Heimskringla - 01.10.1914, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.10.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. OKTÓBER, 191í t. Ljósvörðurinn. látinn þar inn eftir að hann kom frá stöðinni með yður”. “Þá verðið þér að aka mér þangað”. “Það get eg ekki; eg kann það ekki”. “En þér verðið að gjöra það; eg skal gefa yður leiðbeiningar. Þér eruð þó líklega ekki hræddar?” “Nei, en Graham —” “Við skeytum ekkert um Graham. Gjörið þér einsog eg segi. Eg skal ábyrgjast, að yður gengur vel”. Gerti var að eðlisfari hugrökk. Hún hafði aldrei áður stýrt hesti; en þar eð hún var óhrædd, gekk henni það ágætlega, og þar eð hún varð margoft að gjöra lækninum samskonar greiða eftir þetta, náði hún góðri æfingu á að stjórna hestum, sem kom henni að góðum notum síðar. Daginn eftir gjörði Jeremy Gerti að hjúkrunar- konu. Strax og hann fann sjúklinginn, hrósaði hann aðstoð Gerti við Truman og dugnaði hennar sem hjúkrunarkonu, og spurði svo, þvi hún kæmi aldrei þangað inn. “Hún er veikbygð og hrædd við að sýkjast”. “Því trúi eg ekki; það er ólikt henni”, sagði lækn- irinn. “Trúið þér þvi ekki?” sagði Emily alvarleg. “Frú Ellis —” “Hefir logið að yður” greip læknirinn fram i. “Gerti langar innilega til að hjúkra yður, og hún getur það miklu betur en frú Ellis. Þér þurfið ekki mikla hjálp. Fyrst og fremst kyrð, en hana fáið þér ekki meðan þessi skrafgjarna kona er hjá yður. Þess vegna ætla eg að senda hana norður og niður í dag, en láta Gerti litlu koma hingað í staðinn. Hún er eins há- vaðalaus og mús og mjög hyggið barn”. Það var naumast til þess ætlandi, að Gerti gæti séð eins vel um allar þarfir Emily einsog frú Ellis, og þess vegna kom Emily í veg fyrir, að hún væri send “norður og niður”; þvi enda þótt Jeremy læknir gæti ekki felt sig við hana, var hún samt gagnleg sem ráðs- kona heimilisins, og þess vegna vildi Einily ekki láta hana fara. Enda þótt Emily, Jeremy og Gerti væru glöð vfir því, að hin síðastnefnda fékk aðgang að sjúkraher- berginu fékk ráðskonan aldrei að vita að neinn vissi um þann órétt, sem hún hafði gjört Gerti með því að fjar- lægja hana með lognum ástæðum. Gerti sýndi þá bliðu, greiðvikni og nákvæmni, sem aðeins gat átt rót sína að rekja til.djúprar ástar. Þegar Emily vaknaði á nóttunni af órolegum svefni, var henni strax réttur sValandi drykkur, og þar eð hún heyrði hroturnar í frú Ellis, vissi hún að henn- ar hendi rétti sér ekki drykkinn; og þegar hún varð þess vör, að engar flugur fengu að nálgast hana á dag- inn, að höfuðverkur hennar var minkaður með klútum, vættum í köldu vatni, og að litlu fæturnir, sem aldrei þreyttust að hlaupa fyrir hana, hreyfðu sig hávaða- laust, varð hún að viðurkenna, að Jeremy læknir hafði útvegað henni ágætt lyf. Eftir tvær vikur var Emily orðin svo frisk, að hún gat setið uppi allan daginn, þó hún gæti ekki yfir- gefið herbergi sitt ennþá. En að tveim vikum liðn- um sagði læknirinn, að hún yrði að fá ferskt loft og hreyfingu. Þér verðið að láta aka yður dálitinn spotta tvisvar á hverjum degi, sagði læknirinn. “Það get eg ekki. Georg hefir svo mikið að gjöra, að það er ómögulegt”, svaraði Emily. “Látið þér Gerti aka yður; hún er dugleg til þess”. “Gerti”, sagði Emily brosandi, “þú hlýtur að vera uppáhaldsbarn læknisins; hann heldur þú getir alt. Þú hefir líklega aldrei ekið á æfi þinni?”