Heimskringla - 17.08.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.08.1905, Blaðsíða 4
HEIMSKRlNGrLA 17. AGÚST 1905 WEST END 8ICYCLE Par eru seld þau sterkustu og fegurstu hjól, sem fáanleí? eru í Canada og langt um ódýrari en hægt er aö fá þau annarsstaóar i bæ þessum, ýmist móti mánaöar afborgun- um eöa fyrir peninga út í hönd gegn rífleg- um afslætti. Brúkuð hjól keypt og seld. Alíar aðgerðir á hjólum fljótt af hendi leyst- ar og vel og traustlega geröar. Einnig er selt alt, sem f Slk þarfnast til viðhalds og aðgerðar á hjólum. Gleymið ekki staðnum. 477 Portage Ave. JO\ THOKNTDINSSOSr WINNIPEG Verðlaun fyrir bezt frumsamin sönglög send Islendingadagsnefnd- inni blutu: 1. verðl. Gulinsteinn Eyjóls- son............$10.00 2. “ Hjörtur Lárusson. 5.00 Dómendurnir sendu nefndinni svohljóðandi dómsákvæði: “We, the undersigned, after careful study, have found tbe following named compositionS to show the most originality anc best musicianship: No. 2 l'irst Prize No. 1 SSecond Prize. Steingrímur K. Hall Gísli Jónsson.” En lögin voru tölusett f hendur dómendanna, eftir f>eirri röð, er þau bárust nefndinni, svo að verð- launin féllu eins og að framan er sagt. Islendingadagsnefndin v o 11 a r hérmeð þakklæti, öllum f>eim, er nendu lög til samkepni, og vonar að þeir allir unni dómendunum þess sannmælis, að þeir hafi dæmt eftir beztu vitund og þekkingu. Stór flokkur innflytjenda kom hingað 6 sunnudagskveldið var; þeir voru hátt á annað hundrað talsins, flestir frá Bretlandi og Sví- þjóð og nokkrir Gyðinear. Aðeins 20 manns urðu hér eftir, hinir héldu áfram vestur til Battleford, Regina og Sidney. Þeim leist mjög vel á landið eða það af f>ví, sem þeir þegar höfðu augum litið. I vikunni sem leið munu hafa komið hingað um 200 innflytjendur. Þeir héldu einnig tafarlaust áfram,lang- ar f löndin vestra. Presturinn Th. Fossum, frá Du- luth, Minn., heilsaði upp á oss núna f vikunni. Hann er norskur maður og hefir dvalið f Amerfku í 25 ár, en brá sér heim til fóstur- jarðarinnar fyrir 5 árum síðan. Hann er mjög á glóðum út af á- standinu heima á fósturjörð sinni um þessar mundir, en vonar, að Norðmenn geti algerlega losast undan Svíum, því að þeir hafi, um allan þeirra samverutfma, eigi haft annað en ilt eitt af sambandinu við þá, enda séu f>jóðirnar, þótt gamal- skyldar séu, einkar ólíkar, bæði að þvf, er kemur til skapferlis og lifn- aðarhátta. Hann telur það mjög nauðsynlegt, að Norðmenn og Sví- ar skilji í bróðemi, því að það sé þeim báðum fyrir beztu, og úr því engin hætta á, að nokkur misklfð rísi á milli þeirra, þegar hvor -þjóð in fyrir sig fái að búa að sínu. Hr. Sigurður Jónsson og sonur hans Sigurður, frá Hallson, N. D., voru hér á ferð í vikunni sem leið. Þeir dvöldu hér í bænum yfir ís- lendingadaginn og brugðu sér svo norður til Nýja fslands að heim- sækja frændur og vini. Þeir héldu heimleiðis aftur þann 8. þ,m. G. Thomas selur nú Gullstáss, Úr o.fl. ódyrar en nokkur annar Hvert laugardagskveld sel ég á uppboði, en svo þess á milli með sama verði og mér býðst á uppboðinu Vekjaraklukka, áður $1.25, nú. 6«c Áttadaga slag-klukka, áður $4.50, nú »2.25 Verkamannaúrin alþektu, með Waltham verki, áður $8, nú 4.50 Gullhringa, áður $4.00 nú...... Oö “ “ $3.00 “ ...... 