Heimskringla - 29.10.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.10.1914, Blaðsíða 3
♦ ♦4-» »♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦•♦■♦■» WINNIPEG, 29. OKTÖBKK 1914 QBIMSKRINGLA BLS3 MecSan dvaliíS var á höfninni kom um borð tónskáldið Sveinbjöm Sveinbjörnsson, kona hans og dóttir. Voru þau góðir gestir. Var próf. Sveinbjörnsson fyrir skömmu kom- inn heim héðan a<S vestan. Var hann bú- inn að bjóða okkur heim til sín„ en við- dvölin var svo naum, að við vorum orðin aíhuga því að viS fengjum að sjá hann Hann var hress og kátur aS vanda, og hugSi gott til vesturfarar að hausti komandi. Var ÞórSur sonur hans þá dagana aS ganga und- ir læknaskólapróf við háskólann. Um kveldiS var lagt út af höfninni og látið í haf. Um morguninn var veSur dimt og háskozkt: þokuúði og all-mikill kaldi. Sást enn land, og bæir norðan til á Skotlandi. AllstaSar vom fiskiskútur Skota. Flest voru þaS seglskip og sýndust sum þeirra ekki stór. iNokkru eftir nónbil hvarf land, og þá all-margt farþega af þilfarinu um leiS. Tók veSur þá mjög aS versna, svo margir héldu sig undir þiljum. SöknuSu þá ýmsir dr. Finns, sem þó er talinn lærðastur manna í forneskju allri og fræðum Hrafnistu- manna. Daginn eftir var sama veS- § 40. Þórshöfn. ur og hélst til kvelds; en ekki fór aS lækka sjó aS mun fyrr en eftir hádegi þess 4., aS í nánd dró viS Færeyjar. Kom þá á logn, heiS-j ríkja og blíSuveSur. Um nónbilið Ientum viS undan Þórshöfn.. Er þaS víst einhver 8á minsti höfuðstaSur og stjórnarsetur í víS-| um heimi. Voru þá allir komnir upp á þil-1 far og hinir glöSustu. Dr. Finnur sagði, aS hér sæjum viS íslenzkt landslag, þó í smá- j um stýl væri: minti fjörSurinn á íslenzkan fjörS. Brátt komu bátar úr landi og fóru margir meS þeim upp. , Bærinn er smávaxinn, en afar einkenni-' legur. Eru húsin líkust sauSahóp mislitum, j er hnappar sig þar saman á mölinni. Eruj þau meS allri lögun og af öllum lit, sumt torfhús, sumt steinhús eða timburhús. Þó' er þar hús eitt, eldra en nokkurt sem til er í Reykjavík, eSa rúmt 225 ára gamalt. All- ar eru göturnar afar mjóar, þó ein sé nafn- kendust og nefnd “Göngin". Eigi er hún breiSari en svo, aS ná má til húsa beggja vegna, ef maSur réttir frá sér hendurneur og Btendur í miSri götunni. Sagt er þó, að Þórshöfnungar hafi gaman af “Göngun- um”, — finnast þau sérkennileg og þj ó S- 1 e g. Flest hafa strætin veriS skírS í seinni tíS og bera mörg þeirra fom heiti: Sverrisgata, Þórsgata, ÓSinsgata. Þar er líka Finsens- gata, heitin eftir Níels Ijósgeislalæknir, er fæddur er í Þórshöfn. ViS skemtum okkur meðan viS töfSum viS aS skoða bæinn; leituSum uppi kyrkju- vörSinn og skoSuSum kyrkjuna, sem aS mörgu leyti er hiS snotrasta hús. Gat kyrkju- vörSurinn þess viS okkur, aS hér hefSi Fin-| sen veriS skírSur, og vildi láta okkur taka eftir því, aS í Færeyjum hefSi hann veriS borinn, og teldist hann því eyjunum og eng-; um öSmm. Fram til þessa hefir kyrkjan veriS nógu'stór fyrir þorpiS, en nú er hún þaS ekki lengur, því í þorpinu teljast nær tvær þúsundir manna, en hún rúmar ekki mikiS