Heimskringla - 03.12.1914, Side 8

Heimskringla - 03.12.1914, Side 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, o. lír-.M-.m rtER 1914. CONTROLLER McArthur Hér eru fáein atriSi talin, sem Controller McArthur hefír veri'S helzti frumkvöSuil aS, síSan hann tók viS Controller* stöSunni. 1. —Umbætur í Engineer- ing deildinni samþyktar af bæjarráSinu, svo sú deild starfar nú betur en nokkru sinni áSur. 2. —Stræti asfaltuS, gang- stéttir lagSir, skurSir og brýr bygSar; yfir $1,300,- 000 af umbótum fullgjört áriS 1914 undir kostnaSar áætlun og án allra verk- tafa,—alveg eins og vera ber. 3. —Steintöku- og sand- náma bæjarins starfrækt meS yfir $18,000 ágóSa en tap á því starfi áriS 1913 var $9,531.92. 4.—MeSlimur í Greater Winnipeg Water District nefndinni, og einnig I nefndinni sem útvegaSi 2 millíón dollara upphæS til útgjalda bæjarins næsta ár. I HANN HEFIR REYNST DUGANDI MADUR ! t GreiSiS atkvæSi meS honum fyrir bæjarráSsmann áriS 1915 ♦ ♦ ♦ Minntngarfundur um Þorstein Erlingsson. Fyrsti Menningarfélagsfundur á þessu hausti var haldinn 1 únítara- kyrkjunni miðvikudagskveldið 25. nóvember. Var fundurinn helgaður minningu Ijóðsnillingsins nýlátna Þorsteim Erlingssonar, og var fjöl- mennur. Fyrstu ræðuna flutti síra Rögnv. Pétursson og talaði hann um skáldið Þorstein Erlingsson. Mintist nokk- urra æfiatriða og andlegra áhrifa, er beínt hefðu huga hans í þá stefnu, er ráðandi hefði orðið i skáldskap hans. Þ6 söng hr. Gísli Jónsson Vor- kvæðið, eftir Þorstein Erlingsson: "Þegar flýgur fram aö sjá”; en próf. S. K. Hall lék undir. Var Gísli klapp- aður fram aftur og söng þá .‘‘Eg hverf til göar, helgu rökkurstundir”. Þ6 flutti Skapti B. Brynjólfsson ræðu, og lýsti manninum Þorsteini Erlingssyni, útliti hans og fram- komu, eftir viðkynningu þeirri af skáldinu, er hann hafði veturinn 1908, er hann dvaldi í Reykjavík.— Algjört samræmi hefði verið með raanninum og ljóðum hans. Þeir, sem þektu ljóðin, þaktu manninn. Hann hefði verið hreinlyndur, opin- skár og heill. 1 daglegu viðmóti glað- lyndur og kýminn. Meðalmaður 6 hæð, grannvaxinn, ennið hátt og hárprúður; augun einkennilega dökkblá, og hvassbrýndnr með af- brigðum. Hvaða raál, sem bar á góma, sagði hann ávalt ult álit sitt afdráttarlaust; befði aldrei dregið dul 6 nokkuð. — Skemtiiegasta kveldstund, er hann hefði lifað á fsiandi, sagði ræðumaður að hefði verið á heimili Þorsteins Erlings- sonar, ásamt nokkrum vinum skálds- ins. Hefði húsráðandi verið þar sem vermandi sólskinsgeisli, og að öllu samanlögðu findist sér, að Þorsteinn Erlingsson væri sá hreinskilnasti og skemtilegasti maður, er hann hefðí hitt 6 lifsleiðinni. Þ6 söng hr. Halldór Thórólfsson hið nafnkunna kvæði eftir skáldið: Sólskríkjan, með hinu undurfagra tagi eftir Jón Laxdal. En próf. S. K. Hall lék tmdir 6 slaghörpu, en Brynj- ólfur Þorlákksson 6 harmoníum. — Var klappað ákaft lof í lófa. Þ6 flutti sira Guðm. Árnason ræðu um lifsskoðanir skáldsins einsog þær hirtust