Heimskringla - 22.06.1905, Page 2

Heimskringla - 22.06.1905, Page 2
HEIMSKRINGLA 22. JÚNÍ 1905. Heimskringla PDBLISHED BY The Heimskriogla News & Publish- . iog Cooipaoy Verö blaösins i Canada og Bandar. $2.00 um Arið (fyrir fram borgraö). Senfc til lslands (fyrir fram borKaö af kaupendum blaðsins hér) $1.50. PenÍBífar sendist I P. O. Money Or- der, Registered Lotter eöa Express Money Order. Bankaávfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX 118. ’Phone 3512, Blæjumii lyft. Einar Hjörleifsson flytur í Fjall- konunni tveggja dálka langa grein um að héraðslæknirinn í Ólafsvík hafi neitað sóknarpresti sfnum um læknishjálp. Presturinn séra Helgi Ámason, hafði f fyrra mist 2 börn sín úr barnaveiki af þvf að læknir- inn hafði þá ekki til blóðvatn f>að (serum), sem notað er við slfk til- felli, og er óyggjandi læknislyf sé það notað í byrjun sýkinnar. Barna- veiki hafði og komið í læknishérað þetta einu eða tveimur missirum áður en prestsbörnin veiktust, og höfðu mörg börn fengið veikina, en öll dáið. En læknirinn pantaði ekki blóðvatn frá Reykjavík, þótt lyfsalinn þar hefði tilkynt honum, að það væri fáanlegt hjá sér og það kostaði aðeins 30 aura hver skamt- ur (8 cents til að frelsa hvert bams líf!), og að 10 skamtar væra taldir nægarbyrgðir handa hverjum lækni á landinu. En læknirinn horfði aðgerðalaus á börnin kveljast og hrynja niður, og laug því til sér til málsbótar, að blóðvatnið væri svo voðalega d/rt, að ekki væri til þess hugsandi, að kaupa það. Læknir- inn liafði og tilkynt prestinum, að hann fengi framvegis enga læknis- hjálp fyrir sig eða sitt fólk fyr en hann hefði borgað að fullu lækn- isreikninginn frá fyrra ári. Sömu- leiðis hefir hann látið festa upp auglýsingar þess efnis, að þeir sjó menn, sem færi burtu á skipum á vorin til fiskjar án þess að hafa borgað læknisskuld sfna að fullu, fái enga læknishjálp fyrir fjöl- skyldur sínar meðan þeir eru í burtu, eða ekki fyr en skuldimar séu borgaðar að fullu. Séra Helgi Árnason, eftir að hafa mist 5 börn, varð að takast ferð á hendur suður til Reykjavíkur með sfðasta lifandi bamið sitt, 15 ára gamlan pilt, sem hefir sjókdóm í hálsinum, en sem héraðslæknirinn, Halldór Steinsson, neitaði að veita nokkra læknis- hjálp. Prestur kærði þessa breytni læknisins fyrir landlækni f Reykja- vfk, sem kvað það rangt af héraðs- lækninum,að neita um læknishjálp, en neitaði þó, að gefa presti það skriflegt, svo að hann gæti sýnt héraðslækni það svart á hvftu. — Kærði þá prestur alt þetta háttalag fyrir stjórnarráðinu, og bað um bráðabyrgða úrskurð á þvf, hvort héraðslæknir sinn mætti neita um læknishjálp f sjúkdómstilfellum; en stjórnarráðið neitaði að fella nokk- um bráðabyrgðar úrskurð. Og við það sat, er sfðast fréttist. Við þessa sögu bætir svo ritstj. Fjallk. þessum orðum: “Ostikanlegt er hyldýpi eymdar- innar.