Heimskringla - 06.04.1905, Síða 1

Heimskringla - 06.04.1905, Síða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS ♦ lslenzknr kaiipmaOur ♦ ♦ selur Kttl ok Eldivld ♦ J Afgreitt fijótt og fullur mælir. J ♦ i>li7 Ellice Ave. Phone 2620 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS, kaupmaður ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ nmboessali fyrir ýms verzluuarfélflg 1 Winnipesr og Anstnrfylkiunum, af- greiéir alskonar pantanir Islendinga ör nýlendunum, peim aö kostnaöar- lausu. SkrifiÐ eftir upplýsingum til 537 Ellice Ave. - - - Winniþeg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 6. APRlL 1905 Nr. 26 PIANOS og ORGANS. Heintzman & €«. Fianoa.----Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H- McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. NEW YORK LIFE Insurance Co. "iASS* Árið 1904 var sextugasta aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 lífsábyrgðar skýrteini að upphæð $342,212.569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lífsábyrgðarfélag hefir selt á nokkru undanförnu ári. — Nærri 20 millfónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur. Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir fél. hækkuðu um 8£ millfón. — Sjóður pess hækkaði um 38 millfónir, er nú $390,660,260.— Lffsábyrgð í gildi hækk- aði um $183,396,409. Öll lífsábyrgð í gildi 1. ,Jan. 1905 $1,928,609,308. CHR. ÓLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG J. G. MORGAN, MANAGER Arni Egprtsson 071 ROSS AVENL’E Phone 3033. Winnipeg. Agæt biijörö Ég hefi ágætis bújörð til sölu við íslendingafljót, 180^ ekrur. Ein af beztu bájörðum f þvf bygð- arlagi. Liggur rétt meðfram fljóts- bakkanum. Talsverður heyskapur og einnig skógur; ágætis jarðvegur. Yerðið að eins $650.22 Eignir hér f bænum teknar í skift um. Til frekari upplýsinga skrifið eða finnið Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Elk Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRlÐS-FRÉTTIR Rússar hafa farið þess á leit við Frakka, að þeir geri tilraun við stjórn Japana, að komast að við- unanlegum friðarsamningum. — Frakkar hafa lofað að gera tilraun f pessa átt með þvf skilyrði.að Bret- ar legðu lið sittr til, að þessir samn- ingar tækist. Herforingi Japana hefir skýrt frá f>vf, að menn sínir hafi nú um tfma verið önnum kafnir við að telja saman herfangið, sem f>eir fengu í Mukden, og kveður hann það vera alls, eftir þvf sem næst verði komist, um 114 millfón doll- ara virði af matvælum og áhöldum og fatnaði, [og Vh millfón dollara virði af skotvopnum og skotfærum að auki. Fjórum dögum áður en Rússar flýðu staðinn, hafði mesta ógrynni af fatnaði og skótaui fyrir hermenn Rússa komið til Mukden, en Japanar náðu f>vf öllu og kom f>að sér vel fyrir f>á. Kuropatkin hafði gefiðjskipun um, að flytja alt þetta norðurj með hinum fl/jandi herdeildum sínum, en enginn tfmi varð til þess, og hafði því margur Rússi um sáran fót að binda, er hann fékk enga skó eða annan klæðnað. Af hernaðijbeggja málspartanna eru mjög litlar fregnir um þessar mundir Herforingi Rússa sendi hraðskeyti til Pétursborgar f>ann 29. marz; það voru að eins 4 orð: “Enear fréttir af stríðinu.” Þykir þetta benda til f>ess, að Japanar hafi náð umráðum yfir fréttaþráð- unum og láti að eins þær fréttir berast út, sem þeim sýnist, og að þeir eigi nú f öllum höndum við Rússa þar eystra. Stjórnin á Rússlandi telur lfk- legt, að stór-bardagi hafi