Heimskringla - 17.08.1905, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.08.1905, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 17. AGrUST 1905. Heimskringla PUBLISHED B¥ The HeiniskrÍDgla News 4 Publish- iag ‘ Verö blaðsins ( Canada og Bandar. $2.00 nm áriö (fjrir fram borgaö). Sent til i3lands (fyrir fram borgaö af kanpendum blaösins h6r) $1.50. Peningar sendist 1 P.O. MoneyOr- der, Rearistered Letter eöa Express Money Order. Bankaávfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllnm. “Sparsemi” Liberala. Árið 1893 voru útgjöld ríkis- 8tjómarinnar alls $40,853,727.91. Það ár mætti Liberal-flokkurinn ' á flokksþingi í Ottawa og samdi | stefnuskrá fyrir sig. A þeim fundi j var sú tillaga samþykt með öllum atkvæðum, að flokkurinn væri ótta- j sleginn fyrirhinni voðalegu eyðslu- semi Conservatfva — meir en 40 millfónir á ári. Og leiðtogar flokks- ins kváðust geta minkað þau út- gjöld um 2—4 mill. á ári. Svo komust [>eir til valda við næstu almennar kosningar, og út- gjaldalækkun þeirra f framkvæmd- inni varð þannig, að í fyrra urðu útgjöldin $72,255,047.63, eða $31,- 401,320.00 hærri en upphæð sú, sem áður olli f>eim skelfingar og ótta! En á fjárhags'irinu 1904 hef- ir Ottawapingið og stjórnin gengið enn lengra f útgjaldaáttina. Þar voru samþykt þessi útgjöld: Aðal-fjárlög.....$74,970,049.00 Aukafjárlög....... 6,379,342 00 Önnur aukafjárlög 168,430.00 Eða alls... $81,517,821 00 Á síðasta þingi voru eftirfylgj- andi fjárveitingar barðar gegnum þingið: Aðalfjárlögin....$68,664,397.00 Aukafjárlög...... 13,414,973.00 1 Önnur aukafjárlög 794,888.00 Lög um aukin laua og eftirlaun.— 612,500.00 Tillag til 2. nýrra fylkja........... 2,248,250.00 Styrkveiting til verksmiðja...... 1,750,000.00 Járnbrauta kostn. 1,400,000.00 > Eða alls...$88,885,000.00 Stjórnin hefir þvf á fám áram aukið útgjöld rfkisins frá þvf sem þau voru árið 1S93, þanníg: 1893 (undir stjórn Conservatfva) ..$40,853,727.00 1903- 4 (undir stjóra Liberala)....... 72,255,047.00 1904- 5 (undir stjórn Liberala)....... 81,517,827.00 1905- 6 (undir stjórn Liberala)....... 88,885,000.00 Það getur tæpast liðið langur tfmi þangað til f>jóðin í Canada vaknar til meðvitundar um það, að nú sé tfmi til þess kominn fyrir hana að “verða óttaslegin” út af vaxandi eyðslusemi f>eirrar eyðslu- sömustu stjórnar, sem nokkru sinni hefir haft völd í Canada, Sú stjóra er livort sem er búin að eftirlauna sjálfa sig, svo að ráð- herrarnir geti lifað í allsnægtum, hvenær sem f>eim verður vikið frá völdum. Ótrúr þjónn Stoessel herforingi erj^fangi í húsi sfnu f Pétursborg og á að dragast fyrir herrétt. Hann er sak- aður um bleyðiskap og aðra óher- j mannlega frammistöðu meðan hann var foringi vamarliðsins f Port Ar- j thur. Þegar Stoessel kom heim til Pét- ■ ursborgar eftir að Port Arthur! hafði gefist upp, ætluðu vinir hans j að gefa honum sverð mikið f heið- ursskyni fyrir hve vel og hrau3tlega; hann hafði varið borgina fyrir árás- J um Japana. En stjórpin kom i1 veg fyrir, að þetta yrði gert, því henni höfðu borist sögur um hann, sem gerðu lftið úr hetjuskap hans og dugnaði. Svo komu fram vitni hvert