Heimskringla - 01.10.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.10.1914, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. OKTÓBER, 1914 Heimskringla (Stoínuð 1886) Kemur út & hverjum flmtudegl. trtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. Verð blatSsins i Canada og Bandarikjunum $2.00 um árlb (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgað). Allar borganir sendist rábs- nanni blabsins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON Rábsmabur H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Street, Winnipeg BOI 3171. Talsími Oarry 411 0 íslenzkan útlæg við háskólann. Vér höfum sagt nokkur orð um það, hvernig sakir standa með kenslu i islenzku við háskólann hér i Manitoba. Gátum vér bess í 51. tbl., að vér hefðum sannspurt það, að háskólinn ætlaði sér ekki að gjöra nokkra ráðstöfun með kenslu i islenzku nú um leið og hann skip- aði sjálfur kennara við tun^umála- greinar þær, er tilheyrt hafa hinum fyrirskipuðu háskólagreinum frá fyrstu timum. Létum vér þá skoðun í ljósi, að þetta kæmi nokkuð til af )»*i. að fsiendingar létu sig þetta svo litiu varða, að þeir hefðu enga til- raun gjört til þess, að koma því til leiðar, að islenzkan fylgdi þeim fræði- og tungumála-greinum, er há- skólinn tæki nú að sér að kenna. Ef þeir hefðu nokkuð reynt i þá átt, tóldum vér víst, að kensla hefði haldið áfram undir umsjón háskól- ans, i islenzku og islenzkum bók- aoentum, þrátt fyrir þá breytingu, að Collegin sleptu hendi sinni af þvi. Er sú staðhæfing vor ósönnuð, j vegna þess, að ekki hefir til þessj k«mið, að íslendingar hafi reyntj neitt i þá átt; en af þeirri trú verð- um vér ekki hraktir, að ef til hefði komið, liefði það mátt takast fyrir- hafnarlitið. En nú háfa aðrar tilraunir komið fram, er vei hafa tekist, en gengið hafa i gagnstæða átt: að fá islenzk- una rekna burtu úr yfirheyrslusöl- um háskólans! í 52. tbl. gátum vér um samtal, er vér áttum við Dr. Stewart, forseta Wesley College, um þetta efni, og skýrðum frá því. Eftir því, sem Dr. Stewart sagði oss þá, var svo að skilja, sem hann hefði fastlega i huga, að láta halda áfram með kenslu í islenzku við Wesley College á tilkostnað Collegins sjálfs, í því augnamiði,, að kensla þessi yrði gjörð að fastakenslu við háskólann siðar meir, sem hann yrði að viður- kenna og taka við, um leið og hann 1 tæki að sér kenslu í þeim greinum, sem Collegin hefðu nú á hendi heimspekinni. Ætlaði Wesley Col-| lege að ganga svo frá þessu máli, að þetta hlyti þannig til að ganga. — Jafnframt því fór Dr. Stewart fram á, að Wesley College væri veitt ofur- litil hjálp af íslendingum, svo að skólanum yrði gjört léttara með að koma þessum ásetningi sínum í kennara yrði séð. Intum vér hann eftir, hvort kennarinn yrði fasta- kennari við Collegið, og játti hann þvi. Virðist það ef til vill ekki þýð- ingarmikið atriði, en þegar betur er aðgætt, er það þó aðalatriðið. Sé kennarinn ekki fasta-kennari við Collegin, með fullum og sömu rétt- indum og hinir kennararnir,, fer islenzku-kenslan fram i öllum sönn- um skilningi utan skólans, jafnvel þótt kenslan furi fram í sölum skól- ans. Kenslan og kennarinn eru þá hvorttveggja framtíðarlaus,—- lausa- atriði við skólann. Og með því fyrir- komulagi væri óhugsandi, að há- skólinn myndi skoða það skyldu sína, að veita þvi nokkra viðurkenn- ingu, er að því kæmi, að hann tæki að sér kenslu í þeim viðurkendu greinum, er enn eru í höndum Col- leganna. En Dr. Stewart fullyrti, að kensl- an yrði