Heimskringla - 31.08.1905, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.08.1905, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 31. AGÚST 1905. Heimskringla PCBLISHED BY The Heimskringla News & ing Company Ver6 blaBsins 1 Canada og Bandar. $2.00 um ári& (fjrrir fram borga8). Sent tíl Islands (fyrir fram borgao af kaupendum blaðsins bér) $1.50. Peniagar sendist I P. O. Money Or- der, Resristered Letter eoa Express Honey Order. Bankaávfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meo affollum. fólk, sem flutt var inn á pvf ári af ; hinum ýmsu gufuskipalínum, þvf | að North Atlantic Trading Co. flutti sj'álft enga hræðu. En það athuga- I verða og ísjárverða við viðskifti fé- j lags þessa við Laurier stjórnina er pað, að af þessum 183,009.99, sem | félagið fékk fyrir fólk flutt inn á I árinu 1904, hafði þvf verið borgað j á arinu 1901—2 $9,490.00 og á ár- I inu 1902—3 $34,553.33. Getur nú Lögberg eða nokkur annar frætt íslenzka lesendur 4 þvf, hvernig félag petta fór að beita þeim áhrifum á Laurier-stjórnina, sem gerðu þvf mögulegt að fá ár- um fyrirfram tugi þúsunda dollara borgun frá henni fyrir fólk, sem hinar ýmsu gufuskipalfnur kynnu að flytja til Canada á árinu 1904? Það tjáir ekki fyrir Lögberg, að tala um illmannlegar ákærur í pessu ' sambandi, því að hér er farið eftir ; opinberum skýrslum sj'álf rar stjórn- Illmannlegar ákærur segir Lög- jarinnar um Þessar fyrirfram borg- berg það vera, sem Heimskringla!anir- Þessi aðferð virðist oss líkj- hefir borið á Laurier-stjórnina f j ast mest pvf, ef nfi pegar væri veitt sambandi við innflutningsmálið. | *>org\m til ritstjóra Lögbergs fyrir að finna prentvillui f Heimskringlu árið rð09, án þess nokkur trygging væri fyrir pví, að að hann eða blað- ið yrðu ekki liðin Un<lir lok löngu Merorur málsins. En þetta er skökk skoðun hjá blaðinu. Heimskringlu-greinin um þetta mál var hógværlega rituð og studdist við rök, sem Lögberg hef- ir leitt hjá sér að hrekja. Það var þvf engin sanngjörn ástæða fyrir blaðið, að þykkjast við Hkr. út af þeirri grein, pó hfin leiddi athygli almennings að málefni, sem alla borgara rfkisins varðar, pví að út- gjöldin verða að koma fir þeirra vösum. Alyktun su, sem gerð var um verðlagsskrána á innflytiendum var í fullu samræmi við "bonus" borg- un stjórnarinnar til félaga peirra, sem flytja fólkið inn í landið. Þetta sést á bls. 26 í L-deild rfkisreikn- inganna fyrir fj'árhagsárið |til [30. jfiní 1904. Samkvæmt peim hefir stjómin ekki borgað neitt tiljþeirra félaga, sem hafa öutt Bandaríkja- menn til Canada. En fyrir fólk frá Englandi hefir borgað verið eins og blað vort sk/rði frá:' 82.00 fyrir börn, $3.00 fyrirjvinnukonur og í sumum tilfellum $4.00, en ekki er pess getið, hvort pessi mismun- ur á verði var bygður á mismun- andi frfðleik kvennanna eða Pyngd Þeirra og holdalagi, eða á ððrum einkennum. En sjálfsagt "hafa stjómarhöfðingjarnir í Ottawagert sér Ij'ósa grein fyrir þessu. Alls var borgað fyrir börn rúml. $2,600 og fyrir vinnukonur $1,088. Svo voru borgaðir rúmlega $14,400 til vmsra manna, er ferðuðust um Bandaríkin til þess að hlynna þar að fólksflutningi þaðan. En til brezkra gufuskipafélaga, sem fluttu fólk frá Englandi, var borgað rfiml. 