Heimskringla - 09.03.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.03.1905, Blaðsíða 1
T. THOMAS ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ lslenzknr kaupmaBur t selur K<»1 ok Eldivid J Afgreitt fljótt og fullur mælir. X 537 Ellice Ave. Phone 2620 X ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS, KAUPMABUR | umboössali fyrir ýms verzlunarfélög 1 Winnipee og Austurfylkiunum, af- treiöir alskonar pantanir lslendinga r nýlendunum, peim að kostnaOar- lausu. Skrifíð eftir upplýsingum til 537 Ellice Ave. - - - Winniþeg ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 9. MARZ 1905 Nr. 22 Arai Eggertsson 071 ROSS AVENUE Phone 3033. Winnlpe*. Agæt bújörð Eg hefi ágætis bújörð til sölu við íslendingafljót, 180| ekrur. Ein af beztu böjörðum f þvf bygð- arlagi. Liggur rétt meðfram fljóts- bakkanum. Talsverður heyskapur og einnig skógur; ágætis jarðvegur. Verðið að eins $650.2® Eignir hér í bænum teknar í skift um. Til frekari upplýsinga skrifið eða finnið Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Blb Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRIÐS-FRÉTTIR Það er á flestra vitorði þeirra, er lesa blöðum, að stórþjóðirnar hafa um nokkurn undanfarinn tfma haft samtök með að mynda friðarsamn- inga milli Rússa og Japana, og að Austurríkis keisari hefir verið fremstur í flokki friðsemjenda. Öll- um ber saman um, að Japanar muni vinna sigur, en vandinn ligg- ur í fví, að semja svo með máls- pörtum, að báðir megi vel við una. Svo mikið er vfst, að búið er að ræða mál þetta ýtarlega við Rússa- keisara, og hann tjáir sig einlæg- lega meðmæltán f>vf, að friður geti sem fyrst komist á. Skilmálar þeir, sem um heflr verið rætt, eru þannig, að Japanar fá öll yfirráð yfir Coreu ríki, að þeir fá einnig Port Arthur og Liaotung tángann. Að Vladivostock höfn sé opnuð fyr- ir verzlun allra þjóða og sé óháð bæði Japönum og Rússum. Að Austur-Kfna járnbrautin sé undir stjórn óháðra þjóða. Að Manchuria alt norður að Harbin skuli afhend- ast Kínaveldi, og vera hluti af því Að öllu þessu eru Rússar fúsir að ganga og að borga herkostnað þar að auki. En Japanar heimameira: Þeir biðja um Saghallen eyjuna og öll heiskip Rússa, sem nú eru í Vladivostock og á höfnum óháðra þjóða. Enn fremur heimta f>eir að Vladivostock borgin skuli vera al- gerlega undir sinni umsjón, þar til herkostnaðurinn er að fullu borg- aður. Enginn veit, hve mikill her kostnaðurinn kann að verða. En það má trúa Japönum til að 'setja hann nógu háan, þegar þeir krota reikninginn. Enn fremur heimta Japanar, að öll Norður-Manchuria skuli algerlega gauga undan yfir- ráðum Rússa, og þeir skuli þaðan á burtu verða með alt sitt. En svo hafa stórveldin góðar vonir um, að Japanar muni ekki láta síðasta atrið standa í vegi fyr- ir friðarsamningunum, ef herkostn- aðar upphæðin er nægilega há. En alt þetta svíður Rússum að þurfa að láta af hendi,og þess vegna hafa f>eir ákveðið að beita öllu afli sfnu móti Japönum f Manchuria í von um að vinna eina orustu áður þeir leggi niður vopnin, ef ske mætti, að með því yrði friðarsamningarnir ögn vægari og háðung þjóðarinnar minni en ella, og sá bardagi er nú þegar hafinn umhverfis Mukden. Fjórða J>. m. kom sú frétt, að eftir 10 eða 12 sólarhringa uppi- haldslausan bardaga hafði Jöpun- um tekist að vinna nálega algerðan bug á Rússum við Mukden. Jap- anar hafa eins og í fyrri bardögum viðhaft þá aðferð, að gera áhlaup á fýlkingar Rússa að næturlagi, og var eitt slfkt áhlaup gert í byrjun þessa mánaðar og