*Mann hryllir við að hugsa um það, að til skuli vera enn á 20. öldinni þeir staðir hér á landi, þar sem unt er að bjóða alþýðu manna annað eins og þetta.” “Kuldahrollur andstygðarinn- ■ ar hlýtur að fara um hvern frjáls- an og ærlegan mann, sem hugsar um það, að embættismenn hér á landi ár eftir ár f auglýsingum, uppfestum á almannafæri, lýsi yfir því, að þeir láti konur og börn fátæklinganna liggja hjálparlaus fyrir dauðanum, ef húsfeðurnir eru f skuldum.” Það er bæði mannúðarverk og þjóðþarfa af Einari Hjörleifssyni, að hafa vakið máls á þessu atriði f blaði sfnu, þvf að sé saga hans um héraðslækni Halldór Steinsson sönn, þá er þar að ræða um mann, sem er blátt áfram morðingi í hjarta sfnu, með engan snefil af mannúðar tilfinningu eða samvizku- samlegri skyldurækni gagnvart em- bætti sfnu eða lfðandi meðbræðr- um sínum. í slfku tilfelli, sem Fjallkonan skýrir frá, virðist það bein skylda landlæknis, þegar um slfka glæp- samlega embættis vanrækslu er að ræða,að krefjast þess af landstjórn- inni, að hún láti tafarlaust hefja ranusókn f málinu. Og landstjórn- in ætti tafarlaust að senda mann gagngert frá Reykjavfk með fult umboð til þess að stefna vitnum og afla sér fullra upplýsinga í mál- inu. Og ef kæran reynist sönn — og Fjallkonan staðliæfir, að kærur þessar séu margsannaðar. — þá er það bein skylda dómsvaldsins, að varpa pilti þessum í fangelsi um tveggja til 5 ára tfma. Oss skilst svo, að fslenzku lækn- amir séu emlxCttismenn landsins — íslenzku þjóðarinnar — og að þeir hafi ákveðin árleg laun úr landssjóði, sem borgun fyrir em- bættisstarfsemi sfna. Eða í hverju öðru skyni eru þeim veitt laun? Er það ekki algerlega áreiðanlegt, að launin séu veitt til þess á parti, að bæta þeim upp þann tekjumissi, sem jafnan má búast við að þeir verði fyrir vegna vanskila frá fá- tæklingum? Vitanlega era mörg, ef ekki flest, læknahéruð landsins svo fátæk, að “praktiserandi” lækn- ar mundu ekki geta haft svo sæmi- leg laun rrá sjúklingum sfnum, er stöðu þeirra hæfir, nema með þvf að landssjóður leggi þeim svo mik- inn styrk í viðbót við það, sem þeir með starfsemi sinni geta unnið sér inn, að þeir megi vel við una. Það er þvf deginum ljósara, að þessi landssjóðslaun binda læknana einhyerjum skyldum gagnvart landsstjórn og þjóð, og sérstaklega gagnvart héraðsbúum þeim, sem þeir eiga að þjóna. Það munu vera lög á íslandi, að læknaembÆttið bindur læknana þeirri skyldu, að fara til sjúklinga, þegar þeir era sóttur, svo framarlega, að veður og vegir séu færir. Og það mun óhætt mega telja bæði veður og vegi færa fyrir læknana, þegar öðrum mönn- um er fært að sækja, svo framar- lega, sem læknirinn er heill heilsu. Og sé læknirinn við sfna vanalegu íeilsu, en þó ekki fær um að ferð- ast á þeim vegum eða f því veðri, sem öðrum er fært til að sækja þá, iá er það sönnun fyrir þvf, að slík- ir læknar eru alls óhæfir til að gegna embættunum, og ætti þá t.afarlaust að losa þá við þau. En af sögusögn Fjallkonunnar verður ekki annað séð, en að þess- um Halldóri læknir 8teinssyni hatí ekkert annað gengið til að horfa aðgerðalaus upp á börn deyja í hrönnum f héraði sínu, en eintóm fúlmenska og kæruleysi, — þar sem það er vitanlegt, að þetta blóðvatn, sem Fjallkonan getur um, kostaði aðeins 30 aura skamturinn, og að einn til tveir skamtar eru taldir nægilegt og áreiðanlegt meðal til að lækna barnaveiki f hverju barni og fyrra það dauða, sé þvf meðali réttilega beitt. ^egar þessi læknir er svo kæru- laus,að láta sér standa alveg á sama um lff eða dauða héraðsbúa sinna og hugsar eingöngu um eigin hags- muni og tekjur sínar, þá má ganga að þvf vfsu, að sá maður er óhæfur