Heimskringla - 15.10.1914, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.10.1914, Blaðsíða 7
WíInIvix'-Lvi, 15. OKToBEU 1914 H E I M S K R 1 N G L A BLS. 7 Fasteignasalar. • THORSTEINSSON BROS. Byggja hús. Selja lóðir. Út- ! vega lán og eldsábyrgðir. Room 815-17 Somerset Block PHONE MAIN 2992 J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. l'uion Bnnk 5th. Floor No. 530 Selur hús og lótSir, og aunat5 þar at5 lútandi. Útvegar peningalán o. £1. Phone Main 20S3 S. A. SIGURDSON & CO. Húsom skift fyrir lönd og lönd fyrir hös. Lán og eldsébyrgö. Room : 208 Cableton Bldg Sími Main 4403 PAUL BJERNASON FASTEIGNASALI Selur elds, lífs og slysaábyrgt5 og útvegar peninga lán. WYNYARD, - SASK. Skrifstofu sími M. 3364 Heimilis srimi G. B094 PENINGALÁN Fljót afgreiðsla. H. J. EGGERTSON 204 McINTYRE BLOCK, VVInnlpeir - Man. Gistihús. MARKET HOTEL I4f> PrincHSS St á móti markat5inum Bestu vínföng vindlar og aöhlyn- » ing gót5. islenzkur veitingamati- ur N. Halldorsson, leiöbeinir Is- lendingum. j P. O’CONNEL, eigandi WIXNIPEG WOODBINE HOTEL 40" MAIN ST Stærsta Billiard Hall í Nort5vestur- landinu. Tíu Pool-bort5. Alskonar vín og vindlar. Gisting og fæt5i: $1.00 fi (lag og l»ar yfir. LENNON A HEBB Eigendur S T . REGIS HOTEL Smith Street (nálægtt Portage) Enropean Plan. Husiness manna máltlöir fré k.l. 12 til 2, 50c. Ten Course Table De Hote Jinuer $1.00, meö v*ni $1.2o. Vér höf- nm einnig borðsal þar sem hver einstaklin- gnr ber ó si t eigiö borö. McCARREY & LEE Phone M, 5684 Þ 0 KUNNINGI sem ert mikið að heiman frá konu og bcirnum getur veitt hór há ánægju að giata á STRATHCONAHOTEL sem er líkara heimili en gistihúsi. Horninu á Main og Rupert St. Fitch Broe., Eigenttur / J. J. Swanson H. G. Hinrikson Dominion Hotel J. J. SWANSON & CO. 523 Main Street FASTEIGNASALAR OG Bestu vtn op viudlar, Gistinir <>« fæfti$l ,50 peninKR mi?5lHP Máltlö ,35 TalMlmi M. 2507 Siini 11 liHi Cor. Portaf;e an<I Garry, Winnipeg B. B. HALLDORSSON, eigandi J. S. SVEINSSON & CO. Selja ió'ðir í bæjum vesturlandsins og skifta fyrir bújaróir og Winnipeg lót5ir. Pbone Main 2K44 710 MclNTYRE BLOCK, WINNIPEG Hitt og þetta. A. S. BARDAL selur llkk.istur og annast um út- «farir. Allur úthúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 814 Nhei'brnoliC Street Phone Garry 2152 Lögfræðingar. Graham, Hannesson & McTavish LÖGF RÆÐINGA R 907—908 CONFEDEKATION LIFE ELDG. WINNIPEG. Phone Main 3142 WELLINGTON BARBER SH0P undir nýrri stjórn HárskurÓur 25c. Alt verk vandat5. Vit5skifti íslendinga óskat5. ROY PEAL, EÍKandi 691 Wellington Ave. GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. Garland LÖGFRÆÐliNGAK 801 Electric Railway Chambers. PHONE MAIN 1561 Vér i\ófum fullar birgOlr hreiuustu lyfja og meéala. Komið með lyfseðla yðar hirig- að vér gerum meöulin nákvæmlega eftir Avísau lflHknisins. Vér sinuum utansveita pðnuuum og seljum giftingaleyíi, COLCLEUGH & CO. Nofre Dame Ave. & Sherbrooke St. Phone Garry 2690—2691 JOSEPH J. THORSON bLENZKtR LÖGFRÆÐINGUR ■^ritun: McPADDEN & THORSON 1107 McArthur Bldg. Phone