Heimskringla - 08.06.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.06.1905, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ i T. THOMAS ♦ lslenzknr kanpmaOnr ♦ X selur K«tl ok Kldivld ♦ X Afgreitt fljótt og fullur mselir. X X 537 Ellice Ave. Phone 2620 ♦ * ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ T. THOMAS, kaupmapur nmboÐssali fyrir ýms veralnnarfélög 1 Winnii>eg og Austurfylkiunum, af- greiöir alskonar pantanir Islendinga r nýlendunum, peim aö kostnaöar* lausn. Skrifiö eftir npplysingum til 537 Ellice Ave. - - - Winniþeg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ▼ I ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 8. JÚNl 1905 Nr. 35 PIANOS og ORGANS. Heintzman Jk C«. Pianon.---Bell Orgel. Vér seljnm með mánaðarafborgunarskilmélum. J, J. H- McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. Islendingadagurinn. 2. ágúst 1905. Hér með tilkynnist, að Islendingadagsnefndin boðar Islendinga í Winnipeg borg á almennan fund, sem haldinn verður 1 samkomusal Tjaldbúðarsafnaðar mánudaginn f>. 12. f>. m. (júnf) kl. 8 að kveldi. Núverandi nefnd leggur f>ar fram reikninga yfir tekjur og útgjðld dagsins í fyrra og sýnir live mikið nú er í sjóði á banka, segir sfðan af sér starfa og fundurinn kýs nýja nefnd til þess að annast um hátíðahaldið í sumar. Fólk er beðið að fjölmenna á fund þenna og styðja uefndina sem bezt til undirbúnings dags- ins í ár. 0 Nefndin. Arni Egprtsson 671 ROSS AVENUE Phone 3033. Winnipeg. Heiðruðu Landar! Þið mistuð af góðu tækifæri að kaupa ekki landið sem ég auglýsti hér seinast. Ég s e 1 d i f>að Banda r í kja a u ð m. Passið J)ví að hafa augastað á þessum stað næst. Það borgar sig fyrir ykkur að safna skyldingun um, og kaupa Lot og Lönd hjá Arni Eggertsson OfHce: Room 210 Mclntyre Blk Telephone 8364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir \ hvaðanæfa. STRÍÐS-FRÉTTIR Rússar unnu tvo bardaga þann 17.og 19. maí f Manchurfu og náðu þar frá Japönum 234 herföngum, 2 fallbyssum, 100 hestum og nokkru af hergögnum; brendu f>ar að auki upp allstórt fata og matar forðabúr Japana ogsundruðu mflna langri smávagnalest, sem hlaðin var hrís- grjónum og öðrum matarforða, sem átti að ganga til japanska hersins. Um mannfall af beggja liði í þess- um bardögum er ekki talað, en blöðin telja þetta hafa verið aðeins smábardaga. En svo er þó að sjá, að Rússar hafl haft f>ar alla yfir- burði og gert Japönum talsverðan skaða. Af sjóorustunni miklu eru f>ær frekari fregnir komnar, að Rússar hafi áreiðanlega mist yfir 20 af skip- um sfnum, þar á meðal öll helztu stórskipin og um 10 þús. manna í sjóinn. En Japanar tóku hertaki 6 eða fleiri skip þeirra og á fjórða þúsund manna. En aðmfráll Voelkersan, sá sem skaut á skozku fiskimennina áDog- ger grunnmiðunum, er floti Rússa var á leið sinni austur, lézt snemma í orustunni áður en skipi hans var sökt. Alt tap Japana í orustunni er sagt að hafi verið 3 torpedó bátar, 113 menn fallnir og 424 særðir. Mannfall þetta varð á 19 af skipum þeirra. En á torpedó bátunum mistu Japanar 89 menn. Þetta er lftið tap f>egar þess er gætt, að þeir gerðn Rússum hið mesta manntjón og söktu flestum skipum þeirra. Aðmfráll Togo var særður lftið eitt á skipi sfnu Adzuma. Á hinn bóginn er það nú sýnt og sannað, að Rússar hafa ekki verið aðgerðalausir, þar sem þeir feldu og særðu menn á 19 skipum Jap- ana, auk þeirra, sem voru á torpedó b&tunum. Á rússneska herskipinu Oriel særðust um 400 manns strax í