Heimskringla - 03.12.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.12.1914, Blaðsíða 4
WJNNIPEG, 3. DESEMBER 19H. HEIUSKRINGLA Heimskringla (Stofnuð 1886) Ktmur út á hverjum flmtudert tJtgefendur og elgendur THE VIKING PRESS, LTD. VerZ blalsins i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um &ritt rirfram borgab). ent til lslands $2.00 (fyrirfram fcorgað). Allar borganlr sendist r&bs- nunni blaftsins. Póst eTia banka ávisanlr stýllst ttl The Viking Press, Ltð Rltstjóri M J SKAPTASON R&9smabur • H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Slwrbrwke Streel, Wiaaipag HOJ S171. Talefani flarry 4flO Tákn tímanna. Þegar Islendingadags fundunnn ▼ar haldinn bér i Winnipeg um dag- inn, þá þótti mörgum, sem sóttu hann, heldur fóment. Einkum þótti hinum yngri mönnum brögð að því, hvað fátt var af eldra fólkinu. Og þetta var þó mál, er snerti daginn, þegar minst er landsins gamla og dregnar fram endurminningar frá gamla landinu. Þeim þótti, sem gamla fólkið væri nú að gefast upp. En þetta er ekki annað cn tákn tímanna. Gamla kynslóðin er að ganga i gröfina, með öllum sinum óskum, vonum, endurminningum — og tungu má segja að fám árum liðn- um, — það kanna að koma i hana fjörkippur, Iitill og skainur, rétt fyr- ir andlátið, en það er ekki sjáan- legt, að hann geti frelsað hana frá gröfinni. Unga kynslóðin er að taka við, einsog eðlilegt var, og nú er alt að koma á herðar henni, og hún verð- ur að hafa fulla meðvitund um það, og finna hvaða ábyrgð liggur henni á herðum. Hinir gömlu inenn og konur eru nú annaðhvort farin, eða stíga hæguin fetum fram á bakkann dökkva og óljósa. En þeirra var starfið og framkvæmdin, að brjót- ast gcgnmn þrautir og örðugleika og gefa afkomendum sínum, hinni ungu kynslóð, betri og fjölbreyttari tækifæri í margfalt betra landi, en þeir sjálfir höfðu alist upp í. Þeir ruddu skóginn, byltu upp björgun- um og iögðu grundvöllinn að fram- tið hinnar yngri kynslóðar. Nú er hún.að taka við, hin vrtgrí kynslóð, og farnist henni vel, og noti hún vel tækifærin og gegni skyldmn sinum. Hún er að gjörast einn hluti af hinni mestu mcnning- arþjóð heimsins. Og á hún að kasta þvi, sein miður fór hjá hinum göinlu; en um leið verður hún að gæta þess, að týna sem minstu af því, hinu góða og ágæta, er hinir eldri men og konur fluttu með sér frá hinu fátæka, hrjóstruga og kalda, en fríða og elskulcga gainla landi. Hún má ebi gleyma endurminning- unum um þá, sem einlægt urðu að berjast fram á grafarbakkann. Kosningarnar í Bifrost. Nú dregur að dómum, ok ríðr Loka lið at Rifröst, en A'.sir ok Ein- herjar eigu at uerja. Það var hugmyndin forna, að þeg- ar hundurinn Garmur gó fyrir Ragnarökkur og Heimdallur blés í Gjallarhorn þá hlupu Einherjar fram til að verja sporðana á Bifröst, brúnni til sala og hýbýla guðanna; þeir vildu ekki láta I.oka með ill- þýði sínu komast upp þangað. Hún brotnaði reyndar, brúin; en betra var það, en að óþjóðalýðurinn kæm- ist upp til bústaða guðanna. Nú dregst að bardaganum á Bif- röst þar neðra og koma pennar og blýantar í stað sverða. En bardaginn er háður uin Hakkus, hvort hann skuli Iandvist fá; og eiginlega eftir | því sem hér fréttist, hvort þeir hinir austrænu.nýkomnu menn skuli lög- um ráða og lofum, eða hinir fyrri i- búar landsins. Ef að hinir brúnkoll- óttu draga nú reipin úr höndum landanna, þá má búast við, að það verði ekki i seinasta sinni. Þér verðið að halda