Heimskringla - 27.07.1905, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.07.1905, Blaðsíða 2
HEIMtíKRlNtiLA 27. JULÍ 1905 Heimskringla PCBLISHED BY The Heimskringla News & Publish- ing Corapany Verö blaösins 1 Canada og Ðandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgaö). Sent til Islands (fyrir fram borgaö af kaupendum biaösin3 hér) $1.50. PenÍBí?ar sendist 1 P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávísanir 6 aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar með afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor <fe Manager Office: 727 Sherhrooke Street, Winnipeg P.O. BOX 110. 'Phone 3312, 4 Forstöðunefnd 2. ágúst þjóðliá- tíðarinnar f 4r biður Islendinga að athuga n&kvæmlega prógram dags- ins eins og það er þessa viku í Heimskringlu og Lögbergi. Yms- ar breytingar hafa verið gerðar á f>vf og allar til bóta. Til dæmis: 1. Nefndin hefir ákveðið að gefa 6 verðlaun fyrir ungbarna s ý n in g u n a, þvf henni er ant um, að sem flestar mæður komi þangað með börnin sfn. 2. Einnig hetír nefndin bætt við 2 Merðlaunum fyrir kapphlaup giftra kvenna, svo nú verða 6 verðlaun fyrir það. Kvæntu mennirnir verða heldur ekki, afskiftir, þvf nefndin hefir á- kveðið, að gefa þeim lfka 6 verðlaun fyrir kapphlaup. 3. Einnig hefir nefndin ákveðið að gefa öllum f>eim konum og börnum fría ferð útí Elm Park, sem verða komin að strætisbrautalfnunni á Eher- brooke og Notre Dame Ave., svo snemma, að vagnarnir geti farið af stað þaðan með fólkið kl. 8.30 að morgninum. Þetta er gert til þess, að sem allra fiestar konur og böm geti verið komin útf garðinn f tfma til að taka þátt f kapphlaupunum. 4. Fjórir vagnar fara frá horninu á Notre Dame og Sherbrooke strætum kl. 8.30 að morgni j beint suður f Elm Park, og all- j ir, sem viija njóta ókeypis ferð- ar suður, verða að vera komnir á áðumefndan stað fyrir þann tíma. 5. Nefndarmenn verða til taks á þessum hornum, til þess að sjá j um, að fólkið komist á vagn- ana og f>urfi ekki að borga fyr-1 ir sig: Ellice og Sherbrooke, Sargent og Sherbrooke, Logan og Nena, Alexander og Nena, McWilliam og Nena, Ross og Nena, Elgin og Nena, William og Nena, Bannatyne og Nena, McDermot og Nena. En á þessi hofn verður fólkið að vera komið laust fyrir 8.30. — Vagnarnir renna upp Logan Ave., suður Nena og austur Notre Dame, og svo viðstöðu- laust suður í garðinn, nema J hvaðjjþeir stanza við Corydon Ave. f Fort Rouge. 6. Nefndin leggur glfmumönnun- um til sterkar glímubuxur. 7. Þeir sem tapa í “Base Ball” og “Aflraun á kaðli” fá lfka verð-' laun, en nokkuð minni en hinir. j 8. Heitt vatn f garðinum fyrir alla sem vilja. Bæði prógrammið og verðlaunin er það langbezta, sem nokkru sinni hefir verið boðið 4 þjóðhátíð Vest- ur-Islendinga. Nefndin biður Is- lendioga að fjölmenna sem mest i peir geta á þessa þjóðhátfð. Er það rétt hugsað?* Yms blöð og merk tímarit í Can- i ada, þingmenn í báðum þingdeild- j um rfkisins, einnig bankastjórar og aðrir fjármálafræðingar, sem gefa sig við velferðarmáluin þjóðarinn- ar, hafa um mörg undanfarin ár j kvartað yfir f>ví, að of miklir pen- ingar gengju út úr landi voruí lffs- ábyrgðar iðgjöld til útlendra á- byrgðarfélaga.' Því er haldið fram, að fólkið hér sveitist og þreytist við að afla fjár- ins hér á landi til þess að geta sent j það erlendis til að auðga útlendu félögin. Fénu sé varið utanlands i f ýms iðnaðarfyrirtæki, sem auðgi og efli útlend ríki á kostnað þeirra