42 pús. dollors, og það er tekið fram, að par sé borgað 7 shilling á hvern fullorðinn farpegja, en 3 sh <5 p. fyrir hvert barn Breta. Sömu leiðis er pess getið, að rfiml. þfis und dala þóknun hafi veitt verið brezkum "sub" eða undiragentum fyrir starf þeirra við innflutning til Canada. íslendingar eru f flokki ser, þvl fyrir pá borgar stjórnin til C.P.R. félagsins $5.00 fyrir hvern fullorð- inn farþegja og $2.50 fyrir hvert barn; og sama upphæð er borguð til Allan línunnar fyrir sama fólk- ið. Svo að hver fullorðinn Islend- ingur kostar stjörnina fulla $10.00, auk peirra $5.00, sem stjórnin borg- ar North Atlantie Trading Com- pany fyrir þá. Fyrir það fólk var á umgetnu ári goldið rfiml. $2000. En allar þessar upphæðir til sam- htis mega heita smáræði f saman- burði við þá upphæð, seui borguð var North Atlantic Trading Co. Það félag fékk fyrir árið 1904 alh 109.99, Þessi borgun var fyrir fyrir þann tfma. Eða ef íslend- ingadausnefndin skyldi taka upp á þvf, að afhenda Magnúsi Markús- syni rfflegar fj'árupphæðir upp f væntanleg verðlaun, sem honum kynnu að-* veitast fyrir ungbarna sýningu á komandi árum. Þar sem nú öll "bonus" borgun stjórnarinnar til allra gufuskipa- félaga og brezkra umboðsmanna og til útflutningafélaga á Bretlands- eyjum og til barna-uppeldisstofn- ana á Bretlandi, og til allra peirra manna, sem starf-a að fólksflutning- um frá Bandaríkjunum, og til C. P. R. félagsins, — þar sem nú alt þetta ekki nemur samtals meiru en $63,696.69, en North Atiantic Trad- ing Co. eitt fær $83,009.99, og af þeirri upphæð borgað árum fyrir- fram þá, feikna upphæð $44,043.33, — þá, er hér full ástæða til að at- huga, hvernig á sambandi félags pessa við stjórnina í Ottawa stend- ur og hversvegna ráðgjafarnir eru svona vænir við þetta sérstaka fé- lag, framar öllum öðrum félðgum. En að þvf er snertir auglýsingar og annan þess konar kostnað, pá eru þau fitgjöld almenns eðlis og geta ekki tileinkast :'bonus" borg- unum fyrir nokkurn sérstakan Þjóðflokk. Slfkur kostnaður nam f Banda- ríkjunum á umgetnu ári $112,717.- 94, í Evrópu $65,550.52 og í Can- ada $39,628.46. En enginn maður með viti mundi halda pvl fram í alvöru, að sá kostnaður f Canada væri gerður til þess, að auka inn- flutning í llndið, heldur er það meira gert til pess að hlynna að vissum flokksblöðum, eins og rfkis- reikningarnir Ifka s/na. Ekki heldur er allur prentkostn- aður stjórnarinnar í Bandarfkjun- um til þess eingöngu að auka fólks- flutning paðan. T. d. hefir Rand McNally félagið í Chicago fengið $60,486.63 fyrirprentun landabréfa, sem að miklu leyti eru notuð hcr í rfkinu. Og svo eru aðrar fitborg- anir, svo sem fyrir skýrslu af fundi Methodista f New York og árs- sk/rslu kirkjufélags f Milwaukee, sem ekki getur talist til innflutn- ings-kostnaðar. Svo er og almennur kostnaður við útflutninga talinn $35,181.50, og er honum jafnað niður á milli manna og félaga, bæði héi f landi og erlendis, og er af margskonar tegund: svo sem fyrir greftranir, flaggstengur, lampa, myndir og myndatðku, áhöld og fleira þess- háttar. Allur innflutnings kostnaður & pessu ári er talinn $744,788.50, en á siðasta ári var hann.rétt um heila millfón dollara. Það er þvf engin furða, þó nfi komi nokkuðjfleira fólk til Canada en á fyrri árum, þvl eftir þvf sem meira er eytt til að örfa