Heimskringla - 31.08.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.08.1905, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ T. THOMAS lslemknr kaupma8«r selur K«»l ok Elilivl«l Afgreitt fijótt og fullur m«lir. 537 Ellice Ave. Phone 2620 : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ T. THOMAS, kaupmaður nmbotssali fyrir ýms vorzlunarfélöff t WinnipeK og Austurfylkjunum, af- ÍraiSir alskonar pantanir Islendinga ■ r nýlendunnm, þeim að kostnaðar- lausu. Skrifíð eftir upplysingum til ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ | 537 Ellice Ave ♦ Winniþeg ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦: XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 31. ÁGtJST 1905 Nr. 47 PIANOS og ORGANS. Heintzman & Co. Pianos.-Bell Orgel. Vér seljum med mánaðarafborgnnarskilmáium. J, J. H- McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. Um póstmál. Árni Eiprtsson 671 ROSS AVENUE Ikeiu 3033. W'innipeg. Eg hefi til sölu lot á Beverly St. norðan við Sargent að vestanverðu fyrir $850.00. A Arliugton St. fyrir $10 fetið. “ Alverstone St. fyrir $10 fetið. “ Victor St. fyrir $16 fetið. “ Maryland St. fyrir $23 fetið. “ Agnes St. fyrir $15 fetið. “ Furby St. fyrir $24 fetið. “ Williaui Ave. $14 fetið. A Notre DameAve. 33x198 ft. til Winnipeg Ave. Grjafverð $25 fetið. Nó hefi ég uóg af ueningum að Una út á góð hús. Eldsábyrgð, Lífsábyrgð. Komið og liafið tal af mér. Arni Eggertsson 0£8ce: Room 210 Mclntyre Blk Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. FRIÐARHORFURNAR. Það hefir verið örðugt að fá á- kveðna vissu um friðarkosti þá, er Japanar settu Rússum, En nú hefir friðarnefndin samþykt, að op- inbera kröfurnar og samþyktir þær, sem gerðar hafa verið. Rússar iiafa gengið að þvf að riðurkenna yfirráð Japana yfir Coreu. að báðir milsaðilar hafi sig algerlega á burtu úr Manchurfu og hafi par engan her framvegis, en gefi þann landshluta hinum réttu eigendum, Kínverjum, f hendur; Rússar afsala sér öllum rétti til Liao tangans, Port Arthur, Dalny og Blonde og Eliott eyja. En aðal- atriðunum í kröfum Japana, sem sé að fá herskip Rússa á höfnum hlutlausra þjóða og eignarrétt á Sakhalin eyjunni ásamt yfir þúsund millfón dollara í lierkostnað, — eru Rússar alveg mótfallnir og setja þvert nei fyrir að ganga inn á þau. segjast hvorki láta af hendi lðnd né lausa aura, þar sem þeir séu engan veginn yfirunnir og hafi næga peninga til að halda áfram hernaðinum í heilt ár ennþá. Að vísu geta nú Rússar ekki fengið peningalán á heimsmarkað- inum til þess að halda áfram liern- aði, en keisarinn hefir tekið upp það ráð, að þröngva rússneskum auðmönnum til að selja rfkinu í hendur 200 millfónir dollara af fé sem þeir eiga fyrirliggjandi, gegn 5 próeent árlegum vöxtum. Að vfsu láta blöð Rússa illa yfir þessu tiltæki, en auðmenn og bankastjór- ar verða að beygja sig undir vald- boð keisarans, sem kveðst heimta féð með liörðu, ef þeir vilji ekki góðfúslega af liendi láta. Til þess að miðla málum liafa Japanar boðið að láta af kröfunni nm lierskip Rússa, en heimta Sak- halin eyjuna, sem þeir bjóðast svo til að selja Rússum fyrir jafna upp- hæð og herkostnaðar krafa Japana nemur. Ef Rússar vilja ganga að þessu, þá bjóðast þeir til að slá stryki yfir herkostnaðar kröfu sfna. En Rússar vilja ekki heldur ganga að þessu, segja það sé sama sem að gefa eyjuna Japönum í liendur eða að borga þeim fullan lierkostn- að. Þeir bjóðast á hinn bóginn til að borga rfflega fæðispeninga fyrir þá 100 J>ús. rússneska fanga, sem nú eru f Japan. Þetta