á fætur öðru, sem öll báru hershöfðingjanum illa söguna. Eitt af þessurn vitnum er fransk- j ur kaupmaður, sem hafði verzlun í Port Arthur og var f>ar sjálfur allan 1 tfmann. Maður þessi ber Stœssel hina verstu sögu, segir alla fram- komu hans þar eystra hafa verið hina svlvirðilegustu og að allir her- mennirnir liafi hatað hann, enda hafi þeir haft gildar ástæður til þess, f>vf hvorki hafi hann látið sér ant um velferð þeirra, né s/nt hina minstu meðlíðan í raunum þeirra. Hann lét hermennina ganga ber- fætta og klædda f óhreina fataræfla og þó voru forðabúrin full af fatn- aði og allskonar útbúnaði, og hann lét hermennina svelta heilu hungri, “og þeir sýndu f>að mesta þolgæði, sem ég hefi vitað nokkra menn sýna,” segir kaupmaðurinn, — og þó var ógrynni af matvælum f forða- búrum staðarins. Að sögur þessar séu á rökum bygðar, er ómótmælanlega sannað af skýrslum Japana yfir herfang það, sem f>eir fengu f Port Arthur. Þeir fundu t. d. í forðabúrunum þar 980 tons af söltuðu kjöti, 81 þúsund pðr af skóm og stfgvélum, 6 þús. tons af hveitimjöli og kornmat, 102 þúsund nærfaánaði og 2 hundruð millfónir af riffla og fallbyssukúl- um. En þó að hermennirnir gengju berfættir, fatalausir og hungraðir út úr víginu, er [>aðvar selt f hend ur Japana, þá purfti 32 stóra flutn- ingsvagna til f>ess að flytja eignir Stoessels burtu úr borginni. Sá, sem þessa sðgu segir, b/ðst til að sanna hvert einasta atriði 1 henni og kveður mörg vitni reiðu- j búin til að staðfesta framburð sinn.! Það er því meir en líklegt, að þegar Stoessel kemur fyrir hérrétt- inn verði bornar á hann svo þung- ar sakir, að hann komist ekki hjá hörðum dómi, jafnvel dauðadómi. Sfðustu fréttir frá Japan full- yrða, að rússneskir undirforingjar hafi játað, að Stoessel og menn hans hafi gefið upp Port ^rthur f hendur Japana, meðfram til þess að geta með því móti betur rænt j fjárhirzlur Rússa þar, sem sagt var! að hefðu haft inni að halda um 30 millíónir rúbla, eða $15,000,000, —[ en þar fanst að eins ein millfón dollara, þegar Japanar tóku borg- ina. Það er og sannað, að rúss- neskir herforingjar, sem nú eru fangar f Japan, hafa ógrynni fjár til umráða og eyða þvf eins og sannir höfðingjar. I Japan eru nú 70 þúsund fangar, og það er vitan- legt, að margir þeirra hafa stórfé með höndum. Herforingjarnir kaupa alt sem þeim dettur í hug: vín, aldini, skrautmuni, pianos, og stúlkur f hundraðatali til þess að dansa fyrir þá og leika /msa skemtileiki. Alt þetta er kostbært mjög, en Rússar borga fyrir það alt án þess að mögla, og virðast hafa nóg fé aflögu. Þykir þetta næg sönnun fyrir þvf, að fjárhirzl- an hafi verið rænd og að Stoessel hafi fengið sinn fulla skerf af fénu Rússastjórn hefir þegar fengið sannanir fyrir þessu og er búist við þær komi fram f herréttinum, sem á að fjalla um mál herfor- ingjans. Árslaun Þýzkalandskeisara. Árlegar tekjur Þýzkalandskeis- ara nema um 4 millíónir dollara, og þó er hann talinn fátækur mað- ur og verður að viðhafa alla spar- neytni, eftir því, sem konungum er tftt. Blaðið “London Express” segir, að hann fái engin laun fyrir að vera Þ/zkalandskeisari, en þessar 4 