Heimskringla - 05.11.1914, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.11.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. NÓVEMBEB, 1914 Ljósvörðurinn. 4 t + vanar uin þenna tima dags. í herbergjunum niCri voru gestir úr bænum, og kveldgolan flutti óminn af hlátrinum og spauginu upp til þeirra; en sökum fjarlægðarinnar var hann svo lág- ur, að haun truflaði ekki friðinn í herberginu. “Þú ættir heldur að fara ofan, Gerti”, sagði Emily. “Það lítur út fyrir, að fólkið skemti sér og mér þykir svo vænt um að heyra hlátur þinn innanum hinna”. “ó, nei, góða Emily; eg vil heldur vera hérna. Eg þekki mjög fáa af gestunum”. “Sem þú vilt, góða min. En Iáttu inig ekki hindra þig frá að vera með unga fólkinu” Nú kom Kitty inn til þeirra, sem frú Graham bafði sent upp til að segja Emily, að frú Bruce væri komin og vildi sjá hana. “Þá verð eg líklega að fara ofan”, sagði Emily. “Verður þú ekki samferða, Gerti?” “Nei, eg held ekki, ef hún hefir ekki spurt um mig. Gjörði hún það, Kitty?" “Frú Graham nefndi aðeins ungfrú Emily”, svar- aði Kitty. “Þá ætla eg að vera hér”, sagði Gerti. Og Emily fór ein ofan. Rétt á eftir var hringt all-hátt, og nú varð nærvera Gerti nauðsynleg, því það voru læknir Jeremy og kona hans, sem komin voru. Þegar hún kom inn i herbergið, var fjöldi gesta þar fyrir og ekkert sæti autt. Þar eð hún kom einsöm- ul og öllum óvænt, horfðu allir á hana. Til undrunar fyrir Bellu og Kitty sýndi hún hvorki feimni né klaufa- hátt; hún leit rólega um salinn og sá frú Jeremy, gekk svo yfir gólfið eins yndislega og henni var lagið, og með svo mikilli lipurð og sjálfsstjórn einsog hún væri sú eina í herberginu. Þegar hún hafði heilsað frúnni með sinni vanalegu kurteisi og hlýleik, sneri hún sér að lækninum, sem sat við gluggann hjá Fanny Bruce. Aður en hann gat staðið upp og gengið á móti hcnni, hneigði frú Bruce sig vingjarnlega til hennar i hinu horninu, og þess vegnaf gekk Gerti til hennar að heilsa henni. Bruce, sem staddur var i glöðum hóp unga fólksins i þessum hluta herbergisins, veitti hreifing- um Gerti svo mikið athygli, að hann svaraði ekki spurningu Kitty Ray, en stóð nú upp, bauð henni stól- inn sinn og sagði: “Gjörið svo vel að setjast, ungfrú Gerti”. “Þökk fyrir”, sagði Gerti, “en eg sé þarna vin minn, Jeremy læknir, sem býst við að eg komi og heilsi sér”. Jeremy læknir kom nú á móti henni, rétti henni báðar hendur sinar, leiddi hana yfir að glugganum og lét hana setjast á sinn stól við hliðina á Fanny. Til undrunar fyrir alla, sem þektu Bruce, kom hann nú með stólinn sinn og bauð lækninum að setjast á hann beint á móti Gerti. Svo mikilli virðingu fyrir ellinni höfðu menn ekki búist við af þessum þaulæfða heims- manni. “Er þetta dóttir Grahams?” spnrði ung stúlka Bellu. “Nei, nei”, svaraði Bella. “Það er stúlka, scm Em- ily hefir látið ala upp, og sem nú er hér til að lesa fyrir hana og vcra eins konar félagssystir hennar; hún heitir Flint”. “Hvað er það, sem unga stúlkan heitir?” spurði til- gjörðarlegur lautinant Bellu, um leið og hann hneigði sig fyrir henni. “Ungfrú Flint”. “Flint; ó, það er röskleg stúlka. Hún ber hárið ein- kennilega”. “En það á vcl við slik andlit, finst yður það ekki?” spurði unga stúlkan, scm fyrst talaði. “Eg veit það ekki mcð vissu”, svaraði lautinantinn. “Það