yfir sjö til átta hundruS manns. AS lokinni kyrkjuskoSaninni vildum viS þægja kyrkjuverSinum fyrir ómakið, en eigi var viS þaS komandi. Vorum viS nú kom- in helzt til lans't norður. Var hann sá fyrsti,; frá því viS skildum viS Boston, er ekki rétti snaran höndina strax móti því, er viS vild- um gefa. Færeyiingar eru fomir í siSum. SagSi hann, aS ef viS vildum eitthvaS gefa, skyldum viS víkja kyrkjunni því; væri nú veriS aS safna saman ofurlitlum sjóS til orgelkaupa. Fanst mér eg ekki vera stadd- ur langt aS heiman, er eg heyrði þetta. MeS okkur voru nokkrar skozkar konur, og lögSu nú allir nokkuS til orgelkaupanna. FjórSa júlí hátíSina héldum viS í kaffi- húsi upp meS Sverrisgötu. Gengum þar 1 inn og báSum um kaffi og pönnukökur, er viS fengum eftir litla biS. SéS hefi eg feit- ari hátíS þessa; en ekki var hægt aS bú- j ast viS henni betri þar, meS þeim föngum, | er þar voru fyrir hendi.. Fórum viS þá aS leita uppi smámuna-búS, þar sem hægt væri aS kaupa eitthvaS til minja um eyjarnar, og fundum hana þar niSur viS fjöruna. Heitir kaunmaSurinn Pétur Arge, og verzlaSi meS smíSsgripi, er hann býr til siálfur, og svo myndasnjöld af merkum stöSum á eyjun- um. Var kaupmaSur þungbrýnn en stilli- legur, dökkur á brún og brá, fámáligur, eigi clíkur því sem maSur hugsar sér Þránd í Götu. öll var smíSi hans nett og hagleg; voru þaS mest hnífar og rýtingar, tréskálar og skeiSar. ÓskaSi eg síðar, aS jafn hag- lega gjörSir hlutir og þessir, auðkennandi ísland, hefSu veriS til boSs í Reykjavík í staS skinnskónna, er otaS er þar aS ferða- mönnum og sæmdarlaust er fyrir Iand og þjóS aS til sýnis séu hafSir í útlöndum. Nú var ekkert annaS eftir, en fá einn eSa tvo harðfiska, áSur en fariS væri til skips. Þetta var fyrsti staSurinn, þar sem hægt átti aS vera aS fá þá vöru. VarS þó allmikil leit úr því og gengum viS úr einni búS í aSra og urSum svo búiS aS hafa. Komum viS loks í búS til faktors, er Olson heitir; er hann danskur. Hann er gamall maSur, rauSur í andliti, feitur og digur. FærSist hann allur á hjól viS komu okkar, en ekki hafSi hann fiskinn. Hljóp kona hans í kof- ana þar í kring, aS vita, hvort ekki fengist fiskurinn, en kom svo búin. TróS þá faktor Olson upp á mig nafnspjaldi sínu og sagS- ist myndi hafa nægan fisk aS mánuSi liSn- um; skyldi hann þá senda mér bagga til Lundúna, því hann vildi ekki annaS heyra, en eg væri enskur og ætti þar heima, þó eg segSi honum aS svo væri ekki. Gengum viS þá ofan til bátar fiskilaus. En kaup- mannsfrúin hafði haft allar kerlingar á kreik og út úr kofunum, — en nú var orSiS síSIa kveldsins, um elleftu stund. Var því raSaS kerlingum beggja megin stígsins alt til strand- ar. Voru þær aS skygnast eftir, hvort viS hefSum fengiS fiskinn. Loks í götu-botnin- um stóS kerling og hélt á tveimur spyrSu- böndum. Hún var fornbýl sú gamla. HægS- ist nú hinum viS aS sjá þaS, því svo var helzt aS merkja, sem þeir héldu aS orSstír Fær- eyja væri í veSi, cf viS færum fisklaus til skips. Nokkrir Englendingar urSu varir viS fiski- upphlaup þetta. HöfSu þeir gaman af, og er viS homum