millíónir dollara, sem kastað er f hann árlega, eru laun hans sem konuDgur Prússa. Bæði Rússa- og Austurrfkis-keisara er borgað betur og Tyrkjasoldán hefir 10 millfón dollara í árslaun. Þessi 4 millfón dollara árslaun Þýzkalandskeisara eru ekki tekin úr rfkisfjárhirzlunni, heldur eru það rentur af eiguum, sem upphaf- lega voru taldar að tilheyra kon- ungunum, en sem rfkið sló hendi sinni á, gegn því að gjalda árlega 4 millfónir dollara til konunga sinna Að vísu á keisarinn í eigin nafni 83 stóreignir á Þ/zkalandi, sem gefa honum árlega launaviðbót. Sum af löndum sfnum leigir hann til bænda, en önnur lætur hann rækta á eigin reikning. Ollu þjón- ustufólki keisarans er vel borgað og þeir, sem lengi hafa verið f þjón- ustu hans, fá eftirlaun, er þeir yfir- gefa stöður sfnar, og deyi einhver kvæntur þjónn hans. þá sér hann um ekkjurnar og börnin á eigin kostnað. Allur þessi kostnaður ét- ur upp mikinn hluta af rentunum af landeignum keisarans, svo að hann hefir lítið afgangs fyrir sjálf an sig nemakeisara-launin, og þau eru talin alls ónóg til að mæta dag- legum þörfum hans. Sjálfur er keisarinn mesti sparsemdar og reglumaður og starfsamur í mesta máta. Svo er hann sparsamur, að borðhald hans er talið lélegra en flestra annara þjóðhöfðingja, er sögur fara af. Ekki er hann held- ur eyðslusamurf fataburði, þó hann að sjálfsögðu gangi þokkalega til fara. Yfir höfuð er keisarinn sjálfur hvorki sælkeri né eyðslumaður, en hann hefir einn veikleika, semkost- ar hann ærna peninga. Hann hef- ir um sig þá fjölmennustu og skrautlegustu hirð, sem nokkur konungur hefir, og þegar hann ferðast, sem ekki ér ósjaldan, þá hefir hann mest af hirðfólki sínu með sér, og einnig vagna sfna og kerrur, liesta og hestamenn, bóka- safn og bókavörð, auk skrifara sinna, matreiðslumenn og marga aðra. Alt þetta kostar mikið fé, og nú bætist það við, að hann verður að standast kostnaðinn við hirð elzta sonar sfns, sem kvongaðist fyrir skömmu, og er sá kostnaður áætlaður 2Vá millfón dollarar á ári. Auk þess eru 5 aðrir synir, sem allir kosta hann mjðg mikið. Þar að auki er heill herskari af ættingj- um og venzlamönnum, sem keisar- inn verður að sjá um, og það eru ekki færri en 5 stór-hirðir, sem keisarinn verður að bera allan kostnað af í sambandi við það. En fyrir utan mannahald, þá er margt sem verður til að auka ferða- kostnað keisarans; t. d. má geta þess, að á sfðustu ferð hans um Miðjarðarhafið gaf hann 150 gim- steinahringa, 36 hálsfestar, 30 gull- úr, 100 gull vindlinga-hulstur og 24 aðra skrauthluti, — til ýmsra sem sýndu honum lotningar og virðingarvott á ferð hans. Þessi eina ferð kostaði keisarann yfir 30 þús. dali, og ferð hans í fyrra til Egyptalands kostaði yfir hálfa millíón dollara. Keisarinn gefur einnig mikið fé árlega til eflingar málara og leik- aralistar á Þ/zkalandi, og til margs annars, er hann álftur miða til þjóð- legra þrifa. Hann heldur uppi 3 leikhúsum algerlega á sinn kostn- að. Þetta hefir gengið þangað til, að hann nú er orðinn svo peninga- Iftill, að hann hefir orðið að taka peningalán. Það er ekki ólíklegt, að þýzka þingið verði innan skams tíma beðið að