Heimskringla - 08.10.1914, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.10.1914, Blaðsíða 5
’WINNIPEG, 8. OKTÓBER 1914. HEIMSKRINGLA BLS. 5 TIMBUR Spánnýr Vöruforði Vér afgreiöum yöur fljótt og greiðilega og gjörum yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED PhoBe Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg Islenzka stúdenta félagið heldur fyrsta fund þessa árs, skemtifund, í sunnudagaskólasal fyrstu lúthersku ^yrkju, laugardagskveldið, 10. okt. klukkan 8. I’ramkvæmdarnefndin leggur fram alla krafta að gjöra þetta skemtilegan fund; komið allir, ís- lenzkir stúdentar, nýir og gamlir; og kynnist, þeir er ekki þekkjast, hinir að hitta gamia kunningja. Komið allir, hvort sem þér eruð meðlimir eða ekki, við þúrfum að hittast. Kristján J. Austmann. i ----------- ÍSLENZKIR STÚDENTAR , Allir fslenzkir nemendur sem eru meðlirnir íslenzka Stúdenta Félags- ins eða sem hafa í hyggju að gjörast meðlimir eru beðnir að gjöra svo vel og koma utanáskrift sinni, hvort sem þeir eru í bænum eða ekki, til mín, að 512 Toronto St., Phone Sh. 1694. lætta er rnjög áríðandi, og að það gjörist sem fýrst. Yið ætlum að gefa út “directory” fyrir íslenzka stúdenta. Gjörið þetta allir með- limir hversu gamlir eða skuldugir þið kunnið að vera. Við viljum hafa skrána eins fuilkomna og hægt er. Kristján J. Austmann. <Bónda suður af Gimli vantar konu við aldur, eður stúlku, að vera með konu sinni á heimili sinu með- an hann er i burtu við fiskiveiðar. Vinna litil; þóknun eftir þvi sem um semur. Hkr. visar á. 2-29-np Safnaðarnefnd Únitarasafnaðar- ins er að undirtma hlutaveltu, sem haldin verður þann 22. þ. m. Með- limir og aðrir, sem vilja styðja, eru beðnir að snúa sér til nefndar- manna með gjafir. Nánar auglýst síðar. Á þriðjudagskveldið var kl. 10 andaðist að heimili sinu hér í bæn- um Mrs. Davið Jónasson, úr afleið- ingum af barnsförum. Enn óákveð- ið, hvenær jarðarförin fer fram. Skóla hátíð. lútherska skólans í Skjaldborg var haldin á föstudagskvöldið var með viðeigandi viðhöfn. Var þar sam- an komið fjölment lið og fagurt. Ber í því sambandi sjálfsagt fyrst að telja þá séra Björn og Rúnólf MRrteinsson, og konur béggja. Þar var nærri fult hús gesta. En for- menn allir, prestar og ráðamenn sátu andspænis fjöldanum uppi á palli. Gunnl. Jóhannsson gegndi djákna störfum að vanda, gekk brosleitur um gólf og leiddi menn til sætis, hvern þar sem hæfa þótti. Formaður skóians varpaði fyrst á iýðinn, og síðan á drottinn, nokkrum “vel völdum” inngangs- orðum. Gat sérstaklega þeirrar sæmdar sem skólinn og skólahátfð- inn hiyti af nærveru forseta kyrkju- félagsins. Næstur tók til máls forseti kyrkj- ufélagsins sjálfur. Snéri hann sér fyrst til þingheims; útlistaði 1 löngu strjálfluttu og miður liðugu máli tilgang mentunar. og samband hennar við lútherskuna; öll ment- un væri ónýt án sannrar -(lúthersk- rar) trúar; væri það æðsta stig STRi^, TÖwepj NECESSITIES at LOWEST COSI Viður, Kol, Hveiti, Epli, Girðingarstaurar, JF? .. Girðingavír og Jarðabóta verkfæri Alt með mikilri verðlækkun frá þvi sem áður var. Komist sem fyrst í samband við —hið mesta sambandsvinnu félag stofnað af bændum fyrir bændur . Skrifið eftir upplýsingum. SféfS0 S,-----------------------------------% STRÍÐSKORT Norðurálfunnar. Heimskringla hefir ákveðið að gefa tit vandað stríðskort af Evrópustríðinu, og löndum þeim er þar eiga högg í annars garði. Kortið verður í ýmsum lit- um, sérstakur litur fyrir hvert iand, og greinilegur uppdráttur af liverju. Aftan