Heimskringla - 08.10.1914, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.10.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. OKTiSRER 19H. T I Ljósvörðurinn. þann hátt, að hann hringdi borSbjöllunni svo tryll- ingslega, aS rödd Gerti heyrðist ekki. Katy kom und- ir eins með morgunverðinn, og svo komu þær Emily og frú Eliis og settust að borðinu. Matarins var neytt með algjörðri þögn, því Einily hafði heyrt hávaðann í föður sínum, og frú Ellis hafði óljósan grun uin, að eitthvað óþægilegt hefði átt sér stað... Pegar Graham var búinn að borða, sneri hann sér sér á ferð þeirra, og að láta einsog aðrir vinir mínir að frú Ellis og bauð henni að fylgja sér og Emily á væru einskis virði í hans augum og ættu líka að Vera suðurferðinni, og gat þess um leið, að hann mundi það í minum? Vill hann að eg borgi uppeldi mitt ineð Uvelja nokkrar vikur í Havanna. - ........ “ Frú Ellis þáði boðið með mestu ánægju og kom með óteljandi spurningar viðvíkjandi viðkomustöð- um og hve langan tíma ferðin stæði yfir; en Erpily faldi hnuggna andlitið sitt bak við bollann sinn. Gerti, sem nýlega hafði lesið ‘Bréf frá Kuba’, og vissi að Gra- ham þekti áhuga hennar á þeim stað, hugsaði með sjálfri sér, hvort mögulegt væri að hann væri svo lítil- mótlegur að vilja vekja hjá sér gremju. Þegar morgunverði var lokið, flýtti Emily sér til herbergis síns, og rétt á eftir kom Gerti til hennar. Þegar Gerti svaraði spurningum Emily um það, hvað fram hefði farið, nefndi hún ekki þau orð Gra- hams, sem mest voru særandi, því hún sá á svip henn- ar, að henni sárnaði, að faðir sinn hefði misskilið hana og skapraunað henni. Hún lét þess samt getið, að Graham vildi að hún færi úr húsinu; og þar eð hann var henni í meira lagi ónotalegur, áleit hún rétt- ast að fara strax, einkum þar eð frú Sullivan var árið- andi að fá hana sem fyrst. Emily sá það hyggilega í þessu áformi, samþykti það og lofaði að fylgja henni til bæjarins eftir hádegið; því þar eð henni sárnaði alt mótlæti, sem Gerti varð fyrir, vildi hún ekki að | Graham fengi tækifæri til að sýna henni fyrirlitningu og háð. Gerti fór því strax a tína saman muni sína og búa uin þá, og sat Emily hjá henni á meðan, gaf henni mörg góð ráð og kvað sér þykja slæmt að þær yrðu að skilja, en fullvissaði hana um sína óbifanlegu vináttu. “ó, eg vildi að þú gætir skrifað mér, kæra Emily; það væri mér ósegjanleg huggun í hinni löngu fjarveru þinni”, sagði Gerti. “Með aðstoð frú Ellis skal eg segja þér eins mikið um ferðalag mitt og eg er fær um, góða mín”, svaraði Emily, “en enda þótt þú fréttir ekki mikið af mér, hverfur þú aldrei úr huga mínum og eg skal aldrei gleyma að biðja guð að annast þig og vernda; hann gefur þér betri ráð og reynist þér betri vinur en eg’ Nokkru seinna fann Gerti frú Ellis, og gjörði hana hissa með því að segja henni að hún væri að fara úr húsinu og kæmi nú til að kveðja hana. Undranin og forvitnin viku þó brátt fyrir ákafanum með að hrósa Graham og ánægjunni, sem í vændum væri af ferðalag- frelsi minu? Og hefi eg ekki lengur heimild til að segja já eða nei? Þannig hugsar Emily ekki; Emily, sem elskar mig_ og þarfnast mín þúsund sinnum meir en Graham, álítur áð eg hafi breytt rétt, og. fullvissaði mig um fyrir stuttu síðan, að það væri skylda min að framkvæma áform mitt. Og loforð mitt til Willie, er það líka einskisvirði? Nei, það