byrj- un orustunnar, og er sagt að 140 af hinum særðu, sem hljóðuðu ogb&ru sig illa, hafi verið fleygt lifandi í sjóinn. Einnig er það fullyrt, að skipshöfnin á jskipi aðmfráls Neb- ogatoff hafi gert uppreist meðan á orustunni stóð og lokað hann og 8 aðra yfirmenn inni f káetum f>eirra og halað síðan hvfta flaggið f há- stöng og gefið skipið á vald Japana. Svo fara ljótar sögur af þessari Uppreist, að yfirvöldin í Pétursborg telja skipshöfn þessa raggeitur eða annað verra og blöð Rússa heimta, að menn f>essir verði dæmdir til dauða, þegar þeir koma heim til Rússlands. Þrjú af skipum Rússa, sem kom- ust undan úr bardaganum mikla, hafa náð lendingu f Manila. Þau eru öll illa útleikin og höfðu margt særðra manna um borð. Þau höfðu fiúið snemma úr bardaganum til þess að komast undan kúlum og sprengitólum Japana. Japanar hafa ákveðið að reisa veglegan minnisvarða f minningu um sigurvinningar aðmíráls Togo. Það á að vera viti eða hafljós mik- ið, hið stærsta í heimi; það á að standa á Okino eyjunni. Ljósið í húsi þessu á að uppljóma hafið á 80 mflna svæði umhverfis eyjuna og þannig uppljóma mestan hlutan af orustusvæðinu, svo að komandi kynslóðir megi jafnan minnast or- ustu þessarar og hins fræga sigurs Jápana f>ar. Aðmfráll Rojestvensky kvað nú vera á góðum batavégi á sjúkra- húsi Japana. Brezk kona, sem kom til Quebec í sfðustu viku sem innflytjandi með einu af Allan lfnu skipunum, var liandtekin við landgöngu og kærð um fjölkvæni; þegar leitað var á gömlu konunni, fannst á henni peninga ávfsan upp á sex f>úsund pund sterling, og sem hún sjálf átti. — Frá Emerson, Man., kom sú frétt dagsett 29. maí, að þá væri f>ar 150 Islendingar úr Norðvestur Dakota bygðinni, umhverfis Moun- tain og Hallson að hlaða gripum sínum og búslóð á brautarvagna. 600 nautgripi höfðu f>eir með sér. Þessir menn segir blaðið að séu flestir' ungir. Meðal þeirra H. J. Halldórsson og Jón Jónsson, sonur Páls Jónssonar, að Akra. Alt ætl- ar fólk þetta að setjast að í Austur Assiniboia. — Stjórnin f Noregi hefir sagt af sér út af óánægju við Óskar konung vegna neikvæðis hans við samþyktum þingsins um að Noregur fengi að hafa sérstaka utanríkis umboðsmenn, en þurfa ekki að lúta Svíum f því eins og að undanförnu. Þegar konung- urinn á stjórnarráðsfundi neitaði að undirrita lagafrumvarp þings- sins, þá sagði alt stjórnarráðið af sér, en konungur neitaði að taka þá uppsögn gilda. Svo er al- þýðan æst í Noregi út af þessu tiltæki konungsins, að það ligg- ur við að hún segi slitið sam- bandi við Svíarfki og fari f stríð, til þess að vinna stjórnlegt sjálf- stæði sitt og þjóðréttindi. — Sprengikúlu var kastað að vagni sem í voru þeir: Loubet fyrseti Frakklands, og Alfonso, Sp. konungur, er þeir um miðnætti þ. 1. þ. m. keyrðu frá leikhúsi einu f Parísarborg’. Kúlan lenti f einum hermanni þeirra sem vörðu vagn- inn, og meiddi hann og nokkra aðra riddara, er þar voru, en skemdi ekki vagn forsetans né þá er í honum voru. Anarkisti var strax handtekinn, og sóru vitni að þau hefðu séð hann kasta kúlunni. — Sjö Anarkistar voru hand- teknir í Paris þann 26. maí. Þeir voru nýkomnir þangað frá Sp&ni. 5 þeirra neituðu að segja til nafna sinna, eða að gefa nokkrar upplýsingar um sig eða ferðalag sitt, en hinir 2 viðurkendu að allur hópurinn hefði verið sendur þangað af anarkista félagi á Spáni til þess að vera þar til taks og reyna að myrða Alfonso Spánar- konung, er hann ferðaðist til Parfs- ar. Þetta er í fullu samræmi við þá einu