á kortinu vcrður prentað á íslenzku ýmsar upplýsingar, er að stríðinu lúta, svo sem: Herstyrkur þjóðanna á landi. Stærð og fólksfjöldi landanna. Samanburður á herflotum. Loftskipaflotar þjóðanna. Hvernig Canada hernum yrði borgað. Síðustu styrjaldir. Uppruni strfðsins. Þríveldis sambandið—eldra. Þríveldis sambandið—ýngra. Merkar borgir Ýms annar fróðieikur. Verð 35 cent K°rtið verður til sölu fyrir 35c. og sendist að kostn- aoarlausu hvert sem óskað er. Gefins Einnig verður þettá ágæta kort gefið hverjum nýj- um askrifanda er borgar fyrirfram. Einnig hverjum er borgar skuldir sínar við blaðið. nemi það $2. eða meira sömuleiðis öllum þeim sem ]>egar iiafa borgað blaðið til 1915. Kortið er hið fyrsta stríðskort scm gefið hefir verið ut á íslenzku og er einkar vandað. Vcrður til um mið- Jan mánuðinn. > NÁXÐ í PAÐ. the viking press limited 129 Sherbrooke St. Box 3171 % % % * % St % % % % % % % ■s * * % % % % * % ■s % % % % % % % mentunarinnar að komast upp á (lútherska) trúartindinn Kyrkju- félagsskólann kvað hann það verða mundi meginatriði í fram- sókn íslenzks þjóðernis vestan hafs (og austan?) þar sem einn af hornsteinum hans væri lúthers- trúin. Hví næst snéri hann sér til kennaranna, og innsetti þá á hátíð- legan hátt í þeirra veglega embætti! Þegar hér var komið fór að hækka hátign forsetans. Mætti ætla, að hann hefði fundið andann yfir sig hnfga í dúfu fíki, þótt ósýnileg væri hún áhorfendum. Draup hann að lokum náðuglega höfði til sinna útvöidu: kennaranna, og dreifði yfir þá blessun sinni. Þá brýndi hann með fáeinum viðhafn- arorðum fyrir skóianefndinni, sem á pallinum sat, skyldur hennar og ábyrgð fyrir forsorgun skólans;—og var nú röddin hin viðkvæmasta. Enn snéri hann sér til þingheims og mintist nú hins sæla Jóns Bjarnasonar. Kvað hann anda þeirra Krists og hans (J.B.) mundi yfir skólanum hvfla um eiiífar tíð- ir; kvað honum óhætt með þeim vörðum þó heimsins börn skytu á hann hörðu. Að síðustu steig hann í spor Lúthers í Worms frammi fyr- ir keisara og kyrkjuþingi, og mælti svo (í lægsta róm, svo að varla heyrðist):—“Hér stend ég. Ég get ekki annað. Guð hjálpi mér. Amen-” Hneigði sig um leið með heiiagri tign og settist “mitt á miili Jrerifeðranna.” Á meðán förseti flutti erindi sitt brá allmjög fyrir bæði geispum og fótanið fram um salinn; ýmsir voru við og við að gæta á klukkuna, að öðrum virðust síga værðir. En er hann hafði lokið máli sínu, klöpp- uðu allir jafnskjótt lofi í lófa, sem vakandi voru. Hinir, sem svefn hafði sígið á, vöknuðu nú við, og tóku til að klappa með hinum (af sjálfsagðri skyldu: fyrir forsetan- um!). Næsti ræðumaður var séra Stein- grímur. Var meginmálið í ræðu hans hvöt til formanna skólans að vera eins og beittir ijáir sem eigi að eins bitu á gras, heidur og grjót, þ.e. steina þá, sem synir vantrúar- innar vörpuðu inn yfir iandamæri guðs heiiögu. Var gerður góður rómur að máli hans; og þótti hon- um spámanniega mælast. Hljómleikar foru þrisvar fram á milli ræðnai Þorsteinn Johnston og Sigríður Friðriksson léku þar saman. Söngflokkurinn norðan að iét og þar og til sin heyra. Einkum má þó til ágætis telja söng frú E. Dalmann,ösem tók við af ræðu forset ans; en undir léku þeir maður hennar og Jónas próf. Pálsson. Videns. N. B.