Heimskringla - 10.08.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.08.1905, Blaðsíða 4
HBIMSKRINGLA 10. ÁGÚST 1905 G. Thomas selur nú Gullstáss, Úr o.fl. ódýrar en nokkur annar Hvert laugardagskveld sel ég á uppboði,*en svo þess á milli með sama verði og mér býðst á uppboðinu Vekjaraklukka, áður $1.25, nú. H«<- Áttadaga slag-klukka, áður $4.50, nú $2.25 Verkamannaúrin alþektu, með Waltham verki, áðor $8, nú 4.50 Gullhringa, áður$4.00 nú....... $2.00 “ “ $3.00 “ ...... 1.50 Úrfestar, áður $3.50, nú...... 1.50 Silfur kökudiskar, áður $5, nú 2.50 Og alt annað eftir sama hlutfalli Ég þarf að flyí.ja ekki síðar en í september, en hefi $12,000 virði af vörum, er ég þarf að losa mig við Q. THOflAS 596 Main Street WEST END 8ICYCLE I>ar eru seld þau sterkustu og fegurstu hjól, sem fáauleg eru í Cauada og langt um ódýrari en hægt er að fá þau annarsstaðar 1 bæ þessum, ýmist móti mánaðar afborgun- um eöa fyrir peninga út í hönd gegn rlfleg- nm afslætti. Brúkuð hjól keypt og seld. Allar aðgerðir á hjólum fljótt af hendi leyst- ar og vel og traustlega geröar. Einnig er selt alt, sem f ilk þarfnast til viðhalds og aðgerðar á hjólum. Gleymið ekki staðnum. 477 Portage Ave. JOX TIIOI{STl;i\$HO.\ WINNIPEG Eins og á öðrum stað er skýrt frá, fór íslendingadags hátfðahald- ið 2. ágúst svo vel fram, sem hægt var að óska sér. Sökum rúmleysis er ekki hægt að prenta lista yfir alla sem verð laun unnu. Og teljum vér f»vf að eins vinnendur nokkurra helztu verðlaunanna. Á ungbarna-sýningunni fengu þessi böm verðlaun: 1. verðl. Ólaffa Hallfríður Mark- ússon, 7 mánaða. 2. verðl. Sveinn Jóhannesson, 4 mánaða. 3. verðl. Elfa P. K. Pálsson, 2 mánaða. 4. verðl. Jóhannes Gottskálkssou, 5 mánaða. 5. verðl. Cecil Anderson, 10 mán- aða. - Kappsundið unnu: 1. verðl. Jóhannes Sveinsson, 2. “ J. Gillis, 3. “ J. Lindal. Ókvæntir menn unnu aflraun á kaðli og Oddfellows báru hærra hlut 1 knattleiknum. Verðlaun fyrir glímur hlu^: 1. verðl. E. Davfðsson, 2. “ Helgi Marteinsson, 3. “ E. Abrahamsson. Fyrir að glímabelt fékk Helgi Marteinsson einnig sérstök verðl. Heimskringla getur nú fært [ á gleði frétt að $1000.00 lífsábyrgð Jóns sáluga Jónssonar (kaptains) á Gimli, sem andaðist fyrir 2 árum sfðan, verður bráðlega borguð af “Independent Order af Forrester“ félaginu að fuliu. Skuld þessi hefði fyrir löngu átt að borgast en það er betra seint en aldrei að fé- lagsstjórnin hefir nú séð að sér og s/nt sanngyrni og réttlæti í þessu máli. íslendingum fjær og nær til- kynni $g hérmeð, að ég hefi sagt af mér stöðu þeirri, sem ég um mörg undanfarin ár hefi haft við innflutnings-deild D o m i n i o n Btjórnarinnar. Eg hætti að vinna þar um sfð- ustu mánaðamót, en gekk þá f fé- lag með herra Jóni J. Bíldfell, fasteignasala hér í bænum. Mig verður þvf fratnvegis að finna á skrifstofu okkar að 505 Main Street, Winnipeg. Bréf til mfn mega einnig sendast þangað. W. H. Paulson, Winnipeg 7. átfúst 1905. Þrjátfu feta breið byggingarlóð á Portage Ave. var seld f sfðustu viku fyrir 75 þúsund dollara. Á lóðinni er gömul en sterk múr- steinsbygging. Talið