er eitthvað, sem fer henni vel; framkoma hennar er viðfeldin. Bruce”, sagði hann, þegar Bruce kom aft- ur, “hver er þessi ungfrú Flint? Eg hefi komið hingað nokkrum sinnum en ekki séð hana fyrri”. “Það er ekki svo undarlegt; hún lætur ekki ávalt sjá sig. Er það ekki lagleg stúlka?” “Eg er ekki enn búinn að fá ákveðna skoðun um það. Hún er fallega vaxin. En hver er hún?” “Hún er uppeldisdóttir Grahams, félagssystir ung- frú Emily”. “ó, vesaliugurinn, hún er liklcga foreldralaus”. “Já, eg held það”, sagði Bruce og beit sig i vörina. “Vesalings stúlkan”, sagði ungi maðurinn; “en þú segir satt, að hún er snotur og brosið hennar inndælt. Það er eitthvað aðlaðandi við andlit hennar”, Þessa skoðun hafði Bruce áreiðanlega lika, því augiiubliki síðar saknaði Kitty Ray hans í salnum; en um frimerkjum. “Gjörðu svo vel, Gerti, þetta er án efa reglulegt Kalkútta-bréf”. Gerti tók við bréfinu og þakkaði lækninum fyrir það með sýnilcgri ánægju. Gleði henar var þó að vissu leyti ekki blönduð með«org, þvi hún hafði aðeins feng- ið eitt bréf frá Willie síðan móðir hans dó, og í því bréfi lýstu orðin ólýsanlega sárri hrygð, og nú bjóst hún við endurtekning hennar. Bruce horfði á hana og bjóst við að hún myndi roðna og missa sjálfstjórn sina. þegar henni var fengið bréfið í viðurvist svo margra; en hann varð rólegri, þegar hann sá, að henni brá ekki hið minsta og fylgdi læknishjónunum til dyra og kvaddi þau þar með bréfið í hendinni. Svo ætlaði hún til herbergis síns til að lesa bréfið, en Bruce gekk í veg fyrir hana og spurði, hvort bréfið væri svo áríðandi, að hún yrði að svifta gcstina ánægjunni af samveru hennar. “Bréfið er frá vini minum, sem eg hefi lengi þráð að fá að vita hvernig líður”, sagði Gerti alvarleg. “Gjör- ið svo vel, að biðja móður yðar afsökunar, ef hún spyr eftir mér. Hinir gestirnir sakna mín ekki, því þeir eru mér ókunnir”. “ó, ungfrú Gerti”, sagði Bruce, “það er gagnslaust að koma hingað til að heilsa yður; þér eigið svo'oft ann- ríkt. Á hvaða tíma dags er hentugast að finna yður án þess þér eigið annrikt?” “Eg á ávalt annríkt”, svaraði Gerti. “En, góða nótt, hr. Bruce — látið þér mig ekki hindra samveru yðar og hinna ungu stúlknanna”, um leið og hún sagði þetta, þaut hún upp stigann, og skildi Bruce eftir í efa um, hvort hann ætti að reiðast henni eða sér sjálfum. Bréfið frá Willie var rólegra en Gerti hafði bú- ist við; hann kvaðst hafa fest í huga sér siðustu bón móður sinnar, að treysta forsjóninni, og þó að hann væri sorgþrunginn, reyndi hann að vera þolinmóður og rólegur. Að öðru leyti var megnið af bréfinu þakkarorð til Gerti fyrir þá ást og umhyggju, sem hún hefði 'veitt sin- um clskuðu, og bað guð að blessa hana og endurgjalda henni alla þá ósérgjörnu aðstoð, sem hún hefði veitt þeim. Bréfið endaði þannig: “Nú ert þú sú eina, sem eg á eftir, Gerti, og þó mér þætti vænt um þig áður, þá er hjarta mitt nú tengt við þig með þeim böndum, sem eru sterkari en öll jarðnesk bönd. Vonir mínar, starf mitt og allar mínar bænir eru um þig. Guð gefi að við sjáumst aftur”. Heiia klukkustund, eftir að Gerti hafði lesið bréfið, sat hún hugsandi og endurkallaði i huga sinn alt hið liðna, og vaknaði fyrst af þessura draumum, þegar hún heyrði gestina fara. Frú Bruce og sonur hennar biðu þangað til