Heimskringla - 31.08.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.08.1905, Blaðsíða 3
HEIMSKRLNGLA 31. AGÚST 1900 PALL M. CLEMENS. BYGGINGAMEISTARI. 470 Hlain St. WinnipeK. BAKEE BLOCK. BILDFELL i PAULSON 505 MAIN STREET selnr hús og lúöir og annast þar aö lút- andi störf; útvegar peningalán o. fl. Tel.: 2685 KJORKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum í Winnipegborg getið f>ið fundið út bjá G. J. GQODMUNDSSON 618 Langside St., Winnipeg, Man. Tl*Dominioii Bank Höfuðstóll, «».000,000 Varasjóður, «»,500,000 Allskonar bankastörf af hendi leyst SPARISJÓDS-DEILDIN tekur $1.00 innlag og yfir og gefur hœítu gildandi vexti, sem leggjast viö inn- stœöuféö tvisvar á ári, í lok júnl og desember. NÖTRE DAME Ave. BRANCB Cor. Neua St | T. W, BUTLER, Manager A. G. McDonald &Co. Gas og Rafljósaleiðarar 417 main St. Tel. »14* Þeir gera bezta verk og ódýrt og óska eftir viðskiftum íslendinga DUFF & FLETT PLUMBBRS Gas & Steam Fitters. 604 Notre Dam« Ave. Telephone 3815 ’PHONE 3668 Sm&aðgerðir fljóttog vel af headi levstar. fldams & Main Pl IIMRIMC iND HEATIHC 473 Spence 5t. W’peg Kennara vantar við Baldur skóla, frá 15. september til 15. Desember n. k. — Umsækj- endur tilgreini kaup og kenslustig, og sendi tilboð sfn, fyrir 20 ágúst n. k., til 6r. G. Martin, Sec. Treas. Baldur School, Hnausa P. 0.. Alan. 4t. Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 488 Toronto Street Bonnar & Hartley Lögt'ræðingar og landskjalasemjarai Room 617 l’nion Bank. Winnipeg* R. A. B0NNER. T. L. HARTLIT, Nýir kaupendur Heimskringlu fá sögn í kaupbætir. Undarleg kenning. Herra ritstjóri! Þann 20. þ. m. birtist grein í blaði yðar með fyrirsögninni ‘Flug- urnar’. Mér kom til hugar, er ég las f>á grein, hvort höf. ekki ósjálf- rátt findi til f>ess, að eitthvað hlyti að vera ósamræmt í kenningu lians viðvíkjandi nytsemi flugnanna. Hann bendir á, að f>ær gefi orsök til iðnaðar fyrir tugi f>6s. manna, og að þær séu bein orsök til þess, að auka atvinnu í öllum siðuðum löndum; og er þar bent á allar þær iðnaðargreinar, sem aukast við það, og ennfremur bent á, að ef f>að væri ekki beinlínis fyrir flugurnar, þá væri fjðldi manna með fjölskyldur sem ekki gæti haklist við í land- inu. Það er þá fyrst að athuga, að höf. leggur hér áherzluna á aukna vinnu og þá fyrirhöfn, sem flug- urnar orsaka. Þarafleiðandi verður að álykta, að þess meiri, sem fyrir- höfnin er og aukning vinnu, þess meiri verði velsæld yfir höfuð. — Þess vegna verður að skiljast, að ef flugurnar minkuðu að mun eða eyðilegðust, f>á yrði fyrirhöfnin, sem af þeim stafar, afnumin, og þá hlytu tugir manna að bíða afar- tjón og fjölskyldur þeirra mundu deyja vegna skorts á fæði, klæðum og húsnæði. Látum oss nú athuga f>etta dálit- ið betur. Það birtist nýlega ágæt ritstjórnargrein í Hkr. móti vín- drykkju, og var þar bent á alt f>að Ijóta, sem ofdrykkjan hefir í för með sér. Litlu síðar birtist önnur grein um f>au heimskulegu pen- ingaútlát, sem fóik bakar sér við greftranir l&tinna vina og ætt- menna sinna, og var f>ar serstak- lega tekið fram, að fólk ætti að gæta meira hófs og hlaða ekki upp skuldum, sem oft væru svo látnar óborgaðar, og með þvf gerðu menn sjálfum sér og öðrum