Heimskringla - 05.11.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.11.1914, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. NÓVEMBER, 1914 UBIUSKRINGLA BLS 3 íslands fréttir. (Eftir Visi). maður og drengur góður. Hann læt- ur eftir sig ekkju og 3 dætur, tvær hér í bænum og eina í Winnipeg. 10. september. óþurka er að frétta hvaðanæfa; aðal heyskapur bænda ennþá úti og ískyggilegt útlit, ef ekki breytist til þurviðra bráðlega. Víða hér á Suð- urlandi ekki annað hey komið í hlöður en taðan, þvi sláttur byrjaði mjðg seint vegna vorkuldanna. — Þorvarður sunnanpóstur Magn- ússon kom í gær. Sagði hann illar horfur þar syðra. Bændur eiga flest- ir all-mikið óhirt af töðu ennþá. — Smáfiskur veiðist lítið eitt á Mið- nesinu. Annarsstaðar er með ölln aflalaust. — Mestur síldarafli, sem dæmi eru til, hcfir skip Kveldúlfs, Skalla- grímur, fengið. 1 sumar hefir skip- ið látið salta 9,300 tunnur og auk þess hefir það selt sildarverksmiðj- um eigi all-lítið af nýrri sild. — Sild er nú sem stendur mjög mikil fyrir Norðurlandi; einkum er Húnaflói fullus af sild. — Símfrétt frá Akureyri: Mok- afli af sild. Á þremur dögum, frá laugardegi til sunnudags, veiddu skipin Snorri goði og Skallagrimur, eign hf. Kveldúlfur, 3,400 tunnur af síld, og má það telja fádæma afla, einkura þegar litið er til þess, hve áliðið er orðið. Nú hefir veður breyzt á síðustu dögum, og er því hætt við, að sildin fari frá landi. — Guðinundur læknir Thorodd- sen hefir verið settur læknir i Húsavíkur læknishéraði. Fara þau hjón þangað norður með skipinu Pollux. ... 17. september. Hannes Hafstein hefir verið veik- ur undanfarna daga í höfuðþrautum. — Jón rithöfundur ólafsson er nú alfluttur í nýja húsið sitt á Baldurs- götu 7. Húsið er úr steini, ramlega gjört, en þó snoturt. Herbergjaskip- un er góð og hentug. Ýms ný bús- áhöld hefir Jón fengið sér,. t. d. pott á gassuðuvél, scm má elda i margar matartegundir í einu. öll eru herbergjanöfnin annaðhvort ramislenzk eða nýyrði, svo sem rit- skáli, málstofa, eldaskáli og búr. Húsið nefnir hann Garðsfíorn. — Bolungarvík i gær (Símfr.): Norðanstormur og snjókoma undan- farna daga. Ekki verið róið. Tölu- vert hefir rekið hér i land af viðar- brotuin úr botnvörpungunum þýzku, er fórust hér í Djúpinu í vetur. — Gott flskiri hefir verið hér i sumar og fiskur i góðu verði. Nú eru kaup- menn hættir að borga hann með peningum. — Vörur hér litlar og dýrar. — Heilsufar yfirleitt gott. — ísafirði í gær (Símfr.): óveð- ursamt mjög hefir verið til þessa; menn eiga enn töðu á túnunum. Norðanrok hefir verið undanfarna daga, en þó hefir hey ekki þornað til hlýtar. Nú er veður stiltara og von um, að menn nái nú inn heyj- um sinum. • • • 18. september. Eimskipið Ask (skipstjóri Guð- mundur Kristjánsson) kom i gær frá Englandi með kolafarm til Hall- grims Benediktssonar stórkaup- manns. — Engir farþegar, nerna kona skipstjórans. — Hallur í Garði, Skagfirzkur bóndi, hefir dvalist hér i Reykjavík um nokkurn tima sér til lækninga. Var hann augnveikur og bjóst við missa sjónina þá og þegar, en And- rés læknir Fjeildsteð kom honum til hjálpar; setti hann á sjúkrahús og skar upp augu hans. Hefir hann nú fengið mikla bót meina sinna og gjörir ráð fyrir að halda viðunandi sjón að svo stöddu. Hallur hefir daglega fregnir úr