Heimskringla - 08.10.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.10.1914, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. OKTÓBER 1914. Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. trtgefendur og eigendur THEVIKING PRESS, LTD. VerTS blatisins í Canada og Bandarikjunum $2.00 um &ritS ♦fyrirfram borgatS). Sent til lslands $2.00 (fyrlrfram borgatS). Allar borganir sendist r&tSs- ■lannl blatSsins. Póst etia banka &TÍaanir stýlist til Tbe Viktng Press, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON RátSsmatSur H. B. SKAFTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, WÍBoipeg BOX 3171. Talsfml Oarry 4110 Islenzkan útlæg við háskólann. Hverjir eiga Islenzkuna. Vér aðeins drápum á það síðast, að kyrkjufélagið teldi sig eiga einka- umboð yfir kenslu íslenzkrar tungu hér vestra. Má sumum virðast, sem það hafi nokkuð til síns máls, með þvi að það átti þátt í, að málið var innleitt á kensluskrá háskólans, fyr- ir ellefu árum síðan og námsgreinin hefir til þessa að nokkru leyti stnA, ið þar undir umsjá þess. Það hefir þvi gjört þá staðhæfingu, að það hafi átt með að taka kenslugrein þessa i burtu þaðan aftur, strax og því sýndist, á sama hátt og ef það hefði flutt með sér bækur eða önnur kenslugögn yfir á sinn eigin skóla. í>ess vegna hafi forstöðunefnd skóla þeirra eigi yfirstigið takmörk sinna eigin réttinda, er hún fór þess á leit við Wesley College, að sá skóli hefði ekki útvegi með að hafa sérstæðan kennara i námsgrein þessari fram- vegis, en gæfi sér með öllu eftir kensluna. Er nú þá að athuga, á hverju fé- lagið byggir þessar staðhæfingar sínar og hvernig það hefir farið með þetta mál frá byrjun; hvernig eign- arrétti þess er varið og hvað hefir verið mestu ráðandi í stefnu þess með kenslunni. einsog svo oft hefir verið frá skýrt. Voru tvær ástæður til þess, að það fór á stað með það. Fyrst ósk ís- lendinga hér i bæ, að svo væri gjört, og svo hin, að fólki, er gefið hafði í hinn svonefnda skólasjóð, var far- ið að leiðast eftir því, að sjóðurinn yrði notaður. Svo var það lika, að leiðandi menn, er þá voru innan fé- lagsins, álitu, og það réttilega, að skólanum fyrirhugaða yrði ekki komið upp, svo nokkur mynd yrði á; yrði þetta því hagkvæmasta stefn- an: að koma málinu inn við háskól- ann hér, en fá að hafa einhverja hönd í bagga með kenslunni. Eina hluttakan, sem félagið átti þvi i, að málið kæmist inn við há- skólann, var þá sú, að það samdi um við Wesley College, að mega láta kenna málið við undirbúningsdeild- ina. f því fólst engin háskóla viður- kenning, eða, er til lengdar hefði látið, nokkur not. Málið hefði kafn- að þar, ef nemendum hefði verið gjört ómögulegt að halda áfram námi, er upp í háskólann kom. En að það komst þangað, var námsfólk- inu að þakka, einsog bent hefir ver- ið á, og fyrsta kennaranum, er fé- lagið svifti atvinnu strax og það greindi á við hann ura trúarskoð- anir, — tillitslaust tt þess, hversu hann var að leysa kensluverk sitt af bendi. Stutt yfirlit yfir stofnun kenslunn- ar ætti að nægja til þess að sýna, á hverju eignarrétturinn byggist, og hver sé réttur eigandi islenzkunnar hér i landi; — þó það sé ekki laust við að vera hreint og beint broslegt, að uin slíkt skuli þurfa að deila. Þegar kensla í íslenzku var fyrst sett á fót við Wesley College, var það fyrir eindregna ósk íslendinga sjálfra og þeirra, sem fyrir þvi máli gengust