Heimskringla - 04.05.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.05.1905, Blaðsíða 3
ÖEIMSKRINGLA 4. MAÍ líKtó suður. Landar vorir í Ballard hafa lfka allflestir mjög myndarleg heimili. Ég geng að þvf vfsu, að söra F. Bergman kannist við, að Dakota og Manitoba séu eins góð lands- pléss, eins og íslendingar hafa nokkurn tfma fundið fyr eða síðar. Samt hefir fólk verið að smáflytja burtu úr báðum þessum stöðum. Til dæmis fór stór hópur frá Dak- ota til Alberta fyrir mörgum árum. Annar hópur af löndum fór til Minnesota. Á sfðastliðnu vori flutti stór hópur til Assiniboia. Og í næsta mánuði ætlar héðan um 100 eða 120 manns til Norðvestur lands- ins, — og þó dettur okkur ekki f hug að segja, að alt þetta fólk sé að hverfa héðan. Það er að flytja sig búferlum. Yfirleitt voru landar á Kyrra- hafsströndinni fremur óánægðir yfir þessum spádómi séra F. Berg- manns. Hvar sem ég kom til landa minna á Ströndinni var mér tekið mjög vingjarnlega og hjá öllum gömlum kunningjum mjög ástúðlega. Ég tók svo ferð meðC.P.R. braut- inni austur, og fór stanslaust fró Sumas, B. C., til Innisfail, Alberta. Aðal tilgangurinn var að sjá gamla kunningja í f>ví bygðarlagi. Ég fór frá Innisfail til Sólheima og hitti þar fornvin og nábúa minn Kristján Johnson. Eftir sólar- hringsdvöl hjá honum fór ég til Markerville og gisti hjá Gfsla Ei- rfkssyni og Jónasi Jónssyni. Það- an fór ég norður með ánni til Krist- ins Kristinssonar, og eftir miðdags- verð gekk ég yfir ána og heim til Stephans G. Stephanssonar. Hann var ekki heima, þegar ég kom, og var mér vísað til sætis á skrifstofu hans. Það sem fyrst mætir auganu er mynd af skáldinu f fullri stærð á njóti skrifstofudyrunum, og svo er mikill alvörusvipur á myndinni, að manni finst hún segja: Hafðu ekki hátt, ég er að hugsa. Skrif- stofan er hér um bil 10 og 12 fet á stærð. Þar er stórt skrifborð, yfir- lagt með dökkum olíudúk, og stór og vandaður hægindastóll, og er hann svo tilbúinn, að maður getur setið eða legið f honum. I þessum stól hafa óefað margar fagrar hug- myndir skáldsins fæðst. Á skrif- borðinu voru enskar og þýzk- ar kvæðabækur, orðabækur, þrjár blekbyttur og heill hópur af penn- um. Á veggjunum voru myndir af flestum nútfðar skáldum pjóðar vorrar, og mörgum eldri skáldum líka. Eftir stutta stund kemur Stephan inn og heilsar mér vin- gjarnlega og biður mig velkominn. Hér var ég svo alla nóttina og fram á miðjan næsta dag, og bar margt á góma. Ég ætla ekki að fara að lýsa skáldinu, fyrst og fremst af því hann þarf þess ekki með, og svo er ekki neinn hægðarleikur að 1/sa honum svo maður sé viss um að gera það rétt. Ég læt það nægja að segja, að mör finst Stephan hafa þær heilbrigðustu liugmyndir um mannlífið, hlutina í heiminum og viðburðanna rás f gegn um alda- raðirnar af öllum'íslendingum, sem ég hefi kynst á æfinni. Þaðan fór ég til Tindastóls og dvaldi tvær nætur hjá Jóhanni Björnssyni. Mr. Björnsson kom með þeim fyrstu löndum hingað og er einn hinn allra bezt efnum búni f þessari bygð; hann erdreng- ur hinn bezti. Svo fór ég til Innisfail og næsta dag til Calgary, McClaude ogLetli- bridge, og svo tíl Winnipeg Þar hitti ég marga góða og gamla vini^ og eftir þriggja daga dvöl þar hélt ég heimleiðis. Cavalier, 5. aprfl 1905. Pdll Jóhannsson. 1120,000 stórhýsi á að byggja á horninu' á Broadway og Garry St. Það á að byggjast úr stáli, grjóti og múrsteini. Stærðin 144 fet á lengd og 100 fet á breidd. Húsið er ætl að fyrir fjölskyldu-fbúðarhús. Þórður Kr. Kristjdnsson: Heimskring'la er kærkom inn gestur á íslandi. lsíenzkt Vor. Flutt á samkomu Hagyröingra- félagsiná 27. marz þ.