sveit sinni og víð- ara að norðan. Hann lætur lítið yfir heyskap þar og telur þetta sumar í löku meðallagi. Ekki höfðu bændur mist fé í vor svo frásagna sé vert, en lambadauði var þar með meira móti. I Skagafirði og Húnavatns- sýslu segir hann snjóað hafa niður i sjó um siðustu helgi og jafnvel að nokkrar sauðkindur hafi fent upp i fjöllum. — Hann segir ófriðinn hafa slegið miklum óhug á Skagfirðinga. Margt eldra fólk þar talið hallæri sjálfsagðan hlut. Hafi það mjög dreg- ið af mat sínum og eigi notið svefns til hálfs. — Hallur sneri heimleiðis i gær, á Ingólfi til Borgarness, — Lik fundið. I gær á fimta tim- anum sást lik á floti fyrir framan Völundarbryggju. Var skotið út báti og það flutt i land. Læknis var strax vitjað, en allar lífgunartilraunir voru árangurslausar.. Líkið var af gömlum manni, Sveinbirni Jónssyni húsmanni á Grettisgötu 1 hér i bæ. Sveinbjörn sál. hafði verið lengi veikur undanfarið, en var farinn dálítið að hrcssast. Hefir hann að likindum gengið sér til gamans úti i góða vcðrinu til að skoða hafnar- garðinn hjá Batleríinu, en annað- hvort fengið aðsvif eða orðið fóta- skortur og fallið í sjóinn og drukn- að. Sveinbjörn sál. var greindur 22. september. Njörður fór af stað í fyrradag til Englands; er það þriðja för hans síðan stríði byrjaði. Nú er hann cina islcnzka skipið, sem heldur uppi ferðum við önnur lönd. Eggcrt Ólafsson og tslendingurinn — eign sama félags — eru hættir veiðum nú um tíma. * * * • HORFURNAR EYSTRA Viðtal við síra ólaf ólafsson. Frikyrkjupresturinn síra ólafur Ólafsson kom heim 14. sept. úr frekri hálfsmánaðardvöl austur i Árnes- og Rangárvallasýslum. Ilann segir tiðina þar eystra injög erviða að undanförnu og horfurnar slæmar hjá bændum alment, er hann fór að austan. Flestir byrjuðu slátt viku til hálfum mánuði seinna en vant er. Svo kom rosinn fram úr miðjum ágústmánuði. Heyfengur manna er þvi litið meira en töðurnar; meginið af öll- um útheyskap var úti, er hann fór af stað suður. En svo kom nú um siðustu helgi ofan á alt annað fádæma rigning og vatnskoma á fimtudaginn, og sökk því víða það alt i vatn, sem áður stóð upp úr. Og svo kom á laugar- daginn aftakaveður, svo við ekkert varð ráðið. Urðu þvi viða, svo sem í ölfusi, mjög miklir heyskaðar. Það sem var á þuru, sópaðist sum- staðar að mestu leyti í burtu, ýmist í ölfusá eða út i veður og vind. Hann kvaðst ekki minnast að hafa séð jafnmikið vatn i ölfusi um þetta leyti árs. Ofan frá Bæjaþorpi (Kröggólfs- stöðum, Vötnum, Þúfu o. s. frv.) mátti heita einn hafsjór fram á Nauteyrar; sá viða á kollinn á sæt- um upp úr vatninu. Á þessu svæði eru allar aðalengjar sveitarinnar. Honum var sagt, er hann fór úr Holtunum (8. sept.), að bændur kringum Safamýri, í Bjóluhverfi og Vetleifsholtshverfi, á Sandhóla- ferjn væru hættir þá um stund öll- um tökum við heyskap , því þar væri alt komið i vatn, bæði slegið og óslegið; og mun það ekki hafa batnað siðan. Mætti þvi geta nærri, hvernig á- stæður manna yrðu, er slíkt sumar kemur eftir vorið, sem leið, með tjóni því og hörmungum, sem því fylgdu, að ininsta kosti sumstaðar. Hann sagði alla jörð orðna ákaf- lega vel sprotna, hefði varla séð jafn mikið gras i Holtum og Flóa. Bændur sagt að jörð væri að spretta alt fram á siðustu helgi. Mjög viða kvað hann hafa hitnað í heyjum