Heimskringla - 23.02.1905, Síða 3

Heimskringla - 23.02.1905, Síða 3
HEIMSKRINGLA 23. FEBRÚAR 1905. íslendingar færu að sýna sjálfum sér og öðrum meiri hreinskilni, heldur en f>eir hafa gert, bæði f trúarefnum og öðru. Hræsni og tíhreinskilni öll eru einhver hin sví- virðilegustu rotnunar-átumein þjóð- anna,hvort lieldur er í kirkjulegum málefnum eða öðru. Þeir, sem eru ánægðir í lútersku kirkjunni eins og hún er, þeir séu kyrrir. Þeir, sem eru sár-óánægðir með einhver atriði, f>eir leiti sannleikans. Geta hræsnarar verið vinir hins sanna kristindtíms? Elkaði ekki Kristur hreinskilni? Aðalsteinn Kristjdmson. Islands-fréttir. Islands blöðin (“Þjóðviljinn,” “Reykjavfk”, “Ingólfur”, “Fjall- konas” og “Hifn”) bárust oss í síð- ustu viku. Þau ná fram að 22. janúar, og drepum vér hör 4 híð merkasta af innihaldi þeirra: “Hlfn”, gefin út af St. B. Jóns- syni í Reykjavík, flytur aðallega lýsingar á ýmsum þeim Ameríku- vörum, sem útgefandinn hefir til sölu par heima. Þess utan eru f blaðinu greinir um Ameríkn-ferðir, með samanburði á verði á nauð- synjavörum hér og f>ar, miðað við peninga að eins, en ekki kaupgjald fólks eða gjaldpol, sem þó hefði rétt verið.—Mölun og mjöltollur.— Tvent ólíkt.—Skýrslur og skrítlur, m.m. Þetta hefti “Hlfnar” er ekki eins fróðlegt og sum hin fyrri, enda fátæklegra miklu að pappfr og öðr- um ytra frágangi ekki síður en að innihaldi. “Reykj vík” 21. jan.: Milli 40 og 50 ný hús eru f vetur bygð norðan í Skólavörðuhæðinni. ISiy gata er lögð þar, samhliða Grett- isgötu, og heitir Njálsgata. Flest eru þessi nýju hús smá.—Sæmund- ar Eddu ætlar nú Sigurður Krist- jánsson bóksali að gefa út og sér Finnur Jónsson prófessor í Kaup- mannahöfn um útgáfuna. Bókin verður prentuð hér, en prófarkirnar sendar til Khafnar. — Bindindis vinir í Húnavatnssýslu sneru sér sfðastliðið sumar til forstöðumanns Carl Höepfners verzlunar, hr. A- Sörensens, með tilmæli um, að hann hætti áfengisverzlun 4 Blönduósi. Hann skrifaði peim bröflega f haust og synjaði. Meðal annars, sem hann ber fyrir sig, er það, að all- mikil áfengissala fari fram í sýsl- unni utan verzlana. Því til sönn- unnar tilfærir hann f>að, að einn bóndi f sýslunni, sem hann nefnir fullu nafni, hafi á fyrri helmingi nýliðins árs fengið með skipum 700 potta af áfengi, brennivíni og whisky. Hr. Sörensen hyggur, að hætti hann áfengisverzlun, muni þessi bóndi flytja inn ef til vill þeim mun meira af þessari vörui og þá sé ekki fyrir neinu að gang- ast fyrir áfengisóvini. Sömuleiðis lætur hann þess getið, að sér hafi verið sagt, að á Hvammstanga séu mjög fjörug brennivfns og whisky viðskifti (en meget livlig Yirksom- ked með Br.vin og Whisky) og á- fengis sé par aflað á ýmsan hátt. (“Fjk.”).— Iðnaðarmannafélag var stofnað f vetur á Akureyri til þess að efla framfaraviðleitni í iðnaði 1 kaupstaðnum og nágrenninu. — “Gjallarhorn” skýrir frá því, að Jón Þorlákssou mgeniör hafi rannsakað leir, sem tekinn var í landeign Syðra-Krossaness við Oddeyri, og segi um þá rannsókn f bréfi frá 4. des. sfðastl.: “TJr leirnum voru mót- aðir steinar, sumpart úr leirnum tómum, sumpart úr leimum blönd- uðum sandi. Steinarnir þornuðu allir án þess að springa eða rifna, og við brensluna sýndi pað sig, að þegar hitinn var eigi minni en 1000 stig C„ fékst dágóður múrsteinn. Mátulegur brensluhiti er um 1050 stig C. Samkvæmt þessu læt ég í ljósi pað álit mitt, að úr leir þessum megi búa til múrstein.”— Vestur- íslendingur, Hálfdán Jakobsson, sem um mörg undanfarin 4r hefir verið f Ameríku og grœtt þar stór- fé, hefir kcypt Héðinsliöfða af Sig- urjóni dbrm. Jóhannessyni áLaxa- mýri fyrir 10 f>ús. kr., að sögn. (“Gjh.”).