til að gegna embætti. Það er þvf bein skylda lands- stjómarinnar, að sýna röggsemi í máli þessu og hegna þessum ná- unga,öðrum læknum til viðvörunar, svo að landsmönnum sé með þvf gefin nokkurn vegin trygging fyrir því, að þeir verði ekki framvegis beittir þeim rangindum, sem þessi Halldór læknir Steinsson hefir beitt héraðsbúa sfna. Ef á hinn bóginn lögin um skyld- ur lækna eru svo óljós eða tvfræð, að nokkur efi geti á því verið, hvað þau heimti f þessu efni, þá er það skylda þings og stjórnar, að gera á þeim þær breytingar og skýringar sem nauðsynlegar eru, svo þau verði ekki misskilin. Slfk lög ættu og að birtast í blöðum landins, svo að öll þjóðin viti, hvern rétt hún hefir gagnvart embættismönnum sfnum. Skiljanlegt er að vfsu, að læknar % eins og aðrir menn eigi heimtingu á, að fá skuldir sfnar borgaðar, því ef nokkrar skuldir eru bæði sið- ferðislega og lagalega réttmætar, þá eru það þær, sem menn komast f við læknana fyrir starfsemi þeirra til viðhalds heilsu og lffi héraðsbúa sinna. En hversu réttmætar, sem þessar skuldir eru, þá gengur það einatt svo, að sjúklingarnir eru ekki svo efnum bún'r, að þeir geti borgað þær í ákveðinn gjalddaga, og ætti það engin afsökun að vera fyrir nokkurn lækni, að neita að bjarga fólki frá þjáningum,eymd og dauða af þeirri ástæðu. Þetta verða lögin að taka fram svo skýrt, að allir skilji það. Blöðin íslenzku eru svo illa sett undir prentófrelsis lögum íslands, að þau mega ekki rita um mál þetta eins skorinort eins og vera þarf, svo þjóðin vakni til meðvitundar um, hvað hér er í húfi. “Afréttin.” Heimir, II. ár, 5. blað, sem nú er n/útkomið, flytur ferðasögu-brot eftir séra Rögnv. Pétursson, sem meðal annars hefir inni að halda j 1/singu á landinu meðfram C. P.R. j brautinni austur frá Winnipeg, alt austur að Ottawadal. Eins og hinir aðrir kaflar grein- arinnar, er þessi 1/singarkafli grein- arinnar lipurlega saminn, en þó hefði án efa verið viðkunnanlegra, að “stryka þar yfir stóru orðin”. Kafli þessi hljóðar svo: “Fæst af þvf, sem fyrir augað ber framanaf leiðinni, er heill- j andi eða seiðandi manni með: nokkurn vegin sjón. Það erj miklu heldur furðuvert, hversu guð getur átt mikið af óbygðu og óbyggilegu landi f Canada, eins! og þó er látið af kostum þessa j lands. fcivo langt, sem augað j eygir, eru hrjóstrugar eyðimerk- j ur og skógar, brunnir, kræklóttir j og illa vaxnir. Landið alt grýtt, öræfalegt og að heita má óbygt, svipaðast sem það væri afréttar- land andskotans, þar sem haldið væri til haga aflóga fé undir- heima, eiturormum, nöðrukyni auk fleiri kögurbarna, er heimzt hafa héðan í heldur rýrum hold- um. Grrjótið er hvarvetna upp úr, og víða sér ekki í svartan svörð.” Satt er það hjá höfundinum, að sú spilda landsins, sem C. P. R. brautin liggur um austur, norðan stórvatnanna, er yfirleitt hrjóstrugt land, grýtt og skógi vaxið. En engri átt nær það, að landið sé óbyggilegt, jafnvel meðfram járn- brautinni, sem þó er talið lakara en er nokkuð dregur frá, til norðurs og suðurs, eins og sjá má af því, að á sfðari árum er landið að byggj- ast, þó seint fari, meðan nægilegt land fæst áhinum frjósömu,.