Heimskringla


Heimskringla - 05.11.1914, Qupperneq 5

Heimskringla - 05.11.1914, Qupperneq 5
WIHNIPEG, b NÓVRMBEB, 1914 HEIMSKRINGI-a BIJS. 5 TIMRÍIR • • Spánnýr 1 1 lfl D U l\ Vöruforði Vér afgreiðum yður fljótt og greiöilega og gjorurn yður í fylsta máta ánægða. Spyrjið þá sem verzla við oss. : THE EMPIRE SASH AND DOOR CO. UMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg Bandaríkja kosningar. Kosnmgar 1 Bandarikjunum fóru fram á þriðjudaginn var, til Senats- ins og Congrcssins, og svo voru rik- isstjórar kosnir og atkvæði greidd um kvcnfrclsi og vínbann í nokkrum rikjum. Skýrslur ckki kunnar, ncma úr sumum rikjum, og virðast Repú- blikanar vera að sækja sig, þó tæp- lega verði það nóg til þess þeir nái völdum i sambandsþinginu. En leitt er það, að þar sem atkvæði voru greidd uin réttindi kvenna, þá biðu konur ósigur, t. d. i Missouri, Norð- ur Dakota, Ohio og Suður Dakota; og þar sem vinbann kom til atkv., féll það, t. d. í Ohio og gCaliforniu. Norður Dakota er rcpublikan. Gronna kosinn Senator og Helgesen, Young og Norton Congrcssmen. Og Hanna kosinn rikisstjóri. Ráðin atför á Engiand. Hún heitir Miss Topham, ensk stúlka, scm er og hefir verið kenslu- kona dætra Vilhjálms keisara (gov- erness). Við hana talar keisari oft og spyr af Englandi. Hefir hann oft talað um það, að nú i nærri niu hundruð ár hafi engin útlend þjjóð ráðist inn á England, þar sem varla er nokkurt annað land í allri Norð- urálfu, þar sem ófriðaraldan hefir ekki oltið yfir hvað cftir annað. — Þetta sagði hann að hlyti að vera ástæðan til þess, að hvcr einasti kastali og höfðingjasetur þar hefði fullar byrgðir af fornum fjársjóðum og listaverkum, málverkum og myndastyttum eftir hina frægustu menn frá yngri og eldri timum. Þetta cr cin af hinum mörgu á- stæðum, sem 'dregur hann til þess að reyna að brjótast þangað inn, því gjarnan vildi hann ná i eitt- hvað af söfnum þessum, sem cru svo mikils virði, að þau eru i rauninni alvcg ómctanleg. Og cf að þýzku for- ingjamir kæmust þangað og tækju landið hcrskildi, þá mundu þcir vafalaust láta greipar sópa um borg og bæi, hallir og kastala konungs og lávarðanna. Og það er svo Iangt frá, að ibúar Englands brosi að þcssu. Þeir vita betur en svo. Þeir vita, að þctta verður reynt fyrri eða scinna. Þeir treysla rcyndar mcst á flotann að verjast þcssu; en bæði getur enginn maður fyrir fram sagt, hvernig bar- dagar fara, ekki fremur á sjó cn á landi, því svo eru nú mörg öfl og vélar notuð, að ckki þarf nema citt- hvert nýtt og óþekt eða litt þekt vopn cða drápsvél, að ráða úrslitum — einkum á sjó, og svo hefir Vil- hálmur þau vopn, sem aðrir ekki hafa, en það eru Zcppclin skipin hin slóru. Um þau hin nýju, sem hann nú seinast hefir verið að láta smiða, vcit eiginlcga cnginn með vissu; ekki hvernig þau cru gjörð, eða hve stór, eða hve mörg; þau geta gjarnan verið ein 70—80. Það veit enginn nema þau geti sópað nið- ur öllum þeim flugdrekum, scm Frakkar og Englendingar hafa báð- ir til samans. Það vcit enginn nema