er harðýðgislegt af Graham, að reyna að þvinga mig til að vera hjá þeim, og það gleður mig, að hafa fastráðið, að brjóta af mér slíka fjötra. Auk þess er eg fullnuma kenslukona, og W—s segir, að það sé áríðandi, að byrja strax, meðan þckking mín sé ógleymd”. Þannig talaði drambið, en smátt og smátt viku þessar hugsanir fyrir öðrum mildari. “Máske það sé nú samt sem áður góðvild, sem hef- ir komið Graham til að tala þannig”, sagði hún við sjálfa sig. “Hann hugsar ef til vill einsog Emily, að eg ráðist i of mikið. Það er ómögulegt fyrir hann að vita, hve sterkar ástæður eg hefi, hve skuldbundin mér finst eg vera Sullivans og hve mjög þau þarfnast mín nú. Mér kom heldur aldrei til hugar að eg ætti að fylgja þeim, því þótt Emily segði, að það væri fastráð- ið, hefir Graham aldrei minst á það, og þess vegna hélt ég, að honum yrði það engin vonbrigði þótt eg neitaði því. En þar eð hann hefir ráðstafað þessari ferð okk- ur báðum til ánægju, er það ekkert undarlegt, að hann álítur sér misboðið. Honum finst máske líka, að þar eð eg hefi verið svona lengi í hans umsjá, þá hafi hann heimild til að skipa fyrir ura breytni mína. Hann hefir líka verið mér mjög góður — ókunnugri, sem einskis gat krafist”. “Á eg þá að hætta við áform mitt, fara með þeim og láta frú Sullivan þjást—, já, máske deyja meðan eg er burtu? Nei, það er ómögulegt, eg skal aldrei verða slíkur svikari gagnvart mínum eigin tilfinningum og samvizkú; hve slæmt sem mér þykir að móðga Gra- ham, má eg ekki láta hræðluna við reiði hans hindra mig frá að gjöra skyldu mína”. Þegar Gerti hafði ákveðið, að taka storminum, sem í vændum var með ró, og beðið guð að styrkja sig, reyndi hún að sofa, en henni var það ómögulegt. Harðýðgi Grahams var alkunn á heimilinu, og þess vegna voru allir vanir, og einkum fjölskylda hans, að breyta að vilja hans, og þó hann væri ávalt nær- gætinn og oftast vingjarnlegur, þorði enginn að gjöra á móti vilja hans, sem gat orðið til þess að vekja of- stopa. Það var því alls ekki undarlegt, að Gerti var að nokkru leyti kjarklitil, þegar hún lagði hendi sína á skráarhúninn á borðstofuhurðinni hálfri stundu fyr- ir morgunverð. Samt hugsaði hún sig ekki um nema augnablik, opnaði svo hurðina og gekk inn. Graham sat í hægindastólnum sínum og morgun- blaðið lág á borðinu.. Síðari árin var Gerti vön að lesa blöðin fyrir gamia manninn á hverjum morgni, og það var i þvi skyni, að hún nú var komin inn. Hún gekk til hans og heilsaði með “góðan daginn”, einsog hún var vön; en nú var kveðjunni svarað með tauti. Hún settist niður og ætlaði að taka blaðið, en hann varnaði henni þess með því að leggja hendi sína ofan á það. “Eg hugsaði mér að lesa blaðið fyrir yður, herra”. “Þú skalt hvorki lesa né neitt annað fyrir mig gjöra, fyr en eg fæ að vita, hvort þú hefir ásett þér að sýna mér þá virðingu, sem eg hefi heimild til að krefjast af þér”. “Mér hefir aldrei komið til hugar að sýna yður annað en einlæga virðingu, hr. Graham”. “Þegar ungar stúlkur eða drengir breyta gagn- stætt vilja þeirra, sem eru eldri og hygnari, sýna þau hinn mesta virðingarskort sem hugsast getur; en eg er fús til að fyrirgefa alt, ef þú fullvissar mig um það, að þú sért búin að viðurkenna skyldu þina gagnvart mér, sem eg vona að þú sért búin að, eftir heillar næt- ur yfirvegan”. “Eg get ekki sagt að skoðanir mínar séu