ómæli- legu sléttum vesturundan, alt til Klettafjalla. En þrátt fyrir ó- frjósemi jarðvegsins og klettana, þá eru þeir margir, sem álfta land- spildu þessa alla afarauðuga bæði að t'mbri og námum. Og hefir hvorttveggja við mikil rökað styðj- ast. Til dæmis má nefna Rat Por- tage, sem fyrir 25 árum síðan var talið að lægi í svo ónýtu landi, að þar yrði aldrei iðnaður eða verzlun; en nú er vörumagn það, sem braut- inni berst þaðan á ári hverju, talið að vera nær tveimur mill. dollara ! virði. Þetta bendir óneitanlega á, að landið sé byggilegt jafnvel þar sem það virðist lirjóstrugast—úr glugg- um hraðlestanna að sjá. Það mun vera algerlega áreiðan- legt, að alt landið milli Caliander að austan til Whitemouth að vest- an, er hvað frjósemi snertir full komlega fgildi lands þess, sem víða er í Ottawadalnum meðfram Grand Trunk brautinni,þó nú sé þar land alt ræktað eftir 150 ára starfsemi, Og enn þann dag f dag á vegfar- j andinn þar óhægt að sjá, hvaðan j fbúarnir, sem búa með fram braut þeirri, draga viðurværi sitt; þvf lftið er þar um akra, en aldinarækt og timburhögg gefa íbúum héraðs- ins góðan vinnuarð. Sama mun mega segja um svæði það, sem Rögnvaldur prestur telur svipaðast þvf að það væri “afréttar- I land andskotans”, að þar verður j einnig með tfmanum liver blettur j notaður. Og þar verður, eftir nú- verandi útliti að dæma, meirináma- iðnaður en f nokkru öðru héraði ríkisins, að undanskiidri máske vesturhlið klettafjallanna. Það eru nú þegar fyrir hendi skýrslur mælingamanna G.T.P. fé- lagsins um, að 80 mflur norður frá C. P.R. brautinni, norðan stórvatn- anna, séu landskostir miklu betri en meðfram C.P.R. brautinni, Þar sé enda gott haglendi víða, skógar d/rmætir og óþrjótandi námaauð- legð, alt vestur undir eða fast að hvamminum, er Port Arthur og Fort William standa f. Þa,ð er þvf rangt af prestinum, auk þess sem það er óprestlega að orði komist, að 1/sa landi þessu með þeim orðum, sem hann gerir, og verður aðeins afsakað með þvf að segja, að hann er enn þá ungur maður, sem ekki hefir öðlast þá þekkingu og lffsreynslu, sem gerir manni mögulegt að sjá f anda þá framför, sem land þetta er nú mót- tækilegt fyrir af áhrifum hinnar starfandi mannshandar. Vér höfum fyrir satt, að vfða f Bandarfkjunum sé land engu betra en landið á svæði þvf, er séra R. P. talar um, og er þó alt það land nú að mestu fullbygt og vfðast í all- háu verði. Að vfsu reit enginn með vissu, hve dýrmætt land það kann að verða með tímanum, sem prestur- inn gefur svo ófagra lýsingu, en gamlir menn og greindir, sem vfða háfa ferðast og margt séð og at- hugað, þekkja þær breytingar, sem jafnvel hrjóstrugustu lönd taka á vissum árafjölda við starfsemi kyn- slóðanna. Þessir menn hika ekki við að segja, að alt land umhverfis C. P. brautina og út frá henni, norðan stórvatnanna, verði bygt og þakið auðlegð, er fram lfða stundir. Meðal þeirra, sem þannig tala, eru meðlimir Vfsindafélagsin3 enska, sem allir í einu skoðuðu það land I sumarið 1886 og gáfu álit sitt um það þá. En hitt er vitanlegt, að ekki má vænta akuryrkju á svæði þessu eins og á sléttlendinu vestra. En iðn- aður verður þar áreiðanlega mikill, er ár lfða. Annars var aðaltilgangurinn með lfnum þessum sá, að láta ekki al- veg mótmælalaus jafnstór gffuryrði um land þetta eins og prestinum hefir þóknast að viðhafa í þessari