vitanlegu stefnu þessara þokkapilta. Anarkistar hafa það eina mark- mið í heiminum, svo kunnugt sé, að drepa menn, helzt þjóðhöfð- inga, og leiðandi stjórnmálamenn. — Lagafrumvarp í Lundúna þinginu um að aftaka sunnudaga sölu vfns, var felt með aðeins 6 atkvæðum. Ef góðtemplarfélögin hefðu getað beitt áhrifum á 4 af þessum 6, vfnbanni í vil, þá hefði frumvarpið náð þingsamþykt og fengið lagagildi. — Dana stjöm hefir sent um- boðsmanni sfnum f New York, skeyti um að hann skuli tilkynna almenningi að nauðsynlegt sé að fá leyfi Danastjórnar, áður en tæringarveiku fólki sé leyfð land- ganga á Grænland, og að líklegt sé að það leyfi hún ekki. — Banka félag það, í París, sem ætlaði að lána Rússum nær 400 mill. dollars til þess að halda áfram stríð- inu, hefir dregið tilboð sitt til baka, sfðan Rússar töpuðu skipum sín- um. Telja lánið nú ótrygt. — Byrjað er að grafa göng undir Detroit ána, milli Canada og Banda- ríkjanna. Þetta verk á að verða fullgert innan tveggja ára og kosta 1V2 millíón dollars. Skurðirnir eiga að verða 2 með 25 til 30 feta millibili. Hver göng eiga að verða nær 2 mílur á lengd. — 173 sprengikúlur, sumar full- gerðar og aðrar i smíðum, fundnst í kjallara undir húsi eins anar- kista á Rússlandi, í sfðl. viku. Hann var að starfa samkvæmt trú sinni, maðurinn sá! — Jámbraut, frá Emerson til Yassar, á að leggjast á þessu sumri og mælingarmenn eru nú að ákveða brautarstæðið. Strax og mæling- in er fullgerð, verður tekið til að byggja brautina. Hugsanlegt er að hún leggist nokkru sunnar en “Vassar station“. — Sem dæmi þess, hvernig vest- ur höruðin byggjast má geta þess, að þar sem nú er þorpið “Wadena” á C.N.R. brautinni, sem verið er að byggja til Edmonton, var fyrir 6 vikum ekkert hús. Fólk vissi að þar var fyrirhugað bæjarsræði, en samt er það ennþá ekki mælt út í bæjarlóðir, þó er þar nú kom- ið gott hotel, 3 hesthús, þar sem gestir fá láns hesta, ef þeir vilja keyra út um landið umhverfis. 3 timburverslanir, 2 almennar vöruverzlanir. 1 gistihús, akt/gja- búð, kjötsölu búð, járnvöru búð og apótek. Þetta má heita allvel að- verið, áður en bæjarstæðið er mælt út í lóðir. Fólk flykkist inn f þorp þetta í hópum daglega, og mörg hundrað fjölskyldur hafa tekið sér land umhverfis þorpið. — Arthur Tucker, sem nýlega útenti langa fangelsisvist í Ont. fyrir fjölkvæni, var tæpast fyr sloppinn út úr fangelsinu en hann giftist 3ju konunni. Hann hefir verið handtekinn á ný og læknar fengnir til að ákveða hvert hann sé með fullu viti. — Standard Oil Company hefir sett niður verð á olíu smni, í sum- um Ontario bæjum, til þess að reyna að eyðileggja verslun annara olfufélaga þar — þetta hefir gefist ágætlega. — Jarðskjálftar í Montenegro urðu 500 manns að bana og særðu 250 manns. Bærinn Scutari í Albana héraðinu lagðist í eyði á svipstundu. Þeir sem sluppu em húslausir, og stjómin hefir sent leitarflokk til að finna hóp manna er tapast hefir, og það er talið vfst, að þegar sú leit sé búin, þá muni það sannast, að margt fleira fólk hafi látið líf, en að framan er talið. Skemtiferð til Argylebygðar miðviku- daginn þann 14. þ.m. Ferðin hefst klukkan 7 árdegis með sérstakri lest frá C.P.R. braut- arstöðvunum. Heldur svo lestin tafarlaust til Glenboro.