breyttar að því er snertir skyldu mína”. “Þú átt við það, að þú ætlir þér að halda fast við heimsku þína?” spurði Graham, stóð upp og talaði i þeim róm, er kom Gerti til að skjálfa. “Er það heimska, að gjöra rétt, herra?” “Rétt? Skoðanir okkar um hvað rétt er eru í þessu tilfelli mjög mismunandi”. “En ef að þcr þektuð ástæðurnar einsog þær eru, munduð þér naumast finna að áformi mínu. Eg hefi sagt Emily orsakirnar, sem hvetja mig til þessa, og hún —”. “Nefnið þér ekki Emily”, sagði Graham, sem gekk hratt um gólfið. “Eg efast ekki um, að hún gæfi höf- uð sitt hverjum sem væri, er bæði hana um það; en eg vona að eg hafi betri þekkingu á, hvað menn eiga mér að þakka, og eg vil i fám orðum segja þér, ungfrú Gerti Flint, að ef þú yfirgefur nú hús mitt, þá gjörir þú það gagnstætt vilja mínura og að baka sér vanþókn- un mína er ekkert suiáræði, sem þú máske kemst að raun um bráðlega, — og einkum þar eð það er alveg ónauðsynlegt”. “Mér þykir slæmt, ef yður mislíkar framferði mitt. hr. Graham”. “Nei, þér þykir það ekki slæmt; ef svo væri, þá myndir þú ekki breyta þvert á móti óskum mínum”, sagði Graliam, sem sá að svipur Gerti varð enn ákveðn- ari við hans hörðu orð, í stað þess að mýkjast. “En eg vil ekki tala meira um þetta efni, það er ekki þess vert. En eg ætia að segja þér, að ef þú ferð úr húsi mínu, máttu ekki búast við minni hjálp eða vernd. Þú verður þá að annast þig sjálf eða leita annara. Þú hehlur liklega, að vinur þinn í Kalkútta vilji styrkja þiíT eða korai máske heirn og taki þig undir sína sér- stöku verhd; en ef þú heldur það, þá þekkir þú heim- inn illa. Eg hugsa að hann sé giftur nú einhverri ind- verskri stúlku; eða, að hann að minsta kosti hafi gleyint þér”. “Hr. Graham”, sagði Gerti stolt, “Sullivan kemur ekki heim i mörg ár enn, og þér megið trúa því, að eg vænti hvorki hjálpar hans eða annara. Eg ætla sjálf að vinna fyrir raér”. Hetjulegt áform”, sagði Graham fyrirlitlega, “og láti ‘ í Ijós mcð þeim metnaði, sem eg vona að ekki bregöist. Á eg að álíta áform þitt fastráðið?” Já, herra”, svaraði Gerti, sen« var orðin enn á- kveðaari af háði Grahams Og þú ætlar að fara?*’ “Eg verð að fara; eg álít það skyidu mína, og er því viljug til að fórna minu þægilega lífi hér og vin- áttu yðar, sem eg met mikils”. raham virtist engan gaum gefa síðari hluta svar hennar, og gleymdi sinni vanalegu kurteisi á inu. Þegar Gerti hafði óskað henni góðrar ánægju, bað hún hana að skrifa sér við og við, en frúin lézt ekki heyra þessa bón og spurði, hvort kjóllinn úr tíbet væri viðeigandi að vera notaður á ferðinni, og þegar Gerti endurtók bón sína með meiri ákafa, spurði hún hve mörg úlnliðalín hún þyrfti að hafa með sér. Þeg- ar Gerti var búin að svara öllum spurningum hennar, lofaði hún að skrifa henni eitt bréf. Áður en Gerti yfirgaf húsið, fór hún inn til Gra- hams í þeirri von að fá vingjarnlega kveðju, en hann tautaði eitthvað óskiljanlegt og sneri sér svo frá henni. Hún skildi við hann hrygg og tárfellandi. FJóRTÁNDl KAPITULI. Vinur i neyð. Við göngum fram hjá kveðju Gerti og Emily, mót- töku henar hjá frú Sullivan og byrjun kenslu henn- ar á skólanum; en ætlum nú að minnast á, hvað fram fór i nóvember, hér um bil tveimur mánuðum eftir að hún fór frá Graham. Gerti hafði einkennilegt eðli til að stjórna gamla Cooper. Altaf fann hún nýjar skemtanir, þar á meðal að fylgja