. “Hún hefir ekið með mig á vagnstöðina þessar 6 vikur á hverum degi”, sagði læknirinn. “Er það mögulegt?”, sagði Emily,, sem hélt að stúlkur gætu aldrei ráðist i að stýra hesti. En þegar hún var fullvissuð um, að þetta hafði átt sér stað og að því fylgdi engin hætta, var Charlie látinn fyrir vagninn og Emily og frú Ellis óku burt með Gerti. Þar eð fyrsta ferðin gekk vel, voru þær oft endurteknar; þessar ferðir voru til mikilla nota fyr- ir Emily og þeim ölluin til ánægju. Þegar haustaði og Emily var orðin frískari, óku þær drjúgan spöl á hverjuin degi. Stundum var frú Ellis með, en þar eð ráðskonustörf hennar bönnuðu það oftast nær, voru þær vanalega aðeins tvær, og Emily sagði, að kunn- átta og lipurð Gerti í því að stjórn hestum og aka, hefði veitt sér meiri ánægju en nokkuð annað. Við og við um suinarið sá Gerti unglinginn, sem Jeremy læknir hafði rasað um, þegar hann ætlaði að stela perum. Einu sinni kom hann og settist á girð- inguna, þegar Gerti var að vinna i garðinum sínum. Hann lýsti undrun sinni yfir ákafa hennar, mintist htið eitt á blómin og spurði nokkurra spurninga um Jeremy læknir og að síðustu um nafn hennar. Gerti roðnaði; hún var dálítið viðkvæm, þegar minst var á nafn hennar, því þó hún væri vanalega kölluð Gerti Flint, gat hún ekki forðast að minnast þess, að hún átti í raun og veru ekkert nafn. Emily hafi reynt að spyrja efttr Nan Grant til þess að fá upplýsingar um fæðingu Gerti, en Nan var flutt frá hinum fyrri bústað sínum og enginn vissi, hvar hún var. Þegar Ger,ti var spurð um nafn sitt, roðnaði hún, einsog áður er sagt; en svaraði þó rólega, að ef hann vildi fyrst segja sitt, Þá skyldi hún segja sitt. “Nei, það gjöri eg ekki”, svaraði hann þrjósku- lega, “og eg skeyti heldur ekkert um að þekkja yður”, og svo sparkaði hann í epli og fór, en Gerti stóð kyr og var sannfærð um, að þetta var sá siðlausasti ung- lingur, sem hún hefði séð. TÓLFTI KAPITULI. Óvænt úreynsla. Það var hlýjan síðari hluta dags í september, sem Emily sat einsömul í sólherberginu á sveitaheimili föður síns. Tíu ár eru nú liðin síðan lesarinn kynt- ist Emily fyrst. Hún er samt ekki ellilegri nú en þá, því mótlætið, sem hún varð fyrir, hafði greypt spor sín í andlit hennar á ungum aldri. Hún er þvert á móti glaðari og fjörugri nú, en hún hafði áður verið; því sambúð hennar við Gerti hafði vakið meiri áhuga hjá henni fyrir því, sem fram fór í kringum hana, nú en áður. En þetta kveld, þegar Emily sat einsömul, án þess að vita um hinn fagra kveldroða á himninum, virtust hugsanir hennar vera sorgþrungnar. Hún sat hlustandi, og hvert sinn sem vindurinn sveiflaði hliðs- hurðinni fram og aftur, hrökk hún við og kvíðasvip- ur breiddist yfir andlit hennar. Loksins heyrðist fótatak bak við kjarrgirðinguna. Enginn annar en Emily hefði getað heyrt þetta létta fótatak. Hún stóð upp til að mæta þeim komandi, sem, þótt hann væri gamall kunningi, mundi ervitt að þekkja aftur áem okkar einu sinni litlu Gerti. Hún er nú orðin ung stúlka, nokkrum þumlungum hærri en Emily, beinvaxin og lagleg. Hörundsliturinn er dökk- ur en gagnsær og fagur roði breiddur yfir kinnar hennar, sem ef til vill er afleiðing hinnar hröðu göngu hennar frá járnbrautarstöðinni. Hattinn hefir hún tekið af sér og heldur í bandið og sveiflar honum, einsog hún hafði fyrir vana, þegar hún var barn; og þess vegna skulum við ekki ásaka hana um, að hún sé að tildra sér til með óvanalega fagra hárið sitt. Sami gljáinn er enn á augum Gerti, og nú eru þau ekki lengur of stór í hlutfalli við andlit-ið, og enda þótt munnur hennar sé ögn stærri en hinar nákvæmu fegurðarreglur krefjast, gleymist það, þegar maður sér hinar mjallahvítu