gest- irnir úr bænum voru farnir, og þegar þau kvöddu, rétt fyrir neðan glugga Gerti, heyrði hún frú Graham segja: “Gleymið þér því nú ekki, hr. Bruce, að við borðum dagverð kl. 2, og við vonumst líka eftir að sjá yður, Fanny; eg býst við að yður langi til að vera með í skemtiförinni”. Þctta var þá þannig afráðið, að Bruce ætti að koma þangað bráðlega aftur og borða dagverð, svo Gerti hætti að hugsa um liðna timann, og fór að hugsa um nú- tíðina. Henni geðjaðist ekki að kurteisisatlotum Bruce við sig og því siður að yfirlýsingum hans um það, hve mjög hann dáðist að henni. Hún var hafin yfir alt dekur og sjálfsvirðing hennar særð með eftirsókn hans um nær- veru hennar. Þegar hann var 17 ára kyntist hún hon- um, sem siðlausum letingja, og hið ytra skin, sem fé- lagslifið og siðir þess höfðu lagt á framkomu hans, gat ekki dulið, hvc hégómagjarn hann var. Sem unglingur hafði hann glápt á Gerti af eintómri forvitni og spurt um nafn hennar; sem ungur sláni flæktist hann kring- um hana af þvi honum lciddist og hafði ekki annað að gjöra. En sér til undrunar fann hann að hún var ómót- tækileg fyrir smjaður hans og aðdáun, sem svo margar ungar fegurðir i bænum þráðu svo mjög. Ekki var þetta af þvi að Gerti vildi særa tilfinningar hans, held ur af þvi að hún sá að hann var ekki hreinskilinn Það var nýtt fyrir Bruœ að finna stúlku, sem mat cinskis yfirburði hans, og þetta hvatti hann til að gjöra alt, sem hann gæti til að ná hylli Gerti. Honum gátu ekki dulist yfirburðir hennar yfir aðr- ar ungar stúlkur, þó hann væri skilningsdaufur og treg- gáfaður; hið eðlilega fjör hennar var alveg gagnstætt tízkunnar kærulcysi og að siðustu varð hann alvarlega ástfanginn af henni Daginn eftir þenna umtalaða dag kom Graham hcim frá bænum rétt fyrir dagverðinn, og um leið og hann gekk til ungu stúlknanna, rétti hann Kitty dagblað og bað hana að lesa hátt fyrir sig. “Hvað á að lesa?” sagði Kitty ólundarlega “Leiðandi greinina”. Kitty sneri blaðinu npp og ofan og kvaðst enga leið- andi grein finna. Graham leit undrandi á hana og benti þegjandi á greinina. Hún byrjaði, en var aaumast búin sá hann strax á eftir standa úti i sólbyrginu og tala við með eina setningu, þegar Graham kallaði: “Lestu ekki Gerti, Jeremy læknir og Fanny i gcgnum opinnn glugg-j svona fljótt, — eg skil ekki citt orðl”. Hún byrjaði aft ann. Samtalið varð brátt fjörugt og virtist að vera um ' ur, en las nú svo hægt, að Graham sagði henni að hætta eitthvað mjög skemtilegt; einkum hló læknirinn hátt og Gerti og Fanny tóku oft þátt í hlátrinum líka. Kitty leiddi þetta hjá sér á meðan hún gat, en gekk svo djarf- lega til hópsins til að heyra við hvað þau skemtu sér. En Kitty skildi það alls ekki. Jeremy læknir tal- aði við Bruce um eitthvað, sem skeð hafði fyrir mörg- um árum siðan. Það var mikið talað um kollhcttu með löngum skúf og miðdegissvefn i grasinu. Læknirinn mintist á þjófa, sem staðnir voru að stuldinum, og minti Gerti oft á atvikin, sem áttu sér stað fyrsta daginn, sem þau kyntust, hann, hún og Bruce. Kitty fann nú til þess, að hún hafði veríð of nær- göngui og varð bæði feimin og vandræðaleg; en þá bauð Gerti henni að setjast við hliðina á sér og sagði: “Jer- emy læknir talar um þann tíma, þegar hann — eða hann og eg, sem hann vill heldur segja — ætluðum að