innflutning í landið, eftir þvf er eðlilega árangurinn meiri, og það pvf fremur sem land þetta og frj'ósemi þess og annað ágæti er að verða meira þekt og viðurkent með ári hverju. Skilningur Lögbergs & því, sem sagt var um "Jósef Góðmenni", er j'afn rangsnúinn eins og ájjöðrum atriðum Heimskringlu greinarinn- ar. Þar var ekki með einu orði sagt eða látið f veðri vaka að mað- ur pessi væri íslendingur, pójjnafn- inu Goodman — góður maður — væri breytt í "Góðmenni", alveg eins og nafninu Joseph^var breytt f Josef. Meira telj'um vér óþarft að ræða um það mál að sinni. Þar semjlíka hver heilskygn lesandi gat séð og skilið, að maður pessi vann að þvf, að koma Austurríkismðnnum en ekki íslendingum á kjörskrá fylk- isins. Stjórnarbótin á Rúss- landi. Stjórnarbót heflr þegar verið lof að af sjálfum keisaranum. En svo eru ákvæðin ennpá ólj'ós og í lausu lofti, að enginn veit með vissu,hve mikið eða lftið verður rímkað um frelsi fólksins. En stjórnarbóta loforð keisarans er þó opinber og áhrifamikil viðurkenning pess, að nauðsyn sé á umbótum á stjórnar- fari landsins og að hægast sé að koma peim umbótum á með pvf, að fulltraar þj'óðarinnar ráði þar nokk uru. Ennfremur er og með þessu loforði keisarans það viðurkent, að úrlausn vandasamra alþyðumála fari betur í höndum pjóðfulltrú- anna, heldur en f höndum núver- andi stj'órnar eingöngu. Það er því með þessum loforðum til umbðta æði langt spor stigið f áttina til pess að sætta þj'óðina við kj'ör sín, fylla hana framtfðarvon- um og ðrfa hana til nytsamra fram- kvæmda. Fyrsta ráðgefandi þing á að koma saman í j'anúar næstkomandi og hafa 250 þjóðkosna fulltrúa úr öll- um héruðum Rússlands. Rússland er afarstórt ríki og umfangsmikið svæði að stj'órna, svo að ekki verður með sanngirni heimtað af ráðgjöf- um keisarans, að þeir séu nákvæm- lega kunnir högum íbúanna í hin- um ýmsu hlutum ríkisins og hvað helzt parf að gera þeim til hagræð- is og þjóðlegrar eflingar. Það verður pví fyrsta verk hinna kosnu þjóðfulltrúa, aðfræða stjórn- ina um hið sanna ástand f hinum j^msu hlutum rfkisins og að benda á, hvað gera þurfi pj'óðinni til þrifa. Keisarinn hefir lofað slfkum f ull- trúum fullu málfrelsi tíl skyringa og ráðlegginga og til að bera upp frumvörp til laga, en sjálfur heimt- ar hann að hafa óskert úrskurðar- vald eins og að undanförnu. Svo að f raun réttri heldur einveldið áfram óbreytt og alls engin full- nægjandi trygging er fengin fyiir því, að f nokkru verði farið að ráð- um pingmanna. En á hinn bóginn eru þó lfkur til. að svo verði að einhverj'u leyti, pvf óhugsandi er, að keisarirín hafi stofnað þetta þing í öðru skyni en þvf, að fræðast svo af ræðum pjóðfulltrúanna, að hann gæti sniðið sti'órnarathafnir sínar sem næst almennings óskum og þörfum. Það má lfklega gangaaðþvf vfsu, að stjórnarskráin verði næsta ófull- komin f byrjun og stjórnfrelsið að- eins brot af þvl, sem verða ætti. En eins má vænta, að með vaxandi reynslu verði gerðar hagfeldar um- bætur á stj'órnar-fyrirkomulaginu, svo að það með tfð og tfma geti orðið viðunandi og betra miklu en nú á. sér stað. Þessar umbætur hlj'óta að miklu leyti að verða komnar undir pví, hve vel alþýða Rússlands vandar til f ulltrúa sinna. Kj'ósi hún gáfaða og mentaða þjóð- vini — pjóðfrelsisvini, til