við Wesley, kostuð af Wes- ley, og þannig hagað til, að sem flestir gætu notið hennar. Kennar- inn yrði ráðinn af skólanum, a sama hátt og hinir kennararnir. Fanst oss í þessu efni hreint frá skýrt og hreint frá gengið. Að hér væri i launung farið með það sanna, kom oss sizt til hugar. Hvort svo hafi verið, skal látið ósagt; en furðu snögg er sú breyt- ing, er orðið hefir siðan, á allri þessari ráðagjörð. Þetta var á laug- ardaginn þann 19. sl. En þann sama dag ekur Dr. Stewart um bæinn, safnar peningum hér hjá nokkrum lslendingum, að oss skilst um 8300, semur við forstöðunefnd Lútherska skólans um, að hann taki við ís lensku-kenslunni, og er samningur sá staðfestur mánudaginn næstan eftir með bréfum, er ganga milli Mr. Argue, fyrir hönd Wesley Col ege, en síra Rúnólfs Marteinssonar, fyrir hönd Kyrkjufélags skólans. — Og er islenzkan þar með úr sögunni við háskólann! Bréfin eru þessi: 493 Lipton St., Winnipeg, Sept. 19th, 1914 Dr. A Stewart, Principal Wesley College, Winnipeg. Dear Dr. Stewart:— To put into definite, tangible form what we arranged this morning I here- by agree, on behalf of my institution, Jón Bjarnason Academy, to furnish all instruction in Iceiandíc indicated in the Matriculation course of the Depart- ment of Kducation and the Arts eourse of the University of Manitoba, on the condition of receiving the proportion- ate fe.es for Icelandic for those stud- ents receiving this instruetion who are registered at Wesley College or at the University. The instructions in Part I Icelandic will be given at our own quarters only; but other classes will, with your kind permission, most llkely be conducted in Wesley College. Sincerely, R. MartelnNNon. Wesley College, Sept. 22nd, 1914 Rev. R. Marteinsson, 493 Lipton Street, Winnipeg, Man. Dear Mr. Marteinsson:— Your letter of the 19th inst. to hand. It gives me pleasure, acting on behalf of Wesley College, to accept your pro- posal regarding teaching of Icelandic as made in your letter of the 19th inst. I feel quite sure that such an arrange- ment will prove most satisfactory. Wishing you all good success in your college work, I am, Very sincerely yours, R. F. Argue. Virðist eftir öllu þessu að dæma, að annaðhvort haji Dr. Stewart ver- ið að hafa íslenzkuna við Wesley að yfirskini einu, er hann átti tal við ! oss, til þess að hafa saman peninga, er hann þóttist þurfa að fá fyrir það, sem hún var kend við skólann i fyrra; eða þá hitt, að landar vorir, Jieir sem gáfu honum þessa peninga, hafi gjört það að skilyrði fyrir pen- ingagjöfinni, að kenslunni yrði hætt framkvæmd. Frá síðastliðnu ári kvað hann skólann hafa beðið $500 tekjuhalla, er gengið hefðu til ís-. , , , , , , - , . heldur sem er, eða þott hvorttveggja lenzka kennarans þa. Voru það þvi ... , við Wesley College og Kyrkjufélags i skólanum gefin hún eftir. En hvort j hefði átt sér stað, kemur i sama stað Kenslu í islenzkri tungu er lokið við háskólann, og því má bæta við: tilmæli hans, að peningum þessum yrði safnað, og óskaði eftir, að ís- j lendingar svndu nú viljann í verk- . , .. ,, með tilhjálp þeirra íslendinga, jnu með að hafa saman þetta fe. ° ’ Samskonar beiðni yrði ekki gjörð aftur. F’ullvissuðum vér hann um, að peninga þessa væri hægt að hafa saman, ef hann aðeins gæti beðið örlitið eftir þeim. þó hart væri i ári, og kvað hann svo mætti vera. ►að, sem íslendingar óskuðu aðeins _ . . * * , , , . - , . hún væri að gjöra með því islenzk- eftir væri Jiað, að kensla 1 íslenzkri ™ Að það er íslendingum hagur og sæmd, að tunga þeirra sé viðurkend við háskólann, getur engum bland- ast hugur um. Háskólinn er eina rík er isstofnunin, sem sett er á stofn af Lútherska kyrkjufélags skólan að uin standa, og víkjum vér að því sið- ar. Nefnd sú hefir lagt sig fram um það og róið þar að öllum árum, að ná einka-umboði með allri islenzku- kenslu i þessum bæ fyrir þann skóla, — athugandi ekkert, hvað tungu væri trygð í framtíðinni við háskólann. yér spurðum hann að þvi þá, hvaða ráðstöfun að hann hefði gjört með kensluna, og sagði hann að til orða hefði komið að fá sira Hjört Leó til þess að veita til- sögn í þessari grein. Ekki væri það þó fullráðið, því hann hefði frétt, j að hann væri sjúkur og myndi þvi! skólann, einsog sakir standa nú, — ekki geta tekið að sér kennarastörf | gjörð útræk þaðan eftir að hún hefði á þessum vetri. Væri það þvi ekki j staðið þar í tíu ár. Og hversu sem fullráðið, hver yrði kennari, en um ■ mótmæla á þeirri staðhæfingu með um fræðum til skaða og niðurdreps er íslenzkan væri slitin burt úr há- skólanum, en blinandi á það eitt, að með þvi væri hún að efla þenna skóla, er aldrei getur orðið neitt, og sízt af öllu það sem talist gæti há- skóla-ættar. fslenzkan er úf sögunni við há- vöflum og flækjum, svo sem einsog að íslenzkan sé kend ennþá við há- skólann af því Wesley College haldi henni á kensluskránni, er prentuð var í vor, áður en þessi breyting kom til, — þá benda orð sira Rún- ólfs sjálfs bezt á það, að svo er ekki, í grein, sem birtist í siðustu Hkr., og á að vera athugasemdir við bend- ingu vora, til fslendinga, að þeir gjöri sitt ítrasta til að koma i veg fyrir, að kensla í íslenzku verði lögð niður við háskólann. — Hann segir: “Þá kemur hitt atribitS: kenslan. Wesley College er hinn eini skóll í sambandi vib háskólann, heflr lejNt af bendi keneilu f ínlen/.kn. At- hugib nú, landar góbir, hvernig henni hefir verib haldið þar uppi. lslend- ingar hafa kostab hana og meiri hluta þess tíma hefir þab verib lútherska kyrkjufélagib, sem hefir borib ábyrgb- ina. Nú, þegar at5 kyrkjufélag stofn- abi sinn eigin skóla, var ekki ab búast viS því, aó þab héldi áfram ab borga fyrir kensluna á Wesley College, og út af því er það, ab sfi Ntofnun htcftlr nfl att kennn ísli-iukn, og sjálfsagt er þaó atrlbib, sem þú harmar, hr. ritstjóri, og er eg ekkert að lá þér þab; en þá verSur, ab sjálfsögbu, sú fregn þér gleðiefni, aö þrátt fyrir þetta eiga all- ir íslenzkir namsmenn í Winnipeg kost á því ab nema alla þá íslenzku, sem tekin er fram í lestrarskrá háskólans. Kk hefi gj«»rt samninga vift formann Weniey skólnns, aíi Jóum Iljnrnasonnr skóli nnnist nlla kenMÍu A fMÍenxku, eftir því sem námsmenn þar bibja um, Og er Ifklegt, nó sö kensln fari nó niestu leytl fram I Wealey skóln hygginKunnl, til hægóaraukn fyrlr nAmMfólk þar. o g eins fyrir þá, sem ganga á háskólann.” Eái svo er ekki nóg með þetta, að samningar séu gjörðir um að taka kensluna út úr háskólanum, til þess, ef skeð gæti, að þessi smáskóli, er ávalt hlýtur að verða hverfandi stærð í öllu, sem að mentun lýtur, — hefði einhvern litilfjörlegan hag af því, með aðsókn einhverra ung- linga, og fjárstyrk frá Wesley Col- lege, heldur eftir að þessir samning- ar eru gjörðir, er farið í kringum þá, breitt yfir þá, og reynt að láta fs- lendingum sýnast sem svo, að eigin- lega sé einskis í mist: fslenzkan sé kend við háskólann eftir sem áður, þvi það eigi að kenna hana við Jóns fíjarnasonar Akademi! Er svo