hækka svo laun hans, að hann geti framvegis komist hjá þvf j að þurfa að fá peningalán hjá í þegnum sfnum. Skýrsla Rojestvenskys Flotaforingi Rússa, Rojestven- sky, sem verið hefir og er ennþá á sjúkrahúsi f Japan, er kominn svo j til heilsu, að hann hefir getað sam- | ið og sent Rússakeisara skýrslu um bardagann í Japansjónum, og eru aðalatriði skýrlunnar þessl: 1. Skipin höfðu verið sviksam- lega bygð. I 2. Verjur skipanna voru allar þynnri, en skýrslur herdeildar- innar sögðu að þær væru. 3. Þessar verjur voru þar að auki sviknar að efni. 4. Fallbyss u-sprengikúlurnar voru svo ón/tar, að aðeins ein af hverjum þremur sprakk. 5. Engin af skipunum gátu borið þær kolabyrgðir, sem skýrsl- umar sögðu. 6. Og engin af skipunum voru eins hraðskreið ag þau áttu að vera samkvæmt samningum stjórnarinnar við smiðina. 7. Gangvölar og gufuvélar voru allar óáreiðanlegar og alt af að bila. 8. Tveir þriðju hlutar af öllum skipfhöfnunum, að meðtöldum þeim sem stóðu undir flotafor- ingja Niebogatoff, voru óhæfir viðvaningar. 9. Þeir, sem ittu að vinna við fa.ll- byssurnar, þektu ekki svo mik- ið sem fyrstu frumreglur við- víkjandi starfi þeirra. 10. Uppreist varð á skipunum meðan þau voru við Madagas- car, og út úr þvf varð að skjóta 14 hermenn. 11. Aðmíráll Rojestvensky varð að miða fallbyssunum á tvö skip af flota hans og hóta að skjóta þau f kaf, ef þau hlýddu ekki skipunum aðalforingjans. 12. Skipshafnirnar á skipunum “ Seniavin og “ Apraxine ” höfðu gert samsæri til að gef- ast upp í hendur Japana. En þetta varð ekki uppvfst í tfrna, svo að bót yrði ráðin á þvf. 13. Önnur uppreist varð í flota Niebogatoffs aðmfráls, nálægt Formosa eyjunum; að henni voru svo mikil brögð að með naumindum varð komið í veg fyrir, að uppreistarmenn tækju ekki tvo þriðju flotaus f sfnar héndur. 14. Rojestvensky varð þess var strax og hann tók við forstöðu flotans, að skipin “Seniavin” og “Apraxine” vildu ekki berj- ast. Og þegar í bardagann var komið, gerðu þau ekkert þangað til hann sendi torpedo báta til að segja þeim að þeim yrði sökt, ef þau hlýddu ekki og tækju þátt f bardaganum eins og þeim hefði verið skipað. 15. Þegar Rojestvensky varð sár og var fluttur af skipi sfnu, þá var annar aðmfráll drepinn og sá þriðji týndist einhvernveg- inn, svo að aðmfrill Nieboga- toff varð að taka við stjórn- inni. En hann var óvinsæl- astur allra foringjanna, svo að menn hl/ddu ekki skipun- i um hans og öll stjórn flotans fór f ólagi. 16. Sumar skipshafnirnar hótuðu að drepa foringja' sína, ef þeir gæfu ekki skipin í hendur Japana. 17. Það var áformað að sprengja upp skipið “Oriel” áður en það kæmist í hendur Japana. En skipshöfnin neitaði yfirmönn- um sfnum að vinna að því verki svo ekki varð af því. 18. Rojestvensky játar, að hann hafði von um, að geta smogið gegnum sundið f þokuveðri fram hjá flota Japana, en að þokunni hafi þá létt 2 klukku- stundum fyrr en æskilegt hefði verið, til þess hann gæti kom- ist klakklaust framhjá. Skýrsla þessi er prentuð í frönsk- um blöðum og mun hún vera áreið- anleg f alla staði, enda ber henni í öllum aðalatriðum saman við skýrslu Japana um bardagann, en með