Heimskringla - 28.09.1905, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.09.1905, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 28. SEPTEMBER 1905 Heimskringla POBLISHED BY The Heimskringla News 4 Publish- ÍDg Verö bla&sins 1 Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgað). Sent til lslands (fyrir fram borgaÖ af kaupendum biaösins hér) $1.50. Peningar sendist 1 P. O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Búreikningar. Islenzki málshátturinn “ Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi”, er einn sá eftirtektaverðasti sannleik- ur, sem nokkru sinni hefir sagður verið. Hann er jafn-sannur og við- eigandi í öllum löndum og 4 öllum tfmum. Enginn íslenzkur máls- háttur ber f sér sitt eigið sannana gildi betur en þessi gamli máls- háttur. Hann er ætfð jafn-sannur og jafn-gildur, og á og þarf að vera á vitund hvers einstaklings kyn- slóð fram af kynslóð, alt til heims- ins enda. Unga fólkinu, sem er að segja skilið við föðurhúsin og byrja bú- skap á eigin reikning, þarf að gera sér ljóst sannleiksgildi þessa máls- háttar, og það þarf að gera hann að búskaparlegri stefnuskrá sinni og haga búskap sínum samkvæmt sannindum þeim, er hann hefir að geyma. Hverjum þeim manni, sem byrjar bú eða hjúskaparlff, þarf umfram alt að verða það ljóst, að undir stjórnsamlegri tilhögun búskaparins er komin velgengni þess bús, er hann hefir stofnað til og á að veita forstöðu. Honum þarf að vera Ijóst að honum beri að leggja fram sinn ódeildan skerf til þess, að það þjóðfélag, sem hann er hluti af og starfar með, geti blómgast og eflst og vaxið æ þvf meir, sem betur er búið á hverju sérstöku heimili. En velgengni búsins er háð þvf lögmáli, alsvarð- andi og órjúfandi lögmáli, að jöfn- um höndum sé beitt dugnaði til nytsamlegra framkvæmda og hóg- lega sparsamlegri meðferð þess fjár sem aflað er, að sífeldlega sé vak- andi auga haft á þvf, að útgjöld búsins séu þeim skorðum bundin, að þau séu aldrei nema í bráðustu nauðsyn látin yfirstíga inntektir þess, heldur séu gerð svo miklu minni sem mögulegt er, og með hæfilegri hliðsjón af þvf, að mætt sé öllum sanngjörnum þörfum bús- ins. Þetta gildir jafnt fyrir þá, sem búa úti á landi og hina, sem hafast við í borgum og bæjum 4 handafla sfnum eingöngu. Iðjusemi, óþreytandi iðjusemi, er fyrsta skilyrði hverjum þeim, er vill auðgast. Það er lífselixír eins og letin er dauði. Maðurinn er þannig gerður að eðlisfari, að hann má aldrei óstarfandi vera. Þess vegna er það nauðsynlegt, að taka sér strax þá stefnu, að starfa að þvf einu, sem gefur vissan og lífvæn- legan arð. En forðast umfram alt annað iðjuleysi,af þvl það leiðirtil örbyrgðar og út á glapstigu freist- inga og ófarsældar, og hefir eyði- leggjandi áhrif 4 manngildi ein- staklingsins. Iðjusemi þar 4 móti örfar jafnt lfkama og sálarkrafta mannsins; skapar ánægju og ró- samt hugarfar, glæðir og styrkir alt það göfuga og góða f eðli hans og veitir honum tiltrú og virðingu meðborgara hans. I einu orði: það miðar til þessað gera manninn' sælan. Ungi maðurinn, sem byrjar bú eða hjúskap, þarf að vera sér þess meðvitandi, að á honum e i n u m hvflir skyldan, að sjá