tal- að um “háskólakenslu i íslenzku” við “Akademiið”, er ekki hefir barnaskóla status enn sem komið er. Ennfremur er þess getið, að islenzk- unni sé eins vel borgið og verið hafi, og “sama tækifæri er nú til islenzku- náms við háskólann og verið hefir”, bætir svo ein auglýsingin við. Út á það dettur engum i hug að setja, að íslenzka verði kend við ‘Akademiið’. Það er sjálfsagt og gott, svo langt sem það nær; en að “Aka- demíið” taki islenzkuna burt frá há- skólanum, — það mega íslendingar ekki láta viðgangast. Til þess að ís- lenzka yrði kend við “Akademíið”, var engin nauðsyn á, að kenslunni yrði hætt við háskólann, heldur þvert á móti; nema til þess eins, að hvergi annarsstaðar skyldi verða völ á þessari kenslu, ef með því móti “Akademiinu” kynni að geta skinið eitthvað gott af þvi. En með þvi var verið að velja hið minna góða fyrir hið meira illa, og það er sú sök, sem vér eigum við þá, sem að “Akademíinu” standa, að þeir eru ekki að vinna i þarfir alls þjóð- flokksins og íslenzkra mála með þessu fyrirkomulagi. Þeir setja stofnun þessa eina upp yfir hag og virðing heildarinnar, sem unnist hefði og fengist hefði með því, að stuðla að því, að islenzkan væri kend áfram við Collegin, þangað til að háskólinn hefði tekið við henni. í stað þess að reyna að ná henni þaðan, áttu þeir að heimta, að hald- inn væri þar sérstakur kennari og kenslunni haldið áfram einsog ver- ið hafði. almannafé til almennra nota. Allar þær námsgreinar, sem þar eru kend- ar, eru settar þar á námsskrá vegna Jiess þær hafa hlotið alþjóða viður- kenningu sem fræðigreinar. Og því hefði farið bezt á því, að íslenzkan hefði verið þar í tölu með. Skólann sækja ungmenni fylkisins, er ganga ætla hinn hærri mentaveg, — hið yngra fólk allra Jjjóðflokkanna, sem hér búa. Stofnunin er framtíðar- stofnun, er á fyrir höndum að vaxa með ári hverju og hlýtur að yfir- gnæfa allar aðrar samskonar stofn- anir, er settar kunna að verða á fót í framtiðinni. Hlýtur hún þvi að draga námsmenn meira til sín, en aðrar af sama tagi, og að sjálfsögðu íslendinga eigi siður en aðra. Væri Jjað þá ekki litill hagur, að þar væri völ á fræðslu i þeirri grein, er þeir væru lang-liklegastir til að gefa sig við. Vér teljum það vist, að í fram- tiðinni sækji íslendingar hér i fylk- inu mentun sina til háskólans, hvað margir smáskólar, sem settir kunna að verða á fót og skipaðir kennur- um góðum, lélegum og i meðallagi. Það verður bezta mentastofnunin og sú virðulegasta, og að réttu lagi láta íslendingar sér ekki nægja i þeim efnum, nema það bezta. Er það því áriðandi, að einmitt á há- skólaárunum gefist þeim kostur á, að nema tungu sinnar eigin þjóðar, er gefa vilja sig við þvi nómi, eigi hún að fá haldist hér við. En segjum, að löngunin til þess að nema islenzku gjörði það að verkum, að íslenzk ungmenni veldu heldur þann skólann, þar sem is- lenzka væri kend, þó lakari væri. En hverjar yrðu afleiðigarnar með því? Einmitt þær, er vér myndum sízt óska, að þeir mennirnir, sem gæfu sig við námi tungu vorrar, yrðu sizt að sér, vegna þess þeim hefði ekki gefist kostur á nógu góð- um skóla, og gætu aldrei talist ist meira en hálfmentaðir menn. “Akademiið”, eftir ritgjörð síra Rúnólfs að dæma í síðustu Hkr., þykist eitt eiga tilkall til islenzku- kenslunnar, eiga umboðið, að mega fara með Jjá kenslu, af því kyrkju- félagið Lútherska hafi fyrst komið á fót kenslunni við háskólann. Það má því taka hana þaðan aftur, sem sína eigin eign, og engir hafa rétt til á móti að