1.50 Úrfestar, áður $3.50, nú...... 1.50 Silfur kökudiskar, áður $5, nú 2.50 Og alt annað eftir sama hlutfalli Ég þarf að flytja ekki síðar en í september, en heíi $12,000 virði af vörum, er ég þarf að losa mig við Q. THOriAS - - 596 Main Street Herra Páll M. Clemens, bygg- ingameistari, kvæntist þann 15. þ. m., Miss Laufeyju Goodman, bæði til heimilis hér í bæ. Bróðir hans, séra Jón Clemens, gaf f>au saman 1 hjónaband að heimili foreldra brúðgumans. Þau héldu sfðan sama dag af stað í skemtiferð suð- ur í tíki. Heimskr. óskar hinum ungu hjónum allrar hamingju. Fáeinir af þeim, sem unnu verð- laun á íslendingadeginum 2. ágúst hafa enn ekki vitjað þeirra til mín, og vil ég biðja þá, eða foreldra þeirra barna, sem í hlut eiga, að sækja pessi verðlaun, sem allra fyrst. Eg er æfinlega heima kl. 7 til 8 á kveldin. M. Pétursson, 787 Notre Dame Ave. Þann 20. júlf voru gefin saman í hjónaband þau hr. Ólafur Frfmann og Miss Guðrún Johnson, frá Clark- eigh P.O. í Álptavatnsbygð, Man., af séra Rögnv. Péturssyni. Einnig þann 30. f. m. voru f>au ar. Einar E. Einarsson og Miss Þóra Margrét Kristjánsdóttir Ey- :brd, frá Pine Valley, Man., gefin saman f hjónaband í kirkju Únftara safnaðarins hér f bænum, af séra Rögnv. Péturssyni. Heimskringla óskar báðum þess- um hjónum allra framtfðarheilla. Munið eftir auglýsingu hr. G. Thomas, sem er prentuð á öðrum stað í blaðinu. Það er enn hægt að komast að mjög góðum kjör- caupum hjá hr. Thomas, þrátt fyr ir hina miklu aðsókn, er hann hefir á hverjum degL Hr. Magnús Ólafsson í Lundar P.O. kom hér á skrifstofuna í fyira dag. Hann hefir dvalið hér við vinnu í bænum f 3 mánuði og held- ur nú heim, til pesa að sinna hey- skap á landi sfnu. Þann 4. þ.m. setti umboðsmaður stúkunnar Heklu Mr. S. Vigfússon, eptirfarandi meðlimi í embætti fyr- ir komandi ársfjórðung: F.Æ T., P. S. Pálsson; Æ. T., Wm.Anderson; V.S., MissA. Jóns- dóttir; G. U.T., G. Árnason; R., I. Nordal; A.R., Jóh. Sveinsson; F.R., B.M Long; G., S.Björnsson; K , Miss G. Kristjánsson; D., Miss S. Jóhannesson; A. D., Miss A. Oddson; V., Mr. L. Thomson; U. V., Mr. H. Bjering. Núverandi meðhmatala stúkunn- ar er 351. Paul Creighton, unglingspiltur, einkasonur móður sinnar, sem er ekkja hér í bænum, druknaði í Winnipeg-ánni, þar sem nefnt er White Mud River á miðvikudag- inn var, Hann hafði tekið sér skemtiför þangað f sumarfrfinu. 5r þetta því tilfinnanlegra fyrir >að, að hér er gamla sorgarsagan, sú, að þessi piltur var einkasonur móður sinnar, sem er ekkja. Maður nokkur, John Ferrier, að nafni, dó á laugardaginn var á al- menna spítalanum hér af áverka, er hann fékk við það að detta nið- ur stiga f Dingwall Block, hér í uænum, fyrir viku síðan. Lfkið var flutt til Portage la Prairie. Þar átti þessi maður heima og var þar í heldri manna röð. í kveld (fimtudag 17. þ.m.) kl. 8 talar hr. Sigurður Sigvaldason í í sunnudagsskóla-salnum í 1. lút- ersku kirkjunni á Nena stræti hér í bænum. Allir eru hjartanlega vel- komnir og beðnir að hafa með sér fslenzkar sálmabækur. Fjölmenn- ið nú Islendingar! Steinhleðslumenn hér í borg- inni gerðu verkfall á mánudaginn var. I broddi fylkingar gengu þeir, sem vinna áttu við steinlagningu í C.P.R. hótelið nýja. Aðrir koma að líkindum á eftir. Vanséð um málalok. Tveir drengir, annar 10 en hinn 12 ára, stórmeiddust um hádegis- bilið á laugardaginn var. Þeir voru að