Heimskringla - 08.10.1914, Síða 1

Heimskringla - 08.10.1914, Síða 1
Giftingaleyfisbréf seld TH. JÖHNSON Watchmaker,Jeweler&Optician Vibgerbir fljótt og vel af hendi leystar 24S MAIX STREET ?hone Mttin «00« WINNIPEG, MAN. Nordal og Björnsson — Gull og úrsmiðir — 674 S A R G E N T A V E. XXIX. AR. Norðurálfu Stríðið. 30. september. — Frétt sú barst með blöðunum í gærkveldi, að Von Kluck hershöfð- ingi hafi boðið að gefast upp, og að allar hersveitir hans legðu niður vopnin, með þeim skilmála, að þeim væri lofað að fara heim sem frjáls- um mönnum og engir teknir til fanga. En boði þessu hafi verið hafnað af Joffre, hershöfðingja Frakka. Fréttin þótti ekki með öllu áreiðanleg, þó vist sé orðið, að hann sé nú umsetinn á allar hliðar af sambandshernum, og öllum sam- göngum við hjálparsveitirnar þýzku lokað. Kvað hann vera mjög þrot- inn að vistum og sveitir hans hung- urmorða. Það var fyrst um og eftir 26. sept., eða fyrra mánudag, að or- ustunni fór verulega að halla á Þjóðverja. Hér og hvar klofnuðu skörð í fylkingarnar og máttu þær ekki við hinni stöðugu kúlnahrið, er yfir þær rigndi frá sambandssveit- unum, — 0g eftir að fylkingarnar rofnuðu réttu þær ekki við aftur. Hafa þær nú altaf siðan hrakið undan, unz svona er komið. Sam- bandsherinn er kominn norður fyr- ir og heldur nú ölium leiðum yfir Belgiu og austur. Var það þá fyrst að Von Kluck áleit, að hann mætti ekki lengur verjast, og fór að hreyfa íriðarboðum. Bauð hann, að ef að sér væri heit- ið óhindraðri heimför, skyldi hann og allur her hans leggja niður vopn- in og ekki skifta sér meir af þess- um ófriði það sem eftir væri. Tilboðum þessum svaraði Joffre þannig, að nú væri bezt að sköp skiftu; við Von Kluck semdi hann aldrei frið, og engum griðum myndi hann heita. Hertu Frakkar á sókn- inni strax eftir að frétt þessi spurð- ist um herinn. Var fallbyssum og öðrum drápsvélum komið fyrir á mótorvögnum, svo léttari yrði þeim eftirförin strax og fullkominn flótti brysti i þýzka herinn. — Er engum samningum varð við komið, var orustan hafin að nýju með fullri grimd, 0g berjast nú Þjóðverjar einsog óðir menn, — því nú er ekki nema um dauðann að tefla. Helzt engar fréttir berast að aust- an. Bannaðar eru allar símskeyta- sendingar þaðan, og er það skilið sem svo, að á undirbúningi standi hjá báðum hliðum, og vilji þær því ekki láta vitnast, hvað sé í bruggi. Engar stórorustur hafa átt sér stað þessa daga og munu herirnir sitja mikið á sömu stöðvum. Segjast Rússar nú hafa flæmt alla Þjóðverja út úr Póllandi og halda meginhluta Austur-Prússlands. Þó mun hitt sanni nær, að nokkrir staðir á Pól- landi séu enn í höndum Þjóðverja; en fyrir aua sókn er tekið af hálfu þýzka hersins, og gjöra þeir nú ekki annað en verjast. Að sunnan segja fréttir, að Serb- ar hafi nú hreinsað land sitt af Austurríkismönnum. Er nú aðeins eitt vígi ótekið, suðvestur af borg- inni Krupain, uppi í fjöllunum. En meginhluta Bozniu og Herzegóvínu hafa þeir náð. — Annars ber öllum sögnum saman um, að Austurríki muni vera i andarslitrunum. Logar þar alt í innanríkisófriði, og er all- ur agi í hernum farinn út í veður og vind. Hlýða slavnesku sveitirn- ar ekki lengur þýzku hersliöfðingj- unum, en strax og í orustu kemur ýmist leita