Heimskringla - 10.08.1905, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.08.1905, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 10. ÁGÚST 1905 Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News & Pnblish- ing ‘ Verö blaOsins 1 Canada og Bandar. $2.00 uin áriö (fyrir fram borgaö). Sent til Islands (fyrir fram borgaO af kanpendnm blaösins hér) $1.50. PenÍBffrar sendist í P. O. Money Or- der, Reaistered Letter eöa Express Money órder. Bankaévísanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor A Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOXUð. 'Phone 3512, Eftirlaunamálið. Þess liefir áður verið getið hér í blaðinu, að síðasta Dominion þing samþykti lagafrumvarp fyrir nokkrum dögum, sem blöðin í Austurfylkjunum telja að auki út- gjaldabyrði ríkisins árlega um hálfa millíön dollara eða talsvert meira. Lög þessi ákveða, að laun allra rfkiaþingmanna skuli héreftir vera $2,500 á ári og að laun stjóm- arformannsins skali ásamt þing- kaupi hans vera $14,500 á ári. En aðrir ráðgjafar hafa ásamt þing- launum sfnum $9,500 á ári, og for- maður andstæðingaflokksins 1 þing- inu skuli hafa sömu laun og hver ráðgjafi hefir. Ennfremur er á- kveðin með lögum þessum allrffleg launaviðbót til hvers dómara f rfk- inu. Ög loks er ákveðið, að hver 8á ríkisráðgjafi, sem haldið hefir embætti um 5 ára tíma, skuli hafa eftirlaun, er nemi helmingi þeirra lanna, er þeir höfðu meðan þeir voru f r&ðgjafastöðunni. Það er einn liður f lögnm þess- um, sem flestum virðist koma sam- an um, að sé sanngjam. Það eru launin til leiðtoga andstæðinga- flokksins, þvf að það er þörf á and- stæðingaflokki inót hverri stjóm, sem við völdin kann að vera, og á formanni þess fiokks liggur ábyrgð- in á þvf, að öll frumvörp, sem fyrir þingið eru lögð, séu svo úr garði gerð, að komi ekki í biga við hag þjóðarinnar, og ytírleitt er það skylda hans að sjá til þess, að öll starfsemi stjórnarinnar sé vandlega athuguð og gagnr/nd eftir því sem þörf gerist. Til þess að þessu verði viðkomið, þarf formaður andstæðingaflokksins að hafa reglu- lega skrifstofu og halda stöðuga skrifstofuþjóna og bréf og skjala- ritara, og að bera ýmsan annan kostnað, sem nemur stórupphæðum á ári hverju. ftkvæði, eru Conservatfvar, sem allir eru efnamenn og alls ekki i hafa mælst til eftirlauna og ekki heldur fengið þau frá þvf þeir fóru úr stöðum sfnum fram á þennan | dag. En nú alt f einu f þinglok eru samin lög til þess að þrengja eftirlaunum upp á þessa menn að | þeim fornspurðum. Og þar sem i þannig er gripið aftur í tfmann, þá er ekkert líklegra, en að þessum gömlu ráðgjöfum verði veitt þessi eftirlaun frá þvf þeir fóru frá völd- um. Enginn má nú ætla, að Laurierj hafi gert þetta af elsku til pólitiskra | andstæðinga og ekki heldur af þvf að nokkur þörf væri á því, þar sem þeir sem f hlut eiga mega heita rfkir menn. Það er því sjáanlegt, að honum hefir gengið eitthvað annað til þessa en einskær umönn- un fyrir Conservatfvum, eða það að þeir skyldu geta handsamað sem mest af fé ríkisins á öllum ókomn- um æfiárum sfnum án þess að vinna nokkuð fyrir þvf. Hvað er þá þetta annað, sem hef- ! ir