segja þeir sé nóg með því sem Japanar fái yfirráð yfir miklu járnbrautakerfi þar eystra, sem bygt hafi verið á kostnað Rússa. Af 12 kröfum Japana liafa Rúss- ar enn ekki gengið að nema 8, og þar við situr. Friðarhorfur eru því mjög óvænlegar, en f næsta bl. verður væntanlega hægt að segja ákveðið hvortofan áverður: friður eða strfð. Sú frétt berst, er blað vort er að fara f pressu, að friður sé sam- inn með Rússum og Japönum. Nákvæmari fréttir í næsta blaði. Múrsteins-leggjarar í Regina hafa gert verkfall fyrir kaupliækk- un. Þeir fengu 50c um kl, tfmann, en heimta nú 60c. Verkveit- endur neita um liækkun. — Landstjórinn yfir þeim hluta Austur Afrfku, sem heyrir undir Wzkaland, hefir sent stjóm sinni beiðni um mann-hjálp af þvf líf þýzkra borgara þar f landi sö f veði. — Tvö lierskip hafa verið send þangað, og mikill her verður settur þar á land til að vinna sveig á fbúunum. — Póllendingar liafa gert al- ment verkfall um land alt sem mótmæli gegn þeirri ákvörðun Rússnstjórnar, að þeir fengu enga hlutdeild að hafa í þingmálum þjóðarinnar. Kosakkar hafa ver- ið sendir til að sefa Pólverjana og og hafa drepið nokkra þeirra en varpað öðrum f fangelsi. — Blaðið “Minneota Mascot” hefir með nýliðnu 14 ára afmæli sfnu stækkað að miklum mun og er nú mjög myndarlegt blað. Hkr. óskar ísl. ritstjóra þess, G. B. Björnson, allra heilla með þetta fyrirtæki hans. — No'rska þingið liefir veitt stjórnmni leyfi til þess að senda menn til Svfarfkis til þess að koma þar á friðsamlegum samningum við Svíana. um algjörðan aðskilnað ríkjanna. Síín af þeim Doukhobors sem á dögunum afklæddust og brendu föt sfn og gengu svo naktir um Yorkton-bæ að leita að Jesú, hafa ,\ erið dæmdir f 6 mán- aða fangelsi f Regina, og fluttir á fangahús þar. — Blaðið Free Press segir járn- brautar félög þau í Bandaríkjunum sem nú hafa fært niður flutnings- gjald á hveiti, viðurkenna að hafa orðið að liafa gera það í Dakota og Minnesota vegna flutningsgjalda ækkunar sem gerð liafi verið í Manitoba. Blaðið segir ennfremur, að þessi flutningsgjalda lækkun sö margra millíón dollara virði í vasa bændanna í þessijm rfkjum. Þetta er vafalaust sú langbezta viðurkenning sem járnbrautar- samningar Roblin - stjórnarinnar hafa ennþá fengið. — Prinsessa Infanta María Te- resa á Spáni, systir Sp&narkon- ungs, ætlar að giftast prins Louis Ferdinand frá Bavaria. Samning- ar um þetta liafa þegar verið gerðir af forráða fólki þessara persóna, en þau verða að hlýða — Fréttir frá Frakklandi segja lmngursneið meðal fiskimanna f Brittany, af þvf að Sardfnu fiski- veiðin hafi algerlega brugðist. 600 skip liafa komið )ieim als- laus eftir vertfðina, en 50 skip öfluðu nokkuð, en þó minna miklu en vonað var eftir. Beitan sem Frakkar nota kemur frá nýfundna- landi og koshir $10 tonnið. Hvert skip brúkar daglega eitt ton af .beitu, svo að tap þeirra sem lftið eða ekkert öfluðu varð voðalega mikið. Enda ervertíð þeirra talin sú versta er sögur fara af í Frakk- landi. —Kfnverjar f New York liáðu strlð f s. 1. viku; 4 menn voru skotnir og margir barðir til óbóta, og /ms hús þeirra voru skemd til muna. Lögreglunni tókstum sfðir að koma spektum á, — AliceRoosevelt, dóttir Roose- velts forseta Bandar., sem nú er á ferð með hermálaritara Taft um Manila Eyjar, lieflr fengið gifting- ar tilboð frá Sultan yfir Sulu eyju. Að vfsu á sá karl 6 konur sem liann býr með, en lét þó sem sér væri hugleikið að ná í dóttir forsetans. Ekki getur fréttin um, hvort svar hún gaf mót loónorði soldáns, en trúlegt þykir að ekki verði mikið af