Heimskringla - 16.03.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.03.1905, Blaðsíða 1
?????????????????????????? ? ? ? T. THOMAS ? lslenzknr kaupmaOnr • selur Kol og Ehlivid « J Afgreitt fljótt og fullur mælir. J t 537 Ellice Ave. Phone 2620 ? ?????????????????????????? ?????????????????????????? ? ? ? T. THOMAS, kaupmabur I : ? ? ? ? ? ? ? nmboössali fyrir ýms Terzlunarfélðg 1 Winnipeg og Austnrfylkinnum, af- preiöir alskonar pantanir Tslondinga nr nýlendunum, þeim ao kostnaoar- lausn. SkrifW eftir npplýsingum til 537 Ellice Ave. - - - Winniþeg- ? ? ?????????????????????????? XIX. ÁR. WINNIPEGr, MANITOBA 16. MARZ 1905 Nr. 23 Arní Eggertsson 671 ROSS AVENUE Pbone 3033. Wlnnipeg. Agæt bújörð Ég hefi ágætis bújörð til sölu við íslendingafljót, 180| ekrur. Ein af beztu bajörðum í þvf bygð- arlagi. Liggur rétt meðfram fljóts- bakkanum. Talsverður heyskapur og einnig skógur; ágætis jarðvegur. Verðið að eins $650.22 Eignir hér í bænum teknar í skift um. Til frekari upplýsinga skrifið eða finnið Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Blk Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRlDS-FRETTIR Sú frétt flaug um heiminn nú á sunnudaginn var, að þá væru Jap- anar sem óðast að elta Rússa norð- ur um land umhverfis Mukden. Daginn áður sendi Oyama herfor- ingi svo látandi frétt til Japana: 'Bardagi hefir staðið yfir í marga daga. Vér höfum rekið óvinina (Rússa) norðnr milli Hun og Liao ánna. Vér höfum tekið varnar- virki þeirra hjá Shantan og Shuf- angtal og eltum þá grimmlega. Vér erum nú 15 mflur í suður frá Mukden. Óvinirnir hafa qrðið fyr- ir miklu mannfalli, og vér náðum ógrynni af alls konar hergögnum og matvælum, en höfum engan tfma til að aðgæta, hve mikið það er. Einnig n&ðum vér fataforða miklum hjá Tahantal. Vér teljum að her óvinanna, milli Shakhe og Tie skarðsins, sö nokkuð meira en 400 þús. manna, með 1504 fallbyss- ur. Með þessu er ekki talið lið Róssa í Vladivostock og öðrum setu- liðsstöðum né járnbrautarþjónar og vinnumenn aðrir; og fyrir austan Baikal vatn hafa óvinirnir um 700 þúsund manna". Þetta var á laugardag, en sunnu- daginn næstan eftir, 5. þ. m., játar Kuropatkin f>að sj&lfur, að hann og her hans sé í mesta vanda staddur, og viðurkennir afdráttarlaust, að hann hafl tapað bardaganum. Allan þann dag sóttu Japanar hart að Rússum, og f sumumstöðúm gerðu þeir hverja atrennuna & fætur ann- ari á sömu virkin, unz þau unnust. 1 áhlaupum þessum er sagt, að Jap- anar hafi hrópað á rflssnesku: "Ur vegi, við erum frá Port Arthur!" Og sýnir þetta, að Port Arthur hetj- urnar hafa ásett sér að vinna sigur, hvar sem þeir berjast. Svo er ákafinn mikill f Japönum, í sumum þessum bardögum,að sagt er, að þeir hlaði saman dauðum mönnum og dauðsærðum í stóra valkesti, til þessi að hlffa sér fyrir skotum óvinanna. Rússar viðurkenna, að peir hafiá höndum sér 12 þús. særðra manna, sem afleiðing af þessum bardaga, og yfir 80 þúsund fallna, og má þó óhætt gera rað fyrir, að minna sé úr gert, en vera ber, pvf svo hefir það reynst hingað til um allar her- frettir