saman, land- ar. nú í brennivínsmáiinu, hvernig svo sem skoðanir yðar að öðru leyti eru frábrugðnar. Þér verðið að vera framarlega i fylkingurn þeim. sem berjast fyrir þcssu mikla velferðar- máií Eitt fylkið af öðru i Banda- rikunum er nú að útiloka vinið. Menn sópa eina sjóborgina á eftir annari og sjóborgirnar eru æfinlega verstar. Það hefði fáum, sem til þekti, komið það til hugar fyrir nokkrum árum. En i Washington var það gjört á einu hausti við þær flestar, og núna seinast i Seattle, er mögnuðust var þeirra allra. Það væri þvi ákaflega leiðinlegt, ef þér, landar góðir, gætuð ekki komið i veg fyrir það, að Gallarnir innleiddu vinsölu aftur í bygðinni, — einmitt núna, þegar allstaðar er verið að taka það af. Og vér von- usi og óskum. að yður lobkist það. Edison og svefninn. Það var fyrir nokkrum arum að eg þýddi grein eftir Thomas A. Edi- son, og kom þar fyrir kenning hans um'svefninn. Eg var þvi ekki sam- þykkur, og man eg ekki betur, en eg drægi efa á það. En hefi kannske gjört það svo Iinlega, að menn hafa ekki tekið eftir þvi. Edison er framúrskarandi maður, og efnafræðingur, en ekki liffræð- ingur, og dugar þvi ekki, að hlaupa eftir öllu, sem hann segir.. Og svo er hitt, að Edison er svo mikill kappsmaður og atorkumaður til framkvæmda, að hann má kallast “energy personified". Hann hefir starfsþrek 10—20 manna, eða hver veit hvað. Hann er öðruvisi en aðrir menn og þess vegna er fásinna að ætla, að öðrum blýði hið sama og honum. ÖIl reynsia beimsins fra þvi er vér höfum sögur af, er andstæð því, er hann segir, að menn þurfi ekki nema 3 til 4 tima svefn i sólarhring. Öll reynsla og kenniag lækna og lif- fræðinga er á móti þvi. Svefninn einmitt talinn eitt af hinnm beztu styrkjandi meðulum. SáJfur hefi eg séð menn verða meira og minna brjálaða út úr svcfn- leysi. ()g hvenær, sem eg hefi mist svéfn þessi 64 ár, serti ég hefi lifað, þá hefi eg þurft að ná honum aftur, og svo mtin vera um fleiri. Vita- skuld þer minna á þessu hjá þeim, sem eru á bezta skeiði. Séu menn þreyttir af þungri vinnu, sofa menn stundum föstum svefni og hvílast þá betur en séu þeir að smávakna. En vanalega þurfa verkamenn 6% tima til 7, og þeir, sem með höfðinu, eða að rit- störfum vinna, heldur meiri svefn. Börn þurfa ineiri svefn en full- orðnir. Það getur verið háski og er ætíð fásinna, að taka svefn af fólki, sizt að jafnaði, getur gjört menn and- lega kryplinga. Börnin á Gimli. Vér ge.tum ekki látið hjá iiða.að minnast gjafarinnar höfðinglegu frá börnunum á Gimli til Þjóðræknis- sjóðsins, þar sem þau gáfu til hans fimtiu dollara, einsog auglýst er i þessu biaði. — Það er mikil gjöf, og þvi betri, sem hún sýnir svo fagran hugsunarhátt barnanna, svo mikla föðurlandsást til hinnar brezku þjóðar, svo mikla mannúð og tilfinn- ingu fyrir þeim, sem nú eru að leggja lif og blóð i sölurnar, fyrir þau cinrnitt. og oss alla og fyrir hug- myndir þær, sem vér teljum vegleg- astar og göfugaxtar allra. Hinir fullorðnu mættu sumir læra af börnum þessum. Það er ekki svo sjaldan, sem læra iná af börnunum. Og heiður og þökk sé þeim fvrir gjöfina! Þorsteinn Erlingsson. Nú, þegar Þorsteinn Erlingsson er til gi afar genginn, sczt það, hvað hann hefir verið mönnum kær og hugþekkur. Bæði hcima á íslandi og hér vestra koma kvæðin úr öll- um áttum, — blöðin eru full af þeiin. Tæplega hefir verið orkt jafnmikið um nokkurn mann islenzkan. Nú vilja allir hlynna að honum, — því