canadisku borgara, sem ganga í j ábyrgð hjá útlendu félögunum, f stað þess að ganga f ábyrgð lijá j hérlendum félögum og á [>ann hátt tryggja [>að, að iðgjaldaféð verði notað til uppbyggingar landi þessu. En þjóðerni félaganna ræður því, hvar og hvernig iðgjaldafénu er varið. En auðsafn á vissa staði gefur þeim stöðum framkvæmda- yfirburði til iðnaðar starfsemi, sem aðrir staðir með minnaeða als ekk- ert auðsafn fá ekki notið. Einnig er bent á [>að, að jat'nvel þó að öllu þvf fé, sem héðan er goldið til út- lendu félaganna, verði skilað aftur f borgun dánarkrafa, f>á samt séj það hagur að hafa starfsemi fjárins með höndum á tfmabilinu frá því það var borgað sem iðgjöld þangað til þvf er skilað aftur sem dánar- kröfu borgunum. Þvf að á þessu tfmabili sé fénu varið og [>að látið ávaxtast utanlands, en tiltölulega mjög litlum hluta þess sé varið f því landi, sem pað upphaflegx kem ur frá. Því er haldið fram, að þetta fyr- irkomulag hafi f>að í för með sér, að útlendir keppinautar í iðnaði séu styrktir með voru eigin fé, til þess að gera samkepnina móti oss sem allra öflugasta og hindra að sama skapi möguleika vora til f>ess að geta haklið hlut vorum óskert- um f baráttunni fyrir framför í iðn- aði og verzlun, og yfirleitt í allri þeirri margvfslegu starfsemi, sem gengur til þess að efla, auðga og styrkja eina þjóð. Þvf er þess vegna haldið fram, að þessi stefna fólksins að ganga mestmegnis í lffsábyrgð hjá út- lendum félögum sé bæði grunn- hyggin og skaðsöm og ætti og þyrfti að breytast. A hinnbóginn er því haldið fram að útlendu félögin verði að fá lög- gildingu hér f landi til þess að geta rekið starf sitt hér, og að við þá löggildingu verði þau hérlend að svo miklu leyti, sem nemur starf semi þeirra hér. Að fénu, sem þau fá f iðgjaldaborganir, og sem f>au gjalda f dánarkröfur, sé varið hér f landi, og á sfðari árum meira en f>vf nemur. Og að sfðustu er þvf haldið fram, að meira hafi að þess- am tfma verið borgað í dánarkröf- ur inn f Canada, heldur en útlendu félögin hafi fengið héðan f iðgjöld- um, og að þes3 vegna hafi Canada grætt en ekki tapað á þessari verzlun. Það er um þetta sem önnur mál, að ekki verður fullsannað, hvor málsaðili hefir sterkari gögn, nema rætt sé á grundvelli reynslu og þekkingar. En aldrei höfum vér séð skýrslu yfir f>að, hve mikið ábyrgðarfé fér útúr ríkinu á hverju ári, til samanburðar við það sem inn kemur, og væri þósérlega fróð- f Annað stærsta stórhýsi Islendinga í*Vesturheimi. ALBERT JOHNSON, kjötsali, er að láta byggja stórhýsi f>að, sem hér er sýnd mynd af. Það er á horninu á Sargent Ave. og Young St., 90 fet á Sargent og 43 á Young, þríloftað á háum steingrunni. Niðri verða 4 sölubúðir, hver 20x40 fet. Á efri loftunum verða yfir 20 herbergi á hvoru lofti, útbúin með öllum þægindum, hita, ljósi, baðherbergjum osfrv. Húsið er úr steini og múrsteini og hið vandaðasta að öllu leyti. Byggingin kostar yfir 45 f>úsund dollarar. Mr. Johnson ætlar sjálfur að hafa kjötverzlun f einni af búðunum, en heldur samt áfram að hafa kjötverzlun ímarkaði sfnum á Ross Ave. eins og að undanförnu. Þeir, sem vildu leigja búðir eða herbergi f þessu stórhýsi, sem er í ágætum parti bæjarins, ættu að gera f>að sem fyrst, þvf mikil eftirsókn er þegar orðin um þau. legt og enda nauðsynlegt að hafa slfkar skýrslur og útbreiða þær svo, að þær væru f hvérs f>ess manns eigu, sem léti sig nokkru varða þessi eða önnur hagfræðismál