or þeirri á. En Japanar senda aldrei nema stuttorðarfréttir og að eins pá, þegar eitthvað gerist sem þeim finst f frásögur færandi. Rússar hafa tekið nokkra Jap- ana til fanga,en svo voru þeir menn aðfram komnir af hungri og þreytu, að Kuropatkin skipaði að bera peim strax fæðu og hressandi drykki, svo þeir gætu gengið pangað, sem þeim er ætlað að hafast við. Nýlega hefir Rússastjó'rn ákveðið að senda 400 pús. hermenn tilMan- churia, í viðbót við þá, sem par eru nú, til pess að reyna að veita Jap- önum þar viðnám. 10, f>. m- kom sú frétt, að eftir hinn langdregnasta og mannskæð- asta bardaga, sem sögur fara af, hafi Japanar að lokum unnið al- gerðan sigur á Rússum, prátt fyrir pað, þótt Russar hefðu par á sum- um stöðum 3 & móti hverjum Jap- ana. Öflugur her Japana er nú kom- inn norður og austur fyrir Mukden og gera Rússum par hin mestu spell, rffa upp iárnbraut peirra og umkringja Fu skarðið, til pess að gera Rússum undankomuna annað- hvert ómögulega eða þá svo örðuga, að pað hlýtur að kosta mikið mann- og eignatjón. Það er alment talið, að Rússar séu nú orðnir svo illa undir, að þeim væri hollast að gefast upp. Eftir h&degi á föstudag kom sú frétt, að Japanar hefðu unnið Muk- den borg algerlega, og um leið um- kringt 200 þús. Rússa, tekið mörg pús. þeirra til fanga og náð undir sig mesta ogrynni af fallbyssum og öðrum hergögnum, ásamt matvæl- um af ýmsu tagi. En Rússar flýðu f allar áttir með Japana & hælum sér hvarvetna, eða þeir mættu þeim, pvf alstaðar voru Japanar að vinna verk sinnar köllunar. Síðustu fregnir segja, að Rússar hafi f pessari viðureign umhverfis Mukden tapað yfir 150 þús. manna, föllnum, særðum og herteknum. Japanar segjast hafa tekið til fanga f pessum bardaga um 40 þús., og hafa pví Rússar mist yfir 100 þús., fallna og særða, en 60 pús. af Jap- önnm. I skýrslu um herfang Japana í þetta sinn að eins, er þetta talið: 2 gufuvélar, 60 stórar fallbyssur, 60 þús. riflar, 150 skotfæravagnar, 1000 hervagnar, 200 þus. fallbyssukúlur, 25 millíónir riffilkúlur, ógrynni af óslegnu gulli, 75 þús. bushel af kornmat, efni til að byggia úr 46 mfJur af í'árnbraut, 300 j&rnbrautar flutningsvagnar, 2000 hestar, 23 Kínavagnar, hlaðnir landabrefutn, 1000 Kfnavagnar, hlaðnir fatnaði, ein millfón af brauðvm, 150 millf- ónir pd. af eldsneyti, 223~þos. bush af hestafóðri, 125 þús. pd.af heyi Þetta er pað sem beinlfnis er upp- talið í skýrslunum, en jafnframt er þess getið, að margt sé par enn 6- talið, t. d. um 300 fallbyssur af smærri gerð, en þær, sem &ður voru taldar. Auk þessa mistu Rússar alt það af eignum sfnum við Muk- den, er þeir gátu komist yfir að brenna íiðnr en þeir lögðu & flótta. Það er pegar vitanlegt, að Rússar hafa í þessum eina bardaga mist íullan þriðjung allra manna sinna, en búist við, að tap þeirra reynist miklumeira, þegar n&kvæmari frétt- ir fást að austan. Sagt er, að nú mnni Riíssar flýta ser alt hvað af tekur norður til Har- bin, og má þá telja, að peir séu búnir að hrista Manchurin duftið af fótum sér. En Japanar elta þ& óðfluga og eiga nú í öllum höndum