konu sinni og börnum fyrir óaðfinnanlega sæmilegu lífsuppeldi, og að hann á engan rétt til þess, að kasta þeim áhyggjum á herðar öðrum með- borgurum sfnum. Og hann gerir það alls ekki, ef hann er heiðarlega sinnaður maður. Konunni ber og að leggja fram krafta sína til þess að fara svo vel með efni þau, er bóndi hennar fær- ir í búið, að sem mest megi úr þeim verða. Hún verður að gera sér Ijóst, að velgengni búsins er að mjög miklu leyti komin undir hag- sýni hennar og innanhúss stjórn- semi. Eitt mikilvægasta atriðið f allri bústjórn, er sparneytni, eða það, að forðast öll óþarfa útgjöld. Því hversu sem afurðir búsins eða handafli mannsins gefa mikið af sér, þá er skyldan órjúfanlega sú, að gæta allrar hófsemi f meðferð fengins fjár. Stefnan á að vera, að auka bústofninn árlega, eins og unt er, eftir að hafa séð um að fullnægja þörfum konu og barna og þess arinars, er búið þarf með. Til þess er mannsæfin, að menn 4 ávaxtaárunum leggi í forða- búr til elliáranna. Þvf allir eiga í vændum að eldast og lýjast,og þeg- ar starfsþrótturinn bilar, og vinnu- arður mannsins minkar að sama skapi, þá er ánægjulegt og friðsælt að vera sér þess meðvitandi, að á- vaxtaár æfinnar hafi notuð verið til þess að búa f haginn fyrir elli- árin. Hver sá maður, sem van- rækir þessa skyldu, hann svfkur ekki aðeins sjálfan sig og þá, sem eru handbendi hans, heldur einnig land sitt og þjóð, með því að gerast á elliárunum handbendi þjóðfélags- ins, í stað þess að geta verið sjálf- stæður styrktarmaður þess. í raun réttri á slíkur maður ekki siðferðislega heimtingu á aðstoð annara, þar sem hann með van- spilun sinnihefir vanrækt að hjálpa sjálfum sér. Það er sönn lífs- reynsla allra manna, að guð hjálp- ar þeim, sem hjálpar sjálfum sér. Þvf hæpið mun verða fyrir þann að treysta jafnvel á drottins hjálp, sem sjálfur gerir litla eða enga tilraun til þess að bjarga sjálfum sér. honum til að átta sig 4 þvf, hvort inntekta vanhöldin eru að kenna iðjuleysi sjálfshans,eðaþví aðhann hafi eytt þeim tíma í iðjuleysi og gálauslega, sem hann hefði átt að verja til arðberandi starfsemi, — eða þau orsakast af öðrum og ófyr- irsjáanlegum ástæðum, sem hann gat með engu móti gert að eða ráð- ið við. Við slfkt yfirlit reikninganna geta bóndinn og húsfreyjan svo séð, hvar og hvernig laga má til batnaðar, svo að jafnvægi komist á það, sem aflaga hefir farið. En til þess þarf hann að hafa einbeitt- an vilja á að fylgja starfsemdar og sparsemdar reglunni, og að koma tekjum sfnum og útgjöldum f það horf, sem geli tryggingu fyrir vax- andi bústofni og velgengni. Enginn hlutur er jafn áreiðan- lega viss að kenna hinum unga bónda þann veg, sem hann á og þarf að ganga til vaxandi velsældar eins og búreikningurinn, sé hann færður rétt og samvizkusamlega, og iðulega yfirskoðaður með þeirri föstu ákvörðun að nota hann, sem vegvísi til framtfðarumbóta í bú- stjórninni. Þessi regla, að halda réttan bú- reikning, er svo árfðandi og affara- sæl hverjum húsráðanda, að hún ætti að vera brennimerkt í huga hvers manns og frá henni ætti ald- rei að vfka. Sé henni framfylgt á hann hátt og með þeim ásetningi, sem bent hefir verið á hér að