að fara á þingið, þá má góðs vænta. En verði þj'óðin óheppin í vali sfnu, pá er tvísýnt, Iivort betur er farið, en heima setið. En svo ber jafnan að vænta pess bezta og vfst m4 trúa kjósendunum til þess, þótt mikill grúi þeirra séu ómentaðir, að hafa allan vilja á, að svfkj'a ekki sj'álfa sig í valinu. Því þeir hljóta að gera sér grein fyrir pví, að undir því er einmitt komin framtfðarhag- s»ld komandi kynslóða. En hversu vel sem valið er til þingsins, pá er það f sjálfu sér ekki einhlýtt til þess að Hðlast hnossið, sem að er leitað, ef keisarinn er ekki sjálfur jafn þj'óðhollur og þeir, sem beztir finnast í rfki hans. Ef hann velur sór þjóðholla og frj'áls- lynda ráðanauta, eins og þá M. Witte og De Martens, eða aðra slíka menn, p& er góðs von. En neiti hann að fara að ráðum þeirra og láti sjálfur stjórnast af ofsafull- um hermálamönnum og prfvat vin- um, pá er ekki við góðu að búast. Það getur og komið fyrir, að sundrung verði í þinginu meðal sjálfra þjóðfulltrúanna, sem hindri hagkvæma samvinnu við keisar- ann og ráðgj'afa hans. Og pað er einmitt mjó'g hætt við slfku f byrj- un, þar sem þetta er f fyrsta skifti, sem opinberar umræður um stjórn- Tnál og þióðarhagi verða leyfðar á Rfisslandi. Það er hætt við, að þar verði ýmsir, sem ekki kunna sér hóf og þá getur svo farið, að beztu áform þingsins verði fótum troðin af stj'órninni. Þetta er mj'ög skilj- anlegt að geti í fyrstu komið fyrir f landi þar sem mönnum hefir um langan aldur verið með lfigum bannað að tala um stjórnmál og j'afnvel að hugsa um pað, ef annars væri mögulegt, að koma f veg fyrir það, pá fer jafnan svo, að hver ein- staklingur skapar sér sfnar sér- stöku skoðanir, án þess að eiga kost á að ræða um þær eða bera þær saman við skoðanir annara. Slfkar skoðanir hljóta að verða gagnólík- ar og einræningslegai, svo að ekki er að vænta göðs samkomulags á hinum fyrstu pingum meðan menn eru að veni'ast hver öðrum. Það er og hugsanlegt, að vi ð um- ræðurnar kunni svo að fara, að keisarinn finni ástæðu til að álfta þær hættulegar fyrir innbyrðis friðinn, og getur þá svo farið, að hann ,slfti þinginu og hefti mál- frelsi manna fit í frá. Þess vegna er það afar-nauðsyn- legt, að svo vel sé vandað til kosn- inga til þessa fyrsta þjóðþings, að þeir einir nái þar sæti, sem fult vald hafa yfir hugsunum sfnum og máli. Vér teljum víst, að framtfð þessa nýfengna stjórnfrelsis sé að mestu komin undir þvf, hve hyggi- lega pjóðin notar það. Ef þjóðin beitir kröftum sfnum einlæglega til þess að færa sér hið fengna frelsi sem bezt í nyt, þá má bfiast við — j'afnvel á Rússlandi samskonar rf mkun á stjórnarskránni eins og fslendingar fengu fr& Kristjáni konungi IX., pegar ráðgefandi þingi þeirra var breytt í Iðggefandi þing eða fult pingræði, og þá fyrst, en fyr ekki, má svo heita, að Rúss- ar komist í tölu stjórnfrjálsra pjóða. Því ritar presturinn svona ? Eftir Jiin Binarssnii, I 45. nr. Heimskringlu (17. ag.) er ritgerð eftir séra B. Thorarins- son um Islendingadagskvæðin f ár. Það var engin furða, pótt smekk manni, eins og séra Bj'arni óefað er, hafi oft fundist full ástæða, til að minnast á þessar ljóðahrtigur, sem mokað hefir verið yfir "land- ann" á þessum þj'óðhátfðum. Einni eða tveimur rekum minna hefði dugað þar öldungis eins