Heimskringla - 17.09.1914, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.09.1914, Blaðsíða 1
4 ♦♦♦♦♦♦ + ♦♦■♦♦♦♦♦♦♦ ? Giftingaleyflsbréf seld Vel gjörbur letur gröftur. Th. Johnson ♦ Watchmaker,Jeweler&Optician X Í Allar vibgerbir fljótt og vel af hendi + leystar. + 248 Main Street Ý ?hone Maiu ð006 WINNIPEG, MAN. I M-MM-MMMM-MM4-M+M-MM £ FáiIS upplýsingar um ♦ X DUNVEGAN X PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG X Ý framtítiar höfufSból hératSsins ♦ X HALLDORSON REALTY CO. ^ 710 McINTYRE BLOCIC Phonc Main 2844 WINNIPEG, CAN. i XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 17. SEPT. 1914. Nr. 51 Norðurálfu Stríðið. 9. september. — Hardinge lávarður, landshöfð- ingi á Indlandi, tilkynti að 70,000 hermenn yrðu sendir frá Indlandi til liðs við Breta og sambandsher- inn. Geta blöðin til, fyrst frétt þess- ari var leyft að komast út, að her- flokkur þessi muni vera kominn til Frakklands. Þvi svo er leynt farið með allan herbúnað Breta, að þeirra eigin blöðum er ekki heimilað að flytja neinar fréttir um það, fyrr en alt er um garð gengið. í öllum póst- húsum Bretlands og- á öllum síma stöðvum eru settir menn til þess, að yfirfara allar herfréttir, er til landsins berast, eða þaðan eru send- ar, simaðar eða skrifaðar, og draga það úr þeim, sem þeim sýnist og þeir álita, að geti veitt nokkrar upp- lýsingar um ráðagjörðir hermála- deildarinnar. Eru þvi allar fréttir lítt hálfsögð saga og langt á eftir tima. Asquith forsætisráðherra tilkynti parliamentinu, að hann ætlaði að bera upp tillögu næsta dag um, að aukið yrði að mun við herinn. Gjörði þingið góðan róm að þvi og er búist við, að sú tillaga fái ein- hljóða samþykki allra. Því nú er ekki lengur neinn flokkadráttur í þinginu. Varð það að samkomu- lagi strax og striðið hófst, að allur flokka-ágreiningur skyldi liggja dauður og grafinn meðan á ófriðn- um stæði. Strax eru menn farnir að finna til skorts og fjárhags vandræða á Englandi, sem eðlilegri afleiðingu stríðsins. Út af því og svo vegna þess, að hugur þjóðarinnar stefnir að því, áð allir leggist á eitt, er nú talað um, að allar kyrkjudeilur séu látnar falla og allir lágkyrkjuflokk- arnir sameini sig í eitt og myndi eina kyrkjudeild, óháða prótestant- iska kyrkju. Er bent á í þvi sam- bandi, að það hafi mikinn fjársparn- að í för með sér, þvi viða sé verið að halda uppi tveimur og þremur,lm!eð að farið væri að stilla til frið- þar sem ekki þurfi nema eina. Eru ar> þ5 hann tæki allri friðarleitún miklar líkur til, að þetta nái að ein- j fjarri i byrjun striðsins. En Bretar hverju leyti fram að ganga. | hafa látið það spyrjast, að þeir vilji Af stríðinu sjálfu er það eitt að | engra sætta unna honum. Brezki segja, að orustur halda ^töðugt á-1 sendiherrann í Washington hefir fram. Eru hersveitir loks taldar jafn- j sagt, að öll friðarleitun nú sé árang- ar að mannstyrk á báðar hliðar. Til urslaus, hvað Englendinga áhræri. þessa hafa jsambandsmennirnir ver-! peir semji frið, þegar sá tími sé ið fáliðaðri, en nú hefir þeim auk- j kominn, en það verði ekki fyrr en ist styrkur með nýjum sveitum, er Vilhjálmur sé kominn á knén. Aftur sendar hafa verið frá Englandi og hafa Þjóðverjar í Bandaríkjunum Indlandi og frá Rússum, einsog get- jgjört ótal tilaunir i þá átt, að fá ið var um i síðasta blaði. Bardaga- komið á friði. Hafa fyrir þvi geng- völlurinn er jafn stór og verið hefir,f