samningum. — Gyðingur einn frá Roumauia 107 ára að aldri, ferðaðist n/lega til Canada í kynnisferð til sona sinna sem hér búa, og er sá elsti 88 ára gamall. Oldungur þessi er hraustur á sál og lfkama, og er liann hafði lokið erindinu hjá sonum sfnum, hélt hann aftur til Jaffa og þaðan ætlar hann til Jerusalem og dvelja þar til æfiloka. — Skýrslur frá búnaðardeild Norðvestur-liéraðanna segja upp- skeru útlit þar liið bezta, og að þessa árs uppskera muni verða afar mikil. Engar skemdir nein- staðar af frosti eða riði. — Þyzkur prófessor f Berlin hefir stungið upp á því, að konur sé teknar inn f þýzka herinli. Hann hefir ritað um mál þetta í tímaritið “Nord und Sued”. Hann villláta hverja unga konu vinna 3 ár í hernaði, áður en þeim sé leyft að giftast. Hann telur rétt að konur séu í þessu tilliti liáðar sömu lögumog karlmenn, sem allir eru lierskildir á unga aldri. Einn- ig álítur hann rétt, að strax og konur heimta jafnrétti við karla, þá sé sjálfsagt að þær lúti sömu skyld- um; jafnt f liernaði sem f öðrum stöðum. — Doktor M. D. Rucker í Lund- únum, sem eitt sinn var millíóna eigandi, er nú orðinn gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar. Hann hafði tapað mestu af auði sfnum í kaupum veðreiða-liesta. — t'ngur svertingi var nvlega brendur á bili í North Carolina. Á þingi svartra Baptista var rætt um mál þetta, og komist að þeirri niðurstöðu, að maðurinn liefði unn- ið til þessa dauðdaga. — Þingið og stjórnin f Svfa-rfki hafa samþykt að semja friðsamlega um að skilnað Noregs og Svfþjóðar. — Brezkt gufuskip rakst á jap- anskt mannflutninga skip á jap- anska liafinu og sökti þvf. Á skip inu voru 160 japanskir hermenn sem allir voru meira og minna veik ir, — þeir druknuðu allir. — Voðalegar óeyrðir og hryðju- verk eru daglegir viðburðir f Elfsa- bethgrad og Alexandria héruðum á Rússlandi. Leigu bændur vaða um landið í stór fylkingum og brenna og eyðileggja eignir stór- landeigenda 6g auðmanna. Margir kaupmenn eru ýmist meiddir eða myrtir, og eignir þeirra teknar af þessum ferðamönnum. Járnbrautabrýr eru sprengdar og ýmislegur annar óskundi framinn. Bærinn Wernendfroosk var lagður í eyði; þar réðust vegfarendur á alt sem fyrir varð, ræntu verzlunar- húsin, stungu augun úr og skáru eyrun af kaupmönnum og brendu bæjinn. Hermenn voru sendir til að skakka leik þennan, en konni of seint til að verða að liði.— — Minto lávarður, sá er síðast. var landsstjóri í Canada, hefir ver- ið gerður að landstjóra yfir Ind- landi. Canadizku blöðin f austur- fjikjunum. og enda sum hér vestra, eru óvæg yfir þessu; segja I manninn als óhæfan sem stjórnara og vona að slíkur komi aldrei ti Canada framar. Þegar Lord Minto fór frá Canada, fékk liann öflugt meðmæli og hóls ávarp frá rfkis- þinginu í Ottawa, sem lét f ljósi hrygð sfna yfir þvf að verða að sjá á bak svo mikilhæfum stjórnara. En nú segja blöðin, að þingið hafi ekkert annað meint með þessu, en barakurteisi,og að hólið um lands- stjórann hafi aðeins verið /kjur og ósannindi. IsLAND. Frakkar eru að byggja spftala á Vestmannaeyjum, sem á að rúma 9 sjúklinga. — íslenzkt smjör selt f Danmörku á 1 kr. pundið og lftið lægra á Englandi.—Kuldaróvenju- lega miklir á Suðurlandi síðast í júlf, en á Austurlandi með hl/jasta móti í alt sumar.— Islenzkir hest- ar seldir erlendis á 232 kr. að jafn- aði hver, 2 vagnhestar á 300 kr. hvor og dyrasti hesturinn í hópn- um fór fyrir 420 kr.—— Yerið er að koma upp barnahfceli f Reykjavfk og hafa ýmsir gefið rfflegar upp- hæðir til þess. — Þjóðminningar- dagur haldinn 2.