undan á flótta, neita að taka upp vopn eða ganga yfir i and- stæðinga herinn. Sjóherirnir hreyfa sig hve;rgi enn. Er meginflotinn þýzki hneptur inn- an við Kiel, en Bretar liggja fyrir framan. Þó eru stöku þýzk skip á sveimi og hafa unnið Bretum all- mikið ógagn. Þýzkt herskip, Emden, hefir rétt nýverið sökt nokkrum flutningaskipum brezkum í Bengal- flóa; en bjargað hefir það mönnum og skotið þeim á land. Var það bú- ið um síðustu helgi að sökkva fimm vöruflutningaskipum og kolaskipi að auk. En nú hefir það bætt þvi sjötta við, Gryfevale. Tók það skip þetta i indverska sjónum. Ferðamenn, er komið hafa frá Brussels, segja alla bæi þar eystra og nyrðra fulla af þýzku flóttaliði. Eru það slitringar af hersvcitum Von Klucks. í borginni Ghent eru sagðar rúrnar 35,000 flóttamanna. Vekja þeir óspektir og yfirgang, hvar sem þeir fara. Liggja nú ýmsir smábæir í ösku. Fimm þorp utan við Ghent sáu þeir standa i björtu báli. Eftir siðustu fregnum frá Kaup- mannahöfn er sagt að Þjóðverjar séu nú í óða kappi að undirbúa her- skip sín til atlögu við Breta. Hafa þeir verið að flytja að þeim ógrynni kola þessa siðustu daga og nýjar fallbyssur frá Kupp verksmiðjun- um, er notaðar hafa verið við til- rauna-sprengingar, og gefist vel að sögn. Samhliða þessu hafa 25,000 manns úr sjóliðinu verið sendir vestur til Brussels, og eiga þeir að bíða þar, unz á þá verður kallað. Er skoðað sem svo, að tilgangurinn með því sé sá, að koma skipunum sem fyrst móts við Antverp og taka bæinn. Og að því loknu, að heimsækja Bretland sjálft. Hefir það heyrst á hershöfðingjunum þýzku, að þótt mishepnast hafi tilraunin sú, að taka París og Frakkland, sé enn óreynt, hvort ekki megi taka Lundúnaborg og England. Telja þeir England berskjaldað, þrátt fyr- ir flotann, og á allra vitorði er það að ekki þolir það langt umsátur. En fullvel hafa Þjóðverjar treyst sér til þessa og fram yfir það, sem reynd hefir á orðið, og ekki er ó- sennilegt, að svo fari enn. Brezki flotinn er ekki flúinn við fyrsta á- hlaup, og hætt við að þýzku skipin fái nóg að starfa, áður en þau hafa fyrir komið öllum 'skipunum ensku; því bæði eru Þjóðverjar langtum liðfærri á sjó, og svo hafa Bretar miklu betra aðstöðu en þeir. * * * 1. oktöber. — “Engar verulegar breytingar. Barist í alla nótt. Suður af Woevre hefir franski herinn tekið Seichs- prey og komist suður að Rupt-de- Mad”. Þessi frétt var gefin út frá hermálastofu Frakka í morgun. — Umsáturs-tilraun sambandsmanna hefir hepnast að lokum: að loka Von Kluck inni i herkvi, svo hann komist hvergi og fái engum vistum að sér náð. Hafa Frakkar og Bretar nú tekið flest vígin norður af Somme og halda hæðunum þar austur af. Er þctta nitjándi dagur orustunnar við Aisne. Eftir er ein járnbrautar- stöð i höndum Þjóðverja þar, þorp- ið Juneville. Liggur þaðan ein járn- braut inn til Belgiu og Þýzkalands, er fluttar verða vistir eftir til her- manna Þjóðverja. Er nú markinið sambandsmanna, að ná stöð þess- ari. Þótt fréttin sé fáorð um sigur- vinningar, er þetta þó talinn annar mesti sigur sambandsmanna á Frakk landi siðan stríðið hófst. Hafa Par- ísar búar slegið upp veizlum og há- tíðahöldum út af þessum hrakförum Þjóðverja, og þykir það benda á, að meira hafi gjörst, en á máli er