gafst Jöpunum vel. Tvö hundruð þúsund af þeirra mönnum komust gegnum fylkingar Rússa og einangruðu mikinn hluta af her Rússa, svo að þeir eiga nú í öllum höndum við þá, og hafa Rúss- ar orðið að flýja Mukden og færa sig norður. Sagt er, að nær sjötíu púsundir manna muni hafa fallið f ssúm langdregna stórbardaga. Enda segir foringiRússa þar eystra (Gen. Kuropatkin) f skeyti til Pék- ursborgar að kveldi 3. þ. m., að af- staða sín og hers sfns sé nú mjög hættuleg, og má af þvf ráða, hve illa hann hefir orðið undir í viður- eigninni. Enda játar hann, að Japanar séu nú að taka Mukden. Rússastjórn hefir keypt 450 gufu- vagna og 5,173 fólks og flutnings- vagna og þar að auki pantað um 15 þúsund af öðrum brautarvögnum til þess að nota á Sfberfu braut sinni til fólks og vöruflutninga til og frá Manchuria. E. L. Campbell, bóndi nálægt Estewan f Manitoba, byrjaði hveiti- sáning á landi sfnu þann 27. febr. Margir aðrir bændur þar í nágrenn- inu eru f undirbúningi mef sán- ingu. Veður hefir verið þar ágætt í sl. 3 vikur og snjólaust og jörð þvf nægilega þfð til sáningar. —Hon. Mr.Sifton, innanrfkisráð- gjafi f Laurier-stjórninni, hefir sagt af sér embætti sökum óánægju við Sir Laurier f sambandi við skóla- mál hinna nýju fylkja í Vestur- Canada. Samkvæmt löggildingar skrá þessara fylkja eru þau skylduð til að veita katólskum mönnum sér- staka skóla, sem lialdið ska.1 uppi á kostnað fbúanna, á sama hátt og vanalegir alþýðuskólar. En Sifton barðist svo öfluglega móti þessu “princípi” f Manitoba um árið, að hann finnur sig knúðan til þess að andmæla gerðum Lauriers í þessu máli. í umræðum f þinginu kom það fram að Laurier þykir nokkuð einráður. Hann samdi við G. T. P. brautarfélagið án þess að járn- brautaráðgjafi hans vissi af því, og nú semur hann lög um sérstaka skóla, án þess að hafa Sifton f ráð- um með sér. Báðir ráðgjaf arnir, Blair og Sifton, hafa því yfirgefið embætti sfn fyrir ráðrfki Laurierc. — Póstvagn á Baltimore og Ohio brautinni brann 1. þ.m. í honum voru 1500 “registreruð” bréf og | millfón dollara í peningum, sem alt brann upp. — Tvö hundruð og fimtfu leið- andi verkamenn á Rússlandi héldu opinberan fnnd þar þann 1. þ. m., og í fyrsta sinni í sögu landsins höfðu þeir ótakmarkað málfrelsi. Þessir menn eiga að velja nefnd úr sfnum flokki til þess að vinna með stjórninni að þvf að athuga ástand verkalýðsins á Rússlandi. Fundur þessi ákvað að taka engan þátt í þessu rannsóknarmáli, nema stjóm- in gengist undir að leysa úr bönd- um yfir þrjú þúsund verkamenn, sem hafa verið handteknir sfðan 22. janúar sl. í sambandi við verkfalls- hreifingarnar. Enn fremur heimt- aði fundurinn, að allir sem f þessari rannsóknarnefnd kynnu að starfa, skyldu liafa óþvingað málfrelsi, og að énginn verði tekinn fastur eða hengt fyrir neitt, sein hann kann að segja á nefndarfundum, og að allar ræður verði prentaðar, án þess að stjórnin láti draga nokkuð úr þeim. En fulltrúi stjórnarinnar, sem var á fundinum, lofaði fyrir hönd stjórnarinnar, að hún skyldi ganga að þessum kröfum. Á fund- inum kom f ljós, að kaupgjald full- gildra verkamanna er að eins þrfr dollarar á viku. — Gen. Stoessel er kominn til St. Pétursborgar. En ekki var honum fagnað þar svo sem við hefði mátt búast, og alls ekki lfkt þvf, að hann sé þar álitin þjóðhetja. Þó mættu honum nokkur hundruð manna á vagnstöðvunum. — Dr. William Osler liélt nýlega ræðu f John Hopkins háskólanum, þar sem hann staðhæfði, að öll þarfaverk manna, er miðuðu að framförum mannkynsins, væru