þá, frá hálfu Wesley skól- ans, Dr. Sparlings heitins, er þá var forseti við skólann, og kyrkjufélags- ins lútherska. Háskólaráðið var heldur mótfallið því í fyrstu, að ís- lenzkunni væri leyfður þar aðgang- ur, og vegna þess var námsgrein þessi ekki upphaflega viðurkend nema við undirbúningsdeildina En allir fundu ,til þess, hve það var ófullnægandi, og með því fyrir- komulagi íslenzkum nemendum gjört ervitt fyrir, er nota vildu þessa tilsögn í sinni eigin tungu. Því með an svo stóð á urðu þeir að taka þá námsgrein algjörlega aukreitis og bæta á sig verki fram yfir það, sem keppinautar þeirra urðu að gjöra af öðrum þjóðum. Háskólinn ákvað vissar skyldunámsgreinar strax og undirbúningsdeildinni slepti. Urðu allir nemendur að vera við því bún- ir, er gengu upp i háskóladeildina. Þeir, sem því lásu islenzku í undir- búningsdeildinni, urðu að lesa hana algjörlega umfram skyldunámið, úr þvi hennar var ekki völ uppi í há skólanum. Út af þessu kom það sið- ar, að kostur var gefinn á að halda náminu áfram í fyrri bekkjum Col- legins: að íslenzkir nemendur svo gott sem neyddu háskólaráðið til þess. Var það líka auðsætt að það gekk heimsku næst, að kenna það við undirbúnings-deildina, er varð svo ekki að liði, þegar upp í efri bekkina kom. Viðurkenningin, sem þvi vanst málinu til handa, var námsfólkinu islenzka að þakka, er var við há- skólann. Kenslan var sett við Wesley skól- ann af kyrkjufélaginu lútherska, Fyrir þessa hluttöku virðist þvi félagið ekki hafa náð neinum sér- stökum eignarrétti á málinu, ekki jafnvel á kenslunni, er var nú kom- in á alt annan rekspöl en það hafði efnt til. Vér skulum láta það heita svo, að hver og einn beri eignarrétt til sinna eigin verka. Verk það, sem kyrkju- félagið átti, var kensla i islenzku við undirbúningsdeild Wesley Col- lege, en ekki við háskólann. Ef það hefði nú kostað þessa kenslu af eigin fé, þótt það ætti ekki þátt i henni jafn víðtækri og hún varð, mætti kannske til sanns vegar færa, að það ætti einhverja eignar festu á henni. Hefir það látið það skiljast, oftar en einu sinni, að það hafi lagt til hennar eigið fé, án allr ar hjálpar og styrks íslendinga. Fyrir löngum tíma síðan var byrj- að á því, að safna i svonefndan skólasjóð meðal Islendinga hér vestra. Hefir fjársöfnun sú gengið hægt og seint; en í sjóð þenna hefir gefist frá íslendingum yfirleitt, og svo alment, að óhætt mun mega full- yrða, að fé þetta hafi safnast meðal alls almennings. En sjóður þessi er það helzta eignarfé kyrkjufélagsins, er verja hefir átt til kenslumála. Þó hefir aldrei verið varið meiru en vöxtunum af þessum sjóði siðan byrjað var á kenslu i islenzku. Al- menningi er þvi skilað aftur arðin um af hans eigin fé, og minna var ekki hægt að ætlast til. Til aukningar vöxtum skólasjóðs- ins hefir á ári hverju siðan islenzku- kensla byrjaði, verið gjörð áskorun til allra Islendinga, að gefa til þessa fyrirtækis. Ekki hefir það verið tek ið fram, að þeir einir skyldu gefa, er innan félagsins stæðu, heldur all- ir — og gefa sem mest. Eitt árið var þessi söfnun gjörð hvað almenn- ust, en þá tekin nokkuð dýr aðferð til þess að hafa peningana saman. Forseta kyrkjufélagsins var falið á hendur, að fara um bygðir lslend- inga og safna peningum til þessa fyrirtækis. Mun honum hafa orðið all-nokkuð ágengt; en með þvi hann gat ekki gjört það nema fyrir nokk- uð hátt kaup, mun afgangurinn hafa orðið