fram, spurSu þeir, hvernig fiskikaupin hefSu gengiS. Létum viS vel yfir. Einn Hollendmgur var þar líka. Vildi hann sem hinir sýna fyndni sína, og segir aS harSfiskur sé víst kostaréttur Islendinga, hvar sem þeir búi, og muni mér bragSast vel á fiskinum. GamaniS var ekki meS öllu græskulaust, og hélt eg meS sjálfum mér, aS Flandranum færist ekki. KvaS eg já viS og sagSi, aS sýnu betra þætti mér þefurinn og bragSiS aS harSfiskinum, en aS ostinum fræga, meS mörgu götunum. KveldiS var hiS fegursta. FjörSurinn spegilsléttur, loft heiSskýrt og nóttin björt. Fyrnindi öll af vörum voru flutt í Iand, og grúi af Færeyingum, bátum þeirra og belgj- um um borS. ÆtluSu þeir aS búa á þilfari, þar til komiS væri til SeySisfjarSar, en þang- aS voru þeir aS fara til fiskjar. Uppskipun og framskipun gekk seint. Kl. var orSin tvö um nóttina áSur öllu var lokiS. En sami kveldlitur á lofti og bjart. Eyjamenn störf-! uSu strangan viS aS koma öllu sínu dóti um' borS. Þeir gengu hoknir og hljóSir aS j verki; allir voru þeir vaSmálsbúnir, meS j skotthúfur á höfði og í háum sokkum. Töl-! uSu þeir fátt, en unnu þeim mun rösklegar. Mjög fanst mér þeim svipa til íslenzkra bænda, í limaburSi og látbragSi ekki sízt: hljóSir, alvörugefnir, yfirlætislausir. Þeir eru frávillingar einsog vér, hraktir burt úr heimi framfaranna, út af alþjóSavegum, út á smáeyjar, þar sem þeir hafa orSiS aS haf- ast viS í meira en þúsund ár; — grein hinn- ar norrænu þjóSar, undir römustu álögum, dæmd til aS flytjast fram á eySibletti í haf- inu, búa þar öld, fram af öld, sjá ekki til tím- . ans, og breytast ekkert um óminnisaldur. Þó hafa álaga-eyjafr þessar komiS all-vel viS sögu. Allir muna enn Þránd í Götu í Austurey, þann vitrasta, hygnasta og mesta stjómmálamann eyjanna í fomri tíS, er lengst varSi þetta ættland sitt, fyrir frelsis- skerSing og konungs ánauS, þótt um síSir, bæri hann lægra hlut. MeS kænni og þraut- seigri mótspyrnu, aS geta náS því aS verða sjálft sögu-tákniS, um óyfirstígan- lega erviSleika og torfærur — “Þránd- u r í G ö t u — er meS sæmd aS vinna til helgis og ódauSleika, kórónu lífsins. Sag-1 an getur ekki um ljónin á veginum”, en Þrándur í Götu er illur hængur of-] metnaSi konungs- og kyrkjuþjóna. Frá eyjum þessum tekur sig upp ungur maSur, er þar var alinn og uppfæddur og lært hafSi klerkdóm af móðurfrænda sín-j um, flytur til Noregs, brýzt þar til rikis og gjörist þar konungur, — yfirstígur óþrotlega erviSIeika og mannraunir, — Sverrir Sig-I urSsson —, alt vegna þess, aS hann dreymdi draum, aS hann væri til ríkja og mar.nafor- ráða kjörinn, og draumurinn varS aS rætast. Draumaþjóð hafa þessir útlagar veriS, á At- lantseyjunum, dreymt þaS, sem þeir ekki fengu aS sjá — hinn stóra heim, hallir og hirSskara, þó eigi auðnaðist nema einum aS sjá draumana rætast. ViS kvöddum þetta innra Island um kl. 2 um nóttina, og gengum til náSa. VeSriS var jafn faguit. TungliS hafSi nú fært sig upp og klifraS yfir eyjarnar aS austan. ÞaS var rautt og þrútiS í framan. Ekki tókst þvi aS auka mikiS á birtuna þar á voginum. Því albjart var