afartjón, Eg dáðist að þeirri grein, f>vf hún var bygð á heilbrigðri skynsemi frá byrjun til enda. En eitt er hér aðgætandi, a§ sú skoðun er ósam- ræm og kemur í bága við kenn- inguna í flugnagreininni. Látum oss nú athuga, hvortekki er svo. Ef alt það, sem eykur fyr- irhöfn vora og með því neyðir oss til að framleiða margt, sem vér án flugnanna gætum án verið, er þá ekki auðséð, að víndrykkja á sama hátt eykur fyrirhöfn og neyðir oss til að framleiða óteljandi muni, er menn mundu alls ekki þurfa að framleiða, ef víndrykkjan ekki ætti sér stað. Hve mörg hundruð þús. hafa ekki atvinnu við öl og vfn- bruggun og við byggingu þeirra húsa, sem vfn atvinnuvegurinn krefst, og alla þá, er búa til vélar, sem við það eru notaðar, og flöskur og glös og brúsa og allskonar önnur áhöld. Ug hvað er um allan þann fjölda, sem hefir atvinnu við vínveitingar, og alla þá, er vinna f námum og skógi til f>ess bæði að grafa upp málma og kol, höggva við, saga hann og hefla? Og hvað um allar fjölskyldur allra þessara manna, sem lifa af atvinnu þeirra? Væri ekki eins hægt að heimfæra, að án vfndrykkju gæti ótal menn ekki haldist við í landinu? A lfkan hátt má heimfæra við- vfkjandi öllum þeim fjölda, er liafa stöðuga atvinnu við að smíða dýr- indis lfkkistur, og alla f>á, er vinna við að smfða silfurskildi og hand- arhöld og skrúfur. Hvað um allan þann fjölda, er búa til dýrindis leg- steina og sorgarbúninga, og alla f>á er búa til kransa og rækta blómst- ur, sem nemurafarmiklufé? Hvað yrði um fjölskyldur allra þessara manna, ef þeir mistu atvinnu sök- um þess, að fólk liætti að leggja eins mikið út fyrir greftranir? Gætu þeir, er nú vinna að öllu pessu, sem að mestu er óþaríi, þá haldist við f landinu? Hvernig stendur nú á þvf, að víndrykkja er álitin óþarfi og böl, og að afarkostnaður við útfarir er skoðaður á sama hátt og sem endi- lega þarf að linekkj^, þar sem svo óteljaudi fleiri hafa atvinnu við það, heldur en við að smfða flugna- verjur? Ef það er meiri fyrirhöfn, sem vér sækjumsteftir, f>á ætti ein- mitt meiri vfndrykkja og meiri kostnaður við greftranir að vera oss í hag. Sama mætti t.d. segja um innbrotspjófnað, f>ar eð liann eykur oss meiri fyrirhöfn. Hugs- um oss alla f>&, er hafa vinnu við að vakta hús og allan þann fjölda, er vinna við að smíða allskonar rafmagnsáhöld til að verjast inn- brotspjófnaði. Hvernig fengju fjölskyldur þeirra manna haldisti við f landinu, ef ekki væru inn- brotsþjófar, og aftur mætti hið sama heimfæra viðvfkjandi familf- unum. (Niðurl. næst). Magnús C. Brandson. MÓTSPYRNA. Þegar ég las greinina eftir P. S. Pálsson í Heimskringlu 27. júlf, þá skrifaði ég strax grein og skolaði unglingnum dálftið um kollinn Ritst. Hkr. lofaði að birta greinina í blaðinu, en svo sá hann sig um hönd og vildi ekki láta blaðið flytja hana. Hann hefir ef til vill haldið, að bað f>að væri Páli heldur heitt. Nú horfir málið öðruvísi við, þvl nú eru þegar tveir búnir að tala máli Hagyrðingafélagsins í Hkr. og sfna það ljóslega, að grein Pils hefir ekki annað verið en illgirnis- leg ósannindi og þvaður. Það væri því “að bera f bakkafullan lækinn” fyrir mig, að fara að skrifa máli Hagyrðingafélagsins. Vitaskuld er langt frá, að Páll með öllum