nokkuð litill til skólans. Auk þess hefir Wesley College lagt til þessarar kenslu árlega álit- lega upphæð. Af sinu eigin fé hefir þvi kyrkju- félagið aldrei lagt eyrisvirði til kenslunnar, heldur af almannafé, er þvi var fengið til að verja þessu máli til styrktar. Peningarnir voru gefnir í ákveðnu augnamiði, og átti félagið ekkert í þeim og gat ekki varið þeim til annars, en þeir voru gefnir til, þó það leyfði sér að breyta lítilsháttar út frá því árið, sem for- setinn vann að söfnuninni og borga honum ómök sín með skólafénu. Á þvi, að það hafi kostað þetta mál, getur félagið því ekki bygt eign- ar-kröfu sina til kenslunnar. Enda liggur það i augum uppi, að það á en það á þjóðflokk vorn, þótt það nú i seinni ,tíð hafi gjört tilkall til þess, að eiga hvorttveggja. (Sbr. Lögberg 10. og 17. sept. þ. á.). Það er því ekki að taka sina eign, þegar skólanefnd þess fer að hlutast til um íslenzku-kensluna við há- skólann og fá hana tekna þar af, til þess að skóli þess skuli vera einn um hituna. Það er að hlutast til með almannaeign, og eyðileggja verk, sem þjóðflokkur vor hefir komið i framkvæmd á siðastliðnum áratug. Er frammistaða þess því, í hæsta máta, vitaverð og í stað þess að vinna skóla þeirra helgi og hefð, getur hún leitt til þess, að hann verði talinn eitt það versta og ó- þjóðlegasta fyrirtæki, er stofnað hefir verið meðal þjóðflokks vors hér vestra. Þá er að athuga, hvaða stefna hef- ir verið ráðandi i handleiðslu kyrkjufélagsins með þessari kenslu. Er það fyrst, að islenzkan hefir ald- rei verið aðalatriðið. Hefir hún ver- ið notuð sem yfirskyn eitt, til þess að Iofa félaginu að gutla i menta- málum vorum. Kom þetta fyrst i ljós, er kenslan var byrjuð við Wes- ley. Risu upp ýmsar raddir um, að i ógöngur væri farið.Wesley væri eigi lútherskur skóli. Voru raddir þær kveðnar niður með þvi, að kennar- inn væri lútherskur og myndi þvi ekki hitt koma að sök. En strax og á rétttrúnað kennarans var deilt, var það fyrsta verk félagsins að kippa burtu öllum þeim styrk, sem það hafði lagt til kenslunnar, i þvi augnamiði, að kenslunni yrði hætt eða að öðrum kosti fenginn annar kennari. Þá var ekki lengur þörf að kenna “mál vort”, er sá, sem með kensluna fór, var orðinn upp vis að því að vera vantrúaður þeirra mælikvarða. Aldrei var þó að kenslu hans fundið af félaginu, eða að þeir létu eitt orð í ljósi um það, að hann væri ekki hæfur til þess að gegn embættinu að öðru leyti. lega, einsog svo oft hefir heyrst, — en fram á það er nú fullsýnt, að svo er ekki, og hefir aldrei verið, — þá hefði hún átt að leggja alla sina krafta fram til þess, að Wesley Col- lege héldi kenslunni áfram, og gefa engan kost á því, að létta henni af skólanum. En með samningi þeim, sem hún hefir gjört, er hún nú orð- inn samverkamaður þeirra stefna i þjóðfélaginu hér, sem vinna að glöt- un útlendu þjóðernanna og íslenzk- unnar. Það liggur í augum uppi, að með samningi þessum um að taka íslenzkuna burtu frá háskólanum, ,er sporið stigið til þess að leggja hana alveg niður meðal þeirra, sem ganga mentaveginn. Gætum að, hvernig samningar hljóða: Undir- búnings-kenslan á að fara fram i Skjaldborgar-skólanum, en kensla í hinum bekkjunum i Wesley Col- lege. Byrjendur eiga þá að sækja kenslu sina i Skjaldborg; en sá virðulegi salur er vestast hér í bæ, og fullur hálftíma gangur þangað frá háskólanum. Hvað mikið verður þá eftir klukkutímans, er