tennur jafn reglulega settar og perlur á bandi. Snotri netludúkskjóllinn hennar fell- ur að hálsinum, og tilgjörðarlausi svarti kraginn get- ur ekki hulið hinn fagra vöxt. Er Gerti þá reglulega fögur? Alls ekki. Andlit hennar og vöxtur er þannig, að skiftar mundu skoðanir, en færri mundu kalla hana fagra. En það eru til andlit, sem alt af breyta svip, og þau andlit kunna menn vel við að skoða, — talandi andlit, sem sýna innri tilfinningar; andlit, er stund- um sýna hyggindi, stundum kæti, sem eitt augnablik Iýsa innri sorg, annað sannri gremju yfir þvi, sem sálin fyrirlítur, og aftur snúa sér frá heiminum og horfa ineð lotningu til himins. Slíkt var andlit Gerti. Hið aðlaðandi við þessa eiginleika Gerti óx við það, að hún vissi ekki sjálf að hún átti þá. Hún var enn ekki búin að sleppa þeirri skoðun, sem henni var innrætt í æsku, að hún væri ljót; en hún fann ekki lengur til vanvirðunnar, sem hún þvingaðist af, af þessari ástæðu. Þegar hún sá ungfrú Graharn koma á móti sér, hraðaði hún göngu sinni og þegar hún kom til henn- ar, lagði hún handlegg sinn ástúðlega um axlir henn- ar, og um leið og hún lagði sjalið þéttara um vinu sina, byrjuðu þær á löngu og alvarlegu samtaíi, sem hér skal getið. Gerti hafði nefnilega farið snöggva ferð til Boston og heimsótt frú Sullivan. Ástæðurnar þar voru slæm— ar; frú Sullivan var lasin, en ver stóð á með Cooper. Hann var orðinn sem barn og dutlungasamur. Ilann var önugur og reiðigjarn og fann upp á ýmsu, einsog t. d. að ganga utn götur seint á kveldin, sem var alls ekki óhult, og að sofa við opinn glugga, þó hann byggi á neðsta gólfi. Frú Sullivan gat ekki hugsað til þess, að fá ókunnugan til að stunda hann. Hún gat yfir höf- uð ekki fengið sig til að hleypa neinum inn í húsið, sem hún var ekki vön að umgangast. Gamla kyrkjan, sem Cooper hafði verið hringjari við, var rifin niður, og þau voru flutt inn í nýtt hús. Þessar breytingar studdu að því að skynsemi hans varð fyrir miklum skaða. Gerti var sú eina, sem við hann réði. Hún var ekki hrædd við hann einsog dóttir hans, og var þess vegna ákveðnari gagnvart dutlungum hans; og að öðru leyti skemti hún honum með því að tala um Wíllie, sem gamla manninum þótti vænt um. Gerti var nú boðin kenslukonu staða við W—s skólann af kennara sinum. Áform hennar var, að veita tilsögn fyrri hluta dagsins, en dvelja hjá frú Sullivan og líta eftir henni og föður hennar síðari hlutann. Þar eð Graham var að búa sig undir langa ferð til syðri fylkjanna, fanst henni þetta vera gott á- form. “Frú SuIIivan var svo ánægð, þegar eg yfirgaf hana í kveld, og gjörði sér svo góðar vonir um þá I miklu huggun, sem hún fengi af því að hafa mig hjá | sér í vetur, að eg áleit mig hafa tekið rétt áform; en ; þegar eg kom heim og sá þig, og fór að hugsa um, að þú ætlaðir að ferðast svo langt i burt, og fór að hugsa um, hve langt yrði þangað til eg fengi að vera há þér aftur, þá fanst mér einsog —” Gerti gat ekki sagt meira en lagði höfuð sitt á öxl Emily og grét. Einily reyndi að hugga hana bliðlega. Okkur hef- ir liðið ágætlega í sambúð okkar”, sagði hún, “og eg sakna þín mikið; mestan liluta þessarar ánægju, sem eg hefi notið síðustu árin, á eg þér að þakka; en samt j sem áður hefir mér aldrei þótt eins vænt um þig og i nú, þegar við erum að skilja; þvi með þeirri ósér- plægni, sem þú lætur nú í ljós, sýnir þú hina eðallynd- ustu og fegurstu lyndiseinkunn, sem nokkur kven- maður getur átt. Eg veit, hve vænt þér þykir um Sul- livans, og þú hefir líka ástæðu