er vfst, að fasteignir f bænum muni hækka mjög í verði á fæssu hausti, ef uppskeran verður eins góð og útlit er fyrir nú. Ritstjóri Heimskringlu er ekki í borginm er þetta blað kemur út. Hann brá sér norður til Nýja Is- lands með konu sfna, sem dvelur {>ar um tfma. Sjálfur er hann væntanlegur hingað um helgina. Þeir, sem hafa enn ekki fengið ávísanir á Islendingadags-verðlaun sfn, eru beðnir að vitja þeirra til mfn tafarlaust. Mig er að hitta heima frá kl. 7^/2 til 8V2 að kveld- inu og kl. 1 til 3 e.h. á laugardag- inn kemur. Magnvs Pétursson, 787 Notre Dame Ave. Landi vor, séra Jón . Clemens, sem Islendingum er að góðu kunn- ur, bæði sem prestur Argylebúa fyrir 4 árum sfðan, og sem Stór- templar Good-Temlar Reglunnar, brá sér hingað fyrir skemstu. Hann á nú heima f La Crosse, f Wiscon- sin ríkinu,og þjónar þar lúterskum söfnuði. Séra Jón undrast stórum hinar miklu framfarir f Winnipeg- borg síðan hann fór héðan, þar sem borgin hefir tvöfaldað íbúatölu sfna á svo skömmam tfma. Hann mess- aði hér á tvetm stöðum á sunnu- daginn var, um morguninn í lút- ersku kirkjunni ensku á horninu á Ellice og Agnes strætum, en að kveldinu 1 fyrstu lútersku kirkj- unni fslenzku. Hann heldur heim- leiðis núna þessa dagana, og árna Islendingar honum fararheilla. Enn á ný hefir Jóseph J. Good- man, sá er getið var um í síðasta blaði, að hóað hefði saman útlend- ingum á sfðustu fylkis-kjörlista, verið fundinn sekur um sviksemi fyrir að setja 19 ára gamlan pilt, sem aðeins hafði dvalið eitt ár 1 Canada, á kjörskrána. En Jósef “Góðmenni” vottaði það með und- irskrift sinni sem “Commissioner”, að piltur þessi, sem heitir John Mikolarg, hefði dvalið 3 ár f land- inu og að hann væri 21 árs gamall. Þetta er ný sönnun þess, að Lib- eral-flokkurinn f pessu fylki lætur sör ekkert ant um, að kjörskrárnar séu réttar og að hann launar glæpa ■ tólum sínum með feitum embætt- um fyrir greiðvikni þeirra að koma útlendingunum á listana. Hr. Páll Jóhannsson frá Akra, N. Dak., var hér á ferð á íslend- ingadaginn áleiðis f kynnisferð til sonar síns í Foam Lake bygð. Hann býst við að verða þar vestra nokkra daga til að skoða bygðina og hag landnemanda þar. Byggingaleyfi bæjarstjórnarinn- ar á þessu ári nema þegar yfir 8 millfónir dollara. Talið vfst, að >au muni verða alt að 12 millíón- um dollara fyrir næsta nýár. Heimboð Hérmeðbýð égundirritaður með- bræðrum mínum, ókvæntu mönnun um sem toguðu norðurenda kaðals- ins, á íslendingadaginn 2. ágúst sl. og ennfremur þeim herrum Sveini Pálmasyni og Albert Goodman að gjðra svo vel og mæta mér á “Ice Cream Parlor hra. W. J. Boyds að 422 Main St., kl. 8 á föstudagskv. 