mæla. Þegar það stofn- aði sinn eigin skóla, tók það sina eign og færði yfir á sinn stað. Hve mikið er leggjandi upp úr þessari röksemdafærslu sést bezt, þegar málavextir eru athugaðir. Fyrir milligöngu kyrkjufélagsins er kensla í íslenzku stofnuð við Wesley. f fyrstunni er það aðeins við undirbúningsdeildina. En er fram liðu tímar er kenslan einnig veitt við lægri bekki Collegins, og er hún þá fyrst viðurkend að nokk- uru leyti, sem háskólagrein. Það, sem aðallega kom skólanum til þess að taka upp málið, var námsmanna- fjölclinn islenzki, er sótti háskólann og væntanlega myndi sækja hann. Það var kraftur sá og viðurkenn- ing, sem fslendingar alment höfðu öðlast í landinu sem námsfólk. Kyrkjufélagið var aðeins miili- göngumaður. Það var samnings-aðili er gekk á milli um kaupmálann, með hvaða kjörum þessi réttindi yrðu veitt — og ekkert annað. Kom hér ekki til mála neinn eignarrétt- ur. Er það ekki lengur vildi standa ábyrgð á því, að laun kennarans yrðu að einhverju leyti goldin utan að frá, gat það afsagt þá ábyrgð, einsog það líka gjörði haustið síð- asta, sem sira Friðrik J. Bergmann hafði kensluna á hendi. En það gat ekki heimtað, að sér væri fengin kenslan og tekið hana svo í burtu. Háskólinn hafði heldur engan rétt til þess, að gegna slíku boði. En það gat gjört einmitt það, sein það er nú að gjöra: látist halda sínu milligöngu umboði frá íslenzku Jjjóðinni og í nafni íslendinga tek- ið kensluna yfir á sinn skóla, með- an engir íslendingar mótmæltu því. En það er einmitt það, sem vér heimtum að íslendingar gjöri, — neiti því umboði harðlega, þegar svona er með það farið, en heimti, að kenslan sé kyr á þeim stað, sem þeir hafa ávalt óskað eftir að hún væri. Henni er hvergi annarsstaðar vel borgið, og er létt að færa rök að því. Oss er sagt, að “íslenzkunni sé eins vel borgið og verið hafi”, með Jjví að “Akademiið” taki hana að sér. En Jiað er síður en svo að það sé rétt. Má benda á 5. höfuðatriði, er mótmæla því: fíað fgrsta er, að einsog allir vita, þá hefir Kyrkjufélagsskóli þessi enga mentalega viðurkenningu. — Hann stendur ekki í sambandi við neitt, er veitt geti honum þá viður- kcnningu, og hin almennu skólalög fylkisins ná ekki yfir hann. Hann er í þeim efnum algjörlega fyrir ut- an öll lög og rétt. Afstaða hans hér er hin sama og kaþólsku sérskól- anna, er öllum er lítið gefið um, nema hvað húsrúm er lakara og kennaratala minni en við betri ka- j þólsku skólana. Hlýtur þetta að j standa honum fyrir framföruin; og tillit tekið til þess, sem þar verður kent og lært verður aldrei mikið. Skólann skortir ábyrgðina, sem fylg- ir allri kenslu og fræðslu, sem veitt er og þegin undir úmsjá þess opin- bera, og sá skortur er tilfinnanlegur fvrir alla, sem hagnýta ætla sér kensluna og undirbúa sig fyrir op- inberar stöður, er krefjast ákveðins og lögskipaðs undirbúnings. Hið annað, sem af þessu leiðir, og svo af efnaskorti lika, er það, að skólinn getur aldrei átt fyrir hendi að vaxa það, að hann geti náð þvi að verða smá-College. Við hliðina á rikisháskólanum hlýtur hann að verða með öllu yfirskygður. Jafn- vel við miðskóla þessa bæjar þolir hann engan samanburð. Og sain- kepni þolir hann ekki við þá, sem bæði eru kostaðir af almannafé; gjörðir svo vel úr garði, sem frek- ast er unt, hvað hús, kennara og kehslutæki áhrærir. Þar við bætist, að skólinn er sérskóli, undir stjórn útlendinga, er með þessu móti eru að gjöra uppfræðslu sína að sérmáli í nientamálum landsins. Hið þriðja er einmitt