honum til nýju kyrkjunnar, sem verið var að byggja. Cooper vildi ekki láta rífa gömlu kyrkjuna, en þegar hann sá, hvernig þeirri nýju var til hagað, vakti það áhuga hans. Einn af verkamönnunum, Mil- ler að nafni, var vanur að lita eftir Cooper, og kom honum til að trúa því, að það væri mikið gagn að nær- veru hans. Stunduin sótti Gerti hann, þegar hún var á heimleið frá skólanum, en annars fylgdi Miller hon- um heim. Eftir að Gerti settist að hjá frú Sullivan, hafði Cooper breyzt til hins betra og var miklu þægari en áður; samlífið við Gerti gjörði lika frú Sullivan lífið skemtilegra; en hin vaxandi veikindi hennar síðustu dagana, gjörðu Gerti óttaslegna, og þvi ásetti hún sér einn daginn að finna Jeremy Iæknir, þegar hún væri búin á skólanum, og biðja hann að skoða frú Sulli van. Til þess að geta þetta, bað hún Miller að annast Cooper. Þenna dag tafðist hún lengur en vant var á skól- anum, og klukkan var tvö, þegar hún barði að dyrum hjá Jeremy. Stúlkan, sem lauk upp, benti Gerti að fara inn í skrifstofuna. Læknirinn gekk á móti Gerti með framréttar hendur. “Gerti Flintl Nú er eg hissa!” hrópaði hann. “Það gleður mig að sjá yður. En því hafið þér ekki komið fyr?” Gerti sagði, að hún ætti heitna hjá kunningjum sínum,, og væri annar þeirra mjög gamall en hinn veikur, og að skólinn eyddi svo miklu af tíma henn- ar, að hún gæti ekkert farið. “Léleg afsökun”, sagði Jeremy, “léleg afsökun. En nú eruð þér hér og við sleppum yður ekki strax”. Hann opnaði dyrnar um leið og kallaði hátt: “Kona, kona, — komdu eins fljótt og þú getur og láttu á þig bezta möttulinn þinn, — hér eru gestir. — Vesalings konan”, bætti hann við góðlátlega og sneri sér að Gerti, “hún á ekki hægt með að flýta sér, hún er of digur til þess”. Gerti afþakkaði að bíða eftir dagverði og sagðist verða að hraða sér heim. Svo lýsti hún veikindum frú Sullivan og tilganginum með heimsókn sína. “Einn klukkutími gjörir engan mismun í slíku til- felli”, sagði læknirinn. “Þér verðið að bíða og borða hjá okkur, svo skal eg flytja yður í vagninum minuin hvert sem þér viljið”. Gerti hikaði; úti var dimmviðri og farið að snjóa ofurlítið. Það yrði ekki þægilegt, að ganga heim þessa löngu leið, og auk þess væri vissara að hún fylgdi lækninum og sýndi honum húsið, því gatan, sem þau áttu heima í, var ný og engin tala eða númer á hús- unum og því óþægilegra að finna húsið. Frú Jeremy kom nú inn. Hún var feit, sannarlega alt of feit, og auk þess var hún rjóð af því hún hafði flýtt sér. Hún kysti Gerti og Ieit svo í kringum sig, en þegar hún sá ekki fleiri leit hún ásakandi augum á læknirinn og sagði: “Skammast þú þín ekki, maður! Eg trúi þér ald- rei oftar. Þú taldir mér trú um að hér vært ókunnugt fólk!” “Kemur hiixgað nokkru sinni sjaldséðari gestur en Gerti Flint?” “Að sönnu ekki”, sagði frú Jeremy; “Gerti er sjald- gæfur gestur hér, og eg ætti að sneypa hana duglega af þeirri ástæðu; en þú veizt það líklega, að eg hefði ekki farið í bezta möttulinn minn hennar vegna. Eg er sannfærð um, að hún kann eins vel við mig í þeim gamla, gula; enda þótt hún segði, þegar eg keypti hann, að eg hefði valið þann ljótasta möttul, sem til væri í Boston. Manstu eftir því, Gerti?” Gerti hló glaðlega að þeim skemtilega viðburði, sem átt hafði sér stað í fataverzlaninni, þegar hún end- urkallaði hann í huga sinn. Hún hafði nefnilega