i kvæðum hans og las upp nokkra kafia úr þeim i þessu sambandi. Þá töng hr. Sig. Helgason kvæðið Vor eftir skáldið, með sérlega fögru tagi. er söngmaðurinn hafði sjáifur gjört, og áður hefir verið prentað í Hcimskringlu. Próf. S. K. Hall iék undir 6 slaghörpu, en Brynjólfur Þorláksson 6 harmonium. Var hann klappaður fram aftur, en bað fólk að afsaka, að hann gæti ekki sungið meira, hann væri svo kvefaður. Blóðug orusta. Þýzkur hermaður segir svo frá einum hinna mörgu bardaga við Dixmude: Þegar við fengum skipunina, að fara úr skotgröfunum, þar sem við vorum og sækja lengra fram frá Dixmude, þá var oss fengin til styrktar riddarasveit ein, er í voru 2,000 manns. Við héldum svo áfram eftir þungum og illfærum vegum í nístandi frostvindi i tvo klukku- tíma. Síðan beygðum vér af vegin- um til vinstri handar, i áttina til ó- vinanna. Hundruðum saman mætt- um við af mönnum okkar, sem komu úr skotgröfunum, hundvotum og meira og minna sjúkum flestum þeirra. Við vorum sendir til þess að koma i stað þessara þreyttu og upp- gefnu manna, svo að þeir fengju að hvila sig. Með einhverjum undra-klókind- um höfðu óvinirnir farið yfir vatna elginn á flekum og notað til þess nóttina meðan dimt var, og voru nú búnir að taka sér stöðvar vinstra megin framan við grafirnar okkar. Og þegar við komum ofan i grafirn- ar, sem félagar vorir voru nýkomn- ir úr, dundi skothríðin 6 okkur, og áður en við gátum áttað okkur og fundið út hvað langt væri milli okk- ar og óvinanna, þá voru 200 falln- ir. En ekki gátum vér séð þess nokk urn vott að skotin frá oss hittu ó- vinina. Alt í einu heyrðum við lúðrana gjalla á bak við okkur og fótatakið hestanna á harða stökki. Það voru þarna á leiðinni 2,000 riddarar til að hjálpa okkur. Þeir riðu hart á miðjar grafirnar okkar og létu hest- ana stökkva yfir höfuð okkar. Tóku þá mýrar við og sukku hestarnir í mýrina og stóðu fáir upp aftur, en áfram héldu hinir. En þá fórum við að heyra djöfullegu smáskellina — tap-tap-lap — einsog þegar priki er pjakkað í gólf eða stein niður. Það var hljóðið úr Maxim-byssum Breta. Við sáum sverð riddaranna blika i iofti, en leíftrin af þeim urðu færri og færri. Og svo heyrðust köllin um hjálp, og foringi okkar, kapteinn- inn, hrópaði: Fram! fram! Við stukkum á augabragði upp úr gröfunum, og hlupum fram hálf- bognir, með fleinana á byssunum frarn undan okkur. Eg datt ofan i skurð einn 6 leiðinni, og var nærri druknaður og meiddist töluvert. En félagar minir héldu áfraro, og er þeir komu 6 vigvöllinn, var ekki einn einasti riddaranna uppistand- andi, þesara 2,000. ’ Þeir voru allir dauðir. En Englendingarnir, sem 6 oss réðust, voru 200. Þeir voru allir dauðir lika, hver einasti þeirra. Við náðum Maxim-byssunum, — en dýr- ar voru þær, kostuðu tvö þúsund mannst Þá flutti Þorsteinn skáld Þor- steinsson frumort kvæði, og var gjörður að þvi góður rómur. Að endingu voru samskot tekin í mlnnisvarðasóð, og komu inn $23.30 — Menningarfélagið bætir við, svo «8 heim til tslands verði sendar 100 krónur. Raaður prettanna við þetta tæki- f*rl verða að likindum prentaðar i Heimti Fríörtk Sveinsson, 4UM. Þjóðverjar róta upp hinum dauðu. Það var við Tracy le Val i Norð- ur-Frakklandi. Hersveitir Frakka frá Norður-Afriku höfðu tekið þorp- ið og hrakið Þjóðverja burtu; en þeir komu aftur og náðu kyrkju- garðinum utan við btsinn og fóru að búa um sig þar og grafa sér tkot- grafír. Það var svo létt þorna, þtfr sem moldinni hafði svo víða verið rótað, og grafir margar voru nýjar. Þóttust þeir lánsmenn miklir og ruddu upp kistum og mannabein- um. En þegar Afríku-mennirnir sáu það, ætluðu þeir alveg að verða hamslausir, og sá foringi þeirra, að ekki var við þá ráðandi og skipaði því til atlögu. Skamt var á milli og stukku þeir upp úr gröfunum og höfðu rýtinga eina að vopni. Þeir komu sem fellibylur ofan í grafirn- ar til Þjóðvera og varð þar sóðaleg- ur aðgangur; en á skömmuin tima vaoru allir Þjóðverjar i gröfum þess- um dauðir, 1200 að tölu. En þegar Þjóðverjar í næstu gröfum sáu þetta, þá gáfust þeir upp líka. Var sem þeir yrðu fegnír, að geta notað tækifærið, þvi að þeir voru hungraðir, sjúkir og allir rifnir og tættir. Islendingadags fundur. Fimtudagskveldið 26. október var haldinn lslendingadagsfundur, sem boðað var til af nefnd þeirri, er stóð fyrir fslendingadags hátíðinni sið- astliðið sumar. Fundurinn var hald- inn í Goodtemplarahúsinu. Forseti nefndarinnar, Thos. H. Johnson, þingmaður, setti fundinn kl. 8.30. Skrifari ólafur S. Thorgeirsson, j konsúll, las fundargörð frá siðasta árs fundi, sem var samþykt. Gjaldkeri Arni Anderson, lögmað- ur, lagði þá fram fjárhagsskýrslu sina. Prentuðum jafnaðarreikningi, er sýndi tekjur og útgjöld dagsins, hafði verið útbýtt meðal fundar- manna. Eftir nokkrar umræður vac skýrsla gjaldkera samþykt I einu hljóði. Þá las John Davidson upp skýrslu íþróttanefndarinnar, sem var sam- þykt. Þá afhenti forseti verðlaun og medalíur. Páll Reykdal, meðlimur Grettis klúbbs á Lundar, tók á móti skild- inum (fyrir Gretti). Talaði hann mög vel valin orð i því sambandi. Hvatti menn að stunda iþróttir, og áleit einkar heppilegt, að fslend- ingadagurinn hór i Winnipeg héldi á lofti íþróttum á komandi tíma. Magnús Kelly tók stóra bikarinn, fyrir mesta fjölhæfni í íþróttum, einsog í fyrra. En glimubeltiö fékk Guömundur Stefánsson glimukappi, einsog i fyrra. Einnig var þar útbýtt medalíum úr gulli, silfri og bronzi til þeirra, sein þær höfðu unnið, og skráð var i blöðunum í sumar eftir fslend- ingadnginn. Forseti sagði þá störfum hinnar gömlu nefndar lokið. Lárus Guðmundsson görði þa upp- ástungu um, að íslendingadagur yrði haldinn 2. ágúst 1915. Páll Reykdal studdi tillöguna, sem svo var borin undir atkvæði og samþykt. Þá vakti ó. S. Thorgeirsson máls á því, að næsta ár (1915) væru 40 ár liðin siðan fslendingar hefðu flutt til Manitoba; hefðu þeir stigið á land þar sem nú er Gimli bærinn siðasta sumardag 1875. Aleit