hann er dauður. Meðan hann lifði naut hanu ekjki svo mikiliar bylli manna, að hann hefði sæmilegt að lifa af. Hann hafði ekki skap til þess að lúta iður i forina og sleikja saur- ugan dollarinn á fjórum fótum, likt og beljur kara kálfa sina, eða kvik- indi flaðra að fótum manna. Hann sat með list sína og kvað — svangur, sjúkur og kaldur. En dollarinn er staður og dremb- inn og vill láta kjassa sig og gjörá gæltir við sig. Kn Þorsteiní fór. sem mörgum öðrum góðum manni þjóð- anrra; Menn sáu bann ekki, Iitu ekki við honum. og vissu þó vel, að hon- um leið illa. Nú kannast menn við hann, og vist er betra seint en ald- rei. Menn sjá það á eftir, að þeir, befðu átt að gjöra betur áð- ur fyrri, — og nú er það líka hættu- laust, því hann er dáinn. En samt er minnisvarði hans eft- ir, og smá voru samskotin á sam- komunni og lélegur verður varði sá, er gjörast skal af þeim einum. En kannske þáð verði einhverjir fleiri, sem hugsa vilja, að betra sé seint en aldrei, og það er óefað hættulaust, þvi hann er dáin'n nú. Jóhann E. Straumfjörð. Jóhann E. Straumfjörð er nu lát- inn é háum aldri, og þykir oss ó- svinna, að geta hans ekki að neinu, þvi að hann var einn hinna merk- ustú frumbyggja lands þessa.Eg býst við, að aðrir segi æfisögu hans, en eg var búinn að þekkja hann og hans siðan 1887. Þá sá eg hann fyrst og þótti maðurinn einkenniiegur og karlmannlegur. Hann var að höggva tré mikið, er í fjöru lá og var þurt, hjó tvcim höndum, og sá eg exina leika í höndum hans og þótti fljótt vinnast tréð. Komu rnér þá þegar til hugar hinir fornu forfeður vorir og væri Jóhann þeim býsna likur. Hann var það líka: Meðalmaður góður á hæð, en ákaflega þrekinn, bæði hcrðabreiðiír og þykkur undir siðu; enda mun hann karlmcnni mikið verið hafa, sem aðrir frændur hans. Hann var dökkur á hár, með skegg rnikið og þykt, er féll á trjóiit niður. Enfii mikið, og var skalli að ágjörast eftir þvi sem árin Jiðu. FastmælJur og nokkuð seinmæitur, en ræðinn vel. Snarlegur og hvatleg- ur var hann í spori og snúningum ölJum; nokkuð lotinn í herðum og jókst það með aidrinum. Jóhann var skapmaður mikil), en stilti sig vel og hafði ákaflega næm- ar og viðkvæmar tilfinningar; var stundum svo, sem þær ætluðu að slita hann i sundur; og aldrci mátti hann amnan sjá eða vesælan, svo að hann vildi ekki hjálpa og það undir eins. Jóhann tiafði enga mentun fcngið í æsku; en sögurnar íslenzku kunni hann og voru þær sivakandi í huga hans og dæini þeirra, er hraust-- leika, þrek eða úthald höfðu af sér sýnt. Það vakti hergmól í hjarta hans. Svo vildi hann lifa, sem þeir, og önnur eins afrek vildi hann eftir sig táta; ekki með vígum og hryðjuverkum, hetdur með því, sem gagnlegt var og nytsamt og miðnði til að bæta hag annara. Hann var sjálfkjörinn foringi sveitunga sinna. Þeir litu upp til hans, þeir fylgdu ráðum hans, þeir elskuðu hann. Hann var Erlingur á Jaðri, Einar þambarskelfir eða Einar þveræing- ur, - allir komnir saman í eitt. Hann var stórhöfðingi að vexti og útliti, að skapi og framkomu allri.