fylgt frú Jeremy í búðina, þegar hún keypti möttulinn. — “En, komdu nú að borða, Gerti; dagverðurinn er til- búinn. Maðurinn minn hefir svo mikið að spjálla við þig, að hann hefir þráð komu þína stórlega”. Stundarkorn borðuðu þau án þess að segja eitt orð'; en svo fór læknirinn alt í einu að skellihlæja. Gerti horfði undrandi á hann og frú Jeremy sagði: “Já, Gerti, þessi hlátursköst hefir hann fengið tvisvar á dag i heila viku. Fyrst varð eg jafn hissa og þú, og eg viðurkenni það, að eg veit enn ekki, hvað þeim hefir borið á milli, Graham og honum, sem er hláturs- vert”. “Þú mátt nú ekki ljósta upp leyndarmálum min- um, kona”, sagði læknirinn; “láttu mig segja það sjálf- an. Eg býst við, Gerti, að þér hafið ekki verið 5 ár á heimili Grahams án þess að verða þess vör, hve van- stiltur hann er, imyndunargjarn og sérgóður?” “Jeremy”, sagði kona hans í ásökunarróm og hristi höfuðið. “Eg tek mér ekki nærri, þó þú hristir höfuðið, kona. Eg segi mína meiningu, og þetta er niðurstaðan sem eg hefi komist að viðvíkjandi Graham og eg efast ekki um, að Gerti er komin að sömu niðurstöðu; en hún er of góð stúlka til þess að vilja segja það”. “Eg hefi aldrei orðið neins slíks vör hjá honum”, sagði frúin. “Eg mæti honum nærri því á hverjum degi á götunni, og þá heilsar hann mér ætíð brosandi og vingjarnlega”. “Það getur verið”, sagði læknirinn, “en Gerti og eg vitum hvað kurteis hann er, þegar einhver vogar að hafa aðra skoðun en hann, — er það ekki satt, Gerti? — Þegar maður —” “Talar um pólitík við hann, t. d.”, greip frúin fram í. “Það eru ykkar mismunandi pólitisku skoð- anir, sem hafa komið ósamlyndi af stað milli ykkar”. “Nei, alls ekki”, svaraði læknirinn. “Menn geta orðið æstir, þegar menn tala um pólitík, þó þeir séu í rauninni geðspakir menn. Eg get sjálfur orðið æst- ur þegar eg tala um pólitík, en það er ekki það sem eg á við núna.. Það er löngun Grahams til að semja lög fyrir hvern einn sem hann umgengst, sem eg felli mig ekki við. Framkoma hans er eins mikilmannleg og hann væri keisarinn í Kína. Eg hélt þó að hann hefði batnað síðari árin, því hann gat látið skaðan gera sig hyggin þegar hann lenti i leiðinlega viðburðinum með vesalings Filip Amory; en nú held eg samt «ð hann sé byrjaður á gamla leiknum aftur. Ha, ha, ha, hló gamli læknirinn um leið og hann laut áfram og klappaði á öxl Gerti. “Það gleður mig mjög, að hann hefir mætt skynsamlegri mótstöðu, og það frá þeim sem hann átti enga von á henni.’ Gerti horfði undrandi á hann, því það var aug- ljóst að hann vissi hvað fram hafði farið milli hennar og Grahams. Þegar læknirinn sá spurninguna í augum hennar bætti hann við: “Yður furðar á því hvaðan eg hefi þessa þekkingu mína, en takið þér nú eftir: Að mestu leyti hefi eg heyrt það af Graham sjálfum, og það sem skemtir mér bezt er að hugsa um hvernig gamli þorparinn reynir að dylja ósigur sinn og koma mér til að halda að hann hafi náð vilja sínum, en eg sá út úr honum og vissi það eins vel og hann sjálfur, að i yður hafði hann fundið sér meiri mann.” “En, hr. Jeremy, eg vona að þér hugsið yður ekki að----” “Nei, góða mín, eg lít ekki á yður sem sóknbúinn áflogahund, heldur sem skynsama stúlku, sem veit hvað er rétt og gerir það sem er rétt, þrátt fyrir vilja Gra- hams, og þegar þér heyrið sögu mina, munið þér skilja aðal undirrótina, sem eg byggi skoðun inína