þjóð- arinnar. Annars verður f>vf ekki með rökum neitað, að þess meiri auðlegð, sem hver [>jóð hefir f veltu heima fyrir, þess meiri verður iðn- ur iðnaður, verzlun og aðrar fram- farir hjá þeirri [>jóð. Of* þar sem svo stendur á, að iðnaður og verzl- unarkepfii er meðal þjóða, [>á er það f>jóðleg eyðilegging, að senda fé úr landi til að efla samkepnina sjálfum sér f óhag, í stað þess að nota féð lieima fyrir til að byggja upp sitt eigið land og efla sinn eigin iðnað og verzlun ogauka með þvf afl og velsæld íbúsnna. En al- menningur Utur sjaldnast undir yfirborð hlutanna. Menn láta sig varða það mestu, að félögin, sem þeir kaupa ábyrgðir í,séu trygg, os að f>essum tíma hefir það verið rfkjandi skoðun í landi þes%u, að útlendu félögin væru öflugust og f>ess vegna tryggust. Það mun og sannast, að þau hafa haft lag á f>ví, að ná f þjónustu sfna þeim mönnum, sem mest áhrif hafa haft á fjöldann og mesta við. leitni hafa sýnt á þvf, að ná fólki í lífsáby^gð. Hinsvegar er engin sjáanleg á- stæða þvf til fyrirstöðu, að hérlend félög ættu ekki að geta verið og vera alt eins trygg og þau, sem bezt eru moðatl útlendra ábyrgðar- félaga. Og eina þekkjanlega að- ferðin til þess að efla innlendu fé- lögin er sú, að skifta við þau, haf- andi ætið hugfast, að maður eigi jafn-aðgengilegum kjörum að sæta hjá þeim eins og útlendu félögun- um. Og það ætti að vera hægðar- leikur,því að bæði er f>að, að dauðs- föllin eru færri f [>essu landi að jafnaði, en f sumum öðrum löndum. Og svo eru vextir af fé hér hærri miklu, en víðast annarstaðar, af [>vf að “investments” eru fleiri og tryggari hér en á mörgum öðrum stöðum. Yfirleitt má fullyrða, að hér í Canada séu öll f>au skilyrði til staðar, sem tryggja eins ód/rar og eins tryggar lífsábyrgðir eins og i nokkuru öðru landi undir sólunni. — Skýrslur Bandaríkjanna sýna að á f>essu ári verða þar 17,613,000 ekrur af landi undir hveitirækt, og að uppskeru útlit er þar nokkru betra í ár, en það var f fyrra um þetta leyti. 27,688,000 ekrur eru undir höfrum. Þar að auki er mikið land undir byggi og rúgi. Sergíus Witte. Svo heitir maður sá, með Rúss- um, sem nú er talinn vinsælastur og valdamestur þar f landi og ný- kjörinn er af keisaranum til f>ess að semja frið við Japana. Witte er 56 ára gamall. Hann vann fyrst lengi á Rússlandi sem járnbrautarþjónn, fyrir lágt kaup. En fyrir dugnað sinn og frams/ni komst hann br'itt til valda nokk- urra í þjónustu stjórnarinnar, og hefir sfðan unnið upp hærra og hœrra, tröppu af tröppu, unz hann náði hæztu stjórnarembættum í landinu og varð að sfðustu innan- anríkisráðgjafi keisarans En sú staða er talin hin valdsælasta og áhrifamesta staða, sem til er í rik- inu. En honum var að lokum út- bolað úr [>eirri stöðu sökum þess, að hann var andvígur því, að til ófriðar væri stefnt gegn Japönum. Síðan Witte sagði af sér innan- rfkisráðgjafa embættinu hefir hann gefið sig lítið við stjórnmálum. Witte á marga áhrifamikla óvini heima fyrir, og er [>vf mest um- kent, að hann er ekki al-rússneskur að ætt. Faðir hans varaf hollenzk- um ættum, og sjálfur er Witte fæddur í Tifles, f Kákasus hérað'- inu. Hann barðist með hnúum og hnefum móti öllu herbraski Rússa f Austurálfu, og siirstaklega móti því, að Japönum væri misboðið og f>eir egndir til ófriðar. Þessa stefna hans í stjórnmálunum ásamt ætt- erni hans hefir bakað honum fjölda óvina, en allir hafa þeir undan- tekningarlaust viðurkent hæfileika hans, einlægni og