fram- an, þá er hún áreiðanlegur varð- engill, sem verndar fyrir hinum Ijóta óhófslesti, sem ekki aðeins étur upp öll stundleg efni manns- ins, heldur einnig alla andans ró- semi og framtfðarvonir. Maður- inn þarf sffeldlega að hafa það hug- fast, að það er miklu örðugra, að afla fjárins en að eyða því. Að afla fjárins krefst stöðugrar starf- semi og sjálfsafneitunar, krefst skyldurækni við sig og fjölskyldu sfna og þjóðfélag sitt, — krefst 1 einu orði sannrar manndáðar. En ekkert af þessum eiginleik- um þarf til þess að eyða fénu. Til þess útheimtist ekkert annað, en hugsunarlítið, léttúðarfult og kæru- lítið hugarfar, það er að segja til óhófssamrar eyðslusemi, þvf eng- inn telur það fjáreyðslu, þótt fénu sé varið til innkaupa nytsamlegra hluta, eða einhvers þess, sem lfk- legt er að gefa af sér meiri arð heldur en sjálfir peningarnir geta gert. Þess regna er skyldan til auð- safns eins helg og órjúfandi eins og vissan um aukinn aldur og þverrandi starfskrafta og lffsfjör er áreiðanleg. En eins og sparsemisskyldan er: mikilvæg, eins er henni vandfylgt! og meðalhófið þar sem annarstaðar vandratað. Mðnnum er svo undur gjamt, að gefa fýsnum sfnum og óhófskröfum altof lausan taum, án nokkurs tillits til þess, hvort þær kröfur séu þfirfum þeirra sam- kvæmar eða fullnæging krafanna sé holl eða affarasæl, — að mikill f jöldi manna einmitt með þvf bak- ar sér skort, armóð og áhyggjur! strax á ávaxtaárum sfnum og að | sjálfsögðu einnig á elliárunum. Ef mögulegt væri að fá þá, sem 1 byrja búskap, tii þess að halda dagbók yfir öll útgjöld og inntektir 4 ári hverju, þá væri mikið unnið. Með þvf fengist áreiðanlegt yfirlit yfir meðferð bús og vinnuafurð- anna í heild sinni og yfir sérhvem! lið í hinum ýmsu útgjalda og inn- tekta greinum. Með því móti get-1 ur hinn ungi bóndi séð á öllum! tfmum ársins, hvar vanhöld hafa orðið á inntektum og hvar óhófs- semi hefir verið rfkjandi í útgjðld- unum. Slfkir reikningar hjálpa1 Þeir menn em alt of margir, sein aldrei lœra að þekkja og meta giidi peninga og eyða þeim svo f al- gerðu hugsunar og kæruleysi, en sjá lftið eða ekkert í aðra hönd. Verða svo leiðir 4 lífinu, tapa þvf af heilbrigðu ráði og rænu, sem þeir nokkurn tíma höfðu, og kenna öllu öðm um ógæfu sfna og basl en sjálfum sér. Þeir níða svo sem mest þeir mega landið, sem þeir búa í og stjóm þess, loftslag, tíðar- far, verzlun og umfram alt auðfé- lðgin. Þeir telja þau mesta drep fyrir land og lýð, en án þeirra gætu þó margir þessara manna ekki hafst við í landinu. Og svo er þess að gæta, að auðfélögin halda nákvæma búreikninga og gera þær umbætur á starfsaðferð sinni ár eftir ár, sem reikningar fyrri ára s/ndu, að nauð- synlegar væru til aukinna hags- muna. I þessu liggur leyndar- dómur auðsafnsins. Það sem auð- félögin gera, það getur hver maður gert, þó f smærri stfl sé. Ýmsir eru þeir sem kenna svo nefndri óhepni um alla sína ógæfu. En þetta er rangt. Gæfa manns- ins byggist á vitsmunum hans og þekkingu. Eftir þvf sem hann hefir rneira af þessu hvorutveggju, eftir því vegnar honum betur. Því að góðum vitsmunum og sannri þekkingu fylgir jafnan fús og öfl- ugur vilji til þess að