jst helztu stórverzlarar New York nær milli Verdun og Parísar. Hálf borgar og víðar. önnur milión manna er þarna á (jn sú eymd og allur sá skaði, sem hvora hlið. i af stríði þessu er nú orðinn, þó ekki Eftir hreyfinguin þeim, sem hafi það staðið lengur, er óútreikn- hvorutveggja herinn hefir haft, eru anlegur, og haldi því sama áfram og likur til, að aðalorustan standi við Verið hefir, er ekki ólíklegt það Chalons. Bær sá, er um 107 mílur verði það, sein rekur fyrst á eftir, austur af Paris. Hafa Frakkar haft ag saminn verði friður. 1 Belgiu þar hermannaskóla siðan 1856, á eínni er eignatjónið metið . tvö dögum Napóleons III. Bærinn stend- hundruð milliónir dollara, og er þá ur á sléttum völlum á suðurbakka í ótalið alt vinnutap, öll sár og ör- fljótsins Marne. Einmitt á þessum kuml manna og öll mannslifin, sem sama stað var háð sú mesta og orusturnar hafa kostað. Verður það mannskæðasta orusta, sem sögur aldrei metið. fara af í fornri tíð. Stóð orusta sú Einsog skýrt hefir verið frá, er á Catalauns-völlum. Annars vegar j herflokkunum skipað þannig, að Á þessum stað, hinum frægu Cata- launs-völlum, er nú búist við, að aðalorustan verði háð. Eru Frakk- ar og afkomendur hinna fornu Gota enn sama megin og fylgja þeim nú Englendingar, í stað Rómverja hinna fornu; en á móti er “Keisar- inn fyrir guðsnáð”, er vel mætti nefnast hið sama og Attila, “Svipa guðs”, og þýzki herinn, með liðs- drætti hans frá Ungverjum, afkom- endum hinna fornu Húna. Hver leikslokin verða, þarf ekki að gjöra ráð fyrir að frétta að svo komnu. En góða von gjöra sambandsmenn sér um sigur, og er hvorttveggja, líkur og málavextir, þeim í vil. Af Rússum er aftur það að frétta, að austurher þeirra þokar áfram niður Galicíu. Er hann undir for- ystu Ruszka hershöfðingja. Er nú meginherinn staddur í nánd við borgina Rawa. Norðurherinn þuml- ungar sig inn á Austur-Prússland. Er sagt að sá her telji nú nær 2,000,- 000 manna. Hershöfðinginn Renn- enkampf segist ekki láta staðar nema fyrr en hann komi til Berlín- ar, og inuni hann ekki verða siðast- ur að koinast þangað. * * * 10. september. — Brezkt herskip tók þýzkan kola- dall með 5,000 tonnum af kolum, ut- arlega í Atlantshafi i dag. Eru her- skip Þjóðverja inni í herkví og kom- ast hvergi verzlunarskipum sínum til hjálpar. Hafa Bretar nú sópað fjöldanum af vöruflutningsskipun- um þýzku inn á hafnir víðsvegar, svo að smáminkar það sem Þjóð- verjar geta flutt að sér. Enda er sagt, að óðum sé að sverfa að þeim með bjargarskort, og verði það jafn- snemma að þá þrjóti vistir fyrir her og heimafólk og her þeirra verði að gefast upp, sem eftir öllum fréttum að ''æma virðist vera á stöðugu undanhaldi. Mælt er, að Vilhjálmur væri nú til var her Rómverja, Vestur-Gota og Frakka, en hinu megin Attila Húna- konungur með óvígan her. Segja fornar sögur, að hann hafi haft 500 þúsund manns. Orusta þessi var háð árið 451. Eyrir Vestur-Gotum réði Þjóðrekur konungur og synir hans tveir, Þórmundur og Þjóðrekur, en fyrir Rómaher hinn frægi Aetius, Frakkar og sambandsmenn þeirra sitja i kastölunum alla leið frá Ver- dun og suðvestur til Parísar. Megin- á móti Frökkum. Breiðist hann 'yfir 63 mílur vegar. Hann hefir lika orð- ið að hopa, þó hvergi hafi hann beð- ið neinn ákveðinn ósigur. Bak við þýzka herinn eru geymd- ar vistir og vopn þeirra. Hefir vista- og vopna-forðinn altaf verið færður smátt og smátt á eftir