Heimskringla - 16.03.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.03.1905, Blaðsíða 4
HEIMBKRlNtíLA 16. MARZ 1905. ALFHAN PLACE $375.00 $25 út í hönd $15 á mánuði Ódyrustu Lóðir í Bcenum! Engir Skattar! Liggur að aðalstræti Winnipeg borgar. Rafurmagns vagn á hverjum 5 mínútum. Barnaskóli í fíórðung mílu fjarlægð. ALFHAN PLACE er sá bezti og hentugasti staður fyrir islenzk fjðlskyldu-heimili, fjarri solli og freist- ingum borgarlíísins, en þó nærri allri vinnu og hagnaði þeim, sem leiðir af að byggja útjaðra stórborganna. Oddson, Hansson & Vopni 55 Tribune Building Tel. 2312 P.O.Box 209 WINNIPEG Tapast lielir sunnanmegin á Ross Ave. p. 13. p. m. gjaldkerabók kvennstúkunnar “Fjallkonan”, I. O. F. Hver, sem kann að tinna bók f>essa, eða vita um fund hennar, er vinsamlega beðinn að skila henni á skrifstofu Heimskringlu. Hon. R. P. Roblin er væntanleg ur heim aftur, úr ferðalagi sínu til Cuba f þessari viku. Skýrslur almenna spftalans hér í Winnipeg fyrir s. 1. ár eru ný útkomnar. Þær sýna að það hefir kostað 175 þúsund dollara að við- halda stofnuninni yfir árið, ísl. Stúdentafélagið hélt fund í Tjaldbúðarsalnnm sl. laugardags- kveld. til þess að ræða um það á- hugá mál landa vorra hér f bæ, að fá komið á íslenzkri bókadeild við Camegie bókahlöðuna hér í bæ. Fundurinn var laklega sóttur þótt hann hefði verið auglýstur f sfðustu tveggja vikna blöðum. En þeir sem mættu voru einhuga um að injög væri æskilegt og nauðsynlegt að þessu gæti orðið framgengt, og fól Stúdentafélaginu að hafa fram- kvæmd í málinu. Nokkrar líkur eru fyrir þvf, að þessu fáist fram- gengt, með því að sumir f bóka- hlöðudeild bæjarstjómarinnar eru þvf hlyntir, Söngflokkur Tjaldbúðar - kirkju heldur CONCERT f Tjaldbúðinni þann 11 aprfl n. k. Mjög heflr verið vandað til þessarar samkomu og söngflokkurinn hefir æft sig f margar vikur undir hana. Meðal annara senx þar koma fram til að syngja, er herra söngkennari Rhys Thomas, sá er kendi Sigrfði Hördal (nú Mrs Hal]) að syngja. Sagt er að hra. Thornas komi ekki til að skemta á samkomum fyrir minna en $25.oo á kveldi. Sömuleiðis syngur þar systurdóttur þra. Thom- as, og er hún viðurkend ein af allra beztu söngkonum sem nú eru f \ estur Canada. Oscar Hallgrlms- son fíólíns spilari góður, verður og >ar til að s/na list sína, og margt annað fólk, sem alt er þekt að á- gætum sönghæfileikum. Það mun mega fullyrða að þetta verður með allra beztu skemtunum, sem halðnar hafa verið meðal landa vorra f bæ þessum. Aðgangur á að kosta 50c fyrir hvern fullorðinn. Páll S. Pálsson, sem f sl. tvo vetur hefir gengið á “ Winnipeg Business College ” hefir n/lega útskrifast með ágætasta vitnisburði — þeim hæsta er skólinn gefur, bæði f bókhaldi og verzlunarfræði yfirleitt. Eigendur Toronto Bankans hafa fest kaup í húslóð hér í bænum, með þeim ásetningi að byggja veg- legt hús á henni fyrir banka stofn un sína, Concert það sem Jónas Pálsson og söngflokkur Tjaldbúðarsafnaðar ætlar að halda 1 Selkirk, að kv. 23. þ.m., verður vafalaust með beztu skemtunum sem haldnar hafa verið þar f bæ. Söngflokkur þessi hefir þegar fengið á sig mikið lofsorð hér f borg fyrir söngva sfna, og nú sfðast erhann var fenginn til að syngja í Zion kirkjunni að kveldi þess 9. þ. m., fórust blöðunum svo orð að söngur flokksins hefði verið að- dáanlegur. Það er búist við að allmargt fólk muni