gefinn við erum líka uppfræddir af okkar skriftlærða lýð um fögnuð annars heims fyrirutan þá andlega fátæku. En þeir andlega ríku? Þeir hafa ekkert fyrirheit. Annað mál með þá efnalega ríku; þeir eru einmitt svo margir andlcga fátækir (þó varla sé hægt að kalla þá andlega volaða); og ekkert til fyrirstöðu þess vegna, að þeir fái gott sæti í lúthersku kyrkjunni á himnum. En svo er auk þess sá munurinn á þeim og aum- ingjunum, að þeir verða þá búnir að borga fyrir sætið sitt fyrir fram með því að gjalda tvöfalt á við hvern fátækling fyrir fæðið prestsins. Þó ekki meira en tvöfalt?. ó, nei, þeir eru vanir að reyna að komast að sem beztum kjörum, eins hjá Hon- um; og er það svo sem ekki ámælis- vert! En það gjöra þeir auk þess fram yfir skyldu sína við skaparann, að ganga í kring með undirskálarn- ar, sem molunum er smalað saman á •— handa Honum! Hverjir geta verið sannari guðshetjur? Hvar væri trú og kristindóm komið, ef þeir ekki væru? — Því þó svo vildi til, að mönnum yrði á, að svíkja fáein- ar þúsundir dala í viðskiftum ár- lega, þá sýnist það svo sem jafnast fullvel upp með þvi, að þeir hinir sömu sníki cent svo hundruðum skiftir herranum til handa. Hvílíkur heldur sér aftur alveg að hinni “náttúrlegu” opinberun. “Flirt” og “fun” eru hátt á lofti á þeim himn- um! Videns. Ur bænum. Þann 12. þ. m., þakkardaginn, hefir kvenfélag Tjaldbúðarsafnaðar ákveðið að hafa skemtisamkomu í fundarsal kyrkjunnar. Gott próg- ram og að því loknu bornar fram kaffiveitingar. Sagt var í síðasta blaði að samkoma þessi yrði þann 16. þ. m. en það var af vangáningi, því samkoman verður eins og að ofan segir þann 12. þ.m. verður út fyrir kenslu þessa, eftir i mUnUr er nú ekki á þeSsUm mönnum að búið er að fara þessa leið fram ogt og hinum, sem hvorugt gjöra! Þegar næsti kennari er skipaður er settur maður til þess, sem í alla staði er talinn rétttrúaður, en sem fæstum mun hafa hugsast að yfir nokkurri sérþekkingu ætti að ráða í þessari fræðigrein. Enda fór þá þessi kensla strax að tapa áliti með al nemenda og þeirra, sem út í frá hugsuðu nokkuð um framtið máls ins við háskólann. Kom satt að segja engum til hugar, að þessi nýji kenn ari gæti leyst þetta verk af hendi svo viðunandi væri. Enda mun hann fremur hafa verið settur til þess verks af viðurværis-þörf, en vegna sérstaks undirbúnings í þessa átt. Og svo, þegar hann tekur við kyrkjufélagsskólanum og hættir kenslu við Wesley, eru samverka menn hans enn valdir eftir fyrir mælum trúarjátningarinnar en ekki eftir málfræðis-þekkingu. Er þá Ijóst þótt hér sé aðeins drepið á málið, að tilgangur og með höndlun þessarar kensiu hefir ávalt verið með sérstöku tilliti til trú boðsstarfs og trúarskoðana, en ald rei með tilliti til tungunnar sjálfr- ar. Fer þá að verða yfir litlu að lát ast með alt þjóðernis-starfið, sem félagið þykist hafa unnið að um öll sín tilveru-ár. Mál þetta má þvi ekki vera látið hvila lengur í höndum þess. Það er kominn tími til þess, að réttir eig- endur láti sig það varða, — lslend- ingar i heild sinni, og sýni því, að )að á hvorki þjóðina eða tungu hennar. Verkið, sem kyrkjufélags-skólinn er að vinna með því að draga undir sig íslenzku-kensluna, er næsta auð- velt og létt. Einsog bent var á i byrj- un, var það alls ekkert áhugamál há- skólaráðinu, að íslenzka yrði kend við háskólann. Stefnan og andinn i mentamálum og landsmálum hér er ekki sá, að hlynna