hernum, tii þess að lcttara væri til hans að taka eftir þörfum. Er það nú löngun sam- handsmanna, að rjúfa svo fylkingar Þjóðverja, að þeir verði að hrökkva til baka aftur að forðabúrunum, og veita þeim þá áhlaup. En við það myndi spillast mikið af vistum þeirra, ef orustan stæði þar, hvort sem þeir héldu velli eða ekki. En ef þeir yrðu að leggja á flótta, félli það alt i hendur sainbandsmanna, og mætti þá heita, að þýzki herinn væri afvopnaður. Og ervitt yrði þá Vilhjálmi að fæða nær þrjár millíón- ir manna á þeim litlu leifum, sem eftir væru og þeir gætu haft með sér, þótt lítið skorti á að hann þyk- ist geta gjört kraftaverk. í viðbót við sinn her ætla Eng- iendingar að bæta 500,000 manns, en Frakkar 200,000. Uþp i þá tölu hafa þcgar 438,000 boðið sig fram á Englandi. En alla herskylda menn, er ekki hafa þegar gefið sig fram, kalla Frakkar út. Þá hafa þeir og gjört samninga með sér, undirskrifaða og bundna eiði, Rússar, Frakkar, Englendingar og Japanar, að semja ekki frið nema allir saman, til þess að ekki skuli vera hægt fyrir Þjóðverja, að veikja andstæðingana með því, að fá einn og einn til að draga sig út úr ófriðn- um. Voru samningar þess efnis undirskrifaðir i Lundúnum af sendi- herrum þessara ríkja i byrjun vik- unnar. Til þess að halda Ameriku alveg út úr ófriðnum, hafa Bandaríkin komið því til leiðar, að samningar eru gjörðir um friðarsáttmala við flestöll Norðurálfurikin og þar á meðal Breta og þjóðverja. * • • 11. september. — Þjóðverjar eru á flótta. Bretar tóku af þeim 1500 mans í gær til fanga og fjöldamargar fallbyssur, þar á rneðal nokkrarmaxi'm-byssur. Hafa þeir nú hrokkið austur fyrir Soissons, og er lið þeirra á allmik- illi dreifingu. Ýmsar smásveitir hafa orðið viðskila við meginher- inn og fela sig í skógunum umhverf- is orustuvöllinn. Gefast þær allar upp án varnar. Bretar fyigja fast eftir, svo bardaginn nemur ekki staðar. Eru nú Þjóðverjar hraktir 50 milur til baka frá stöðvum þeim, er þeir voru komnir á. Belgar, þótt lamaðir séu, hafa lika unnið stórsigur yfir þýzkri sveit, er var send til liðveizlu við Friðrik Vilhjálm krónprins, og halda átti suður til Verdun. Mættu þeir henni hjá Termonde og hertóku þá flesta, er ekki féliu. Hafa þeir nú hreinsað svæðið milli Ghent og Antverp af Þjóðverjum. Þá hafa Balkan-rikin þrjú, Grikk- land, Búlgaría og Rúmenia, gjört samband sín á milli móti féndum sínum Tyrkjum.. Er þvi hætt við, að Tyrkinn verði að litlu liði, þótt hann vilji hreyfa sig eitthvað, og minna en þeir keisararnir gjörðu sér vonir um. Frakkar hafa aftur náð því, sem þeir unnu við byrjun stríðsins i Al- sace. Hafa þeir tekið Muehlhausen í þriðja sinn, og var vörn Þjóðverja það veikust, sem hún hefir verið, í þetta sinn. Er lið þeirra nú óðum herinn er við Chalons og sækir þarjað þynnast þar eystra. meginherinn þýzki á móti. Er nú barist með stundarbiðum á öllu þessu svæði. Fréttir hafa litlar kom- ið úr bardögunum, en þó svo mikl- ar, áð það er víst orðið, að Þjóð hershöfðingi Rómverja. í orustu ] verjar hafa orðið að hrökkva til þessari var fyrst brotið vald Attila, er fram til þessa hafði vaðið einsog logi yfir akur. Var hann auknefnd- ur fyrir grimd sina “Svipa guðs”, og átti einn einsetumaður að hafa sagt það við hann, er hann var á norður-leiðangri sínum i þessa her- för: “Þú ert svipa guðs, er hann hefir sent til að hegna kristnum mönnum fyrir glæpi þeirra”. 