hreinskilni. Þegar Rússar voru að búa sig undr hemaðinn eystra og skapa þar^ nokkurskonar undir-konung- dóm, f>á barðist Witte á móti því. Hann hélt f>vf fram, að Rússar ættu að gera sér Japana að vinum, en ekki óvinum, að Rússar ættu að jafna mál sfn með þeim á friðsam- legan hátt. Hann kvað Rússa fmrfa að byggja upp Austurálfu, hagsmunir þjóðarinnar væru undir f>vf komnir, að það gæti orðið gert án ófriðar. Hann hélt því fram að eðlilegast væri, að Japanar hefðu yfirráð í Kóreu, en að Rússar héldu Manchuríu. Hann lét skýrt og skorinort það álit sitt í ljósi, að Rússar væru enn ekki við f>ví bún- ir, að vemda hagsmuni sfna þar í álfu. En eftir því sem tfmar hafa liðið, eftir þvf hefir rússneska þjóðin og og stjómin seð æ betur og betur, hve rétta stefnu hann tók i máli þessu og hve miklu betra hefði veríð, að farið hefði verið að ráðum hans, en að svifta hann embætti eins og gert var, og ]tkð á þeim tfuia, sem þjóðin mátti sfst missa krafta hans. Tvisvar hefir keisarinn beðið hann að takast á hendur, að reyna að koma á sáttum við Japana, en Witte hefir neitað; kvaðst ekki ætla að eiga neitt við þaú mál, nemu keisarinn veitti sér fult um- boð til þess að semja frið, og að liann hefði tryggingu fyrir, að þeir samningar, er hann gerði, yrðu stað- festir af keisara og stjórnarráðinu, [>egar til þess kæmi. Þetta hefir keisarinnekki viljað skuldbinda sig eða þjóðina til að gera, þangað til nú fyrir fáum dögum, að hann und- irritaði umboðsskjal það, er veitir Writte fult vald til að faratilW7ash- ington ásamt barón Rosen, sem á að vera hjálparmaður hans við samningana,og koma á sáttum með Rússum og Japönum. Það eru þvf miklar líkur til, að saman gangi með málaðilum, því að það er vitanlegt, að Japanar bera hlýjan hug til Witte, eins og marka má af því, að þegar hann ferðaðist til Port Arthur, þá bauð stjórn Japana honum að koma til Japun, en hann þáði eigi það boð, stöðu sinnar vegna. Það má óhætt fullyrða, að Rúss- ar gátu engan mannsent til að reka erindi sitt, er hæfari sé en Witte eða lfklegri til að ráða ófriðnum til lykta svo að báðir málspartar megi vel við una. ÍSLAND. Loftskeytasamband íslands við umheiminn var byrjað þann 26. júnf sl., og hafa síðan skeyti verið send daglega til Islands. Þau eru auglýst í blöðunum Reykjavík og Fjallkonunni, dags. 29. júnf og 1. júlf sl, Fjallkonan, sem er andvlg stjóminni og ritsfma samningun- um, fagnar mjög yfir þessu og kveður 29. júnf verða merkisdag í sögu íslands, þvf þá hafi fyrstu leyfturskeytin verið prentuð á Is- landi. Blaðið birtir svo öll skeytin með stóra fyrirsagnaletri á fyrstu bls. En Reykjavfk, sem er stjórn- arblað og þvf eindregin með rit- sfma-samningunum, flytur skeytin að vísu, um leið og hún getur þess, að þau séu nú “loksins fengin”, en alt er sett með svo lúsarlega smáu letri á innsíðu blaðsins neðarlega, að auðséð er, að blaðið fagnar ekki þessari nýlundu. Flokkarfgur er þar sjáanlega látinn sitja f fyrir- rúmi fyrir óhlutdrægri athugun á þýðingu þessa nýstárlega stórmáls þjóðarinnar. — Alþingi var 3ett 1. júlf. E. Briem er forseti samein- aðs þings og Olafur Briem til vara, ritarar Gruðm. Björnsson og Hann- es Þorsteinsson. Til efrideildar voru kosnir Sig. Stefánsson og Jóh. Jóhannesson. Forseti efri deildar kosinn Júlíus Havsteen og varaforseti Jón Jacobsson, ritarar Jón Ólafsson og B. M. Olsen. í neðri deild var kosinn forseti Magn- ús Stephensen og til vara Magnús Andrés