að útlendum þjóð- ernum, að þau fái haldist við og liði ekki undir lok, heldur þvcrt á móti, að þau hve4*fi sem fyrst. Var það þvi auðunnið, að taka málið í burtu frá háskólanum og engir þar á móti að mæla. En á sama tíma var það ó- drengilegt verk, því með því er af- stöðu vorri haldið við það sama og hún var fyrir tiu árum síðan, og þvi, sem unnist hefir í siðastliðinn ára- tug, kipt í burtu. Ef þjóðernismálið hefði vakað aftur? Það þýðir ekki annað, en að nýsveinar við háskólann á þessu hausti gefa sig ekki við islenzku- námi, og svo koll af kolli ár hvert, unz henni er með öllu útrýmt. “Þá verður nóg rekkvoð”, getur forset- inn sagt einsog karlinn, er hann kom frá því að grafa kerlinguna sína. Á þá að leyfa þessu svona til að ganga? er næst að spyrja. Er mál þetta séreign kyrkjufélagsins? Á lútherska kyrkjufélagið islenzkuna hér vestra? Eru engir íslendingar nógu vel vakandi og unnandi þjóð- erni sinu og tungu til þess að risa upp og mótmæla þessu atferli? Eða vilja þeir allir leggjast undir uxa- húð forsetans; lesa þar bæn sina um góðan afgang, og kafna þar í anda hinna “kristilegu áhrifa”, er öllu þessu hafa til leiðar komið? Skoða lslendingar sig svo auma, andlega volaða, að þeir eigi ekki sína eigin tungu, sem þeir mæla, heldur eigi hana “sálgæzlu-félagið” sæla, er uppnefnt hefir alla þjóðina og kallað hana “hesta” og “stroku- hesta”—þá, er yfirgefið hafa kyrkju- félagið, en þá “hesta-þjófa”, er leið- togar hafa gjörst i öðrum trúar- bragðafélögum? — Það er timi til kominn, að vakna og hugsa um þetta atriði, og fyrir fólkið yfirleitt að gjöra sér grein fyrir hver eigi það, ef það ekki á sig sjálft. Frið- urinn er ávalt góður, en hann er ekki kaupandi svo dýru verði, að fólk gangi hans vegna i æfilangan þrældóm. Það er of seint að ætla að vakna, þegar búið er að svæla burtu sjálfs- vitundina, því þá er það ekki mögu- legt. Og þótt flest af oss sé trúað á eldinn hinum megin, þá er hann oss ekki svo kær, að vér ættum að að kjósa “það góða hlutskiftið”, að sitja í brennisteinsgufunni hér, unz töpuð er sjón og heyrn, ráð og ræna, mál og mannleg tilfinning. Upp og til verka! Þótt hart sé i ári ættum vér að geta lagt það af mörkum, að geta fært aftur tungu vora á sinn stað, þar sem henni er borgið og þar sem henni er sæmd að eiga heima. Það þarf að gjörast á þessu hausti! Hún er vor allra eign, og oss ber öllum að risa upp henni til varnar, sem einn maður. Oss ætti ekki að vera ofvaxið, að gefa nóg fé til háskólans, svo mynd- ast gæti þar sjóður, er launað gæti kennara, i þeirri fræðigrein við skólann, — ekki um eitt eða tvö ár, heldur um aldur og æfi. Leggist nú allir á eitt! Já, en hvað er frekara að segja um fræðsluna og liknina, samkvæmt fyrirdæmi frelsarans — um skólann og hælið? O, eiginlega ekki neitt. Þeir, sem skálarnar bera, hafa víst verið búnir að leggja nóg inn í reikninginn sinn hjá himnanna herra; og svo síðast að sjá kvittun á prenti fyrir aukaútsvarinu sinu í júbílsjóðinn! Fyrir sig hefði þá ver- ið, að bæta ögn við heiðingjapung- inn. Nóg var þó alt af til af svört- um sálum, þótt eitthvað af þeim yrði þvegið. Og þvotturinn kostar pen- inga. — En það eru þó, því miður, ekki allir í þeim efnum, einsog ljós- hærði maðurinn lágvaxni, sem flutti son sinn í fjarlægt land undan yfir- vofandi vantrúar-tengdum; og færði svo guðskistunni eftir á að þakkar- fórn stóra summu til sálarþvotta. — óskandi