viðeig- andi, að þessa viðburðar væri getið i sambandi við íslendingadagshald- ið næsta sumar. Bjóst við að Nýja fsland og ef til vildi aðrar islenzk- ar bygðir i Manitoba mundu fúsar til að taka þátt i þvi hátiðahaldi, sem bezt færi þá 6 að yrði á Gimli. Lárus Guðmundsson áleit óheppi- legt, að fslendingadagshátíð Winni- peg fslendinga væri höfð utan Win- nipeg, þvi það görði fátækum ó- mögulegt að sækja daginn. Þa var gengið til nefnarkosn- ingar fyrir næsta ár. Eftir nokkrar umræður bar C. B. Július fram til- lögu og J. G. Hinriksson studdi, að 6 menn af nefndinni, sem nú væri að skila af sér, væru kosnir til eins árs, og síðan 0 aðrir nýir til tveggja ára. Tillaga þessi var samþykt. Arni Aftdérson stakk þá upp á, að fyrst væri gengið til kosninga um þá 6 til eins árs og hlutu þessir kosn- ingu: II. M. Harinesson. Árni Anderson. ú. S. Thorgeirsson. H. B. Skajilascn. II. G. Hinrlksson. Skúli Hansson. Síðan var gengið til kosninga þeirra G til 2. ára, en fyrst samþykt tillaga um, að hver sá atkvæðaseðill j sé ógildur, sem beri fleiri eða færri | en 6 nöfn. Kosningu til tveggja ára hlutu: Asrn. P. Jóhanrisson. Jón J. Vopni. Alex Johnson. H. Pálmason. A. S. Bardal. S. D. B. Stephansson. Arni Anderson gjörði tillögu um, að hvert íslenzkt íþróttafélag úti um sveitir megi senda einn erindsreka, sem atkvæðisrétt hafi á nefndar- fundurn. Tillaga þeSsi var sam- þykt. Forseti talaði þá um fundarsókn. Asm. P. Jóhannsson bar fram þá tillögu og J. J. Swanson studdi, að fundurinn gjöri Thomas H. Johnson þlngmann, að heiðursforseta fs- lendingadagsnefndarinnar. Tillaga þessi var borin upp af einum fund- arrnanni og samþykt í einu hlóði. Fundi slitið. ó. S. Thorgeirsson, ritari. JÓHANNES JÓSEFSSON, Glímukappi. Panlages leikhúsið hefir nú nýjar sýningar að bjóða gestum sínum, þar sem Jóhannes Jósefsson, glímu- og fimleikamaðurinn þjóðkunni, kemur þar fram með sveit hinna is- lenzku glímumanna, sem með hon- um eru. — Jósefsson er hávaxinn, grannur og hraustlegur og sveiflar hinum aflraunamönnunum til beggja handa, svo að furðu gegnir, og sýn- ist hin japanska Jiu-jitsu glíma lít- ilfjörleg í samanburði við tilþrif hans. Þessi glímu-list Jóhannesar eru einskonar átök (wrestling), sem neyta má til varnar móti hnefaleika- mönnum og morðingjum, þó að vopnaðir séu með hnifum. Og lip- urð sú og léttleiki og snarræði í hreyfingum öllum, sem hann sýnir, er dásamlegt og furðanlegt öllurn þeim, sem lítið eða ekkert þekkja til sjálfsvarnar þessarar. Jóhannes Jó- sefsson er glimukappi íslands í þess- ari græin. Vér munum sögurnar um berserk- ina, sem gengu brynjulausir fram, og þó bitu þá engin vopn. Og þegar Jóhannes er að sýna glimu sina, þá minnir hann oss á kappana þá, með sínu hreina, ljósbleika hörundl og hina stæltu, spriklandi vöðva, er hann með höndunum einum mætir mótstöðumönnum sínum, vopnuð- um með hnífum og skammbyssum. Hann slítur af þeim vopnin og varp- ar þeim til jarðar, svo léttllega og snarlega, sem