Heimskringla - 13.07.1905, Síða 1

Heimskringla - 13.07.1905, Síða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ T. THOMAS ♦ lslenzkur kanpmaBur J ♦ selur Knl or lildivid ♦ J Afgreitt fljótt og fullur mselir. J ♦ 53T Ellice Ave. Phone 2620 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS, kaupmaður nmbo&ssali fyrir ýms verzlunarfélöK 1 Winnii>o« ok Austurfylkiuntim, af- areiéir alsiconar pantanir lsiendinga nr nýlendunum, þcim aé kostnaéar- lausu. Skrififi eftir upplýsingnm til 55T Ellice Ave. - - - Winniþeg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 13. JÚLÍ 1905 Nr. 40 Ami Eggertsson 071 ROSS AVENUE Pbone 3033. Winnipeg. Eg hefi til sölu lot á Beverly St. norðan við Sargent að vestanverðu fyrir $350.00. A Arlington St. fyrir $10 fetið. “ Alverstone St. fyrir $10 fetið. “ Victor St. fyrir $16 fetið. “ Maryland St. fyrir $23 fetið. “ Agnes St. fyrir $15 fetið. “ Furby St. fyrir $24 fetið. “ William xive. $14 fetið. —- Látinn er í Newbury, N. Y., f>ann 1. J>.m. rfkisritari Bandaríkj- anna John Hay, einn hinn gáfað- asti, mentuðasti og atkvæðamesti stjórnmálamaður Bandarfkjanna- Hann hafði verið veikur um langan tfma. — Dominion stjórnin hefir af- ráðið að hlaupa undir bagga með mönnum þeim, er sezt hafa að á háskólalöndum f Manitobaog Norð- vesturhéruðunum og veiti háskól- unum öjinur lönd í stáðinn, svo að menn þessir megi sitja kyrrir og fá heimilisrétt á löndum þeim, er þeir nú sitja á. A Notre DameAve. 33x198 ft. til Winnipeg Ave. Gjafverð $25 fetið. Nú hefi ég nóg af oeningum að lána út á góð hús. Eldsábyrgð, Lífsábyrgð. Komið og hafið tal af mér. Arni Eggertsson Offlce: B,oom 210 Mclntyre Bik Telephone 8364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRIÐS-FRÉTTIR Herforingi Rússa f Manchuria sendir þá frétt til Pétursborgar, að her sinn hafi unnið sigur mikinn á Japfinum þann 4. þ.m. og eyðilagt heila hersveit fyrir þeim. Telja Rússar, að nú sé nokkur von um, að Japanar verði fúsir til nð semja um vopnahlé þar eystra meðan nefndir beggja ríkjanna, sem koma eiga saman í Washington, D.C., f næsta mánuði, eru að reyna að komast að samningum um frið. — Japanar á hinn bóginn segja, að þeir séu í engri hættu í Manchuríu, þeir séu alt af að auka herafla sinn þar, og svo hafi þeir loforð um 150 millíón dollara lán enn til liernaðar ef á þurfi að halda og ekki verði af samningum f Washington. En Rússum gengur alt erfiðara að fl lán; þjóðskuld þeirra nemur nú um fimm þúsund millfónum d o 11 a r a, og segja ]>eir sem vit hafa á, að gjaldþol þjóðarinnar geti ekki risið undir að borga vexti af — Steypiflóð f Mexico er sagt að' liafi orsakað þúsund. manna dauða f bænutn (ruanajuato þann 1. p.m. Bærinn er bygður í árgili og er því mjðg hætt við vatnsflóð- um þar í ieysingum á vorin. Bær- inn Morfilo er sagt að hafi algerlega skolast burtu. 18 manns drukn- uðu í flóðum í bænum Los Vegas. Lifandi peningur hefir druknað þúsundum saman og hús og aðrar eignir orðið fyrir stórskemdum. Elding sló mörg hús og brendi þau til kaldra kola. Samskota hefir verið leitað til hjálparnauðstöddum. — Svo miklir hitar liafa verið í sumar á Italfu, að margir liafa látist þar af sólstungu. Hitinn er oft yfir 100 stig í skugganum. Alt að 113 stigum var hitinn f Florence þann 6. þ.m., og biðu 9 manrts bana þar þann dag og 14 manns f Róma- borg af völdum hita. — Nú eru Rússar orðnir svo hræddir við sína eigin menn, að þeir þora ekki að haldi Svartahafs- flotanum úti lengur. Mörg af skip- unum hafa verið afvopnuð og lögð f skipakvlar og hermönnunuin gef- in lausn frá starfi um óákveðinn tfma. Stjórnin tók þetta ráð