við þS, þar sem Rússar hafa nú all- an útbúnað (hergögn, matvicli og klæðnað) mjög af skornum skamti. Nú er fullyrt, að Kuropatkin gamli hafi enn á ný beðið lausnar frá yfirherstjórn Rússa. Kveðst enginn maður vera, fyrir sakir las- leika og elli, að standa í þessum erjum lengur. Rossar hafa nú borgað Bretum $325,000 fyrir það sem floti peirra skaut á skozku fiskiskipin í Norð- urájónum fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þessir peningar ganga að mestu til þeirra, sem áttu skipin, sem skemdust, og til peirra, sem særðust, og til erfingja peirra, sem mistu líf sitt í þeirri atlögu Russ- anna. — Marconi, loftskeyta sendill, giftist í dag ungfrú O'Brien. Hún er kona auðug svo að árlegir vext- ir eigna hennar nema 20 þúsund dala. Þau hjón ætla að ferðast eftir giftinguna, sem fer fram f St. Greorge kirkjunni f London, yfir til New York og dvelja þar mánað- ar tima, ferðast síðan til Italfu og gista hj& Emanuel konungi um tfma, samkvæmt boði hans. — Ekkja Sergiusar, rússneska harðstjórans, sem myrtur var fyrir fáum vikum, ætlar að heiðra minn- ingu bónda sms með því að gefa daglega miðdagsverð, f 40 daga, til 45 þúsund fátæklinga, sem eru f Moscow. ' — Leo Tolstoi hefir augl/st van- þóknun sfna á ofbeldisverkum upp- reistarmanna á Russlandi. Segir pjóðina ekki vilja uppreist, heldur eignarrétt pess lands, sem hún yrki. — Lðgregrlusti'órinn f rússmska hlutanum af Póllandi var myrtur af anarkistum 6. þ.m. Hann^v^ldi hafa stjórn í bæ sínum Bialystock, en það var nattúrlega á móti stefnu anarkista. — Wyndham, r&ðgjafi brezku stjórnarinnar, hefir sagt af sér em bætti af pví hann gat engum sfttt um komið á milli Bretastjórnar og Irlands. — Fréttir frá Regina segja par nú alveg snjólaust og að svo hafi veður verið þar gott f vetur, að bændur þar vesturfrá hafi plægt meira og minna af lðndum slnum í allan vetur. I austur Alberta eru bændur nú f <5ða önn að plægja og sft. Og í Sourishéraðinu hér í fylk inu eru bændur alment farnir að vinna á löndum sfnum, en telja þó heldur snemt að s& til hveitis ennþft. — Mótmæli gegn skólalögum Laurier stjórnarinnar fyrir ný myuduðu fylkin hér vestra streyma nú sem óðast til Ottawa stjórnar- innar. Fólkið hér f Vesturlandinu er &k. eðið í þvf, að leyfa ekki sér stöknm minnihluta skólum, að eiga sér stað f þessum fylkjum. — Capt. Baldvin Anderson sem lengi hefir haft gistihús við Merkja lækinn n&lægt Winnipeg Beach, hefir fengið "Hotel" leyfi fyrir gistihús sitt, með þvf að engin mótmæli komu fram gegn beiðni hans, og sendimaður stjórnarinnar sem sendur var norður til þess að kynna sér vilja almennings í pessu m&li, skýrði frá pvf, að pó hann hefði keyrt um bygðina í 3 daga þá hefði hann engann fundið sem hefði talað mót Mr. Anderson, eða beiðm hans. Og að gistihúsið eins og J>að er nú útbúið, með nær 30 lierbergjum, sé með þeim beztu af sinni tegund til sveita í Manitoba. — Land hetir stfgið f verði f St. Boniface, þessa sfðustu daga, svo undrun sætir. Lóðir sem áður voru taldar lítils virði, seljast fyrir, frá 20—50 dali, og par yfir hvert fet. — Tveir menn f Fort William réðust a grfskan mann á miðri götu á sunnudagskveldið var og stungu hann til bana með hnffuin, svo svo sonur hans 10 ára gamall horfði &. Morðið var framið af Póllend- ingum, alveg að ástæðulausu. Pilt urinn hefir kannast við annan manninn, sem glæpinn framdi. — Eldur í húsum kolanámu fé- lags í Fernie B.C., gerði 150 pús. dollars eignatjón & sunnudaginn var. PIANOS og ORGANS. Heintzman & Co. Pianoa.