— Flóvent Jóhannsson bú- fr. sleppir Hólabúi í Hjaltadal í vor, en við tekur Geirf. Tr. Frið- finnsson á Garði í Fnjóskadal. Fló- venthefir keypt Sjávarborg í Skaga- firði (“Glij.”).— Þllskipunum hefir fjölgað í sumar sem leið við Eyja- fjörð um 4 skip. Eitt fórst í vor við hákarlaveiðar, en 5 hafa verið keypt, eitt peirra 90 tons, og er það stærsta fiskiskip Norðurl. (Stefnir). —Skarlatssótt hefir verið að stinga sér niður í Eyjafirðinum í vetur á Svalbarðseyri, Oddeyri og inni í Héraðinu. — Sjúkrask/li er verið að koma upp á Eskifirði fyrir for- göngu læknisins þar, Friðjóns Jens- sonar, en með samskotum innan- héraðs (“Nl.”). “F j all kona n”, 13. des. Fiskafli er nú kominn við Isafj. djúp f>egar gefur, eftir fregnum sem komu með ‘Tryggva konungi.’ — Taugaveiki er komin upp á Blönduósi. Tveir menn höfðu lagst er sfðast fréttist. Húsin, sem þeir ltggja í, höfðu verið sóttkvíuð.— Eldey er leigð af lsndsstjórninni Chr Lehmann Gram, dönskum manni, til þriggja ára, fyrir 1000 kr. eftirgjald á ári. Hún er, sem kunnugt er, eyðiklettur út af Reykjanesi. Leigjandinn ætlar sér að flytja fugladrft paðantil útlanda til áburðar. (20. des.). Sæluliúsið við Jök- ulsá 4 Fjöllum hefir, að sögn, n/lega orðið 14 kindum að bana, segir Nl. Fé var rekið inn f kjallara, en hann reyndist of lltill ogvoruþá nokkur- ar kindur látnar upp á loft. Bit arnir undir gólfinu voru orðnir svo fúnir, að f>eir hrundu niður undan f>unga fjárins, og fór alt niður á féðf kjallnranum. Onnur hliðin á gólfinu lenti 4 stoðum frá hesta- stalli, og varð f>eim kindunum til lffs, sem af komust. — A sunnud.- kveldið var var samþykt á safnað- arfundi fríkirkjunnar, hér í bænum að lengja kirkju þeirra um 15 álnir 4 næsta sumri. Kirkjan er nú 20 auk forkirkju. Eftir þennan við- auka verður hún langstærsta kirkj- an á landinu. Dómkirkjan mun ekki vera nema 30 álna löng. Söfn- uðurinn eykst stöðugt að stórum mun, svo stækkunin var alveg óumfl/janleg, enda samþykt með öllum atkvæðum. (13. jan). Benedikt Gröndal skáld hefir verið veikur undanfarið, en er nú f bezta afturbata. (20. jan.) Skarlatssótt hefir kom- iðf 2 hús á Akureyri (Oddeyri), svo kunnugt sé. Hún hefir og komist á einn af fremstu (instu) bæjum í Eyjafirði, Villingadal. Þar sýktust 4 börn.—Nl. segir frá því, að f sum- ar hafi héraðslæknir Guðm. Hann- esson.á Akureyri vakið máls á f>vf við 17 lækna, sem allir voru í N. og Austuramtinu, að einum frá- töldum, hvort þeim væri fjarri skapi að gerast bindindismenn og styðja bindindis-hreyfinguna í héruðum sínum. Málaleitun þessi fékk þær undirtektir, að 12 af pessum 17 læknum tjáðu sig hlynta bindindis- inálinu og albúna til f>ess, að einum frátöldum, að gerast sjálfir bind- innismenn. Af þessum 12 læknum voru að eins f>rir bindindismenn áður. Bindindisfélag með þessum læknum er í þann veginn að fá fast skipulag, og telur blaðið ekki ólík- legt, að þetta sé byrjun til íslenzks læknabindindis. Það er ekki lítill ávinningur fyrir bindindismálið, að fá til forgöngu mann, sem nýtur að verðugu jafn-mikils trausts og álits eins og Guðm. Hannesson. Og sæmd er f>að fyrir læknana, hve margir þeirra hafa tekið málaleitun hans vel. — 50 norkir sjómenn eru væntanlegir í næsta mánuðj. Þeir eiga allir skipsrúm hör f vændum á þilskipum, og eru ráðnir upp á mikið lægri laun, að sögn, en há- setar þar hafa nú. — Á Akureyri andaðist í ársbyrian cand. phil. Bernliard Laxdal, einkasonur Egg- erts Laxdals kaupinanns,eftir langa legu. Hann var um tfma annar ritstjóri “Gjallarhorns.”