þetta sér- stæði og þetta sér-fyrirkomulag skól- ans, sem gjörir það að verkum, að islenzkunni er þar ekki vel borgið. Hugsað er meira um það sérstaka augnamið, sem fyrir stofnendunum vakir í kennaravalinu, en sérstakan undirbúning kennarans fyrir starfið. En það er: að skólinn skuli fremur vera trúarútbreiðslu-stofnun en mentastofnun. Kom þetta i ljós nú strax á fyrsta fundinum, er skóla- ráðið hélt, þar sem rætt var um til- vonandi kennara. Vóg það þyngra i áliti nefndarinnar, að kennarinn væri rétt-trúaðnr, en að hann væri ré//-mentaður fyrir þá fræði, sem hann átti að kenna. En því er nú svo varið, að meðan sá mælikvarði er notaður, er engin trygging veitt fyrir því, að þeir kennarar séu ráðn- ir til Jjessa verks, sem starfinu eru vaxnir. Miklu heldur hið gagnstæða. Þesskonar þröngsýnis regla hefir hvarvetna illa gefist. Allir vita, að það á ekkert sameiginlegt, að vera rétt-trúaður og að vera vel að sér — vel mentaður. Og síður en svo er það saina, að vera norrænu-fræðing- ur og að vera há-lútherskur. Meðan þetta markmið ræður við skólann, kemst ekkert mentasnið á'tiánn, og greinar þær, sem Jjar eiga að kenn- ast, líða við það. Það er all-margur hér, er talist gæti fær um að kenna íslenzku, ef ekkert annað þyrfti til þess en að vera einhversstaðar í Lútherskum söfnuði. Hið fjórða atriðið er Jiað, að i stað þess að bætt sé úr þeim galla, sem íslenzku-kenslunni fylgdi við Wesley College, er nú einmitt við hann aukið. Málið var ekki kent þannig, að óíslenzkir nemendur gætu hagnýtt sér kensluna, á sama hátt og til dæmis þýzku eða frönsku eða fornmálin. Til þess var fundið undir eins og kenslan byrjaði, þó ekki yrði það lagfært, og mest sök- um þess, að ekki fékst maður til að taka kensluna að sér, er gæti kent málið frá upptökum þess. Og því var líka til fyrirstöðu, að hugmynd- in var ekki sú, þegar kenslan byrj- aði, að hennar skvldi verða notið nema af íslendinguni. En við þessu hefði inátt gjöra þar, með þvi að útfæra námsgreinina betur og tengja byrjunarnámið við germanska orð- mvndunarfræði strax og hún hefði verið upptekin við skólann. Eðli- legast er, að íslenzk-kenslan bygði ofan á norrænu-kenslu, en að nor- rænan myndaði sinn eðlilega bekk jafnhliða gotnesku forn-háþýzku og engilsaxnesku, við málfræðisdeild háskólans. F’yrr en svo er komið, er I framtíð íslenzkunnar ekki al-trygð við skólann. En það er síður en svo að þetta sé augnamjðið með islenzku kenslunni við “Akademíið”. Þar er ekki nema um lestur og skrift að ræða á nútíðar íslenzku, og likindi meiri til, að Jiað verði veslur-ís- lenzku. Auðvitað bætir það upp fyr- ir þá, sena skólann sækja, að skóla- stjóri getur þess, að: “á skólanum ríkji kristileg áhrif”. — En tæplega sýndist nú þurfa að taka Jiað fram, því ef það á nokuð að þýða, getur það ekki þýtt annað en siðbætandi áhrif og munu flestir álíta, að þau eigi einnig heima á liáskólanum. Kenslan, einsog henni hagar til á “Akademíinu”, bætir þvi ekki úr þeim ókosti, er henni fylgdi við Wesley, að hún standi til boða ann- ara þjóða nemendum en fslending- um, — heldur verður hún nú færri íslendingum til boða en áður, er mentaveginn ganga, með því að vera flutt Jjangað. Því, og það er fimta atriðið, það er næsta ósenni- legt, að íslenzk ungmenni leiti Jiang- að eftir undirbúningi sínum fyrir háskólann. Miklu sennilegra er, að þangað sækji engir, er stefna ætla háskólaveginn, heldur leiti sér und- irbúnings-mentunar á ríkisstofnun- unum, er sniðnar eru til þess að veita þann