Main 2671 Winnipeg GÍSLI G00DMAN TINSMIDDR Verkstæt5i:—Cor. Toronto St. and Notre Dame Ave. Phoue Heimilift Garry 2088 Garry 89i) ^kum oss fi xamninga bók- f«erslu. Gjbra upp jafnaftarrelkninKa mfin- abarleKa. Clark & Kell REIKNIJíGA YFIRSKODENDUR og IIÓKHALDARAR 3 Gllnea Bloek 44 p°rtaKe Avenue. Winnlpegr Tnlaiml Maln 2110 YflrskötSun, bókfœrslu-rannsókn- • afnabarreikningam afretkning- viTsskm:bókhaidSkrlfstofuhald 08 Office Phone 3158 1. INGALDSON 193 MÍKhtou Avenue Umboísmaíur Gontinental Llfe Inaurance 417 Melntyre Bloek winwipeg SHAW’S Stærsta og elzta brúkaðra fatasölubóðin f Vestur Uanada. 479 Notre Dame Avenue H. J. PALMASON Chartered Accountant PHONK M»iN 273e 807-809 SOMERSET BUILDING — St. Paul Second Hand Clothing Store j Borgar hæsta vertS fyrir gömul föt af ungum og gömlum, sömuleiöis loCvörut Opiö til kl. 10 á kveldln. H. Z0NINFELD 355 Notre Dame Ave. Phone G. 88 Læknar. DR. G. J. GÍSLASON PhjHleian and SurKeon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjukdómum. Ásamt skuróitlS SJUkdómum OK upp- 18 Sonth 3rd Stft Grnnd Forkn, N.D. RELIANCE CLEÁNING AND PRESSING C0. 508 Notre Dame Avenue Vér hreinsum og pressum klæónaó fyrir 50 cent. EinkunnarorÓ; Treystit5 oss KlæT5nat5ir sóttir heim og skilat5ir. HER BERGI Björt, rúmgóð, pægileg fást altaf með t>vi að koma til vor City Rooming & Rental Bureau Office open 9 a.m. to 9 p m. Phone M. 5670 31 3 Mclntyre Blk DR. R. L. HURST meölimnr konunKIeKa skurölœknaráösins, ótsknfaöur af konunglega lwknaskólannni I London. Sérfneöiuaur 1 brjóst ng tanga- yeiklun o* kvonsjúkdómnm. SWrifstofa '(0', Keuuedy Buildiug, Portage Ave , gagnv'I Kh^V°S<I-5 S7ln« U“in 8I4' Til viBt«is*frá *....i—i— Lærðu að Dansa hjá beztu Dans kennurum WinnipeK bæjar Prof. og Mrs. E. A. Wirtb, á C O L I S E U M Fullkomið keitslu tímabil fyrir fz 50 Byrjar klukkan 8.15 á hverju kvöldi. ■ - I * Adams Bros. Plumbing, Gas & Steam Fitting Viðgerðun sérstakur gaumur gefin. 588 SHERBROOKE STREET cor. Sargent Nýjar hreifingar. Það er eftirtekta vert, hve fáar raddir, frá almenningssjónarmiði, hafa komið fram viðvíkjandi hinu fyrirhugaða gamalmennahæli, og hegar maður lítur yfir sögu Jtess máls frá byrjun, er öllu einkenni- legra fyrst hverjir hafa mest um það ritað og síðast en ekki síst hvað varð því að fótakefli, n.l. prests- þjónustu deilurnar; það er líkast eftir því að dæma, að sálgæsla gain- almenna, hafi verið aðal grundvall- ar atriðið fyrir þörf á nemdu hæli. Mér hefði ekki koxnið til hugar að á það atriði hefði þurft að xninnast fyr en hælið var stofnað, og komið í starfandi ástand. i>að hefir verið og er mín skoðun á því máli, að fyrsta sporið í rétta átt, veeri að gjöra sér dálitla grein fyrir hvað stofnun sú mundi kosta, hvað stórkostleg þörfin væri, og hvaðan allar þær doilara þúsundir ’ættu að koma sem fuilnægt gætu þeim kröfum. Eg hýst við að það liafi þó ekki verið meiningin að aðeins þeir fáu sálusorgarar seni við eigum hér vestan hafs, hafi ætiað sér að stofn- setja og starfrækja hælið, þeim væri það að öllum líkuin of vaxið, þó