væri, að svo vegleg og við- sýn trúarhetja væri tekin til fyrir- myndar af sem flestum — í verkinu! Það er alt annað mál með skól- ann. Eru svo sem ekki nógir skólar til í landinu? Og hvaða gagn er ann- ars að öllum þessum skólum? — Sök sér þó með skólann. En hælið: að fara að taka það, sem Jengi var búið að brjótast i að moka saman — sér og sínum til stáss og stækk- unar og fara að kasta því í fátækl- inga, Únítara og allra handa fólk? No, Sir! Það mátti biða; engir pen- ingar afgangs; síðustu levfarnar komnar í askinn prestsins (auk þess friðhelga: fyrir skemtiferðir, bif- reiðar, skrautklæði, leikhús og aðr- ar lystisemdir, og svo auðvitað fer- leg framtiðarsafn, — til blessaðra barnanna!! (Hvernig væri annars að eyða ögn frekar til heima upp- eldis, en skilja ungunum eftir cent- inu færra?). En tíund hinna trúuðu? Þakkaðu fyrir, maður, að goldin sé tiundin af tiundar tíund. Má ekki þakka fyr- ir það, sem þessir menn láta, alt að einu? En það vanþakklæti, að fást um, að þeir láti ekki nóg af hendi eða gjaldi tiund. Hefir ekki almætt- ið einmitt gjört þá að umboðsmönn- um sinum yfir fjársjóðum þessa heims? Og hver getur þá upp á klagað, hvað þeim þóknast að veita eða óveitt láta? Nei, hvar stæði guð og hans riki hér á jörð, ef þessir menn styddu það ekki með ráðum og dáð? Og sýnir þá lika ekki drott- inn berlega, að hann kann að meta áhuga þeirra fyrir sinu máli, þar sem hann signir þá með bliðasta blundi í hvert sinn, má heita, sem þeir stíga fæti í hans hús? Hvað sem öðru líður verður varla við betru að búast, þegar þessi út- valda(!) kynslóð fellur frá, sem nú ræður ríkinu, og yngri kynslóðin tekur við. Þó að aurasótt þyki nú illur kvilli fyrir sanntrúaða sál, þá er spursmál, hvort danzfýsi, liockey- hringl, eða baseball-brjálun sé nokk- uð hollara fyrir helgidags-árvekni Laugardaginn var slasaðist ung- lings maður að nafni Guðm. Guð- mundsson norður við Minnewauk- an. Var hann á fuglaveiðum með einhverjum fleirum og hljóp skot í handlegginn á honum og skemdi hann upp að olnboga. ógjörla hefir frézt, hvernig slysið vildi til. ( Hra. Guðbrandur Jörundsson frA Stoney Hill, Man., kom hingað um miðja vikuna og gjörir ráð fyrir að’ dvelja hér í nokkra daga. Hra. Hjálmar Daníelsson búfræð- isstúdent fór snögga ferð, heim, tH foreldra sinna við Markland, Man., nú í vikunni. Tefur hann þar vest- ra þangað til kensla byrjar við bú- fræðisskólann hér í bænum. Næsta sunnudagskvöld verður umræðuefni í tínitarakyrkjunni:— íslenzkt afskiftaleysi, Allir velkomnir. Ranghermt var það í næst-síðasta blaði, að skipið Hermod, sem lands- stjórnin íslenzka gjörði út hingað vestur, hafi farið frá Reykjavík. Lagði það af stað frá Akureyri. Var það 8 daga i hafi, þangað til það koin til St. Johns i Nýfundnalandi. Laugardaginn 3. okt. gaf sírai Rúnólfur Marteinsson saman i hjóna- band, að 493 Lipton St: Þau Jósef H. Hansson Hjaltalín og Torfhildi Benónisdóttur Hólm, bæði frá Gimli, og Þau Eirik Magnússon og Halldóru Ásgeirsdóttur, bæði til heimilis í Winnipeg. Djáknanefnd Tjaldbúðar safnaðar er að undirbúa Bazaar og fiskidrátt, sem hún ætlar að hafa fimtudags- keldið 22. þ.m. Nefndin vonast eftir að sem flestir taki góðan þátt í að vera nefndinni hjálplegir. öllum er kunnugt til hvers hún ver sinum peningum. Ennfremur verður tæki- færi til að fá sér góðan og billegan kaffibolla. Kvenfélagið i Skjaldborg stendur