þau geti á skömmum tíma eyðilagt hinn enska flota og óefað geta neð- ansjávarbátarnir það, sé sjórinn nógu djúpur þar sem barist er. En all-liklcgt er að þessi hin nýju Zcp- pelin skip hafi aldrei verið notuð ennþá, ncma kannske eitt einu sinni yfir Antverpen. Og ibúar Lundunaborgar eru nú orðnir svo varkárir, að þeir hafa fyrst og fremst slökt öll ljós i borg- inni á nóttum og þurkað upp tjarn- irnar i görðunum við Buckingham höllina, svo að ekki sæist glampi þaðan i tunglskini, eða ef Ijós- straumum væri beint þangað úr lofti ofan. Byssum hefir verið komið fyr- ir á háum húsum, og hér og hvar um borgina, byssum, scm cinmitt eru til þess gjörðar, að skjóta úr þeim á loftför, og umbúnaður hefir verið gjörður á mörgum hinum stærri byggingum, að verja þær fyrir sprengikúlum úr lofti ofan. Menn eru að geta sér til, að floti Þjóðverja ráðist út til.að bcrjast við Bretaflota, og verði þá notuð öll þau vopn, sem völ er á, i lofti uppi og i sjó niðri. Og á meðan er tækifæri fyrir Zeppelin flotann, að sigla í skýjum uppi til Lundúnaborgar. Og hver maður, sem litur yfir sögu striðsins frá byrjun og til þessa dags, hlýtur að játa, að Þjóðverjar hafi gjört margfalt meira og komið fram með margföldum afla við það. scm nokkrum manni gat til hugar komið áður en striðið hófst- Vér vissum, hve margír þeir voru, sem héldu þvi fram, að það væri óhugs- andi, að þcssar þjóðir rayndi í stríði lcnda, og eins er um þctta. t- Arás- in á England cr nokkurnvcginn vis. Það er nú cinlægt verið að undir- búa hana og til þcss kostað tugum eða hundruðum millióna. Það, sem' kynni að fresta eða afstýra þvi væri, að Þjóðvcrjar bíðu ósigur mikinn, eða væru hraktir langt inn i land, og það helzt bráðlega. Rússar eystra. Þegar Hindcnbnrg var bútnn að hrekja Rússann úr Austur-Prúss landi, þa sáu Þjóðverjar varla sól- ina fyrir honum, þótt gamall væri. Kcisarinn með helztu hershöfðingj- um sinuin kom austur til móts við hann í Breslau, og þar héldu þeir fund allir og ræddu um það, hvern- ig þcir skyldu taka Pólland og höf- uðborgina Warshau. Þaðan fór Hin- (Jcnburg til Cracow og blés nýjum móði i Austurríkismenn og sagði þeim, hvernig þeir skyldu reka Rússa af höndum sér og fékk þcim nýjar þýzkar sveitír til styrktar. Urðu þcir þá nær 800,000 þusundir, og fóru nú að sækja á þá aftur. — Þctta var um 25. september. Rússar mcrktu liðsaukann og béldu nokk- uð undan, því að hinir sóttu fast á, þangað til þcir komu að ánni eða fljótinu San; þar námu þeir staðar og bjuggu traustlega um sig. Norður- vængur þeirra eða vinstri armurinn stóð nokkurnveginn bcina leið til Warshau. Þarna sóttu Þjóðverjar á. Rússar þvældust undan í fyrstu; en land var ilt yfirferðar, sléttur mýr- Icndar og vötn og lækir margir og blautt um þá. Enda voru þá sifeldar rigningar og vegir allir ilifærir. En hvar scrn Rússar héldu undan eyddu þeir landið, svo að ekkerl kvikt varð eftir, nema fuglar fljúgandi. Gcngu til þess þrjár vikur fyrir Þjóðverja að komast þangað og voru Kósakkar sífell að rcnna