fyrir. Morguninn eftir sá ekkert nema opiS haf. VeSur var drungalegt og sjór úfinn. Næsta morgun var okkur heitiS því aS ná heim. Eigi var maTg- § 41. “Tniin og vísmdrn”. förult á þilfari um daginn; ekki laust viS rigningu og stinnur stormur á móti, enda Iágu þar í kös þeir Færeyingar, er ekki kúrðu niður í lest. Á aSra hliS varS ekki gengiS, því bátum þeirra hafSi veriS raSaS yfir gangveginn; hinum megin sátu þeir inn- anum þvílíkt ógrynni af sútuSum skinnbelgj- um, er þeir höfSu meS sér og nota viS veiS- arfæri sín. Belgir þessir voru ekki sem feg- urstir; á báSum endum bikaSir tréteglar, er belgimir voru negldir í. Ensk kona var á skipinu, og kom um borS í Leith. Var hún búin aS segja farþegum af ferSalögum sínum; hafSi hún ferSast upp um Sviss og suSur um Balkanskaga. Lét hún mikiS af því, hvaS þaS væri “rómantiskt ferSalag”. — En konan var hnigin aS aldri og ógift. — Einkanlega kvaSst hún hafa ver- iS hrifin af hjarSIífi og einfeldni anda þeirra Svartfellinga og fjallabúa þar sySra. SagS- ist hún hafa ferSast þar ein á meSal þeirra, gist í kofum þeirra upp um fjöllin, og þegiS þar beina: súra mjólk og steikt brauS. Nú sagSist hún vera aS fara til Islands. FerS- aSist hún þetta í þarfir vísindanna, því hún væri grasafræðingur. Enginn spurSi hana aS heiti, en hún var köIIuS: 'Sú Bláklædda’, því hún gekk í bláum fötum, meS stóran bláan hatt á höfSi, og fyrir hann hengd blá slæða. Um morguninn er hún uppi á þilfarínu og verSur starsýnt á Færeyinga og helgi þeirra. Var þar fátt manna, er hún gat náS tali af; kemur hún þá til mín og fer aftur aS rifja upp, hvaS hún hafi dáðst aS þessu einfalda fólki á SuSurnesjum Evrópu, er búi þar úti- lokaS frá heiminum, óspilt af allri hinni svo- kölluðu siðmenningu síðari tima. Sagðist hún líta svo á, aS Færeyingar mundu svip- aSir þessu fólki; þeir byggju á fámennum og afskektum eyjum úti í hafi og hefSu því lítinn samgang viS heiminn. HvaS hún þaS all-mikiS ánægjuefni, aS enn fyndust þó leif- ar frá bemskuárum mannkynsins, þó komiS væri fram á tuttugustu öld. Játti eg því. “HvaSa hlutir eru þetta, sem þeir hafa meS sér þarna á þiljunni, eg hefi veriS aS brjóta heilann um það í allan morgun ?" spyr hún svo. — Eg setti upp spekingssvip og sagSi þetta væru vatnsílát þeirra, er þeir geymdu í drykkjarvatn sitt, og hefSu meS sér til sjávar. Gæti hún nú séS skinnbelgi þá hina fomu, samskonar og getiS væri um í ritningunni, og notaSir höfSu veriS end- ur fyrir löngu í GySingalandi undir vín Pg aSia vökvun. — “Hve undursamlegt”; og nú segist hún fjrrst skilja, hversu þau hafi veriS þessi frægu skinn-ílát, er sagt sé frá í Nýjatestamentinu. Alveg sé þaS furSuvert, aS enn skuli geymast fomaldarheimurinn hér norSur í höfum, og hefSi hún þó mátt geta sér þess til. — Ekki skýrSi eg þetta ■frekar, og ætlaSi aS lofa henni aS færa þessa fræði í letur í þarfir vísindanna. En undursamlegt fanst mér það ekki vera, ef nokkur hefSi reynt aS drekka úr þessum belgjum og troða upp í sig meS nauSung tréteglunum, hnefa digram og öllum tjörg- uSum. Þá var þar einnig á skipinu útlenzkur