— Haglciksinaður var hann svo mikill, að alt lék í höndum honum, hvort sem það var tré eða járn, gtill eða silfur. Mentun hafði hann enga fengið, nema af sjálfum sér, og gat því ekki mentamaður heitið; þó kunni hann dönsku, nokkuð í þýzku og enskn; en hann hafði það, sem betra er, heilbrigða skynsemi og skarpleika, því að hann var bráðgreindur mað- ur, og mechanical genius eða liug- vitsmaður hinn inesti, og sást það oft á smíðum hans. Þetta var alt i honum, og nú skal seinast getið þess, sem mest var, en það var læknislist hans. Hann var á- kaflega nærfærinn, sem kallað var. Það var sem hann læknaði n'cnn stundum með þvi, að leggja hen'lur yfir þá. Þó að hann hefði aldrei tært. þá Var ’allur hugur hans við það, að hjálpa öllum, sem sjúkir voru. Og eg vissi, að hann var si- lesandi urn kvilla og meinsemdir — danskar, þýzkar og enskar bækur. En svo var hann lika skapaður lækn- ir og löngunin hjá honum svo sterk að verða hinum sjúku og voluðu að tiði. Áldrei vissi eg neitt verulegt um j trúarskoðanir hans, nema að hann hafði sterka, óbituga trú á Iifinu eft- ir dauðann. Að öðru leyti held eg, i að hann hafi ekki sérstaklega fylgt; nokkrum flokki. Jæja, far þú vel, vinur minn, og haf þökk fyrir alla okkar við- kynningu. Eg átti marga glaða og góða stund hjá þér, og má vera við sjáumst síðar. Þú varst sannur nraður, tryggur og trúfastur vinum þinum. Þú synjaðir afdrei um hjáip, þegar þörf var fyrir; þú vildir breiða faðminn móti öttum, sem bágt áttu. Þú vitdir tyfta öllum á hærra stig andlega og líkamlega. Far heill! V/ ,/. Skuptason. Skoðun Bandaríkja- manna á stríðinu. John Burroughs, nafnkendur rit- höfundur i Bandarikjunum, ritar um striðið, þetta mikla, er nú stend- ur yfir, i bréfi til Neu) York Tribune og segist honum á þessa leið (þó ekki sé allstaðar orðrétt fylgt grein hans) Þegar vér lítum til, hve vel okkur Ameríkumönnum fellur við þýzka menn yfirleitt, sem stafar af frænd- senji milli þjóðanna og er einnig bygt á langri sambúð og félagsskap við þýzka menn í ö!lum ríkjum Bandamanna, — þá er það sannar- iega sálarfræðisleg ráðgáta, að frá þvi fyrst að striðið byrjaði, hefir hugur vor og sainhygð og tilfinning einlægt verið með andstæðingum og óvinum þeirra. Með einum huga hafa menn i Norður- Og Suðurrikj- unum, Austur- og, Vesturrikjunum, i samtali, i privat-brcfum, i prédik- unarstólunum og blöðunum — allír tekið i sama strenginn: að fyrir- dæma hinn vígóða, slagdrukkna keisara og hermannakliku þá, sem á honum hangir, og inst i djúpi hartna vorra, óskum vér allir og vonum að Bandamcnn sigri. Eg hetd að eg megi segja það fyr- ir allan þorra manna hér, að af öll- um Norðurálfuþjóðum falli oss Þjóð- verjarnir bezt i geð. að undantekn- um Skandinövum. Og vér eigum þeim svo mikið að þakka, hvað bók- mentir, listir og menning snertir. Oss feJlur öll þeirra framkoma svo vel i geð, og þeir hafa lagt svo mik- inn. og góðan skerf til hyggingar tandsins og allra stofnana þess. Þeir koma oss svo vel, sem aflfræðingar, eðlisfræðingar, smiðir á alla hluti, sem verkamenn og kennarar og ná- grannar og samverkamenn, við hvaða verk, sem vera skal. Þeir cru svo siðaðir og áreiðanlegir og tiroka- laúsir, elskandi heimilislífið og alt mannkyn. En þrátt fyrir alt þetta— óskum uér með einum huga, að her- skarar þeirra biði algjörðan, óbæt- anlegan ósigur og eyðileggingu. Þenna hugsunarhátt, sem seinast er getið, höfum vér þó ekki búið oss til sjálfir. Atburðirnir hafa knúð oss og rekið oss til að hugsa þann- ig. Atburðir, sem vér sjálfir höfum ekkert vald yfir. Og eftir því, sem atburðirnir fjölga, eftir þvi verða þessar tilfinningar vorar sterkari og sterkari. Vér sáum þýzka militarismann stökkva bandóðan, sem tigrisdýr, á hálsinn á nágrannaþjóð sinni, og læsa hinum voðalegu vigtönnum sin- um um barka hennar. Og hið