kasta púðurkerlingum hér niður á Notre Dame Ave. Þeir voru biðir fluttir á spítalann og er tvísýnt um lff peirra. — Góð við- vörun fyrir fslenzku drengina hér, að fara varlega í þessu efni, og allra bezta viðvörunin þð fyrir ís- lenzka foreldra, að gefa börnunum sínum aldrei cent til þess að kaupa þetta hættulega leikfang. Hveitikaupmenn og bankamenn leggja af stað héðan úr bænum hinn 19. þ.m. til pess að líta yfir uppskeruna og semja um kornkaup í öllu Manitobafylki og Norðvestur- landinu. Talsverður áhugi er nú í mönn- am, að vita, hvernig þeirri ferð reiðir af, þar eð þessir menn gefa skýrslur um tvent: Vöxt uppsker- unnar í sambandi við gæði korns- ins og þar að auki verðið á hveit- inu. E. H. Rodgers, bygginga-um- sjónarmaður hér í bæ, telur, að byggingaleyfi séu nú veitt fyrir 8 millfón dollars virði af húsum hér í borginni. I fyrra, um þetta leyti, námu það að eins 7 millfón- um dollars. 1 eða 2 þægileg herbergi eru til leigu að 789 Beverley Street. Húseigendur á Gertie St. hér í bænum, og par f grendinni, sporna af alefli móti f>vf, að George M. Jackson veitist leyfi til, að setja upp vínfáng á heildsöluhús þar, eins og hann hefir sótt um. Þeir segja, að sig langi ekki til að sjá “Central Park” svívirtan með því, að þarliggi fullir dónar með brenni- vfns pitlurnar sfnar. Það muni fæla alla heiðvirða menn, konur og börn frá, að heimsækja þennan stað, sem annars sé svo unaðs- legur. Það er blindur maður hér f borg- inni, sem venjulega kemur hér á hverju sumn. Hann stóð á laugar- daginn kl. 8 um kveldið niður á James og Main strætum og beidd- ist ölmusu á vanalegan hátt. Það gekk dræmt nokkuðað fáá diskinn. En þá gengur þar að blaðadrengur, sem ekki hefir nema aðra hendina, fer ofan í vasa sinn og lætur 25c á diskinn. Þá varð uppi fótur og ftt á öllum, sem nærstaddir voru. Allir létu nú eitthvað af mörkum og þessi eini peningur vesalings blaðadrengsins bæklaða varð til- efni til þess, að blindi maðurinn fékk rúma 12 dollara á diskinn sinn á stuttum tíma. Á laugardaginn var vildi það óhapp til f einu hótelinu hér í bæn- um, að stúlka ein f Sáluhjálpar- hemum fékk billiard kúlu beint framan í sig í sama bili, er hún kom inn, til þess að selja blöðin sfn. Stúlkan féll strax í rot, firjár tennur brotnuðu í henni og hún var strax flutt nálega meðvitundar- laus burtu. Rúmföst liggur hún ennþá af þessum áverka. Stúlkan heitir Miss Scott. Á laugardaginn var fældist hest- ur úti fyrir dyrunum á búð hr. W. J. Boyd, brauðsala, á Aðalstrætinu. Það sem fældi hestinn voru nokkr- ir sjálfhreifivagnar (Automobiles).: Hann sleit sig lausan og stökk upp á gangstéttina. Fjöldi manna stóð þar á horninu, sumir gátu forðað! sér, en aðrir féllu niður. Tvær: konur meiddust lítið eitt, en ann- ars varð hræðslan meiri en meiðsl- in, og einstakt lán, að ekki varð 1 meira úr. Keyrara vantar. Stöðug atvinna og gott kaup. Menn snúi sér sem allra fyrst til S. Thorkelsson, 738 Arlinfjton Street. _________________ í Fáein pund af góðum æðardún eru til sölu hjá Skúla Skúlasyni,! 