prestur. Hann var maSur fremur stór vexti, afar langleitur og nafhvass, meS stór blá- hvít augu, sognar kinnar og rauSbláan hör- undslit. Hann gekk meS gleraugu. Hann neytti lítils matar, var þó alloftast á fótum, og talaSi mikiS viS sjálfan sig. Hann bar algengan enskan prestabúning, — var í öf- ugu vesti og hneptum kraganum aS aftan. Ekki talaði hann nokkurt það mál, er á skip- inu skildist. Voru margir á því, er eftir hon- um tóku, aS hann myndi vitlauss vera. — HvaS hann hefir ætlaS upp til landsins aS gjöra, skildu menn sízt í. Hann gat hafa veriS í trúboSserindum; en þá var til alls getiS. En hvert svo sem erindiS var, þá hefi eg aldTei séS þvílíkan prest, og er þó margur fuglinn fagur! ÞaS smástyttist í hafi. Þó ekkert hefSi annaS veriS, var þaS hreinasta tilhlakk aS komast í land og losna viS þá Bláklæddu og prestinn, — trúna og vísindin. En svo var tilhlökkunarefniS stærra og meira. Því til þess var ferSin farin, aS fá aS sjá þær stöSvar, er nú var aiglt til. Eru börnin fariu að læraað spara PENINGA? Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásarnt nægum tækifæruin til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu í því að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparscmi og góðri moðferð efna sinna cr ómetanieg seinna meir. LOGAN AVE. 0G SARGENT AVE., ÚTIBÚ A. A. WALCOT, Bankastjóri n » tt » « « « » » « « » « « « a » « « « « « » « » « » » » « » « » » » » « » » « « » » » « « » » « « » » » « « » » « « » « « « » » « « « « » » « » « a u « » » « « « » » a » » « « « « » » « » Til Arngríms Johnson. /. (Flutt i kveðjugildi, sem félagið "tslendingur” i Vic- toria, B.C., hélt honum i húsi Mr. og Mrs. Christian Sivertz, þar i borginni, þ. 21. sept. 1913, þegar hann var að leggja upp í för sina tit Peace River Valley’s, hvar hann bjóst við að staðnxmast). ó, vinur! hvi ætlar þú alfarinn brott úr aldingarðinum væna, sem alt hefir það, sem að annars er gott, og eftir sem þúsundir mæna; þars tafið þú hefir rúm tuttugu árin? Þó ti/ninn þig særði hann grætt hefir sárin. f fremstu röð ávalt þú frjálslega vanst i félagsskap vorum — það prfsum; æ skynsömum mönnum um skýrleik þinn fanst og skritlur — i ræðum og visum. — Þá farinn þú ert, verður skarð fyrir skildi, scm skipast vart þinu með pcrsónu-gildi. Þvi miðmótið hlýja og viðsýnið þitt á veraldar-málunum öllum, er að cins að finna — það álit er mitt — hjá andrikum mönnum og snjöllum; en fáir þcir eru í fjölmennum reitum, þó færri, að sjálfsögðu’, í strjál-bygðum svcitum. Vér kveðjum þig allir með söknuð í sál, þvi sárt er við góð-vin að skilja, sem kennir og temur sér kærleikans-mál, og kýs aldrei sannieik að dylja. — Vér árnum þér gengis á óförnum slóðum, og ætið vér hingað þig velkominn bjóðum! 11. (Orkt i tilefni af afturkomu A. J. til Vicloria, B.C., og flutl á fundi, i félaginu "tslendingur”, sem hald- inn var i húsi Mr. og Mrs. Einars Brgnjólfssonar, þar i borginni, þ. 31. mai 19Vt, d hverjum hann var boðinn velkominn i vinahópinn). ♦♦■♦♦•< POTTJARN SOÐIÐ SAMAN Mie^ lan gar til aö leiöa athygli almennings aö því, aB ég er buin aö fá áhöld sem hægt er aö sjóBa saman hvaöa sortir af jarni og stáli og í hvaöa lögun sem er. Mig er að finna hji Central Bicycle Works 666 Notre Dame Avenue Telephone Garry 121 j. W. Havercost ♦ * *»♦ **■»< l»vt a6 biöja nafiiileKa nm 'T.L. CIGAK.’