nota hvort- tveggja réttilega. Það er á allra þeirra vitund, sem j nokkuð þekkja til félagslffsins með- al landa vorra hér vestra, að þeir menn eru til, sem — ef þeir héldu nákvæman búreikning — mundu við ársins enda finna miklu stærri upphæðir í óhófs en nauðsynja dálkum búreikningsins. Þeirmundu þá sjá, að þeir hefðu á liðna árinu varið langt um meiru af inntektum sfnum til skaðlegs munaðar handa | sjálfum sér, en til nauðsynja fyrir! fjölskyldur sfnar. Væri nú nokkur veruleg mannræna f slíkum möDn- um, hefðu þeir nokkurt sannarlegt manngildi að geyma, þá mætti vænta þess, að þeir við yfirlit slfkrá búreikninga mundu finna hvöt hjá sér til þess að halda framvegis strangari reikningsskap við sjálfa sig, en þeir höfðu áður gert, og það gæfi von ef ekki vissu um bætta stjórnsemi í framtíðinni. Með því sem hér hefir sagt verið um nauðsyn sparseminnar, er eng- an veginn meint það, að maðurinn eigi að neita konu sinni og börn- j um alt það, sem þau geta frekast 4n verið. Það væri svfðingsskapur og níðingsháttur, þvf að hverjum manni ber að breyta svo við konu stna og börn, að hann ekki aðeins fæði þau, heldur einnig gleðji, og til þess útheimtast vitanlega ýmis- leg útgjöld, sem eftir strangasta mælikvarða mætti 4n vera. En hjá þeim útgjöldum verður þó ekki að öllu leyti komist. En slfk eyðglu- semi er eins afsakanleg eins og hún reynist óhjákvæmileg innan hóf- legra takmarka. Þó það sé nú almenn skoðun, að það sé sérstaklega verk mannsins að halda búreikninginD, þá er það um leið bein skylda konunnar, að hjálpa honum í þvf sem öðru, og að hafa eftirlit með, að það sé gert rétt og án undandráttar. Og hún ætti að sjá sinn eiginn hag í þvf, að lfta nákvæmlega eftir þessu, og enda að taka það verk að sér alger- lega, sé bóndinn of kærulaus eða trassafenginn til aðgeraþað. Kon- urnar geta og átt það vfst, að það verða þeir einir menn, sem neita að halda slfka reikninga, sem eru sér þess meðvitandi, að þeir hafa ástæðu til þess að dylja konurnar sannleikanum um útgjöld sfn. Hinir, sem engu hafa að leyna, munu þess fúsir, að hjálpa konum sfnum við reikningshaldið. Það er í því sem öðru, að þeir þekkjast af ávöxtunum, sem sýna trú sfna í verkunum. Fjölskylduföðurnum þarf að skilj- ast, að vinnulaun hans og búsinn- tektir eru f raun og veru ekki hans eigin eign, heldur geymslufé, sem honum ber að standa konu og börnum reikningsskap 4, því að það er þeirra eign alt eins vel og hans, og hann á sem ráðsmaður þess að sjá um, að því fé sé vel og hyggilega varið. Það er því ekki aðeins það, að hann hafiengan sið- ferðislegan rétt til þess, að verja fé búsins illa, heldur er þar um að ræða verulegan þjófnað á ómynd- ugra fé. Og sá þjófnaður er að þvf leyti verri en annar, að fénu er stolið frá nánustu ástvinum, sem ennþá hafa ekki náð þeim þroska, andlegum eða líkamlegum, að þeir geti sjálfir verndað rétt sinn og eignir. Engin lúalegri eða glæpsamlegri hugsun ‘getur hreyft sér í huga nokkurs manns en sú, að honum sé leyfilegt, meðan börn hans eru enn 4 unga aldri og ófær til þess að vernda rétt sinn að nokkru leyti, — að nota tfmann til þess að sóa öllu því fé, sem hann kemst yfir, til