stela ávöxtum í jurtagarðinum hennar frú Bruce”. “Þér eigið við, að við kornum Bruce á óvart”, sagði iæknirinn, “því eftir minu áliti hefði hann sofið þang- að til i dag, ef eg hefði ekki vakið hann svo cftirminni- lega “Eg vaknaði i fyrsta skifti til meðvitundar um lif- ið, þegar eg kyntist yður”, sagði Bruce, einsog hann tal- aði til læknisins, en horfði jafnframt þýðngarmiklum augum á Gerti. “Og þetta var ekki eina andvakan, sem leiddi af því. Eg er hryggur yfir því, ungfrú Gerti, að þér eruð hættar að vinna í garðinum . Af hverju kem- ur það?” “Frú Graham hefir látið breyta garðinum”, svar- aði Gerti, “og nýi garðyrkjumaðurinn hvorki þarf né vill hjálp mina. Hann hefir sin áform og það er ekki rétt, að vilja taka fram fyrir hendurnar á þeim, sem er meistari i sinni iðn; eg yrði að eins til ógagns". Kitty sneri sér nú að Bruce til að tala um garð- yrkju; en Gerti talaði við iæknirinn, þangað til frú Jere- my, sem staðin var upp úr sæti sínu til að kveðja, kom til þeirra og sagði: ‘Hefirðu munað eftir að fá Gerti bréfið”. “Hamingjan góða! eg var nærri búin að glcyma þvi”, sagði læknirinn, smokkaði hendinni niður í vasa sinn og tók upp bréf, bókstaflega þakið af ýmislega lit- ^og fá frænku sinni blaðið. Bella tók við því og las greinina til enda, og varð þó oft að endurtaka sum orð til þess þau skildust. “Viljið þér heyra meira, herra?” spurði hún, “Já, lesið þér skipalistann fyrir mig”. Bclla fann listann og byrjaði að lesa: “Canton 30. april, barkskipið Anna Maria, skipstjóri Ray, fe.— hvað þýðir það?” “Fermt, auðvitað. Meira”. “Aff.”, stafaði Bella og var vandræðaleg. “Em hvað hún er heimsk”, tautaði Graham. “Kann kki að lesa skipanýungar? Hvar cr Gerti? Það er eina stúlkan, scm skilur alt. Kallaðu á hana, Kitty’ Kitty fór og sagði Gerti, hvað hún ætti að gjöra. Gerti varð hissa; þvi siðan hún sagðist ætla burt af heimili hans hafði hann aldrei beðið hana að lesa. Samt fór hún strax, settist á stólinn, sem Bella hafði yfirgefið og las skipalistann, ásamt öllu þvi sem Gra- ham vildi heyra, án þess að spyrja nokkurs. Gamli maðurinn, sem sat i hægindastól og hafði lagt gigtveika fótinn á lágan legubekk, var óvanalega ánægjulegur á svip, og þegar Bella og Kitty voru farn- ar til herbergis sins, sagði hann: “Þetta er alveg eins og i gamla daga, er það ekki, Gerti?” Hann lagði aftur augun og Gerti sá að hann var sofnaður. Hún sá, að hún gat ekki komist fram hjá honum án þess að vekja hann, lagði þvi blaðið frá sér og tók hekludúk úr vasa sinum til þess að vinna við; en þá kom Bruce, maðurinn, sem hún vildi forðast. Bruce horfði framan i hana með þvi sjálfstrausti og alúð, sem hún fyrirleit. í annari hendinni hélt hann á blómvendi, sem hann sýndi henni. “Fagrar”, sagði Gerti um leið og hún horfði á hvitu og rauðu mosarósirnar. Hún talaði lágt til þess að vekja ekki Graham, Það gjörði hann líka og sagði um leið og hann lét rósirnar hanga yfir höfði hennar: “Mér virtust þær fagrar, þeg- ar eg týndi þær, en fegurð þeirra hverfur við saman- burðinn, ungfrú Gerti”. Gerti lét sem hún heyrði ckki skjallið, stóð upp til að fara og sagði: ‘“Eg ætla að fara inn og segja ungu stúlkunum, a þér séuð kominn”. “Nei, gjörið þér það ekki”, sagði hann og gekk i veg fyrir hana, “mig langar alls ekki til að finna þær”. Þar eð