1 or- ustu þessari beið Attiia og Húnaher ósigur, svo að hann rétti aldrei við eftir það. Var það að þakka hinni drengilegu framgöngu Gota og Þjóð- reks konungs og sona hans. Orust- an hófst upp úr miðjum degi og stóð þangað til ekki var lengur vígljóst. Lagði Húnaher á flótta um rökkur- skeið og ráku Gotar flóttann eins lengi og þeir sáu til. f orustunni féll Þjóðrekur konungur; en ekki vitnaðist það fyrr en morguninn eftir. Vildi þá Þórmundur sonur hans láta sverfa til stáls við Húna, en Rómverjar löttu. Sagt er að failið liafi 180,000 manns. baka. Á ýmsum svæðum hafa þeir stráfallið og lagt á flótta; hefir þvi fylking þeirra verið slitin til og frá. Skeyti frá Sir John French, yfir- hershöfðingja Breta, segir, að hægri fylkingararmur Þjóðverja hafi fall- ið undan fyrir Bretum og þeir tekið af þeim nokkur virki, skotfæri og 350 manns á miðvikudaginn. En hægri fylkingararmurinn er sá hluti hersins, er sækir suður og vestur á Frakkland fyrir vestan Chalons. — Ilröktu Bretar liann austur yfir ána En aðal-orustan stendur enn á sama stað, milli megin herflokk- anna. Veitir ýmsum betur, og er tal- ið alt undir þvi komið, hvorir betur meiga þar að lokum. Eru vellirnir hjá Chalons þéttstráðir föllnum og særðum, og hefir ekki verið að lita jafn ógurlegan val síðan á dögum Húna. Er þetta fimti dagur orust unnar. En góðar vonir gjöra sam- bandsmenn sér um sigur, þvi allar útsveitirnar þýzku hafa fallið til baka og orðið að yfirgefa vigi og verjur. Er nú helzt svo að sjá, sem sambandshernum séu að opnast veg- ir til að umkringja Þjóðverja þarna. Búist er við stórtíðindum af þessu svæði innan skamms. Austur frá hefir Serbum veitt bet Marne, eða um 25 mílur til baka aft-\ur. Eru þeir nú komnir vestur yfir Meðan hæst stóð á orustunni ána Save og inn í héraðið Slavonia dundi yfir voðaregn og fylgdu, því þrumur og leyptringar, svo að engu líkara var að heyra, en barist væri bæði á himni og jörðu. Eftir því sem erviðar gengur fyrir Þjóðverj- um, eftir því missa þeir móðinn meir og meir. Er nú Vilhjálmur að taka hverjja lierdeildina eftir aðra, er setið hefir i Belgiu, og senda fram til orustunnar. Vinstri fylkingararmurinn sækir i Austiuriki. Settust þeir um bæinn Semlin, sem er höfuðborg þessa héraðs og stendur á eyraroddnum milli Dónár og Save. Eftir all-langa orustu tóku þeir bæinn. Bærinn er andspænis höfuðborg Serha Bei grade, og þaðan hófu Austurrikis- menn ófriðinn, þegar striðið byrj- aði. ltússar hafa tekið Cracow í Galic- iu. Var borg þessi sterkasta vigi Austurrikismarina þar norður, næst Lemberg. Cracow er höfuðborg Pól- lands i Austurriki og tæpar 30 mil- ur austur af Þýzkalandi. Er þeim nú opnuð leið þaðan og inn i Þýzkaland og inn til Breslau, sem er rúmar 100 mílur frá Berlin. Falli Breslau, sem talið er sjálfsagt, þá má heita að Rússar séu komnir til Berlin. Austurrikis herinn hefir sýnt sig deigan í sókninni. Við orustuna við Lemberg, eftir að á þá tók að hall- ast, flýðu yfirforingjar og hershöfð- ingjar þeirra og skiidu hersveitirn- ar eftir forystulausar i skógunum. Steyptu Rússar sér yfir þær og gjör- eyðilögðu þær. Einsog allir berjast nú af hugprýði og hreysti, mun dæmafá vörn og sókn Austurrikis að hugleysi og bleyðiskap. Auðvitað er við inikið ofurefli að eiga, en ó- líkt ferst þeim eða Belgum, er sýndu þá vörn, er uppi mun vera í sögunni meðan heimur varir, er á þá leitaði óvígur her, en þeir voru