þess að vera alveg viss um það, að börnin hans geti aldrei notið neins góðs af inntektum búsins. Slíkar hugsanir þurfa að sópast burt úr hugum manna, og þær eru alls ekki í hugum ærlegra og rétt- hugsandi manna. Hver maður þarf að gera það að brennandi sannfæringu sinni, að alt sem hann aflar sé eign konu og barna, sem honum vegna stöðu hans er trúað fyrir að geyma og ávaxta. Til þessa eiga konur að hvetja bændur sfna, og fiestar þær, sem ekki eru algerðar tuskur, hugsun- ar og skeytingarlausar um eigin velferð og barna sinna, — munu gera það að meira eða minna leyti. Flestir menn eru svo gerðir, að þeir kref jast röksemda áður en þeir láta sannfærast. Búreikningarnir eru öflugustu röksemdirnar, sem hægt er að hugsa sér, og þeir ættu að vera einhlýtir til þess að sann- færa menn. Við nákvæmt yfirlit reikninganna geta þeir séð ástand búsins og um leið yfirlit yfir breytni sína og stjórnsemi á liðnum árum. Mútur o» þjófnaður. Ibúar Winnipeg borgar mega þakka blaðinu “Tribune” fyrir það að því hefir tekist að leiða óhrekj- andi rök að þvf, að mútur og þjófn- aður sé allmjög rfkjandi f sambandi við bæjarstjórnarverk hér í Winni- peg og að þessu hefir farið fram svo árum skiftir. “Tribune” hefir f sl. tvo mánuði stöðugt skorað á bæjarstjórnina, að hefja rannsókn í máli þessu, en það hefir að þessum tíma reynst árangurslaust. Fulltrúar hinna ýmsu deilda f bæjarstjórninni virð- ast hafa samtök til þess að þegja mál þetta fram af sér og gera ekk- ert í því. Hvort þetta kemur til af því, að bæjarfulltrúamir vilja fyrir vinsemdar sakir við hina á- kærðu verkstjóra bæjarins hylma yfir glæpina með þeim, eða það stafar af meðsekt þeirra f þessum glæpum, er ennþá ómögulegt að segja. En svo mikið er vfst, að þeir með þessu aðgerðaleysi gefa beina uppörfun tfl þess að þetta háttalag haldist við og mútur og þjófnaður haldi áfram óhindrað 4 kostnað borgarbúa. Það er alveg óskiljanlegt, hvað ráðvöndum ráðsmönnum gæti geng- ið til þess að vera ófáanlegir til að láta rannsaka til hl/tar eins alvar- legar ákærur eins og blabið “Tri- bune” hefir fært fram móti ýmsum verkstjórum bæjarins. Og jafn- óskiljanlegt er það, hversvegna bæjarstjórnin vill ekki sinna þess- um kærum að neinu leyti, úr þvf það er nú fullsannað, að ákærurnar eru á rökum bygðar. Þann 21. þ.m. flytur blaðið “Tri- bune” svolátandi yfirlit yfir kærur þær, sem fram hafa komið: 1. Að í sl. júnfmánuði hafi einn af verkstjórum bæjarins fengið alfatnað, húfu og par af skóm fyrir að veita mönnum bæjar- stjómarvinnu. 2. Að á föstudaginn'næstan eftir hafi kona verkstjórans fengið silkitreyju og pils og par af skóm og fleiri vörur frá sama kaupmanni, sem lét bónda hennar í té vörurnar sem upp eru taldar f fyrsta lið, — þetta var einnig borgað sem þóknun un til vqrkstjórans fyrir vinnu- veitingu. 3. Að það séu margir vinnumenn bæjarins, semjborgi verkstjór- unum 50c á viku til þess að fá að halda vinnu sinni í þarfir bæjarins. 4. Að tímahaldari bæjarins hafi fengið regnkápu, par af skóm og ‘rubbers’ og alfatnað frá kaupmannijá LoganJAve., sem skerf hans aUmútuféJjþví, sem menn urðu að borga verkstjór- unum. 5. Að ýmsir menn vinni nú fyrir bæinn, sem hafi orðið að borga $5 hver til verkstjóranna fyrir að fá bæjarvinnu. 