um þetta efni á. I)ag nokkurn—það eru ef til vill tveir mánuðir siðan—var eg sóttur til eins af W—s börnum, sem hafði fengið hálsbólgu. Meðan eg stóð og talaði við W., var hann kallaður út til manns sem vildi finna hann, og þegar hann kom aftur, sagði hann mér að hann hefði tekið yður sem kenslukonu við skóla sinn. Eg vissi að það var áform Emily að menta yður svo að þér gætuð orðið kenslukona, og það gleður mig að þér fenguð góða stöðu. Þegar eg kom út mætti eg Graham fyrir utan dyrnar, og meðan við urðum samferða sagði hann mér áform sitt um vetrarferðina. ‘En Gertie Flint fer þó ekki með yður’, sagði eg. — ‘Gerti? Jú, hún fer með okkur”—“Eruð þér viss um það.? sagði eg. Hafið þér krafist þess af henni.?”—“Krafist.? Nei, það hefi eg ekki gert, en það leiðir af sjálfu sér að hún fer með okkur, og hún er auðvitað glöð yfir því að slíkt tækifæri býðst henni, það eru ekki allar ungar stúlkur í hennar stöðu svo heppnar.” “Eg varð hálfgramur yfir því hvernig hann talaði, og svaraði þvi í jafn ákveðnum róm: ‘Eg fyrir mitt leyti efast um, að hún taki tilboði yðar’. En þá teygði herr- ann úr sér, og þér hefðuð átt að heyra ræðuna, sem hann hélt. Eg get aldrei hugsað um hana án þess að hlæja, einkum af því að rétt á eftir varð hann fyrir vonbrigðum. Eg get ekki endurtekið liana, en þegar maður hlustaði á orð hans, var ómögulegt að ímynda sér, að þér vilduð ekki verða við ósk hans. Mér fanst jafnvel, að það væru landráð af mér að hugsa slíkt. Eg var auðvitað of hygginn til að segja honum það, sem W. sagði mér; en eg hefi aldrei verið eins forvit- inn eftir að vita, hvernig sakir stóðu, einsog eg var þá. Stundum datt mér í hug, að aka með konu minni til Emily, til þess að fá vissu mína; en læknar eiga ald- rei frjálsan dag og ávalt komu hindranir. Svo var það einn sunnudag, að eg heyrði frú Prime, matreiðslu- konu Grahams, tala niðri i eldhúsinu — frænka henn- ar vinnur hjá okkur, — svo fór eg strax ofan að spyrja hana. Hún er góð vinkona yðar, Gerti, og hefir mikið að segja, þegar talað er um yður. Og þó hún segði mér ekki frá ölluin smáatvikum, vissi eg að hún sagði satt. “Tveim dögum síðar hitti eg Graham. “ ‘Nú, nær farið þér?’ spurði eg. — ‘Á morgun’, svaraði hann. — ‘Einmitt það? Þá fæ eg ekki að sjá stúlkurnar yðar áður en þér farið. Viljið þér ekki gjöra svo vel, að taka með yður dálítinn böggul til Gerti?’ sagði eg. — ‘Eg veit ekkert um Gerti’, svaraði hann önugur. — ‘Hvernig skeður það? Hefir Gerti yfirgefið yður?’ spurði eg og lézt vera hissa. — ‘Já’, svaraði hann. — ‘Og hún hefir vogað, að sýna yður slíka lítilsvirðingu — að leika sér þannig að yðar tign?’ sagði eg og notaði hans eigin orð. — ‘Jeremy ™§ DOMINION BANK Hornl Notro Dame »K Sberbrooke Str. Httfn9at611 nppb.............«.6,000,000 VaraajObnr...................«.7,000,000 411ar elKnlr............... .«78,000,000 Vér óskum eftir vlósklftum verz- lunarmanna og ábyrgumst ati gefa þeim fullnægrju. Sparlsjótisdelld vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- lr i borginnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska ati skifta vltS stofnun sem þeir vita atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. ByrjitS sparl innlegg fyrir sjálfa ytSur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáðsmaSur PHONE GARBY 3450 CreseentI MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að