á þá, en aldrci gátu þjóðverjar haft hönd á þcim. , Þegar Þjóðvcrjar loksins komust svo Iangt, að þeir sáu Warshau, þá voru þcir orðnir þreyttir mjög; en margir höfðu uppgcfist af liði þcirra og mörg fallbyssan sat á kafi í fen- um og lækjum og á ófærum vegum. En aðalherinn var öruggur, og þóttust þeir fnllvissir um að geta tekið Warshau og hrakið Rússa burt frá Vistula fljóti. En nú erþað ljóst, að það var hvorki af tilviljun eða frækleik, að þeir komust þangað, heldur var þctta hragð Rússa, að lokka þá þangað. Aðalforingi Rússa, Nikulás stórhertogi (sem kalla mætti Nikulás hinn mikla, þvi hann er 6 fet og 6 þml. á hæð), vissi vel, að hann þurfti á öllu að halda við Þjóð- verja, og vildi ckki hætta á að ráða of snemma á þá. Hann lofaði þeim því að koma, og leyndi fjölda her- manna sinna, scm hann gat. En beið þeirra þar, sem hann var búinn að hugsa sér að taka á móti þeim, og hafði búist um einsog hann bezt hafði vit á Búðu þig undir kalda veðrið. Við höíuin allar beztu vörur:- Hlýjar og þikkar yfirhafnir, Alulíar Peisur, Flónel Skirtur. þykk Nærföt. Alt meö sarm gjörnu verði. White & Manahan Ltd. 500 IVIain Street i Þann 13. októbcr áttu fremstu flokkar Þjóðverja cinar 8 milur til Warshau; var það hinn vinstri fylk- ingararmur þeirra. Það fór að koma ótti og fclmtur yfir borgarmenn, er þeir heyrðu drunurnar af hinúin stóru og þungu byssum Þjóðverja. Þcir urðu óttaslcgnir, er hinir þýzku flugmenn svifu yfir horgina og létu rigna niður sprcngikúlunum úr háa lofti. Og nokkrum milum sunnar var miðher Þjóðverja kominn á vestur- bakka Vistula fljótsins, og voru þeir að reyna að koma brúin á fljótið. En það var sollið af hinum miklu rigningum og lá á löndurn. Lcngra suður voru Saxar með nókkrum her- sveitum Austurrikismanna að reyna að ná Ivangorod. Og þarna vom þeir nú koranir inn á initt Pólland. En nú fóru Rússar að taka á móti og stóðu stöðugir bardagar milli fót- gönguliðs bcggja fró 13. til 18. okt. Þá var það hinn 18., að Nikulás hleypti gildmnni. Hann er vist gcf- inn fyrir hættuspil sem margir Rússar (gambler), og þarna hafði hann lagt við Warshau borg og alt Pólland, að gildran héldi. Einhvern- veginn gat hann dulið eða falið tiu deildir af riddaraliði sinu fyrir hin- um þýzku flugmönnum við bæinn Georgiewsk, tíu milur norðvestur af Warshau, nálægt oddanum, þar sein þær koma saman Vistula og Bug. Og þenna dag gjörir hann ofsa-ábJaup mcð fótgönguliðinu á fylkingar ó- vinanna vestur af Warshau. Og þeg- ar allir voru orðnir óðir og hams- lausir að bcrjast, þá þcytti hann riddaraliðinu fram á bak við vinstra fylkingararm Þjóðverja. Þarna féll lokan gildrunnar. Þjóðverjar börð- ust af hinni mcstu hreysti. En þcir voru kviaðir þarna milli tveggja elda og ómögulegt við að gjöra. Þcir féllu unnvörpuni . og létu foringjar þcirra blása til undanhalds. Miðher Þjóðverja gat nú ckki haldið stöðv- um sinum, þcgar vinstri armurinn hilaði og héldu cinnig undan alt sem þcir gátu. Ruglaðist nú öU skipan þeirra. En suður af Warshau þeystu