fyrir Þakklætishátíð næsta mánu- dagskveld, byrjar kl. 8. Fer þar fram gott prógram og veitingar. Sira Hjörtur Leó, sem nú er' nýlega kom- inn vestan af Kyrrahafsströnd, flyt- ur ræðu á samkomunni. Inngangs- eyrir allur gengur til fátækra. AÐSENT. Herra ritstjóri Heimskringlu. í blaði þinu, sem út kom þann 17. sept., getur þú þess eftir beiðni skólaráðsins á Gimli, að i vetur verði kendar allar námsgreinar til undirbúnings annars og þriðja stigs kennaraprófs og undirbúningsdeild- ar háskólans (matriculation); í tungumálum verði veitt tilsögn í latínu, þýzku og íslenzku osfrv. Ekki get eg neitað því, að eg skil ekki sem bezt i samhengi hugsunar- innar hjá skólastjórninni, þar sem hún segist hafa sótt um $200 tillag til skólans frá Gimli sveit og Bif- röst, og skuldbundið sig til að veita öllum nemendum úr báðum sveit- unum móttöku, án frekara endur- gjalds; en segir svo rétt á eftir: “verði aðsókn mikil utan bæjarins að skólanum, verður núverandi hús- Leiðin út úr lútherskunni. Þetta er leiðin út úr lútherskunni íslenzku vestnhafs: ekki gegnum skynsemi, skoðun eða vit; heldur gegn um auð og oflæti, dans ogj jag{ verði beina leið til ensku kyrkj- drykk. pláss alt of lítið”; en svo litlu síðar og hádegis-andvökur í musterinu, í greininni segir: “Vill skólaráðið heldur en það sem er. Sízt fyrir henda fólki á, að Gimli skólinn er andakt á islenzku. — En svo þarf sá fyrsti alþýðuskóli i fylkinu til að nú varla að gjöra ráð fyrir, að oflveita tilsögn í íslenzku; óskar því miki verði af heimatilbúnu kjarn meti í vestur-íslenzkunni, þegar ör- lítið fram líður. Allir viljum vér vera lútherskir. “Landinn vill vera lútherskur”, nefndin eftir, að sem allra flestir hagnýti sér það” (þó ekki sé neitt húspláss). En ekki sé ég, ritstjóri góður, hvað þú ert að ýrafárast um það, einsog maðurinn sagði. — Já, —jþó islenzku-kenslunni sé kastað út “fyrir lausnarans blóð erum vér frá Wesley, þar sem skólaráðið á leystir af synd og höfum sáluhjálp-! Gimli hefir skuldbundið sig til að ina öðlast. í þeirri trú ætla eg að deyja”, segir eldri kynslóðin. — Þá kemur sú yngri, sem vill hafa “every day talk”, helzt um hockey-play, pugilism og politics. Og er þá ekki eins trúlegt, þegar svo er komið, að veita nærliggjandi sveitum kenslu í íslenzku í (H) skólanum á Gimli; þá sé eg ekki, að islenzkuiini sé mik- il hætta búin í framtiðinni. Enda sýnir það sig, að þetta er ekkert fjas, þar sem tveir stúdentar, sem stundað hafa nám fyrirfarandi á Wesley College, ganga nú í vetur á I unnar, fram hjá þeirri islenzku, — Allir hér virðast óðir eftir auði. En j þ.e. þcgar nokkur kyrkjujjörf gjörir Gimli skóla, og aðstandendur þess til hvers skal allur sá auður fyrir vart við sig?-------Enga skynsemi! | ara drengja segjast glaðir vilja þetta “kristna” fólk vort? Ilvorki! “Skynsemin er freistari”, var eldri horga $50.00 aukagjald, svo dreng- I sóttist þó frelsarinn eða postularn-! kynslóðinni kent. Andleg fátækt, i irnir geti orðið aðnjótandi hinnar I ir eftir peningum; en þeir fræddu föst og “stöðug” lútherska: þaðimiklu mentunar, sem Girali skólinn Og eru þeir j veitir “friðinn” hér og fögnuðinn \ hafi að bjóða. fólkið og liknuðu þvi. ekki fremur tungu vora hér vestra, I fyrir skólaforstöðunefndinni aðal-1 ekki okkar fyrirmyndir? — Jú, en i hinum megin. — Yngri kynslóðin j Gjaldandi á Gimli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.