örfað herra Laurier til að haga þessu svona. Engin veit það með vissu. En til eru þeir menn, sem geta þess til, að liann með þessu sé að búa f haginn fyrir vini sfna,' sem hann nú þegar gerir sér ljóst að muni verða að víkja úr vðldum fyr eða sfðar, máske enda fyr held- ur en sfðar. Það hefir legið í með- vitund mjög margra flokksmanna hans, að lfkindi séu til þess, að stjórnarskifti verði við næstu al- mennar ríkiskosningar, og því er það, að hann þarf að búa svo um, að meðráðendur hans í stjórninni fari ekki á vonarvöl strax og þeir vlkja frá völdum. Enginn réttsýnn maður getur með sanngirni haft á móti þvf, að ráð gjafar rfkisins séu svo vel launaðir, að stöðum þeirra sé ekki misboðið. En á hinn bóginn virðist engin ástæða til þess, að eftirlauna þá um | öll ókomin ár, þó þeir sitji 5 ár við | völdin. Það er og eftirtektavert, að Laur- ! ier, eftir alt sem hann og flokkur hans hefir á liðnum árum talað um ónytjungsskap senatoranna og að sú stofnun vœri í sjálfu sér óþörf, i skuli nú með þessu frumvarpi bæta | $1000 árlega við laun hvers þeirra. Ef einhver veit af einhverju atriði f stefnuskrá Liberala eins og liún , var sfðast samþykt f júnf 1893, sem ekki hefir verið fótum troðin og algerlega yfirgefin, þá ættu þeir að láta þess getið, þvf almenningur er fyrir löngu hættur að vita af því. Öll stjórnaraðferðin er í beinni mótsögn við loforð flokksíns og þau | er Laurier sjálfur gerði á ferð sinni * um landið fyrir kosningarnar 1890. j Loforðin voru þessi: Það er viðurkent, að leiðtogi and- stæðinga á þingi hefirfult svo mikl- um störfum að sinna, sem nokkur einn ráðgjafi, þar sem verk hans er að vaka yfir starfsemi þeirra allra. Þess vegna er hann talinn landinu jafn-nauðsynlegur maður, sem hver ráðgjafanna, og þess vegna eins vel launa verður og hver þeirra. En að undanteknum þessiyn lið eru hinir taldir f hæzta máta óþarf- ir og sumir þeirra blátt áfram skað- legir. Það ákvæði t. d., að eftirlauna þeiin mönnum, sem um margra ára tfma hafa verið ráðgjafar með há- um launum, og flestir, ef ekki allir, notað þá stöðu sfna til þess að auðga sig og eru þvl nú rfkir menn, — virðist vera i hæzta máta óþarft. Og það er þvf óskiljanlegra, að Laurier-stjórnin skyldi gera þetta, sem það er vitanlegt, að flestir þeir af gömlu ráðgjöfunum, sem nú njóta hagsmuna af þessu laga- Hparsemi; framkvæmd: eyðslu- semi. Lækkun tolla; framkvæmd: toll- hækkun. Afnám eftirlauna; framkvæmd: hækkun eftirlauna. Lækkun þjóðskuldarinnar; fram kvæmd: Hækkun þjóðskuldarinnar. Ráðvendni f fjármálum; fram- kvæmd: eins og allir vita. Saman- ber fiskveiðaleyfin, kynblendinga landveitinguna, landsölu til auðfé- laga og margt fleira. Þá var og lofað ódýrum lífsnauð- synjum. En reynsla íbúanna er að þær hafi aldrei fyr verið jafn- d/rar sem nú. Og fleira þar eftir, sem alt verður rætt á sfnum tíma. Það lakasta við þessi eftirlauna- lög er það, að með þeim er rfkinu gert ómögulegt, að verða af með svikula eða ónýta ráðgjafa án þess um leið að veita þeim há eftirlaun um öll þeirra ókomin æfiár. Þetta er ilt. Hendersons oddinn sprengdur Oddi þessi gengur út f Piscataoua ána hjá