orðið, þó fréttir fáist ekki af honum. Heima fyrir á Rússlandi er alt f vppnámi. Æðstu höfðingjar og auðmenn í Moscow eru nú eindreg- ið á þvf m&ll, að stjórnin verði að rýmka um frelsi þjóðarinnar, ann- ars sé alt f veði. Þessir menn eru farnir að setja verði um hús sín at' ótta fyrir þvf, að [>au verði sprengd í loft upp eða brend, f>vf að alþ/ð- an lætur allófriðlega og fremurýms spellvirki á eignum auðmanna, hvar sem þvf verður við komið; en her- lið stjórnarinnar ræður ekkert við f>etta. í Yartaborg bifct alþýðan og reif niður allar vfnsölubúðir í bænum og lögreglustöðvarnar, svo að stjórnin varð að senda þangað herskip og setja herdeildir f land til að halda friði, eins og þeir væru í óvina landi. Póllan^l og Finnland eru og f uppnámi, svo að stjórninni stendur stuggur af. Og svo er að sjá af öllum fréttum, að stjórninni verði nauðugur einn kostur, að veita þjóðinni aukið frelsi, en ekki gera menn sér von um, að hún veiti f>ingræði á sama hátt og viðgengst í öðrum Evrópulöndum. Þann 3. þ. m. segja herfréttir, að Rússar séu að rffa upp járnbrautir sfnar í Mancliuria, og f>ykir f>að benda á, að þeir búist við að verða alyerlega að yfirgefa þenna lands- hluta og eftirláta hann óvinum sfn- um Japönum með öllum hans gögn- um og gæðum. Almælt er að hermennirnir hafi nú færst norður að Genshu skarði, 108 mflur fyrir norðan Tie skarð og að Japanar hafi þar að eins nægilegan herafla til að halda sfn- um hluta fyrir Rússum, því að að- alherdeildir þeirra séu á leið til Vladivostock, og ætli Japanar að gera umsát um þann stað og herja á hann bæði frá sjó og landi, eins og f>eir gerðu við Port Arthur. Og efai enginn, að þeir vinni f>ar sig- ur að lokum. Nii er saat að nokkru vænlegar muni áhorfast viðvfkjandi friðar- samningi milli Rússa og Japana; sagt að þeir muni koma sér saman um, að leggja helztu ágreinings- atriðin í friðarsamningunum undir úrskurð Roosevelts forseta, og láta hann miðla málum svo algerður friður komist á meðal þeirra sem allra fyrst. Þó er enn ekki fullyrt, að Japanar gangi að þessu. Öllum ber saman um, að Rúss- um sé nauðugur einn kostur að biðjast friðar. Þeir eru nú búnir að þreyta orustú við Japana í hálft annað ár, og liafa mist um liálfa millíón manna ásamt öllum her- skipaílota sfnum f>ar austur frá, auk alls þess ógrynnis sem |>eir hafa mist af hergögnum, sem er mörg hundruð millfón dollara virði. Þeir hafa tapað öllum yfirráðum á Corea og f Manchuria og orðið að gefa upp Port Arthur, öflugasta vfgi í heimi. Og ofan á allar þess- ar hrakfarir bætist það, að þeir hafa tapað lánstrausti sfnu og fyr- irgert tiltrú og virðingu heimsins sem stórveldi. Þeir eiga því héðan af enga viðreisnarvon móti Japön- um. Stjórn f>eirra og þjóð veit f>etta, og allur heimurinn veit það, og — Japanar vita pað. Ottawa stjórnin ætlar að láta byggja fiskiklak við Berens River, er geti ungað út 200 millfónum hvítfiska á ári hverju. — Ófriðlega gengur f>að til f Warshaw á Rússlandi. Þúsund Gyðingar héldu trúarlega samkomu þar á sunnudaginn var, en herlið- inu var sigað á þessa vopnlausu menn og urðu f>au leikslok, að 4 fundarmanna vorn drepnir, en yfir 40 særðir, f>ar á meðal tvær konur. Svipað þessu hefir átt sér stað í öðrum borgum f>ar f grendinni. — Sóslalistar ganga nú um meðal al- þýðunnar og heimta, að hún leggi fram fé til skotvopna kaupa. Þeir krefjast að sögn vissra upphæða, $2.50 til $5.00 af hverjum manni eftir efnum og ástæðum. Þykir