— Blöndu- ósskólinn; þar er ný forstöðukona í vetur, frk. Guðrún Sigurðardóttir frá Lækjamóti. Námsmeyjar voru f>ar í haust rúmlega 20, en 10 vænt- anlegar í viðbót um áramótin.— A Hólaskóla eru 50 lærisveinar í vetur, 20 úr Skagafirði; 14 úrEyja- firði; 8 úr Þingeyjars/slu; 1 úr Ár- ness/slu og 1 úr Norðurmúlasýslu. Óneitanlega virðist. það stórkost- lega gengi, sem skólinn er í, frem- ur benda í f>á átt, að þjóðinni gefist ekki illa að peirri ráðabreytni, sem svo mikið hefir verið um deilt, að greina bóklega námið frá verk- lega náminu. — Maður varð úti í Olfusi fyrra sunnudag í blindbyl, nnglingsþiltur frá Kotströnd, Páll að nafni; hafði verið sendur með böðunarflát þar um sveitina. Sagt er, að hestar, sem hann var með, hafi fundist dauðar í ársprænu, en hundur hans verið með lífi, en kal inn á löppum. “Þ jó8 v i 1 j i nn” (ð.des.) Cand. phil. Evakl Möller frá Eski- firði ætlar að hafa sápugerðarverk- smiðju í Reykjavík, svo að Islend- ingar þurfi eigi að sækja alla sápu sfna til útlanda. Þær eru þó að smáfjölga iðnaðargreinarnar hér á landi, sem betur fer. — Rjómabúin eru 24 hér f landi nú f árslokin,og eru 20 þeirra í Saðuramtinu, nfl.: 11 í Árness/slu, 4 f Rangárvalla- sýslu, 2 í Kjósars., 2 í Borgarfj.s. og eitt í V. Skaptafellss. I Norður- amtinu eru rjómabúin þrjú, sitt í hverri s/slunni Húnavatns, Skaga- fjarðar og S.-Þingeyjar sýslum. Loks er eitt rjómabúið f Vestur- amtinu, nefnilega f Dalasýslu. — Hugvitsmaðurinn Olafur Hjalte- sted hefir búið til nýja sláttuvél, er hann nefnir ‘Tyrfing’, og tjáir hann hana geta slegið grasið svo snögt, að eigi verði eftir nema J þumlungs frá rótinni, og gengur einn hestur fyrir vélinni. Gert er ráð fyrir, að vél þessi fáist f verzlunum hér á landi á vori komanda og kosti 210 kr. Reynist sláttuvél þessi svo sem henni er lýst, þá er hér stigið afar- þýðlngarmikið framfaraspor, sem fremur flestu öðru getur orðið til þess, að reisa íslenzkan iandbúnað og gera hann arðvænlegri en nú er. — Frá ísafirði er “Þjóðv.” ritað 1. des. des. sfðastl.; “Héðan er að frétta dágóðan afla í Bolungarvík, og einnig reitingsafla í verstöðun- um innan Arnarness, þegar gæftir leyfa. Innbrotsþjófnaður varfram- inn f Bolungarvíkumsíðustuhelgi; hafði þjófurinn brotið glugga í verzlunrrbúð Péturs kaupmanns Oddssonar, og nældi sér rúmar 100 krónnr. (15. des.) Hvalveiðastöðin að Suðureyri í Tálknafirði, bæði fbúð- arhús og verkmanna skúrar, brann til kaldra kola 4. des. sfðastl., og er gizkað á, að skaðinn muni nema nær 110 þús. kr. Mælt er, að húsin hafi verið f eldsvoða ábyrgð, en að lfkindum fæst ábyrgðarféð þó eigi greitt, nema hvalveiðistöðin sö reist aftur að Suðureyri f Tálknafirði. Ófrétt er enn, hvernig eldurinn hefir kviknað. — Fólksfjóldi í Reykjavík er talinn hafa verið um 8,300 hinn 1. okt. slðastl., eðA 8^ þús., ef talið er, að um 200 bæjarbúa hafi f>á verið fjarverandi, svo sem blaðið “Reykjavík” gizkar &. (22. des.). “Beskytteren”, land- varnarskip Dana við Færeyjar, sem dvalið hefir hér við land um hríð, tók nýskeð botnverping, er var að landhelgiveiðum, og fór með hann til Vestmannaeyja. Það kostaði botnverpinginn 2700 kr. sekt. “Ingólfur” (8. jan.) Jarðskjálftakippur snöggur fanst aðfaranótt 27. f.m. um klukkan 5 árdegis og annar minni síðar um morguninn.