Bússar i stónira hópuin yfir fljótið og tóku að clta Þýzkarann og eru jafnvel að þvi cnnþá; drepa menn af þcitn og taka i hópum fanga af Iiði þeirra. Bússastjórn segir, að þarna hafi inannfall verið voðalegt, og svo mikið hafi þeir hcrtekið af Þjóðverjum, að ekki hafi þeir enn komið tölu á. Og þó að það væri nú ýkt eitthvað, þá hefir þó ósigur Þjóðvcrja þarna verið svo mikill, að þeir gcta ckki staðnæmst fyrri cn á landamærum Prússlands og Schles- íu, þar scm þeir gcta náð hinum gömlu viggirðingum sinum. Við Ra- dom, suðvcstur af Warshau, reyndu Saxar og Austurríkismenn að nema slaðar, en þeir voru i hægra fylk- ingararminum. En Bússar cru þar svo margfalt inannfleiri, og þeir mega búnst við að Rússar komist norðurfyrir þá og kvíi þá af, svo að þeir komist ekki hcim til sín aftur; en þá verða þeir fyrri eða siðar Bússum að bráð. Rússar eru þvi að heita iná bunir að rcka þá af höndum sér þarna, og er nú næst fyrir þá að lialda áfram inn i lönd Þjóðverja, Posen og Sles- iu, en hvernig þcim gengur það, er annað inál. óefað verða þar á erfið- leikar iniklir. Smásögur úr stríðimi. Stóra byssan. Það skeður margt á þcssuin dög- um og ekki sizt á sjálfum vigvellin- um. Ilér er ein sagan. Það var þegar Englendingar og Frakkar voru að hrckja Þjóðvcrja norður fyrir fljótið Aisne, á miðbiki Norður-Frakklands. Þjóðverjar voru að flytja eina stóru byssuna sína og höfðu spent fyrir hana 40 cflda hesta. Fóru þeir með hana á bak við hóla nokkura, er voru milli þeirra og banda manna. Með byssunni fór riddara- deild allmikil og fylktu þeir riddur- um bcggja mcgin byssunnar, svo hún sæist ckki. En hólarnir voru ekki samfeldir, og fóru þeir um ber- svæði nokkuð milli hólanna. Þar riðlaðist eitthvað fylkingin, svo að Englendingar sáu hvað þeir höfðu meðferðis. En þegar Englendingar sáu, hvað þarna var á ferðum, þá svall þcim móður og réðu það mcð sér undir eins að reyna að festa hendur á byssunni. Þetta var í miðn orustuhríðinni og dundi yfir þá rigning stórskota- sprengikúlna, og svo drifan vana- lega af kúlunum frá fótgöngulið- inu. En það var ekki hugsað um það; þeir hleyptu af sta« á harða- stökki með smásvcit eina af stór- skotaliði og fallbyssur þær, er henni fylgdu. Hcstarnir voru barðir á- fram, fallbyssurnar köstuðust til og frá, er hjólin skullu á steinunum, eða lentu i börðum eða skorningum; cn áfram var haldið einlægt á harða stökki, til þess að koinast i vcg fyr- ir Þjóðverjana. Og nú fóru hinir Icndinguin; þeir veltust sumir um af hestunum og sumir hcstarnir steypt- ust með riddara sina, en ckkert gat stöðvað þá. Og loks komust Eng- Idndingar þangað sem þcir ætluðu. óðara stukku skotmennirnir af baki. Fallbyssunum var snúið við, svo þær stefndu á Þjóðvcrja, þar sém þeir komu fram undan hól ein- um. Þetta gekk alt svo fljótt og skipulcga, scm væru þeir við æfing- ar a leikvclli einum. Og nú fóru þær að spjalla, byssurnar. Dimmraddaðar voru þær og heyrðist varla til þeirra, nema sem dimtnraddaðar hassadrunur, cn hvellir sprcngikúlnanna