vel. Hitt furðar mig, að nokkur lærður mað- ur skuli svo óhraustur í vissunni, að hann þurfi við hverj'a einustu setningu, svo að segja, að "slá úr og í" til þess að þóknast höfundum kvæðanna. Slfkt er engin "kritik". Það er betra að segj'a ekki neitt, heldur en að verða að breiða 10 orð ólfk yfir pað, sem hinjfyrstu 5 höfðu að geyma. Séra Bjarni get- ur gert betur en þetta. Eg]|liygg, að hann hafi "vilj'a, mál og|hugsun hæzta" til að skilj'a skáldskap betur en pessi ritgerð ber með ser. Kvæði Kristins Stefánssonar, Minni Islands, hygg ég að séjhans bezta kvæði um þetta efni og hefi pví eigi neitt sérlegt að athuga við umsögn prestsins í þá átt. Minni Vestur-íslendingal þykir mér fyrir að skuli vera eftir Þor- stein Þ. Þorsteinsson, pami af ungu hagyrðingunum hér vestra, sem ég hefi talið lfklegastan til að verða skáld f rettri merkingu pess orðs. Kvæðið ber ekki með sér "skáld"- skaparmerki á neinnjhátt, nema ef vera skyldi að kveðandi. Það er ekki laust við, að bregði fyrir 6- höndulegri scrvizku f þessum vísu- orðum: "Berum okkur allir vel, Allri kryppu vörnum" o.s.frv. Og ekki er þessi vísukafli sem höndulegast meðfarinn: "Stærra þarf en sterka hönd Stórt ef þarf að vinna'". þetta mætti segj'a liðlegar bundnu máli. í 6. 4. erindið f kvæði Þorsteins hefði honum sj'álfsagt verið létt um að vanda betur að hugsunar-samhengi og ef til vill — hugsun. Eg vfsa til erindisins sj'álfs. Klúðrið f sein- asta erindinu hefir séra B. Þ. minst á, og sleppi cg þvf hér pess vegna. Eg vona, að Þ. Þ. Þ. láti ekki sjá eft- ir sig svona lélegt kvæði aftur fyr en honum er fullfarið fram. Hann á hægt með að gera betur, og þvf vanzi, að "kasta svona höndum" til ljóða sinna. En þi kemur nú "tautologiska" kvæðið hans M. Markússonar. *Kg veit ekki & hvaða tfma dags prest- urinn hefir lesið setninguna, sem hann dáist mest að og segir að sé "enda gullfögur": ? "Huldar gátur lffsins laga Leysir þú með nýrri tíð". Setningin er svo sem nógu hljóm- fögur, ekki vantar það! En svo skulum við sjá, hvað úr henni verð. ur sé hún ekki einangruð fit úr sambandinu við undanfarin "meg- in" atriði. Hver er pað, sem leysir huldar gátur Iífsins laga? Lesið þið stefið. piltar. Það er auðvitað C an ad a sjftlf, hin "mikla storð á vesturbraut", þar sem " gýgj'an drýgir vonarhlj'óm", sem ber "fleiri perlur (sic!), stærri blóm", þar sem ' "undir vonar ægishjálmi Yddur ljómar sigurhj'ör!". Sé þetta ekki botnleysa að viti til, þá er botninn | að minsta kosti lélegur. Magnús ætti að vera á fáeinum heræfingum! til þess að vita, hvort ekki þykir i að jafnaði hentugra, að stinga sverðsoddinum annarstaðar en undj ir hj'álm sigurvegarans að strfðinu | loknu. Samlíkingin er líklegal nokkuð bogin! Þá er þetta jafn- "gullfagurt" hj'á honum: "Skautið djfipa, skreytt af málmi • ("þar sem glóir gull í moldu") Skýrt ber vott um auðnu kjör". Hyggur "Mæk" að "auðnu kjðr" se eingðngu bundin við auðsvald, peninga, eða "óm af gvfgjustáli"! Sé svo pyrfti hann að fara heim og. læra betur. Sjáum hvort kvæðið hefði ekki dugað eins vel, ofurlftið styttra: 1. er.: "Sástu maður frjórri foldu Fleiri perlur(!), stærri blóm?" 3. er.: "Hvergi vfsir vermdur moldu Vefur stærri j'urtakrans". 1. er,:"Þar sem dafnar mey og mögur Mjúkt og hlftt við fóstur- skaut." 