fáir á móti. « * * 12. september. — “Þessa siðustu tvo daga hefir sambandsherinn v^rið sigursæll i allri viðureign sinrii við Þjóðverja, ofan með allri bardagalínunni frá París til Verdun. Orustan við Marne snörist oss í vil. Hefir nú skift um bardaga-aðferð. I stað þess að óvina- herinn sæki á, hefir hann nú mátt verjast og orðið að halda undan um tima”. — Þannig hljóðar skeyti, er hermálaráðgjafi Frakklands hefir sent til blaðanna. Annað skeyti hefir komið frá fréttaritara stórblaðsins enska, Daily Telegraph. Lýsir fréttaritarinn und- anhaldi og flótta Þjóðverja á þessa leið: “Loks eru þeir á hlaupum, Þýzkararnir, barðir til baka. Mið- sveitirnar eru á flótta, en báðir fylk- ingararmar sigraðir og sundraðir. Mikil breyting hefir á öllu orðið. Enginn umsátur um Paris, og stjórn- in franska getur nú flutt sig þangað aftur hvenær sem hún vill. Á morg- un verða óvinirnir komnir margar mílur burtu, og þeirra stærsta hugs- un verður, að gjöra bilið sem lireið- avf milli sin og þeirra, sem veita þeim eftirförina. Þeir eru nú á hröðu undanhaldi yfir sömu slóðirn- ar, sem þeir komu eftir, sigri hrós- andi, fyrir rúmri viku siðan. Ridd- araliði þeirra hefir verið sundrað og flest til fanga tekið eða drepið. Þeir hafa tapað fallbyssunum og vopna-forðanum. 1 hópatali eru þeir að ^efast upp”. Loftskeyti náðist, sem einn hers- höfðinginn sendi til Berlinar, og var það á þessa leið: “Tvær járnbraut- arlestir fóru héðan i morgun, hlaðn- ar herteknum mönnum. Vér þurf- um umfram alt fleiri hesta og meiri vistir”. En þeir munu þurfa meira en hesta til þess að koma sér undan heilu og höldnu. “Það er kraftaverk ef nokkrir þeirra komast heim aft- ur”, sagði einn fyrirliðinn, sem eg mætti, úr flóttaliðinu, við mig i morgun. Eg leitaði gistingar i húsi, aar sem nokkrir þýzkir hershöfð- ingjar hafa hafst við undanfarið. Húsfreyjan skilur þýzku, en lét það ekki vitnast. Þeir fóru þaðan í gær, og það seinasta, sein einn þeirra sagði, var: “Stór ógæfa hefir yfir- fallið oss”. Þannig hefir þá snúist orustan við Chalons og þar i grend. Frakk- ar og Gotar bera enn hærra hlut á Catalouns-völlum. Frekari fréttir bíða siðari tíma. En vist er þetta hinn fyrsti stórsig- ur, sem sambandshernum hefir hlotnast síðan ófriðurinn byrjaði. Láta ensk blöð mikið yfir hreysti Englendinga og þakka þeim þessi umskifti. En likur eru til, að ein- hverjar fleiri orsakir muni að þvi liggjn, að Þjóðverjar hafa snúist svo hæl, þvi ekki flýja þeir undan engu. Að austan er sama sagan. Rússar vinna viðstöðulítið hverja orustuna eftir aðra af Austurríkismönnum. Hafa þeir nú tekið í viðbót þessi þorp, er öll voru víggirt: Tomazow, Opole og Tourbine á Póllandi, er i byrjun ófriðarins féllu í hendur Þjóðverjum. Austurrriski herinn of lamaður til þess að geta veitt nokk- urt viðnáin. Mistu þeir i orustunni við Lemberg 125,000 manns, þar með taldir þeir, sem féllu og voru teknir til fanga. Drúpir nú Vínar borg hljóð og hrygg yfir öllmn þess um óförum, en landsbygðirnar stynja undan eyðingu og spillingu rússnesku hersveitanna, sem æða yfir landið einsog eldur eða drep- sótt. Ofan á þetta bætast æsingar og beimskuofsi þjóðanna, svo að þeir, sem heima sitja og ekki taka þátt i orustunum, eru litið betri hinuni, sem á vígvöllinn eru komnir. Eitt lítið dæmi þess gjörðist á fundi í Manitobaþingið. Aukaþingið, er boðað var til út af striðinu, var sett kl. 3 e.h. á