Portsmouth í New Hamp- shire rfkinu f Bindarfkjunum. Að- al állinn í ánni til innsiglingar á höfnina lá á milli Pierce og Sea-1 veys eyja, og var talinn of mjór fyrir stórskipagöngur. Bandarfkja- stjórnin afréð þvf fyrir 2 árum síð- an, að láta breikka sundið með því að sprengja Hendersons oddann. meiddist, þótt einn trédrumbur félli niður 50 fet fráþeim er næstir íþvf urðu. Svo segir blaðið “Boston Ameri- j can”, dags. 23. júlf, að svo hafi þessi sprengingar sýn verið mikil- fengleg, að ekki hafl áður slika j litið, og að sprengingin hafi náð i tilgangi sfnum eins vel og frekast j hefði mátt búast við. Þessar 70 þúsundir tonna af grjóti, sem áður j mynduðu oddann, hentust 200 fet f 1 loft upp og (^llu svo niður f ána á vfð og dreif. Það tekur nokkurra vikna tfma ÍSlfiEÖÍ Þetta var vandaverk, þvf oddinn var stór, 250 feta breiður, 300 feta ag þv( nr árbotninum og koma langur og um 20 feta sjódýpi. Það því þangað sem þag getur orðið varð að grafa inn f oddann niður, notað til eins mikils liagnaðar og við sjávarbotn og lypta þaðan ekki þag var 4gur til ógagns og tálmun- minna en 70 þús. tons af liörðum j ar UI11ferg skipa. kletti til þess að breikka árálinn _______^ _________ svo dygði Sprengingin varð að gerast með dynamit, og hún þurfti að gerast á þann hátt, að sá hluti oddans, sem ákveðið var að ryðja j ---- úr vegi, springi að eins, án þess að | Hin sextánda þjóðhátfð Vestur- gera skemdir á landi eða eiguum j ^endinga fór fram hér íWinnipeg f lystigarðinum Elm Párk, 2. ágúst, eins og auglýst hafði verið. Veðrið var hið yndislegasta, nokkuð heitt, en þó mátulegur svali Og eins og með heilum hópi verkamanna að . ,, . ... , ... ... ætfð um þetta leyti árs, hatði nátt- undirbúningi þessa stórvirkis, þar' , . , .. . , _ úran búið þennan skemtigarð sfnu til þann 22. júlf sl., að alt var full-1 . . , ,. . .. ,, _ fegursta skrauti, svo að dýrðlegn umhverfis hann. Æfðir mannvirkjafræðingar hafa nú í meira en 2 ár samfleytt starfað komnað. Cröng höfðu verið graíin! reit getur ekki að líta að minsta neðansjávar hingað og þangað inn , ,. .. , . , , , , J " r> ro kosti nokkursstaðar hér í grend við í oddann; f þessi göng var svo rað- hf5fuðborgina að hér og þar 50 þús. pundum af[ dýnamit og íkveykjuþráður leiddur; Nefndin, sem fyrir hátlðinni stóð, frá sprengiefninu 800 fet á land!hafði lei& sérstaka lest af raf upp. Þar var bygður pallur Dg! magnskörum Ul að ^ fólk ó' mörgum stórmennum boðið að vera keLPis út f Sarðinn að morgninum, við sprengingarathöfnina. Á pall- j °S notnðn 8er í>að tækifæri 8V0 inum sátuyfir 100 stórhöfðingjar, I hundruðum skifti af Islendingum, j og umhverfis hann stóðu um 25! hest konnr °S börn. þús. manna, sem safnast höfðu sam-1 Þegar út í garðinn kom, var ðll- an f bæinn, til þess að sjá athöfn umbörnunum gefinn brjóstsykur og þessa með eigin augum. aðgöngumiði að hringreið þeirri, í Þegar alt var fullkomlega undir- j sem nefnist “Merry-go-around”, ' búið og allir komnir á staðinn,gekk j 9emböru yfir höfuð hafa hið mesta i fram einn af sjóflotaforingjum I yndi clf' Bandarfkjanna og tók í hönd á Kl. 9.30 setti forseti dagsins, B. ungri