6. Að það sé nálega ómögulegt að fá bæjarstjómarvinnu, nema þvf að eins að borga verkstjór- um bæjarins fyrir það, og svo að auki 50c á viku til þess að fá að vinna áfram. 7. Að í sl. júnímánuði hafieinum verkstjóra verið borgaðir $35 fyrir að veita 7 mönnum sum- arlanga atvinnu. 8. Að einn maáur hafi orðið að verja $50 til ölfangakaupa til þess að komast ekki í ónáð hjá einum verkstjóra bæjarins. 9. Að yfir $300 hafi verið borg- aðir með bankaávfsunum til verkstjóranna til þess að veita ýmsum Gyðingum bæjarvinnu. Nöfn verkstjóranna á þessum ávfsunum sýna að þeir hafa fengið þessa peninga. 10. Að ýmsir menn hafi borgað verkstjórunum frá $3 til $5 hver til þess að fá bæjarvinnu, og að málfærzlumaður bæjar- ins hafi f sfnum höndum sum- ar þær ávísana borganir, er sýni sekt verkstjóranna. 11. Að einn af verkstjórnm þeim, sem nú vinna fyrir bæinn, hafi dregið undir sig til eigin af- nota byggingavið og aðrar eignir bæjarins. 12. Að einn keyrslumaður hafi flutt 3 vagnhlöss af húsavið, er var eign bæjarins, til Rosser og selt viðinn manni nokkrum þar, alt samkvæmt fyrirskipun eins verkstjóra bæjarins. 13. Að bóndi einn í Lorette hafi borgað einum verkstjóranum $10 eða $15 til þess að fá vinnu fyrir hesta sfna, sem ekki voru vinnufærir. 14. Að einn af verkstjórunum hafi beðið mann að þegja yfir því, sem hann kynni að sjáathuga- vert, þvf þeir þyrftu allir að græða peninga. 0 15. Að cement og annað bygginga- efni hafi ekki ætfð verið notað til þess, sem það var ætlað. 16. Að einn af verkstjórunum hafi notað mikið af þeim tíma, sem hann átti að vera að vinna fyrir bæinn og fékk borgun fyrir frá bænum, — f eigin þarfir. 17. Að einn keyrslumaðurinn hafi fengið borguq, frá bænum fyr- ir þá daga, sem hestar hans voru að vinna f þarfir eins af verkstjórum bæjarins. 18. Að vitnum þeim sé leyft að fara burt úr bænum, sem gætu fært fram fullar sannanir f þessum kærumálum. 19. Að ein atvinnu skrifstofan hér í bænum hafi ráðið þúsund menn fyrir einn af verkstjór- um bæjarins og borgað hon- um $500, sem hans liluta af því atvinnugjaldi, sem skrif- stofan tók af mönnunum. 20. Að ýmsir menn hafi fengið tvf og þrí borgað frá bænum fyrir sama verkið. Það er óþarft að taka það fram, að blaðið “ Tribune ” og bæjar- stjórnin hafa f höndum nöfn allra þeirra manna, sem að einhverju leyti eru við þessar kærur bendl- aðir. Bæjarstjórnin hefir öll gögn í hendi, sem hún þarf til þess að hefja rannsókn f málum þessum, — en samt læturhún þessar kærur eins og vind um eyrun þjóta. Það sýnist þvf vera full þörf á, að gjaldþegnar bæjarins taki sig saman til þess að fara á bæjar- stjórnarfund og skora þar alvarlega á bæjarstjórnina að gegua þeirri skyldu sinni, að setja þegar rann- sókn f þessum málum og að gera sitt ýtrasta til að þeim mönnum verði maklega hengt, sem sekireru um að þiggia mútur eða að stela eignum bæjarins, og um leið að sjá svo um, að ekki einneinasti maður, sem nú er í borgarráðinu, nái kosn- mgu við næstu bæjarkosningar, ef rannsókn er ekki hafin fyrir þann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.