til að láta þér þykja vænt um þau og til að vilja uppfylla þínar gömlu skyld- ur; en að þú yfirgefur okkur nú og afþakkar að taka þátt í suðurferðinni, án möglunar, sem þú vonaðist svo mikillar skemtunar af, sýnir að Gerti mín er sú hugrakka og góða stúlka, sem eg altaf hefi vonað og beðið um, að .hún mætti verða. Þú gengur veg skyld- unnar, Gerti, og þín eigin samvizka mun launa þér það, ef þú færð engin laun á annan hátt”. Þegar Emily hætti, voru þær komnar í eitt garðs- hornið og sneru sér við; en þá kom til þeirra ein af vinnukonunum og sagði, að frú Bruce og sonur henn- ar biðu þeirra í daglegu stofunni. “Fékstu hnappana handa henni i bænum, Gerti?” sagði Emily. “Já, eg fékk hnappa, sem eg held að eigi vel við; hún er líklega komin til að vita, hvernig það hefir gengið; en eg get ekki farið inn einsog eg lít út núna”. “Það er bezt, að eg fari ein inn með Katy„ þá getur þú farið inn um hliðardyrnar og upp í þitt her- bergi, án þess nokkur sjái þig. Eg skal biðja frú Bruce afsökunar og þegar þú hefir baðað augu þín og ert orðin rólegri, getur þú komið ofan og gjört grein fyr- ir því, sem þú áttir að gjöra fyrir hana”. Þegar Gerti kom inn í herbergið að hálfum tíma liðnum, sáust engin merki geðshræringar hjá henni. Frú Bruce kinkaði vingjarnlega kolli til hennar frá legubekknum. Ungi Bruce stóð upp og bauð henni stólinn sinn, en Graham benti á auða sætið við hlið- ina á sér og sagði: “Hér er sæti handa yður, Gerti”. Hún afþakkaði tilboð beggja mannanna og gekk að Ottoman (tyrkneskur legubekkur fótalaus), sem stóð við opnu glerdyrnar; þangað gekk Bruce líka, settist kæruleysislega á efsta stigaþrepið, sem lá niður í garðinn, og fór að spjalla við hana. Litlu síðar bað Graham unga Bruce að koma út með sér og skoða gosbrunn, sem nýlega var búinn til. Ungi maðurinn, sem var hinn sami og læknirinn ras- aði um fyrir nokkrum árum, hafði verið erlendis um tíma. Hann leit nú á sjálfan sig með meiri ánægju en áður, þar eð hann átti nú yfirvararskegg, franskan tízkubúning og fallegt sveitaheimili. Þegar þeir komu aftur inn, settust þeir hjá stúlkunum og fóru að tala við þær. “Eg hefi talað við Emily um suðurferð yðar, hr. Graham”, sagði frú Bruce, “og að dæma eftir leiðinni, sem þið ætlið að fara, verður ferðin skemtileg”. “Eg vona það, frú. Ferðin ætti vonandi að styrkja heilbrigði Emily, og þar eð Gerti hefir aldrei ferðast neitt, býst eg við að hún hafi ánægju af ferðinni”. “Ó, þér verðið líka með, ungfrú Flint?” “Auðvitað, auðvitað”, svaraði Graham, án þess að gefa Gerti tækifæri til að svara. “Við teljum hana með — getum ekki án hennar verið nú”. “Það verður ágætt fyrir yður”, sagði frú Bruce, sem ennþá horfði á Gerti. “Eg vonaði að fá að ferðast með Grahams”, sagði Gerti, “og gjörði mér stórar vonir um ánægja af ferð- inni, en nú er það ákveðið, að eg verði i Boston í vetur”. “Hvað ertu að segja, Gerti?” spurði Graham; — “hvað á þetta að þýða? Mér er þetta ókunnugt”. “Mér lika, herra, annars væri eg búin að segja yður það. Eg hélt að þér munduð taka mig með ykk- ur og ekkert hefði glatt mig meira. Hefði eg áður jiekt jiað, sem nú gjörir mér ómögulegt að fara, j)á hefði eg verið búin að segja yður það”. “En við getum ekki verið án þin, Gerti. Eg vil ekki heyra neitt slíkt. Þú verður að koma þrátt fyrir þetta”. “Eg er hrædd um að liað verði ekki mögulegt”, sagði Gerti brosandi, en með sama ákveðna svipnum. “Það er mjög vingjarnlegt af yður, herra, að óska þess”. “óska þess! — Eg krefst l>ess. Þú ert i minni