hann stóð fyrir dyrunum, sneri hún aftur og settist, tók til vinnu sinnar að nýju og var svip- þung Bruce sá, að hann hafði sigrað og notaði sér það. “Ungfrú Gerti”, sagði hann, “viljið þér gjöra mér þá ánægju, að bera þessi blóm í hári yðar i dag?” “Eg ber aldrei marglit blóm”, sagði hún og leit ekki upp. Hann hélt að þetta stafaði af því að hún væri syrgj- andi; þar eð hún var i svörtum kjól. Hann valdi þvi úr hvítu rósirnar, fékk henni þær og sagði, að sín vegna yrði hún að bera þær, sem gagnstæðu svörtu, silkimjúku flcttanna sinna. “Eg er yður þakklát”, sagði Gerti, “eg hefi aldrei séð jafn fagrar rósir, en cg er ekki vön að skreyta mig með þcirn, og vona því að þér afsakið mig”. “Þér ætlið þá ekki að þiggja blómin mín?” “Jú, með ánægju, ef þér leyfið mér að sækja vatns- gias”, sagði hún og stóð upp, “til þess að láta þau í og setja þau inn i salinn þar sem við höfum öll ánægju af þeim”. “Eg hefi ekki tínt rósirnar minar í þvi skyni, að þær yrðu allri fjölskyldunni til ánægju”, sagði hann þóttalega; “ef þér viljið þær ekki, ungfrú Gerti, ætla eg að gefa þær öðrum, sem vill þiggja þær”. Hann hélt að þetta mundi hræða hana, því hann ímyndaði sér, að hún i raun og veru vildi þær. Svo batt hann rósirnar saman til að gefa Kitty þær, sem hann vissi að mundi gleðjast yfir þeim. “Hvar er Fanny í dag?” spurði Gerti til þess að fá annað umtalsefni. ' “Það veit eg ekki”, svaraði Bruce. Nú varð stutt þögn og á meðan horfði hann á starf Gerti. “En hvað þér hugsið mikið um þetta starf; augu yðar virðast samgróin þvi; eg vildi að eg væri eins að- laðandi og það”. • “Eg vildi að þér væruð eins Htillátur og það”, hugs- aði Gerti. “Mér finst þér gjörið yður lítið ómak til að stytta mér stundir, þegar eg kem að eins til að finna yður”, sagði hann. “Eg hélt þér væruð kominn samkvæmt heitnboði frú Graham. “Og til þess að ná i þetta heimboð, varð eg að dekra við Kitty heila klukkustund”. Ef þér eigið því að þakka heimboðið, verðskuldið þér ekki stundarstytting”, sagði Gerti brosandi. “Það er miklu hægra að þóknast Kitty en yður”, sagði Bruce. “Kitty er mjög alúðleg og viðveldin”, sagði Gerti. “Já, en eg met þó meira bros frá yður en —” Nú greip Gerti fram i fyrir honum með þcssum orð um: “ó, þarna kemur gömul vinkona til heimsækja okkur. Gjörið þér svo vel að lofa mér að komast, hír. Bruce. Girðingarhliðið var nú opnað og Bruce sá persón- una, serti Gerti gladdist svo mjög við að sjá. “Þér þurfið ekki að hraða yður svona mikið til að yfirgefa mig”, sagði Bruce; “litla, gamla nornin þarna, hverrar koma virðist að gleðja yður svo mikið, kemur ekki hingað innan hálfrar stundar með þeim hraða sem hún gengur”. ‘Það er gömul vinkona mín’, svaraði Gerti, “eg verð að fara og bjóða hana vclkorana”. Andlit hennar var svo alvarlegt, að Bruce skammaðist sín fyrir hegðan sina, stóð upp og lét hana komast fram hjá sér. Ung- frú Patty Pace — þvi það var hún, sem staulaðist yfir garðinn — varð yfirburða kát þegar hún sá Gerti, og fór strax að veifa stórum fjaðrablævæng i kveðju skyni. Þegar Gerti kom tíl hennar, tók hún báðar hendur henni- ar og stóð kyr nokkrar minútur áður en þær héldu á- fram. Þær gengu inn i húsið um hliðardyrnar, svo von Bruce brást að fá að sjá hana aftur; hann gekk þá út í garðinn í þvi skyni að vekja eftirtekt