é. Vorsins lúðrar viðkvæmt gjalla, Vekja sérhvert blóm á jörð, Hiti og birta’ í faðma falla, Friður guðs nú heldur vörð, Blærinn heilsar björk í lund Blíðum koss um árdagsstund. Rfs f austri rönd af sólu, Roða slær á skýja-tjöld; Varpar burtu vetrar-njólu Vordags blessuð ljósafjöld. Glóir jörð í geislahjúp, , Glitra tárhrein ránardjúp. Dimman styttist, dagur lengist, Dásamlegt er alvalds ráð; Sólar- blíðu -brosi tengist Blærinn, himin,.sjór og láð. Vetrar kalsár vermir bjart Vorið klætt í sumarskart. Frostið hverfur, fannir hjaðna, Fyllist loftið sólskinsyl; Heimsins barna hugir glaðna, Hlakka allir sumars til. Finst ei margt hjá frónskri drótt Fegra enn heiðrfk júní nótt! Daggar tár í dölum glitra, Danslag spilar lindin tær, Fölleit strá í fjallsbrún titra. Fjörusteinum lognröst [>vær; Kveður foss í f jallaskor’ Fimbulóð um spánýtt vor! Sólin gyllir sund og voga, Svanir heim að fósturslóð Fljúga hátt, und himinboga Himnesk syngja gleðiljóð, Fyllist alt með fuglaklið, Firðir, dalir, heiiar, mið! Islands vors, um dýrðardaga Dýrtíð þegar burt er hörð, Frjáls sér leikur hjörð f haga, Hoppar glöð um leiti og börð. Alt sem lifir einum róm Elskar vorsins helgidóm. ísum krýndri eyjadrotning, Út við kaldan norðurpól, Oskum vér, með ást og lotning, Eilíf skíni drottins sól! Hvar sem, vinir, höldum fund Heiðrum vora feðragrund! u Millu-kobbi”. Það er nú löngu liðið Að lúinn ferðamaður Með hélugráar hærur, En hversdagslega glaður, Með kliptan varakampinn Og klæði hulin bótum, Með göngustaf f greipum Og gamla skó á fótum. Hann drap á dyrnar lágu, En dagsett var að jólum; Þá léku litlu börnin Með ljós, á nýjum kjólum, Þau hrukku við og héldu Hann hlyti’ að vera álfur Úr gömlum hólum genginn Og gjarnan skollinn sjálfur. r Eg var f>á enn f æsku Og einn af þessum krökkum. Ég hræddist ekki “álfinn” 1 urðargráum stökkum; Þó var hann eitthvað annað En almenningur skildi. Þá djúpu rún að ráða Ég reyna feginn vildi. Hann liuldi þremur höttum Þær hljóðu tfmans rúnir, Sem skrifa áttu örlög Á ennis hvassar brúnir. Hann þótti fæstum fríður Og forn í anda’ og skapi, Hann kvenfólkinu kyntist, Sem kátur skógar-api. Hann var svo ern í anda, Hann ölmusuna smáði; Hann vann þeim gagn sem En gjafabrauð ei J>áði. [guldu, Hann kýmnifyndni kunni Og kvað um drauga í hólum. En aldrei tók hann ofan Og ei við messu’ á jólum. . Hann var ei fyrir fáka, Sem flestir íslands synir; Hann komst þó yfir árnar, En öðruvfsi’ en hinir. Hann klóraði’ eins og krabbi Um klungurbotn og sanda, Á sfnum fjórum fótum Hann fór á millum landa. Og starf hans var á vorum Að veita læk á kvarnir, Að grafa brunn á bæjum Og byggja túnavarnir; Og þá var ólga’ í æðum Við oddastál og meitil, Og oft var kapp í karli Að kljúfa blágrjóts-eitil. Og svo bar við um vorið, Það vor, sem aldrei gleymist, — Minn sfðsti æsku-ómur, Sem eilffðinni geymist. — Eg svaf hjá gömlum gráskegg í griðafaðmi nætur, Hann ræddi margt, ég man það, Sem muna klökkna lætur. Já, f>á var harkan horfin Og hversdags-jökull bráðinn, Af rúnakeflirökkvu Hann rakti æfiþráðinn, Já, eins og blíðlynt barnið í bernsku draumum sfnum, Þau orð, sem aldrei gleymast Að endadegi mfnum. Það f>ýðir ekki’ að f>ylja í þaula söguvefinn. En eitt er víst, — ég vissi, Að vart er stundum gefinn Hinn rétti Dulardómur, Þvf dvergamál er gáta, Og undir