— Þess hæfir að geta hér, að 7>T-sjö— nemendur eru að skólanum komn- ir á þessu hausti. Varla má það fjölmenn aðsókn kallast; en þó viðunandi—eftir atvikum. LES IÐ. Eins og öllum er ljóst sökum liinnar miklu styrjaldar í heimin- um þurfa nú allir að íara vel með það sem á milii handa er, ekki þá síst þeir sem úr litlu hafa að spila, þar sem svo að segja allar nauð- synja vörur hafa hækkað í verði, eins liér hjá oss sem annarsstaðar. En þrátt fyrir hið afarháa verð á mjöli og sykri, þá hefi eg ákveðið að gefa íslenzku fólki kost á að kaupa tvíbökur og hagldabrauð með væg- ara verði en nokkru sinni fyrr. En til þess að þetta geti látið sig gjöra verður það að bindast þeim skil- yrðum að borgun fylgi hverri pönt- un og að eingin pöntun sé minni en 14 pund, þar sem ég hefi látið búa til hentugar umbúðir fyrir þessa útsölu, sem halda 14 pundum þær minni en 25 pundum þær stærri. Líka má panta í tunnum en í þeirn eru 43 pund. Á meðan á þessari útsölu stendur seljast tvíbökur á lOc. pundið, en haglda- brauð á 8c. pundið, en sá sem kaup- ir verður að borga flutningsgjaldið (útúr bænum) sem er sem svarar lc. á hvert pund í Manitoba en lVic. lengra burtu. Eg hygg að margir verði glaðir að sinna þessu tilboði. Þar sem þetta cr uppáhalds brauð íslendinga, og enginn þarf að óttast að skemmist þó geymt sé í fleiri mánuði á þurrum stað. Ef einhver pöntun ekki kemur til skila eða skemmist í flutningi að næstu stat- ion gef ég fuila uppbót á. Eg vil geta þess að Islendingar i fylkjun- um Sask., Alberta og British Col- umbia geta og hagnýtt sér þetta þar sem ^munurinn á flutnings- kostnaði er ekki meiri en svo að þeir fá samt ódýrara brauð enn þeir geta keypt heima fyrir að jöfnum gæðum. Lika verða kökur af ýms- uin tegundum seldar fyrir 8e. dús- ínið, en binda verður allar pantanir við 3ja dollara virði þ.c., 38 dúsin þar er minna verður ekki selt fyrir það verð, og umbúðir sem hafa verið tiibúnar fyrir “cakes” halda 38 dúsinum. Kökur og smærri pakkarnir (14 punda) af tvíbökum Til kaupenda Heimskringlu. Við þessi mánaðarmót byrjar 29. árgangur blaðsins. Og er vér förum að yfirlíta áskrifenda skrána, verðum vér þess varir að fjölda margir áskrifen da skulda blaðinu, ekki einasta fyrir þenna árgang heldur lengra til baka. En til þess blaðið fái staðið í skilum við viðskiftamenn sfna og kaupendur, þarf það að fá það sem það á útistandandi hjá öðrum, og þá eðlilega hjá kaupendunum. Vonumst vér því til að ekki þurfi nema að minna menn á skyldur sfnar í þessu efni, til þess þeir standi skil á skuldum sínum við blaðið. Heimskringla er ekki á hverri viku að minna menn á að þeir hafi ekki borgað áskriftargjald sitt. Telur hún að virðingu kaupenda sinna sé misboðoð mcð því. En hún ætlast þá líka til, að þegar hún kallar eftir sínu, meti menn orð sín og eigin virðingu svo miki ls, að þeir láti ekki þurfa að gjöra það oft. Það eru því tilmæli vor, að sem allra flestir, fari nú að sýna lit á borgun úr þessu, á því sem þeir skulda. Blaðið þarf peninganna, en þér þurfið blaðsins. Til leiðbeiningar setjum vér hér skrá innheimtumanna blaðsins, yffr Canada og Bandaríkjin. 1 CANADA. F. Finnbogason F. Finnbogason Magnús Teit Pétur BJarnason Páll Anderson Sigtr. Sigvaldason . . Baldur Lárus F. Beck , . . . Beckville Finnb. Finnbogasson . . . Bifrost Ragnar Smith Hjálmar 0. Loftson Thorst. J. Gíslason Jónas J. Hunfjord B. Thorvardsson Óskar Olson J. K. Jónasson J. H. Goodmanson F. Finnbogason John Januson Kristmundur Sæmundsson. . . . G. J. Oleson F. Finnbogason . . Geysir Bjarni Stephansson - ... Hecla F. Finnbogason . . Hnausa J. H. Lindal Andrés J. Skagfeld Jón Sigvaldason Árni Jónsson Andrés J. Skagfeld Jónas J. Hunfjord G. M. Thorlaksson Jónas Samson J. T. Friðriksson Thiðrik Eyvindsson