hjá bændum, en honum vitanlcga ekki orðið að tjóni nein- staðar. Rjómabúin sagði hann að hefðu starfað allstaðar eystra i sumar, — þó ekki á Landinu; en miklu minna smjör væri þó framleitt cn hin fyrri sumrin; valda þvi mest vorharðindin, sem sálguðu lömbun- um. HieTsufar manna sagði hann yfir- leitt gott; en þó væri lugnabólga að stinga sér niður til og frá. Tveir bændur 1 ölfusinu höfðu legið í henni; lézt annar þeirra 10. þ.m. (Magnús Magnússon, bóndi í Ós- gerði); en hinn var á batavegi, Hall- dór Magnússon á Litlalandi, ungur og efnilegur bóndi. Þrátt fyrir alt þetta kvað hann bœndur hafa verið rólega og von- góða, að úr mundi rætast að lokum; mikið gæti lagast, ef haustið yrði gott. Væri betur að sú von rættist. Tiðræddast hafði mönnum verið um það, að mciri sparnaðar mundi þurfa að gæta i mörgum greinum heldur en titt hcfði verið að undan- förnu. Allmikill bylur var á Kolviðar- hóli allan fyrri hluta mánudagsins; Hellisheiði alsnjóa austur á mitt fjall; úrkomulaust þó í ölfusi fram yfir hádegi og liklega allan daginn. Sumir báru þar heim bæði sunuu- dag og mánudag. Á tveimur bæjum i Rangárvalla- sýslu sá hann töðu á túnum, er hann fór útum sýsluna. Kvaðst hann ekki muna eftir, að hann hefði séð töðu úti þar eystra á þeim tima árs i sið- astliðin 30 ár. • • • (Eftir Þjóðviljanum, 21. sept.). “ALVÖRU-TÍMARNIR”. Greinin, sem hér fer á eftir, var samin rétt fyrir þinglokin, en kom þá þó eigi i blaðinu einsog til ætlast hafði verið, — hafði (i ógáti) verið lögð mcðal annara blaða og kom þvi nýskeð af tilviljun einberri i lcitirn- ar. Vér tökum það því svo, sem enn geti hún átt nokkurt erindi, og þvi birtist hún nú i blaðinu: Výr gjaldmiðill i vændum. Þegar svo var komið, rétt i þing- lokin nýafstönu, að frumv. um % millión kr. seðla-aukningu Islands- banka til handa hafði felt verið i efri deild, hlupu ýmsir Reykjavikur kaupmannanna til i snatri og skor- uðu á Alþingi, að gjöra eitthvað til að sjá landinu fyrir nægilegum gjald miðli, og afstýra þaunig vandræð- unum, er óttast mætti ella, Norður- álfu ófriðarins vegna. Mál þetta var þá rætt í snatri á flokksfundi sjálfstæðismanna og sið- an borið fram i sameinuðu Alþingi — siðasta þingdaginn — svolátandi “Tillaga til þingsályktunar um gjaldmiðil”: “Alþingi álgktar, að Itjsa þvi gfir, að það vxnti þess, að landsstjórniri gjöri ráðslafanir til þess, að sjá land inu fgrir nxgilegum gjaldmiðli, ef nauðsgnlcgt verður fyrir viðskifta- lifið liér á landi, vegna afleiðinga af Norðurálfu styrjöldinni, með bráða- birgðalögum, t. d. rneð þvi, að gefa út fgrir landssjóðs hönd gjaldtniðil, er hljóði upp á 100 kr. hvert skir- teini, og lána tslandsbanka, ef hann óskar þess, gegn 4 prósent ársvöxt- um og nxgilegri tryggingu”. Hér var því, sem menn sjá, afar- skamt farið, — aðeins hugsað um íslandsbanka, og alt við hans þörf eins miðað, er verða kynni. Úr þessu fékst þó — fyrir gagn- rýningu ritstjóra þessa blaðs (Sk. Th.) á tillögunni — bætt svo, að kipt var burtu öllum seinni helming tillögunnar, þ. e. orðin: “,t. d. nieð þvi” til enda tillögunnar feld burt. Hér er því nú alt á valdi ráðherra, og þrátt fyrir orðalag tillögunnar: “ef nauðsynlegt verður fyrir við- skiftalifið hér á landi”, ætti hann þvi iielzt að hafa útvegað bráða- birgðalögin nú þegar, — gctur hvern