659 Alverstone St., Winnipeg, á; $4.00 pundið. K W KUHIV C'ontractor A Itnililer 364 iíoss Ave. TVinnipeg Leggur gangstéttir og tyrfir fyrir fratnan hús; girðingarsérstaklega 31. ég. Kennara vantar við Laufásskóla, No. 1211, frá 15. September til 15. December 1905. Tilboð, sem tiltaka mentastig og æfingu sem kennarar, ásamt kaupi,! sem óskað er eftir, verða meðtekin | af undirrituðumtil 25. Ágúst næst- j komandi. Geysir P.O., 15. Júlí 1905 BJARNI JÓIIANNSSON, 17 8 ritari. i f Steingrimur K. Hall PIANO KENNARI' # 701 Victor St, Winnipeg Thorsteinn Johnson, Ffólíns-kennari - 543 Victor St. 1-12 tf Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall 1 Norðvesturlandin Tíu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar. teunon & Hebb, Eieendur. Avarp TIL FISKIMANNA. Eg hefi jafnan miklar byrgðir hér i Winnipeg af góðum, þungum blýsökk-1 um til að selja yður, fyrir 3J cents pd. | Ég borga einnig 4 cents fyrir pundið í gömlum rubber-skóra og stígvélum, 8 cents fyrir pundið af koparrnsliog 2cts. fyrir pundið af ullartuskum. Það borg- ar sig að verzla við rnig. B. Shragge, 396 Princess St., Winnipeg, Hið bezta gerpúiver er eflaust BLUE RIBBON BAKING POWDER Fylgið reglúnum nákvæmlega. — Og geymið verðlauna-miðana. — 3 miðar í hverjum punds-pakka. — Verðlaun- um er iitbýtt á King St., Winnipeg. Hyersvegiia farið þér niður í Aðalstræti til þess að kaupa járnvöru ÞEGAR pér getið notið hagfeldari viðskifta hjá G lenwright Bros. 587 Notre Dame Ave. Fullar byrgðir af ]>eim orðlögðu Sunlight Stoves og Ranges 8Zhjið„ís ásamt allskonar járnvarningi öðrum. Einu umboðsmenn fyrir Winnipeg og Vesturlandið. ggffgfftgfgff— Oddson, Hansson & Vopni Tel. 2313 55 Tribnne Bldg. Agnes Street 40 feta breiðar lóðir að eins $575-oo Beztu kaup í borginni! Alfhan Place lóðir á $65. $10 niðurborg- un, afgangurinn eftir samn- ingi. Rentulaust í eitt ár. fef n 11 11 i ocoooccoo»ooc90ooi>coooootocee»c«ieoe»»ooeoooooooo oocooeooewweeeoeoooooooooeoooeoo 00000000 «000woea FREDERICK BDRNHAM, forseti. GEORGE D. ELDRIDGE, varaforseti ok tölfræðingur. Mutual Reserve Life InsuranceGo OF NEW YORK. Mikil frainför f auknum ábyrgðum árið 1904: Abyrgðarsjóður í höndum New York Ins. deildarinnar (á hvert ábyrgðar-skýrteini) 3. jan. 1905 ;.$ 4,397,988 N/ ábyrgð tekin og borguð árið 1903 .......... 12,527,288 Ný ábyrgð tekin og borguð árið 1904 .......... 17,868,353 Aukning borgaðra ábyrgða................ $5,335,065 Aukning trygðra ábyrgða fgildi árið 1904 .... 6,797,601 Aukning trygðra ábyrgðarhafa 1904 ....... 5,833 Aukning nýrra ábyrgðar-iðgjalda 1904 ..... $128,000 Lækkun borgaðra dánarkrafa 1904 ................ 119,296 Borgað alls til meðlima og erfingja...........$61,000,000 Hæfiv menn, vanir eða óvanir, geta fengið uraboðsstöður með beztu kjörum. Ritiðtil “ AGENCY DEPARTMENT”, _ Mutual Reserve Bldg., 307—309 Broadway, New York ^••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••mS í * * * t t * R. L. RICIIARDSON forseti. R. II. AOUR varaforseti CHAS. M. SIMPSON ráðsmaður ► w The IVinnipeg Fire /nsurance Co. J \ | l >• Aðalskrifstofaj ^INNIPEG, MAN. Félag þetta vill fá íslenzka uraboðs- menn í ö'lum nýlendum íslend- inga i Canada. L. H. MITCHELL, Secretary. spmmnmmm mmmmmmrrr | HEFIRÐU REYNT ? £ DPF.WPV’.S - IREDW00D LAGER EDA EXTRA P0RTER. Við áb.yrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og LJÚFFENGAST4, sem fæst. Biðjið um það uvar sem þér eruð staddir Canada, Edwurd L. Drewry - - Winnipeg, Slanntactnrer A Importer, mmmmi immmm mmmm muiiiiiummm

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.