Heimskringla - 13.07.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.07.1905, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 13. JÚLÍ 1905 WEST END BICYCLE Dar eru seld I>au sterkustu og fegrurstu hjól, sem fáanleí? eru i Canada og langt um ódýrari en hægt er aft fá þau aimarsstaðar í b» þessum, ýmist móti mánaöar afborgun- um eöa fyrir peninga út í hönd gegn rífleg- um afslætti. Brúkuð hjól keypt og seld. Allar aðgerðir á hjólum fljótt af hendi leyst- ar og vel og traustlega gerðar. Einnig er selt alt, sem filk þarfnast til viðhalds og aðgerðar á hjólum. Gleymið ekki staðnum. 477 Portnge Ave. JON THOItHTKINSSON W I N N I PEG Frá Grand Forks, N. Dak., komu hingað til bæjarins f vikunni sem leið peir Barði Skúlason, lögfræð- ingur, og Dr. Libby, prófessor í fornfræði við háskólann f Grand Forks. ErÍDdi peirra hingað var að komast að samningum um söfn- un fslenzkra fomgripa, sem þá langar tii að ná f og varðveita á safni háskólans. Þessir herrar mælast til þess, að fslendingaí, sem eiga forngripi og vildu unna háskólasafninu þeirra, geri svo vel að koma þeim til kaupmanns Árna Friðrikssonar í Wiunipeg, og verður borgað fyrir f>á, ef krafist verður. Hr. Friðriks- son hefir góðfúslega lofað að veita hlutunum móttöku og senda þá suður. Einnig má senda gripina til Barða Skúlasonar f Grand Forks, N. Dak. Hr. Skúlason fór suður eftir 1 eðr 2 daga dvöl hér, en Dr. Libby hélt ferð sinni áfram vestur fTurtle Mountains og paðan ætlar hann til HudBons Bay. ‘ The International Stock Food Company”, sein þeir herrar Ross & R o 8 s, 185 Market Street East, eru umboðsmenn fyrir f Manitoba- fylki, hefir boðið íslendingadags- nefndinni að gefa tvenn eða prenn góð verðlaun fyrir kapphlaup með- al mjólkursala og gripabænda. En enginn má taka þátt f því sem er innan 35 ára aldurs. Yerðlaunin eru: “Stock Food”, og er ákveðið að fyrstu verðlaun verði$7.50 virði og 2. og 3. verðlaun nokkru minni, en þó góð. Allir gripabændur þekkja “Stock Food” og vita, að það er bezta gripaeldi í henni og að fóður þetta hefir hlotið gull- heiðurspening að verðlaunum á öll- um s/ningum, sem það hefir verið sýnt á. Það ættu því að verða margir, sem taka f>átt fþessu kapp- hlaupi, sem gert er ráð fyrir að verði 150 yds. Ræðumenn dagsins eru þegar fengnir þessir: íslandsræða, séra Fr. J. Berg- mann. Ræða fyrir minni Vestur-Islend- inga, Skapti B. Brynjólfsson. Ræða fyrir minni Canada, B.L. Baldwinson. Kvæði: “ísland”, Kristinn Stef- ánsson; “Canada”, Magnús Mark- ússon, eiv kvæði fyrir minni Vestur- íslendinga er enn ófengið en vænt- anlegt. Hérlendir menn virðast taka meira tillit til þessa hátfðahalds f ár en nokkru sinni fyr, og nefnd- inni bjóðast næg verðlaun. íslenzkir vesturfarar, 34 að tölu, komu til Winnipeg þ. 6. þ.m. Herra Ámi Anderson, lögfræð- ingur hér í bænum, ætlar þann 19. þ. m. að ganga að eiga ungfrú Annie Mabel Mcdonald. Hjóna. vfgslan fer fram f Maryland Street kirkjunni hér í bænum