grein sinni í Heimir, en ekki að kveða upp neinn dóm um það, hvernig sé háttað á “afrétt and- skotans.” Þeim einum ber að þekkja það, guðfræðingunum. Islendingadagurinn 1905. Hin nýkosna íslendingadags- nefnd hefir kosið sér fyrir formann B. L. Baldwinson, féhirðir Albert Goodman og skrifara Magnús Pét- ursson. Islenzkir Oddfellows hér f bænum skora á Islendinga yfir höfuð að þreyta við sig Base Ball kappleik á Islendingadeginum. Mun verða gerð gangskör að þvf, að æfa flokk' manna til að mæta þeim, svo að sá kappleikur geti orðið svo fimlegur og skemtilegur, sem unt er. Þess má og geta, að nefndin mun reyna að koma á myndarlegri afl- raun á kaðli milli kvæntra manna og ókvæntra; verður þar togast á samkvæmt hérlendum reglum (á riml^-fótspyrnum). Marskálkar fyr- ir báða þessa flokka verða auglýstir sfðar. En þess væntir nefndin, að menn, sem leitað verður til, láti ekki undan dragast, að æfa sig og taka þátt í þessum tveimur atlög- um. Verðlaun verða auglýst slðar, og mega menn eiga það vfst, að þau verða hverium manni sæmileg. íslendingadagsnefndin í ár hefir sett sér það mark, að reyna, með að- stoð allra íslendinga, bæði f Winni- peg og nærliggjandi héruðum, að gera þessa hátfð svo úr garði, að þar verði fjölbreyttari og betri skemtanir, en vandi heflr verið til, og yfir höfuð svo gott prógram, að enginn, sem ekki er annars kar- lægur, geti stilt sig um að koma þangað. Reynt verður að fá niðursett far með járnbrautum fyrir Islendinga- daginn, og takist það, verður ná- kvæmlega skýrt frá þvf í tæka tfð. Svo mun nefndin tala frekar við fólkið í næstu blöðum. A n d a t r ú. Mér befir komið til hugar, að rita fáar línur viðvfkjandi ofangremdu efni, á hverju byrjað var að tala í Sam. í apríl þ.á., undir fyrirsögn- inni “ískyggileg frétt frá íslandi” og tekið er úr Frækorni 28. febr., og hljóðar svo: “Nokkrir heldri menn hér f höf- uðstaðnum eru farnir að hafa fundi með sér f þeim tilgangi að leita frétta frá öndum framliðinna. Sagt er lfka, að bréf n/komin flytji þetta sama og þar sé nákvæm- ar frá skýrt.” Ritstj. Sam. þykir þessi frétt ó- mótmælanleg.ogsegir þetta sé einn ávöxturinn, sem mentalffið f Rvík sé farið að bera nú í sfðustu tíð og hann sé alt annað en gleðilegur. Við þetta sé ég ekkert ógeðslegt, ekkert nema það löngu fyrirséða, að þetta sé eitt það sanna tákn þessa tfma, eitt af þeim mörgu, sem nauð. synlega þurfa að koma í Ijós og sem spretta upp af sama stofni og mörg önnur verri og ógeðslegri nú- tfmans tákn, okkur til lærdóms og betrunar, að gefa oss tækifæri til að sjá og viðurkenna greinarmun góðs og ills. Ritstj. segir enn fremur: “Anda- trúin, sem þykist geta staðið f per- sónulegu sambandi við dána menn, haft af þeim tal og fengið frá þeim opinberanir, er einhver hin ógeðs- legasta heimska, og andstyggileg- asta hjátrúartegund, sem hugsast má, og þó merkilega mikið útbreidd í mentalöndum heimsins á vorri öld, einkum þar sem fólk hefir svo að kalla ‘lifað yfir sig’, er búið að fá í sig lífsleiðindi af óeðlilegri jarð- neskri ofnautn.” Við þessa grein málsins finst mér vera margt ógeðslegt, án þess mér detti í hug að lasta tilgang höfund- arins og álfta hann annað en góð- an. Hann nefnir hér “Andatrú” sem kraft hafi í sér til að