þriðju- daginn var. Forseti þingsins var kosinn Hon. James Johnson, er það sæti hefir skipað undanfarin 10 ár. — W. H. Mewhirter, þingmaður fyr- ir Elmwood, og Sveinn Thorvalds- son, þingmaður fyrir Gimli kjör- dæmi, voru settir til þess að svara hásætisræðunni. — Gjört er ráð fyr- ir, að þingið standi aðeins nokkra daga. Verða tvö mál tekin fyrir, er aðeins snerta fjárhags- og atvinnu- mál í fylkinu. Mönnum bjargað af Karluk. Frá Washington er símað að toll- gæzluskipið Bear, 1 þjónustu Band- aríkjastjórnarinnar hafi komist til Nome, Alaska þann 14 þ.m. og um horð hafi verið 8 manns og Eski- móa fjölskylda er verið hafi á Kar- luk, skipi Vilhjálms Stefánssonar. f Januar síðastl. yfirgaf fólk þetta skipið og komst til Wrangell eyjar. Hefir verið norður á Wrangell eyju síðan, þangað til í haust að því var bjargað af Selaveiðar skipinu King. Þrír menn höfðu látist þar á eyj- unni, Bjarne Maraen landmælinga- stjóri, George S. Mallock, jarðfræð- ingur, og George Breddy einn af skipshöfninni. Hinir átta voru allir meira og minna veikir er þeim var komið um borð á tollskipið, en sagðir á batavegi. Fréttin segir að alls hafi 19 manns verið á Karluk er það rak í fsnum norður. Eru þeir því 8 sem ekkert hefir spurst til enn. Höfðu þeir lagt frá skipinu um sama leiti og þessir en aldrei komið til eyjarinnar og veit þetta fólk ekk- ert um þá. Eru því líkur til að þeir hafi orðið til á ísnum og spyrjist ekki til þeirra úr þessu. Liverpool. Sir Daniel Stevenson, borgarfulltrúinn, alþektur menta- vinur, sagði, að hann óskaði eftir að þegar striðinu væri lokið, hefðu Bretar ekkert það gjört, sem haml- að gæti því, að þýzka þjóðin gæti orðið góður vinur þeirra á eftir. — Fyrir þetta var hann hrópaður nið- ur og kallaður landráðamaður! * * * Í4. september. — Greinilegri fréttir um sigurvinn- ingar sambandshersins, sem getið var um í simfregnum á laugardag- inn, eru nú fluttar í dagblöðunum. Er þess getið fyrst, að eitthvað um 300,000 til 500,000 kósakkar hafi verið fluttir sjóleið frá Archangel og komið yfir til Frakklands og Belgíu. Hefir á þessum flutningi staðið lengi, þó ekki hafi neitt ver- ið látið uppi um það. Er sagt, að það hafi verið gjört að ráði Kitchen- ers lávarðs, sem er hermálaráðgjafi Breta, og talið eitt hans slægasta bragð. Við þessu gátu Þjóðverjar ekki séð. Með öllum þessum liðsafla urðu nú Bandamenn svo sterkir, að Þýzki herinn mátti ekki við þeim. Lagðist allur þessi mannkraftur móti hægra armi keisarahersins og var sem næst búinn að umkringja hann, er Þjóðverjar fóru að yggja að sér. Til þess nú að verjast því, hörfuðu Þjóðverjar undan. Hertu hinir þá atlöguna og hröktu þá alt- af lengra og lengra á bak aftur. — Við það, að hægri armur fylkingar- innar riðiaðist og varð að halda j skyicR draga iir áhuganum undan, varð sjálf brjóstfylkingin ] megai hennar fyrir stríðinu. En lika að láta fallast til baka, og svo i nr\ fa beir ekki lengur haldið þeim hver fylkingin af annari yfir endi-. hrakförum leyndum. “Hersveitir langan herinn. von Auffenbergs eru sagðar í hættu Strax og þessar ófarir Þjóðverja staddar” segir fregnin, “hafa þær spurðust til Berlinar, voru sendar ! verið slitnar frá megin hernum. nýjar hersveitir til liðs við þá. i Hafa Austurrikismenn beðið hræði- Runnu þær inn á Belgíu einsog áð- | legt mannfall”. ur. En Belgar skriðu saman, þótt Frá þessu er nokkuð gjörr sagt í mjög væru þeir