sfnum hroka sé svara- verður. En af því, að hann tók sér fyrir hendur, að lýsa prívat lífl mfnu, f>á segi ég nokkur orð, J>ví að orðrómur sá, er hann sp/r, getur kveykt illan grun hjá ókunnugu fólki, — og til þess hefir eflaustT verið ætlast af höfundarins hálfu. Þótt allir skynsamir menn finni fljótt, af hvaða rótum grein hans er runninn og álíti liana sem ómerk ómaga orð, skrifuð í bræði þegar maðurinn kunni ekkert lag á að stjórna skapi sfnu og sendi heimsk- una í blöðin eflda og ákafa eins og fjörviltan eldishest á vordegi, >— en skynsemin situr dottandi heitoa á hyllu, grúskandi f>ar í tólf ljóða- bókum, sem Páll Skarphéðinsson hefir ekki fjarri hendi, til þess að lita f, J>egar hann yrkir kvæði sín til þess að forða þeim frá að verða lik kvæðum J>eim, sem þær geyma. Siíkt er fyrirmyndar varkárni! Dylgjur Páls eða brixlyrði um, hvað gangur minn liafi óhreinn verið, bíta mig ekki sárt. En fœri hann ekki neinar röksemdir fyrir þvf, f>á lýsi éghann ómerkan mann, og getur f>á þessi liður talist til slúðursagna hans, eins og megnið af því, sem f áminstri grein hans er. Páll segir, að ég hlaupi “götuna þar sem hún sé óþokkalegust”. Já, honum geri ég að vita það, þvf ég fór einungis Páls eigin braut. En ég vissi ekki fyrri en hann auglýsti það sj&lfur, að hún væri svona óhrein. P.S.Pálssonsegir: “Egfyrirmitt leyti veit, að hann er rnaður, sem af illgimi og ásettu ráði reynir alt af og á allar lundir, að sverta mannorð náungans”. Þessu fylgja engar röksemdir fremnr en öðru hjá Páli, og verði liann ekki búinn að færa fram gild- ar sannanir fyrir J>essu illmæli, sem liann á mig ber, innan hálfs- mánaðar eftir að þessi grein birtist á prenti, f>á ber að álfta hann af- hjúpaðan, ærulausan mannorðsþjóf og erkilygara. P. S. Pálsson skorar á mig að sanna, að annar maður hafi skrifað ritgerð þá, sem liann las upp á stúdentafundi 1 vetur. Litla ástæðu finn ég hjá mér til þess, að verða við þessari áskorun, meðan Páll sjálfur ber ekki á móti því. En til J>ess að geðjast P&li mínum sem bezt, þá skal ég segja honum f>að, sem hann veit betur en flestir aðrir, að Styrkár Véstemn skrifaði áminsta ritgerð, sá sarni, sem orti hin stórfenglegn eftirmæli eftir “Hörðakára”, sem sálaðist út úr Hagyrðingafélaginu. Eg kom til hans, f>egar hann var að skrifa ritgerðina, og las hann mér hana. Ef Páll vill fá f>etta betur vottfast, f>á eru nægileg rök fyrir hendi til J>ess, Páll hefði átt að vera svo skyn- samur, að gera Jætta ekki að frek- ara umtalsefni, og J>egja um J>að þó hann skorti nú drengskap til þess að ganga hreinlega við J>vf. Af þessari viðureign okkar Páls geta lesendur blaðanna séð, hverj- um okkar er tamara að sverta ná- ungann. Nú þegar ég er að lúka máli mfnu, læt ég Pál vita, að órök- studdu slúðri og rógburði mun ég ógjarnan svara framvegis. Ekki svo að skilja, að ég hræðist brfxl- yrði hans, f>vf hann mundi finna það, að ef ég berðist án J>ess að hlífast, að J>á mundu jafnvel hans óærlegu blóðdropar verða fulllieitir og hann ef til vill verða 1 bjargar- skorti, þó hann sé J>að ekki nú. Hjálmur Þorsteinsson. N/ir kaupendur Heimskringlu fa skemtilegar sögur í kaupbætir, ef þeir borga fyrirfram. P.O. Box 514 Telephone 352Q Skrifwtofa: 30-31 Sylvestcr-Willson Chambers 222 McDermot Ave., Winnipeg N. J. MATTHEW, B.A, L1,B, Lögfrmðinaur, Málfarslumaður Atsalsbrjeta semjari, Nótaríus Á KXI ANDERSON les lög lijá Mr. Matthews og mun góöfúslega greiöafynr lsleudingum, er þyrftu á málfærzlumanni aö halda. F W KUHIV C'ontrai'tor & Knililer »64 Kons Ave. WinnipeK Leggur gangstéttir og tyrfir fyrir framan hús; girdingar sérstaklega 31. Ag. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall 1 NorÖvesturlandin Tlu Pool-borð.—Alskonar vln ogvindlar. Lennon & Hebb, Eieendur. Búðin, sem aldrei bregst STORFELD með 20 pró- ccdI afslætti 1 næstkomandi 10 daga gefnm vér 20 próeent af okkar vanalega söluverði á allskonar skó- fatnaði karl og kvenna. o.s.frv. Komið strax meðan lir mestu er að vel.ja. Milli Pacific og Alexander Ave. r: Hardy Shoe Store ‘T. L.’ Cigar 1 er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : WESTERN CIGAR FACTORY Thos. L.ee, eigandi. 'WINnSriPEG. i. BÚA TIL myndir og m y n d a- 1J "4J 4Htramma< myndabrjóstnálar, myndahnappa og h&ls- og úrmen. Fólk getur fengið hvaða --------- myndir, sern það Aðalumboðsmaður meðal Islending i: vill í þessa hlnti Wm. PetersOH, 120 JnnoSt.. Wpeg. og með lfflitum. Department of Agriculture and Immigration. KAUPAMENN eru ad koma Manitoba bœndur! Semjid nu um kaupamenn! Fyrstu kaupamanna lestir fara frá Austur- fylkjunum þann 19. ágúst og koma til Winni- peg þann 23. s. m. Aðrar kaupamanna lestir fara að ausran eins og hér segir : Frá Ontario 29. ágúst og 2., 4. og G. sept. Frá Quebec 8. september. J. J. GOLDEN, 617 Kain Sti'eet, Winnípeg BOYD’S ‘MACHINE- MADE:’ BRAUD eru altat eins, bæði holl og gómsæt í í Allir íslend- i n g ar í A m e • riku ættu að kaupa ‘Heimir’ Kostar $1.00 yfir árið. Kemur út einusinni á m&nuði hverjum í stóra tfmarits broti 24 bls. að stærð. Innihald margbrotið og skemti- legt, sögur kvæði, ritgjörðir, kyrkjutfðindi, æíiágrip merkra manna með myndum osfrv. Af- greiðslustofa: “Heimir.” 555 Sar gent Ave., Winnipeg, Man. Ef þú vilt fá brauð, þá er hægast að láta þá vita það gegnum tele- fóninn, núm- erið er 1030 Heimskringla er kærkom- inn gestur á Islandi. DOMINION HOTEL 52S3 ST. E. F. CARROLL, Eigandi. Æskir viðskipta fslendinga, gisting ódýr, 40 svefnherbergi.—ágætar máltlðar. Detta Hotel er gengt City Hall, hefir bestu vlföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauðsynlega aö kaupa máltíöar sem eru seldar sérstakar. A Hkr’. eiga þessir bréf: Mrs. Christín Magnúsdóttir, Mr, T. G. Wardale, 541 Ross Ave., Mr. T. H. Vigfússon. Vér viljum losast við þetta. Thorsteinn Johnson, Ffólíns-kennari - 543 Victor St. 1-12 tf Avarp TIL FISKIMANNA. Eg hefi jafnan miklar byrgðir hér í Winnipeg af góðum, þungnm blýsokk- um til að selja yður, fyrir 3J cents pd. Eg borga einnig 4 cents fyrir pun iið í MARKET HOTEL 146 PRINCESS ST. A mrtti markaCmim P. O’CONNELL, eigandl, WINNIPEG Beztu tegundir af vfDföngum og vindl- um, aðhlynoing góð og húsið endur - b*tt og uppbúið að nýju gömlum rubber-gkóra og stígvéium, S cents fyrir pundið af koparrusli og 2 cts. fyrir pundið af ullartuskum. Það borg > ar sig að verzla við mig. B. Shragge, »66 Princess St., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.