trúarskoðana sanikomulag þeirra, væri öðruVísi en kunnugt er. Ágirnd presta er viðbrugðið frá fyrstu tímum tilveru þeirra. Ekki gat það átt sér stað að núítðar prestur gæti liaft nokkurn teljandi næringarveg af hæii þessu, þó það kæmist upp af því ekki eru líkur til að það verði kaþólsk stofnun. Þess er getið í fornuin rituin að prestar hafi haft drjúgar tekjur af að heimsækja sjúka og gamalmenni eins og orð þeirra benda til:—“gaf liún blessuð!” “Gaf hann ennþá blessaður!”. (Jafnvel þó blóðið væri liætt að renna um æðar þess deyanda) liegar prestur kom. Af því eg hef nýlega lesið grein um hælismálið sem þrásinnis er tekið fram um sáigæslu hælisins, þó það hefði ekki átt að vera í neinu sain- hengi við samlíking um hrossaþjóf- nað, dettur mér í hug: Skildi jiað geta átt sér stað að nokkur nútíð- ar prestur íneinti sig hafa lykla völdin að bústað sálu manna eftir dauðann, hve ábyggilegt það væri er ekki auðvelt að sjá með likainleg- um augum i létt mentaðri kúpu. l*að sem eg ætlaði mér aðallega að vekja máls á vjðkomandi þessari líknar stofnun, með örfáum orð- um er sem hér fylgir: Er það nú vist að allur þorri gamalmenna þeirra sem þetta hæli er aðallega ætlað, vildu feginsam- lega fara þangað frá máske börn- um sínum, frændum og kunningum jafnvel þó fátækt þrengdi að, á aðra síðu, ég held ekki, eg hygg að fjöldin af Islenzkuin gamalmenn- um mundi fremur kjósa að eyða elli- dögunum í heima húsunú meðal landa sinna, einkum ef fjárstyrks ven af liar til ætluðum sjóði væri ef þörf krefði. Eg vil einnig halda, að flest ef ekki öll íslenzk heimili, hvort sem er í borg, bæ, eður landsbygð væri fullhoðleg eða nægilega mör-g boð- leg og fáanleg, fyrir þá þmrfaiinga sem þyrftu hjálpar við, auðvelt mundi að fá skýrslu um fjölda þeirra, og eins um hvort þeim geðj- ist betur hælisvera eður fjár tillag í heima hús. Eg er i litlum efa um að líknar stofnunar hlutaðeigendur næðu fyr tilgangs takmarki sínu, með því að mynda sjóð til styrktar þurfandi gainalmennum. IN’rir sjóð þann mætti setja reglur og föst ákvæði fyrir styrkveitingum, gæti þá sál- gæsla og prestsþjónusta ekki orðið neitt hlindsker til að brjóta á (að mér sýnist). Mér vreri mjög hugleikið að fá að heyra fleiri en prestanna raddir um þetta mál. I>að er að sjálfsögðn öll- um íslendingum jafn viðkomandi, ef það er á annað borð hafandi á dagskrá, gem ekki éetti að eiga sér stað i deilumáluin íneðal manna, síst presta. Flestum mönnum er eðlilega kært að fá haldið heiðri sínum og mannorði óskertu, sem oft v ill hallast og fara út af lagi í deii- um, ekki einungis á aðra. heldur oft sinnis á háðar síður. Um Ieið og eg enda línur þessar vil eg geta þess, að mér líkar mjög iila allar deilugreinar dagblaðanna þegar meginmál þeirra eru deilur og auglýsingar; þá eru þau einskis virði, cða hjartanlega óuppbyggi- leg fyrir okkur bændur út á landi. Prívat deilur manna koma okkur ekkert við, þeir geta beitt listfengi sínu á bak við tjöldin utan sjónar- svið aimennings. Svo ætla eg ekki að orðiengja þetta frekar, hef hvorki tima eður