f>etta ljós vottur um, að almenn nppreist sé í vændum um land 'alt og að alþýðan ætli sér að vera vel út búin að vopnum, svoað húngeti mætt herdeildum stjórnarinnar, j>ar sem nauðsyn krefur. Svo er að sjá, sem stjórnin fari nú friðsam- lega að blaðstjórum landsins; hún hefir boðað ]>& á fund sinn og rætt landsmál við þá á kurteisan og vin- gjarnlegan hátt og óskað eftir sam- vianu þeirra á þessum róstusömu tfmum. — Ofþurkar á Spáni hafa skemt uppskeru landsins svo mjög, að þúsundir manna eru aðfram komn- ar af hnngri og alsleysi. Svo geng- ur sulturinn að fólkinu, að það er farið að ráðast á og ræna mat- vöru úr búðum kaupmanna f ýms- um þorpum, er svo sagt að al- menn uppreist sé í vændum, ef stjórnin ekki gjöri bráðar ráðstaf anir til þess að bæta úr nauð fólks- ins. — Opinber kvörtun hefir gerð verið á bruggara fundi f Eng- landi, yfir f>vf að alf>ýðan sé farin að minka bjór drykkju, en verji f f>ess stað efnum sfnum til þess, að fara á fótbolta leiki og aðrar sýn- ingar. Á fundi f>essum ræddu bruggarnir á hvern hátt hægt mundi að kippa þessu 1 lag. Einn maður gat þess að þó hægt væri með löggjöf að takmarka vfnnautn alþýðunnar, þá mundi veitast örð- ugt að fá löggjöf er þvingaði fólk- ið til að drekka meira en það hefði lyst til. — Þjófa-hópur, sem um nokkura ára tlma hefir rænt og stolið f flestum borgum Frakklands, og stundum einnig myrt menn, hefir að sfðustu komist undir manna hendur. 15 þessara þokka pilta hafa verið dæmdir f fangelsi alt. frá 5 árum til lífstfðar, eftir f>ví sem sakir stóðu. — Kviðdómur einn (Grand Jury) í Toronto, hefir hafið það n^- mæli og alvarlega ráðið dómur- um landsins til að taka það upp, að hýða menn fyrir drykkjuskap. Kviðdómendum þessum kemur saman um f>að, að leyfa mönnum að sleppa við h/ðinguna fyrir fyrsta brot, en að hver sá sem uppvfs verður að f>vf að verða drukkinn, oftar en einusinni, skuli sæta húð- strokum fyrir hvert brot. Tillaga þessi er svo ný, að hún hefir enþá ekki verið rædd 1 blöðunum, en væntanlega láta bindindisfélög landsins til sín heyra um þetta áður langt lfður. — Þýzkt gufuskip sigldi á og braut Allan Line skipið Parisian 4 mflur frá Halifax höfn þ. 26. f. m. Um eitt þús. farþegjar voru á skipi Allan línunnar. Skipið komst með illan leik inn á höfnina og kom farþegjum öllum í land, en sökk sfðan. Mál hefir fægar risið út af þessu tilfelli milli félaga þeirra sem skipin eiga. — Tveir bræður f Ontario lentu f illu út úr trúmálum, og beið ann- ar bana af áverka hins. Sá, er glæpinn framdi, kvað alveg nauð- synlegt, að ráða hinum bana vegna trúarskoðana hans. — Mrs. Chadwick hefir verið dæmd til 10 ára fangavistar fyrir skjalafölsun og peningasvik. Hún var kærð um að hafa snúðað út um 2 millíónir dollara, en hún kvað það vera fjarri öllum sanni, þvf skuldir sfnar væru ekki meiri en 750 j>iis. dollarar. — Voða fellibylur, sem æddi yfir bæinn Louisburg f Minnesota að kveldi þess 27. marz sl., gerði stór- kostlegt tjón á lftí manna og eign- um þar. Þrjár kornhlöður og vagn- stöðvar Great Northern félagsins og 60 íbúðarliús féllu til grunna og hvert einasta annað hús í bænum skeindist meira eða minna. Margir létu þar lffið og aðrir særðust. Állir tal og málcírar slitnuðu, og svo má heita, að bærinn allur væri alger- lega eyðilagður. Ætlað er, að víð- ar liafi orðið skemdir, þó en sé ó- frétt um það. — Flóð hafa sópað C. P. R. brúnni miklu af Saskatchewan ánni hjá Saskatoon. Brúin var f 