11. f>. m., og fá sér þar fsrjóma f minningu um hraust átök og drengilega samvinnu. John T. Bergmann. Frá Argyle nýlendu komu þann 19. f.m. bræðurnir Björn Walterson og J. A. Walterson til f»es3 að vera á Sýningunni hér. Enn fremur notaði hr. Björn Walterson ferðina til þess að láta Dr. Good skera meinsemd úr vinstra auga sér, og tókst f>að vel. Björn fór heimleiðis á föstudaginn var, en bróðir hans nokkru áður. Herra Jónas Pálsson, sem nú stundar burtfararprófs-nám við “Toronto College of Music” í Tor- onto hefir fengið tilboð um að gerast organisti f kirkjunni þar í bænum með $500 árslaunum fyrir sunnudaga vinnuna að eins. En hafnað mun boði því hafa verið að svo stöddu. Borgarstjóri Sharpe heflr ákveð- ið, að mánudagurinn 21. ágústskuli vera “Civic Holiday” í Winnipeg borg f ár. Yfir 112 þúsund manns sóttu Winnipeg sýninguna í ár. Inn- tektir xirðu nægar til að mæta út- gjöldunum. Samskot til Holdsveikra spftalans í Lauga- nesi, send af séra Friðrik Hall- grímssyni: 0 Samskot á safnaðarfundi Frelsissafnaðar.......$ 6.85 Samskot á safnaðarfundi Fríkirkjusafnaðar..... 5.90 Samskot frá ýmsum f Ar- gyle bygð .... ~...... 10.25 Samskot á 25 ára afmælis- ' hátfð Argyle-bygðar (frá Winnipeg- og Argyle- mönnrim) ............. 41.65 Safnað af hr Helga Thor- lakson, Akra, N. Dak... 15.75 Samtals.............$80.40 Fy rirspnrn. Fyrir nokkrum árum síðan fór ungur piltur, að nafni Thorsteinn Thorsteinsson.héðan úr bænum,suð ur til Mountain N. D., í vinnu til hra. Jóns Hilmans. Þar var hann nokkurn tíma. Það hefir sfð- ast fréttst til hans fyrir tveim ár- um slðan, að hann hafi þá farið frá N. Dakota til Duluth, Minn. Skyldmennum hans f Winnipeg er ant um að hafa upp á honum. Þeir, sem kynnu að vita hvar Thorsteinn þessi er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna J»að á skrifstofu Heimskringlu. “Konungurinn f Danmörku.” Verkamaður, danskur að ætt, ^em á heima. f Minneapolis og heit- ir Harlvig Carlson, sló nýlega lög- reglupjón, svo að hann féll í rot. Þá kom annar maður að og spurði, hversvsgna hann gjörði þetta. Eg er konungurinn í Dan- mörku og hef f»ví heimild til, að lumbra á þegnum mfnum eftir minni vild. Krist.ján nfundi hefir verið of meinlaus og nú skal ég taka í strenginn og láta [»á hafa f>að — ekki f smáskömtum, heldur I stórum stíl. Lögreglan hélt, að maðurinn væri viti sfnu fjær, svo að hann fékk enga hegningu fyrir vikið. Borgar sig stundum, að látast vera vitlaus. Fáein pund af góðum æðardún eru til sölu hjá Skúla Skúlasyni, 659 Alverstone St., Winnipeg, á $4.00 pundið. V I S A . Eftir “Skarða-Gisla.” Heimskan fyllir galinn glóp; góðra hylli’ er vikin; Ef [>ú ei fyllir þrælahóp, [>á er ég illa svikinn. Fluttur. Áritun til mín verður framvegis 620 Maryland St., Winnipeg, Man. B. M. LONG. Kaupendur Heimskringlu, sem skifta um bústað, eru beðnir að gefa blaðinu tilkynningu um það,1 bæði hvar þeir voru áður og hvert [>eir fara. Þetta er nauðsynlegt til þess, að [>eir geti fengið blaðið( með skilum. HElM»KRI\ttLU og TVÆR skemtileKar söcur fá nýir kaup endur fvrir að eins $2.00. F" W KUHIV Uontractor ik Bnilder 504 Koms Ave. Winnipeg Leggur gangstéttir og tyrfir fyrir framan hús; girðingarsérstaklega 31. iíi. Kennara vantar við Laufásskóla, No. 1211, frá 15. September til 15. December 1905. Tilboð, sem tiltaka mentastig ogi æfingu sem kennarar, ásamt kaupi, L sem óskað er eftir, verða meðtekin af undirrituðumtil 25. Ágúst næst-| komandi. Geysir P.O., 15. Júll 1905 n.JARNI JÖIIANNSS0N, 17 8 ritari. Steingrimur K. flall PIAN0 KENNARI 701 Victor St, Winnipeg Thorsteinn Johnson, Fíóllns-kennari - 543 Victor St. j 1-12 tf Kennara* vantar fyrir Árnes South S. D. No. 1054, fyrir 6 mánuði, frá 1. október 1ÍKJ5 til 31. marz 1906. Kennari tiltaki kaupgjald og mentastig það sem; hann eða hún hefir og æfingu við' kenslu. Tilboðum verður veitt mót- taka af undirskrifuðum til 1. sept- ember næstkomandi. Nes P.O., Man., 3. júlí 1905. 