hæfileika til að rita, það sem dag- biöðum er boðlegt. Veit að hlaða útgefendur hafa nóg af skárra tagi, þó eg reyni áð senda þessar ifnur til Heimskringlu. G. JÖR. “Sýnið sanngirni.” (AÐSENT) Herra ritstjóri Heimskringlu: Kæri herra:—Viltu gjöra svo vel og ljá eftirfylgjandi línum rúm í | biaði þínu. Af því að eg er búin að heyra svo marga lesendur Heimskringlu, ininnast á viðureign þeirra Jónasar Pálsson og l'heodórs Arnasonar, og fara heldur ómjúkum orðum um j Jónas! segja t.d. að ritstj. Hkr. sfni Jónasi of mikla kurteisi með þvl að ljá greinum hans rúin í hlaðinu. Og nú seinast er þeir lásu niður- j lag á grein Jónasar til ritstj. blaðs- ins, er hirtist í seinasta blaði, dag- sett 24. sept., þar sem Jónas biður lesendur blaðsins að bíða rólega eftir svari sínu til Theodórs sem af vissri ástæðu geti ekki komið strax. Við þetta þurfa þeir að gjöra at- lmgasemd! Með hæðnishros á vör- um játa þeir því, og segja já, sjálf- sagt Jónas minn, þó það aldrei koini, við bíðum rólegir—hum! — huin!—-Fær j)á ofanígjöfina dreng- urinn sá. Annað eins og þetta þoii eg ekki. Þeir eru að gjöra gis að Jónasi. Þeir gá ekki að því að Jónas á fulla’ heimtingu á að störf hans séu við- urkend og það í opinberu blaði, eins og hann segir sjálfur í niður- lagi á 'áminstri grein til ritstj. að það sé engin dygð hans (ritstj.), heldur sjálfsögð skylda að geta urn störf sín, eins og annara hlutdrægn- islaust. Mér finst svo sem sjálfsagt að ef ritstjóri vill ekki geta um störf Jónasar að þá gjöri Jónas það sjálfur.—Hvor er sjálfum sér næstur. Það er alá ekki rétt að hnekkja áliti annara, og síst af öllu í opin- beru blaði. Gæti lika komið sér illa, ef tii vill orðið þrandur í götu fyrir auiningja Jónas. Setjum nú svo að gamalmenna hælið kæmist á fót, og séra Jóhanni Bjarnasyni yrði falið á hendur að bvia sálirnar undir eilífðina hjá þessum vesalingum sem þar kynnu að eyða sinum seinustu stundum, væri þá ekki ómögulegt að Jónas gæti fengið atvinnu hjá Jóhanni sem fyrirtaks lista spilari og þeir í sameiningu gætu hásúnað sálirnar inn í himnaríki, með ræðum, söng, og hljóðfæraslætti; því Jóhann er fyrirtaks ræðusköringur; Jónas iieiinsfrægur organisti, háðir hóg- værir, ekki er sjálfsálitið, og þá ekki hrokin, og s^ra Jóhánn sérlega vandvirkur. Það yrði ekki vikið að |!ví verki með neinu losæði. Hann mundi ekki heldur sleppa sálunum á vergang, hann mundi sjá um að þær kæmust slysalaust til himnaríkis. Sjá um að þær mættu hvorki únitara eða nýguð- fræðing. Únitarar eru grunaðir uin gæsku. Gætu cf til vill rænt þær þeim sálarforða sem Jóhann hefði þeim útbúið. Jóhann hefir líka töluvert fengist við sálarran- sóknir, og getur þessvegna með einu augnatilliti gegnrínt hvorn einasta krók og kima sálarinnar, og séð hvort nokkur slæðing af van- trú hafi þangað fluzt. Hann getur séð hvort það er únitari eða nýguð- fræðingur, eða þá einn af þeirra rétttrúnuðu. Það er algjörlegá undir hans úr- skurði komið hvar hverjum einum af þessum yrði hoiað. Ekki mundi hann heldur sjá eftir sér að skjót- ast með sálirnar yfir