Kitty á sér. Bruce hafði svo öflugt traust á valdinu, sem fylgir hárri stöðu og auð, að hann efaðist ekki um, að Gerti tæki sér tveim höndum, þegar hann bæði hennar. Margar hygnar mæður höfðu reynt að kynnast hon- um, og margar ungar stúlkur, jajfnvel auðugar og í hárri stoðu, höfðu tekið dekri hans ineð ánægju, og þar eð hann hélt sig eiga næga peninga til að kaupa hvaða stúlku sem væri fyrir konu lianda sér, hló hann að hugs- uninni um það, að Gerti kynni að álita sig betri en aU- ar aðrar. Ennþá hafði hann ekki flutt búnorð sitt til Gerti, en aðeins ásett sér að ná virðingu hcnnar og vinsemd, og af þvi það hafði mishcpnast hingað til, ætlaði hann að reyna að vekja afbrýði hennar með því, að dekra við Kitty Ray, og í því skyni gekk hann út í garðinn i þetta sinn. Áformið var svívirðilegt, því Kitty var farið að geðjast að honum. Hún var hneigð til ásta og þar að auki auðtrúa, svo að liklegt var að auðvelt yrðið að tæla hana til að vera fórnardýr falsins. _ TVTTUGASTI KAPiTULl. Sönn kurteisi. n ■ Hálfri stundu fyrir dagverð sat frú Graham, frænk- ur hennar, Bruce, Fanny og lautinant Osborne í dag- legu stofunni, og voru mjög forvitin eftir að vita, hvað olli kátinunni uppi á loftinu i herbergi Emily. Þar var enginn sérlegur hávaði, en einkennilcg kátina. Hlátur Gerti heyrðist glögt og Emily hló líka hátt; en það hlaut að vera einhver þriðja persóna til staðar, þvi sttmdum heyrðist óþekt, einkennileg rödd. Nokkrum sinnura þaut Kitty upp til að hlusta og reyna að komast að orsökinni til kátinunnar og siðast kom hún með þá fregn, að nú væri Gerti á leiðinni ofan með galdranornina. Gerti opnaði dyrnar og kom nú inn með ungfrú Patty Pace, sem strax gekk til frú Graham og hneigði sig djúpt. “Hvernjg liður yður, kona?” sagði frú Graham, sem hélt jafnvel, að Gerti væri að gjöra henni Grikk. “Þetta er liklega nýja frúin?” spurði Patty . “Já”, svaraði frú Graham. “Mjög myndarleg kona”, sagði Patty lágt við Gerti, en sem aðrir heyrðu þó glögt. Svo sneri hún sér al Bellu, sem hafði falið sig bak við gluggablæju, réttT fram báar hendurnar og sagði: “Svo sannarlega sem eg lifi, þa er þetta ungfrú ísabella, og geislandi einsog raorgunsólin. Guð blessi yður! En hvað æskufcgurð yðar hefir aukist”. Bella hafði þekt hana þegar hún kom inn, en skammaðist sin fyrir að vera kunningi jafn elnkenni- lcgrar persónu, og lét enn sera hún þekti hana ekki, en ABYRGÐSTIR Amerikanskir SILKISOKKAR OSS VANTAR AÐ ÞÉR KINNIST ÞESSUM SOKKUM Þeir hafa staðist raunina þegar allir aðrir brugðust. Þeir gefa niansii veruleg fóta þægindi. Þeir hafa enga sauma sem kætt er við að rifni upp úr. Þeir fara ekki úr lagi því það er prjónað en ekki straugjað í þá. Þeir eru Ábyrgstir að fínleika, að tísku fyrir yfirburði að cfni og frá- gangi, algjörlcga flekkleysi, og til að endast í sex mánuði gata lausir, annars er annað par sent í staðinn. ÓKEYPIS Hver sem sendir 50c til að borga flutningsgjaldið send- um við ókeypis að undan- teknu tollgjaldi, þrjú pör af okkar nafnfrægu karlmanna AMERICAN SILK HOSE með skrifaðri ábyrgð og af hvaða lit sem er, eða, þrjú pör af okkar Ladies’ Hose, annað- hvort svarta, bnirjp eða hvíta að liti með skrifaðrl ábyrgð. LÁTTU EKKI BÍÐA—Þetta tilboð verður tekið til baka þegar verzlunarmaðurlnn í þínu héraði fer að höndla