— “Verði ljós”, er J>eir hafa gefið út séra Jón Helgason prestaskólakennari og HaraldurNf- elsson cand. theol., er hætt að koma út nú frá nýftri. Eru nfu ár sfðan [>að var stofnað. (15. jan.). í Kristjaníu hefir ný- legaverið keypt einkaleyfi að merki- legum öngli, sem gera má ráð fyrir að orðið geti til mikilla nota sjó- mönnum hér ekki síður en annars- staðar, ef hann reynist svo vel, sem frá er sagt. Þessi öngull er með þeim hætti, að á legnum er smokk- fiskur úr rauðu “guttaperka” og sn/r höfuðið niður. Gætir öngul- bugsins lítið meðal gripamanna. Fiskurinn er holur innan og 4 að setja innan í hann baðmull vætta í smokkfiskableki; fæst þaðhjáþeim, er öngulinn selja. Talið er aðdraga megi altað tveim hundruðum fiska á hvem öngul, áður en smokkfisk- urinn verður ónýtur. Hver öngull kostar í Noregi kr, 0.65—1.40 eftir stærð. Sá heitir B. Jacobsen, sjó- maður gamall, er gert heíir öngul þenna f fyrstu, en hlutafélagið, sem býr hann til, heitir “Patent Fiske- agn” og formaður þess Karl Sund. Miklu lofsorði hefir verið lokið á öngulinn í blöðum erlendis og hefir hann meðal annars lengið meðmæli frá Arthur Feddersen f Khöfn og ritstjóra Fiskitfðindanna dönsku. Öngull f>essi hefir verið sendur nokkrum verzlunum hér á landi, en hefir ekki verið reyndur enn, síst til nokkurrar hlítar. En þess verð- ur nú kostur með vorinu að vita, hversu porskurinn verður ginkept- ur við honum. (22. jan.) Göturnar í Isafjarðar- kaupstað hafa nú hlotið ákveðin heiti. Atján götum er nafn gefið og heita f>ær svo: Aðalstræti, Hafn- arstr., Fjarðarstr., Sundstr., Skipa- gata, Silfurg., Tangag., Smiðjug., Brunng., Þverg., Vonarstr.. Mjóg., Pólg., Póstg., Bankag., Templarag., Steypuhúsg. (betra væri Steinhús- gata) og Hlfðarvegur. Húsin verða einnig tölusett. — Eimskútu hafa f jórir Isfirðingar keypt til sfldveiða með reknetum. Skútan er nýbygð f Dvergsteinshvalveiðistöð f Álfta- firði. Vélin hefir 10 hesta afl, og kostaði skútan 6000 kr. með vél.— Fiskafli var góður við Isafjörð f desember„.ánuði.—Maður varð úti 8. f>. m. austur f Ölfusi. Hann hét Páll Pálsson, átti heima 4 Kot- strönd. Hafði hann mist hesta sína tvo niður um fs í Ölfusá og fanst sjálfur örendur á fsnum dagÍDn eftir. Harðneskjuveður með kaf- aldi var um daginn og nóttina. — Maður druknaði 12. þ.m., Guðm. Jónsson frá Ulfljótsvatni f Grafn- ingi. Hann rak fjárhóp yfir ís á vatninu, en ísinn brast og týndist margt af fénu ásamt fjármanni. Sakir þess, að við undirritaðir höfum fengið nokkur nafnlaus bréf, er snerta ýms almenn mál, sem vert væri að ræða frekar en bréfaritar- inn gjörir, óskum við eftir að hann vildi veita okkur þann heiður, að ræða mál þessi við okkur munn- lega, svo að við getum nánar kynst tilgangi hans með bréfum þessum. Vinsamlegast, STTRKÁRR V. IIELGASON WM. ANDERSON. VANTAR KENNARA Til Laufas SchoolDist. No. 1211., frá 1. ap- rfl til 30. júnf (3 mánuði). Skrif- leg tilboð sendist til nndirritaðs fyrir 15. Marz næstkomandi, og að þau tiltaki menta stig og hvaða kaup óskað er eftir. Geysir Man., 1). febr. 1905. Bjcirni Jóhannsson. Herra Bergur Jónsson, frá Bald- ur, sem hér var í borginni f vik unni sem leið,óskarað fá vitneskju um hvar Bergur Benediktsson frá Einholti í Mýrarsveit í Hornafirði á Islandi er niðurkominn. Þeir, sem kynnu að vita um f>etta, geri svo vel að senda Bergi skeyti um það á póstspjaldi. Þessir eiga bréf á skrifstofu Heimskringlu: Tho'steinn Johnson. Kristín Magnúsdóttir. Elisabet Felixdóttir. S. Eymundson. Miss Marja Jósepsdóttir. Miss Emma Halvorson. Eggert Jóhannsson. Sigurjón Andersson. W. Thompson. HINN AQŒTI ‘T. L/ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY S Thos. Lee, eigandi, 'WILIISriISriIF'IEQ-. ---------------------------j DEPARTMENT OF AGRICULTURE J AND IMMIGRATION 5 MANITOBA með jámbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma landafurðum sfnum til markaðar, b/ður óviðjafnanlega hagn- aðarkosti öllum f>eim sem verja fé sfnu í fylkinu. Fylkisstjórnarlönd eru ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6.00 hver ekra. Ræktuð búlönd í öllum hlutum fylkisins fást keypt fyrir $10.00 til $40.00 hver ekra. Þessi lönd fara árlega hækkandi f verði. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR Hyggilegasta aðferðin fyrir J>á, sem koma til Manitoba með þeim ásetningi að fá sér búlönd, er að vera nokkra daga í Winnipeg og kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan- leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd. Til eru hcruð, sem hafa verið bygð um margra ára tíma, þar sem enn má fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. Sum af löndum f>essum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl- um tilkostnaði, og sem hafa eins mikla frjósemi til að bera og þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að setja sig niður á þau. Til eru fylkisstjórnarlönd og rlkisstjómarlönd og jám- brautarlönd, sem enn eru fáanleg. Verðið er mismunandi. Frá $3.00 til $40.00 ekran. Verð- ið fer eftir afstöðu landanna og í tilliti til timburs, vatns, járn- brauta og kauptúna, er á þeim eru eða í grend við þau. Allar upplýsingar um heimilisréttarlönd fást á Dominion Land skrifstofunni. Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd fást á Þinghúsinu. Upplýsingar um C P.R. og C.N.R. járnbrautalönd fást á sknfstofum þessara brautafélaga. Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra manna. Upplýsingar um atvinnu gefur J. J. GOLDEWT, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg BOYD’S “MACHINE- MADE” BRAUD eru altaf eins, bæði holl og gómsæt Ef þú vilt fá brauð, þá er hægast að láta þá vita það gegnumtele- fóninn, núm- erið er 1030 KJÖRKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum í Winnipegborg getið pið fundið út hjá Q. J. COODMUNDSSON 618 Langside St„ Winnipeg, Man. DOMINION HOTEL 523 IÆ^A.ITV ST. E. F. CARROLL, Eieandi. Æskir viðskipta íslendinga, gisting ódyr, 40 svefnherbergi,—ágætar máltíðar. Þetta Hotel er gengt City Hall, hefir bestu vlföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauðsvnlega að kaupa máltíðar, sem eru seldar sérstakar. Qonnar & Hartley Lögfræðingar og landskjalasemjara? 494 Slain St, -- - Winnipeg R. A. BONNER. T. L. HARTLBY, Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 372 Toronto Street I---------------------1 | Dry Góods j Grocery j i búð, 668 WelliHgton Avenue, S ' rerzlar rneð alskyns matvœli, • , aldini, glervöru, fatnað oc fata- * i efni, selur eins ódýrt eins og ó- ( dýrustu búðir bæjarins og i i i gefur fagra mynd í ágætum ramnoa með gieri yf- ' ir, með hverju $5.00 virði sem [ keypter. íslendingum er beut á að kynna sér vörurnar og i verðið í þessari búð. --- ' J. Medenek, 66S Welliaigton Ave^| Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall i Norðvesturlandin Tlu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar. I.ennon A llebb, Bieendur. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. A móti markaðnum P. O’CONNELL, eigandi, WINNIPEQ Beztu teRundir af vínföngnm og vindl- um, aðhlynning góð og húsið endur- bætt og uppbúið að nýju Heimskringla er kærkom- inn gestur á íslandi Skrifid eftir Verðlista íslenzkir verslunarmenn i Canada ættu að selja SEAL OIE1 MJÁLsTITOBA. Vindla ♦

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.