hinir frægu kappar fornsagna vorra. En það verður fleira sýnt en glíma á Pantages næstu viku. Evans og systir hans sýna hina listfengu fót- leiki sina, sem nú tíðkast í Evrópu “Three Guys” syngja og tala. Har- ry Cornell, Ethel Corley og félag þeirra ætlar að sýna hinn nýja leik sinn “The Crooks”, og svo verður þar Pantagess Quartette, og hinar vanalegu sýningar nýrra inynda frá Evrópu. Fyrverandi bæjarráðsmaður M. Finkelstein óskar fylgis yðar og atkvæða FYRIR Board of GONTROL Ef yður vantar þaulreyndan “buaineaa" mann sem hefir rnikla þekkingu af baejar málum. þá greiBift atkvasSi meS mér. SímiÖ G, 2562 og fáiö uppijfsingar GREIÐIÐ ATKYÆDI MEÐ IV RIR Board of Control Hjálpið til þess að kjósa þaulreyndan verzlunanaaDn í Winnipeg bæjarráðið og tryggið þannig duglega og sparsama bæjarráðsnefnd, þé er lækkun skatta ugglaus liöfuðstöðvar: Phone Main 2311 Kœru vic/skifta vinir: Hafiö j>okk fyrir, hve vel þér hafiö notaö þau kjörkaup, sern eg auglýsti í síöuslu blööum. — Auöscð á undirtektum yöar, aö þér kunniö aö rnela jraö, sem vel er gjörl viö yöur. Kú nýlega hefi eg kcypt stórt upplag af skófatnaði af allri teg- und og stserö, lir búð J. E. Petersons, Edinburg, X. D. Mr. Peterson dó siöastliöiö sumar, og voru vörurnar þá á eftir seldar úl í stór- slumpum. Ekkerl af þessum skófatnaði er yfir tveggja ára gam- alt, og sumt atveg nýtt, og eg keypti hann allan á minna en hálf- viröi. Minn gróöi er yðar gróöi. Og xtla eg því alla næstu viku, aö gefa yöur tækifæri, aö kaupa hvaö sem þér viljiö af þessurn skóm fyrir IIÁLFVIRÐI af vanalegu veröi. — $2.00 skó á $1.00, $2.50 skó á $1.25, $3.00 skó á $1.50, o. s. frv. — Þetta er sérlega ódýrt, og því fremur, þegar þess er gætt, hve rnikið skótau hefir komiö upp i verði siöustu tvö árin. Þessi sala byrjar næsta mánudag og helst alla næstu viku, eöa á meöan upplagið endist. Alt annaö höldum viö áfrarn aö selja með niöursettu verði, og gefum 20 pund af sgkri fyrir einn dollar með hverri fimm doll- ara verzluri. Þessa dagana hefi eg veriö í stórbæjunum St. Paul og Minne- upolis, aö kaupa skrautvarning fyrir jólin. Hefi eg því meira upp-■J lag af Jólavarningi nú, fyrir yöur uö velja úr, en nokkru sinni áður. KomiÖ — komið og sjáiö fyrir yður sjálfa. E. Thorwa/dson MOUNTAIX, X. D Þjóðræknissjóðurinn. Vér undirritaðir leyfum oss hér- með að beina athygli Islendinga i Canada að eftirfylgjandi atriðum: 1. Að Stór Bretaland á nú í hern- aðl við tvö af mannflestu og her- skáustu stórveldum Norðurálfunn- ar. 2: Að undir úrslitum þessa stríðs er komið sjálfstæðisfullveldl Brezka ríkisins á komandl tímum. 3. Að þar sem Canada er hlutl hins Brezka alrikis, þá elnnig er það í stríði við óvinaþjóðir stór Bretalands. l. Að vér Islendingar, sem hér höfum tekið oss varanlega bólfestu og gjörst lögfoi-mlegir þegnar hins Brezka rlkis, erum háðir sömu þegnskyldum sem aðrir borgarar þess, hvort heldur innlæddir eða aðkomnir. 