Magnússon, ritarar Jón Magnússon og Árni Jónsson. — Skýrsla hefir verið lögð fram fyrir rétti á Islandi þess efnis, að í lækn- isumdæmi Guðmundar Schevings hafi það komið fyrir 280 sinnum á einu ári, að menn þar hafa heldur leitað læknis f öðru læknisumdæmi en að sækja sinn eigin lækni, Guð- mund Scheving. Umkvörtun um læknir þennan hefir verið send stjórninni, og honum borið á brýn, að hann sé svo drykkfeldur, að ekki sé á hann treystandi sem lækni. — Gullnámann við Reykjavfk hefir bæjarsijórran leigt útlendu hluta- félagi, en bæjarmenn hafi for- kaupsrétt að hluturn, þá landsmenn og síðast útlendingar. Svo falla samningar, að félagið borgi bæn- um vissan hluta af hreinum ágóða, ef sá ágóði fer yfir 5 prócent af stofnfé. — Þ/kzt félag gerir tilboð um, að koma á loftskeytasambandi milli Islands og útlanda og milli ýmsra staða innanlands. Félagið hefir 200 millfón marka höfuðstól og hefir þegar 415 loftskeytastöðv- ar vfðsvegar um heiminn. Félagið tekur í ábyrgð, að sambandið skuli verða áreiðanlegt, en kostnaður fyrir landið er enn þá óákveðinn, en búist við að hann verði 800 þús. kr. alls, og allur ágóði af loftskeyta- sendingum, bæði innanlands og milli landa, gangi til íslands. — Um eða yfir 40 lagafrumvörp ætlar stjórnin að leggja fyrir alþingi í sumar; þar á meðal frumvarp um að byggja fbúðarhús fyrir ráðlierr- ann, er kosti 100 þús. kr.; kennara- skóla, er kosti 40 þús. kr.; hús yfir bókasafn landsins fyrir 160 þúsund kr. Byggingarnar eiga að vera úr steini eða steinsteypu. Tekjuhalli er áætlaður 374 þús. kr., auk bygg- inganna, sem eiga að kosta 300 þús. kr. Tekjuhalli alls 700 þús. kr. — segir Fjallkonan, en hún er andstæð stjórninni og gerðum hennar. Upp á móti þessum lialla á að koma andvirði seldra lóða 4 Amarhólstúni óg 16 þús. kr. frá sýslusjóðum, sem er ný ál^ga, svo og hækkaðir tollar, sem áætlaðir eru 150 [>ús. kr. — Tveir fulltrúar eru nú í Reykjavík, annar frá Mar- coni félaginu f Lundúnum, hinn frá félagi 4 Þýzkalandi. Þeir eiga að semja við þingið um fréttasam- band við útlönd. — Rœktunarfélag Norðurlands ætlar að reisa minnis- varða yfir Pál sál. Briem. D/r t er 1 a nd i ð. Suðvesturhornið á Broadway og Wall St. f New York borg, sem fyrir fáum vikum var seld fyrir 700 [>ús. dollara, er talin dýrust byggingarlóð í heimi. Lóð þessi er að eins 30 fet á Broadway og 39 fet á Wall St. og kostaði því $598.20 hvert ferhyrningsfet f henni, Með öðrum orðum: Landið er þess virði, sem nemur þeirri peninga upphæð, sem þurfti til að þekja lóðina með gulldollurum, þó þeir væru lagðir eins þétt hver við annan eins og þeir gætu legið. Auðmannafélag frá St. Louis keypti lóð þessa og var B. D. Stillman formaður þess. Hann hefir lengi haft augastað 4 þessari lóð. Fyrir nærfelt 40 árum sfðan bauð hanneins marga silfur- dollara fyrir lóðina eins og þyrri af þeim til að þekja hana. Eigand- inn heimtaði þá eins marga dollara ög gætu staðið 4 rönd á lóðinni, en þvf boði var neitað. Nú hefir samt sami maður keypt lóðina og fyrir hærra verð en þótt hann hefði þak- ið hana með silfurdollurum reist- um 4 rönd. — Inntektir Ontario stjórnar- innar hafa aukist um 470 þúsund dollars 4 s. 1. 6 mánuðum, umfram [>að sem var á tilsvarandi á 6 mán- uðum í fyrra. — Vfgvirki Breta f Halifax verða seld á hendur Ottawa stjóm- arinnar 1. sept. n. k., svo þar eftir ber stjórnin f Canada öll útgjöld í sambandi við þau.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.