haft. Fréttir frá Berlin eru sagnafáar um orustuna vestra. En aftur á móti segja þær , að Rússar hafi verið reknir til baka i Carpathía skörð- unum, er þeir rcyndu að brjótast inn á Ungverja. Hafi þeir farið þar mikla hrakför. Þessu andmæla frétt- ir frá Pétursborg, er segja að öllum Austurríkismönnum sé nú sópað burt úr Galizíu og öll skörð í Car- pathia-fjöllum sé í höndum Rússa. Getur fréttin ekki um áhlaup nein inn á Ungverjaland. Má því vel vera, að sú fregn sé sönn. Aftur að norðan, á Iandamærum Prússlands, hefir staðið blóðugur bardagi með feikna mannfalli, og segja fréttir, að Rússar hafi mátt betur. Engin fulln- aðarúrslit eru þó enn orðin. Er or- usta þessi kölluð bardaginn við Niemen. Hefir orustan staðið síðan á sunnudag, en Rússum stöðugt bæzt lið frá Vilna, og er liðsmunur nú farinn að segja eftir. Þjóðverjar sóttu fram í byrjun, en gjöra nú ekki annað en verjast. Hlaða þeir nú virki og varnargarða og hlifðar- veggi, til þess ef mögulegt er að stöðva innhlaup í Slesiu, og halda samgöngum opnum við Austurríkis- hersveitirnar að austan. Hinir ýmsu flokkar í ítalska þing inu sitja á fundum til þess að ræða afstöðu ríkisins og láta vilja sinn í ljósi um hvaða stefnu heppilcgast sé að taka. Hefir þcim öllum kom- ið saman um það, að stefna sú sem stjórnin hefir tekið upp, sé sú heppilegasta og sjálfsagt sé fyrir þjóðina að blanda sér ekki inn f þenna ófrið meðan ekki sé á landið leitað. Préttaritari enska blaðsins Times lýsir í alllangri grein orustunni milli Frakka og Þjóðverja f gœr. WINNIPEG, MANIT0BA, FIMTUDAGINN 8. 0KTÓBER, 1914. Nr. 2 i Úr skeytinu er bannað að birta staðarnöfnin eftir vanda en álitið j er að talað sé um bardagann milli | Oisne og Ainse. Farast fréttarit- ; ara orð á þessa leið: “Þjóðverjar voru hvað eftir annað leiddir í gildru og drepnir unnvörpum. Mátti heita að fljótið væri orðið allt blóðlitað. Mest var þó mann- fallið við brýrnar og flotabrýr sem þjóðverjar létu altaf leggja jafn- hliða þvf sem þeir héldu skothríð- inni áfram. Vom þær altaf sprengd- ar upp jafnóðum. Eftir all langa sennu báðu þjóðverjar um stundar- hvíld til þess að grafa sína dauðu og færa þá særðu á óhultari staði. Var þeim veitt það. Strax og tím- inn var uppi var byrjað á nýjan leik. Reyndu þjóðverjar á ný að kasta flotabrúm á fljótið og kom- ast yfir. Meðan á þessu stóð létu Frakkar helminginn af byssum sín- um þegja, einsog væru þær nú úr !agi og yrði þeim ekki lengur beitt. En er tvær þýzku ridadra sveltim- ar voru rétt um það að komast yfir á bakkann Frakka megin, byrjuðu þær og þá allar í einu að spú eldi og blýi og á svipstundu vora sveit- irnar—menn og hestar komnir út á fljót svo engum varð undan komu auðið. Gekk nú þessi hrfð um stund og báðu þá þjóðverjar aftur um hlé til þess að færa þá særðu burt af vígvellinum. Veittu þá Frakkar þeim tveggja stunda grið. En að þeim lokunum byrjaði hild- arleikurinn á ný. Að lokum hlupu þjóðverjar undir hlífar og var þá áhlaupinu lokið í bráð. Mistu sambandsmenn ekki mjög margt f hreðu þessari, er talin er ein með þeirri grimmustu í þessari 18 daga orustu.” Þá hafa þjóðverjar boðist til að þyrma kyrkjum og listasöfnum framvegis ef Belgar og sambands- menn vilji lofa því að nota þær ekki fyrir vígi