ágúst í Reykjavfk. Lög afgreidd frá alþingi eru: 1. Um hækkun á aðflutningstolli, 2. Um stefnufrest frá dómstólum á Islandi til liæztaréttar, — í einkamálum. 3. Um ákvörðun verzlunarlóðar- innar í Yestmannaeyjum. 4. Um lögaldursleyfi lianda kon- um. 5. Um skyldu embættisma'ma, að sjá konum sfnum borgið eftir sinn dag. 6. Um hegning fyrir tilverknað, er stofnar hlutleysisstöðu rfkisins 1 hættu. 7. Um stækkun verzlunarlóðarinn- ar í Bolungarvík. 8. Um stækkun verzlunarlóðarinn- ar á Búðareyri við Reyðarfjörð. 9. Um heimild á lóðasölu fyrir Isa- fjarðarkaupstað. Frumvarp til laga tim afnám fóð- urskyldu Marfu og Péturs lamba var felt f þinginu. Mareoni loftskeytin hakla áfram að koma til Rvíkur, svo að segja daglega, og hepnast sendingin á- gætlega—Þýzkir ferðamenn komu í sumar til Islands á 2 skipum og eyddu miklu fé meðan þeir dvöldu í Rvík, keyptu frímerki fyrir á ann- að þús. kr. og bréfspjöld fyrir ann- að eins, gáfu holdsveikra spftalan- um 500 kr. — N/stárlegt er það í sögu íslands að á þriðja hundrað 'ijændur úr öllum kjördæmum sunn- anlands, hafa gert sér ferð til R.- vfkur, til þess að ná fundi Haf- steins ráðgjafa og mótmæla stefnu hans og stjórnarinnar í stórmálum þjóðarinnar. Fundur sá, er nefnd þessa stóra bændaflokks átti með ráðgjafanum fór fram 1. þ.m., og er svo sagt, að þá hafi margar þús. manna verið samankomnar í Rvík til þess að styðja málstað bænd- anna, sem gengtð höfðu frá vinnu um hásl&ttinn til þess að takast ferð þessa á hendur, af alvarlegum áhuga fyrir velferð þjóðlegra stór- mála. Tyær kröfur voru bornar fram fyrir ráðgjafann: 1) að hann hætti við ritsfmamálið og tæki loft- skeytatilboði Marconis, og 2) að stjórn og þing afstýri þeim stjórn- arfarlega voða, sem stafar a£ þvf að forsætisráðlierra Dana undir- skrifi skipunarbréf Islands ráðherr- ans, Ráðherrann gaf það svar, að hann vildi hvorugri áskoruninni sinna. Þá hrópaði mannfjöldinn úti fyri r fundarsalnum: “Niður með þá stjórn sem ekki vill hlýða þjóð- viljanum! Niður með ráðherrann!” Um þetta segir Fjallkonan, að “frá- leitt liafa nokkru sinni jafnmargir menn hrópað í einu liér á landi”, Ástæður ráðgjafans fyrir þvf, að neita að sinna áskorun bæmlanna voru: 1) að undirritun forsætisráð- herra Dana undir skipunarbréf ráðherrans setti landsréttindi ís- lendinga í enga hættu, og 2) að loftskeyti gætu ekki orðið send við dagsbirtu og væru þar að auki ó- tryggari en þráðskeytin, og 3) að ekki væri með þessari heimsókn sannað, að þjóðviljinn væri stjórn- inni andvfgur f þessum málum. En fremur kvaðst hann enga ástæðu finna til þess að fresta málinu eða að rjúfa þingið og leggja málið und- ir dóm kjósendanna. Síðar var haldinn fundur ndkill á Austur- velli og rætt um málið; voru þá marghrópuð sömu orðin og að fram- an er frá skýrt, og auk þess sungið þetta vers úr “fslendingabrag” Jóns Ólafssonar: “Og þeir fólar, sem frelsi vort svfkja”, o.s.frv. Það er og f vændum, að önnör sveit bænda úr kjördæmum norðan og austanlands muni gera ferð til R.- víkur til þess að mótmæla* gerðum stjórnarinnar í ritsfmamálinu. — Sendimaður Marconis í Rvfk segir, að jafn-auðvelt sé að senda skeyti á degi sem nóttu. KJAFTA-ÞING. Hræfuglarnir héldu þing heimskunnar á pöllum. sekan dæma sakleysing, smáflugl einn, er flaug í kring og söng um lielga svfvirðing sannleiksrómi snjöllum. Herjans mengi hefnda svangt heift lét enga sparða: sekt að fengi’ ei sýndist rangt, með sóp að flengja ei nógu strangt. Nokkrir gengu loks svo langt, að láta henging varða. Hrafninn rómi hásum, krá, liljóðs sér bað á