um- sjá, barn, og eg hefi heimild til að skipa fyrir, hvað ]>ú eigir að gjöra”. Graliam var að verða ákafur. Gerti og Emily voru hnuggnar,, en hvorug j>eirra talaði. “Segðu mér ástæður þínar, ef þú hefir nokkrar’”, sagði Graham ákafur, “og af hverju þér hefir dottið þessi heimska í hug”. “Eg sakl segja yður það alt á morgun, herra”. “Á morgun? Eg vil fá að vita það núna”. Frú Bruce, sem áleit að heimilisófriður væri í að- sigi, stóð nú upp til að fara. Graham duldi reiði sína þangað til mæðginin voru farin; en undir eins og dyrnar lokuðust á eftir þeinn gaf hann henni lausan taum. “Segðu mér nú, hvað jietta j)ýðir! Eg hefi ráð- stafað viðskiftum minum og búið mig undir að geta eytt þessum vetri til ferðalags — ekki eins mikið min vegiia einsog til að útvega ykkur báðum ánægju — og nú, þegar alt er tilbúið og komið er að þvi að fara af stað, segir Gerti að hún ætli sér að verða heima. Mér jiætti nú gaman að vita um ástæðuna”. Emily tók að sér að greina frá ástæðunni og end- aði með því að segja, að hún væri þessu samþykk. — Þegar Emily þagnaði lét Graham gremju sina í ljósi ósleitilega. “Gerti tekur l>á Sullivans fram yfir okkur, og þú virðist að hvetja hana til þess. Mér þætti gaman að vita, hvað þessar manneskjur hafa gjört fyrir hana í samanburði við það, sem eg hefi gjört”. “Þau hafa verið vinir i mörg ár, og nú, þegar þau þurfa hennar svo nauðsynlega, finst henni að hún megi ekki yfirgefa þau, sem mér finst ekkert undar- legt”. “En mér finst það. Hún kýs heldur að þræla á skólanum, og ennþá verri þrældóm hjá frú Sullivan, en að vera hjá okkur, þar sem altaf hefir verið farið með hana sem heldri stúlku og meira en það, — sem eina af fjölskyldunni”. “ó, hr. Graham”, sagði Gerti í bænarróm, “þetta snýst ekki um að gefa neinum forgönguréttt; eg álít það aðeins vera skyldu mina”. “Og hvers vegna finst þér það vera skylda þín? Af þvi þú hefir átt heima í sama húsi; af þvi sonur hennar í Kalkutta hefir sent þér sjal og búr fult af auðvirðilegum smáfuglum og skrifað þér fjölda af bréf- um, — aðeins þess vegna heldur þú að þú verðir að sleppa þínuin eigin áhugaefnum og hjúkra hinum veiku ættingjum hans. Hefi eg ekki gefið þér bezta uppeldi og aldrei sparað neitt þér til gagns?” “Mér hefir ekki komið til hugar, að telja velgjörð- irnar, sem mér hafa verið veittar, og haga breytni minni eftir þeim, herra”, svaraði Gerti kurteislega og þó með rólegri röggsemd. “Frá því sjónarmiði skoð- að er eg yður ósegjanlega skuldbundin, og þér eigið stærstar kröfur til minnar þjónustu”. “Þjónustu? Eg krefst ekki þinnar þjónustu, barn; frú Ellis getur eins vel stundað Emily og mig líka, en eg virði umgengni þína og sambúð mikils og finst þess vegna óþakklátt af þér að vilja yfirgefa okkur”. “Faðir”, sagði Emily, “eg hélt að við hefðum lát- ið Gerti fá gott uppeldi til þess, að hún væri öllum ó- háð, en ekki til þess að hún yrði okkur undirgefin”. “Það er nú eftir því, hvernig á það er litið, Em- ily”, sagði Graham, “en þú virðist ekki líta á þetta frá sömu hlið og eg, og þar eð þið eruð báðar á móti mér, ætla eg ekki að tala meira um það”. ■ Um leið og Graham sagði þetta tók hann lampa, gekk inn á skrifstofu sína og lokaði dyrunum hart á eftir sér, og lét ekki sjá sig aftur þetta kveld. Vesahngs Gerti. Graham, sem altaf hafði verið svo alúðlegur, sjaldan talað óvingjarnlega til hennar, og ávalt breytt nærgætnislega við hana, hafði nú stór- kostlega móðgað hana. Hann hafði kallað hana ó- þakkláta; honurn fanst sjáanlega, að hún hefði niðst