og turnana fyrir skotvirki. Sendi þýzki hershöfð- inginn f Brussels þesei tilboð til Spánska og Amerfska sendiherrans i Antwerp. Getur haim þess enn- fremur að ekki sé öll kyrkjubrot hermönnum sfnum að kenna, því hann hafi fyrirboðið að láta skjóta á borgina Malines, en Belgar hafi aftur á móti hélt yfir hana eldi og eymyrju dögum saman eftir að þjóðverjar tóku hana. * * * 2. október. — Aðal vigi þjóðverja á norður Frakklandi er við bæinn Roye. Von Kluck hefir bæzt lið síðan um miðja vikuna er búist var við að hann yrði að gefast upp eða halda undan inn í Þýzkaland. Skeyti frá París kl. 3 e.h. segir að orustan halda áfram nálægt Roye. “Vinstri fylkingararmur vor stefnir í áttina til Roye. Og er barist nú stöðugt án nokkurra hvflda. Þjóðverjar virðast hafa búið um sig þar og safnað jiangað nýju liði. Út fylk- ingar ná suður fyrir Arras. Við Meuse fljótið reyndu Þjóðverjar að leggja flotabrýr yfir fljótið nálægt St. Mihiel, en her vor skaut þær jafn harðan í sundur. í Woevre héraðinu höldum vér uppi sókn- inni og þumlungumst áfram hægt og hægt millum Appremont og St. Mihiel. Á öðrum stöðum hefir lftið gjörst en hvarvetna er haldið við.” Skcyti þetta er frá hermálastof- unni frönsku og getur lítillega þeirra atburða sem eru að gjörast þar norður frá. Breskur efnafræð- ingur og fréttaritari Lundúna blað- anna að nafni A. A. Roberts segir frá hernaðartækjum þeim sem Frakkar hafa yfir að ráða og eyði- leggingu þeirri sem þau gjöra í liði þjóðverja, og þakkar hann það þvf hve Sambandshernum hefir hepn- ast að stemma stigu fyrir framgangi þjóðverja. Eitt þetta sprengiefni sem Frakkar nota er kallað “Turp- onite” og er svo banvænt og bráð- drepandi að það drepur á sama augnabliki og kúlan spríngur svo mennirnir standa dauðir eftir við brjóstvirkin. Lýsir hann þvf á þessa leið.: “Efni og eðli “Turponitis” þekkja menn ekki til hlýtar, er því haldið leyndu, af M. Turpon, sem fann það upp, þeim sem fann upp hið voða- lega sprengiefni “Melinite” En um tilraunir er gjörðar hafa vcrið með þvf höfum vér heyrt getið. Þcgar “Turponite” sprenging er gjörð, myndast gastegund sei.i er svo ban- væn að ekkert lifandi kvikiudi fær lífi haldið er fyrir þvf verður. Það drepur ekkí á venjulegan hátt eins- og hin ýmsu köfnunar efni, heldur slekkur lífið á augabragði einsog vindgustur slekkur ljós. Einn andardráttur af gasinu og lífinu er lokið, maðurinn er ekki frainar f þessum heimi, hann er horfinn fyrir fult og alt. Drepur gas þetta í 900 feta fjárlægð í allar áttir frá þar sem kúlan spríngur. Var gjörð til- raun með þetta á sauðuhópi, nokk- ru eftir að efni þetta fanst. í hjörð- inni voru 400. Strax og rofaði til í reyknum og séð varð til hjarðar- innar lágu öll 400 stein dauð. “Tur- ponitc’’ kúlum verður ekki skotið úr venjulegum sprengikúlu byss- um, þarf fyrir það sérstakan útbún- að. Byssur þessar hafa verið not- aðar á þjóðverja og þótti það undr- un sæta eftir orusturnar að menn- irnir stóðu stein dauðir eftir upp við brjóstvirkin. En það var “Turponite” er fest hafði hinum stirnuðu riddurum blund.” Þá er líka skýrt frá því í blaða fregnuni að sambandsherinn sé orðinn að mun liðsterkari en hinir. Er samankomin her víðsvegar að utan úr henni, frá nýlendum og skattlöndum