frosti finnast Þau frjóblöð sem að gráta. En nú er garpur genginn Frá göngustaf og kvömum; Hann gistir ekki oftar Hjá okkar jólabömum. En jólasagan segir Hann sjái hátfð fegri í himinsala sælu Og samvist gleðilegri. Hann átti nokkra aura, Sem aflast höfðu’ á störfum. Og f>eim hann verja vildi Að vesalingsins þörfum; — Svo var það gert; — að venju, — Þvf vildi enginn hamla. Þið þekkja munuð manninn Hann “Millukobba” gamla. Jón Jónatansson. Munid eftir! Matreiðslustó með áhöldum einnig gott kvennhjól er til sölu með góðu verði. Ritstj. vfsar á. Dominioii liiiiik Höfuðstóll, §»,000,000 Varasjóður, §3 000,000 Allskonar bankastörf af hendi leyst SPARISJÓDS-DEILDIN tekur á móti dollars innlagi eða meira í einu og borgar hæztu banka-vexti af. NOTRE DAME Avc. BRANCH Cor. Nena St T. W. BUTLER, Manager Box Social veröur haldið í Tjaldbúðar salnum 9. maí kl. 8 síðd. Það er óhætt að mæla með þessari samkomu. Um að gera fyrir piltana að kaupa kassa, og náttúrlega stúlku með. Þaðervonandi að pilt- amir noti þetta tækifæri og bjóði, hver sem betur getur, í kassana, svo þeir sleppi við átölur lijá stúlkunum.... jMt. jlfc Ms. jHc Jtfc. jHí Mt ♦ » * » I fr » * * » * » I » I » I » » ♦ < 4 4 4 4 4 * * 4 * 4 4 4 4 4 4 i 4 4 4 I 4 ♦ w w w w w w w w ww- I n n - i prr og kaffi gangur »^L • ókeypis Thorsteinn Johnson, Fíólíns-kennari - 543 Victor St. 1-12 tf S. THORKELSON, 751 Ross Ave., selur allar tegundir af máli, málolfu og öðru mál-efni. Alt af beztu tegund og með lægra verði en aðrir í Winnipeg. * I ir i í 1"f _ • _ ^ íí Allir íslend ingar í Ame ríku ættu að kaupa 'Heimir’ Kostar $1.00 yfir árið. Kemur út einusinni á mánuði hverjum í stóru tímarits broti 24 bls. að stærð. Innihald margbrotið og skemti- legt, sögur kvæði, ritgjörðir, kyrkjutfðindi, æfiágrip merkra manna með myndum osfrv. Af- greiðslustofa: “Heimii,” 555 Sar- gent Ave., Winnipeg, Man. Steinhleðslvi allskonar, svo sem kjallara og fleira, leysir S. J. Sigurðsson f River Park bæði fljótt og vel af hendi og fyrir lægra verð en aðrir í þessum bæ. Hann biður íslendinga að finna sig að máli áðuren þeir semji við aðra um steinverk. Iíann hefir æfða steinleggjara að vinna fyrir sig. Munið að sjá sem fyrst S. .1. NigurdKSon, River l*arl.. MARKET HOTEL 146 PRINCESS ST. á móti markaínum P. O'CONNELL, eigandi, WINNIPEG Beztu teKundir af vínföngum og vindl um, aðhlyn»ii>R góð og húsið endur- bætt. og uppbú'ö að nýju BOYD’S “MACHINE- MADE” BRAUD eru altaí eins, bæði holl og gómsæt Ef þú vilt.fá brauð, þá er hægast að láta þá vita það gegnum tele- fóninn, núm- erið er 1030 DOMINION HOTEL 523 ST. E. F. CARROLL, Eigandi. Æskir viðskipta fslendinga, gisting ódýr, 40 svefnherbergi,— ágietar máltíðar. Þetta Hotel er gengt City Hall, hefir bestu vlföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösvnlega aö kaupa máltlöar, sem eru seidar sérstakar. J. Selur groeeries með eft- irtöldu verði — ódýrastar og beztar vörur í Av’þeg... 17 pd. Rasp. Syknr . 1.00 14 pd. Molasykri . 1.00 9 pd. Grænt Kafli . 1.00 22 pd. Hrfsgrjónum .. l.Oo 28 pd. Kassi af Rúsínum.. . 1.20 10 pd. fata Molasses . 0.40 5 pd. Sago 1 Bush. Kartöflum . 0.80 7 fata af Jam . 0.45 Union Grocery and Provision Co. 163 NENA St. horni ELGIN AV Odýr~- Matvara Allar vörur fluttar heim f hús viðskiftavina vorra með eftirfylgjandi verði: 16 pd. raspaður sykur.$1.00 14 pd Molasykur....... 1.00 9 pd. grænt kafli..... 1.00 23 pd. hrfsgrjón ..... 