig vemda og styrkja verður f>ú að bæta f>ig. Burt með karar kristindóm, kredduvald og páfa í Róm! Burt með trú f tjóðurhafti! Trúin býr f dáð og krafti. Trúðu frjáls á guð hins góða, guð er inst í þinni sál; guð erlff og lyfting þjóða; lærðu drottins Hávamál Hugsa mest um hver þú ert, hræsnislaus og sannur vert. Rístu svo og rektu á, flótta rökkurvofur f>rældómsótta.” Fáein orð meira: Ég vildi mælast til við alla, sem unna sannleikanum, einkum og sér- ílagi tala ég til þeirra frjáishugs- andi manna, sem hlustuðu á trú- málafundi prestanna, ég vildi mæl- ast til, segi ég, að þeir vildu kynna sér hvort únftarismus f sinni réttu mynd er óvinur kristindómsins. Ég skal taka það fram, að mín skoðun er, að sumir þeirra manna, sem telja sig tilheyra únftariskum félagsskap hér í Winnipeg, séu heldur til að fæla menn frá þvf mál- efni, en laða menn að [>vf. Þess vegna er um að gera, að kynna sér málefnið sjálft, en ekki að hlaupa eftir f>vf, sem hinn eða þessi segir. Jafnvel getur verið valt að treysta þvf, sem hinir útvöldu þ.iónar segja hvað f>vf málefni við víkur, og ef séra F. J. Bergmann eða einhver annar vildi sannfæra mig um, að ég fari þar með rangt mál, þá inundi það stórlega gleðja mig. Þess er vert að geta, að f>að kom j eitt atriði fram á öðrum þessum j trúmálafundi, sem er þess vert, að þvf sé haldið á lofti Forseti kirkjufélagsins lýsti f>vf yfir, að það ættu engir að ganga inn f lúterska söfnuði, sem findist að einhverju leyti þeir ekki geta fylgt þeirri kenningu. Hann (for- setinn) gekk jafnvel svo langt að segja, að þeir menn ættu ekki að fá inngöngu f söfnuðina. Þetta er at- riði, sem hefir mjög mikla þýðingu, að minna og hvetja fólkið til að hugsa um. Hversu oft heyrir mað- ur ekki fólkið koma út úr kirkjun- um og bannsyngja allar trúarbragða kenningar, að eins fyrir fá atriði, sem f>að fellir sig ekki við? Það væri sannarlega óskandi, aJ

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.