-----Bell Orgel. Vér seljDm með m&naðarafborgunarskilmáluni. J, J. H- McLEAN & CO. LTD. S30 MAIN St. WINNIPEG. Gutenberg-prentsmiðjan og tildrög hennar. Prentsmiðja "Dagskr&r" byrjaði hér fyrir nokkrum árum og bygði lffsvon sína á nokkuð einkennileg- um grundvelli. Hún hafði nfl. aldrei fleiri en einn mann, er full- numa var f prentiðn, og stundum engan, en hafði annars tóma náms- drengi til að vinna. Slfkir náms- drengir fengu þá 10 kr. kaup um mánuðinn 1. árið, sem svo &tti að hækka um 10 kr. á ári í 4 &r (náms- tfmann). En prentsmiðja þessi hafði það vana-lag, að sparka nem- endunum burt eftir 2 ár og taka ein- lægt nvja drengi í staðinn. Þetta var f rauninni ekki annað en blátt áfram banatilræði við prentarastéttina sem iðnaðarmanna- stett. Það var þvf ekki nema náttúrlegt, að petta yrði til að knýja prentara- stéttina til sj&lfsvarnar, og varð það tilefni til þess, að hér myndaðist á- líka verkmanna-félagsskapur milli prentaranna. eins og á sér stað nú meðal allra .iðnaðarmannastétta hvervetna um heim. IJ(úr gerðn pað með sér, að fast- ftkveða borgun fyrir ákvæðisvinnu (accord) og lægsta kaup fast fyrir pá, er unnu fyrir fastakaupi. Og jafnframt settu þeir fmsar reglur um vinnuna, er fylgja skyldi, og bundust samtökum um það, að vinna eigi hj& öðrum húsbændum, en þeim, er samþyktu akvæði peirra. "Dagskrár"-prentsmiðja var þá orð in annars manns eign (prsm."Þjóð- ólfs), og nú vanst það &, að prent- smiðjueigendur hér flestir gengu munnlega að samningi við prent- arafélagið um pessi atriði. En reyndu þó stundum að bregða út af Því. En f vor er leið, var umsaminn tími & enda, og ritaði þá prentara- félagið prentsmiðjueigendum hér kurteislegt bref, og skoraði & þá að gera samninga við félagið á ný. Þá voru hér sex prentsmiðjur: 3 stærri (Isaf., Fél.prsm. og prentsm. Rvfk- ur) og 3 smærri (Þjóðólfs, Östlunds oe; Aldarprsm.). Þeir eigendur Isa- foldarprsm. og Félagsprentsmiðj- unnar virtu þá ekki prentarafélagið einu sinni svars. (Þorv. Þorvarðar- son svaraði skriflega, að hann fylgdi prentarafélaginu að málum. Hann- es Þorsteinsson svaraði mu«nlega, að hann fylgdist með, ef hinar prentsmiðjurnar aðhyltust þessa samninga. — En við Östlunds og Aldarprsm. var pá eigi leitað samn- inga). Var þ& sýnt, hvað verða vildi, að þessir menn ætluðu að bæla all- an prentarafélagsskap niður með einu fyrirlitningar-rothöggi í stór- mensku sinni. — Þá tók málið að vandast fyrir prenturunum. Þetta var beint banatilræði við tfmanlega velferð þeirra, sem að eins verður trygð með dyggum samtökum. Þau eru smælingjunum helzta varn- ar vopn. Prentararnir fóru nú að halda