Frakka og Breta. Þar eru Turcar frá norður Afríku úr sköttlöndum Frakka, f hundrað þúsunda tali. Eru þeir hin mestu óvætti og kunna ekkert að óttast, e:i hinir vægðarlausustu drápvarg- ar og íllþýði. Þá eru Kaffar og súlúar úr suður Afríku, bláir sem hel og digrir sem naut, ósigrandi og ódrepandi að þoli og þrautseigju vígatnenn hinir mestu, grimmir og grályndir. Lfka eru þar fjöldi Ind verskra hersvcita, svoncíndir “Síkk- ar” er unað haf-i mestan af orustum og hcrferðum. Hafa þcir alist upp við það frá blautu barnsbeini, frá kyni til kyns, þvf þetta er hermanna stéttin indverska. Með öllum þess- um l'ðsafnaði og svo hvítn her- sveitunum eru sambandsliðar orðn- ir ósigrandi. í Bclgíu er hungur tekið að sverfa að þjóðinni. Sagt er að ekki sé til pund af mjöli í Brussels og aðrar vistir á þrotum. Ýmsar hersögur koma að austan frá viðskiftum Prússa og Rússa og veltir ýmsum betur, en ennþá er orustu völlurinn upp í Póllandi og austur Prússlandi. Þá hafa Bretar í hefndar skyni við þjóðverja ákveðið að sá sprengi- vélum yfir Norðursjóinn. Eru það viss svæði norður af Hollandi þar sem þýzk skip þurfa helzt yfir að iara. Minkar ekki siglingar hættan við það er báðar þjóðirnar fara að bera þessa tundar djöfla í sjóinn. 3. október. — “Sambands liðin veitt betur. Þjóðverjar barðir til baka. Til- raunir þeirra að taka bæinn Roye hafa mistekist. Bardaginn staðið dag og nótt síðan á föstudag. Von Kluek væri sigraður ef honum hefði ekki bæzt lið frá miðhernum þýzka að sunnan. Þrátt fyrir liðsveizluna hefir honum ekki tekist að hrekja sambandsherinn eitt fótmál til baka.” Þetta er aðalefni strfðsfrétta er blöðin fluttu í morgun eftir her- málastofunni Frönsku. Yfirlit yfir afstöðu orustunnar var sent út kl. 3, og er það nokkuð á þessa leið: “Vinstri fylkingar vorar hafa stað- ið á skotvelli síðan snemma í gær. Hefir bardaginn verið harður, eink- um f kringum Roye, þar sem vér stöðvuðum hvert áhlaupið eftir ann- að frá óvinahernum, er þeir hófu altaf með nýjum og nýjum hersveit- um er sendar voru til liðs við þá, frá miðhernum sunnan við þá. 1 Argonne, reyndi sextánda her- deildin (herdeild sú sem krónprins inn ræður yfir) að komast að oss með því að fara eftir skóginum við Crurie. En vér mættum henni á stað sem heitir Varennes, tókum þar á móti og feldum af henni fjölda manns svo að lokum varð hún að halda undan. Við Meuse hæðir í Woevre héraði vinst oss nokkuð en seint. í Belgíu halda þjóðverjar uppi skothríð á útvirki Antwerp borgar. Eru þeir nú viö suðaustur virkin en hafa lítið unnið á. Tvö áhlaup hefir fótgönguliðið gjört en í hvoru tveggja skiftin verið rekið til baka. í Rússlandi (Póllandi) hefir ein herdcild þýzk verið lirakin til baka inn á slóðir norðurfylkinga megin hcrsins, að norðan, við Marjampol og Suwalki. At miðsveitum ó- vina hersins hafa Rússar tckið borg ina Augustows, en engin tfðindi gjörst milli syðri fylkingarmanna. Hafa þeir átt f stöðugum skærum en vinningar engir á hvoruga hlið.” IGalizfu er Austurríkisher flúinn yfir Vistula fljót. I Bozníu herða Svartfelllngar og Serbar gönguna til Sarajevo, borgarinnar þar sem ríkiserfingi Austurríkis var myrtur í sumar og öllu þessu óláns stríði hleypti af stað. Blaða fréttir segja að þjóðverjar fái