eina ófyrirgefanlega afbrot þjóðar þeirr- ar var það, að hún i mannsaldur heilan hafði verið að reyna að búa sig undir þetta áhlaup, til að geta varist þvi. Vér sáuin hina spaklátu, friðsömu, kærleiksriku, en lítlu og fámennu þjóð, sem var á Icið Þjóð- verjanna, vera troðna undir fótum þeirra, og mennirnir voru myrtir, konurnar svivirtar, börnin höggv- in, húsin hrend og brotin; akrarnir brendir eða troðnir undir fótum hestanna og fótgönguliðsins, og öllu rænt, sem ekki var eyðilagt; lista- verkin i borgunum eyðiðlögð, en borgirnar sjátfar rjúkandi rústir.Vér sáum aumingja fólkið í milíónatali flýja undan hcrbreiðum Vilhjálms, — hina siðprúðu, saklausu og á- stundunarsömu Belgi, gamalmennin, konurnar og börnin, alt flúði undan ósköpunum, í löngum lestum, i stór- um breiðum, tætt og rifið, sumt með sárum og meiðslum, sumir hálfberir, en ógnin og skclfingin og vonteysið skein úr hverjum svip. Og vér heyrðum vonleysið og skelfingar- ópin frá hinum þéttu flýjandi skör- um. Sumir höfðu séð feður eða mæð- ur eða systur eða þræður eða sonu eða dættir skotna, höggna, aflimaða i hínu trylta beiftaræði bermann- anna. Vist raega guðir herskaparins gleðjast og hiægja; nóg er nú á ferð- um ,til þess, að Bismarck rísi upp úr gröf sinni og kinki kolli, og vist glottir Vilhjálmur nú um tönn, þó að nokkuð sé hráslagalegt glottið. Vér sáum hina léttlyndu, glað- væru, skemtunargjörnu Frakkaþjóð kasta fró sér spauginu og glensinu og þjóta upp til handa og fóta, til að reyna að reisa rönd við ofbeldi þessu; og bandamenn þeirra vestan við s.indið hrukku með andfælum upp af blundinum, og fóru að þukla fyrir sér og núa stýrurnar úr aug- unum og safna mönnum. Þá hafði dreymt illa. Það var maran þýzjta, sem tróð þá. Sjaídan hefir heimurinn litið önn- ur eins eiðrof og griðniðinga, og aldrei nokkurntima aðra eins eyði- leggingu og miskunnariaust manna- slátur, hvorki á vigvötlunum sjálf- um, né í bygðunum, sepi herinn þýzki hefir farið um. Ef að menn vilja á þetta Iíta, — hver getur þá undrast yfir því, að vér allir i Bandaríkjunum skulum vera með Bandamönnum, með þjóð- unum, sem á er ráðist og miskunn- arláust eru troðnar undir fótum hinna tryltu og óðu hermanna Þjóð- verja, sem ekki hugsa um annað en að drepa, myrða og ræna?. Þarna er sýnishorn af voðavél einni, sem i taumlausu æði tryllingarinnar, græðginnar og hrokans, veltur yfir þjóðirnar, til að mola undir sér alla jmenningu, siðgæði og kærleika; og i fyrstir til að molast verða hinir j litlu, glaðværu, saklau.su og farsælu Belgir. Þeir ætluðu að reyna að stöðva voðavél þessa, en tröllið tætti og sleit þá i sundur með blóð- ugum hvoptunum, og renna rauðir lækir úr skolti niður. 1 þessu athæfi. og framferði er ekkert mannlegt, heldur versta teg- und af dýrslegu æði. Allir eru rétt- lausir, nema þýzka tröllið, hroka- fult og gjörsamlega samvizkulaust, æst og hamstaust af blóðinu, sem það hefir drukkið. Það hefir gcng- ið í skóla hjá Nietzche og Haeckel, og opportunistum. Það hefir lært fræðin sín hjáMachiavelli, kenning- ar materialistanna eru guðspjallið j þess. Fyrir trötiinu er ekkert heil- agt, ne.ma það sjálft. Hnefaréttur- inn er hinn eini réttur i verötdinni. Hinar s.iiiæiii þjóóir eru allar rétt- Iausar. Þýzkalandskeisari er keis- arinn af guðs náð og Þjóðverjar eru hinir útvötdu heimsins. Þetta cr hið gainla guðspjall ræningja-bar- ónanna og ræningja-herforingjanna i á sjó og landi. Vér