skóku loft- ið og heyrðust skerandi skrækir þeirra i kviðum frá hinum sveitun- um, sem við voru að eigast. En Bret- ar sendu líka sprcngikúlur i hrið- um og stóðu við byssurnar rólegir, en hvatir og handfljótir. Og spengikúlur þeirra dundu á riddarasvcitinni, og hestarnir og mennlrnir hnigu þarna niður i hrúgum og röstum og haugum. Þeir voru að reyna að koma stóru byss- unni undan, en hún var þung og jörðin gljúp og mýrkend milli hól- anna. Og mennirnir tróðust þarna unðir hestunum, en hjólin undir stóni byssunni sukku niður, og svo fóru sprengikúlurnar að lenda á byssunni, einsog þusund hamrar i einu væru að skella á cinhverjum ambolta tröilanna, og þær rispuðu hana, rifu hana og brutu af henni alt, sem brjótandi var, þangað til að hún lá þarna niðri í mýrinni, sqm einn voða-hólkur, ónýtur og gagnslaus, og búkar hcstanna og mannanna á henni og kringum hana, þvi að enginn Þjóðvcrja hafði þar frá tiðindum að segja. Hörmungarsaga Póliands. Nn á siðustu timum hefir það orð legið á, að sá hluti Póllands, sem er undir Austurriki, yndi vel hag sin- um, sá, scm væri undir Rússum, bærilcga, þegar engar væru óspekt- ir, en vcrst væri dagleg vist i þcim hlutanum, þar ' sem Prússar eða Þjóðverjar hafa völd, þar væri kúgunin gagngjörðust. Dagleg stjórn Rússa er scm sé kunn að þvi, að vera hcldur lin og afskiftalitil á meðan ekkert uppþot er, en aftur á móti vægðarlaus þcgar þvi er að skifta. Þess vcgna er ráðrúm til alls kouar samsæra og óspekta í Rússa- veldi. Alt öðru máli er að gegna undir Þjóðverum. Þar er vakandi auga á hverri hreyfingu og hverju siúáatriði i fari Pólvcrja og ekkert cr ráðrúin til uppþots. Nú siðan stríðið byrjaði er eins og bæði Rússar og Þjóðverjar séu farnir að vorkenna Pólverjum svo ákaflega. Rússar vorkcnna einkum þeim, sem cru undir Þjóðverjum, cn Þjóðverjar þeim, scm eru undir veldi Rússa. Hér skal sctt grein, sem tekin er ur Hamburgar-Fremdenblatt, sem auk þess scm hún sýnir þcssa ný- vöknuðu vorkunnsemi við Pólverja, er auk þess injög fróðlcg viðvikj- andi sögu Pólverja áður fyrri og þeirri kúgun og ofbeldi, scm þeir urðu að þola af Rússum. — Eitt af þeim mörgu vandamal- uin sem búist cr við að þetta Norð- urálfustrið greiði úr, er staða hins rússncska Póllands. — Siðan Pól- Iandi var skift i þriðja sinn, hefir aðalhluti þess orðið að li’tta kúgun- arveldi, sem er cins dæmi i sögu Evrópu. A mcðan þcir hlutar, scm lentu undir Austurrikí og Prúss- landi hafa notið allra þcirra þæg- inda, sem mcnning og staðfast rétt- arfar getur i té látið, notið sama frelsis og aðallöndin Austurriki og Prússland, — þá hcfir Rússland beitt þar slikum hrottaskap, að sá hluti Póllands hefir livað cftir ann- að gjört uppreist og reynt að hrinda af sér kúguninni. Sá, scm á kost á þvi, að bera sainan ástæðurnar á Austur-Prússlandi (þýzka Póllandi) og rússneska Póllandi, vcrður fljótt var við mismuninn á milli þcssa blómlcga framfaralands innan þýzku merkjaturnanna og hinnar vanhirtu hjálendu Rússa, sem andvarpar und- ir geðþóttavaldi