þingi, fölskum glyrnum gaut á ská, glenti vélið búknum frá. hrokinn sat í sveppum á svörtum uppskafningi “Söngfugl þenna”. krummi kvað, “klerkar ættu að flengja, háðulegt þvf held ég að hatí straffið verðskuldað; fsjárvert þó ætla’ eg það ófétið að liengja. “Mfn er jafnan meining föst, mér það lfkar ekki, átt það getur eftirköst, ýmsir kalla glæpalöst, að skjóta jafnvel skógarþröst. Skárra ráð ég þekki. “Fann ég hvar hans fylgsni var fram á dal í vetur; ættum króa’ ’ann inni þar og af honnm reita f jaðrirnar, úr þvf kemst hann ekki par eða sungið getur. “Ekki mun hann oftar þá okkur verða að meini, hægt ér lfka eftir á af lionum snoðinn bjórinn flá, og átuna — nafnar! krá. krá, krá! kroppum svo f leyni.” Tillagan var krákum kær, “Kingo” frá eg þær syngi. Karlflokkurinn öskiaði ær a m e n, síðan skelti á lær. Fólin svo með flentar klær flugu af kjafta-þingi. Vígabarði. HKIJIISKKINGLU og TVÆR skemtilegar sögur E& nýir kaup- eudur fvrir að eins SIS.OO. Sfðustu rfkisskýrslur vfir póst- mál Canada yfir árið 1904 em bæði fróðlegar og skemtilegar. Hér era aðal atriðin úr þeim:- Tala pósthúsa í Canada 10.460; ala registéraða bréfa flutt með pósti, 5,986,000; tala bréfa án burð- argjalds 88,190,000; tala ailra bréfa flutt með pósti 259,190,000; tála póstspjalda 27,198,000; tala bréfa á nef hvert í ríkinu, 46.25, Af þessari bréfatölu hefir sent verið frá Manitoba og Norðvestur- landinu nær 30 millíónir, eða sem næst 52 bráf á hvert nef íbúanna. Vegalengd sú er bréfin vora flutt yfir var: Með járnbr. 19,756,019 mflur. Á ám og vötnum 1,324,512 mlr. í keyrsluvögnum á landi 16,- 129,121 mflur. Als 37,209,652 mlr Kostnaður við flutningin $6,306.- 420.00. Inntektir við fiutningin $6,001,636 00. Gróði als $304,784.00 Fyrir frfmerki og póstspjöld fékk stjórnin á árinu $5,636,746.00. Af registéraðum bréfum vora 135 send á dauðra bréfa deildina en 17,155 komust ekki til þeirra er þau voru send tii; af þeim voru 15,- 407 endursend til ritaranna ; aðeins 8 slfkum bréfum var stolið en 18 týndust algerlega. Als voru send á dauðrabréfa deildina á árinu 1,405,362 bréf og bréfspjöld og böglar og þessháttar póstflutninear og flestum þeirra varð komið til sendendanna. 35,243 peninga bréf með als $438,343.00 virði voru flutt með pósti á árinu. í þessum skvrslum. sem teknar eru úr “Statistical Year Book,” fyrir 1904 eru engar upplýsingar gefnar um tölu blaða sem gengió hafa með pósti — Þær fást í skýrsl- um póstmála-deildarfnnar fyrir það ár. Fjármálaskyrslurnar eru einnig fróðlegar. Inntekt rfkisins á árinu 1904 varð $70,669,817.00, þar af fyrir aðflutnings toll a innfluttum vörum $40,110,355 og fyrir innlands tolla $12,957,751. Als fyrir tolla $53,912,100.00. Útgjöldin urðu $57,266,928.00 og auk þess rúml. 15 inillfónir dollars. Yextir borg- aðir af þjóðskuldum $13,732,687. En þjóðskuldin er talin als $364,- 961,512.00, eða að fr&teknum rfkis- eignum $260,867,719.00. FyrLrspurn. Fyrir nokkrum árum síðan fór ungur piltur, að nafni Thorsteinn Thorsteinsson,liéðan úr bænum,suð ur til Mountain N. D., f vinnu til hra. Jóns Hilmans. Þar var hann nokkurn tíma. Það hefir sfð- ast fréttst til hans fyrir tveim ár- um síðan, að hann hafi J>á farið frá N. Dakota til Duluth, Minn. Skyldmennum hans f Winnipeg er ant um að hafa upp & honum. Þeir, sem kynnu að vita hvar Thorsteinn þessi er niðurkominn, era vinsamlegast beðnir að tilkynna það á skrifstofu Heimskringlu. •♦•'fc- MARKUSSON &. BENEDIKTSSON 205 Mclntyre Blk,, Winnipeg Telefón 41ö9

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.