kl. 7.30 e.h. Eaton búðin stóra á Portage Ave. verður opnuð á laugard. kem- ur. Eatons er langstærsta verzl- unarfélagið í öliu Norðvestur Can- ada, og verzlar með allar hugsan- legar nauðsynjar fólks. A umliðn- um árum hefir fólk hér vestra pantað mikið af vörum úr búð fé- lagsins í Toronto, en hér eftir fæst alt slíkt f Winnipeg. Dr. Móritz M. Halldórsson, frá Park River, N. Dak., og Guðmund- ur bóndi Guðmundsson, frá Mary Hill P.O., Man., voru hér í bænum f vikunni sem leið. Hr. Kr. Ásg. Benediktsson, fast- eignasali, varð fyrir þvf slysi þann 4.f.m., að hestar sem fældust rudd- ust á hann og köstuðu honum af reiðhjóli hans. Hann lenti á grjóti sem í götunni var og brotnuðu tvö rif í síðunni. Hann var þegar fluttur heim til sfn og er nú á góð- um batavegi. Tvær íslenzkar konur, Mrs. Rakel Oddson og Mrs. Björg Carsön, afhentu Heimskringlu f>ann 10. f> m $55.00 í peningum, sem þær af eigin hvötum höfðu safnað meðal nokkurra mannvina hér í bæ til styrktar Mrs. Júlíönu Sigurðsson að Westfold P.O., Man. Gefend- urnir eru: Th. Oddson.......$15.00 Skúli Hansson.... 5.00 John J. Vopni . — 5.00 Thos. H. Johnson.. 3.00 Vinur............. 1.00 M. Guðlaugsson... 1.00 G. Ólafsson...... 3.00 J. Thorp.......... 1.00 The Queens Hotel.. 1.00 Geo. Velie-...... 3.00 Mr. McLean....... 0.50 Albert Vinson.... 1.00 Mrs. J. Torp..... 1.00 Mrs. Byron........ 0.50 Karl Anderson.... 0.50 G. Guttormsson ... 1.00 Peter Árnason .... 0.50 S. Árnason........ 1.00 B. Carson......... 5.00 Árni Eggertsson .. 2.50 J. M.............. 1.00 D.W. G............ 1.00 Mrs. Cryer........ 0.50 Mrs. Morris...... 0.50 Mrs. Anderson.... 0.50 Samtals .......$55.00 Fyrir þessa höfðinglegu gjöf leyfir Heimskringla sér hér með að votta konum pessum og gefendun- um öllum f nafni Mrs. Sigurðsson hennar alúðarfylsta hjartans þakk- læti. Féð var gefið 1 því skyni að kaupa fyrir f>á tilbúna hendi handa konunni, og samkvæmt f>vf hefir höndin f>egar verið pöntuð og full- komin borgun sent fyrir hana til New York. Hr.Soffonfas Thorkelsson, olfu og mállitasali, að Ross Ave., hefir af- hent Heimskringlu $2.00 til holds- veikraspftalans í Lauganesi á Is- landi. Heimskringla þakkar þessa gjöf og vonar að fieiri muni á eftir koma. Magnús Smith, taflkappi, hefir; fengið tilboð um að taka þátt - iapptafli sem haklast á f Banda- rfkjunum f ágúst næstk., og skal þar teflt fyrir taflkappaheiðri Vest- ur-ríkjanna. Kostnaður við ferð þessa er áætlaður $100, og er vonað að Islendingar hér í bæ skjóii sam- an þeirri upphæð. Herra Árni Thordarson, rakari, að 209 James St. og íslenzku blöðin, veita mót- töku samskotum f þessu augna-1 miði fram í lok þessa mánaðar. Vér leiðum athygli lesenda vorra að jámvöru auglýsingu þeirra Glen- wright bræðra, járnvörusala, að 587 Notre Dame Ave. Þeir eru vel f>ektir í bæ þessum, sem liprir og áreiðanlegir kaupmenn, hafa verið hér í bænum um 23 ára tfma. Ann- ar þessara bræðra var lengi f f>jón- ustu