næsta daginn verið orðið alómögu- legt, þ. e. sima-sambandið við Dan- mörku verið úr sögunni, simaþráð- urinn verið margbútaður í sundur, hér og hvar í Norðursjónum, á ó- friðartímunum sem nú eru. Á þetta, þ. e. að fresta eigi fram- kvæmdunum minstu vitund, var honum og bent rækilega (af Sk.Th.) á þingfundinum i sameinuðu Alþ., er tillagan var rædd. Bent þá og (af Sk. Th.) eigi síður á hitt, að frálcitt veitti og bönkun- um af 1—2 millíópum, — gætu þá og því fremur veitt landsstjórninni Ys millión króna lánið, sem lögin frá 1. ág. þ. á. heimila henni að taka ófriðarins vegna. Hér ríður á að höfð séu á skjótu tökín, :— ætti þvi þegar nú að vera orðið. (Aths.—Ráðherra hefir nú, þ. e. að mun þó síðar en greinin var sam- in, fengið lánið hjá fslandsbanka, en að vísu með afar háum og óað- gengilegum vaxtakjörum.— Sk.Th.). Lög samþykt á Alþingi 1914. 28.—Lög um breyting á lögum um vegi nr. 57, 22. nóv. 1907. 29.—Lög um breyting á lögum nr. 11, 20. okt. 1905, um landsdóm. 30. —Lög uin viðauka við lög um skipströnd 14. jan. 1876. 31. —Lög um stofnun kennara- skóla i klassiskum fræðum við há- skóla íslands. Lög um breyting á tolllögunum nr. 54, 11. júli 1911, og lög um vöru- toll nr. 30, 22. okt. 1912. 33. —Lög um sjóvátrygging. 34. —Lög um breyting á lögum um vörutoll nr. 30, 22. okt. 1912. 35. —Lög um, að landsstjórninni veitist heimild til, að láta reisa hornvita á Grimsey í Steingrims- firði. 36. —Lög um að landsstjórninni veitist hcimild til að láta gjöra járn- benda steinsteypubrú á Langá í Mýrasýslu. 37. —Heimildarlög fyrir lands- stjórnina til þess að flytja listaverk Eanars Jónssonar frá Galtafelli heim til íslands og geyma þau á landssjóðs kostnað. 38. —Lög um breyting á lögum um strandferðir frá 10. nóv. 1913. 39. -—Stjórnarskipunarlög um br. á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni fslands 5. jan. 1874 og stjórnarskipunarlögum 3. október 1903. 40. —Lög um að landsstjórninni heimilist að veita stjórn heilsuhæl- isins á Vífilsstöðum styrk úr lands- sjóði til reksturs hælisins. 41. —Lög um breyting á siglinga- lögum 22. nóv. 1913. 42. —Lög um breyting á lögum um skrásetning skipa frá 13. des. 1895. 43. —Lög um atkvæðagreiðslu við alþingiskosningar þcirra manna, sem staddir eru utan hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá þcgar kosning fer fram. 44. —Lög um kosningar til Al- þingis. Brezkur sendi-ræðismaður. Hvað getur verið erindið? Englendingur nokkur, Mr. Cable að nafni, sem gengt hefir ræðis- mannsstörfum á Finnlandi, Hol- landi og víðnr, kom hingað til lands- ins með Botniu 12. sept. Vopnað farþegaskip, Oceanic að nafni, hafði flutt hann til Færeyja, svo að hann gæti náð þar i Botniu, sem eigi kom við i Leith í hingað- leiðinni, — hafði að sögn eigi átt þar neins flutnings von, er teljandi væri, og viljað þá og spara sér hærra ábyrgðargjald, sem greiða hefði orðið, ófriðar-hættunnar vegna, ef þar hefði verið komið við. Mr. C'able tjáist munu dvelja hér, sem sendi-ræðismaður Breta (con- sul-missus, sem svo er nefnt), með- an ófriðurinn stendur yfir, og hafa hér þegar verið ótal getnr að því leiddar, hvað erindi hans gæti ver- ið, þar sem brezkir konsúlar — alt hérlendir menn að visu — voru hér fyrir. Sjálfur kvað Mr. Cable vera frem- ur sagnafár um erindi sitt, eða lítið