* Þar verðnr ferðafólkinu mætt með hesta til að keyra það á skemtistaðinn, að “Skjaldbreið” þar í sveitinni, þar sem Argyle - íslendingar halda skemtisamkomu þann dag\ með- fram til minningar um 25 ára land- námið þar. Þar fara fram margskonar skemt- anir svo sem ræðuhöld, söngur, hljóðfærasláttnr, lfkamlegar íþróttir og leikir, þar á meðal “Base ball.” Aðgangur að öllum skemtunum ókeypis. Máltfðir og aðrar veitingar, nema ekki áfengir drykkir, verða til sölu á staðnum, en nestiskarfir getur Winnipeg fólkið haft með sér og er ætlaður aukavagn í lestinni fyrir þær. Að kvöldinu verður Winnipeg fólkið keyrt til Glenboro, }>ar sem sama lestin bfður og flytur það heim. Hornleikaraflokkur frá Winni- peg spilar á leiðinni og vestur frá um daginn. Góðum vögnum er lofað og verða þeir skreyttir með fánum og flögg- um. Farseðlar fyrir alla ferðina, báð- ar leiðir, kosta aðeins $2.15. Keyrslan vestra algerlega frí. Lögð til og gefin af Argyle-mönn- um. Farseðlar eru til sölu í báðum búðum Arna Friðrikssonar, í búð tfalldórs S. Bardals og á skrifstof- um beggja íslenzku vikublaðanna hér f bænum. Menn, sem búa ytan Winnipeg bæjar, hvar sem er, og geta komið því við að slást í förina, eru auðvit- að velkomnir. Sérstaklega áríðandi er, að þeir, sem ætla að fara, kaupi farseðla sem allra fyrst, svo að tími verði til, að sjá fyrir nœgilega mörgum vögnum og vel geti farið um fólkið. Lfka til að geta látið Argyle-menn vita, hve marga þarf að keyra. I umboði Winnipeg nefndarinnar Winnipeg 6. júní 1905. A. Fredericlcson. — Krónprinsinn yfir Wzkalandi ætlar að gifta sig innan skams. Þúsundir boðsgesta eru farnir að streyma til Berlinar Þar með nokkuð af konunglegu fólki, en svo er ösinn mikil af gestum, að borg- arstjórnin er í vandræðum með að útvega þeim öllum verustað. Brúð- argjafir, dýrmætar, eru sendar í þúsundatali frá öllum löndum. — Sir William Broadbent, einn af frægustu læknum f Evrópu, hefir staðhæft í fyrirlestri, sem hann hélt nýlega f Lundúnum, að tæring- arsýki orsakist af illri og ónógri fæðu, ofþreytu og loftillum húsa- kynnum, en sérstaklega þó af vín- drykkjum, sem hann telur vera aðalorsök sýkinnar, ekki sérstak- lega á þeim, sem sjálfir drekka, heldur á þeim, sem umgangast drykkjumenn á heimilum þeirra, því að sýkin berist aðallega í hrák- um drykkjumanna. Þetta segir hann að sé svo margsannað, að ekki verði móti því mælt með rökum. Væri mögulegt að eyðileggja hrák- ana strax og þeir koma út úr kverk- um drykkjrútanna, þá væri engin tæringarveiki í heiminum. Segir læknirinn, að sýki þessi sé í rénun f öllum löndum með minkandi vín- nautn, — Thomas Fysche, sem um mörg ár hefir haft aðal stjóm Merchants bankans með höndum, hefir sagt af sér því embætti vegna ellilasleika. Eigendur bankans hafa launað starfsemi hans með 6 þúsund .dollars árl. eftirlaunum og 50 þúsund dollars peningagjöf þar að auki að skiln- aði. — Isl. Foresters mun þykja ilt til frétta að W. Foster Waddell, sá er stofnaði Forester Stúkuna “ísafold” hör f Winnipeg, hefir verið handtekinn í Beverley í Mass. fyrir mannsmorð. Waddell var bindindis postuli aðallega, og ferðaðist um í fyrir- lestra erindum fyrir bindindis- félögin, og vann um leið í þarfir Foresters félagsins. Waddell mætti stúlku að nafni Linberg, hér f Winnipeg, og trúlof- aðist henni. Svo kom það fyrir að hann var sendur til Minneapolis til að mæta þar á Foresters þingi. Tók hann þá unnustu sína með sér og giftist henni þar í borginni. Þetta gerðist fyrir 10 eða 12 árum. Svo kom það n/lega fyrir, að Waddell lét konu sfna vita að hann hefði aldrei gifst henni lög- lega, og að giftingin í Minneapolis hefði verið uppgerðarleikur, og að hann hefði áður verið giftur og að sú kona væri