Bandarikjarnenn viliium ekki gjöra þaitn ósóma, að taka Guba eða Mexicó, þegar vér gátum það svo hæglega og enginn hafði neitt á móti að segja. En hvað gjöra Þjóðvérjar nú? Að kalla ófrið þenna “strið”, sem Vilhjálnrur hefir hafið móti Eng- lendingum, Frökkum og Belgum, er gyllingarnafn, fyrir morð og rán og breöntir ræninga-hópanna þýzku, sem Viliijálmur dregur með sér, og þó marga nauðuga. “Og hvað mig snértir”, segir Burroughs, “þá vona eg, að það verði hið seinasta stríð af þeirri tegund, sem upp kemur i heiminum”. Sir Rodmond Roblin segir fréttir. Sir Rodmond P. Robblin er nú kominn heim aftur til Manitoba, sem hann telur bezta fylkið í öllu Can- ada ríki. Segir bann, að nú sé enginn efi á því, að þegar á alt er litið, þá sé hagur manna hvergi annarsstaðar i Canada jafngóður og í Manitoba, — Það sé furða mesta, að þetta voða- strið skuli ekki hafa haft meiri og verri áhrif á hag manna hér, en raun hefir á orðið, og það þegar i rauninni allar þjóðir Norðurálfunn- ar eru orðnar flæktar inn í striðið, eða verða að þota hinar vondu af- leiðingar þess. Og taki menn til dæmis borgina Winnipeg, þá sé það hin mesta furða, hvað vel hún þoli áföll þessi. — En hvað framtíðina snertir, þá sé útlitið ágætt; því að nú sé svo mikið meira plægt af landi en vanalega og undirbúningur akra svo góður, að inenn geti vænt eftir góðri og mikilli uppskeru, og att út- lit sé fyrir háa prísa á afurðum landsins í komandi framtíð. Útlitið sé því hið bezta fyrir fylkið, kann- ske betra, en nokkurntíma áður. Eins vildi hann sérstaklega geta, en það er, hvaða álit menn cystra hafa á framkonm Manitoba. Menn hafa orðið hugfangnir af því, hvað vel Manitoba brást við, er kallið kom frá Bretum, að hjálpa til að verja móðurlandið; og hve margir ungir menn undir eins buðust ti! þess, að leggja líf og blóð í sölurnar fyrir gamla Bretland, fyrir hið brezka ríki og ailar þess stofnanir. Og mönnum féll svo vet svipurinn á hermönnunum, sem héðan komu og úr hinum Vesturfytkjunum, og hvað þeir voru rösklegir og gildir á velli og bermannlegir. Það hittist ekki nokkur .sá maður i Austur-Canada, Sem ekki sé hrifinn af því, hvað vestlægu fylkin brugðust mannlega við. “Og eg get ekki með orðum lýst því”, segir Roblin, “hvað feyki- leg áhrif þetta hefir haft á fólkið, að sjá hermennina á leiðinni héðan. Það var hver einasti maður i opin- berri stöðu, eða verzlunarmaður eða iðnaðarmaður, sem lauk hinu sama lofsorði á Manitoba og alla þess framkomu. Þeir lofuðu jafnmikið hina óbreyttu hermenn, sem yfir- I menn þeirra, og af blöðunum hefir j mátt sjá það nú á degi hverjum, að þegar til Bretlands kom héfir Mani- toba og mennirnir, sem héðan komu unnið sér hinn sama orðstir og sama lof hjá ungum semeldri, æðri sem lægri. ! Itugur nfhnna i Bandarikjunum all- ur með Bandamönnum. “Þegar eg kom til Bandaríkjanna, varð eg þess undir eins var, að atl- ur þorrj manna var með Bretum og Frökkum. Einsog eðlitegt er, voru þar ýmsir, sem voru Þjóðveirjum hliðhollir. Menn geta ekki búist við öðru, þar sero 12 millíónir Þjóðverja búa i landinu. Það væri eitthvað undariegt, ef að enginn þeirra vildí halda taum landa sinna. “En allan þann tíma, seni eg var þar, hitti eg ekki einn einasta mann, er héldi fram málstað Þjóðverja. — Hvar sem eg fór og hvern- sem eg hitti, þá voru allir einhuga i því, að óska Bandamönnum sigurs. Það gekk atvcg fram af Bandaríkjamönn- um, þegar Þjóðverjar sögðu