þjakaðir, við sigur-1 símfréttum frá Rómaborg er þangað En þótt Þjóðverjar hafi farið svona híflloka fyrir sambandshern- um, hafa þeir unnið mikinn sigur á Rússum í Austur-Prússlandi. Hafa þeir nú rekið þá til baka lengst austur fyrir Königsberg, tekið af þeim vígi og kastala, er hinir voru búnir að ná, og handsamað heilu hersveitirnar. Er þvi svo að sjá, sem eftir séu hendur Hrólfs, þó af séu fætur. * * * 15. september. — Skeyti til Khafnar frá Berlin við- urkenna að Austurríki hafi orðið undir í orustunum við Rússa. Hef- ir bardaginn staðið þar eystra 1 seytján daga. Til þessa hafa þjóð- verjar verið tregir til að viðurkenna að á þá hafi hallast því tilgangur þeirra var sá að láta engar ófarir spyrjast meðal alþýðunnar, ,til þess fréttirnar, og mættu þessum nýja her og hafa unnið honum það tjón og tafið honum leið, að liðveizla hans hefir ekki komið að neinum notum ennþá. Er nú sannspurt, að alt það, sem Þjóðverjar hafa tekið i síðastliðnar þrjár vikur hefir geng- ið úr greipum þeirra aftur. Hafa hafa komið frá hermálaráði Rússa f Petursborg. “Seytján daga orustan hefir ent með þvi að teknir eru til fanga 180,000 af hersveitum Austur- ríkismanna, 450 vallar fallbyssur, en 1000 virkis fallbyssur, 4000 flutninga vagnar og 7 flugdrekar.” Ekki er getið um særða og fallna, en fréttin Frakkar nú tekið aftur Amiens, segir að úr þessu muni Austurríki Soissons og óteljandi smástaði, er | cfcki verða til mikils í stríðinu. í of langt yrði upp að telja. Að norð- j sambandi við þessa miklu sigur- an eru Þjóðverjar reknir fast aust- \ vínninga Rússa er það að athuga ur að Luxemburg, en að sunnan inn í Alsace. Miðherinn heidur enn all- mörgum borgum á Frakklandi, en hann hlýtur einnig að hörfa til baka] svo hann verði ekki umkringdur á allar hliðar. Fréttir þessar hafa vakið hinn megnasta óhug i Berlin og um alt Þýzkaland. Reynt var að varna þess að ófarir þessar yrðu hljóðbærar, en tilraunirnar mistókust. Fréttirnar bárust fyrst til Sviss og þaðan inn í nágrannahéruðin. Vantar lítið á, að þær hafi vakið óspektir meðal al- þýðunnar og jafnvel upphlaup. að hingað til hafa allar orusturnrr verið háðar í Slavneskum liéröðum, og stór hluti Austuríska hersins verið ótrúir og svikið þegar verst hefir gegnt. 1 orustinni við Cracow neituðu heilar hersveitir að berjast, og ýmist lögðu niður vopninn eða hlupu í lið með Rússum. Verða ■skiljanlegar hinar miklu hrakfarir Austurríkis þegar alls þessa er gætt. 1 Austur Prússlandi hefir þjóð- verjum gengið betur í seinni tíð, og komið hersveitum sínum inn í Pól- land á Rúslandi. En nú hefir snú- (Framhald á 4. síðu) Sendið nöfnin. Hér meS biSur Heimskringla aSstandendur allra þeirra Vestur-Islendinga, sem gefiS hafa sig fram til herþjónustu til varnar brezka alríkinu í núverandi stríSi, aS senda nöfn hermannanna á skrifstofu þessa blaSs sem allra fyrst. ÞaS er algjörlega nauSsynlegt, aS Heimskringla hafi þessar upplýsingar, bæSi til þess, aS vitanlegt geti orSiS, hvern þátt þjóSflokkur vor tekur í landvörn ríkisins, og eins fyrir eftirtímann, aS hægt sé á skömmum tíma aS fá vit- neskju um þá, ef þörf krefur. Þess vegna þarf Heimskring- la aS hafa skrá yfir full nöfn allra íslenzkra hermanna, ásamt heimili þeirra, og í hvaSa “Company" og herdeild þeir þjóna. Alt þetta biSjum vér aSstandendurna aS senda blaSinu svo fljótt sem unt er.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.