Oskar Olson Lárus Árnason P. Bjarnason Eiríkur Guðmundsson Pétur Bjarnason Eiríkur Guðmundsson John S. Laxdal Jónas J. Hunfjord Paul Kernested Gunnlaugur Helgason Andrés J. Skagfeld St. 0. Eiriksson. .. ... ... Oak View Pétur Bjarnason Sigurður A. Anderson Jónas J. Hunfjord Ingim. Erlendsson. . ... ... ... ... Wm. Kristianson ... ... ... Saskatoon Sumarliði Kristjánsson Gunnl. Sölvason Runólfur Sigurðsson Paul Kærnested. . ............. Hallur Hallson. . A. Johnson ... Andrés J. Skagfeld Snorri Jónsson J. A. J. Líndal Jón Sigurðsson Pétur Bjarnason Ben B. Bjarnason Thorarinn Stefánsson Ólafur 1 horleifsson . . Wild Oak Sigurður Sigurðsson Thidrik Eyvindsson Paul Bjarnason I BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhannsson ... ... Akra Tborgils Ásmundsson Sigurður Johnson Jóhann Jóhannsson S. M. Breiðfjörð S. M. Breiðfjörð Elís Austmann Árni Magnússon Jóhann Jóhannsson G. A. Dalmann Gunnar Kristjánsson.............Milton, N.Dak. Lol. Paul Johnson...............Mountain G. A. Dalmann...................Minneota Jón Jónsson, bóksali............Svold Sigurður Johnson................Upham verða sendar með Express en á brauði er flutningsgjald mcð ex- press lítið, svo munurinn verður sára ltill og með freight. Siðast er að geta þess að ég sel fínar tvíbökur (þrer eru minni og fingerðari) sem seljast í 1 punda og 2 punda pökk- um aðeins, punds pakkarnir seljast nú á 15c. hver en 2 punda á 25c. hver, en pöntun útum landið verð- ur að bindast við 12 pakka af 1 punda og 6 pakka af 2 punda pökk- um þareð umbúðir utanum þessa pakka eru sniðnar þar eftir. Yðar einlægur, G. P. THORDARSON 1156 Ingersoll Street Viðeyjarsundið. Lengsta sund á Islandi á seinni öldum mun vera það, sem Bened. Waage verzlunarmaður synti ný- skeð. En það var úr Viðey og inn til Reykjavikur, að Völundarbryggju. Sundkappinn hafði boðið fáein- um mönnum að horfa á sundið, og var svo til ætlast, að lagt væri upp frá bæjarbryggjunni kl. 10.30 ár- degis og biðu þeirra tveir bátar þar. Fyrri báturinn lagði af stað kl. 10.45 með þeim, sem þá voru komnir. Þar með var sundkappinn sjálfur. Lent var í túnfætinum í Viðey, þar sem hellir all-mikill gengur inn i sjávarhainrana. Gengu bátsmenn þar upp og var hellinum gefið nafn og kallaður Sundhellir. Lítill austankaldi var á, er róið var út í eyna, en brátt lygndi og gjörði sléttan sjó. Eftirfarandi upplýsingar viðvíkj- andi sundinu hefir blaðið fengið hjá Helga Jónssyni verzlunarmanni og skulu þær settar hér sérstaklega til fróðleiks fyrir þá, sem iðka sund eða bera skyn á þessa iþrótt. Fyrst var sundmaðurinn nudd- aður um allan skrokkinn úr svína- feiti, þar til lag var af henni yfir alla húðina. Var það gjört til þess, að húðin þyldi betur sjávarkuld- ann. Þá fór liann i sundbol og stakk vatnsþéttri bómull i eyrun og lét á sig sundhúfu. Klukkan 12.18 var sundkappinn tilbúinn; gekk hann þá út þara- hrönnina og lagðist til sunds. Hann i synti ýmist hliðarsund eða bringu- j sund, við og við skriðsund svokall- j að (crawl, svo sem hálfa mínútu til að hita sér. Hitinn i sjónum var 10.7 | stig á C. Bátarnir þrir fylgdu með. Var Sigurjón á kappróðarbát sín- j um fremstur að jafnaði og réði stefnunni. 