stúlku, er þar var, og leiddi L. Baldwinson, liátíðina. Var þvf hana lengra fram á pallinn. Stúlk- an studdi fingri sínum á þar til j gerðan hnapp, sem leit út eins og dyrbjölluhnappur, og á sama auga- | bragði, að heita mátti, var öllum Hendersons tanga sveiflað f loft upp með svo miklum gný að engu var lfkara, en að hundrað stórskota- byssum hefði verið hleypt af f einu. Það dimdi yfir alt f einu, því grjótið, timbrið og vatnið, sem þeyttist upp, myndaði eins og svartan skýbólstur hfttt í lofti. næst tafarlaust byrjað á kapphlaup- um, sem öll fóru vel og skipulega fram, og tók fjöldi fólks, ungir og gamlir, þátt f þeim. Kl. 11.30 var þessum liluta prógramsins lokið, og var þá ákveðið uppihald ti snæðings og hvíldar til kl. 1 e.h. En þá fór fyrst fram stökk á stai' og tóku 10 menn þátt í því. Að þvf loknu fór fram ungbarnasýning og keptu 20 börn um þau verðlann. Var mæðrunum raðað til sætis með börn sín á ræðupallinum, þar sem Óllum, sem viðstaddir voru, kom i allur þingheimur gat horft á, og saman um, að þetta væn sú ógur- var það fögur þyrping og prúðbúin legasta og stórkostlegasta sýn, sem 1 og litlu íslendingarnir allir fram- þeir höfðu nokkru sinni augum! úrskarandi efnilegir. Þau frú litið. Enda var sprenging þessi j Green og hr. J. Fahey voru dóm- hin mikilfenglegasta, sem nokkru j sinni hefir gerð verið f heiminum. Sprengingin tókst mæta vel,breikk- aði álinn í ánni um 400 fet og gaf um leið nægilegt dýpi fyrir stærstu hafskip að sigla inn á höfnina. Verkið kostaði $750,000 og var gert af Massachusetts Construction félaginu undir forustu O. A.Torter, en dóttir hans var sú, sem snerti hnappinn og setti sprenginguna af stað. Margir voru hræddir um, að sprenging þessi mundi mölva alla glugga og reykháfa í bænum, og ( fólk fór úr bænum svo hundruðum skifti þann dag til þess að komast hjá lffshættu. En alt fór á annan veg, enginn varð fyrír meiðslum, engin hús fyrir skemdum, ekki svo mikið sem ein rúða brotnaði í Portsmouth-borg. Að eins skemdi vatnsaldan, sem myndaðist í ánni við sprenginguna, undirstöðu undir forskygni á einu smáhýsi. Á Pearce eyju stóðu 5 þúsund endur og leystu þann starfa vel af hendi. En 6. verðlaunin treystu þau sér eigi að skera úr hvert barn- ið hreppa skyldi, og ákváðu þvf, í samráði við nefndina, að íillum sýn- ingarbörnum, er ekki hefðu þegar hlotið verðlaun, skyldi gefinn kassi af brjóstsykri (“Bon-Bon”), og gerðu menn alment góðan róm að þeirri ráðstöfun. Þá hófust ræðuhöld og upplestur á kvæðum, er ort höfðu verið fyrir þessa hátíð. En fyrst ávarpaði forseti dagsins þingheim með nokkrum liprum orðum og bauð alla velkomna. Þá flutti skáldið Kristinn Stefánsson kvæði sitt: “Minni Islands”, þar sem standa meðal annars þessar gull-fallegu hendingar: “Sé smátt af vorum arfi eftir Samt ættarmarkið varir enn; Og þegareitthvað hugann heftir Það livetur oss að vera menn.” Að þvf búnu talaði séra Fr. J Bergmann snjalt og fallegt erindi manns í þéttum hnapp um 200 yds. fyrir minni Islands. Snéri hann frá sprengingunni. Euginn þeirra máli sínu minna að fornsögu lands- ins, en benti mönnum einkum á þau stórskref f framfara