eða ekkert vilja um það uppskátt gjöra, annað en það, sem allir vita, að gæta eigi hann hagsmuna Brcta. Fjarri fer þvi nú að vísu, að blað vort sé, eða geti verið, öðrum fróð- ari um það, hvert erindi Mr. Cables geti verið, en þar sem Bretar höfðu hér ræðismann fyrir, þá er það i augum uppí, að erindisrekstur hans hlýtur þó að lúta að einhverju, og það alveg sérstaklegu — einhverju, sem hérlendu brezku ræðismönnun- um hefir þá siður þótt trúandi til að geta séð um en honum. Og þar sem hann er nú einmitt og eingöngu scndur hingað ófriðarins vegna, hlýtur erindi hans þá að lúta að einhverju, sem óttast er að geti leitt af ófriðnum og Bretum þykir eigi máli skifta, og það meira en minna, — sbr. það, að sent er beint skip með manninn til Færeyja. En hvað getur það þá verið? Getur eigi verið, að Bretum hafi dottið það i hug, að Þjóðverjar kynnu að geta snúið hug sinum að Danmörku, — gætu ef til vill her- unmið hana? En færi svo, þá er Bretum það eigi þýðingarlitið, að geta vitað sem glegst hvað gjörist. Þjóðverjann munu Bretar, sem nú stendur, sízt vilja kjósa sér að ná- búa, eða vilja að fslendingar fylgi þangað, ef Danmörk yrði tekin. Þýzk herskipastöð hér á landi væri Bretum sí-hætta. Vér segjum svo eigi meira um þetta, — getur verið, að erindið sé eitthvað annað. En þetta, sem hér að ofan er bent á, virðist þó eigi liggja mjög fjarri. — Þjóðviljinn. Æfiminning. Laugardaginn 19. september þ. á. andaðist að heiraili sinu viðTfall- son, N. D., ekkjan Guðbjörg Jóns- dóttir Hólm. Gallsteina veiki hafði þjáð hana af og til að undanförnu, en sjaldan lengi i hvert skifti; en að síðustu varð ein sú kvalakviða henni að bana, eftir hér um bil 24 klukku- tima þjáningar. Guðbjörg sál. var fædd 1. júni 1832 á Espihóli i Seiluhrepp i Skaga- fjarðarsýslu. Fimm ára fluttist hún að Hofi i Hjaltadal til heiðurshjón- anna Jóns Gislasonar og Kristínar konu hans og dvaldi þar 10 ár. Þá fór hún sem vinnukona að Völlum i Vallhólmi til Egils Gottskálksson- ar og konu hans Helgu Gisladóttur. Þar var hún 5 ár. Þaðan fór hún að Húsey til Gisla Ólafssonar og Rann- veigar Sigfúsdóttur og var hjá þeim vinnukona í 2 ár. Á þeim árum kyntist hún Hallgrimi Hallgrims- sýni á Löngumýri, og dró það til þess að hún fór þangað og giftist honum í ágústmánnði 1854. Þar voru þau hjá foreldrum hans 4 ár. Þá fluttust þau að Skcggjastöðum i Húnavatnssýslu og bjuggu þar 4 ár. Fóru þá aftur að Löngumýri og voru þar og i þvi nágrcnni, þar til þau fluttu til Ameriku 1876. Settust þau fyrst að á Gimli, og voru þar í sam- búð með Jóhanni sál. Hallssyni i 2 ár. En þegar burtflutningsstraum- urinn hófst úr Nýja fsiandi, fluttu þau til Winnipeg og voru þar 1 ár. Komu svo hingað til Dakota á önd- verðu sumri 1879; tóku þau þá heim ilisréttarland 4 milur suðaustur af Hallson, og á þetta land fluttu þau ári síðar og bjuggu þar 4 ár. Að þcssum 4 árum liðnum brugðu þau búskap, scldu landið og fluttu til tengdasonar sins og Kristrúnar yngstu dóttur sinnar, sem aldrei hafði frá þeim farið langvistum, og þar að auki eina barnið, sem þau áttu hér megin hafsins. Hjá þeim dvöldu þau bæði 28 ár; en þá, nfl. fyrir 2 árum, burtkallaðist Hall- grimur sál., og var þess getið i is- lenzku blöðunum. Guðbjörg sál. var mesta þrekkona bæði til sálar og likama, hraust og heilsugóð