40 deildum, og tóku flóðin 21 deild. Félagið ætlarað endurbyggja brúna tafarlaust. — Maður að nafni Gessler Ros- seau, sem nýlega var dæmdur í fangelsi f New York fyrir það, að hann sendi sprengivél út á bryggju Cunard lfnunnar f>ar f borginni f maímánuði 1903, sem hann ætlað- ist til að yrði flutt um borð f skip línunnar til f>ess að sprengja það í loft upp — hefir gert þá játningu í fangelsinu, að það hafi verið ein af sprengivélum lians, sem eyði- lagði Bandarfkja herskipið Maine, er sprakk á Havana höfn í Cuba fyrir nokkrum árum. Játning hans er á f>á leið, að á f>eim árum, sem Cubamenn áttu f ófriði við Spánverja, þá hafði hann einsett sér að gera það, sem hann gæti, f>eim til hjálpar, og f þvf skyni hefði hann flutt sig til Jacksonville og smfðað tværöflugar sprengivélar, svo út búnar, að f>ær máttu vindast upp eins og klukka og vorn svo vissar að sprengja með feikna afli á tilsettum tfma. í Jacksonville kyntist hann ýmsum uppreistarmönnum og samdi við þá að nota þessar vélar sínar til f>ess að sprengja upp skip Spánverja á Havana eða öðrum höfnum við eyj- una. Menn voru gerðir út til f>ess að festa vélarnar við eitt af skipum Spánverja á næturþeli, en af f>vi dimt var, þá festu f>eir f misgán* ingi vélina við skipið Maine, með f>eim afleiðinguin, sem þegar eru kunnar. Sá, sem stóð fyrir þessu verki, drap sig. f>egar hann upp- götvaði misgrip sitt. Aðrir, sem að verkinu unnu, flýðu landið og voit onginn hverjir f>eir eru eða hvar niðurkomnir. Það er alment álitið að saga þessi sé sönn. — Frétt frá St. Pétursborg segir Rússa keisara hafa gert tilraun til sjálfsmorð^ með þvf að skera sig í úlfliðina, en verið hindraður frá því af móður sinni. — Stjórnendur G.T.P. járnbraut- arinnar hafa látið f>að boð út ganga, að félag þeirra og C. N. R. félagið muni byggja sameiginlegar fólks- lestastöðvar f Winnipeg. G. T. P. féiagið hefir og ákveðið, að setja eina af aðalstöðvum sínum í Fort William, Ont. Fréttabréf. Hnausa, Man., 26. marz 1905. Vorið er komið, “og grundirnar gróa”, mætti bæta við, þvl snjór er á förum, nema f skóginum. Þessi vetur er einn hinn bezti, sem liér hefir komið f elztu manna minni. Félagslífið hefir verið með fjör- ugasta móti, einkum seinni part vetrarins, hvað skemtisamkomur snertir, og verður fyrir það fyrsta fram í næsta mánuð. Samkomurn- ar hafa verið haldnar f Húsavík, Gimli, Nesi, Árnesi, Hnausum, Geysir, Árdal, Icelandic River og Hecla, — fleiri og færri á öllum f>essum stöðum. Kr. S. Thorsteinsson er búinn að selja greiðasöluhús sitt á Hnaus- um; Baldvin Anderson, Húsavík, stóð fyrir kaupunum. Hefir flogið fyrir, að þar eigi að setja upp vín- sölu verzlun, ef menn vilja leyfa það, En meiri f>örf virðist vera þar á annari verzlun, því nóg hefir boristt hingað norður af ^fninu í vetur og orðið mönnum að fóta- kefli. Komið hefir til orða, að Gimli- sveit yrði skift í tvent, að minsta kostt, og mælir margt með þvf. — Hún er orðin of stór umfangs fyrir 4 meðráðendur, að hafa hana alla, eins og hún er, til að geta vel stjórn- að, svo annaðlivort verðurað skifta henni eða að fjölga meðráðendum Dáið hafa hér f Breiðuvfk í vet- ur: 3. janúar, Olafur Jónsson,smið- ur góður, ættaður úr Kelduhverfi, 70 ára. 13. marz, Eygerður Eyj- ólfsdóttir, ekkja eftir Einar sál. Oddsson, sem bjó á Osi í Skila- mannahreppi f Borgarfj.sýslu, 69 ára gömul. Enginn veitir f>vf neina sérlega eftirtekt, þó stöku maður flytji liéð- an úr Gimlisveit; en