og frelsis áttina, er stigin hafa verið á ís- landi á sfðustu árum. Þar næst las hr. Þorst. Þ. Þor- steinsson upp kvæði sitt: “Minni Vestur-íslendinga”. Og að þvf búnu flutti hr. Skapti Brynjólfsson ræðu fyrir sama minni. Var hún fremur stutt, en snjöll og einkar skemtilega flutt, eins og menn mega jafnan eiga von á frá honum. Rakti hann f fám orðum þrauta- feril þjóðar vorrar hér vestan hafs á frumbyggenda-árunum, og benti um leið á, livað þeir hefðu grætt og starfað, og hvað enn lægi fyrir höndum að vinna. Þá flutti séra B. Thorarinsson, er forseti hafði fengið til þess, langt og efnismikið ljóð eftir skáldið Stephan G. Stephansson, er hann nefnir “Á varp til Norð- m a n n a.” Næst flutti hr. Magnús Markús- son kvæði sitt: “Minni Canada.” Og að þvf búnu hélt forseti dags- ins, B. L. Baldwinson, ræðu fyrir sama minni. Var það langt erindi, skipulegt og skörulega flutt. Færði hann mörg og ljós dæmi um auð- æfi og landkosti Canada, benti á hinar stórkostlegu framfarir hér f landi f hvívetna, en þó einkum að þvf er snerti iðnað og verzlun; var hann með köflum spaugsai^ur og findinn. En yfir höfuð mun þetta hafa verið ein hin bezta ræða, er Baldwinson liefir flutt við svipuð tækifæri. Að þessu atriði p ógramsins af- stöðnu hófust afturleikir. Var þá fyrst þreytt mílu kappsund á ská yfir Rauðará. Tóku 10 menn þátt f þvf og var það hin bezta skemtun. Þvf næst fór fram hástökk og langstökk og var mjög vel um þau atriði kept. Næst fór fram knatt- leikur inilli fslenzkra Oddfellows á aðra hliðina og annara Islendinga á hina; var þar knálega leikið og unnu Oddfellows eftir sjö harðar atlögur. Þá var aflraun á kaðli milli kvæntra manna ogókvæntra. Urðu ókvæntir menn þar sigursælir eftir uppihaldslaus 10 mfnútna karl- mensku átök. Mátti þar sjá, að enn er hér nóg af fslenzku þreki og stæltum vöðvum og mætti þó ef- laust betur gera, ef íslendingar hér væru betur æfðir f þessari aflraun. Að þessu loknu fóru frarn glfm- ur; var til þess afgirt svæði og glfmustjórar og dómendur voru þeir John J. Samson, lögreglu- þjónn, og Páll Magnússon, og fengu þeir S. J. Austmann fyrir odda- dómanda. I glfmunum tóku þátt 14 menn og var þar knálega sótj og varist í meira enn klukkustund. Þá hófst síðasta skemtunin á prógramminu, dansinn. Var það hinn mesti fjöldi yngra fólksins er skemti sér f dansskálanum fram- undir miðnætti. Yfir höfuð má segja, að þessi 16. þjóðhátfð Vestur-íslendinga hér í Winnipeg var hin prúðlegasta og skemtilegasta, er haldin hefir ver- ið. Verðlaun öll voru mun betri og fleiri en nokkuru sinni áður. Hátíðin var mjög vel sótt og munu þar hafa verið eigi færra en 3000 manns. Enda veittu innlend blöð hér f bænum og ýmsir merkir héi- lendir menn hátfð vorri í ár meiri eftirtekt og lofuðu hana meir en nokkru sinni áður. Ég veit að mér er óhætt, f nafni allrar nefndarinnar, að þakka öll- um þeim íslendingum, er virtu viðleitni hennar og starf með því að sækja hátfðina, og þó einkum þeim, er á einn eða annan hátt störfuðu með henni á hátíðisdeg- inum, Þess má og geta, að átta menn höfðu sent inn frumsamið lag til að keppa um verðlaun þau, er hr. Glsli