embættismanna og svipu þeirra. Frankfurter Zeitung gefur gott yfirlit yfi hörmungasögu rússncskra Pólverja og cru eftirfar- andi atriði tckin þaðan: Á Vínarfundinum, þar sem gjört var út um landaskiftingu Norðurálf- unnar, var Rússum fcnginn stærsti hluti Póllands til yfirráða og mynd aði Nikulás I. úr þvi konungsriki mcð sérstöku þingi, sem átli að koma saman annaðhvort ár. Auk þess naut Pólland samkvæmt þessu ýmsra hlunninda og sérstæðis i sam- bandi við Rússavcldi, sem annars engir aðrir en Finnar nutu þá. Árið 1825, eða einum áratug eftir Vínar- fundinn, tók kcisarinn samt flest af þessum hlunnindum aftur. Prent- frelsið var afnumið og þingið átti nú aðeiná að koma saman “þegar þörf krcfoi” og fundir þess að fara sem stöðugt siðan heíir verið hald- ið áfram með hinni mcstu ósvifni. Pólska upprcistin 1830 gaf siðan til- efni til þess, að svifta þá stjórnar- skránni, og var í stað hennar sett nokkurs konar Veglugjörð” 1832. Með hinni hræðilegu kúgun Paskie- witch, hinnar vafasömu hctju fra Kákasus, byrjaði sú tilraun, að gjöra alt rússneskt og eyða pólversku þjóðerni. Þetta varð þó enn óvægi- Icgra eftir árið 1846, er komist hafði upp um samsæri meðal Pólverja, og 1848, er búið var að drekkja i blóði allri hættu um það, að pólsk upp- rcist næði yfirtökum. Þá voru toll- takmörkin á milli Póllands og Rúss- lands afnumin, og var það byrjun til fullrar iunlimunar Póllands í Rússaveldi. Þegar enn á ný varð uppreist i Póllandi árið 1861 gafst enn bctri ástæða til þess fyrir Rússastjórn að koma nú i verk þcim fýrirætlunum sínum. sem annars hefðu tekið lengrii tíma. Alexander II. gaf hers- höfðingjum sinum fullkomið vald á Póllandi og nú komst það undir hið vægðarlausasta herstjórnarveldi. — Pólverjar hafa ekki enn gleymt ógn- um þeim, sem geysuðu yfir landið og unnu alls konar hryðjuverk á varnarlausum lýð. Því að alli’r vopn- færir menn, sem til varnar höfðu brugðist, voru flúnir út yfir landa- mærin. Enn þá biossaði upp mót- staða, þegar boðið var út í þving- unarherþjónustu hálfvöxnum ung- lingum úr hvcrjum bóndabæ, og þeir sendir i her keisarans, sem þá var einsog nokkurs konar hegning- arstofnun fyrir óeirðarlýð. Var þeim haldið þar i þrjú ár og þeir síðan látnir lausir, úttaugaðir og heilsulausir”. En þessar cndurteknu örvænting- ar sjálfsvarnir Pólverja þvinguðu þó Rússakcisara til þess að slaka nokkuð til. Bændurnir, scm voru aðalkjarni landsins og sífeldir hvatamenn upprcistar, urðu að fá að halda eignarrétti á jörðum sín- um. En þegar á þann hátt var búið að fá frið, þá var farið.að reyna til þess að gjöra landið rússncskt á annan hátt. Ofsókn var hafin gegn pólskri kyrkju og klerkdómi og þær ofsóknir voru svo þrælslegar, að- það var ekki hægt að líkja þeim við annað i sögu kristninnar en hryðju- verk Spánverja á Niðurlöndum. — Þúsuudum saman voru menn með vopnavúldi þvingaðir til að játa grisk-kaþólska trú, en þeir, sem á mótí spyrntu, voru ýmist skotnir, hengdir eða þeim drekt eða sendir til Síberíu. Allur pólskur