þeim auka upplýsingum um ástandið á skipum Rússa, sem nú f fyrsta sinni eru opinberaðar heiminum. KVÆÐIN á íslendingadaginn í dr. Það er auðvitað ekki spaug, að yrkja svona ár eftir ár um sima efni og yrkja svo, að hið sfðara verði, að formi og efni, ólíkt hinu fyrra. Það er æfinlega flt verk við- fangs, en þó allra helzt fyrir sömu mennina, sðmu skáldin. Þá er hætt við, að hvað verði öðru líkt, þegar yrkisefnið er hið sama. Auðvitað má taka það fram, að annað er að yrkja um Island og Canada, eða um Vestur-íslendinga og Austur- íslendinga. En þó eiga þessi yrkis- efni sammerkt f því, að hér er um tvær fóstrur að ræða og þá um leið eiga hér hlut að m'di, börn eða fósturbörn þessara mæðra eða fóst- urmæðra. Svo er nú annað, að vér Islendingar eigum svo afskapa- mikið í eigu vorri af ættjarðarkvæð- um, að fornu og nýju, sem af þeim eftir beztu skáld þjóðar vorrar, svo sem Jónas, Bjarna, Grröndal, Jón Thoroddsen, Hannes Hafstein, Þor- stein Eriingsson o. fl. og fleiri. — Enginn vill stela frá öðrum og þvf einkar-örðugt að vera frumlegur, þegar um marg-útjaskað efni er að ræða, eða, með öðrum orðum, ekki hægt, að segja neitt nýtt um eitt land, þegar það aðeins er tekið, sem ættland og þvf ekki verulega telj- andi neitt til gildis, uema það eitt marg-umrædda, að það hafi geymt tungu sína og þjóðerni ómengað, eða þvf sem næst, um margar aldir. [ Vonandi er, að næ3ti Islendinga- dagur, eða þeir, sem þá tala, finni ástæðu til að geta um fundið gull, svo miklu nemi, ritsfmann og fleira og fleira, sem horfir gamla íslandi til heilla og framfara. Þá hafa skáldin íslenzku hér vestan hafs nýtt yrkisefni — já, um leið nýtt gleðiefni. Svo að ég snúi mér, f mjögstuttu máli, að þessum kvæðum, sem frain komu á Islendingadaginn sfðasta, j þá voru þau aðeins þrjú: Minni íslands, eftir skáldið Kristinn Stef- ánsson; Minni Yestur-lslendinga, eftir unga skáldið okkar Þorstein Þ. Þorsteinsson, og Minni Canada, eftir Magnús Markússon, sem ort hefir minni áður við þetta tækifæri oftar en einu sinni, og hlaut verðl. fyrir 3 árum fyrir bezta kvæði um ísland, eða f annað skifti, sem verð- Iaun hafa verið gefin, og var það að maklegleikum Sem sagt, Kristinn Stefánsson [ yrkir nú Minni íslands svo frum- j lega, formlega og með þeim hlýj -1 indurn og ást til fósturjarðarinnar, að ég er viss um, að Jónas sál. Hall- grfmsson hefði dáðst að, ef hann hefði ofanjarðar verið. Kvæðið er svo hugsunarfræðislega rétt. Tök- um t.d. lýsinguna á Fjallkonunni 1 fyrsta erindinu; hún er svo fögur og jafn-sönn um leið. Innileik- inn og ástin til landsins kemur hvað bezt fram í þessum orðum í öðru erindinu: “Vér dáum þig, já allir — allir og eigum með þér sólskinshallir” o.s.frv. Fögur sonarorð til aldraðr- ar móður, sýnandi innilegan kær- leika og gleði yfir framförum henn- ar gegnum strfð og baráttu liðinna alda. Minni Vestur-íslendinga er létt og laglegt, eins og alt, sem Þor- steinn kveður. Snildarlega sagt þetta: “Nógu hátt er himinshvel handa íslands börnum”. Þorsteinn ætlast svo sem ekki til, að fslenzka þjóðin deyihérút.held- ur að hún rfsi upp frá legi með sól- inni, eða: “að hér rfsi fslenzk