til að koma 1 veg fyrir að uppreistin græfi meira um sig í sjóflotanum. — Konur nokkrar í Crookston, Minn., börðust þann 7. þ. m. þar til ein þeirra lá dauð á vígvellinum. Bardaginn stóð út af þvf, að ein ac konunum hafði sáð kartöflum í landsblett, sem hin konan átti. Eigandi landsins tók sig svo til að taka upp kartöflurnar úr blett- inum, en sú sem sáð hafði vnrði landið og kvaðst eiga afurðir þess. TJt af þessu sló svo í bardaga, er endaði eit/a og að framan er sagt. — C.P.R. félagið hefir nýlega rekið 7 af vagnlestastjórum frá stöðu vegna fjárdráttar. meiru. Aðmfráll Bezobrazoff, sá er gafst upp og seldi skipsitt f hendur Jap- ana í bardaganum mikla f Kóreu- sundi, sendi nýlega keisara sfnum þá gleðifregn, að liann og nokkrir aðrir yfirmenn í fiota Rússa hefðu fengið heimfararleyfi hjá stjórn Japana. Keisarinn lét utn hæl senda honum þau andsvör, að hann og aðrir foringjar, sem hefðu svf- virt Rússland, þyrftu ekki aðhugsa til heimkomu. Þetta var liann beð- inn að tilkynna hinum foringjun- um, sem eru í haldi hjá Japönum. Sfðustti fréktir segja, að aðalher- foringi Rússa í Manchúrfu hafi ný- lega látið skjóta marga af foringj um f liði sfnu fyrir þá sök, að þeir hafi útbytt æsinga bæklingum meðal hermanna sinna, svo við sjálft lá, að herinn gerði uppreist. Margt af liði Rússa er sagt að hafi hlaup- ið undir tnerki Japana til þess að þurfa ekki að berjast móti þeim. Flest eru það Pólverjar og Gyðing- ar, sem þennan kost hafa tekið. En þetta bendir á, að ekki er gott að reiða sig á herlið Rússa þegar til stórræðanna kemur. Að öðru leyti eru engar nýungar að frétta að austan. — Stjórnarskifti liafa nýlega orðið í Ástralíu, — Montreal bankinn liefir tekið að sér að útvega Jöpunum 150 mill- fón dollara lán gegn 4^ per cent vöxtum. Vissa er þegar fengin fyrir, að lánið fáist með 2 prócent yfir ákvæðisverð. — Japanar linfa keypt 17 Jersey kýr í Ontario tii kynbóta í landi sfnu. — Nokkrar af gufuskipalínum þeim, sem skríða yfir Atlantshaf, hafa fært niður fargjöld frá Eng- landi til Amerfku úr $26.50 niður f $17.50. — Nýtt herskip, að nafni “Kat- ori” hefir verið smíðað á Englandi fyrir Japan-stjórn. Þvf var hleypt af stokkunum þann 4. þ.m., og er talið öflugasta herskip, sem nokk- urntfma liefir smíðað verið á Eng- landi. — Skógareldar f British Colum- bfa, Yukon héraðinu og Alaska hafá brent þúsund mflur af rit- sfma og stólpum. Margar millf- ir feta af ágætu timbri hefir einnig brunnið. — Oscar Svfakonungur hefir staðhæft við fregnrita einn, sem átti tal við hann um aðskilnað Svía og Norömanna, að liann leyfi eng- um sona sinna eða sonasona að þiggja konungdóm yfir Noregi. Hann kveður Norðmenn hafa brot- ið stjórnarskrána með ákvæði Stór- þingsins um aðskilnað ríkjanna. PIANOS og ORGANS. Heintxinnn & C«. I'ianwfi.--Kell Orgel. Vér seljum með mánadarafborRunarskilmálum. J. J. H. McLEAN & CO. LTD. 330 MA1N St. WINNIPEG. NEW Y0RK LIFE Insurance Co. “Lt.lP1 Árið 1904 var sextugasta aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 lffsábyrgðar skýrteini að npphæð $342,212.569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lffsábyrgðarfélag hefir selt á nokkru undanförnu ári. — Nærrí 20 millfónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur. Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir fél. hækkuðu um 8^ millfón. — Sjóður þess hækkaði um 38 millfónir, er nú $390,660,260,— Lffsábyrgð í gildi liækk- aði um $183,396,409. Öll lífsábyrgð 1 gildi 1. Jan. 1905 $1,928,609,308. CHR. ÓLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG J G. MORGAN, MANAGER ISLAND. — “Gambling” er bannað með iögum f Illinois ríkinu, en til þess að geta farið í kringum þessi lög tóku 300 manns sig saman og leigðu scr gufubát í Chicago, sem þeir útbjuggu með loftskeyta við- tökutólum. Þeir sigldu sfðan á skipinu út á Michigan vatnið og héldu þar uppi veðmálutn sfnum. Þeir fengu stöðugar fréttir frá Chi- cago um kapphlaup hestanna, s« m þennan dag voru að etja, og veðj- uðu svo í ákafa um borð f skipitiu, rétt eins og engin lög væru tii f landi, sem bönnuðu slfkt. Þeir borguðu einnig veðmál sfn um borð Yfirvöldin í Chrcago eru ráð- þrota í þessu máli, þvf engin lög eru til er banni veðmál úti á vötn um í rfkinu. — Norðmenn hafa boðið út her sínum og sent herdeiklir yfir á landmærin milli Noregs og Svf- þjóðar til þess að vera við öllu bún- ir, ef Svfar vilja ekki láta undau með góðu. Norðmenn höfðu tvær gufulestir með alls 65 vögnum til þess að flytja 2 þúsund manns að landamærunum. — Pfanóspilarinn Paderewski hefir nýlega fengið 7 þús. dollara í peningum frá New York Central járnbrautarfélaginu fyrir það, að vagnlest, sem haun var á, rann út af sporinu og kastaði manni þcr s- um til í vagninnm, sem orsakaði taugaveiklun svo mikla, að haun var ekki fær um að lialda samniug þann, er hann hafði gert um að spila á concert að kveldi þess dags, sem slysið vildi til. Það var sýnt, að Paderewski hafði fengið $9,000 á einu kveldi, er hann spilaði í Astralfu, og engin gæti vitað, hve mikið tjón hann kynni að bíða if slysi ]>essu. « — Maður að nafni Kelso f King- ston, Ont., var dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir veita áverka. ungum manni, Sem hafði keyrt út með dóttur lians, en kom ekki heim með hana fyr en undir næsta morgun. Dómarinn, sem dæmdi í málinu, kvað sér óljúft að kveða upp dóm- inn, þó hann yrði að gera það, en ávítaði stúlkuna harðlega fyrir ó- varkárni hennar að láta halda sér úti meiri part nætur. Hann kvað foreldra yfir höfuð hafa alt of lítið eftirlit með börnum sfnum og gefa þeim alt of mikið frjálsræði áður en þau væru orðin svo þroskuð að vitsmunum, að þau gætu fært sér frelsið réttilega f nyt. — Málmnámar í British Colum- bia voru nýlega seldir auðmanna félagi frá Montreal, Toronto ogNew York fyrir sem næstþrjár millfónir dollara. — Kaupmaður nokkur í Mon- treal var f vikunni sem leið dæmd- ur til 40 doll. útláta og dómskostn- aðar að auki fyrir að liafa lánað búðarglugga sinn til þess að gifta hjón 1 honum Dómarinn fór og hörðum orðum um prestinn, sem gifti þessi hjón. — Forseti Bandaríkjanna hefir gert Elihu Root að ráðgjafa utan- ríkismála, í stað John Hays, sem lézt fyrir skömmu. — Til orða hefir komið, að herra Arthur W. Puttee, fyrverandi þing- maður fyrir Winnipeg, verði gerð- u >■ að Senator. Hann er viður- kendur foringi verkamannaflokks- ins í Canada. — Svo segja blöð Bandarfkja, að þar hafi látist nær 40 manns og yfir 1700 mætt meiðslum við 4. júlí hátfðahaldið, f hinum /msu borg- um landsins. — Sú er síðust fiétt frá Rúss- landi, að uppreistarmenn á her- skipinu “Kniaz Potemkine” hafi gefið út yfirlýsingu til stórþjóðanna um, að uppreist sé gerð á Rúss- landi, sem stjórnin megni ekki að bæla niður, og þar sé því ekki leng- ur óhultur verustaður annaraþjóða fólki. Uppreistarskipið “Kniax Potem- kine” hefir gefist upp í hendur Roumaníu stjórnar og verið sent til Rússiands, Menn allir komust á land f Roumania, og geta þvf komist undan hegningu á Rúss- landi ef þeir vilja. En allir giftir menn sem á skipinu voru, hafa farið þess á leit, að þeim verði leyft að hverfa til Rússlands. — Eitt af köfunarskipum Frakka sökk við strendur landsins þann 6. þ. m., og 14 menn voru á skipinu. Það