Goodman gaf. En enn er ekki búið að dæma um gildi lag- anna, en það verður gert nú bráð- lega og vinnendur þá auglýstir, þvf nefndin hefir ftkveðið að gefa 2. verðlaun, $5.00, fyrir næst-bezta lagið. Nefndin reyndi sitt ýtrasta til að senda hraðskeyti heim til ætt- jarðarinnar 2. ágúst, en því miður tókst það ekki, þar eð þráðlausa hraðskeyta stöðin, sem sett hefir verið á stofn í Reykjavfk, er aðeins tilraunastöð, enn sem komið er, og þvf ekki enn farin að taka við al- mennum hraðskeytum. Og að síðustu: Nefnd sú, er stóð fyrir Islendingadeginum f Alberta sendi nefndinni hér 2. ftgúst eftir- fylgjandi hraðskeyti: “Að útheimsendum til íslendinga Um leiðir sendum vér ljóshreyfinga Frá strönd að strönd um storð og lög Vor handabönd, vor lijartaslðg.” “ Þessari gull-fallegu vinarkveðju þótti nefndinni leitt að geta ekki svarað að vörmu spori og á sama hátt, en til þess voru þá í svipinn engir hentugleikar, og verðum við þvf að láta okkur nægja, að gera það nú, og árna þeim öllum, er hraðskeytið sendu, allra heilla og ánægjulegrar þjóðhátíðar um öll ókomin ár. “Svo slæ ég botninn f.” M. P. — Lfkskurðarstofnun í Madrid á Spáni hefir nýlega borgað manni einum 72 þúsund fránka með því skilyrði, að stofnunin eigi lfkama hansað-honum dauðum. Maður- inn hefir 2 hjörtu, en var svo fá- tækur að öðru leyti, að hann gat ekki kvongast. En nú gerði lík- skurðarstofnunin honum það mögu- legt. En lífvörð setur hún uui mann þennan, sem á að gæta lians gegnum alt lífið, svo að vissa sé fyrir þvf, að stofnunin ekki tapi Ifkama mannsins. — Bæjarstjórnin í New Orleans hefir beðið Bandarfkjastjórn að gera ráðstafanir til þess að útr/ma “gulu” s/kinni úr borginni og öllu Louisiana ríkinu. Það er talið vfst, að stjórnin verði við þeim tilmæl- um tafarlaust! — Maður fanst nýlega á Van- couver eyjunni, sem lifað hefir villi- mannalffi þar í mörg undanfarin ár. Bústaður hans var gryfja undir trjástofni. Maðurinn liefir lifað á trjárótum og aldinum. Hann tal- aði bjagað mál og kvaðst hafa dval- ið í British Columbfa sfðan árið 1858. — C.P.R. félagið flutti f mánuð- inum sem leið 1300 tóma flutnings- vagna til Norðvesturlaudsins til þess að flytja þessa árs akuryrkju afurðir Vestur-Canada á heims- markaðinn. Félagið lætur vinna nótt og dag á vngngerðar verkstæð- um sínum og gerir flutningsvagn livern albúinn á 25 mfnútum og gufuvagn hvern á 7 sólarhringum. — Fyrir nokkrum tfma rakst eitt af gufuskipum C. P. R. félags- ins á kfnverskt herskip og sökti þvf Mál reis út af þessu. Nú hef- ir málið verið afgreitt frá æðsta dómstóli og C.P.R. félagið dæmt til að borga Kínastjórn 450 þúsund dollara. — Skýrslur frá Rússlandi segja, að þessa árs uppskera verði 140 bush. minni en 1 fyrra. — Voðalegar óeyrðir haldast enn við á Rússlandi. Bardagar eru daglega háðir í ýmsum héruðum milli hermanna og alþýðunnar og menn, konur og börn feld og særð f hundraðatali. En keisarinn er önnum kafinn ásamt með nefnd al- þ/ðumanna að semja nýja stjórnar- skrá fyrir þjóðina. • Nýir kaupendur að Hkr. fá tvær góðar sögur f kaupbætir meðan upplagið hrekkur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.