unn- in áður en menn næðu fertjigsaldri. og þó að menn væru þá svæfðir fyrir fult og alt, þá hefði það engin áhrif á framþróun mannkynsins í vísindum, listum eða bókmentum. Um þetta hafa orðið miklar deilur í blöðum landsins, en Dr. Osler kveðst vera að semja ritgerð um mál þetta, sem bráðlega verði prentuð, og lofar að sanna þar staðhæfingu sína. Almenningur! hefir eflaust forvitni á, að lesa þft j bók, þegar hún kemur út. — ísruðningur í Oliio ánni á 40 mflna svæði fyrir ofan Cincinn- ati flutti með sér skip og báta og önnur siglingaáhöld og gerði alls $600,000 tjón. — Eitthvað þarflegt ætla Bretar að vinna. Stjórn þeirra hefir feng- ið veitingu þingsins fyrir nálega 167 millíónum dollara, sem notast á á næsta fjárhagsári til að byggja 34 herskip af ýmsum stærðum og til annara nota við hernaðar útbún að. Á yfirstandandi ári hefir stjórn- varið 184^ miílíón dollara til herbúnaðar. Með slfku áframhaldi í næstu 10 ár og hátt á annað hundrað millíón dollara tilkostnaði árlega ættu Bretar að geta búið svo um sig, að rfki þeirra verði fram- vegis óhult fyrir árásum annara þjóða. ISLAND. fsinn, er brotnaði undan þvf og t/ndust 19 kindur.— SandMl í Ör- æfum veitt séra Jóni Norðfjörð Jó- hannsen, aðstoðarpresti á Kolfr.- stað f Fáskrúðsfirði. — Eldur hefir nýlega sést í Dyngjufjöllum, bæði úr Bárðardal og Mývatnssveit. — Ný Goodtemplara stúka stofnuð í Rvfk með 70—80 meðlimum, mest sjómönnum og vandafólki þeirra.— 8. jan. yar svo mikið norðaustan ofsaveður, að meira brim varð í Ólafsörði, en elztu menn muna eft- ir; brotnaði þá fjöldi báta og sjór gekk 18 fet yfir sjávarmál og inn í sum húsin og skemdi og eyðilagði miklar eignir, en fólkið varð að fl/ja. Sjór þessi tók einnig upp hús eitt allstórt af grunni sfnum og flutti það yfir 20 fet af honum, og annað hús brotnaði mikið af ógangi sjávarins. Talið er, að 12 bátar hafi brotnað að mun og 5 eyðilagst algerlega. — Kennaraembætti við lærðaskólann f Reykjavfk veitt Sig- urði Thoroddsen vélfræðingi. — Rjómabú stofnað í Fnjóskadal með 250 kúm alls, og 40 mönnum. — 5 manns liafa dáið úr'lungnabólgu f Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð. — Stúdentafélagið hefir skorað á Islendinga, að sjá sóma sinn í því að senda enga muni á hjáleigus/n- ingu þá, sem Danir ætla að lialda á næsta sumri. Segja stúdentar bliið Dana hafi farið óvirðulegum orðum um íslendinga, og vilja þvf ekki að þeir styrki sýninguna að neinu leyti, enda hafa nú ýmsir landar, er voru f sýningarnefndinni, sagt sig úr henni.— 50 til 60Norð menn voru væntanlegir til íslands f febr. sl., til að ráðast þar á þilskip fyrir töluvert lægra kaup, en fsl. sjómenn vilja þiggja. PIANOS og ORGANS. Heintzman & Co. Pianoa.-Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmáium. J. J. H- McLEAN & CO. LTD. 330 MAIN St. WINNIPEG. NEW Y0RK LIFE Insuranee Co. J‘!i >« PRESIDENT Árið 1904 var sextugasta aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 lífsábyrgðar skýrteini að upphæð $342,212.569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lffsábyrgðarfélag hefir selt á nokkru undanförnu ári. — Nærrí 20 millfónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur. Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir fél. hækkuðu um 8£ millfón. — Sjóður þess hækkaði um 38 millfónir, er nú $390,660,260.— Lffsábyrgð 1 gildi hækk- aði um $183,396,409. Öll lffsábyrgð I gildi 1. Jan. 1905 $1,928,609,308. CHR. OLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG J. G. MORGAN, MANAGER íslandsblöð, fram til 9. febr. þ.