þjóð upp með sól frá legi.” Fögur hugsjón, Þorsteinn minn. Að eins að þetta yrði að áhrlnsorð- um! Og geri hún þetta eigi, þá telur skáldið það eina ráðið, að hún “.........haldi hljóð, heim, svo ekki’ hún deyi”. Trú á landið og framtfð þess. Sonarlegt traust um það hæli, sem barnið fslenzka finnur við móður- brjóstið. Eg kann ekki vel við þetta sfðasta: “Lifir heilir, vænir, vel, Vestur-íslendingar”. Mér þykir það of barnalegt, öld- ungis eins og maður sé að tala við barn og segi: Vertu nú vænn, góðurinn minn. Þá er sfðasta kvæðið: Minni Canada, eftir Magnús Markússon. Það er náttúrlega smellið og liðugt, eins og alt eftir þann höfund. Þó finst mér að vini mínum, Magnúsi, hafi oft tekist betur, enda er svo jafnan, að menn eru misjafnt f stakk búnir, að yrkja, eins og að semja hvað sem er, f óbundnu máli sömuleiðis. Kvæðið er slétt en fram úr máta upptekningasamt (“tautologiskt”). Til dæmis má taka byrjunina: “M e g n i gróin, m e g i n -fögur, m i kl a storð á vesturbraut”. Hver er nú munurinn á þessum þremur orðum, sem hér eru prent- uð með gisnu letri? Fegursta setningin, enda gull- fögur, er þessi: “Huklar gátur Iffsins laga, leysir þú með nýrri tfð.” Það þarf að vera eitthvað nýtt í hverju erindi, einhver ný hugsun, til þess að vel eigi að vera ort. Rfmið eitt er ekki einhlftt. Annars er Magnús Markússon einhver sá lang-Iiprasti hagyrðing- ur hér vestra og þótt austur yfir hafið væri farið. Eg ætla mér ekki að ofhæla honum né öðrum, en ekki er langt frá að segja megi hið sama um hann, eins og Grrímur sál. Thomsen sagði um Jónas Hall- grímsson: “Hjá þér bæði lipurt og létt lá það á kostum hreinum”. Fyrirgefið nú aðfiuslurnar, bræð- ur góðir. Þær eru kalalausar, en vel meintar. Aðrir kunna, ef til vill, að hafa aðra skoðun á þessu máli, þvf að “Sínum augum lftur hver á silfrið”. B. Thorarinsson. F réttabréf. Minneola, Minn., 6. áyúxt '05 Nú er kornuppskerutfmi alment að byrja hér um slóðir. Síðan um miðjan júlfmánuð hefir mátt heita öndvegistfð og útlit alls jarðar- gróða f góðu lagi. Byggingar hafa verið hér í sumar meðal íslendinga með meira móti, en nafnkendust eru stórhýsi þeirra Jóns B. Gísla- sonar, Eyjólfs Björnssonar og Jó- sefs Jósefssonar; sagt er, að hvert þeirra húsa muni kosta um og yfir $4,000. Einnig hefir Halldór Eyj- ólfsson, Árbakka (áður nefnt Há- konarstaðir) bygt hjá sér risavaxna hlöðu, sem álitin er að vera ein sú vandaðasta, sem hér er. “The Independent” segir, að 4 herskip af norður Atlantshafsflota Bandarfkjanna hafi verið send til Frakklands eftir líkama flotafor- ingja John Paul Jones, að sú ferð muni kosta $30,000— $50,000, auk /misleg annars kostnaðar, og þess utan sö það mjðg óvfst, hvort það sö hinn rétti lfkami, sem hér er um að ræða, geti vel verið, að seinni tímar leiði f ljós, að það sé líkami einhvers óþekts Fiakka. Ýms af blöðum þjóðarinnar álfta þetta, sem hégylju glapræði stjórnarinnar. — virðist ekki ókeimlíkt /msum fjár- mála vandræða ákvæðum íslands stjórnar. 8. M. 8. Askdal. Nýir kaupendur að Hkr. fá tvær góðar sögur í kaupbætir meðan upplagið hrekkur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.