fundi, en áttu nú úr vöndu að r&ða Hefði hér staðið lfkt á og í útlönd- um: verið margar prentsmiðjur í landinu með fjölmennri prentara- stétt, allri félagsbundinni, og svo samgöngiir verið greiðar og nokkur styrktarsjóður meðal allra stéttar- bræðra í landinu, þ& hefði "verið einsættjaðjgera verkfall. En & þvf voru ekkiftiltök eins og &stóð, enda &rið ekkijþingár og þvf auðveldara fyrir prentsmiðjurnar að komast af í bráð. Niðurstaðan varð þvf sú, að una ofbeldinu f bráð, en reyna að búa betur um'sig. Til þess tóku prentararnir f fé- laginu það ráð, að mynda hlutafélag til að kaupa stærri og nýtari prent- áhöld, en hér væri áður til, og stofna prentsmiðju, sem gæti kept við hin- ar og veitti félagsmönnum atvinnu með þeim kjörum, er áður höfðu verið; þeim kjörum, sem tryggja verkamönnum sæmilegt vana-kaup fyrir vinnu sfna. Þessi — og þessi ein — voru til- drög og orsök til þessarar prentara- prentsmiðju. Það voru prentar- arnir, og þeir einir, er fundu þetta ráð og réðust f það — án allra hvata frá öðrum (fáum eða engum utan peirra flokks var um það kunnugt fyrri en sfðar) — einvörðungu til sjálfsvarnar tfmanlegri velferð sinni. Auðvitað þurftu þeir, félitlir menn allir, að fá góðra manna að stoð til ábyrgðar, því að þeir réðust f að kaupa lóð og reisa stórt prent- smiðjuhús (25x14 álnir) tvílyft. Svo keyptu þeir Reykjavlkur prentsm. að Þorv.Þorvarðssyni og sendu hann utan til innkaupa. Þessi nyja prentsmiðja heitir Gutenberg-prentsmiðja og er langt um stærri en nokkur prentsmiðja hér & landi, og svo f ullkomin í alla staði, að jafnfætis stendur allra beztn prentsmiðjum erlendis: getur t d. prentað bækur og myndir með jafn-vönduðum fr&gangi sem lieztan getur f útlöndum. Gutenberg-prentsmiðjan hefir 4 hraðpressur: só Gtærcta tckur tvS» faldan "median", sem kallað er, þ. e. 4 bls. talsvert stærri en Isafoldar eða Fjallkonu brot. Hún prentar fínustu myndir. Næststærstapress- an prentar 4 Reykjavfkur blaðsíðnr í einu. Hinar tvær eru minni, þó prentar önnur þeirra tvær sfður af Reykjavfk eins og hún var í broti fram til 1«M)3. Pappfrsskurðar-vél er þar, stærri en hér hefir áður til verið. Þá er þar strykunar-vél, til að stryka alis- konar reikninga og töflir á skrif- pappfr. Enn er þar tölusetningar- vel, er tölusetur hvað sem vera skal, t. d. blaðsíður f höfuðbókum o. fl.; götunar-vél (perforeringsvél); enn fremur leturflötsteypu-áhöld (stere- otypi). Ógrynni af nýjumleturtegundum keyptu þeir og, víst letur fyrir tíu þús. kr., auk þess, er Reykjavíkur prentsmiðja átti. Á efra gólfi geta 40 setjarar stað- ið að stflsetningu. Lyftir (elevator) gengur lofta milli og flytur alt, sem með parf, upp og niður, svo að eigi parf að bera upp og niður stiga. Það er nú auðvitað, að þessi prentsmiðja getur afkastað meira og betra verki, en allar hinar prent- smiðjurnar til samans; og hon er eina prentsmiðja hér nú, sem getur leyst nokkurt vandað verk af hendi viðunanlega. (" Reykjavfk ", 7. janúar 1905). tieiri álfta. Ólafur Eggertsson las upp ritgerð eftir sjftlfan sig, er hann nefndi: "The True Aim