landamærin og ekki mundi hann gieyma Jónasi, því störf hans þyrftu, að fá viður- kenningu. Með söng og hljóðfæraslæfti inundu þeir fara fyrst til Péturs og afhenda honum sálirnar; yrði nú Pétur úriliur og áfundin kallin, og færi nú máske að gjöra athugasenid- við sálna undirbúning Jóhanns, þvi Pétur er góður ráðsmaður þaul æfður, þá mundi Jóhann fglytja þann aragnia af ástæðum og röksemdum að Pétur mætti til að sannfærast, og Jónas spilaði undir af mikilli list, viðkvæmt og töfrandi. Pétur yrði svo hrifin, og hleyfti sálunum inn viðstöðuiaust, þangað sem Jóhann hefði markað þeim bás. Svo léti Pétur setja stórar aug- lýsingai í hvort vikublað himnarík- is, með stórum stöfum um það hvor fyrirtaks sálnagætir Jóhann væri, og Jónas sá mesti lista spilari sem heiniurinn hefði nokkurn tíma borið. Á þessu geta allir séð, að heiðri Jónasar má ekki hnekkja. hvorki fyr né síðar. Kaupandi Heimksringiu. Ritstjórastaðan. Alla tið hefi eg hugsað mér þessa stöðu i mannfélaginu þá æskilegustu og frjálsustu fyrir vellærðan, hugs- andi mann, og i engri annari stétt sé jafn opin leið fyrir stórmenni sem elskar heill og hag sinnar þjóð- ar í öllum skilningi, til áð beita á- hrifum sinum til gagns og góðs i hverju einasta velferðarmáli, að kálla mætti. Hvetja menn til alls, sem hetur fer; en letja eða vara menn við öllu, sem miður fer og til ófarsældar leiðir. Góður og mikil- hæfur ritstjóri er mesti og bezti leið- togi þjóðar sinnar, eftir minni skoð- un. Hann hefir takmarkalaust vald til áð fylgja þessu máli og setja sig upp á móti hinu. Og hann er fram- sögumaður sinna eigin hugsjóna, sem til hagsælda miða — á allsherj- arþingi — frami fyrir ölium, sem blað hans lesa; og þannig getur hann dregið að sér álit og fylgi eins langt og blað h«ns fer um heim; náð sterku trausti margra ágætismanna, sem er honum og hans skoðunum ó- metanleg gæði. Og þá vitanlega líka eignast harðsnúna andstæðinga, sem honum er heiður og metnaðarauki að hafa átt i stríði við og borið sig- ur frá borði. Og um leið og ritstjór- inn nær heiðri og virðingu út á við, þá er það sami heiður og álit þjóð- ar hans, sem hann er talsmaður fyr- ir. Engin stétt eða staða í öllu mann- og félagslífinu er eins sam- vaxin og ritstjórastaðan og mann- lífið. Alla aðrar valds- og virðingar- stöður mannlífsins hafa sin vissu svið, og þess vegna á ýmsan hátt þrengri takmörk. Ritstjórinn er eini maðurinn, sem vér getum öll sagt að vér eigum. Hann er albróðir allr- ar sinnar þjóðar. Hitt eru meira eða minna hálfbræður eða þá kur- teisis- og skyldubræður. Og líklega er það vegna þess, að eg hefi orðið svo óskaplegur heimskingi, að óska mér oft, að eg hefði verið lærður maður og náð ritstjórastöðu, að eg met og clska góðan ritstjóra fram yfir alla aðra menn. Og eg þoli ver, að ritstjóri, sem eg met niikils, sé knésettur sýnd óverðskulduð lít ilsvirðing, en nokkrum manni öðr- um. Að skipa ritstjóra sætið vel getur verið áiitamál, — þvi sitt sýníst hverjum. Og þar sem cg vil ekki bera áhyrgð á öðru en mínum eigin skoðunum, og eg þekki landa niína