1 þeiin bát sat piltur i skut, sem geymdi flösku með heitu kaffi i, og þegar komið ar nær hálfri; vegalengdinni, saup Waage á því j við og við, án þess þó að hvila sigj á sundinu, synti á meðan með ann- ari hendinni. Þegar nýlagt var út frá Viðey, voru talin sundtökin, 40 á minútu; kl. 12.45 voru þau 37; kl. 1 39; kl. 1.15 38; kl. 1.30 35; kl. 1.45 37, og kl. 2 voru þau 40. Klukkan 2.14 kom Benedikt að j Völundarbryggju, og var þá fyrst i! stað dálítið eftir sig, sem von var,> mest af þvi, að hafa verið svo lengi í köldu vatni, — áður hefir hann j verið 3 tima á sundi i heitara vatni, j án þess að kenna sér óþæginda. Var nú nudduð af honum svina-| feitin og hann síðan settur í baðkeiv með 35 gr. heitu vatni. Þá var hann j nuddaður upp úr salti um alla húð-j ina til þess að fá i hana hita. Siðan fór hann undir steypibað, fyrst, heitt og síðan kalt, og var svo nudd-j aður um allan skrokkinn. Hafði þetta tekið um klukkutima og var hann nú einsog nýsleginn túskild- ingur og fékk sér 25 min. göngu inn að Laugarnesi. Einsog áður er sagt er þetta hið mesta sundafrek, er menn vita til að framið hafi verið hér á landi síð- an Grettir Ásmundarson svam úr Drangey forðum, sérstaklega þegar þess er gætt, að Bened. iðkar ekki sundiþróttina sem aðalstarf, heldur aðeins i hjáverkum. Auk þess hafði hann haft að eins stuttan tima til að æfa sig undir sund þetta, því hann hafði verið fótlama langt fram eftir sumri. Vegalengdin, sem synt var, mæl- ist i beinni linu hér um bil 3% kilóm. En sundið hefir þó verið all- mikið lengra, er áætlað 4—4% kíl- óm. vegna strauma, sem ýmist voru á móti eða báru afvega. Þessa vegalengd synti Waage á 1 klt. og 56 nún. og er það afbragðs liraustlega gjört og islenzkri sund- íþrótt til mikils sóma. — (Vísi). Þjóðsagnir. (Eftir Visi). Skamt fyrir ofan bæinn í Vest- mannaeyjum er steinn nokkur, 2—3 stikur á hæð. Um liann er sögn sú, sem hér fer á eftir. Þegar Tyrkir rændu siðast i Eyj- unum, fundu þeir við steininn konu sem hafði alið barn. Annar vildi drepa hana, en hinn skar laf af skykkju sinni og gaf henni til að sveipa barnið i, og bjargaði bæði konunni og barninu. Svipur Jónasar sál. Helgasonar organista. Margrét dóttir Jónasar sál. Iielga- sonar var kveld eitt i skammdeg- inu að leika á orgel. Hún var þá 12 ára að aldri. Ahlimt var orðið i her- bergi því, sem hún var i, en kerti logaði öðru megin á orgelinu. Hún lék ýms lög út i bláinn og vandaði sig litt. Loks fer húu að spiia: “Við hafið eg sat”, sem er, einsog kunn- ugt er, samið af Jónasi sál. Margrét lék lagið hugsunarlaust og fipaðist oft i því. Alt i einu sér hún mann styðjast við olbogann fram á org- elishornið öðru megin og horfa fast á hana. Þekkir hún óðara Jónas föður sinn eftir myndum, sjálf hafði hún ekki séð hann, þvi hann dó fyrir hennar minni. Ilún horfði nokkra stund á svip hans steini lostin, en varð því næst yfir sig hrædd og hljóp út úr herberginu og kallaði á móður sina og sagði henni frá sýninni. • • • Draumvitran. (Sögn frú Ágústu Ey: indsdóttur). 1 júnimánuði 1911 var Ágústa Ey- mundsdóttir, kona sira Jes Gisla- sonar í Vestmannaeyjum, stödd i Reykjavik með dóttur sina, Solveigu að nafni, þá 13 ára að aldri. Þær mæðgur voru kveld eitt að tala sam- an litilli stundu eftir lágnætti; frú Ágústa var á fótum. en dóttir henn- ar var nýlega háttuð. Alt í einu bylt- ir hún sér í rúminu, áður en móður hennar grunar að hún sé sofnuð, og andvarpar: “Mamma, nú liður voða- illa heima!” Móður hennar varð hverft við, þvi maður hennar var hættulega veikur, þegar hún fór að heiman, og bjóst hún við að hún mundi frétta lát hans. Svo var þó ekki, en skömmu seinna fréttir hún, að vinnumaður þeirra hjóna hefði hrapað til bana þetta sama kveld á sama tima við eggjatöku i fugla- björgum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.