* t>Aertu vissaA Atr/nt.na viudil. T L ii'M'in vui'M Weiteni Oigítr t'»et«ry Thomas Lne,ekandi WiiinnipQs, Sendið nöfnin. Hér meíS biSur Heimskringla aíSstandendur allra þeirra Ve3tur-Islendinga, sem gefiS hafa sig fram til herþjónustu til varnar brezka alríkinu í núverandi stríSi, aS senda nöfn hermannanna á skrifstofu þessa blaSs sem allra fyrst. ÞaS er algjörlega nauSsynlegt, aS Heimskringla hafi þessar upplýsingar, bæSi til þess, aS vitanlegt geti orSiS, hvern þátt þjóSflokkur vor tekur í landvörn ríkisins, og eins fyrir eftirtímann, aS hægt sé á skömmum tíma aS fá vit- neskju um þá, ef þörf krefur. Þess vegna þarf Heimskring- la aS hafa skrá yfir full nöfn allru íslenzkra hermanna, ásamt heimili þeirra, og í hvaSa “Company” og herdeild þeir þjóna. Alt þetta biSjum vér aSstandendurna aS senda blaSinu svo fljótt sem unt er. Vér kvöddum þig hryggir, þvi hál eru, oft spor, en helzt þó á óbygðu strindi; vér glaðir nú heilsum þér, vinurinn vor, með vor-yl og sumarsins yndil Oss förlast oft stórum vort framtíðar val, þvi fátt er það enn, sem vér skiljum: — Þú frið hugðist sækja i Friðarárdal, en friðlausum lentir i byljum! Þá fanst þér vist mismunur æfinni á?! — 1 anda þú leizt vist til baka?: Sást jörðina græna og sólbjartan sjá og si-glöðu fuglana kvaka! Já, veðrið mun hvergi um veraldar-reit eins vin-hýrt og hérna i bænum; að flytja þvi héðan í Iiarðinda-sveit, er hæpast á grunni bygt vænum. Vér vonum nú öll að þú verðið hér kyr hjá vaggandi Kyrrahafs-álum, og aðstoð þú veitir oss enn, einsog fyr, i íslenzkum þjóðernis-málum. Hér eru svo fáir, sem föður-arf sinn og félagsskap íslenzkan meta, að aldrei vér sleppum þér, Arngrimur minn, ef einhver bönd haldið þér getal J. Asgeir J. Llndal. K « » « K » » » « » » » » « » » » » » » « « « « » » » » « » » « » « » » « « « « « » » « :: » :: » « » :: :: » « K » » » « » « » » « » « « » « » « « » « « « » « » » K » » :: » :: » K « » K « » « » »»»««»«»»»»«»»«»»»8«»«»»»»«»»»»«»»«»»»» ÍSLENZKA LYFJABÚÐIN Vér leggjum kóst, á a3 hafa «>$ táta af hendi eftir larknisá- visan hin hevlu og hreinustu lyf og lyfja efnt seni ttl eru. Senditt læknUávisanlrnar ytSar til E.J. SKJÖLD LyfJaaérfræTJtngs (presrrtpt- ion specialisl) á horninu 4 Wellinglon og Slmcoe. Gnrrj 43ÖS—K5 hh-i i n n »11 n i niH-Ht SHERWIN - WILUAMS •• P AINT fyrir alskonar húsmálningu. ' Prýðingar-tfmi nálgast nú. •» • Dálítið af Sherwin-Willianis [ | • húsmáli gctur prýtt liúsið yð- .. ar utan og innan.—BRÚKIÐ *' ; ckkcrt annað mál en þetta.— !! S.-W. húsmálið málar mest, •• endist lengur, og er áferðar- ] * fegurra cn nokkurt annað luis T mál scm búið er til,—Koinið I inn og skoðið litarspjalið.— 4. CAMERON & CARSCADDEN $ QUALITY IIAKDWARB | Wynyard, - Sask. 31 ♦ HrH-HrHiH-HI I 1-H-l 1 llj

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.