lifandi, og einnig, að hún var í Winnipeg á sama tfma sem hann var f tilhuga lífinu við síðustu unnustuna. Konan lét sér hvergi bilt við verða; hún yfirgaf Waddell og gift- ist skömmu þar eftir, — þann 4. marz s. 1. — öðram manni að nafni Hayes. Þetta þoldi Waddell ekki og skaut Hayes til bana. Nú ját- ar kona þessi að hún hafi fyrir ári síðan leynilega gifst Hayes. Waddell er sagt að hafa strok- ið, og þykir llklegt að hann hafi leitað til átthaga sinna hér í Norð- vestur landinu. Yænta má þó að að hann sýni sig ekki í Winnipeg. Dánarfregn. Háttvirti herra ritstjóri! Það er ósk vor og bón til þín, að þú gerir svo vel og ljá þessum lfn- um rúm f blaði þfnu, svo að vinum og vandamönnum hér og heima á gamla Fróni gefist kostur á að sjá lát hinnar framliðnu vinu vorrar. Hinn 2. apríl 1905 andaðist að heimili sfnu í West Selkirk, Man., konan Þurfður Sigfúsdóttir, eftir 25 daga legu 1 taugaveiki. Þuríður sál. var fædd að Meðal- nesi f Fellum í Norðurmúlasýslu á íslandi hinn 14. jan. 1877. For- eldrar hennar voru þau hjón Sig- fús Oddsson frá Meðalnesi Hildi- brandssonar frá Hreiðarsstöðum og Guðfinna Oddsdóttir Jónssonar frá Meðalnesi. Þuríður s&l. ólst upp hjá foreldr- um sínum, þar til að dauðinn kall- aði þau til heimkynna sinna, og var hún þá nm 18 ára að aldri. Þá fór hún að Skeggjastöðum í sömu sveit og dvaldi hún þar alt þangað til hún árið 1897 fór á kvennaskól- ann á Ytriey í Húnavatnssýslu. Þar var hún f tvo vetur sem náms- mey, en þriðia ár sitt þar vestra var hún vinnukona hjá Indriða bónda Jónssyni, sem þá bjó á Ytri- ey; en samt naut hún þó tilsagnar á nefndum skóla um veturinn. En haustið eftir fór hún austur á Seyð- isfjörð og gekk þar á saumaverk- stæði vetrarlangt. Þaðan fór hún að Skeggjastöðum á Fellum, en um vorið 1902 fluttist hún vestur að Ytriey aftur í Húnavatnssýslu og giftist þar eftirlifandi manni sfn- um Sigurði Indriðasyni, ogbjuggu þau á Ytriey það ár. Þaðan fluttu þau norður á Akureyri og dvöldu þar eitt ár; þar næst fluttu þau til Vesturheims vorið 1904 og settust að í West Selkirk, Man. Þeim hjónum varð tveggja bama auðið, og lifa þau bæði móður sfna. Þau eru bæði ung, á 1. og 2. ári. Það, sem einkum einkendi hina framliðnu, var sterk trú á guð sinn skapara, trygt og staðfast hjarta og sérstaklega hluttakandi í kjörum hinna bágstöddu. Stilt og vönduð var hún, ás rík eiginkona og móðir. Hennar er því sárt saknað af vin- um og vandamönnum og öllum þeim, sem nokkur veruleg kynni höfðu af henni. En einkum er það þó hinn eftirlifandi ekkjumaður, sem gerir sér skýra grein fyrir, hversu dauðinn hefir svift liann einni hinni allra beztu gjöf, sem þessi heimur hefir að bjóða, sem er góð eiginkona. Með fráfalli hinnar látnu er þvf stórt skarð fyrir skildi, því hér tók dauðinn burtu meira en að eins nafnið “kona”, því hér voru hinir kvennlegustu eiginleikar samein- aðir, sem nauðsynlegir eru til að gera konuna að ástríkri eiginkonu, móður og húsmóður. Staðfesta, trygð og brjóstgæði voru hennar aðal lyndiseinkunnir. Blessuð sé minning hinnar framliðnu! Þótt táralind tæplega þomi, trúna samt höfum vér þá: á eilffðar upprisu morgni þig aftur vér fáum að sjá. Sofðu, vor sárþráða vina, sárköldu gröf þinni í, þá harmaél hérvistar lina þig heimsækja viljum á ný. Vinir hinnar Idtnu. MARKUSSON & BENEDIKTSSON Hafa flutt skrifstofu sfna , frá 219 Mclntyre Block að 205 í sömu byggingu. Telephone nr. verður auglýst síðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.