nú ekki viðkomið motorvögn- um er þeir hafa notað til flutninga, vegna olíuleysis. Reynist það satt fer þeim þá að tefjast flutningur vista og vopna, fram með fylking- uin, því til þess gagna ekki járn- brautirnar. öllum fregnum ber saman um það að hjá þeim sé al- mennur vistaskortur í herbúðunum svo hversu þrásætnir sem þeir ann- ars kynnu að vera rekur neyðin þá innan skams til að hörfa inn í sitt eigið land. Sagt er að mikill við- búnaður sé nú með að styrkja virki umhverfis allar vestur borgir rikis- ins, en þó einkum Köln, Mainz og Achen. Virðist þar benda á að þjóðverjar búist við að þurfa að leita sér skýlis bak við varnarvirki þessara borga áður en langt líður. Sagt er að keisarinn haldi ekki kyrru fyrir. Ferðast hann með sér- stakri lest ýmist austur eða vestur milli Frakklands og Austur Prúss-. lands. Kemur sú fregn frá Kaup- inannahöfn að hann hafi verið undanfarandi daga við austur her- inn og séu einhverjar breytingar þar f vændum. Er sagt að í ráði muni vera að hefja 4 leiðangra gegn Rússum. Er tveimur stefnt inn í Galizíu, sem nú er orðið Rúss- neskt hérað, og er miðað á borgirn- ar Cracow og Lemberg. Um ráða- gjörð þessa vita blöðin ógjörlega, því ósennilegt er að þjóðverjar hafi opinberað þeim fyrirætlánir sínar. Fréttir sendar frá Berlin til Brezku blaðanna segja frá með hvaða hætti Jóakim ýnsti sonur keisarans særð- ist og að lokinni orustinni fékk j hjarta krampa og varð að flytjast' til spítalans í Metz. Er honum bor-1 in sagan vel, en kippa mun honum f kynið með hörka og ákafa, og ekki ! sagður ólíkur íöðurnum. i “Það var í bardaganum við Schætzels á austur Prússlandi, að 1 Jóakim keisarason særðist. Rússar höfðu gjört áhlaup og hrakið fylk- ingu keisarans aftur á bak nokk- urn spöl. Varð Jóakim þá alveg óður, óð fram grenjandi og kallaði til sinna manna að duga. Rétti fyikingin þá við og rak Rússa að lokum á flótta. í bardaganum fékk keisarason skot f handlegginn, en ekki vissi hann um það meðan æð- ið var á honum mest. En um leið og af honum rann vígamóðurinn hné hann niður, hafði hann fengið hjarta krampa. Var hann þá tek- inn og fluttur bak við hersveitim- ar og síðan til Metz. Fyrir þessa hreysti sína var hann sæmdur “járn krossinum" er þykir hið mesta sæmdar merki í Prússa her. Var honum borin fregnin inn f spftal- ann þar sem hann lá. Stökk hann þá strax á fætur og segir “nú er eg albata.” Var það með naumindum að honum yrði komið í rúmið aftur. 5. október. — Umsátrið um borgina Antverp er hið merkasta frá ófriðarstöðvun- um. Sækja Þjóðverjar þar að með ógrynni Iiðs, en borgin er vel vig- girt og verja Bretar og Belgir hana af kappi miklu. Hafa Þjóðverjar orðið að hopa frá hvað eftir annað, ! og beðið mikið manntjón. Þó segja I fregnir frá Berlin, að nokkur út- j vígi hafi fallið þeim í hendur, og j borgin sjálf muni falla áður margir dagar líði. Frá Amsterdam á Hollandi berast líkar fréttir eftir Róttamönnum frá hinni umsetnu borg. En setuliðið telur fjarri þvi, að Þjóðverjar séu nokkuð nærri sigri, og segja fremur sókn en vörn af sinni hálfu. Þýzk herdeild, er gjörði tilraun til að komast yfir Nethe-fljótið og sækja að Antverp úr þeirri átt, var þvi nær strádrepin af sambands- hernurn. Rússar unnu mikinn sigur á Þjóð- verjum