Frökk- um stríð á hendur; og þá ekki síður, er þeir rufu eiðsvarna samninga og griðin við Belga og sýndu þeim aðra eins grimd og yfirgang í mann- drápum, ránum og eyðingu lands- ins, sem ljós er orðin. “Og það eru ails ekki skiftar skoð- anir um það, hverjir muni sigur vinna. Að Bandamenn ynnu sigur, var sannfæring atlra. Og þó að hug ur manna þar sé yfirhöfuð með Bandamönnum, en ekki Bretum sér- staklega, þá inátti þó allstaðar heyra aðdáun manna á því, er Bretland jafn ftjótlega skytdi stökkva vigbúið til liðs við smáþjóðina Belga. Undir eins og kallið kom frá þeim, voru Bretar komnir af stað að hjálpa I þeim móti hinum rángjörnu, of- stopafullu hroðamönnum, er vildu brjóta þá undir sig. Og eg er þess fullviss, að ein hin æskitegasta og happasælasta og varantegasta afleið- ing striðsins verður sú, að tengja saman traustum böndum móður- landið Breta og hið mikla afsprengi Jiess hér i Aineriku Canada ríki. Ástxffan fyrir þvi, aff Þjófívcrjar Icítcrsér nií suo ant um, aff ncí ueloilja tiandaríkjanna. Lui— . J Bándaríkjunum el’ stórt og mik ið félag þýzkra manna, sem fleygir út feykilegum peninga upphæðum til fréttablaða og ritlinga, sem send eru út um alt landið og hvar i Ame- riku, sem ensk tunga er töluð; og þetta er gjört i þeim tilgangi, að snúa huga manna og gjöra þá hlið- holla Þjóðverjuin og meðmæLta þeim. Menn kann að furða þetta í fyrstu, þvi að það skiftir litlu um úrslit stríðsins, hvern huga Banda- ríkin hafa til þeirra. F!n fari menn að hugsa betur út i málin, þá sjá menn unclir eins, hvar fiskur liggur unflir steini, og Bandarikjamcnn sjá það og skilja, hvers vegna Þjóðverj- um er svo ant um, að snúa hugum þeirra til ’sin. I>jóðverjar vita það vel, að mikilt meiri hluti Bandarikjamanna er sannfærður um það, að þeir vinní ósigur. Þjóðverjar vita það, að fyrr eða síðar, kannske bráðlega, kemur sá dagur, að mál þeirra öll verða í höndum gjörðarmanna. Og þá búast þeir við, að Bandarikin — hin eina stórþjóð, sem er utan við máiin — verði í kviðdómnuin, sem um málin gjörir, og þess vegna er þeim svo ant um, að ná hylli þeirra sem bezt og fyrst áður en sá dagur kemur. — Og þetta einmitt varpar ljósi á máJ þessi nú og skýrir mönnum, að það muni nú þegar vera skoðun hinnar þýzku stjórnar, að hin eina hugsan- lega útkonia stríðsins sé -r- ósigur, og eyðilegging fyrir þá sjátfa. Því næst lýsti Mr. Roblin ánægju sinni yfir því, að sambandsstjórnin hefði ráðið af. að senda meira Jið til Englands. Canada ætti ekki að skirrast við, að leggja sinn skerf til að styrkja og verja alrikið, fullan skerf og ósvikinn. Lýsti hann á- nægju sinni yfir því, að Winnipeg hefði verið kosin sem miðstöð her- safnnðarins og æfinganna. Og mundi engum nú, scm hér færi um strætin og daglega sæi hermennina í ein- kennisfötunum, biandast hugur um það, að hér va'ru liæfir og góðir landvarnarmenn og hermenn. Fréttaritarinn spurði þá Mr. Hob- lin um pólitík, og kvaðst hann nú hafa verið nokkrar vikur í burtu, og þyrfti fyrst að vila, hvernig mál sfa'ðu; en hann gæti fullvissað menn um það, að Manitoba hefði nú í nokkur ár verið í flokki hinna fremstu, að koma á umbótum og framförurn, og hann væri sannfærð- ur um, að menn yrðu ánægðir, þeg- ar lagafruinvörp þau yrðu kunn, sem þingið ætlaði um að fjalla, og menn sæu þá„ hvort Manitoba ætl- aði að lialda áfram á framfara- og umbóta-brautinni eða ekki.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.