hefir og sannað verið, að þeir lifðu alliT í bátnum frá því liann hann sökk á fimtudag til kl. u á sunnudagskveld, að þeir hættu að svara skeytum er til þeirra voru send á hafsbotni. Stjómin sendi öflug skip til þess að reyna að fi bátnum lyft á yfirborð vatns, en allar þær tilraunir urðu Arangurs- lausar. Talið er vfst að allir sem á skipinu voru séu nú dauðir. Síðustu fréttir segja skipið hafi verið dregið upp og mennirnir allir komist lífs af. — Það er nú orðið opinberað að G.T.P. og C.N.R. fólögin ætli að hafa sameiginlega fólksflutninga- vagnstöðaar f Winnnipeg, og að þær verði líklega þar sem C. N. R stöðvarnar eru nú hér í bænum, þó er það ekki ennþá fastlega ákveðið. — Eyja sú, sem f desember sl. skaut upp úr sjó nálægt Japan og sem getið var um f Heimskringu, varð hæzt 480 fet yfir sjávarmál, en hefir nú um tfma verið að “sökkva f sæ” aftur, sro að hún er nú að eins 10 fet yfir sjávarmál þar sem liæzt ber á. Eyja þessi varð nær 3 mflur ummáls og var afleiðing af eldsumbrotum. — Slðustu manntalsskýrslur f New York borg sýna að þar eru nær 4 millíón íbúa. og að fólkinu hefir fjölgað þar á sfðastl. 5 árum um 549,952 manns eða sem næst 16 prósent. Haldi mannfjöldinn á- fram með sama hraða f næstu 10 ár, þá verður NewYork-borg mann- fleiri en Lundúna borg á Englandi, og verður þá mannflesta borg í heimi. — Washington stjórnin hefir á- kvarðað að hætta notkun fallbyssu þeirrar, hinnar miklu sem sett var upp 1 Sandy Hook fyrir rúmum 2 árum, hún hafði 16 þnml. op og kostaði $200,000, en hvert skot í hana kostaði $865.00. Það var til- gangur stjórnarinnar að gera 40 slfkar byssur, en þar eð kostnaður- inn við notkun þeirra verður svo gffurlegur, þá á að hætta við þær og bjargast við minni morðtól. — Uppreist hefir verið gerð á þvf eina herskipi sem Canada á. Mennirnir kvarta um illa meðferð, ill rúm og að dekkið leki svo að rúm scu vot í rigningum eða sjó- gangi. - 5 af uppreistarmönnum hefir verið varpað 1 fangelsið og hinir bjóðast til að fara þangað einnig og þverneita að vinna á skipinu undir núverandi skipherra, sem þeir heimta að sé rekinn. — Bandarfkjamenn eru' að prófa sprengiofni sem er svo öflugt að það getur sprengt sundur öflugasta her- skip, þó kúlan sem efnið flytur hitti ekki skipið en lendi á 20 feta fjar- lægð frá því. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið, hafa sannað og sýnt að Bandaríkjamenn hafa þar ráð á afli sem tekur langt fram öllu afli af sömu tegund sem áður hefir þekst. — Ottawa stjórnin hefir gert samninga við bankana í Canada að taka án affalla alla Amerfkanska silfur peninga sem þeim berast, og senda þá suður fyrir lfnu, svo þeir séu ekki í umferð meðal manna hér Til þessa hefir stjómin veitt um eða yfir 17 þúsund dollars. — Norðvestur héruðinn verða gerð að fylkjum þ. 1. seftember n. k. W. Densham hefir Marconi fé- lagið sent upp til Reykjavíkur til þess að setja þar upp loftekeyta- stöð, er tekið geti mót fréttum frá Englandi. Stöðin, sem er bráða- byrgðar eða tilraunastöð á að standa fyrir innan Rauðará og vera 150 feta há; en svo ej mælt, að þó stöð þessi fái veitt móttöku skeyt- um frá Bretlmdi, þá sé hún ekki svo útbúinn að hún geti sent and- svör utan. — 15. júrif: Veðurutta á Suðurlandi liin óblfðasta sem að uudanförnu; kuldastormur og rign- ingar á degi hverjum. Grassprettu- horfur hinar hörmulegustu, ef eigi rætist von bráðara úr. — Fjöldi nýrra stórskipa f smfðum f Reykja- vík. Má óhætt þakka bönkunum þær framfarir öllu heldur en betri efnahag almennings. — Mannalát: Þorst. Jónsson á Brimnes hjáleigu í Seyðisfirði; Þórný Jónsdóttir á Akureyri, lengi