hér nógu vel til þess, að þeir þvkjast hver góðir fyrir sinn hatt, þá segi eg aðeins fyrir mig. Og það er þetta: f þessu landi höfum vér allir verið fátækir frumbýlingar. En i gegnum alt basl og framsóknarbaráttu höf- uni vér átt mjög góða menn, sem hafa átt og skipað forustu á þessu eða hinu andlega og verklega sviði; til að sýna og sanna, að vér værum af góðu bergi hrotnir og hæfir til að geta staðið i framtíðinni jafnfætis þessgri innlendu þjóð. En i allri fá- tækt og frumbýlingstímabili eru all- ar kröfur vægri. Það sem þá var tek- ið fyrir gott og gilt, sætir nú liörð- um dóm og l>ykir lítilsvert á marg- an hátt. Þannig vanalega aukast og harðna kröfur með afll og menn- ing. Það er tekið léttara á öllum misbrestum hjá unglingum en full- orðnum; sama hlutfallið gildir fyrir frumbýlingsárin eða unglingsár vor í þessu landi. Nú erum vér orðnir fulltíða menn og höfum á höndum langtum viðtækara starfssvið en áð- ur var. Þvi verður það með ritstjóra stöðuna einsog aðra forustu og leiðsögu á öllum sviðum vors þjóð- lífs, að nú verðum vér að eiga í þeirri stöðu mikinn og vellærðan hæfileika mann. Skarpvitran mann, sem hefir þrek og djörfung til að láta til sín taka i livívetna, og ekki ieyfir hverjum, sem vera skal, að fara með sig einsog kögursvein. Báðir voru þeir mætir menn i rit- stjórastöðunni þeir mestu skörung- ar, sem vér höfum átt, Björn Jóns- son og I)r, Jón Bjarnason, og fáir hafa dregið skýrari drætti eða höggvið dýpri spor, og hugsuðu litt um þó sviði. En engum leyfðu þeir að láta knésetja sig, eða snúa sér frá stefnu sinni. Það er aðalkrafa min, að ritstjór- ar vorir séu lifandi menn, en ekki dauðir. Það má auðvitað með sanni segja um þessi blöð, sem stjórnað er með þessari framúrskarandi hóg- værð og hlutleysi í öllu, sem ýtt get- ur við skapi manna, og i staðinn fyrir nýjar liugsjónir og bendingar frá ritstjórans hálfu, eru þau fylt með ýmsum góðum fréttum og fræðslu úr öðrum ritum. Alt eru annara blóm, saman tind og send út með sömu eilífu rósemdinni, í and- legri lognmollu, viku eftir viku, og ár eftir ár. Já, með sanni má segja, að þetta er að vissu leyti góð og heiðarleg biaðstjórh. En það svarar ekki minum kröfum. Dag- eða vikublöð, sem ekki eiu lifandi máigagn með kjarki og eld- fjöri nútímans og framtimans, svara ekki til sinnar skyldu. Þau geta að visu verið heiðarleg og fullnægjandi fyrir suma menn og konur. En þau likjast mest góðu, heiðarlegu tíma- riti. En það er sitthvað eftir minum. mælikvarða. Þótt Heimskringla hafi átt franx að þessu fáa hálærða ritstjóra, þá hefir hún samt átt i þeirri stöðu mannval, og jafnvel þó hún hafi ver- ið brekabarn og yfirsjónirnar ótal margar, þá hefir hún alla tíð verið lifandi blað, og blóð alls vors þjóð- likama hefir runnið í gegnum æðar hennar. Og betur en á nokkrum öðrum stað má lesa i einni heild þroska framför vora þar. Það verð- ur likt og í goðafræðinni, að fyrstu myndirnar eru klúrar og klunnaleg- ar, en smáfegrast við aukið útsýni og andlega menning og siðfágun. Hún er mynd vorra uppvaxtarára i þessu landi. Og