mæðurnar gerðu vel i að nota meira af því Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. Fríir ABYRGÐSTIR Amerikanskir SILKISOKKAR OSS VANTAR AÐ ÞÉB KINNIST ÞESSUM SOKKUM Þeir hafa staðist raunina þegar allir aðrir brugðust. Þeir gefa manni veruleg fóta þægindi. Þeir hafa enga sauma sem hætt er við að rifni upp úr. Þeir fara ekki úr lagi því það er prjónað en ekki straugjað í þá. Þeir eru Ábyrgstir að fínleika, að tísku fyrir yfirburði að efni og frá- gangi, algjörlega flekkleysi, og til að endast í sex mánuði gata lausir, annars er annað par sent í staðinn. ÓKEYPIS Hver sem sendir 50c til að borga flutningsgjaldið send- um við ókeypis að undan- teknu tollgjaldi, þrjú pör af okkar nafnfrægu karlmanna AMERICAN SILK HOSE með skrifaðri ábyrgð og af hvaða lit sem er, eða, þrjú pör af okkar Ladies’ Hose, annað- hvort svarta, brúna eða hvíta að liti með skrifaðri ábyrgð. LÁTTU EKKI BÍÐA—Þetta tilboð verður tekið til baka þegar verzlunarmaðurinn í þínu héraði fer að höndla þá. Nafngreinið bæði lit og stærð. The International Hosiery Co. 21 Bittner Street Dayton, Ohio, U.S.A. Kaupið Heimskringlu. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem hefur fyrlr fjölskyldu a« sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, «et- ur tekiö heimilisrétt á fjóröung úr section af óteknu stjórnarlandi i Man- itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi veröur sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrlfstofu hennar I þvi héraöl. Sam- kvæmt umboöi má land taka á öllum landskrifstofum stjómarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meti vissum skli- yröum. SKVI.DliR—Sex mánaða ábútl og ræktun landslns á hverju af þremur árum. Landneml má búa metS vlssuzn Skilyrtsum innan 9 mílna frá heimllis- réttarlandi sínu, á landt sem ekkl ar minna en 80 ekrur. 1 vjssum hérötium getur grótsur og efnilegur landnemi fengitS forkaups- rétt á fjórtSungi sectiónar metSfram landi stnu. VertS $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDIIR—Sex mánatSa ábútS á hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefur unnltS sér lnn elgnar- bréf fyrlr heimllisréttarlandl sinu, og auk þess ræktatS 60 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leitS og hann tekur heimilisréttarbréfit5, en þó metS vissum skilyrtSum. Landncml sem eytt hefur helmllla- rétti sínum, getur fengitS heimilisrétt- arland keypt i vissum hérötium. Verá $3.00 fyrlr ekru hverja. SKYLDUR— VertSur atS sitja á landinu 6 mánutSl af hverju af þremur næstu árum, rækta 60 ekrur og relsa hús i landinu, sem er $300.00 virt5i. Færa má nitSur ekrutal, er ræktast skal, sé landitS óslétt, skógi vaxiti etSa grýtt. Búþening má hafa á landlnu I statS ræktunar undir vlssum skilyrtSum. BlötS, sem flytja þessa auglýslngu leyfislaust fá enga borgun fyrir.— W. W. CORY, Deputy Minlster of the Interior. f HiS sterkasta gjöreyíingar lyf fyrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindi svo sem, veggjalýs, , kokkerlak, maur, fió, melflögur, og alskonar smá- kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur þannig 1 veg fyrir frekari óþægindi. Búið til af PARKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Phone Garry 4254 WINNIPEG Selt 1 öllum betri lyfjabúðum. ÍOt! mmammmmmm* - wiririirjuu m I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.