9.ág ísletfur IIelgason. Ávarp TIL FISKIMANNA. Eg hefi jafnan miklar byrgðir hér í Winnipeg af góðum, þungum blýsökk-1 um til að selja yður, fyrir 3J cents pd.! Ég borga einnig 4 cents fyrir pundið í j gömlum rubber skóm og stigvélum, 8 cents fyrir pundið af koparrusli og 2cts. fyrir pundið af uliartuskum. Það borg- ar sig að verzla við mig. B. Shragge, ’ 396 Princess St., Winnipeg Auðvelt að baka hollar og nær- andi kökur með BLUE RIBBON BAKINC POWDER Fylgið reglunum, Geymið miðana. Hyersvegna farið þér niður í Aðalstræti til þess að kaupa járnvöru ÞEGAR }>ér getið notið hagfeldari viðskifta hjá G lenwright Bros. 587 Notre Dame Ave. Fullar byrgðir af þeim orðlögðu Sunlight Stoves og Ranges r.hjí’* ásamt allskonar járnvarningi öðrum. Einu umboðsmenn fyrir Winnipeg og Vesturlandið. $>$M»»1M»$$»M»| Oddson, Hansson & Vopni Tel. 2312 55 Tribnne itldg. Agnes Street 40 feta breiðarlóðir að eins $575-oo Beztu kaup í borginni! Alfhan Place lóðirá$65. $10 niðurborg iln, afgangurinn eftir samn- ingi. Rentulaust í eitt ór. Gmmmmmm********* FREDERICK BURNHAM, forðet i. GEORGE D. ELDRIDGE, varaforseti oíí tölfræöingur. Mutual Reserve Life InsuranceCo i OF NEW YORK. Mikil framför f auknum ábyrgðum árið 1904: Abyrgðarsjóður í höndum New Yorklns. deildarinnar (á hvert ábyrgðar-skýrteini) 3. jan. 1905... .$ 4,397,988 N/ ábyrgð tekin og borguð árið 1903 ............. 12,527,288 Ný ábyrgð tekin og borguð árið 1904 ............. 17,868,353 Aukning borgaðra ábyrgða.................. $5,335,065 Aukning trygðra ábyrgða fgildi árið 1904 .... 6,797,601 Aukning trygðra ábyrgðarlmfa 1904 ......... 5,833 Aukning nýrra ábyrgðar-iðgjalda 1904 ....... $128,000 Lækkun borgaðra dánarkrafa 1904 .................... 119,296 Borgað alls til meðlima og erfingja..............$61,000,000 » Hæfír menn, vanir eða óvanir, geta fengið umboðsstöður með beztu • kjörum. Ritið til “ AGLNCY DEPARTMENT”, • _ Mutual Reserve Bldg., 307—309 Broadway, New York • It. L. RICIIAItDSON forseti. R. II. AOUR varaforseti CIIAS. M. SIMP80N } ráösmaöur $ * í The Winnipeg Fire /nsurance Co. Aðalskrifstofa: WINNIPEG, MAN. * Félag þetta viil fá fsienzka uinboðs- menn í ö'lum nýlendum Islend- inga í Canada. L. H. MITCHELL, J Secretary. s mmmmm mmg | HEFIRÐU REYNT? | t- odfwpv’s — 3 IREDW00D LAGERI EDA EXTRA P0RTER. -••-< Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningauppbæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og ^ LJÚFFENGAST4, sem fæst. Biðjið um það uyar sem þér eruð staddir Cannda, | Edwurd L. Drewry - - Wmnipeg, % ? fflanntactnrer A Importer, ^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.