réttur var nú einskisvirtur i smáu sem stóru. Bæir og hreppar komust undir rúss- néska yfirstjórn, sem rændi og saug út ibúa, sem stóðu þcim Inngt fram- ar að menningu. Þá voru lika gef- in út lög í þeim tilgangi, að jarð— eignir allar skyldu komast i hendur Rússa. Að þeð mishepnaðist kom mest af þvi. að rússneskir embætt- ismenn þágu inútur af Pólverjum til þess að framfylgja ekki lögunum. Einnig mishepnaðist Rússum að fesla þar rætur sjálfir, þvi að þeir, sem fengu lönd i Póllandi, hugsuðu ekkcrt uin anuað, en að raka saman fé sem fyrst, í stð þess að ncma þar land fyrir fult og alt. Arið 1865 var jafnvel nafn Pól- lands strykað út af landabréfi Rúss- lands og varð aðeins eftir í titli keisarans. Landið var nú nefnt að eins “Weichselhéraðið”. Arið 1869 var einnig háskóli Pólverja i War schau gjörður rússncskur og þegar enn þá komst upp um nýtt snmsæri um 1880, sem bælt var niður raeð því, að taka af lifi ag senda burt fjölda manns, þá var alþýðumcntun Póllverja, sein þegar var orðin mjóg léleg, takmörkuð enn meira. Eftir rússnesku stjórnarbylting- una, sem Pólverjar tóku litinn þátt i, var ögn létt aí þeim farginu. Dúmunni (þingi Rússa) fengu þó aðeins fáir sæti, en vegna flokka- dráttar i þinginu og vegna þess að þessir Pólverjar héldu vel saman, þá nutu þeir sin vel. — Eitt hefir Rússum gengið mjög vel og það er, að siga saman þeim tveimur þjóð- um. er á Póllandi búa, Pólverjum og Gyðingum. En útlilið fyrir betri tima mun nú sameina þessa Ivo kúguðu þjóðflokka. fór þar inn yfir laudamærin. Þctta ávarp felur i sér yfirlit yfir þá rik- isréttarslöðu, sem Pólverjar eiga í vændum og gefur þeim.von um, að hinum sameinaða her Þjóðverja og Austuríkismanna takist að felsa þá undan oki “moskóvita”, og að nú hyrji fyrir þeim nýtt tímabil, sera gefur þeim frjálsau aðgnng að menn- ingu vesturþjóðanna. En hvernig sem fer, hvort sem vopn vor bera sigur úr býtum fyr eða seinua gegn Rússum, þá mun þetta verða til þess, að Pólverjar losni úr sinni aldalöngu ánauð og að þeim opnist möguleikar til efnalcgra, menning- arlegra og þjóðlegra framfara. # ATHS.—Hér verður að geta þess, að þetta er frásaga • Þjóðverja, er hleður öllum skömmuni upp á þá Rússana, en heflar yfir sínar eigin. Nú bjóða Rússar Pólverjum fult frelsi, og ganga þeir einhuga fram með þeim móti Þjóðverjum, því þeir þckkja vel, hvcrnig Þjóðverjar hafa farið með bræður sína í hinum pólsku löndum Vilhjálms.—fíitstj. ÚTSÆÐIS MARKAÐIR. Otbreiðsludeild Manitoba Agri- cultural College hér í fylkinu hcfir útsæðis markaði næstu vikurnar á neðangreindum stöðum og dögum : Miami, 30. október. Rockwood, 13. nóvember. Morden, 17. nóv. Russcll, 18. nóv. Swan Lake, 18. nóv. Birtle, 19. nóv. Warren, 19. nóv. Morris, 20. nóv. Headingly, 20. nóv. Roland, 30. nóv. Cartwright, 8. desember. Carman, 8. des. Manitou, 9. des. Elgin, 10. des. Arrow River, 15. dcs. Argyle Woodlands, 15. des. Beston, 16. des. Kelwood, 17. des. Shellmouth, 17. des. Gilbert Plains, 18. des. Gladstone, 19. des. Hið