meðfram fljótinu Niemen, innan landamæra Austur-Prúss- lands; tóku 1000 fanga og 5000 féllu af Þjóðverjum. Miðfylkingararmur Rússa er nú kominn i námunda við borgina Lyck. Er það sami herinn, sem vann bardagann við Augustowo fyrir fá- um dögum siðan. Frá herstöðvunum við Aisne fljót eru engin umskifti að frétta, nema gríðarvíg á báða bóga. * * * 6. október. Nú er 24. dagur bardagans mikla við Aisne upprunninn, og enn má heita, að við sama sitji. Von Kluck situr ennþá á sömu stöðvum og hef- ir hann fengið mikinn liðsauka ný- lega, svo nú þykist hann betur megnugur að veita viðnám. Raunar er þessi liðsauki hans tæplega nóg- ur til að fylla í skarðið fyrir þá, er fallið hafa, því svo hefir mannfall- ið verið ógurlegt hina siðustu daga. Er talið, að full milíón Þjóðverja hafi fallið þessa 24 daga á þessum stöðvum. Nú hefir Þýzkalandskeisari vikið yfirstjórnanda alls hersins, Von Moltke, frá völdum. Kom þeim ekki sem bezt saman og varð endirinn þessi. 1 Moltke eiga Þjóðverjar sinn herfróðasta mann. Sagt er, að Spánverjar og Italir séu í þann veginn, að bjóða sam- bandsmönnum liðveizlu sína. Siðustu fregnir frá Antverp segja, að Þjóðverjar séu að linast í sókn- inni og hafi all-mikill hluti umsát- urshersins verið sendur áleiðis til Frakklands til hjálpar meginhern- uin í bardaganum við Aisne. Sömu fregnir segja, að belgisku herfor- ingjarnir, sem stjórna setuliðinu þar, hafi lýst því yfir, að ef þeim ekki bærist hjálp bráðlega, svo um munaði, þá væri ómögulegt að þeir gætu veitt viðnám til lengdar, gegn 10 til 20 sinnum meiri herstyrk. Er hljóðið all-dauft orðið i Belgiu- mönnum, sem von er: hungursneyð mikil í landi og verzlun öll og iðn- aður i lamasessi. En samt berjast Belgar af hugrekki miklu. Winston Churchill, flotamálaráð- gjafi Breta, er kominn til Antverp til að lita eftir ástandinu þar og reyna að ráða fram úr vandræðun- um. Þjóðverjar hafa mist 100,000 manna í orustunum við Augustowo, Suwalki og Miujanopel, fyrir Rúss- um. Núna síðast hafa Rússar tekið borgina Soldan. Hinn frægi franski hagfræðingur, Yves Guyot, hefir gefið þær upplýs- ingar, að standi striðið í sex inán- uði, kosti það þjóðir þær, sem taka þátt i því $17,600,000,000, og er það cnginn smáræðis skildingur. Franska stjórnin hefir samþykt að þiggja tilboð Canada stjórnar um $100,000 gjöf fyrir Iíauðakross sptt- ala. Við Aisne er barist af all-mik'Ui grimd, en ekki má á milli sjá hver vinnur enn sem komið er. Sendið nöfnin. Hér meS biSur Heimskringla aSstandendur allra þeirra Veatur-lslendinga, sem gefiS hafa sig fram til herþjónustu til varnar brezka alríkinu í núverandi stríSi, aS senda nöfn hermannanna á skrifstofu þessa blaSs sem allra fyrsL ÞaS er algjörlega nauSsynlegt, aS Heimskringla hafi þessar upplýsingar, bæSi til þess, aS vitanlegt geti orSiS, hvern þátt þjóSflokkur vor tekur í landvöm ríkisins, og eins fyrir eftirtímann, aS hægt sé á skömmum tíma aS fá vit- neskju um þá, ef þörf krefur. Þess vegna þarf Heimskring- la aS hafa skrá yfir full nöfn allra íslenzkra hermanna, ásamt heimili þeirra, og í hvaSa “Company” og herdeild þeir þjóna. Alt þetta biSjum vér aSstandendurna aS senda blaSinu svo fljótt sem unt er.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.