3. er.: "Aldrei skein á firða foldu Fegribraut hins unga mans". 1. er.: "Þar sem glöir gull í moldu, Gýgjan drýgirvonarhljóm". 5. er.: "Meðan geislar gylla moldu Gýgj'an drýgir frelsishljóm(!) Og enn — l.er.:"Þar sem dafnar mey og mðgur Mjúkt og hlýtt við fóstur- skaut". 5. er.: "Hvergi getur hrund né mðgur Hlotið betra móðurskaut"!!! Er ekki petta sama hugsunar- leysan tuggin upp og j'ótruð hvað ofan í annað? Og staðhæfing prestsins sfi, að M. Markússon sé "einhver sá bezti hagyrðingur hér vestra og þótt austur yfir hafið væri farið" er naumast til að auka dómgreindartil trfi. hðfundar henn - ar meðal þeirra, sem lesa kvæðið vakandi. Latfnu klausurduga þar ekki einvörðungu, pótt vér Vestur- Islendingar séum sæmilega að okk- ur í málfræðunum. Nei, það þarf meira en venj'ulegt fimbulfamb til þess að vera skáld; það er vfst alveg lífsómðgulegt, að vera vel gott skáld án hugsunar! Eitt er það, sem ég vildi mega minnast 6 f pessu sambandi: Það er almenningsálitið um Magnfis og Sfmon Dalask&ld, að þeir eiginlega séu eitt og hið sama, nokkurskon- ar tvíeining. Nei, það er nú önn- ur hugsunarvillan frá. Sfmoni heflr aldrei, mér vitanlega, verið brugðið um það, að hann væri gj'arn á að "stæla" aðra. Hann hefir ávalt þótt frumlegur, karlinn! Og hann hefir jafnan nógan nýjan pvætting fyrir hverja vfsu. En hér gengur s a m a bullið í gegn- um alt kvæðið, og p<3 lftur fit fyrir, að þetta sé Magnfisar "Vilji, mál og hugsun hæzta", sem "helgast" bezt með þessum búningi. Eg hafði eigi, fremur en aðrir, ætlað mér að segj'a neitt um pessi kvæði, þótt ég findi, að pess væri brýn þörf; en pegar ég sá dóm prestsins, sem ég álít helzt til hringlandalegan til að vera eftir j'afnfæran mann úr þeirri stöðu, — gat ég eigi á mér setið. Eg vildi gj'arnan sj& ljóðdóma og ritdóma eftir scra Bj'arna, ef hann hefir dj'örfung til að segja ftlit sitt hreint, óhikað og án pess að breiða yfir það, sem hann finnur að. Eg veit hann getur gert betur en p e 11 a, hvort sem hann fer af stað eða ekki. Við, smærri mennirnir, eig- um siðferðislega heimtingu á, að geta grætt fremur en tapað & pví, sem skólagengnir menn rita. Hitt veit ég ekki, hvort við eigum heimting á, að minna ljóðrugl berist út á meðal vor eða ekki, en óneitanlega væri það líklega sfi eina vöntun (ljóðrugls-skorturinn), sem beinifnis benti á framfðr f andans heimi. Sagði sig úr söfnudinum. Bóndi nokkur kom nýlega til prestsins sínsogbað hann að stryka nafn sitt fit af meðlimaskrá safnað- arins. Prestur undraðist yfirþess- ari bón bóndans og sagði viðhann: "Ég hélt þfi værir einlægur í trú- rækni þinni, vinur minn". "Já, ég hélt pað nú lfka um tfma", svaraði bóndi, "en nfi hefi ég komist að því, að það er ómögu- legt að þjóna guði meðan flugna- tíminn stendur yfir og maður þarf að mjólka 4 kýr tvisvar á dag. En pegar fyrstu haustfrostin koma, þá hefi ég hugsað mer að ganga aftur í söfnuðinn. En eins og nfi stend- ur á, verð ég annaðhvort að selja kýrnar eða að segja mig úr sðfnuð- inum, eða f priðj'a lagi að gerast hneyxlanlegur hræsnari." P rentsmiðja GÍSLA JÓNSSONAR er mí llutt a^ 530 Voiinjf Si reeí ok *ru allír. som þurfn að skrifa honum t'0* iskifta tíö hann á annan hátt, h*;Önir afl hafa í»etta i minni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.