einkcnnilega við markaði þessa er það, að þar verða sýndir alifugl- ar, og hcfir það jafnan verið gjört siðan markaðir þessir hófust. Hefir ictta orðið tíl þess, að auka stórum ihuga maiina fyrir alifuglarækt i fylkinu. Á alla þessa markaði sendir akur- yrkjuskóiinn ræðumenn og tala þcir um efni þau, er lúta að umbótum á búskap, fuglarækt og mjólkurbúum. W. J. Black, formaður útbreiðsludeildar akur- yrkjuskóians. þýzku að sjá þá og þólti asi á beim,! fram fyrir lokuðum dyrum. Þar LfKNARGJAFIR TíL. BELGA. Svíar hafa gefið Bclgum þessa irs friðarverðlaun úr Nobelsjóðn- íim, sem ncma $40,000. En Rocke- fellcr sjóðurinn ætlar að gcfa millión dollara á mánuði svo lengi sem með þarf. Þetta er gjört til að bæta úr voða þeim, sem vofir yfir hinum landflótta og eignalausu Belgum, sem enn eru þar i landi yfir hrend- um rýstum borganna, býlanna og ikranna. i vikunni sem lcið vnr sagt að 7 millíóntr Belga hefðu ekki inál- ungi niatar. MAiL CONTRACT. rIL.BOD í loku'öum umslöjgy^m, árit- uö til Postmaster Genéral. vería metstekin i Ottawa til hádegis á föstudaginn þann 11. desember, 1914 um póstflutnlng um fjögra ára tíma, sex sinnum á vlku, hvorra lciö, mllli Oak l’.iirtl o« jarnbrautar stiiölnnar. sem byrjar þégar Postmaster General svo ákveöur. Prentuð eyðublöð, sem innifela frek- arl upplýstngar um samnlngs skilyrtiln veröa til sýnis. og samnlngsform fást á pósthúsinu í Oak Point og á skrifstofu Post Office Inspectors, 'Winnipeg. Post Office Inspectors Office. Winnipeg, Man., 30. október, 1914 H.H PHINNEY, S-29 Post Offlce Inspector : SHERWIN - WILLIAMS • • oý lulu úu iM'iuiuu nai'Oiia u Gangur striðsins er þcgar far- inn að færa heim sanninn um það, að um leið og Þjóðverjar og Austur- ríkismenn stiga fæti yfir á rúss- ncskt Pólland, þá koma þeir þar einsog boðberar menningarinnar og hcilsar þjóðin þar þeim einsog frelsurum sinum. Rússar finna nú lika sjálfir, að harðstjóraveldi þeirra á Póllandi muni nú vera hætta búin og hvar- vetna, bæði úti við landamæri og inni i sjálfri Warschau, eru rúss- neskir embættismenn farnir að vcra varir uin sig og hypja sig i öryggi. — Annars hyggja menn al- ment, að Rússar muni ekki gjöra ncina alvarlega mótspyrnu, ef Pól- verjar risa upp, heldur draga sig austur yfir Bug'-fljótið. En. þar með mundu þeir hafa gefið upp yfirráð sín á Póllandi og þau mundu þeir aldrei fá aftur. — Fyrir nokkrum dögum hefir heyrst um ávarp, er hershöfðincri Austnrrikjsmanna psf P AINT fyrir alskonar húsm&luingu. Prýðingar-tími nálgast nú Dálítið af Shervvin-Williams ” húsináli getur prýtt húsi'ð yð- • • ar utan og innan,—BRÚKÍÐ ** ckkert annað inál en þetta.— •• S.-W. húsmálið málar mest, "F endist lengur, og er áferðar- fegurra en nokkurt annað hús •}• • mál sem búið er tll,—Komið : inn og skoðið litarspjalið.— 4* ; CAMERON & CARSCADDEN t QUALITV UAKDWASE : Wynyard, - Sásk. í hotst sú kuguu a Púlyeijum, J út lil rússneskra Pciiverja, er haun | v-i-j-i-i-j-i-i"j-H-i■■ i-i'■

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.