á góðvild hans, og hélt að hún tæki aðra vini, sem minna hefðu lagt í sölurnar fyrir hana, fram yfir sig og Emily. Sorgmædd og særð flýtti hún sér að bjóða Emily, sem lika var yfirbuguð af harmi, góða nótt, og fór upp i herbergi sitt; þar lét hún undan tilfinning- unuin, sem særðu hana og bönnuðu henni að njóta svefns um nóttina. ÞRETTÁNDl KAPITULI. Vökunótt. Þegar Gerti kom á heimili Grahams, gaf liann henni lítinn gaum i fyrstu; en þegar hann tók eftir því, að Emily þótti vænt um hana og vildi hafa hana hjá sér, lét hann að vilja hennar. Smátt og smátt varð hann þess var, að hún var hneigð fyrir garðrækt, sem var uppáhaldsiðja hans, og þegar hún las fyrir hann og var fyndin og skemtileg, fór honum að þykja vænt um hana. Þess vegna vildi hann helzt hafa hana og Emily með sér á hinni fyrirhuguðu ferð. Þar eð hún hafði verið lengi hjá honum og liann hafði látið menta hana vel, gat hann ekki séð, að neinn annar hefði neina kröfu til hennar, og hann hvorki vildi né gat skilið, að skylda hennar segði annað. Hann var heið- arlegur og mikilsvirtur maður, en eigingjarn í meira lagi og þoldi ekki mótspyrnu. Þar eð Gerti gat ekki sofið, hafði hún nægan tíma til að hugsa um stöðu sína. Fyrst voru tilfinn- ingar hennar sár sorg, en svo koinu aðrar bitrari hugs- anir. “Hvaða heimild hefir Graham til að breyta þann- ig við mig? ’ hugsaði hún, “til að skipa mér að fylgja NÝTT RÁÐ VIÐ TÆRINGU: HVÍTLAUKUR. 1 síðasta hefti timaritsins The World Magazine stendur grein, sem er mjög eftirtektaverð. Hún er um nýtt ráð við tæringu, og það auðvelt og hættulaust ráð, sem allir geta notað. írskur læknir, W. O. Minchin að nafni, hefir komist að þeirri niður- stöðu, að berklaveikis bacillurnar megi drepa með því, að anda að sér hvítlauks-olíu. Þessi olía er nefnd allyl sulphide, er bakteríu-drepandi og stöðvar tæringu, hversu langt, sem hún er komin. Læknir þessi hefir gjört tilraunir með þetta með- al í tvö ár, og hefir læknað marga tæringarsjúka; en hann kvað vera mjög hæglátur' maður, sem ekki vill láta mikið á sér bera, né verða fyr- ir miklu umtali. Það er lika annar læknir, Dr. Marshall McDaffie, sem ritar um þetta nýja læknisráð. “Dr. Minckin hefir reynt 56 lækn- isráð í 1082 tilfellum. Af þessum 56 meðulum eru aðeins 2, sem hafa getað læknað. Það er hvítlaukurinn j úr jurtaríkinu og kvikasilfrið úr | steinaríkinu.. En hvítlaukurinn reyndist betur og sýndi ótrúlega j góðar verkanir, hvernig sem sjúk- } dómurinn var, hvort sem berklarn- ir voru i hörundi, beini eða kirtl- um, lungum eða útlimum. Það var af hendingu, að Minckin tók upp á að reyna hvítlaukinn. — Ungur maður hafði berkla i fót- leggnum og ristinni, og Minckin réði honum til að láta taka fótinn af sér, en það vildi ungi maðurinn ekki. Sex mánuðum síðar hitti svo læknirinn sjúklinginn, sem þá var næstum albata. Hann hafði reynt gamalt “húsráð”, samsett af sóti, salti og hvítlauk. Læknirinn fór að gjöra tilraunir, og komst að því, að það var laukurinn, sem veitti heilsu- bótina. Honum tókst að lækna fjölda berklaveikrd manna og fékk mikið orð á sig fyrir lækningar sínar. — Aðrir vísindamenn, sem hafa rann- sakað málið’ segja, að orsökin til þess, að svo lítið er um berklaveiki á ítalíu, sé sú, að Italir neyti svo mikils af hvítlauk. Á meðal ítala, sem flutt hafa til Vesturheims, hefir tæringin geysað voðalega, og orsök- in til þess talin sú, að þeir hafa hætt við hvítlauks-átið. Allyl sulphide er líka til í venju- legum lauk, en í minna mæli. 1 einni teskeið af hvítlaukssalti eru 2 drop- ar af olíu, og verkanir þeirra ná um allan líkamann betur en nokk- urs annars meðals. Ef tekinn er hvitlaukur brytjaður og bundinn neðan undir iljarnar, þá finst hvít- laukslykt á andardrætti þess, sem það gjörir 20 mínútum siðar. Svo fljótar eru verkanirnar. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi: Tíu ára gamall drengur var svo yfirkominn af berklaveiki i hend- inni, að búið var að taka af honum einn fingur; berklarnir voru í bein- unum og þrjú opin sár voru á hend- inni. Þá tók Dr. Minckin að láta hann brúka hvítlauks-olíuna, og drengurinn var albata að 6 vikum liðnum. Þrettán ára gömul stúlka hafði um mörg ár haft berkla í hægra fæti. Minckin lagði hvítlauksbakstra við fótinn og lét hana anda að sér hvitlauks-olíu. Tveim vikum síðar gat hún kastað hækjunni, og gengið óhindrað. Við lungnatæringu brúkar Min- ckin innöndun. Hvítlaukssafinn er blandaður með 8 gr. hreinu alkohol og nokkrum dropum af eucalyptus- oliu. Þessu anda menn að sér eina klukkustund á morgnana og aðra á kveldin. Það bætir á 2—4 vikum. Börn eiga að éta hráan hvítlauk. Einnig má sjóða 40—80 gr. af hvít- lauk undir loki í 2 klukkustundir, og iná gefa barninu eitt glas á dag að drekka af þessu seyði. Aðsóknin að háskólanum i Grand Forks er ekki í rénun meðal íslend- inga í Norður Dakota. í vikunni sem leið fóru 10 nemendur þangað suð- ur frá Mountain og 2 frá Gardar. — Sjálfsagt hafa einhverjir farið úr hinum bygðarlögunum lika, þótt þeirra sé ekki getið i Edinburg Tri- bune, þaðan sem fréttin er tekin. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sera hefur fyrlr fjölskyldu aS sjá eöa karlmaöur eldrl en 18 ára, get- ur teklö helmilisrétt á fjóröung: úr seetion af óteknu stjórnarlandi i Man- itoba, Saskatchewan og Alherta. Um- sækjandi verður sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar i því héraöi. Sam- kvæmt umbotii má land taka á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meö vissum skil- yröum. SKYLDUK—Sex mánaöa ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyröum innan 9 mílna frá helmllls- réttarlandi sínu, á landi sem ekkl er minna en 80 ekrur. í vissum hérööum getur góöur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjóröungt sectiónar meöfram landl sinu. Verö $3.00 fyrlr ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö & hverju hinna næstu þrlggja ára eftir aö hann hefur uúniö sér inn elgnar- bréf fyrir heimilisréttarlandl sínu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hlnu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréflö, en þó meö vlssunt skilyröum. Landnemi sem eytt hefur helmllls- rétti sínum, getur fengiö helmillsrétt- arland keypt í vissum hérööum. Ver» $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús í landinu, sem er $300.00 viröi. Færa má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búþening má hafa á landinu 1 staö ræktunar undlr vlssum skllyröum. BIöö, sem flytja þessa auglýslnga Ieyfislaust fá enga borgun fyrir.— W. W. CORY, Deputy Mlnlster of the Interler. Hií sterkasta gjöreyíingar iyf fyrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindl svo sem, veggjalýs, kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smá- kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur þannig í veg fyrir frekari óþægindi. Búið til af PARKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Phone Garry 4254 . WINNIPEG Selt f öllum betri lyfjabúðum. f I ♦ i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.