þótt sumir hafi hnýtt að henni fyrir sitt takmarka- lausa frelsi, að standa opin fyrir allri alþýðu, þá er það að minni hyggju sterkasti og merkasti þáttur- inn, sem heldur henni uppi í fram- tið sögu vorrar. Þegar núverandi ritstjóri, síra Rögnv. Pétursson, tók við blaðinu, var eg hálf kvíðinn, að alt andlegt frelsi blaðsins yrði of einhliða, og við það minkaði gamla alþýðuhyllin, sem biaðinu hefir fylgt. En hér er ait önnur raun á orðin. Hann lætur sig varða allan hag sinnar þjóðar, og er óhlífinn að benda á það, sem burt ætti að falla. Og þetta eru aðal- kostir hvers góðs ritstjóra. En hvern ig er þessu svo tekið? Mér finst helzt einsog einn og annar vilji standa upp í hári hans, og kenna honum alt aðrar Jífsreglur viðvíkj- andi ritstjórn. Og reglugjörðin er þessi: Minstu ekki á bresti vora, í herrans bænum, ef þú vilt þér vegni vel og verðir langlífur í sætinut Syngdu okkur lof, þvi það þykir okkur gott, einsog Guðmundi ríka, og þá mun hylli þín og vinsæld vaxa. Eitt hið stærsta þjóðarmein ís- lendinga hdfir verið og er þann dag í dag að þeir þola engan fyrirliða. Þola engar skipanir eða forustu úr sínum eigin fiokk, þó þeir skríði í duftinu flatir fyrir annara þjóða ræflum oft og cinatt. Og hvað góður og mikilhæfur maður sem er og verið hefir með þjóð vorri, þá ef hann ekki liefir getað og viljað sýngja þau einu lög sc látið í allra eyrum, þá heíur 1.. ekki náð almennri hylli fv*"- en eft' > :i ára haráttu ef hann hefir getað :<’;ð hörkú og frelsi til að brjóla alt á tiak a't’r f blóðugum hardaga hafa liðs- menn fyr og sfðar staðið við hlið sinna fyrirliða, og borið l>á særða á faðmi sér burt af vígvellinum til að frelsa lif þeirra. En hver er styrkar og hluttaka vorra íslenzku liðsmanna í lífs bardaganuin með sina “fyrirliða”. Sára litil, og oft verri en engin. Þeitn þykir gott að iá niannin á stað til að gjöra þetta cða hitt, en svíkjast svo undan metkjuin þegar í liarða raun dregur og kcsta allri skuldinni á bak þess man: sem maniui ' ir r heirra ætti að verja, og hafa gaman af að láta tæta hann í sundur. Nú hætti eg herra ritstjóri, því mér finst, að andinn s a-ð koma yfir mig, og þá er njév ómögulegt að rita litlaust eða hlóðlaust og merg-' laust, því hefir iriér á orðið og margan skellinn fengið ea fáa liðs- :nenn átt. Lártis G uðnumdsson. HÚSFRÚ ELÍN PÁLMADÓTTIR GUÐMUN DSSON. Fædd 1851 á Hofi á Höfðaströnd í Skagafivði. ólst upp með foreldr- uin sínuin þar i héraðinu. Giftist árið 1887 Gunnari Guðmundssyni. Hafði áður lifað tvö ár með fyrri mann sfnum er druknaði. 1888 flutti þau til Araeríku og settust aft í f«ier,r’<:u bygðinni i Norður- Dakota, þar sem þau síðan hafa búið, lengst af á Mountain. Þeim hjónum varð 8 harna ai/ðið og eru sex þeirra á lííi. Elzti sonur þeirra Gunnar er kennari við aiþýðuskóla í Iowa ríkinu; hin eru heima, Hún andaðist 27. sept. síðastl. eftir langa legu og var jarðsungin 30. sept. að miklu fjölmenni viðstöddu. Séra Guðin, Árnason og séra 'Magnús Jónsson töluðu við útförina.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.