undirbúning, og kosta nemandann alls ekki neitt. , Engar þessar staðhæfingar gjör- um vér af þvi, að vér viljum á nokk- urn hátt spilla fyrir “Akademíinu”, né að vér teljum Jiað ekki gott og gleðilegt, að skóli sá taki að sér ! kenslu í islenzku meðal sinna nem- enda, heldur vegna hins, að vér vilj- um ekki, að íslendingum skiljist það vera sama, að tunga þeirra sé kend og viðurkend við háskólann og að hún sé kend við kveldskóla hér i bænum. Og vér viljum ekki mptmælalaust leyfa nokkrum að hafa i frammi þær blekkingar til- raunir. Það er gott og vel, að sem flestir alþýðuskólar, hvort sem þcir eru prívat- eða almennings-eign, veiti kenslu í tungu vorri,— en það getur aldrei komið i stað kenslu i ljeirri grein við háskólann. Teljum vér þvi, einsog nú horfir við, sé máli þessu afar-illa komið. Og það sé heilög skylda íslendinga, að gjöra alt, sein í þeirra valdi stend- j ur, til þess að fá þessu kipt í lag. — Ef Dr. Stewart hefir gefið kensluna frá sér, og vill ekkert með hana hafa, er sjálfsagt að hann ráði þvi. Staða islenzkunnar við Wesley Col- lege gat hvort heldur sem er ekki skoðast nema sem bráðabyrgðar- spor, þangað til háskólabyggingarn- ar kæmust á fót. Það er þvi nú að snúa sér beint að háskólaráðinu sjálfu og fá það til að taka mál þetta til meðferðar. Þó það ætti að kosta það, að fsleudingar sjálfir yrðu að leggja eitthvað til með kenslunni, fyrstu eitt-tvö árin, væri það vel til- vinnandi, þar sem við hitt er ekki. unandi, að málinu sé vísað Jjar á dyr. Hyllast a-tti þá til Jjess um leið, að feriginn yrði hæfur maður fyrir essa stöðu, og verður að sækja hann til Evrópu að líkindum, þvi hans mun eigi völ hér. (Meira). Skýringar viðathugasemdir. A öðrum stað í blaðinu birtist grein frá Jóni frá Sleðbrjót, athuga- seind við fréttagrcin er hér kom í blaðinu á dögunum. Vér vildum ekki neita höf. um birtingu Jiessar- ar greinar, þó að hún sé í flestum efnum hártoganir á því sem vér sögðum og verið sé að svara atrið- um er hvergi eru nefnd í fréttagrein- inni. Þar er til dæmis ekki vikið einu orði að foreldrum unglingsins, Jiau ekki sökuð um neitt, og trúum vér fyllilega orðum höf. um að faðir piltsins sé sá maður sern hann scgir, Hvergi er það heldur gefið í skin að foreldrar þar f bygðinni, liti vel- Jióknunar augum á óknytti og strákskap barna sinna og hcldur ali það upp í þeim. Ekki er það heldur sagt að maðurinn er fyrir árásinni varð sé alment illa þokk- aður. Allt þetta smíðar liöf. inn í frétta greinina. óbreytt orð fréttagreinar- inar eru þessi:—“Norður í Narrows bygðinni við Manitoba vatn. er ald- raður maður, allvel fjáður, en lítt þokkaður, er hefir gjört sér það að atvinnu undanfarin sumur, að taka sauði f geymslu. Sjálfur er hann fjár margur, en mcð þvf fé sem hann hefir tekið, hefir hann haft stórar lijarðir og gætt þeirra vel. Ekki hefir hann átt sökótt við neinn, en ýmsir hafa sýnt honum ertingar og með þvf komið Jiví al- ment inn hjá hinum yngri að sak- laust sé að glettast til við hann, vegna þess eins, eftir Jiví sem séð verður, að liann eigi fáa formælend- ur. Kcmur í ljós í þessu sú lítil- menska, sem víða liggur í landi, að hafa Jiann útundan sem eitthvað er hjárænn og öðruvísi en aðrir, og skemta sér við það að gjöra honum fátt f skaiii og sýna honuin ýmsan strákskap og hrekki.” AUar þessar aðfinslur höf. og þau mörgu orð sem liann hefir um það hvað vér höfum meitt tilfinningar bygðar manna, með Jiessum ímynd-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.