strætisbrautafélagsins og sfðar hjá C. N. félaginu. Þeir óska eftir viðskiftum íslendinga og lofa að gera vel við þá. Herra Kristján Ólafsson, um- boðsmaður NewYork lffsábyrgðar- félagsins, kom þann 4. þ.m. úr ferð til Chicago og Charlevoix í Michi- gan. Hann var þar á alsherjar umboðsmanna-skemtiferð þeirra er starfa í Ameríku. Kristján Ólafs- son kveðst hafa innritað 230 þús. dollars virði af borguðum lífsá- byrgðum á s. 1. ári, sem er nokkuð hærra en nokkur annar maður f þjónustu félagsins í Ameríku gerði í sama tfma. Þýzkur verkamaður að nafni Signet, varð undir vögnum þeim er renna til River Park, 10. þ. m., og beið bana af. Maður þessi með um 30 öðrum útlendingum reyndi að fara á vagninn meðan hann var á hreyfingu á brautinni. Ágúst-heftið af The Delineator er nýútkomið. Blaðið flytur mynd- ir af nýtfzku búningi kvenna, marg- ar prentaðar með litum, einnig myndir af sniði á barnafatnaði, bæði fyrir pilta og stúlkur. Svo og myndir af skóm, sokkum og hönskum. Ritið hefir og inni að halda ýmsar leiðbeiningar um snið og saum fatanna, ritgerðir um hús- hald og ýmislegan fróðleik fyrir konur. Einnig ýmsar skemtisögur og annað góðgæti, t. d. fæðu ung- barna o. fl., sem hverri hugsandi húsmóður er þörf á að vita. Úr bréfi frá Seyðisfirði 13. júní: “Árið lftur út fyrir að ætli að verða ágætt til lands og sjávar, að minsta kosti hér eystra. Allar fslenzkar afurðir í mjög háu verði, og pó er fólk að streyma til Ameríku. En Norðmenn koma aftur hingað að leita sér atvinnu; nú liggux hér skip með 260 Norðmönnum, sem ætla að stunda báta fiskirf hér í sumar.” Séra Pétur Hjálmsson lagði af stað frá W‘peg þann ll. þ. m , á- leiðis til ísl. bygða f.Red Deer Alta. til að taka við embætti sem fastur prestur landa vorra þar. Magnús Einarson, f r á Pine Valley, Man., sem unnið hefir að bygginga vinnu hér um nokkurn undanfarinn tíma, fór heimleiðis 1 gærdag, f>vf nú lfður að heyskapar og uppskeru tíma. Átta piltar "voru n/lega fyrir dómi f bæ einum hér í fylkinu fyrir að kasta steinum á götum bæjarins. íslenzkir drengir f Win- nipeg ættu að muna þetta — og forðast grjótkast. Kaupendur Heimskringlu, sem skifta um bústað, eru beðnir að gefa blaðinu tilkynningu um það, bæði hvar þeir voru áður og hvert J>eir fara. Þetta er nauðsynlegt til þess, að [>eir geti fengið blaðið með skilum. Nýir kaupendur að Hkr. fá tvær góðar sögur f kaupbætir meðan upplagið hrekkur. Til viðskiftavina vorra! Um leið og vér f>ökkum yður fyr- J jr undanfarin verzlunarviðskifti, þá ! viljum vér biðja yður að minnast þess, að nú er sá tfmi kominn, að | lánsverzlun ætti ekki að eiga sér stað. Vér höfum f>vf ásett oss að lána þeim aðeins, sem fyrir 25. þ.; m. hafa borgað oss skuldir sfnar að | fullu fram að 1. þ.m. (júlí), og biðj- um vér yður að muna eftir að taka 1 þetta til greina. Um leið munum vér, sem að undanfðrnu, selja eins | góðar og ódýrar vörur og nokkurs- í staðar fást íborginni. B. Petursson & Co., \ Járn og matvöru