mcstan hiuta æfi sinnar og vinnukona með afbrigðum, hrein- lát og vclvirk á alt, sem hún lagði fyrir sig. Var ætið boðin og búin til að rétta hjálparhönd, þar sem hún sá að á þurfti að halda; kom það sérstaklega fram við okkur, sem bjuggum saman við hana þessi sið- astliðin 30 ár. Greiðasemi hennar var ótakmörkuð i hvívetna, og ó- bætt er að segja, að hún var viljug að taka bitann frá munninum á sér til að gefa öðrum, ef á hcfði þurft að halda; og eg tel vist, að slíkt hafi komið fyrir, því oft hafði hún víst Með innstæði í banka getnrðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneltun um tfma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við tJnion Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til aö auka bankainnstæðu þína, og þii hefir irert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LÖGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. WALCOT, Bankastjóri af litlu að miðla á búskaparárum sinum. Hún hafði glaða og létta lund; en oft sá eg hana fella tár, þegar hún mintist á þau kjör, sem hún átti við að búa part af æfinni. Geðslag bafði bún svo gott, að eg hefi ekki kynst betra. 1 öll þessi 30 ár man eg ekki til, að bún talaði til mín stygðaryrði (og er það vist fá- gætt milli tengdafólks). En nú kemur atriði, sem eg vildi óska að einhverjir, sem þetta kynnu að lesa, færðu sér tU inntekta: Við hjónin, dóttir og tengdasonur hinn- ar framliðnu, eigum 10 börn, sem öll hafa alist upp í sambúð við hana, og eg hefi hugmynd um, að það megi leita lengi og viða áður en finst eins ástúðlegt samkomulag milli barnabarna og ömmu, einsog hér átti sér stað. Og eg vil bæta.þvi við, að það eru ekki aðeins min börn, heldur lika öll þau barna- börn, sem hún átti hér í grcndinni, sem komu fram við hana á sama hátt. Að visu hafa þau öll orðið fyr- ir áhrifum foreldranna, hvað þetta snertir, þvi öll börn hinnar látnu, sem eg hefi kynst, sýndu henni meiri innilegheit, en alment á sér síað. En þetta sýnir lika, hvað hin látna vildi vera og var þessum börn- um, — þvi vita börn, hvað við þau er átt. Enda hefi eg hugmynd um, að þau ætli ekki að láta staðar nema við gröf og dauða, þvi þau munu nú þegar hafa ákveðið, að reisa þess- um látnu hjónum veglegan minnis- varða. Trúkona var Guðbjórg sál. fram yfir flcsta, sem eg hefi kynst, og lét engan kenningarþyt bagga sinni barnatrú. Á hverjum laugardegi las hún i sinni helgidagahók, og aldrei gekk hún svo tll hvilu, að hún hefði ckki yfir bænir þær, sem hún hafði lært i ungdæmi sínu Eg var hjá henni seinustu stundirnar, sem hún Iifði, og það seinasta, sem eg heyrði hana tala, var bæn til guðs um náð fyrir hans elskulegan son. Við minnumst hennar öll með kærleiksrikum samhug, og ósktm að sambúð okkar við hana mætti verða til blessunar. bæði i þessu og öðru lifi. — Blessuð sé minning hennarl John Hörgdát tengdasonur hinaar látnu. • • • Bftirntáh Hallgrimur sál. og kona hans eignuðust 11 börn; 5 af þeim dóu i æsku, en 6 komust á fullorðins ald- ur. Aðeins 3 eru nú á lifi, 2 dætur og 1 sonur: Sigurður HAIm; ósk Pálsson, Mountain, N. D., og Krist- rún Hörgdal, Hallson, N. D„ öll gift og búandi. Hin 3, sem komust til fullorðins ára, voru: Jóscph Hólm, bjó um tima i Red Deer nýlcndtmni i Alberta og dó þar frá konu og 3 börnum; ólöf Alexander, dó i