1.00 3 pd. kanna Baking Powder 0.35 Soda Biscuits, 2 kassar á... 0.35 3 könnur af Salmon á .... 0.25 Rúsinur 4 pd. á........0.25 Sveskjur 5 pd..........0.25 Ýmsarteg. af sætabrauðipd 0.10 Happy Home s&pa 7 stykki 0.25 Besta Cocoa 1 pd. á .. 0.25 Molasses 10 pd fata á .... 0.40 5 pd. bestu “Tumips” á ... 0.25 5 J>d fata af besta Sfrópi á 0.30 Kartöflur. bushelið... 0.70 Þorekur, saltaður, pd. á .. 0.06 Ostur 1. pund á........0.10 Patent Flour (100 pd) .... 290 3 flöskur af “Extraxt11 á .. 0.25 7 pd fata af Jam...... 0.40 Bestu Tamatoes 2 knr. á .. 0,25 Og allar aðrar vömr, með kjör- kaups verði. Fólk í nærliggjandi jjorpum og sveitum, sem vildi njóta þess- ara kjörkaupa, getur pantað vörumar og sent andvirðið með pöntuninni; skal f>eim þá send- l ast það, sem um er beðið. J. Joselwich 163 NENA ST. homi ELGIN Ave 1 Kanna af borð Sfrópi .... 0.25 Ýmsar tegundir af ágætu sæta brauði á lOc. pundið. Allar aðrar vörur með til- svarandi verði. Einnig mikið upplag af alls- konar fatnaði og fataefn- um, skótaui, leir- og glervöru, alt ódýrt. J. Midanek 668 H ellingt on cor. Agnes. H EIIISKRINtiLl! og TVÆR skemtilefcar sögur fá nýir kaup endur fyrir að eins §2.00. Woodbine Restaurant Stnrsta Billiard Hall 1 Norövestarlandln Tlu Pool-borö.—Alskonar vln ogvindlar. Lennon A Ilebb, Eieendur. KJORKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum f Winnipegborg getið þið fundið út hjá G. J. COODMUNDSSON 618 Langside St., Winnipeg, Man. Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 488 Toronto Street DEPARTMENT OF AGRICULTURE AND IMMIGRATION MANITOBA með járnbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma landafurðum sfnum til markaðar, bfður óviðjafnanlega hagn- aðarkosti ölium f>eim sem verja fé sínu í fylkinu. Fylkisstjórnarlönd em ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6 00 hver ekra. Ræktuð búlönd f öllum hlutum fylkisins fást keypt fyrir $10.00 til $40.00 hver ekra. Þessi lönd fara árlega hækkandi í verði. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR Hyggilegasta aðferðin fyrir [>á, sem koma til Manitoba með þeim ásetningi að fá sér búlönd, er að vera nokkra daga f Winnipeg og kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan- leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd. Til eru héruð, sem hafa verið bygð um margra ára tíma, þar sem enn má fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. Sum af löndum J>essum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl- um tilkostnaði, og sem hafa eins mikla frjósemi til að bera og þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að setja sig niður á þau. Til eru fylkisstjómarlönd og ríkisstjórnarlönd og járn- brautarlönd, sem enn eru fáanleg. Verðið er mismunandi. Frá $3.00 til $40.00 ekran. Verð- ið fer eftir afstöðu landanna og í tilliti til timburs, vatns, járn- brauta og kauptúna, er á þeim em eða í grend við þau. Allar upplýsingar upi heimilisréttarlönd fást á Dominion Land skrifstofunni. Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd fást á Þinghúsinu. Upplýsingar um C.P.R. og C.N.R. járnbrautalönd fást á skrifstofum þessara brautafélaga. Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra manna. Upplýsingar um atvinnu gefur J. J. OOLDEIV, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg Strifið eftir Verðlista íslenzkir verslunarmenn í Canada ættu að selja SEA.L OL MAISTITOBA Yindla SEAL OF MANITOBA CIGAR CO. 230 KING ST., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.