framleiða persónulegt samband lifandi og dauðra manna, hvar fyrii vér getum fengið opinberanir ogað sjálfsögðu orðið vitrari eftir en áður. Ef anda- trúin hefir þennan kraft í sér fólg- inn, og að lfkindum miklu fleira, þá vaknar það spursmál hjá mér: Fyrir hvers fulltingi fær hún þenn- an sinn kraft? Getur hún ekki eins vel fengið sinn kraft frá þvf góða eins og þvf illa? Þetta er aðal- spursmálið, sem ég vil fá að vita um, áður en ég fylgi ritstjóranum í að segja og álykta, að hún (anda- trúin) sé hin ógeðslegasta heimska og andstyggilegasta hjátrúartegund sem hugsast getur. Höf. segir: “Þetta er nútfðarinn- ar galdratrú, engu betri en sú, er tfðkaðist á 17. öldinni”, osfrv. Ég verð að biðja ritstj. Sam. um betri upplýsingar í málinu. Ég skil ekki orðið “galdur” fyrir að vera annað en framleiðslu undraverka með til- hjálp þess djöfullega, og að sá sem vildi iðka galdur, mundi algerlega þurfa að gefa sig djöflinum á vald, Og hver er sá nútíðar íslendingur, sem gerir það? Alls enginn, vona ég og vildi Ifka óska. En ég viðurkenni, að skilja ekki orðið galdur eða galdratrú rétt, þvf ég er alveg ókunnugur þeirri trú- fræði og finst ég enga löngun hafa til að læra. Og þó nú að orðið “andatrú” megi heimfæra til tveggja vondra* og góðra anda, eftir kenningu ritn- ingarinnar, þá sé ég enga ástæðu að álykta, að landar í Reykjavfk mundu heldur vilja komast f kynni vondra en góðra anda, þvf vissu- lega hefir djöfullinn ekkert vald nema yfir sér líkum, ef nokkurir væru. Og ég hefi þá von, að eng- inn okkar samlanda, sé fallinn svo djúpt niður í fáfræði um þau eilífu sannindi, að taka sér fyrir hendur særingar og umgengni þess vonda valds. Mín fyllileg sannfæring er, að hér sé eitthvað öðruvfsi að verið, en ritstj. Sam. og þeir sem honum skrifað hafa, álykta; og að dómur sé þegar fallinn f þessu máli án alls nauðsynlegs prófs þeirra, sem ekkert út í málefnið vita, en giska á alt það gagnstæða þvf sem er. En að öðru leyti gleðst ég af þeirri tilhugsun og von, ef þessi vfsdómsins uppfylling ætti sér stað á ættjörðinni og væri bygð á því góða og guðlega, því kristilega. Þvf allir hljóta að sjá, að einhver tilbreyting frá þvf, sem er, þarf að eiga sör stað svo að vér getum náð þvf fyrirheiti, að verða guði líkir. Ef menn eru á réttri leið, þarf eng- in véfenging guðs orðs að eiga sér stað, þó menn í vissum skilningi aðhyllist andatrú. Því hver er sá guðs og krists trúar maður, er geti sagt: “Ég er ekki andatrúar”, þar sem átrúnaðar persónurnar eru andi ? Ég er höfundinum hjartanlega samdóma um, að prestastefnan í Reykjavfk taki málið til íhugunar með allri sinni einlægni og guðlegri trúaralvöra, að þvf einu frábrugðnu, að þar sem höfundurinn sýnist á- lfta alia andatrú “sjúkdóm”, þá álíti nefndin og hafi hugfasta þá bendingu mfna, þó ólærður sé, að þar geti átt sér stað nokkur undan- tekning, og að í Ijósi þess standi ekki á sama, hvað liðið sé eða for- dæmt. 8é þessi félagsskapur bygð- ur á réttum grundvelli, duga held- ur engir óprófaðir fordómár, en ef hann er það ekki, þá fellur hann sfnum lierra. Að öðru leyti vona ég, að menn þessa Reykjavfkur félagsskapar verði menn, sem svara fyrir sig sjálfir. líödd að testan.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.