Bell- ingham, Wash., frá maiitti og full- tiða dóttur, og Hólmfriður, dáin á Islandi fyrir nokkrum ðrum, ógift. Þegar ókyrð dagsins dvinar, drótt til náða gengin er, hljóðlcga i húmi nætur hugur leitar minn að þér. Þú hefir hinstu kærleikskveðju kvatt þitt skyldulið og hús; þú hefir fórnað þinu eigin þeim til heilla (íöð og fús. Það er gott að geta sígrað guðs i friði atla þraut, því að ýmist skin og skuggi skiftist um á lifsins braut. Bikar þinn i botn er tæmdur, burtu numin reynslu ský. Sólarmegin veg þú valdir, verðlaun trúrra hlaustu því. Samvist þin með ástúð allri er i þinna hjörtum geymd, cndurminning ömmu og móður aldrei hjá þeim verður gleymd. Þau hafa grátið þakkartárum þinum yfir liðnum ná. Aftanroðans liljur ljósar lifsins fögrum morgni spá. Vininn, sem þú áður áttir, öllum hinum kærri þér, fagnandi þú fundið hefur, frá er skilin varstu hér; ódauðleikans er þér sæla yndisleg i návist hans, björtu sveipuð brúðarlíni, bandi vafin kærleikans. Orði guðs er gott að treysta, gott að elska rétta trú, gott af «sér að gefa dæmi, geta farið heira sem þú. enga nautn af timans glaum. Útvalinna andi hefur Stundar-heimsins líf fram liður likast breytilegum draum. Þessi vers sendi Kristin D. John- son okkur ótilkvödd, og þætti okkur vænt um, ef þú vildir láta þau fylgja með i blaðinu. | John Hörgdal. Ungir menn ættu að læra iðn- grrein á Hemphills “American Leading Trade School l.n-rl& bárBkurtSariílnina, á aðeins tveim mánuðum. Á höld ökeypls. Svo hundruðum skifttr af nemend- um vorum hafa nú gðða atvinnu hjá ötSrum eða reka sjálfir hár- skurðariðn. I>eir sem vilja byrja fyrir eigin reiknlng geta fensitl allar upplýsing-ar hjá oss vlðvikj- andi þvi. Mjög mikii eftirspurn eftir rökurum. I.irrlð bifreiða-iðnina. Þarf atSelns fáar vikur tii að verða fullkominn. Vér kennum alla metSfertS og atJ- gertSlr á bifreltSum, sjálfhreyfi flutn lngs vögnum, báta og ötSrum gaso- lín-vélum. Vér hjálpum ytSur til atl fá atvinnu sem btfreiðastjórar, að- geröarmenn, vagnstjórar, vélstjórar sölumenn og sýnendur. Falleg vertSskrá send fritt, ef um er betsits. HEMPHILLS 230 PACIFIS AVENDE, WIIVIVIPKO áður Moler Barber Coliege fitlbA I Itrgtnn. Ss»k og Fort Wlll- Inm. Ont. HEMPHILLS 485% MAIN STIIKET á.t5ur Chicago School of Gasoline Engineering. KVRNMENN—óskast til afc lœra Ladies* Hairdressingr og Manlcuring —AÖeins fjórar vikur þarf til atJ læra. Mjögr mikil eftlrspurn eftir þeim, sem þetta kunna. KomitJ sem fyrst til Hemphills School of Ladies Hairdressing, 485 Main St., Winnipeg, Man., og fáiB failegan catalogue fritt. ÍSLENZKA LYFJABÚÐIN Vér leggjum kost, á atS hafa og láta af hendi eftir lœknisá- vTsan hln beztu og hrcinustu lyf og lyfja efni sem tll eru. Sendið lcBknisávisanirnar yðar tll E.J.SKJÖLD Lyfjasérfræðings (prescript- ion specialist) á hornlnu á Welllngton og Simcoe. Garry 4368—85 Með þvt aC biðja mfínlega nm ‘T.L. CIGAH," þá ertn viseftð fá ágœtaa vindil. T.L. (UNION MADHj fVenterii Cigar Thomas Lee. eigandi Factory WinnnipeR EINA ISLENZKA H0ÐAB0ÐIN í WINNIPEG Kaupa og verala með húðir, gærur, og allar tegundir af dýraskinnum, mark aðs gengum. Líka með ull og Seneca Roots, m.fl. Borgar hæðsta verð. fljót afgreiðsla. J. Henderson & Co.. .Phone Garry 2590. .236 King St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.