salar 555 Sarseiit Avc. Wiimipett T1 U N D. Skáldsaga eftír Ounnntein Eyjólfsson, er koæin út og kostar aðeins 15 cents. Sagan verður um 50 bls., með roynd af höf.. Hún er fjoruK oe skerotilega rituð oe fjallar uœ nýafstaðið áhugaroál Vesturheims-blaðanna íslenzku. Upp- lagið er að eins fá hundruð. og ætti því allir, sem vilja eignast þessa sögu eða geiast útsölumenn hennar aðskrifa, sem fyrst til Gisla Jónssonar, 656 Young St., Winnipeg. Mwjic kensla. H K R með tilkynnist, að ég hefi sa?t af mér embætti sem yfir- kennari i fortepiano spili við Gustavus Adolphus Coliege í St. Peter, Minnesota, og er því nú reiðuhúinn að veita kenslu i téðri grein.bæði byrjendum og þeim sem veleru á veg komnir í Music kunn- áttu. Kenslan by-jar 1. ágúst næstk. Kenslulaun sanngjöru. Þeir, sem vildu njóta kenslu hjá mér, geri svo vel að semja um hana sem allra fyrst. Frekari upplýsingar gefnar að 701 Victor Street, Winnipeg. s ik: hall. TO WHOM IT MAV CONCERN: This is to certify, that Prof. S. K. Hall has been for the two past years enyaged as principal of the School of Pianoforte o1 Gustavus Adolphus College. St. Peter,Minn, It is with regret that we had to accept j Mr. Ilall's resignation; he has shown him- self a master not only as an artist, but also as a teacher. It was my good fortune to hear the several piano recitals giten by the pupils of the different instructors and I have no hesitancy in saying that Prot. S. K. HalVs pupils were by far the best. Cordially recommending him to the best considerution of music sc/looIs as well as of individual persons,! am Very respectfully, L. G ALMEN, President Board of Directors Gustavus Adolphus College. j Thorsteinn Johnson, Ffólíns-kennari - 543 Victor St. 1-12 tf Mrs. TH. J. SAMSON, yfirsetu- og hjúkrunaikona, býr að 682 Ag- nes Stkeet. Kennara vantar fyrir Árnes South S. D. No. 1054, fyrir 6 mánuði, frá 1. október 1905 J til 31. marz 1906. Kennari tiltaki kaupgjald og mentastig það sem hann eða hún hefir og æfingu við kenslu. Tilboðum verður veitt-mót- taka af undirskrifuðum til 1. sept- ember næstkomandi. Nes P.O., Man., 3. júlt 1905. 9.ág tsleifur llelgason. Til Ieigu 3 herbergi á hentugum stað fyrir sanngjarnt verð; aðgangur að eld- húsi. Gott tækifæri fyrir litla fjöl- skyldu. Frekari uppl/singar gefur Mrs. S. Johnson, 515 Agnes Street. -Unioa Grocery auð Pnmsioi Co. 163 Nena St., horni Elgin Ave. ÓDYR MATVARA 17 pd. raspaður sykur....$1.00 14 pd Molasykur.......... 1.00 9 pd. grænt kaffi........ 1.00 24 pd. hrísgrjón ........ 1.00 4 pd. Ginger Snaps....... 0.25 Sveskjur 5 pd.............0.25 Rúsinur 5 pd. á ......... 0.25 1 pd. bezta mótað borðsmjör 0.15 1 pd. bezta Cocoa..........0.25 7 pd fata af Jam.......... 0.40- Happy Home sápa 7 stykki 0.25 1 pd. bezta f>orsk fiski .... 0.06 Stór kassi Soda Biscuits .. 0.20 3 pd. kanna Baking Powder 0.35 Molasses 10 pd fata h .... 0.40 , f; pd. Tapioca............. 