fara héðan ofaneftir, til þess að heyra flokk- inn syngja þar, þar sem hra. J. Pálsson hefir fengið sérstakan lestarvagn til að taka flokkinn og vini hans ofaneftir að kveldinu, og upp hingað aftur strax að skemt aninni afstaðinni; svo að allir geti verið komnir heim til sín lítið eftir miðnætti. Þá ættu þeir sem vildu fara ofaneftir, til að vera á sam- komunni, að finna hra. Pálsson og fá ódýr farbréf hjá homim. ísl. Stúdentafélagið heldur fund f Tjaldbúðarsalnum á laugardags- xveldið kemur. Útnefning embm fyrir næsta ár fer þá fram, og eru því félagsm. beðnir að fjölmenna. Herra Stefán Sigurðsson, kaup- maður á Hnausum í tíimli sveit, hefir keypt nýjan gufubát 80 feta langan og með bezta útbúnaði, til fólks og vöru flutninga. Til þess að bátur þessi geti verið sem hrað- skreiðastur.hefirStefán pantað nýja gufuvél f hann, sem nú er á leið- inni hingað vestur. Þegar vél sú er komin f bátinn, vonar Stefán að hann gangi 14 mflurá kl. stund, ef þörf gerist. Báturinn á að ganga milli Selkirk og Hnausa, 'og með- fram strönd vatnsins, og fara hring- ferðina á dag. Verður þá skip ætta hið lang stærsta, skrautleg- asta, þægilegasta og hraðskreiðasta sem nokkumtfmahefirgengið með- fram ströndum Nýja ísl. Og það má trúa Stefáni Sigurðssyni til þess að láta fara vel um farþegja sfna á skipinu. og að standa við það til- boí sitt, að taka fólkið f Selkirk á morgnana og koma þvf þangað aftur að kveldi sama dags. — Það sem hann segir, það stendur ! I. A. C. “hockey” félagið vannl þriðja kappleik sinnmót Vfkingum á mánudagskveldið var. og halda þvf Hansson bikarnum að sinni, eða þar til næsta vetur ef Víking- ar verða þá ekki jafn ónýtir og þeir hafa reynst á þessum vetri. Þeir, Thordarson og Hansson.l eigendur “Sealof Manitoba“ vindla verksmiðjunnar, hafa keypt aðra vindlagerðar verksmiðju hér í bæ. Þeir hafa og sömuleiðis keypt húseignina að 196 og 198 Nena St., og ætla að sameina báðar verk- smiðjumar i eina og reka framveg- is iðn sfna f hinni nýkeyptu eign þeirra á Nena Street. —Kyrkjuþing- Hið þriðja þing hins Únitciriska Kijrkj ufélags Vestur-íslendinga verður sett að Gimli Man., sunnu- daginn 2. april næstkomandi, kl. 10. árdegis. Hlutaðeigendur em beðnir að taka þessa tilkynningu til greina sem fyrst, og æskilegt væri að sem flestir únftariskir meun s/ndu á- huga sinn, með því að koma. Öll- um velkomið að vera viðstaddir. Magn, J. Skaptason (forseti). pr. Einar Úlafsson (útbreiðslustjóri). Thorsteinn Johnson, Ffólíns-kennari - 543 Victor St 1-12 tf | Hvi skyldi menn ! | ▲ 1 lOT’í/íl ilí nr lmmm ínní 4 __ 0 ♦ , ♦ : i ♦ t: !♦ >♦ !♦ ♦ i: )♦ i: ♦ ♦ borga háar leigur inni í bænum, meðan menn geta fengið land örskamt frá bænum fyrir GJAFVERÐ? J. J. BILDFELL, 505 MAIN STREET selur hús og lóðir og annast þar aö lút- andi stftrf; útvegar peningalán o. fl. Tel.: 2685 Hra. Sveinn Jónsson, bóndi I frá Hensel N. D.. var hér á ferð f sl. viku, áleiðis til Nýja íslands að finna föður sinn, Jón Sveinsson, f Geysir bygð. Sveinn lætur vel af | íðan landa vorra syðra. Ég hefi til sölu land í St. James, 6mflur frá pósthúsinu fram með Portage Ave. sporvagna-brautinni, sem menn geta eignast með $10 niðurborgun og $5 á mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar flytja mcnn alla leið. H. B. HARRISON & CO. Baker Blk,, 470 Main St., Winnipeg Skrifstofa mln y6ar P,(LS M. ♦ Sandercock, sá sem barið hefir menn til óbóta hér á götunum í veturog rænt þá fé sfnu, var í : :yrradag dæmdur f 15 ára fangelsi og til að h/ðast 75 vandarhögg. Félagi hans McDonald var dæmdur til 10 ára varðhalds og 75 iagKa hýðingar. Það væri nauð- synlegt að hafa höggin sem allra þyngst á þessa náungum. PALL M. CLEMENS, BYGGXNGAMEISTARI. 