þó er sá mað- ur að fara frá okkur í vor, sem sér- staklega er saknað af öllum, sem liann þekkja. Það er Jón bóndi Jónsson frá Grund f Mikley. Hann fer fyrir það fyrsta til Selkirk. Fylgja honum liugheilar heilla- óskir. Nú er ekki haft mikið orð á þvf> þó menn flytji inn í sveit okkar, f>að er svo vanalegt, enda er að verða erfiðara, að ná í góð lönd, með hverjum degi að heita má, og ekki líða mörg ár þar til sveitin verður albygð, og heimilisréttarlönd fækka óðum. Þó eru f>au mörg til ennþá og sum góð. Loksins fóru menn að líta t-il Nýja Islands, og gerðu það þá svo munaði um. o. G. .1. •‘Freyj a.” Þegar ég hefi lesið það blað nú um nokkra sfðustu mánuði hefir mér dottið í hug að spyrja sjálfan mig sem svo: Ætli allir lesendur “Freyju” séu ánægðir með stefnu f>ess blaðs nú upp á sfðkastið? Persónulega finst mér spurningu þessari bezt svarað með f>vf, að at- huga efni blaðsins nú, hvað lftið þar er rætt um “kvenréttindi” í þeirri mynd, er útgefandinn byrj- aði það málefni í fyrstu. Nú er f>vf lfkast, að aðaláherzlan gangi út á það, að svívirða karl- menn með f>ví allra argasta, sem hægt er að finna í sögunni, og að útgefandinn liafi lasta- og glæpa- þrungnustu “rómana” til hliðsjón- ar við ritsmíð sína. Ég liefi átt tal við nokkra kaup- endur og lesendur blaðsins, er hafa lýst beiskri ó&nægju yfir stefnu f>ess um tfma, þar eð slfk frekja og ákafi, er þar kemur fram f ólieppi- legri mynd en óskandi væri af leið- toga f þvf velferðarmáli, er miklu fremur til að æsa upp ósamlyndi í hjúskaparmálum, en til að efla sannan kærleika og einingar sam- vinnu milli karla og kvenna. Væri ástæða til að álíta, að út- gefandi “Freyju” hefði við ósam- lyndi og ókjör að búa af hálfu maka sins, þá væri ekki að undra, f>ótt útgefandinn gætti ekki sem allra glöggvast að feta hógværðar og þolgæðisveginn, er kvenréttinda málefnið sérstaklega. útheimtir að þræddur sé af forustukindinni. Þess væri óskandi, að leiðtogi málefnisins, Mrs. M. J. Benedicts- son, breytti sem fyrst um til batn- aðar og hefði framvegis betur að- laðandi rithátt og stefnu, málefn- inu til framfara og [>roska. Annars er mjög hætt við, að starf hennar og áhugi nái ekki tilgangi sfnum eða beri sára lftinn blómkrans lil betrandi áhrifa hvað það m&lefni snertir og sambúð karla og kvenna. Lesandi “ Freyju. ” Þessir eiga bréf á skrifstofu Heims- kringlu, og eru hlutaðeigendur á- mintir um, að sækja bréíin tafar- laust, því Heimskringla tekur enga ábyrgð á bréfum, sem send eru í póstkassa eða á skrifstofu blaðsins: E Davfðsson, Sig. Jónasson Hlíðdal, 2 bréf, Miss Elfzabet Sig urðardóttir, Mrs. Margrét Bjr>rnsson. Þrjú af bréfum |>essum eru frá Islandi. Fasleignasala Komi nú bæði konur og menn, Komi hver sem getur, Þar um kosta kjörin tvenn Keppa f>eir Jón og Pétur. Mennina í “Mekkintær” Megið þið fremsta telja, Flýgur sagan fjær og nær: “Fljótt og vel þeir selja!” Baldwinson f>að fljótur fann Og fyrstur Islendinga, Þá guliið skært utn greipar rann Yið gerða kaupsam.iinga. Spyrjið þið hann spjörunum úr, Spyrjið, hvað ’ann haldi, Um félaga með forðabúr Fult af oturgjaldi. Hann mun f>á án tafar tjá — Tal og ræðu vandar: — Farið strax og finnið þá, Flýtið ykkur “Landar!” Þar er ekki stolt og staut, Né stirðleiki til anna, Þvf skal ykkar beina braut Beint til slfkra manna. MARKUSSON & BENEDIKTSSON Skrifstofa: 21!) Mclntyre Block. Telephone 29H6.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.