0.25 Ýmsar teg. af sætabrauði pd 0.10 5 pd fata “Maple” Sfrópi á 0.25 Góð þvottaborð aðeins .... 0.05 , Enfremur höfum vér bætt við j karlmanna-fatnaði alkyns, og álna- vöru af beztu tegund, sem konur ættu að skoða. Einnig alskyns skótau fyrir börn og fullorðm. Allar vöjur fluttar heim í hús viðskiftavina vorra með ofansettu verði. Pantanir utanbæjar fljótt afgreiddar; kaupendur borga flutn- ingsgjald. J. Joselwich 163 NENA ST. horni ELGIN Ave Ávarp Tll FISKIMANNA. Eg hefi jafnan miklar byrgðir hér i Winnipeg af góðum, þungum blýsökk- um til að selja yður, fyrir 3J cents pd.1 Eg borga einnig 4 cents fyrir pundið í gömlum rubber skóra og stígvélurn, 8 cents fyrir pundið af boparrusliog2cts. fyrir pundið af ullartuskum. Það borg- ar sig að verzla við mig. B. Shragge, 396 Princess St., Winnipeg. Hyersvegna farið þér niður f Aðalstræti til þess að kaupa járnvöru ÞEGAR f>ér getið notið hagfeldari viðskifta hjá G lenwright Bros. 587 Notre Dame Ave. Fullar byrgðir af f>eim orðlögðu Sunlight Stoves og Ranges S'»“-La0‘s ásaint allskonar járnvarningi öðrum. Einu umboðsmenn fyrir Winnipeg og Vesturlandið. .SSSSSSSSSS^SS Oddson, Hansson &. Vopni Tel. «31« Agnes Street 40 feta breiðar lóðir að eins $575-oo Beztu kaup í borginni! Alfhan Place lóðir á 965. $10 niðnrborg- un, afgangurinu eftir samn- ingi. Rentulaust í eitt ár. 55 Tribnne Khlg. + glNKALEYFI. Tilboðum um einkaleyfis-veitingu í sýningargarðinum í Winnipeg á íslendingadaginn 2. ágúst næstk. verður veitt móttaka til kl. 12 á hádegi þann 21. þ. m. [júli]. Tilboðin, sem ekki fela í sér leyfi fyrir sölu áfengra drykkja, verða að vera komin til undirritaðs fyrir áðurnefndan tfma, ann- aðhvort að 787 Notre Dame Ave. eða P.O.Box 116, W’peg. Nefndin skuldbindur sig ekki til að táka neinum tilboðum, sem hún álftur ekki sæmileg, en sér samt um, að veitingar verði seklar f garðinum. Tilboðum um að hafa myndatöku, “Cane-racks” eða “Knife-racks” eða annað þess konar í garðinum á íslend- ingadaginn, verður einnig veitt móttaka af undirrituðum fram að fyrgreirulum tfma. MAGNÚS PÉTURSSON, ritari nefndariunar. ‘i' T -f-T 4'Tff‘H't T 'l-'í T T T T T T T T HÁ'ff 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Ji. L. RICHARD80N R. JI. AGUR forseti. varaforseti CHAS. M. SIMPSON rúösmaCur The Winnipeg Fire /nsurance Co. Aðalakrifstofaj WINNIPEG, MAN. Féiag þetta vill fá fslenzka n>pboðs menn í ö'lum nýlendum Islend- inga i Canada. L. H. MITCHELL, Secretary. Aðeins eitt bezt og það er - BLUE RIBBON BAKING POWDER Biðjið um BLUE RIBBON og fylgið reglunum, svo alt gangi vel. ^mmmmi mimmm | HEFIRÐU REYNT? ?-- nPFWPY’8 - 1REDW00D LAGER EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og 4n als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og LJÚFFENGAST4, sem fæst. jjj Biðjið um þaó avar sem þér eruð staddir Canada, Edwurd L. Drewry - - Winnipeg, Kanntaetnrcr & Importer, 24U4U4UUUÍUUÍÍ4 U4UUUÍUU444Í immmm^ 11 ■ mw u

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.