470 91ain St. W innipcg. BAKER BLOCK. PHONE 2711 OFDRYKKJU-LŒKNINC ódýr og áreiðanleg fæst með þvf að rita eða finna flngnus Borgfjord, 781 William Ave., Winnipeg Hið bezta gerpúlverið er eflaust BLUE RIBBON BAKING POWDER Fylgið reglunum nákvæmlega. Geymið verðlauna-miðana 3 miðar í hverjum pundspakka. Yerðlaunum er útbýtt á KING STREET, WINNIPEG tíætinn maður getur fengið at- vinnu við að keyra út vörur um borgina, og með góðu kaupi. Rit- stjóri vfsar á. Hugh McKellar, sem lengi vann f akuryrkjudeild fylkisstjórnar innar, hefir verið kjörinn féhirðir fyrir bæinn Moose Jaw. Arslaun $2000. Úr bréfi frá Blaine 1. Marz ’05: “Blaine er nú sem stendur alveg peningalaus, sem þó batnar bráðum vonandi þvf sögunar myllan tekur bráðlega til starfa. Þær eru helztar fréttir héðan, að hús herra Hans Hanssonar brann til kaldra kola þann 16. febrúar sl., með öllum innanhúss munum. Vá- trygging var nokkur á húsinu og mununum. Herra Hansson býr nú f húsi tífsla Illugasonar og tílsla Arnasonar, sem er skamt frá búgarði hra. Hanssonar. ’ \ ér leiðum athygli lesendanna I að hinni nýju myndatöku stofu fyrir norðan C.P. sporin sem þeir Martel’s Limited, auglýsa í þessu blaði. Vér höfum söð þessa nýju stofnun, og eftir að hafa aðgætt myndatöku vélarnar, og allan út- búnað þar að lútandi, teljum vér rétt að ráða Islendingum til að fara þangað til að skoða staðinn, og láta mynda sig þar fyrir sanngjarnt verð. Herra Martel hefir unnið alla æfi sfna að myndatöku, og er þessvegna vel fær um að leysa verk sitt svo vel af hendi, að viðskifta fólk hans fjölgar stöðugt. Hann brúkar eingöngu beztu efni til myndatökunnar, og hefir ekki aðra en æfða menn f þjónustu sinni. 8á er eitt sinn skiftir við hann, heldur þeim viðskiftum áfram. Þessvegna getum vér mælt n honum. Hann byr og til myndir til prentunar, eins og sjá má á jóla- blaði Heimskringlu. Munið eftir Martel’s Limited, á horninu á Main og Euclid Öts. Fyrir norðan C.P. járnbrautina. Fundin Óskila kvíga á öðru ári, dökkrauð að lit, er búin að vera hjá mér sfð- an síðastliðið haust. 32—19—5 W. Jóh. Thorsteinsson, Mary Hill. Man. Lake WanilÉa Trafling & Liimber Co. Oak Point, Man. “Royal Honsehold,” Ogilvies bezta ................$2 85 “Glenora”, bezta patent . 2 65 og lægra verd, ef mikið er tekid í einu. Vér höfum einnig miklar byrgðir af ágætum trjávið og dyra og glueea karraa og hurðir, með sama verði og það er selt í Winnípeg. Með vorinu fáum við brjú vagnhiöss af góðum bænda hrossura, sem vér seljum með svo goðu verði. að hver sem vill getur keypt þá. selur mjöl og fóðurbætir með eftirtöldu verði: “Shorts”, hvert ton.......$17.00 “Bran”, hvert ton ........ 16.00 “Oats” (hafrar), bush........... 0.40 wmwmtwmmw HEFIRÐU REYNT ? £ DREWRY’S i REDW00D LAGER EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA aa tr LJÚEFENGAST A, sem fæst. Biðjið nm þaé nvar sem þér eruð staddir Canada, Edward L Drewry - - Winnipeg, Mannlaeturer & Importer, TUiiiíiiiiiUiiíiiiiíi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.