þá. Nafngreinið bæði llt og stærð. The International Hosiery Co. 21 Bittner Street Dayton, Ohio, U.S.A. ™? D0MINI0N BANK Horai Sotra Damo ->K Ihorbrooke Str. HðfnantOU mpptx..............I S.OOO.IKK) Varax.lðtlur.................3.7.000.000 Alíar t-lcnir................37K,eOO,M>0 Tér óakura eftlr viHaklftum veru- lunarmanna og dbyrgrumat aTS geta. þelm fullnægju. SpariajðtSadelId vor er aú atærata ays nokkur bankl hef- lr I borginni. lbúendur þeaaa blnta borgarinnar ðska aS sklfta vltS stofnun sem þeir vlta a® er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutleika. ByrJllS spari Innlegg fyrlr sjúlfa ytSur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaðar i'HOSK GARRV 3450 ♦♦♦♦♦♦♦♦ j - í! Crescent MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að mæðurnar gerðu vel í að nofa meira af þvi Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vðru hjá oss. TALSIMI MAIN 1400 .. < - i-♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦Í ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ nm heimilisréttarlönd í Canada Nor'Svestnrlandinn. Hver, sem hefur fyrlr fjölskyldu atl sjá etSa karlmaöur eldrl en 18 ára, get- ur tekitS heimillsrétt á fjórlSung úr sectlon af óteknu stjórnarlandl f Man- ltoba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi vertiur sjálfur atS koma A landskrifstofu stjórnarlnnar, eöa und- irskrlfstofu hennar I því hératSI. Sam- kvæmt umboöi má land taka á Bllum landskrifstofum stjðrnarlnnar (en ekkl á undlr skrifstofum) metS vissum skil- yrtSum. 8KTLDUR—Sex mánatSa ábútS og ræktun landslns á hverju af þreraur árum. Landneml má búa metS vlssum skilyrtSum innan 9 milna frá helmills- réttarlandi sínu, á landi sem ekkl wr minna en 80 ekrur. f vlssum hérötSum getur gótSur og efnilegur landnemi fengitS forkaups- rétt á fjórtSungi sectlðnar metSfraa landi sinu. VertS J3.00 fyrir ekru hverja. SKVLDUR—Sex mánatSa ábútj á hverju htnna næstu þrlggja ára eftlv atS hann hefur unnltS sér inn elgnar- bréf fyrlr heimillsréttarlandl slnu, og auk þess ræktats 50 ekrur á hlnu selnna lanði. Forkaupsréttarbréf getur lanú- neml fengltS um leltS og hann teknr heimlllsréttarbréfiO, en þð metS vlssum skllyrtSum. Landneml sem eytt hefur helmtlhi- rétti sínum, getur fengHS helmlllsrétt- arland keypt f vissum hérötSum. Verg $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— VertSur atS sltja á landlnu 6 mánutSt af hverju af þremur næstu árum, rækta 60 ekrur og reisa hús f fandinu, sem er $300.00 virtSL Færa má nltSur ekrutal, er ræktast skal, sé landitS óslétt, skðgl vaxltS etSa grýtt. Búþenlng má hafa á landlnu I stats ræktunar undlr vlssum skllyrlSum. —Uppábald Vesturlandsins Kaupið Heimskringlu. BlötS, sem flytja þessa auglýslngu leyflslaust fá enga borgun fyrtr.— W. W. CORY, Deputy Mlnlster of the Interler. E. L. Drewry, Ltd., W’inripeg. Híð sterkasta gjöreyðingar lyf fyrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindi svo sem, veggjalýs, kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smá- kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur þannig i veg lyrír frekari óþægindL Búfð til af FARKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Phone Garry 4254 8elt í öllum betri lyfjabúðmn. t WINNIPEO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.