á., eru n/komin hingað vestur (“Þjóð- viljinn”, “Reykjavfk”, “Norðurl.” og “Fjallkonan”), og eru þessar fréttir helztar f þeim: 15 manns druknuðu á 3 bátum á ísafjarðardjúpi þann 7. jan. sfðastl. Skipsflökin ráku ásamt sumum lík- unum upp I Bolungarvfk næsta dag. Yms önnur skip komust í liættu við lendingu í brimgarðin um, en björguðust þó. — Enskur botnverpingur, er var ferðbúinn til Englands með fullfermi af fiski, strandaði f grend við Þjórsárós 26. jan. sl. Menn björguðust allir. ■ Þilskip fórst í hafi í grend við Skot- land í sl. des., er var á leið til ís- lands. Af þvf druknuðu 3 íslend- ingar frá Reykjvík og grendinni.— Sjómenn í Reykjavík hafa haldið fund til þess að mótmæla innflutn- ingi norskra og annara sjómanna; telja þeir þann innfluting óþarfan og skaðlegan, þar sem slfkir menn muni verða úrhrök þjóðar sinnar. óreglu og óeyrðamenn, en enginn híirgull íslenzkra háseta í landinu — Halldór Bjarnason, sýslumaður Barðstréndinga, andaðist á sjúkra- húsinu í Rvík 1. f. m. — Þrjú þil- skip brotnuðu á Flateyjarhöfn á Breiðafirði f mikla veðrinu 7. jan sl. — FjGskaði varð að Dynjanda í Arnarfirði þann 7. jan, hrakli 40 til 50 fjár í sjóinn og t/ndist. — Páll Pálsson frá Kotströnd varð úti 8, jan.; hafði vilst í blindbyl, mist 2 hesta sfna í vök, en fanst sjálfnr örendur á fsnum. — Taugaveiki hefir geysað 1 Húsavíkur kaupstað og stúlka á Blönduósi dftið úr sömu veiki.— Guðm. Jónsson frá Úlf- ljótsvatni í Grafningi druknaði of- an um fs 12. jan. Hann rak fé yfir (“Ingólfur” 22. des.) Reimleikar miklir hafa verið 1 haust á einum bænum í Þverdal í Aðalvfk, að þvf er “Vestra” segist frá. Hófust þeir öndverðan nóvemberm. með þeim hætti, að þung högg dundu á bæn- um við og við, bæði á veggjum og gekk á þessu hverja nótt frá kl. 1— 5 árdegis þangað til 3. desemberm. Vökumenn voru fengnir af öðrum bæjum til þess að grenslast eftir, hvað höggunum ylli. Heyrðu þeir höggin jafnt sem heimilisfólk, hvort sem þeir voru úti eða inni, en ald- rei sáust nein ummerki, svo sem að gras væri bælt eða troðinn snjór, þótt aðgætt væri þegar er höggin voru afstaðin. Ekki stoðuðu “fyr- irbænir, sálmasöngur, húslestur eða einbeittar hótanir” til þess að koma af reimleikunum. Fóru þeir held- vaxandi. “Sfðustu nótttna, sem þeim bar, misti bóndinn einu kúna sem hann átti, varð hún að eins skorin af og dundu þá höggin f sfð asta sinn mjög áfergislega þar til slátruninni var lokið.” — Hagur bænda f Þingeyjars/slu og vfðar Norðanlands er nú með betra móti. Sumarið var einkar hagstætt, gras- spretta var ágæt og nýting góð; heyskapur því í bezta lagi. Verð á sauðfé mjög hátt í haust, en þrátt fyrir það fjölga margir búfé sfnu að mun. Fornmenja-fundir í Egyptalandi. Nú í sfðastliðin níu ár hefir forn- leyfa rannsókna félagið, er stundar fornleyfarannsóknir á Egyptalandi, verið stöðugt starfandi að því að endurreisa sum musterin og borg- irnar, er grafnar hafa verið upp Aðallega hefir þó verið unnið að Ammon musterinu mikla í fornu borginni Karnak við Luxár í Suð- ur-Egyptalandi. M. George Legram, formaður þessara rannsókna, kom ofan á í einu af herbergjum þessa musteris afar-merkilegan fund líkneskja og myndastytta, er taldar e»u vera frá dögum Ptolemeusar keisara Myndastyttum þessum hafði verið kastað f djúpa gröf, er grafin var í | musterisgólfið, og komu þeir fyrst ofan á myndirnar af tilviljun einni- Svo þegar farið var að leita, komu altaf fleiri og fleiri f ljós, unz nú eru fornfræðingar búnir að taka nærri níu