5. Að oss ber að vorum hluta, að styðja að þvl eftir megnl að ríki vort nái fullum sigri 1 þessu stríði. Meðal annarar hjálpar sem vér eigum kost á að velta eru peninga- leg framlög í styrktarsjóði þé, “Pat- riotic Fund” og "Red Cross Fund” sem nú eru í myndun um alt Can- adaveldi Hinn fyrnefndi þessara sjóða er til styrktar fjölskyldum og ættlngjum þeirra manna sem farnir eru og fara kunna héðan úr landi 1 hernaðinn og sem þessvegna ekki geta annast um lífsuppeldi þeirra. Hmn síðarnefndl sjóður er til hjúk- runar þeim hermönnum sem særast kunna á vígvelli. Úr þeim sjóði á að borga fyrlr sjúkra skýli, lækna, hjúkrunarkonur, iækningalyf og önnur lækningatæki ýmisleg Alt þetta kostar ærið fé sem ftaí- ast verður saman. með frjálsum samskotum frá þeim sem heima sitja við sín hversdagslegu störf. Canada hefir nú þegar sent yfir 30 þúsundlr manna 1 hernað þenn an Margir þeirra eru fjölskyldu íeður sem farið hafa 1 því fulla trausti að vér eem heima erum sjá- um svo um að fjölskyldur þelrra þurfi ekki að liða skort meðan þeir eru fjærverandi, og að í sjúk- dómstllfeUum þelrra sjálfra vsrOi þelm vsitt öll sú sðhiynfting sam þörf kaQB að krtfja. Oss ber rrengskapur skylda til þess að sjá svo til að þessir her menn sem leggja líf og krafta fram til þess að vernda rfki vort gegn órásum óvinanna, ekki þurfi að bíða vonbrigðl á því trausti sem þeir bera tii vor með umsjón ást vlnanna sem mist hafa iiOsinni þeirra og þessvegna er þess brín þörf að hver einasti borgari seni einhvers fær orkað gjöri sér að skyldu að styrkja sjóði þessa háða með svo ríflegum fjárframlögum setn efni og ástæður DeJrra leyfa. \ér leyfum oss því liérmeð að skora á Isle.odinga hvervetnn í Can ada að styrkja svo sjóði þessa með fjárframlögum, að sýnt sé að þeir haíi áhuga fyrir því að þeir verðl nægilega mlklir til þess að mæta þeim þörfum sem þeir eru stofnað lr til. Vér skulurn láta þess getið að all ur þorri fólks sem uú eru að leggja í sjóði þessa haía skuldbundið sig tll að leggja fram ákveðna upphæð mánaðarlega meðan strfðið stendur yfir. Þelr sem hafa stöðuga vinnu gefa flestir eins dags kaup á mén uði. aðrir binda framlægið við til svarandi hluta at lnntektum sínum. Vfir leitt er ekki takmarklð að fé fólk til að gefa stórar upphæðir í elnu, heldur að sem tlestir, helrt alllr, taki þétt i samskotunum og gjöri það á sem léttastan hátt með ménaðarlegum íramlögum Vér et um ekkí að íslendingum verði ljúft að styrkja þetta málefni og þvl biðjum vér þá alla—konur jafnt sem karla—sem fínna sig aflögufæra að sinna svo þessari áskortm vorri að það megi verða Islenzka þjóðflokkí málefninu til sannra nota. Loforð og fram lög sendist til Th E Thorsteinsson, manager North ern Crown Bank, cor. William Ave og Sherbrooke St., Winnipeg Winnipeg, 10. október, 1914 Thos H. Johnson B. J Brandson Árnl Egertson J B Skaptasori John J. Vopní O. S Thorgeirsson Jónas Jónasson B L Baldwinson Th E Thorsteinsson John J. Bfldfell

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.