of Life." Var það nytsamleg hugvekja, vel af hendi leyst bæði að hugsun og máli. Jóhannes Pálsson las upp ritgerð þá, er hann hlaut fyrstu verðlaun félagsins fyrir í vetur. Ritgerðin er um "Sumarnótt & Fróni," skáldleg eins og nafnið bendir til, og var gerður að henni góður rómur. Nemandi. Hlustið á þetta! Oddson, Hansson og Vopni aug- lysa í pessu blaði byggingalóðir f norðurhluta bæjarins alt fr& Aðal- stræti vestur, eins og sést á upp- drættinum í auglýsingu þeirra. —- Heimskringla getur fullyrt, að það borgar sig að festa kaup f þessum lóðum. Þær eru ódýrar nú, en munu brátt hækka f verði, svo að stór gróði er vfs hverjum, sem nu kaupir. Vér bendum lesendunum á þetta, ekki svo mjög vegna þeirra félaga Oddson, Hansson og Vopna, pvf að þeir purfa engin meðmæli frá blaðinu, heldur vegna íslend- inga sjálfra, sem vér teljum vfst, að hafi stóran hag af þvf, að festa lóðir þessar hjá þeim félögum, áður en pær hækka f verði, sem hlýtnr að verða mjög bráðlega, eftir núver- andi útliti að dæma. Söngsamkoma i a Hall Pearson's -r- SELKIRK 23 MARZ 1905. —0— Herra Jónas Pálsson ætlar að sýna fþrótt Tjaldbúðar Sflngflokks- ins, sem svo mikið orð hefir fengið & sig fyrir söng sinn á samkomum f pessum bæ, að dagblöðin hér hafa lokið hinu bezta iofsorði á hann. Enfremur koma þar fram & samkomunni nokkrir þeirra, til að 8/na fþr<5tt sfna, sem lœrt hafa hjá herra Pálsson og lengst eru komnir áleiðis f hljóðfæraslætti. Það mun mega fullyrða að Scl- kirk búum verður afl þessu sinni boðin ásrætis skemtnn, þvf mjög hefir verið vandað til als undir- búnings. Aðgangur 50 cents. Það skal tekið train að iill lflg er sungin verða eru íslenzk löt;, Um Stúdentafélags-fundinn. Stúdentafclagið íslenzka hélt fund & venjulegum tíma á laugar- dagskveldið 4. p. m. Fundurinn var vel sóttur. Störf þau, er fyrir hendi l&gu, voru afgreidd eftir fiör- ugar umræðnr. Að s'kemtunum var fundurinn einhver sá bezti, er féiagið heflr haldið í vetur. Stiílkur félagsins sungu þrjo lög, og hljóm- uðu raddir þeirra sem svanasöngur & heiði. Mrs. I. Johnson las upp söguna "Næturgalinn", eftir H. C. Anderson, og tórst henni það snild- arlega. Hflfundur þessara lína &- lftur, að Mrs. Johnson þoli vel samjflfnuð við þá, er bezt eru taklir læsir 1 pessum bæ, og svo munu FilSlrÍlillilS ll Grípið tækifærin meðan pau gef- ast. Við getum Belt ykkur ód/rara en aðrir þessar lrtðir i><x hus: S1k>'- brooke st. lóð. 33xf<2. $(575; Amies st., 40x105, $560; Victor st, $3^0; Toronto st., 50x101, S*)50; Béverly st., 33x100, $450; Simcoe st.. 25x 100, $275, og margt ou: margt flcira. Ný góð Cottage meö fjósi o 33x 110 feta lóð, að eins fyrir $1000, $300 strax og afganginn d t.ma. Ný hfis og góð fyrir $Ki50 og meira. Slcppið nú ekki þessum kosta- boðum, þvfþetta alternbtíztu kanp- in, sem hægt er að n4 f, oir hver stundin scinust. Híis og lóðir flj.'i_'.i fram, Finna þeir pað si^in bfða M&ttu þvf úr menskum Maður fara. og stríða. lam MARKUSSON BENEDICTSS Skrifstofa: 219 Molntyn Telephonc> 298«.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.