þúsund lfkneski upp úr þessum kjallara. Talið er, að um átta þúsund séu úr bronzi cjg gylt- um mftlmi, en um þúsund úr ýms- um steini, svo sem granít,marmara, basalt, beryl og sL inrnnnn tré- AHar eru þessar myndastyttur út- skornar með letri, sögulegs og trú- arlegs efnis, og eru sönn listaverk. Af vísindamönnum er þetta talinn sá lang-þ/ðingarmesti fundur forn- leyfa, ei gerður hefir verið sfðan Serapeum musterið f Memphis fanst nú fyrir mörgum árum sfðan. Karnak musterið er eitt af þeim lang-merkilegastu á Egyptalandi, er enn til þessa liefir fundist, og talin reglulég undrahöll. Aðal-inn- gangurinn í það liggur gegnum afar-breiðan steinhring, er myndar forgarð um 329 fet að ummáli. Forgarður þessi er settur súlnaröð- um og bekkjum til beggja handa, og myndar breiða tröð, er liggur að lfkneskja-safni musterisins. Smá bænahús eru andspænis hvert öðru tíl beggja handa, er komið er inn um aðal-innganginn, Á syðri vegg aðal-salsins eru letraðar orustur og sigurvinningar Shikshaks Faraó, er talinn er aðal-konungurinn til- heyrandi tuttugustu og annari kon- ungs ættinni. Þar eru taldar þjóðir þær, er hann yfirvann, og þar á meðal að menn álfta, Júðaríki. Forgarðs-salurinn er sá fegursti, er enn hefir fundist á Egyptalandi. Hann er afar-stór, 329 feta langur og 170 feta breiður. Þakið hvflir á 134 steinsúlum, af hverjum 12 eru 70 feta háar. Allar þessar hæstu standa í tigli f miðjum sal, og er hinum raðað þaðan út frá, svo einu gildir hvert litið er. Frá mið-súlunni er svo að sjá, sem súl- urnar sé óteljandi að fjölda. Höll þessi var bygð, að þvf er menn álíta, af nftjándu konungs- ættinni á dögum Sette I., og voru veggirnir úthöggnir þá að parti, en lokið var verki á dögum sonar hans Rameses II., er á stöku stöðum hefir látið höggva nafn sitt ofan f nafn föður sfns, lfklega til þess að tileinka sér sigurvinningar hans. — Þetta var algengur siður meðal Egypta, og hefir snemma byrjað sögufölusunin. Höll þessi liefir auðsjáanlega ver- ið reist af þessum tveim Faraóum, sem minnismerki um mikilloik þeirra og sigurvinningar. Söngsamkoma a Pearson s Hall -í- SELKIRK 23 MARZ 1905. —0— Herra Jónas Pálsson ætlar að sýna íþrótt Tjaldbúðar Söngflokks- ins, sem svo mikið orð hefir fengið á sig fyrir söng sinn á samkomum f þessum bæ, að dagblöðln hér hafa lokið hinu bezta lofsorði á hann. Enfremur koma þar fram á samkomunni nokkrir þeirra, til að s/na fþrótt sfna, sem lært hafa hjá herra Pálsson og lengst eru komnir áleiðis f bljóðfæraslætti. Það mun mega fullyrða að 8el- kirk búum verður að þessu sinni boðin ágætis skemtun, þvf mjög hefir verið vandað til als undir- búnings. Aðgangur 50 cents. Það skal tekið fram að öll lög er sungin verða eru íslenzk löe. Nýir fyrirfram borgandi kanpendur fá sögu gefins. ííiiasala. Menn e-u tveir í “Makkintær' Sem mynda sölu skjóta Fasteignirnar fjær og nær I fang á manni þjóta, Geyma þeir bæði gull og eír, Sem græðir þjóðar hagi, Hús og lóðir hafa þeir Hreint af öllu tagi. Á kanp og sölu kernst ei dok Kuuna þeir engu að eira, Oðölin sem fjaðra fok Fljúga þar, og meira. Asgeir selur alt sem fær, Aftann fyrr en kemur — Kunna fáir kúnstir þær — Og kaupsamninga semur. Þótt hcr sé bæði heitt og kalt Og hulin gróða stefna, Magnús selur mönnum alt, Sem má f orðum nefna. Bfðið ekki! Beint á stað Brjótist þá að finna! Alt er tapað! — Það.er það — Þeim! — sem engu sinna! •». ♦ -m. MARKUSSON & BENEDIKTSON Skrifstofa: 219 Mclntyre Block. Telephone 2989.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.