ráðskona hjá Han- sen lyfsala þar; Þorsteinn Jónsson, Brekkulxirg í Breiðdal; Helgalnd- riðadóttir, yfirsetukona á Gilhaga í Skagafirði, druknaði f Svartá; Leó bóndi Halldórsson á Rútsstöðum f Eyjafirði; Teitur Andrésson, tómt- húsmaður, Seyðisfirði; ekkjaF. M. Vedholm á Isafirði. — Nú er hætt að bora eftir vatni f Reykjavík, ekkert vatn á 160 feta dýpi en gull alla leið frá 118 fetum til 160 feta djúpt, meira eða minna. Fasteignir einkum byggingalóðir f Reykjavfk stíga nú óðum í verði. Lóð, sem ekki liefði verið meira en 1500 kr. virði í maí sl. var seld fyrir 15 þús. krónur. Einstakir menn, sem pen- inga eiga eða lánstraust hafa, kaupa upp alt sem þeir geta af lóðum. Talið vfst, að mikil verðhækkun verði á landi í Reykjavík. — Álits- skjal er nú lagt fyrir bæjarstjórn- ina írá nefndinni, sem kosin var til þess að ráða fram úr, hvað gera skyldi í gullrannsóknar málinu. Vill nefndin láta leigja hlutafölagi hina væntanlegu náma, og stingur upp A, að hver hlutur sé 50 króuur. Hún vill að bæjarmenn séu látnir sitja fyrir að taka hlutina, en fáist ekki nægilegt fé á þann hátt á 3 mánuðum, þá skuli hlutabréfin boðin um alt land, og fáist enn ekki nóg fó saman á þann hátt á 6 mánuðum, þá skuli hlutabréfin einnig boðin til sölu f útlöndum. Bærinn á sfðan að fá tiltekinn hluta af ágóðanum, ef hann verður hærri en 5 prócent. — Gregersen, kaup- maður á Jótlandi, sem nýlega er dáinn, ánafnaði f erfðaskrá sinni 3,000 kr. til holdsveikra spftalans á Lauganesi. — Rán í Akurey, segir blaðið Reykjavfk, að hafi verið framið f vor þannig, að menn hafi stolið eggjum og dún úr fugls- hreiðrunum þar á eynni, serm er eign háyfirdómara L. Sveinbjörns- sonar, og segir blaðið, að menn þessir hafi verið kærðir fyrir stuld. (Við þessa frétt hefir Heims- kringla þá athuga3emd að gera, að þjófnaður þessi hefir gerður verið samkvæmt beinu boði heilagrar ritningar, samanber 5. bók Móses- ar, 22. kap., 6. og7.vers. Þar stend- ur svo: “Þegar þú finnur fugls- hreíður á leið þinni, uppi í trc nokkru eða á jörðunni, með ungum f eða eggjum, og móðurin liggur á migunum eða eggjunum, þá máttu ei taka móðurina ásamt ungunum, heldur skaltu sleppa móðurinui og taka svo til þín ungana,.svo þú megir verða lánsamur og lifa lengi”). Ilaffs er sagður við horn og suð- ur á D/rafjörð, en þó hvergi land- fastur 3. júní.—íslenzki botnvörp- ungurinn “Coot”, sem haldið er út frá Hafnarfirði, hefir aflað 100 þús. fiskjar í vor. — 250 verkafólk frá Noregi hafa Seyðfirðingar ráðið til verka á íslandi og leigt skip til að flytía Það til íslands, — Hafskipa- bryggja í smíðum við Gránufclags verzlun á Seyðisfirði. Þangbrenzla byrjuð þar f firðinum. — Á Lofts- staðafjöru f Árnessj^slu rak útlent hafskip 2. júní; mannlaust; hafði verið fermt timbri. — Fiskafli f net liefir verið í Garðssjó á síðustu vetrarvertfð með langmesta móti. Hæztur lilutur 960 fiskar. — H. Steinsson, læknir f Ólafsvík^ritar f Fjallkonuna, dags. 26. maf, mót- mæli gegn ummælum blaðsins um framkomu hans í garð séra Helga Árnasonar. Segir hann Helga með sterkefnuðustu mönnum sýsl- unnar, en þó liatt hann dregið að borga sér, ]>ar til liann hafi orðið að segja honum upp læknishjálp. Yfirleitt virðist Heimskringlu grein læknisins vera freinur játning en andmæli gegn áburði Fjallkonunn- ar. Annars virðast bæði skæðin góð, þeir læknir og prestur: Ann- ar jafn ágjarn og ófyrirleitinn eins og hinn er aðsjáll og skuldseigur. MARKUSSON & BENEDIKTSSON Hafa flutt skrifstofu sfna frá 219 Mclntyre Block að 205 í sömu byggingu. Telephone nr. verður auglýst sfðar.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.